Heimskringla - 16.08.1895, Side 3

Heimskringla - 16.08.1895, Side 3
HEIMSKRINGLA 16. ÁGÚST 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules V?rne. “og ég bid skaparanxi að forða þér frá öllum telga-vögn- um”. Fréttaritararnir réttu fram hendurnar til að kveðja Strogoff, og í því heyrðist vagnskrölt úti fyrir. Á næsta augnahliki var dyrunum hrundið upp og maður gekk inn. Það var eigandi herlin-vagnsins, sem þar var kominn, her- mannlegur maður, á fertugsaldri á að geta, hár og þrek- inn með breiðar herðar, svíramikill, dökkurá hár með jarpt efrivararskegg og rauðleitt vangaskegg. Hann var í ó- breyttum hermanna búningi með sverð á beltinu, og með skaptstutta svipu í hendi. “Hesta!” sagði hann í valdalegum róm, rétt eins og all- ir væri skyldugir að hlýða honum. “Ég hefl ekki fleiri hesta ferðbúna í kvöld”, sagði póst- meistarinn og lineigði sig. “Ég verð að fá hestana undireins”. “Það er ómögulegt!” “Hvhða hestar eru það, sem núna var verið að setja fyr- ir tarantass-vagn hérna fyrir utan dyrnar?” “Þeir eru leigðir þessum manni”, sagði póstmeistarinn og benti á Strogoö'. “Takið þá frá honum!” sagði aðkomumaðurinn bystur, og stóð póstmeistarinn þá ráðþrota. Strogoff gekk þá fram og sagði að liestarnir væru sinir hestar nú. “Það er mér sama! “ Eg vil fá þá, skal fá þá. Fljótt nú, ég má ekki tef ja!” “Ég má heldur ekki tefja”, sagði Strogoff svo stillílega sem hann gat, en bágt átti hann með sig. Nadía stóð hjá honum stilt lika, en hrædd og kvíðandi. “Ekki meira af svo góðu !” sagði komumaðurinn, gekk svo til póstmeistarans og sagði honum með skipandirödd að setja hestana fyrir sinn vagn tafarlaust. Póstmeistarinn var á nálum. Hann vissi ekki hvorurn hann átti að hlýða og ieit til Strogoffs vandræðalega í von um að hann skakkaði leikiun og bindi enda á þessa ranglátu kröfu. En Strogoff var ráðþrota líka. Hann vildi ekki taka upp vegabréf sitt vegna grunseminnar, sem það gat kveikt. Hann var jafn óvíljugur að lendaí deilum, sem óséð var hvern enda hefðu, og þó vildi bann ekki sleppa hestunnm og þurfa svo að bíða næturlangt. Fregnritarnir stóðu agn- dofa, en horfðu á Strogoff og voru tilbúnir að veita honum drengilegt lið, ef á þyrfti að halda. “Hínir hestar verða kyrrir fyrir mínum vagni”, sagði hann, en þó ekki svo djarfmannlega, að ósamboðið væri undirgefnum kaupmanni í Irkutsk. Aðkomumaðurinn gekk til Strogoffs, studdi hendi sinni þétt á öxl honum og sagði spyrjandi : “Það er svo! Þú vilt ekki eftir'áta mér hestana ?” “Nei”, svaraði Strogoff. “Gott og vel! Sá sem ber sigur úr býtum skal halda hestunum. Verðu sjálfan þig, því ekki skal ég sýna vægð!” Um leið og aðkomumaðurinn sagði þetta dró hann sverðið úr sliðrum, en Nadía bljóp fram á milli þeirra. Fregnrit- arnir nálguðust nú líka. “Ég ætla mér ekki að berjast!” sagði Strogoff og kross- lagði hendurnar á byósti sér. “Þú vilt ekki berjast?” “Nei”. "Ekki jafnvef eftlr þetta?” hélt ókunni maðurinn áfram, og áður eu nokkur gat að gert rak hann svipuhögg yiir þver- ar herðarnar á Strogoff, sem tölnaði upp af bræði, en ekki til- finningu. Hendur hans titruðu og íingurnir ýmist réttust eða krepptust, eíns og vildu þær bera hinn innri mann fyrir borð og kyrkja þennan ósvífna þræl. Með herkjum náði Strogoff stjórn á höndum sínum og gerði ekkert. Einvígi ! Það þýddi mjklu meira en töf, það þýddi ef til vili upp- ljóstran leyndarmálsins og þá varúti um þá í Irkutsk. Það var betra að bíða nokkrar klukkustundir. Eu að líða, þola þessa smán—það var hart. “Viltu nú berjast, bleyða?” sagði aðkomnmaðurinn aftur og jók nú dónaskap við fólskuna. “Nei!” sagði Strogoff og hreyfði sig ekki, enhorfði feimnislaust 5 augu fjandmanns síns, sem þegar sneri burt og skipaði póstmeistaranum enn einu sinni að setja liestaua fyrir sinn vagn. Póstmeistarinn fylgdi honum út og sneri upp á sig um leið ogskotraði alt annað en hlýlegum augum til Strogoffs. Hann varð lít.’U í augum hans og hann rýrnaði mikið í aug- um þeirra fregnritanna og þeir gátu ekki dregið dul á þá til- finning ; þeim varóskiljanlegt hvernig ungur maður og vask legur gat staðist slíka smán. Þeir hættu við að kveðja hann með handabandi, létu nægja að hneigja sig lítið eitt fyrir houum, og sagði Fransmaðurinn við Englendinginn um leið og þeir gengu út: “Þessu hefði ég ekki trúað um mann, sem jafn fimiega sundrar Uralfjalla bjarndýrum. Er það mögulegt að rnaðjr geti verið hugrakkur í dag, en huglaus skræfa á morgun ? Það eróskiljandi”. í sömu andránni heyrðust svipusmellir og vagnaskrölt. Hinn ókunui œaður var farinn. Þau stóðu nú tvöein inni, Strogoff og Nadía, hún stilt og rólegað sýndist, en hann titrandi eins og hrísla í vindi. Þarna stóð sendiboði keisarans hreyfingarlaus eins og mynda stytta væri með krosslagðar hendur á brjósti. En fölur var hann ekki lengur, lieldur dreyrrauður í audlitinu, þó ekki væri roðinn afþví að hann skammaðist sin eða þyrfti þess. Nadía efaði ekki að einhverjar alvarlegar ástæður væru orsökin til þess að “bróðir" hennar leið þessa smán með þolinmæði. Gekk hún þá upp að honurn, eins og hann forð- um gekk til hennar í Nijní-Novgorod, og sagðí: “Gef þú mér hönd þína, bróðir”, og með móðurlegri nærgætni brá hún um leið höndum sínum upp að augum hans og strauk burtu tár, sem brutust út þrátt fyrir orku hans og harðfengi. Svo þungt var honum innanbrjósts. 18. KAPÍTULÍ. Sviplegur skilnaður. Eins ogskörpum ogskýrum konum er lagið gizkaði Na- día undireins á að það væri einhver leynileg ástæða, sem aftraði Strogoff fráað verjasig ; að hanní einhverjum skiln- ingi væri ekki sjálfs síns herra, að hann hefði ekki vald til að framfylgja vilja sínum, og að hann í þetta sinn hefði íórnað öllum Bínum tilhneigingum á altari helgrar skyldu. Þó ó- reynd kona væri, sá hún iengra en hinir skarpskygnu tregn- ritar. Hún krafðist því engra útskýringa af ‘bróður’ sínum, en bjó sig til nætursetu í húsinu, því hestar fengust ekki fyrr en næsta morgun, og hugsaði hiín sér að hagnýta þá bið með því að sofa nú vel og léngi. Henni var vísað til svefnherbergis, og þó liana langaði til að sitja hjá Strogoff um stund bjóst hún við að hann vildi heldur vera einn. En áður en hún gengi burt', gekk liún til hans, rétti honum hendina og sagði blíðlega: “bróðir !” Hann svaraði henni engu, en benti henni til burtgöngu. Hún stundi við, en gekk út án þess að segja meira. Strogoíf lagði sig ekki fyrir—hafði ekki getað sofnað eina mínútu i þessu húsi, sem brann undir fótum hans eftir svipuhöggið. “Fyrir föðurlandið og—fyrir föðurinn”, sagði hann við sjálfan sig, er hann endaði við kvöldbæn sína. Jafnframt því að hugsa um smánina og um töfina, hugs aði hann um þennan ókunna ofstopamann. Hann sárlang- aði til a'ð vita hver liann var, hvaðan hann kom og heert liann ætlaði. Ásýnd hans var of vel grafin á minui hans til þess hann nokkurntíma gleymdi henni. Eu hver var maðurinn? Eftir nokkra stund gerði liann boð eftir póstnjeistaran- um sem var Síberíumaður gamaldagslegur og sem leitfyrir- litilega til hins unga manns ogætlaði sér ekki að eyða fleiri orðum en nauðsynlegt væri við þetta vesalmenni. “Þú ert Síberíumaður?” spurði Strogoff. “Já”. “Þekkir þú manninn, sem tók hestana mína?” “Nei”. “Hefir þú aldrei séð hann áður ?” • “Aldrei”. “Hver heldur þú það hafi verið ?” “Maður sem kann lag á að láta menn hlýða sér!” Strogofl hvessti augun á póstmeistaraun, en honum brá ekki. “Leyfir þú þér að dæma mig ?” “Já”, svaraði póstmeistarinn, “því það erutil þeir hlut- ír, sem fáráður kaupmaður jafnvel ekki þiggur, nema til að endurgjalda þá!” “Og meðal þeirra eru svipuhögg ?” “Svipuhögg, já, ungi maður. Eg er svo gamall og svo sterkur, að ég þori að segja það !” Strogoff gekk upp að póstmeistaranum og tók þéttings- fast í axlir hans, og sagði með undarlega köldum, en stiltum, róm : “Burt með þig, burt með þig, vinur ! Annars get ég máske stytt þér aldur !” Það opnuðust augun á póstmeistaranum og liann liafði sig á burt í snatri, en sagði við sjálfan sig á leiðinni, Jað sér geðjaðist betur að Strogoff eftir en áður. Klukkan átta morguninn eftir, 24. Júlí, voru 3 öflugir liestar komnir fyrir vagninn og þau Strogoffog Nadía kom- in af staðfrá Ishim, með sínum ógefifeldu endurminningum. Á hverjum áfangastað frétti Strogoff um daginn, að berlin- vagninn hélt áfram eftir Irkutsk-brautinni og að eigandinn var ófáanlegur til að dvelja nokkursstaðar, en hólt áfram með sömu rokferðinni og þau Strogoff. Klukkan fjögur um daginn voru þau komin til þoips eins á bökkum árinnar Ic- him, 75 versts frá Ishim, og þar þurftu þau að fá sér ferju. Áin er straumhörð og gekk því ver að komast yflr hana en Toboldaginn áður. Á vetrardag hefði þetta ekki tafið förina því þá er margra feta þykkt íslag ofan á straumnum og ofan an á því aftur þykkur snjór, svo slétt má heita af bökkunum og ill-mögulegt að greina ána frá sléttunni umhverfis. En nú gengu tvær klukkustundir til að komast austur yfir ána, og leidd'st Strogoff sá tími, sérstaklega af því ferjumennirn- ir færðu honum ljótar fréttir af uppreistinni. Njósnarmenn Feófars Kan höfðu þegar sézt á bökkum Ichim-árinnar í suð urhlnta héraðsins Tobolsk. Borgin Omsk var í veði. Þeir sögðu einnig frá orustu, sem liefði átt sér stað nálægt suður- landamærunum milli Síberíumanna og Kirghisa — orustu sem ekki varð Rússum til frægðar, enda höfðu þeir ekki ver- ið lið8terkir i þeim héruðum. Hermenn Rússa máttu leggja á flótta og af því leiddi, að búendur allir tóku að flýja líka. Ferjumennirnir sögðu einnig frá grófum spilivirkjum Tart- aranna, ránum, þjófnaði, brennum og morði. Slíkt fylgir Törturum ætíð. Þegar Strogoff frétti þannig um allsherjar flótta ibú- anua óttaðist hann að eyðileggingin kynni að verða svo al- gerð, að engin matvæli eða greiði yrði fáanlegur. Umfram alt reið honum því á að komast sem fyrst til Omsk, því hugsaDlegt var að hann kæmist þaðan á undan njósnurum Tartara, sem auðvitað voru á ferðinni niður með Irtych-fljót- inu og sem ekki þurftu að óttast mótstöðu á Irkutsk-braut- inni. Á ferjustaðnum yflr Ichim-ána endaði það, sem á tungu hermannanna var nefnt: “Ichim-keðjan”, þ. e. röst af hermannaskálum.eða litlum köstulum, gerðum úr trjávið, er þaðan liggur 400 versts suður a landamæri. Fyrrum voru skálar þessir allir fullir af Kósökkum, er vörðu búendur fyr- ir áhlaupum Kírghisa og Tartara. En nú fyrir nokkru var stjórnin í Moskva kominá þá skoðun, að þessir flokkar væru brotnir á bak aftur og þýðingarlaust að óttast þá. Vörður þessi var því upphafinn og virki þessi gagnslaus þegar mest þurfti á þeim að halda. Mörg þeirravoru enda brunnin til rústa, og ferjumennírnir bentu Strogoff á reykjarmökk í suð- urátt, þar sem eitt þeirra var í báli fyrir aðgerðir Tartar- anna. Þegar loksins Strogoff komst austur yfir ána beið hann ekki boðanna, en lét ökumanninn hvetjahestana til harða- stökks austursléttuna. Klukkan var orðin sjö um kvöldið. Loftið var kafið skýjum og regndropar léllu af og til, ekki svo margir né stórir að færðin versnaði, enþó svo margir, að rykið minnkaði að mun. Frá því hann fékk höggið, sem hann endurgalt ekki, hafði hann lengzt af verið hljöður, en sömu nákvæmni sýndi hann Nadíu eftir sem áður og gerði þessa þreytandi, fljúgandi ferð, henni svo þægilega sem kostur var á. Það var líka það vissa, að ekkí kvartaði hún; þvert á móti langaði hana til að gefa hestunum vængi, svo þeir aldrei þyrftu að lina ferðiua. Hún fann það á sér, að þó hún vildi os þyrfti að komast áfram fljótt, þá riði Stro* goff þó enn meir á að liraða sér til Irkutsk, En hvílík þó leið var ekki eftir enn ! Svo datt henni í liug að væri Omsk í háska, þá væri gatnla konan móðir hans það ekki síður. Það var því meir eneðlilegt þó hann langaði til að berastá vængjum vindanna og koma henni til lijálpar. Upp frá þessum liugleiðingum mynntist hún á gömlu konuna og á það hve hlífarlaus hún væri mitt í þessum æðisgangi. “Hefirðu frétt nokkuð af henni síðan uppreistin hófet ?” spurði liún. “Nei, Nadía. ekkert. Síðasta bréf hennar til mín færði mér góðar fréttir. Marfa er hugdjörf og þrekmikil Síberiu- kona. Þráttfyrir ellina hefir hún ennþá óskerta líkams og sálar krafta. Hún veit hvað það er, að þola raunirnar”. “Eg vil kynnast henni. Af því þú kallar mig systir, þá cr ég líka dóttir Mörfu”. Og af því Strogoff svaraði ekki, hélt hún áfram : “Máske hún liafl komizt burt úr Omsk?” “Hugsanlegt er það, og ég vil vona að hún hafi komizt þaðan og til Tobolsk. Henni er iila við Tartarana og hún er kunnug sléttunni og mundi óhrædd að taka staf sinn og fara af stað gangandi niður með Irtych, Það er ekki góm- stór blettur í öllu héraðinu, sem hún ekki þekkir, hefir farið of margar ferðir aftur og frnm til þess. Ég fór enda sjálfur á bamsaldri margar ferðir með foreldrum mínum um þvera og endilanga Siberíu eyðimörkina. Já, Nadía, égvona að móðir mín sé burt úr Omsk”. “Og hvenær býztu þá við að finna hana aftur ?” “0, ég finn liana á vesturleiðinni aftur”. “En ef húner enn íOmsk, þá heimsækir þú hana þó og tefur hjá henni svo sem klukkustund ?” “Nei, ég heimsæki hana ekki nú !” “Ekkinúna?” “Nei, Nadía”, svaraði Strogoff og var þungt tyrir brjóst- inu. Hann átti bágt með að svara þannig. Framhald. hefi nýlega flutt skrautgripa og úrverzl- # un mína á Norð-vestur # # hornið á Main St. og Port.^Ave. 0 # Um leið og ég flutti búð mína, keypti ég mikið | af nýjum ágætum gull og silfurgripum, og einnig , | 0 byrgðir af allskonar ágætis úrum og klukkum, og # sel ég nú allar þessar vörur ódýrri en nokkrusinni | # áður. Komið og skoðið vörurnar. # # G. THOMAS, * Manuf. Jeweller. y # # # 0-0-0—0-0 # # ########################## # # m # # # # m # # m 1 m HLUTIR # # § # ð # 1 m ð # # 1 # # ########################## “ W* *Fr Tr “ Yr 'lr fr 'n* 'M' 'n' 'lr 'Ti' rr* 'WT '»r 'W' 71* 'W* 'rl* sem eru í sjálfu sér vandaðir og aldrei breytast nema. til batnaðar, verða óhjákvæmiléga viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. Látið ekki tælast. Kaupið Elgin úr. ^ Af því Elgin- r, úrin eru bezt ^ allra Amerík- — anskra úra og ^ standa sig bet D ur en ódýr Svissnesk úr. Hiðmikla úra einveldi er nú brotið á bak aftur, og vér getum nú selt E lg i n úr ó- dýrra en áður Verzlun vor _ er hin elzta Z gullstássverzl D un sem nú hef- ir viðskifti við yður, og vér mælumst til, að dður en þer pantlð úr hjd öðrum klippið þér þessa aug- lýsingu úr blaðinu og sendið oss, ásamt nafni yðar og utanáskrift. Ef þér gerið það, sendum véryður frítt, tilskoðunar, úr með 14 k. ‘’Gold filled” umgerð fall- ega skreyttri með útskurði (áreiðanlega hin fallegasta umgerð sem boðin henr verið fyrii' það verð), og með ekta Elgin verki, gerðu af The Elgin National Watch Co., sem gengur í mörgum steinum og hefir allar nýustu umbætur: dregið upp og fært með höldunni. Ef þér viljið hafa úrið, þá getið þér borgað express-agentinum, sem það verður sent til, heildsöluverð vort á þvi, $9,50; ef yður Hkar það ekki, þáborgið þér ekkert. Þér leggið ekkert í hættu. 20 ára skrifleg dbyrgð tylgir hverju úri. Ef 50 cts. auk úrverðsins eru sendmeð pöntuninni.geta menn fengið $3.00 gullplataða festi. eða efþérsendið $9.50 fyrir úrið, fáið þér festina frítt. Pantið þessi úr og sann- færist. Segið hvort þér viljið karlmans eða kvenmans-úr. FRITT ! — Ef þér kaupið eða fáið kunningja yðar til að kaupa 6 úr, fáið þér eitt frítt. Það má græða á þessum úrum ; ýmsir selja þau fyrir $25 til $40. RED STAR WATCH CO. Dept. (Löggilt.) 194 E. Van Buren St., - - Chicago, 111. w. ---- 131 Higgin Street gefur hverjum sem hafa vill mjöl, gripafóðurog eldivið ■*■«/ ■*■■*■ hann selji i ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. -pTTy»; •y* /m«4- sem sannað getur að 1 y1 -LI u haun ekki ó dýr \ Wateriown Marble & Granlte Works. \ Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta $12,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum; af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verðj eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ISL. V. LEIFUR, Glasston, N. Dak. N orthern Paciíic RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. ‘ MAIN LINE. ~ North B’und Soouth Bund - ^'3 W-3 — Q STATIONB. k- 3C W) . ®s oð O Ph ooá © ■&« H 1.20p| 8.15p .. Winnipeg.. 12.15þl 5.30a 1.05p 3.03p ♦Portage Junc J2.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25a 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51a 11 31a 2.13p *Union Point. 1.17p 7.02a 11.07a 2.02p ♦Silver Plains 1.28p 7.19a 10.31a 1 40p .. .Morris.... 1.45p 7.45a 10.03a 1.12p .. .St. Jean... 1.58p 8.25a 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18a 8.00a 12.30p|.. Emerson .. 2.35P 10.15a 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p ll.lða 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. lO.lOp 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6.45a 8.00p .. .St. Paul... 7 25 10.30p ... Chicago .. 9.35p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound W. Bound. ki »1 Freight Tus.Thur.8a Freight Mon.Wed. Passenge Tu.Thur.S 8TATION8. Passenge Mon.Wed. Dominion of Canada. ÁWisjarÉ oieyPis lýrir milionir manna. 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyrir landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nákegt jámbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, eí vel er umbúið. j I inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfls- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af líttbygðu landi. Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma landi; eldiviðr því tryggr um allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf f Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignarlegc fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Veetrheims. Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilncemasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar: vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinn. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfirl8 áragömlum oghveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogyrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr í efnalegu tilliti. tslenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NÝJA ISLAND, liggjandi 45t-80 mílur norðr frá Winnipeg ’á vestrströnd Winnipegyvatns. Vestr frá Nýja íslandi, í 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. I báðum þessum nýlendum er mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLEI-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því. að skrifa um það: Commissioner of Dominion I.ands. Eða 13. Ij. Baldwinson, isl. umboðsm. ■ - - - Canada. Winnipeg 1.20p 7.50p 6.53p 5.49p 5.23p 4.39p 3.58p 3.14p 21 p 25 p 17p 19p 2.57p 2.27p 1.57a ll.l2a 10.37a 10.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a 3.15| ( Winnipeg . ,|12.J6p 1.30p 1.07p 12.42p 12.82p 12.14p 11.59a U.38a 11.27a U.09a 10.55a 10.40a I0.30a 10.15a lO.OOa 9.38a 9.21a 9.05a 8.58a 8.49a 8 35a 8.18a 8.00a .. .Morris .... * Lowe Farm *... Myrtle... ...Roland. . * Rosebank.. ... Miami.... * Deerwood.. * Altamont.. .. Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... ..Beimont.... *.. Hllton.... * -. Ashdown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite *Martinville.. Brandon... West-bound passenger Baldur for meals. 1.50p 2.15p 2.4 ip 2.58p S.lOp 3.25p 3.48p 4.0lp 4.20p 4.36p 4.51p 5.02p 5.18p 5.84p 5.57p 6.17p 6.34p 6.42p 6.53p 7.05p 7.25p 7.45p 6.30p 8.00a 8.44a 9.81a 9.50a 10.28a I0.54a 11.44a 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.26p 4 15p 4.C3p 5.28p 5.47p 6.04p 6.37p 7.18p 8.00p trains stop at PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except Sunday. STATION8. East Bound Mixed No. 144 Every Day Except Sunday. 5.45 p.m. .. Winnipeg.. 11.15a.m. 5.58 p.m ♦Port Junctii b 11 00 a.m. 6.14 p.m. *St. Charles . 10.35 a.m. 6.19 p.m. * Headingly.. 10.28 a.m. 6.42 p.m. * White Plains 10.05 a.m.» 7.06p.m. *Gr Pit Spur 9.42a.m. 7.13p.m. *L»Salle Tank 9.84 a.m. 7.25 p.m. *.. Eustace.. 9.22 a.m. 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.00 a.m. 8.00 a.m. *. . .Curtis . . . 8.49 a.m: 8 30 a.m. Port. la Prairie 8.30 a.m. Statíons marked —*— have no agen Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have throug Pullman Vestibuled DrawingRoom Slee ing Cars between Winnipeg, St. Paul an Mlnneapolis. Also Palace Dining Car Close connection at Chicago with easter lines. Connection at Winnipeg Junctio with trains to and from the Paciflc coat For rates and full information coi cernlng connectlon with other iines, et{ apply to any agent of the company, or CHAS. S. FEE. H. 8W1NFORD, G.P.&.T.A., St.Paul. G»n Agt. Wpi H. J BELCH, Ticket Arent. 486 Maiu Str.^ Winnipeg,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.