Heimskringla


Heimskringla - 12.07.1895, Qupperneq 4

Heimskringla - 12.07.1895, Qupperneq 4
4 HEIMSKIÍIXGLA 12. JÚLÍ lb'JS. #-#- # # I # # un -#-#-#-#-#—#-#-#-#-# Fluttur Ég hefi nýlega flutt sskrautgripa og úrverzl- mína á Norð-vestur liornið á Main St. og Port. Ave. # # I # I # # # # # # I # # # Um leið og ég flutti búð mína, keypti ég mikið af nýjum ágætum gull og silfurgripum, og einnig | byrgðir af allskonar ágætis úrum og klukkum, og # sel ég nú allar þessar vörur ódýrri en nokkrusinni | áður. Komið og skoðið vörurnar. G. THOMAS, #-#-#-#- # I I Manuf. Jeweller. ^ -#-#—#-#-#-#-#-# Winnipeg. Hr. Kr. Stefánsson og Mrs. E. Olson komu heim frá Dakota á þriðjudaginn. Auk þeirra ísl., sem getið var um í síðasta bl., að væru að ganga undir kennara-próf hér í bænum, er Sveinn Thorvaldsson, skólakennari í Nýja Is- landi. Á bæjarstjórnarfundi á mánudags- kveldið var loksins afráðið að þekja Fonseca Ave. alt til Rauðár með muldu grjóti og sandi—Macadam. Jafnframt verður sporvegur lagður á það stræti. Björn Frímann Jósafatson og Brandur Johnson frá Pembina og Jón Stefánsson frá Hallson, N. Dak. og nokkrir fleiri ísl. úr Dakota, komu til bæjarins á föstudaginn var með sunnu- dagsskóla-picnic frá Emersom. Komu með sérstakri C. P. R. lest kl. 10 f. h. og dvöldu til kl. 8 um kvöldið. Baldur Eldon lózt á sjúkrahúsinu i St. Boniface á sunnudaginn var. Hann var sonur Erlindar Gottskalkssonar, fyrrum alþm. í Þingeyjarsýslu. Útför hans fór fram á þriðjudaginn kl. 3 e. h. frá Tjaldbúðinni, undir umsjón hra. J. W. Finney’s, er samkvæmt ósk syst- kina hins látna tókzt umsjónina á hend- ur og leysti það rausnarlega af hendi. Á fundi Verkamanna fél. annað kvöld (laugardag 13. Júli) fer fram kapp- ræða um eitt af hinum þýðingarmeiri spursmálum nútíðarinnar, en sem er þannig lagað, að menn hafa mjög svo skiftar skoðanir um. Fjórir menn taka þátt í kappræðuni — allir félagsmenn — tveir og tveir á hlið. Félagsmenn einir fá aðgáng að fundinum, er byrjað á slag- inu8 e. h. ftlands-farar. Á þriðjudaginn (10 Júlí) lögðu nokkrar konur af stað til Islands héðan úr bænum : Sigþrúður Ólafsdóttir, ekkja Jónatans sál. Jak- obssonar, er hér lézt fyrir nokkrum mánuðum, til Reykjaf jarðar ; Miss Saló- me Daníelsdóttir, til Borðeyrar ; Svein- björg Jóhannsdóttir, með 1 barn, kona Isaks Jónssonar, frystihúsa-smiðs Seyðisfirði; Miss Hólmfríður Espólín, til Mjóafjarðar ; húsfrú Guðrún Steins dóttir, til Sauðárkróks. Séra M. J. Skaptason fór á fimtu- daginn af stað til Nýja íslands. í þetta skifti fer hann ekkilengra norður en i Breiðuvík. Verður burt 2—3 vikur. Orangemanna-skrúðganga frá City Hall kl. 2 e. h. í dag. í fylkingunui verða 14 hornleikaraflokkar. Hra. Guðjón Thomas úrmakari er nú fluttur suður á hornið á Portage Ave., norðanvert viðþaðstræti og vest- an við Main Str. Lesið auglýsingu hans á öðrum stað. Til þess að fyrirbyggja að föl og veikluleg börn fá lanvarandi sfúkkóma er bezta ráðið að gefa þeim Ayers Sar- saparilla og nóg af heilnæmri fæðu og hreyfingu úti við. Það sem þarf til að halda líkamanum við er hseint og heil- brygt blóð. Ný-íslendingar nokkrir komu til bæjarins laust fyrir og umsíðustuhelgi, Meðal þeirra Jóhannes kaupm Sigurðs- son frá Hnausum, Gestur Oddleifsson og Þorst. Borgfjörð frá Geysir, og Egg- ert kaupm. Oliver og Guðni sveitarrit- ari Thorsteinsson frá Gfmli. — Mr. Oliver segir að vel standi bygg og hafra akrarnir Iitlu umhverfis Gimli og upp- skeru vonir því góðar. Reynist hún góð glæðist að líkum löngun nýlendu- manna til að halda betur áfram í sömu átt. í Regina í Assiniboia, höfuðstað Norðvesturhéraðanna með þríeinu stjórninni, verður liöfð iðnaðar, akur- yrkju- og kvikfjársýning í 10 daga, frá 29. Júlí til 7. Ágúst næstk. Er það fyrsta stórsýningin, sem höfð verður í héruðunum. í verðlaunum verða gefn- ir um #20,000—í peningum yfir #19,000 Frá Winnipeg til Regina eru 356 mílur, en á meðan sýningin stendur yfir geta þeir sem vilja líta í kring um sig á vest ursléttunum fengið farbréf þangað og heim aftur fyrir #8,50. Winnipeg-iðnaðarsýningin hefst á mánudaginn kemur og stendur yfir til laugardags. Eftir því sem frá hefir veríð skýrt í dagblöðunnm smámsaman verða þar sérstakar skemtanir með meira móti. Farbréf fyrir báðar leiðir, sem gilda alla vikuna og í sumum til- fellum fram yfir næstu helgi fást fyrir það verð er fylgir, frá þeim vagnstöðv- um, er íslendingar sækja að : Emerson #2.00; Gretna 82.65; Baldur #4.00; Rest- on #5.25; Brandon 84.00; Moosomin #5.75; Glenboro 84.00; Cypress River #3.80; Westbourne #2,35; Langenburg #6.30; West Selkirk #0.90; East Selkirk #0.65; Keewatin $3.95 ; Rat Portage #4.00. Fá meðul hafa jalnlengi verið i af- haldi eins og Ayers Cherry Pectoral. Hín siðustu fimm árin hefir það verið hið algengasta hóstalyf hvervetna og brúk þess fer alt af vaxandi, Það verk- ar fljótt og vel. Baldur Eldon er allur. Hann andaðist kl. 12 á hád. 7. þ, m. eftir 7 dagaþunga leguásjúkra húsinu í St. Boniface. Hann yar 27 ára að aldri og ókvæntur. Tvö síðustu ár æfi sinnar kvartaði hann af og til um þrautir innvortis. Hérumbil 18 kl. stundum fyrir andlátið var gerð á hon- um “operation” og vitnaðist þá, að garnirnar voru flæktar, bólgnar og því nær grónar saman á parti. Ogenn þótt læknarnir gerðu sem bezt þær gátu að þessum missmíðum, álitu þeir undir' eins eftir uppskurðinn, að lífsvon öll væri hæpin, mest sökum þess, að hinn skemdi hluti þarmanna væri ekki fær um að vinna sitt ætlunarverk. Baldur Eldon var sonur Erlindar alþingismanns Gottskalkssonar, sem lengi bjó að Garði í Kelduhverfi. Móðir hans var liúsfrú Sigríður Finnbogadótt- ir Finnbogasonar að Stóru-Reykjum í Reykjah'ærfi. Umungan mann, sem ekki hefir staðið í neinum opinberum stórræðum, verður lítið sagt. Sízt af öllu vil ég láta liggja eftir mig nokkurt sérlegt hól um ættingja mína. En þó get ég ekki neitað því, að mér þótti Baldur i fremri röð yngri manna, því að i,ann var drengur góður og galt hverjum sitt. Dá- lítið bar á skáldgáfu hjá honum, sem notaðist þó lítt, sökum unggæðisskap- ar. Hann var einstaklega lundgóður og kátur og gjarn á að örfa menn til glaðværðar. Baldur sál. valdl sér jafnan kunn- íngja úr flokki frjálslyndari manna. Hann stóð í hópi Unitara frá því kyrkjufélag þeirra hófst hér undir for- ustu Bjarnar sál. Péturssonar og undir- ritaðs. J. E. Eldt/n. “I Ledige Timer.” Af því að ýmsar fyrirspurnir koma til mín viðvíkjandi timariti þessu. sem ég var ritstjóri að, en "Norden Publ. Co. gaf út, skal ég geta þess, að það er hætt að koma út. Þeir, sem höfðu borg- að tímaritið, eiga aðgang að “Norden Publ. Co.” sem mun vera fúst að láta alla kaupendur tímaritsins fá blaðið “Norden”í staðinnumjafn-langan tíma sem þeir áttu að fá tímaritið, þó að “Norden” annars sé helmingi dýrara. Kaupendur ættu því að snúa sér sem fyrst til Norden Publ.Co., og má skrifa félaginu á íslenzku, því afgreiðslumaður þeirra er Islendingur. Chicago 2. Júlí 1895. JÓN ÓLAFSSON. Winnipeg & Great Northern. Á fimtudags kvöldið 4. Júlí var al- mennur fundur haldinn á “hey-markað- inum” hér íbænum, sæmkvæmt bænar- skrá, er varamanni bæjarráðsformanns- ins var send, til þess að herða á Dominion-stjórninni með að enda loforð sín um að lána Wpg. & GreatNorthern- félaginu $2J milj. Fundurinn var fjöl- mennur, en fæstir hinna viðurkendu pólitisku leiðtoga mættu. Flestir ræðu- mennirnir gáfu í skyn, á einn veg eða annan, að enginn sá flokkur þyrfti að vænta eftir fylgi Manitobamanna, sem ekki vildi stuðla til þess, að járnbraut yrði bygð norður að Hudsonsflóa. Að fá hana hlyti að vera aðalmarkmið allra manna í Manitoba og Norðvestur-hér- uðunum. — Áskorun fundarins í álykt- unarformi, sendi R. W. Jamieson, vara- bæjarráðsformaður, stjórnarformanni Sir MacKenzie Bowell og öðrum, er á- kveðið var, með telegraf, og á mánu- daginn (8. þ. m.) fékk hann bréf frá stjórnarformanninum, þar sem hann segir að söfcum þess, hve þröngt sé i búi nú, veiti stjórnin ekki einn dollar til nýrra fyrirtækja, geti það með engu móti í ár, og væri þá i hæzta máta ó- ráðlegt að gera undanþágu að því er snerti Hudsons Bay-brautina. — Þann- ig er þessi styrksvon kollvörpuð Jafnframt segir skeyti frá Ottawa, að frumvarp verði lagt fyrir þingið, er heimili stjórninni að skifta styrknum (#80.000 á ári) sem veittur er, þannig, að þegar félagið hefir fullgert helming brautarinnar norður að Saskatchewan, og haldi uppi lestagangi, fái það í lok fyrsta ársins #40,000 — helming styrks- ins. Eftir er nú að vita livert fél. hefir gagn af þessari tilslökun. Ef það verð- ur er ekki óhugsandi að brautin fari eitthvað af stað i sumar, en úr því stjórnin rauf loforð sín í þessu efni, er lítil ástæða til að vona eftir meiri fram- kvæmdum, en þeim, sem orðnar eru, þ. mæling og stikun brautarstæðisins 125 mílur norðvestur fyrir Winnipeg. Orða-belgurinn. Hnausa-bryggjan og Lögberg. Cuts, ^cratcbes, Spraios, and all pains, external or intcrnal, are iustant- ly rclicved by PERRY DAVIS’ Pain Killer. Thia old remedjIs koown, used and sold everywhero. Getltand keep ii bjr you. Einnig á Frakklandi er nú sprottin upp eftirsókn eftir Dr. Williams’ Pink Pills for Pale People. Formaður félagsins, sem býr til og selur lessar pillur, Mr. G. T. Fulford í Brock- ville, Ont., er nýkominn heim eftir vetr- arsetu i hinni gjálifu Parísarborg. Var hann þar til að útvega pillum sínum nýjan markað og gekk það vel. Þó hart hafi verið í ári segir hann að vel hafi gengið pillu-salan. Á árinu siðasta (til Maí-loka) segir hann að félagið hafi selt yfir 2,360,000 öskjur af pillum, meir en nokkru sinni áður á jafnlöngum tíma. Ef einn maður væri settur til að telja þessar pillur, ef hann teldi 100 á hverri raínútu, ef hann ynni 10 kl. stundir á dag og 6 daga í hverri viku, þá entist honum það verk 4 ár, 21 dag og 6 kl. stundir. Ef pillum þessum væri skift jafnt milli íbúanna í Canada Bandarikjunum og Bretlandseyjum öll- um, kæmu heldur meira en 2 pillur i hlut hvers eins. — Alt þetta var selt á einu ári. — Það eru nú 2 ár siðan byrj- að var að selja þessar pillur á Englandi og á þeim stutta tíma hafa þær náð þvi áliti, að tvær patent-meðala tegundir einungis seljast þar eins vel, Það er hvorttveggja að félagið aug- lýsir mikið, enda selur það mikið, en það viðurkennir ekki að salan sé aug- lýsingunum að þakka nema i upphafí, heldur gæðum meðalsins sjálfs. Mr. Fulford segir líka að það yrði dýrt spaug að útvega sér kaupendur með auglýsingum eingöngu, og gat þess til dæmis, að á meðan hann var að byrja verzlunina á Frakklandi varð hann að borga 35 til 40 franka í auglýsingum fyrir hverja eina öskju af pillum, er hann seldi sínu vanaverði — 3| franka hvora. Einum lækni í Parísarborg gaf hann margar tylftir af pillu-öskjum til að nota við lækningar á 3 mán.-tima. Að þeim tíma liðnum varð læknirinn að viðurkenna að pillurnar væru ágætt meðal, en fyrir þá viðurkenningu skrif- aða varð Mr. Fulford að borga 10,000 franka. Og honum þótti það ekki svo dýrt, enda margfaldadist eftirsóknin dag frá degi eftir það. Á síðastl. ári kvaðst Itír. Fulford hafa varið um 4 milj. dollars til auglýsinga og gat þess um leið aðhann vildi ekki líta við öðru en fréttablöðunum til að auglýsa í, þau væru eina örugga augun á fólkinu. meðalið til að opna Það eru margir hér nyrðra af kaup endum Lögbergs, sem farnir eru að furða sig á, örlæti blaðsins á dálka sina ekki sízt þar sem það ræðir um Hnausa bryggjuna og Mr. Stefán Sigurðsson Það hefir sannarlega verið þolinmæð' innar vant, að lesa alt það ósanninda stagl, sem Lögb. hefir flutt um það mál og Mr. Sigurðsson — einkanlega fyrir þá menn. sem eru því máli margfalt kunnugri, en blaðið virðist vera. Það er reglulegt feilhögg hjá voru heiðraða blaði Lögb., þar sem það ætlar að slá sér upp á þvi: fyrst að reyna, að spilla fyrir helzta framfara og velferðarmáli margra kaupenda sinna, ásamt fjölda annara; og þar á ofan flytja liverja greinina á fætur annari, sem úir og grúir af ósönnum óþverra setningum um þá menn, sem unnið hafa af dáð og drengskap að hinu helzta framfara spursmáli voru. Ef nú Lögberg liti yfir alt það góð gæti, sem það hefir borið á borð fyrir lesendur sína, viðvikjandi Hnausa- bryggjunni, Mr. St. Sigurðssyni og Mr Bradbury, þá mundi það án efa, greini lega sannfærast um, að það yrði ekki betur samhljóða, en Jóðarnir forðum Ef Mr. Bradbury gæti lesið alt það sem um hann hefir verið sagt í dálkum Lögb, siðan fyrst það minntist á hann mundi hann ekki leggja mikið upp úr þeim heiðri, sem blaðið er nú, í 25. nr sinu að flaðra upp um hann með. Það segir þar meðal annars : “Mr. Brad- bury lagði alla vinnuna í það, og það er honum einum að þakka, að peningarnir fengust.” — Áður var sami Bradbury til einskis nýtur. Það hefir annars ein- kennilega breytzt álitið á þeim manni hjá Lögb. siðan 9. Apríl síðastl. Það væri þó liklega ekki rétt að ímynda sér, að það gæti staðið í nokkru sambandi við það, að hann náði ekki útnefning flokksins sem þingmannsefni Selkirk kjördæmis? Það auðvitað gerir nú ekkert til hver orsökin er, þvi aðrar eins smá yfírsjónir taka menn ekki til greina nú á síðustu og verstu timum blaðsins. Þá er ekki minni samhljóðun- in (!) hjá Lögb. þar sem það minnist á Mr. Sigurðsson í sambandi við Hnausa- bryggjuna. Sumstaðar lætur blaðið hann hafa notað oddvita-stöðuna til að spilla þvi, að bryggjan yrði byggð að Gimli, en vinna að þvi að hún fengist að Hnausum framundan hans eigin landi; en nú í nefnda tölubl. lætur blað- ið það vera Bradbury einum að þakka, að nú er verið að byggja bryggjuna að Hnausum. — Hvenær hefir stjórnin gefið sveitarráðinu það framkvæmdar- vald, að velja um hvarbryggjunaskyldi byggja, svo oddvitinn gæti þar beitt valdi sinu ? — Þessar og aðrar eins 4taðhæfingar blaðsins kunna, ef til vill, að gilda að einhverju leyti hjá þeim ein- um, sem ekki hafa aðra þekking á mál- inu, en þá sem Lögb. hefir látið í té. Vér getum frætt Lögberg á því, að við hendina er gamall fundargjörning- ur sem sýnir, að á bændafundi var kos- in nefnd manna til að kanna dýpiðmeð- fram ströndinni á vissu svæði, sem næst miðpunkti Breiðuvíkur-byggðar- innar, og komst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að heppilegasta bryggjustæði yrði þar, sem einmitt nú er verið að byggja bryggjuna ; og jafnframt getum vér glatt Lögb. með því: að láta það vita, að Sigurðssynir voru ekki fluttir í þessa bygð þegar fundur þessi var haldinn. Ef Lögb. er ekki kunnugt um það áður, þá getum vér frætt það á því: að áður hefir verið gerð verkleg tilraun af hálfu bænda, að byggja bryggju framundan Hnausa-landinu sem var prívat-land þá eins og nú. En þegar menn sáu aðekki var nægur kraftur til þess, að verk það yrði að tilætluðum notum, þá snéru menn sér til Mr. Sig- urðssonar, sem ötulasta framkvæmdar manns núlendunnar og báðu hann að starfa að því af alefli að bryggja fengist byggð af opinberu fé á áðurgreindum stað. ( Það virðist vera nokkuð einkenni- legur sá ýmigustur, sem blaðið hefir af þvi aðbryggjan er bygð fram undanprí- vat landi Sigurðssona. Blaðið veit þó vel, að hér í öllum norðurparti nýlendunnar þar sem heppilegt eða hugsanlegt var að brj-ggja gæti verið, var ekkert út- mælt bæjarstæði; þvi engum nema ef til vill Lögb. hefði komið til hugar, að byggja bryggju að Sandy Bar, sem er hið eina útmælt bæjarstæði með vatns- ströndinni i öllum norðurhluta nýlend- unnar þar sem það hefir verið svo ó- Wíth » eoujrh, eol<! or »*ore throAt. ITne a remerlv th»t rolieros from the atArt, soothes aml heals the innamed tÍHsue* of the lurrnx or htonchial tubee. PYNY-PECTORAL íe r cortain remedj- I>o#od on u olear know- ledjjo of the di»eu*e* it was created to cure. LARGE B0TTLE 25 6ENT5. heppilega valið, að það er nokkurskon útkjálki bygðarinnar, og er þar að auki algerlega óhæfilegt sem bryggjustæði sökum útgrynnis, og íbúatala bæjarins að eins einn eiusetumaður. En hvað sem nú Lögb. kann að sjá ískyggilegt við bryggjustaðinn, þá erum vér ánægðir með hann, hvað sem blaðinu líður. Með því líka að Sigurðssynir hafa gefið land undir veg af þjóðveginum og að bryggj unni; og jafnframt lýst því yfir skrif lega að landið út frá bryggjunni skuli ekki dýrara selt, en Dominion-stjórnin selur landið í bæjarstæðinu Gimliþegar þar að kemur. Þrátt fyrir allanmótróðurLögbergs er nú byrjaðá bygging bryggjunnar — og alt efni til liennar fengið — fram undan landi Sigurðssona. Og eru menn nú vissir um að geta séð síðasta naglan rekinn áður en langt líður; og þá einnig hafa menn tækifæri til að votta Mr Sigurðssyni þakklæti fyrir ötula og drengilega starfsemi hans í bryggju málinu, og jafnframt öðrum góðum drengjum, sem stutt hafa að því. Þaðhefði sannarlega verið æskilegt að einhverjir af gestuuum, sem þar' munu verða v.ðstaddir, hefðu getað sagt fáein þakklætis-orð til Lögbergs fyrir góða fylgd, sem blaðið liefði lagt fram til hjálpar þessu stóra velferðar málefni kaupenda sinna og annara; en “góða barnið Lögberg,” s«m einusinni var nefnt, gæti búist við því, að al menningur, eftir framkomu þess nú seinni tíð, áliti það ekki hafa verðskuld- að gott atlæti. 35 búendur íNr Ísl. ATH. Nafnaskráin, frumrituð fylgdi ofanritaðri grein og er geymd á skrif- stofu Hkr. Ritstj. Islands-fréttir. (Niðurl. frá 1 bls.) 12. Júní. Eiðaskólinn. Dagana 7.—9. Maí- mánaðar næstliðinn, var próf haldið á skólanum, tóku piltar í yngrideild fyrra árspróf og piltar í efri deild siðara árs- próf eða burtfararpróf. Prófdómend- ur við prófið voru: prófastur séra Einar Jónsson á Kyrkjubæ og búfræð- ingur Sigurður Einarsson á Hafursá. Þeir piltar, sem burtfararpróf tóku, voru 3 og fengu þessar einkunnir. 1. Guðmundur Árnason frá Þorvalds- stöðum í Breiðdal iSuðurmúlasýslu. í bóklegu I. aðaleink. 93 stig í verklegu I. — 52 — 2. ísak Ág. Jónsson frá Þorgerðar- stöðum Fljótsdal Norðms. i bóklegu II. aðaleink. 88stig 3. Jón Jónsson frá Hólum í Nesjum Austur-Skaftafellsýslu í bókl. II. aðaleink. 86 stig. í verkl. 1. aðaleink. 51 stig. Næstliðið ár voru að eins 6 náms- sveinar á skólanum. í vor hefir náms- piltatala aukist í 10, og útlit fyrir að skólinn verði vel liðaður eftirleíðis, þar sem námspiltarnir eru allir efnilegir menn og betri bændasynir, og nýlega hafa sótt 2 efnilegir piltar um skólann næstkomandi vor 1896. Diphtheritis sú, er fréttist að ein skipshöfn til Akureyrar hefði verið sjúk af, er nú yfirstigin fyrir viturlegar og skjótar ráðstafanir héraðslæknis Þor- gríms Johnsens og bæjarfógetaogsýslu- manns Klemens Jónssonar, með því að banna samgöngur við skipshöfnina og. hinn sjúka mann, sem mun hafa verið læknaður með hinu nýfundna meðali við Diphtheritis, “Serum,” er dregið er út úr hestablóði, og mun nú vera að fá á flestum lyfjabúðum landsins. Tíðarfar hefir nú undanfarandi ver- ið hið inndælasta, sólskin og hitar með gróðrarskúrum við og við, svo gras þýtur upp óðum. Fiskiveiðar eru hér nú góðar, enda hefir 0. Wathne ge.ymt um tíma síld í lás á Búðareyri til beitu, og er vist ó- hætt að þakka því að miklu leyti hinn góða fiskiafla hér við fjörðinn. Ask your Druggist for Murray & Lanman’s FLORIDA WATER A DAINTY FLORAL EXTRACT For Handkerchief, Toilet and Bath. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT'S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & It. tinmerlt sé á plötunni. Tilbúið af The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. ÞURFIJM AÐSTOÐAR áreiðanlegra manna í öllum pörtum landsins (búsett- um eða umfarandi) til að selja ný-upp- fundið meðal og tií að festa upp auglýs- íngar á tré, girðingar og brýr i bæjum og sveitum. Vinnan er stöðug. Kaup: procentur, eða #65 um mánuðinn og ferðakostnaður; peningarnir lagðir inn a hvaða banka sem vill undireins og M v?.r.ðu,r- Frekari upplýsingar fást hja The World Med. Electric Co. P. O. Box 221. London, Ont., Canada. Góðar vörur ! Lágt verð ! Þegar þið þurfið að kaupa Oranges, Lemons, Bananas, Strawberries, Candy, Cake, Ice Cream, Drykki og ágæta cig- ars, fyrir lágt verð þá komið til H. Einarssonar 504 Ross Ave. - - Winnipeg Ljósmyndarinn John McCarthy mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri líkamsstærð; myndir af húsum teknar þegar um er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir vild. Alt verk vel leyst af hendi. 9lilton \. Dak. Íslenzkr læknir DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. Látið ekki tælast. Kaupið Elgin úr. Af því Elgin- O úrin eru bezt ^ allra Amerík- Cri “ anskra úra og m standa sig bet “ ur en ódýr Svissnesk úr. Hiðmikla úra einveldi er nú _i brotið á bak aftur, og vér 7 getum nú selt E lg i n úr ó- dýrra en áður < Verzlun vor Ser hin elzta Z gullstássverzl O un sem nú hef- ir viðskifti við Z yður, og vér a mælumst til, [/j að (iðiir en þtr frf pantið úr hjá óðram klippið þér þessa aug- lýsingu úr blaðinu og sendið oss, ásamt nafni yðar og utanáskrift. Ef þér gerið það, sendum vér yður frítt, til skoðunar, úr með 14 k. "Gold filled” umgerð fall- ega skreyttri með útskurði (áreiðanlega hin fallegasta umgerð sem boðin hefir verið fyrir það verð), og með ekta Elgin verki, gerðu af The Elgin NationaL Watch Co., sem gengur í mörgum steinum og hefir allar nýustu umbætur: dregið upp og fært með höldunni. Ef þér viljið hafa xirið, þá getið þér borgað express-agentinura, sem það verður sent til, heildsöluverð vort á því, #9,50; ef -ður líkar það ekki, þá borgið þór ekkert. ‘ér leggið ekkert í hættu. 20 ára skrijleg ábyrgð fylgir hverju úri. Ef 50 cts. auk úrverðsins eru send með pöntuninni.geta menn fengið #3.00 gullplataða festi, eða ef þér sendið #9.50 fyrir úrið, fáið þér festina frítt. Pantið þessi úr og sann- færist. Segið hvort þér viljið karlmans eða kvenmans-úr. FRITT ! — Ef þér kaupið eða fáið kunningja yðar til að kaupa 6 úr, fáið þér eitt frítt. Það má græða á þessum úrum ; ýmsir selja þau fyrir #25 til #40. RED STAR WATCH CO. Dept. (Lö 194 E. Van Buren ;g>lt.) 3t., - Chicago, UL THC PERFECT TEA T«t FlNCST TEA N THE WORIO FROM THC TFA PLANT TO THE TCA CUF IN ITS NATIVE PURITY. ** Monsoon " Tea is packed nndcr the supervÍBÍoB pf the Tea growers, and is ad vertiscd and sold by them a sampleof the best qualiliesof Indian and Ceylon . a«. For that reason thry see that none but the LÓry fresh leave3 go into Monsoiin packages. Thnt is why “Monsoon.’ the perfectTea, canbe sold at the samc price as infcrior tea. It is put up in sealed caddies of Jí Ib., i Ib. an<| 5 Ibs , and sold in threc flavours at 400., 50C. and 6oc. If vour grocrr dors not Vrep it. tell him to writ* to STtíEL. IIAVTEK &: CO., u and 13 Fr#nt SU East, Toronto.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.