Heimskringla - 13.09.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.09.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 13. SEPTLMBER 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The HeimskrÍDgla Prtg. 4 Publ. Co. •• •• Yerð blaðsina í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgaðj Sent til Islands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P O. Box 305. Hveiti-verðið. Fyrir þremur mánuðum síðan var hveitið í háu verði, 80 til 90 cents bush. og meira, hér vestra. Þá var ekki eins kunnugt og síðan hefir orðið hve litlar voru hveiti-birgðirnar alls yfir, frá fyrri árum. Það er nú fullkunnugt orðið, að um mörg ár hafa hveiti-birgðirnar ekki verið jafnlitlar og nú. Nú er og kunn- ugt að hveiti uppskeran öll í ár er að minsta kosti 250 milj. bush. minni en í fyrra. Áður eu næsta sumars uppskera kejnur til markaðar er því eins víst og ekki von á hveiti-þurð almennri í Ev- rópu. Þrátt fyrir þessar horfur er hveiti-verðið hér vestra nú, þegar nóg hveiti er til að selja, 'komið sem næst því í farið sitt í fyrra; er nú komið í 42, 43 og líklega hæzt 45 cents bush. Það er ekki einleikið með þetta. Það er ekki þörf og framboð sem þessu ræður. Það eru hveiti-kaupmennirnir stóru, sem þessu valda. Þeir ætla sér að vinna upp svo sem þúsundfalt það sem þeir í vor er leið borguðu fyrir hveiti fram yfir meðal-markaðsverð allan síð- astl. vetur. Fyrirætlun þeirra er aug- sýnilega sú, að ná sem mestu af hveit- inu úr höndum bændanna, koma því austur að stórvötnum og austur að At- lantshafi, en láta það svo liggja í korn- hlöðunum þangað til það er komið í við- unanlegt verð, ef til vill og líklegast í 90 cents og $1.00 bush. og meira, þar eystra. Það hugsa margir að hveiti- kaupmennirnir hér vestra séu að miklu leyti sjálfráðir í að ákveða verðið, en það er langt frá því. Þeir eru bara strá í straumnum. í telegraf-skeytun- um sem rignir yfir þá á kaupmanna- salnum á hverjum degi frá 10 f. m. til 2 og 3 e. m., er verðið fyrir þann og þann daginn ákveðið. Þó ekki væri um eigin hagsmuni að tefla þá þyrðu þeir ekki og enginn maður að borga hærra en mark- aðsverðið þann og þann daginn fyrir hveitið. En þó þeir ekki hafi megn til að ráða verðinu, þá er ekki þar með sagt að þá vanti viljann til að mata krókinn og hafa í frammi brögð til að græða sem mest. Hagur hins smærta er tiltölega eins mikill og er hagur hins stærsta hveitikaupmannsins, þegar hveitið stígur upp. Þessvegna er þeim, sem leggur alt sitt f að kaupa 10,000 bush. af hveiti eins umhugað um að fá þau fyrir sem lægst verð, eins og þeim manni, sem kaupir 10 milj. bush. Þeir fá báðir það sama fyrir hvert sitt bush. ef þeir seija samdægurs fyrir sama verð. Hagurinn er jafnt beggja og þessvegpa er litlu hveitikaupmönnunum hér vestra hvergi leitt aÁ hlýða hinu daglega boði að austan að gjalda svo og svo fyrir hveitið. Óbeinlínis geta þeir að vísu máske haft dálítil áhrif á markaðsverð- ið. Það geta þeir og ótal aðrir líka með því að ýkja um uppskeru-magnið. Þannig er þess getið í bréfi frá Chicago nú nýlega til ritstj. blaðsins “Commer- cial” hór f bænum, að þegar öll ráð þrjóti til að brjóta niður hveitiverðið á hveitimarkaðnum, þá er gripiðtil Mani- toba og þeim sem hærra bjóða sýnt fram á að þeir augsýnilega séu búnir að gleyma hinu ótrúlega uppskerumagni í Vestur-Canada. Og þá skortir aldrei einhverskonar vottorð, prentað eða skrifað, til að sanna sögu sína. Sem dæmi um þetta stjórnlausa gum, gert auðvitað í góðri meiningu fyrir héruðin sem í hlnt eiga, má geta um áætlun rit- stjóra blaðsins "Globe” í Toronto, sem er að ferðast um vesturlandið í fyrsta skifti og sem er hrifinn af akraflæminu á sléttunni og hinum mikla hveitivexti. í áætlun sinni gerir stjórnin ráð fyrir rúmlega 25 bush. af ekrunni að meðal- tali, en ritstj. “Globes” stígur góðum mun framar; hann gerir ráð fyrir ná- lægt 35 bush. að meðaltali af hverri ekru. Annað eins gum og þetta f öðru eins blaði og "Globe” hefir eðlileg áhrif á markaðsverðið. Þannig rita margir og sumum hveitikaupmönnunum hér er jafnvel trúandi til að skjóta einhverjum slikum fregnum til viðskiftamanna sinna á mörkuðunum eystra og þannig óbeinlinis vera orsök í hinu lága verði. En hver helzt sem orsökin er, þá sýnist, eins og nú stendur á ekki á- horfsmál fyrir bændur að geyma óselt alt það hveiti sem þeir mögulega geta. Það ber allra blaða hagskýrslum saman um það nú, að hveitimagnið í ár só 250 milj. bush. minna en í fyrra, og, að hveitibirgðir frá fyrri árum séu miklu minni nú en um mörg undanfarin ár. Þau væru naumast svo samtaka öll og allstaðar í landinu, ef áætlunin væri ekki nokkuð nærri lagi. Ef hveitið varð virkilega 80 —90 centa virði f vor er leið, þá er ekkert sýnilegt þvf til fyr- irstöðu að það sé að minnsta kosti 50— 60 centa virði nú, þegar útlit er fyrir hveitiþurð áður en næsta uppskera kemur. En eins og hveitikaupmenn-. irnir búa um hnútana fá bændur sjálfir það verð, eða nokkuð líkt þvi, því að eins, að þeir geti látið hveitið liggja ó- selt. Það gengur þeim mörgum illa á meðan skuldir kreppa að, en ólíklegt er að hagsmunir félaganna. sem þeir skulda. sé svo samtvinnaður hagsmun- um hveiti-kaupmannanna, að þau öll geri kröfur eftir skuldinni undiieins og þreskingu er lokið. Reynslan hefir sýnt, að hveitið hækkar alloftast í verði seinni hluta vetrar — þegar fjöldi bændanna er bú- inn að rýja sig. Eftir horfunum núna verður þetta raunin f vetur komandi. Þessvegna, þó oft hafi þörf verið, þá er nú nauðsyn fyrir bændurna hvervetna að halda í hveiti sitt svo fast og svo lengi sem þeir geta. Velti-árin eru svo fá, að það er hörmung ef þeir hafa ekki gat^i af þeim, þegar þau koma. Atlanta-sýningin. Eitt af þvf sem fer að ganga of langt eru allsherjarsýningarnar. Þær reka hver aðra svo þétt nú orðið, að það er ekki nema fyrir auðmenn að fylgja þeim eftir, að sjá þær allar, enda eru þær ekki sóttar orðnar nema af nágrönnunum, og þá því að eins að nóg só til af auka-sýningum, íþróttum, leikjum, dönsum, söngum og allskonar fáránlegum búningi, sem skarar fram úr sem augna og eyrna gaman. Sýn- ingin sjálf hverfur og kemur ekki að til ætluðum notum og er því allsherjarsýn- ing að eins að nafninu. Ein þessi "allsherjar-sýning” verð- ur hafin í Atlanta, Georgia, á mánu- daginn kemur (16. September) og stend- ur yfir til 1. Janúar næstk. Nafn sýn- ingarinnar er all-stórmannlegt: “Cot- ton States and International Exposi- tion”, enda er liún all-stórmannleg i heild sinni, þó hún sé hvítvoðungur í samanbnrði við ofvaxtar-báknið i Chi- cago um árið. Kostnaðurinn við að koma henni af stað var um 1 milj, doll- ars, og af þeirri upphæð veitti congress fimtunginn ($200,000). Járnbrautirnar sem liggja til bæjarins gáfu til samans $50,000; bæjarmenn keyptu hlutabréf upp á $200.000; bæjarstjórnin og hér- aðið, sem bærinn er í (Fulton Co.) lagði til $150,OOh. Hinaraðrar apphæðirnar eru innifaldar í sérstökum byggingjum rfkja og héraða, þar sem framleiðsla þeirra m. m. er sýnd, Svo hafa hafa og einstök félög sfnar sérstöku byggingar —svertingjar til dæmis hafa stóra og vandaða byggingu, þar sem sýnd verð- ur framför þeirra í öllum greinum á 30 árunum sem liðin eru siðan þeir fengu frelsi og mannréttindi, Verður þaðað sumu leyti þýðingarmesta grein sýn- ingarinnar og er að auki fyrsta sýn- ingin af þeirri tegund. Þvf fullkomin eins og Chicago-sýningin átti að vera hafði hún enga sérstaka deild fyrir svertingjana, vilki ekkihafa neitt slíkt, þó svertingjar færu fram á það. For- menn Chicago-Sýningarinnar neituðu um sérstaka deild af ótta við hvíta menn í suðurríkjunum, Til þess að sýna að sá ótti vará misskilningi bygð- ur veitti forstöðunefnd Atlanta'sýning- arinnar þeim þann rétt, sem þeim var neitað um í Chicago, og sú veiting var heldur ekki til ónýtís, Svertingjarnir mynduðu félög um þver og endilöng suðurríkin til að*safna fé og sýningar- munum og eru nú horfur á að þeirra deild vérði ein hin fullkomnasta á allri sýningunni. Sýningin fer fram í Piedmont park (189 ekrur á stærð) utanvert við bæinn. Er það yndislega fallegur reitur, þó til þessa hafi náttúran gert miklu meira en mannshöndin til að prýða hann. ' Aðal-tilgangurinn\ með sýningunni er, að sýna heiminum hvað “baðmullar- rfkin” framleiða og hve miklu meira þau gætu gert, ef innan þeirra tak. marka væri unnin öll baðmullin, sem nú fer til Englands ogannara Evrópu- landa, er unnin þar og síðan seld hverj- um sem hafa vill. Jafnframt er hug- myndin að auka verzlun við Suður- Ameriku, sérstaklega að þvi er snertir baðmullartau alt. Er sýnt fram á að í þeirri grein verzunarinnar séu Bretar nærri einvaldir í allri Suður-Ameríku, en þá baðmull ldjóti þeir að fá mest- megnis úr suðuaríkjunum. Þannig er sýnt fram á, að þrátt fyrir tilraunir Blaines og annara stjórnfræðinga Bandaríkjaað áuka viðskiftin við Suð- ur-Ameriku, eða réttar sagt. að jafna reikninginn þannig, að Suður-Ameríku- menn kaupi eins mikið af Bandaríkja- mönnum eins og Bandaríkjamenn kaupa að þeim, þá vinnist svo sem ekkert enn í því efni. Bandaríkjamenn kaupi enn sem svarar þriðjungi af öllum útflutt- um vamingi úr Suður-Amoríku, en geti ekki selt þangað meir en sjötta hluta þess varnings er Suður-Ameríkumenn kaupa af öðrum þjóðum. Þessu vilja Suðurríkjamenn hrinda í lag, vilja með þessari sýningu sinni láta hef jast nýja hreyfingu, er hafi fyrir takmark að ná yfirhöndinni að því er verzlun snertir í Mið- og Suður-Ameriku. Það hugsa þeir að gera með því, meðal annars, að sýna norðurríkja verkstæðisfélögum að það meir en svari kostnaði að færa verkstæði sín eða setja upp önnur ný syðra. Eru þeir nú brynjaðir með alls konar skýrslur, er isýna hvað gera megi, ef hitt og þetta er að eins gert fyrst. Meðal annara telja þeir lífs- spursmál að koma á skipaskurði milli Atlants- og Kvrrahafs um Mið-Ame- ríku einhversstaðar ; koma á fót reglu- bundnum og tíðum gufuskipaferðum til Suður-Ameríku hafna; að kynna sér Suður-Ameríku-þjóðflokkana og fá upp- vaxandi kynslóð þeirra til að koma til Bandarikja og menta sig á skólum þeirra, þar sem nngmenni þeirra öll fara nú til Norðurálfu og á þann hátt viðhalda sambandinu, er svo heldur við skiftunum í sömu skorðum. Með þessari sýningu vona suður- ríkjamenn að koma af staðhreyfingu. er með tíð og tima umhverfi öllu þessn og selji suðurríkjunum Mið- og Suður- Ameriku alla sem markað fyrir verk- stæðisvarning alian, er þau hafa á boð- stólum. . 400 ára afmæli Ameríkufundar er talað um i austur- Canada að halda hátíðlegt sumarið 1897. Höfundur þeirrar hugmyndar er hr. O. P. Howiand, fylkisþingmaður í Ontario. Það kann að virðast kynlegt að tala um þá minningarhátíð, sem fram- tíðar-verkefni, 2 árum eftir að sams- konar hátíð var haldin með sýningunni miklu í Chicago. En ástæðan er sú sögulega vissa, að það var ekki Ame- rika sjálf sem Columbus fann haustið 1492, heldur hólmi í West-Indía eyja- klasanum. Að Leifi Eirikssyni undan- skildum fanst ekki meginland Noiður- Ameriku, svo kunnugt er fyrr en 24. Júni 1497. Það var þá, að .Tohn Cabot fyrst ej-gði austasta skagann á Nýja Skotlandi — Cape-Breton-skagann, sem nú er nefndur. Þessa atriðis í sögunni vill How- land að só minst á verðskuldaðan hátt, og af því Cabot bar að landi innan landamerkja Canada finnst honum sjálfsagt að Canada-menn standi fyrir minningar-hátíðinni. Minningar-hátíðin hefir hann hugs- að sér að kæmi fram í formi sögulegrar sýningar og þykir það mæla með fyrir- ætlaninni, að þó iðnaðarsýningar séu almennar þá hafi engin söguleg alls- herjar sýning átt sér stað. Hátiðarhaldið ur ætlast til að byrji 24. Júní á þeim bletti á austurströnd Cape-Bretons, er Cabot tók land, með því, að þá vérði lagður hyrningarsteinn að minnismarki Cabots. Fyrir því stendur bókmentafólagið : “Royal So- ciety of Canada.” sem það ár heldur ársfund sinn í Halifax, í Júnímánuði. Að því loknu hefst skrúðsigling vestur Lawrence-flóann og fljótið og upp eftir Ottawa-ánni, og verður viðstaða höfð á öllum sögulegum stöðum og þeir staðir rannsakaðir. Sýningin er ætlast til að sé í Tor- onto og hefir fyikisstjórnin léð, ef til kemur, þinghúsbyggingarnar og há- skóla og æðri skóla byggingarnar allar, sem standa í hvirfingu í Queens Park í Toronto. Þannig er aflétt mestum eða öllum húsbygginga kostnaði fyrir sýn- inguna, Á sýningunni er ætlast til að birtist allar fornmenjar Indíána og fyrstu landnema úr endilangri Ame- ríku, allar elztu landlýsingar, ferðasög- ur, handrit, uppdrættir o. þvl. Svo er og ætlast til að fornménjar o. þvl. fáist úr Norðurálfu, sérstaklega það semsýnt getur framför alla á þessum 400 árum síðan Cabot fyrst steig fæti á meginland N orður-Ameríku. Enn sem komið er, er þetta mál ekki lengra á veg komið, en það, að nefnd hefir verið skipuð til að leita eftir samvinnu og samtökum. Sögu og bók- mentafélögin öll í Ontario, svo og há- skólaformennirnir allir, eru málinu hlyntir og vilja alt til vinna að fyrir- tækið hafi framgang. Þorsteinn Erlingsson, skáldið, er knésettur í síðasta Lögbergi og honum kent /iternigharm á að jTkja, um hvað hann á að yrkja og um hvað hann á ekki að yrðja. Kvæði hans hneigjast að þvi að vera siðspillandi, segir þessi dómur, og svo hefir hann of mikið að segja um um kyrkjuleg mál- efni. Það sannast því hér sem oftar, að “sínum augum litur hver á silfrið”. I sömu andránni og hann fær þessa greiðviknislegu tilsögn, færir “Fjall- konan” þær fréttir af alþingi á Islandi, að fjárlögin séu samþykt og að meðal annara veitinga sé 600 króna ársstyrk- ur til skáldsins Þorsteins Erlingssonar. Þessi upphæð, þó lítil sé, er mikilsverð heiðursgjöf fyrir höfundinn. Hún sýn- ir að skáldverk hans eru metin endur- gjaldsverð af þjóðarinnar útvöldu er- indrekum, samankomnum á þingi. En sé nú Lögbergs-dómurinn tekinn sem óskeikull, og því skyldi ekki það (? 1), þá sannast hér einnig annar málshátt- ur: Skýzt þó skýrir sé”. Alþingis- mönnunum öllum hefir illa yfirsézt, er þeir veittu þeim manni skálda-laun, er stundum yrkir kvæði alveg ósamskvæm orþodoxu kyrkju-kenningunni, og sem enda hefir til að lýsa fegurð kvennfólks- ins, hve kossar karla og kvennaséu al- mennir og j'fir höfuð hve óþægilegt sé að stía sundur körlum og konum, sem á annað borð vilja ná saman. Það er ljótt að lýsa slíku, enda óvanalegt al- veg i íslenzkri ljóðagerð ! Og þó virð- ist enginn af þessum 36 þjóðarráðs- mönnum á Islandi hafa veitt þessu eft- irtekt, en veita höfundinum heiðurs- laun fyrir að semja þetta Quixotiska skaðræði! Það er flest farið að ganga af göflunum nú á gömlu Garðarsey! Tjón var það fyrir íslenzku þjóð- ina að þessi Lögbergs dómur var ekki uppkveðinn fyrir tveimur eða þremur mánuðum síðan ! Alt þetta stafar af “Eimreiðinni”. Hefði 2, hefti hennar snáfast til áð koma út [nokkrum mánuð um fyrir en það gerði, þá hefði liklega alt farið annan veg ! Úr því svona er nú komið, úr því búið er að veita honum heiðurslaun, þá er því miður ekkert hægt við það að gera. En vona má maður að sjálfsögðu að Þor- steinn gefi þessum dómi gaum ! Menn ættu að mega vona að liann framvegis legði í vana sinn fremur öðru að kveða um búpening, mjaltir og málnytu, um skyr og grautargerð, um kjöt og salt- fisksverkun, um þúfnasléttun, túngarða hleðslu, framskurð mýra, mótekju, á- burð á tún ! Það er óendanlega margt þessu líkt, sem íslenzkir bændur gætu skaðlaust tekið tilsögn í, en alla slíka tilsögn hafa íslenzku Ijóðskáldin van- rækt til þessa. Og alþingismennirnir hafa ekki enn séð 'hvernig skáldskapur er landinu haganlegastur, að minnsta kosti ekki reynt til að setja þeim skil- yrði, sem þeir veíta heiðurslaun fyrir skáldskap. En það er vonandi að þeir ekki síður en skáldin aðhyllist þessa mikilvægu tilsögn Lögbergs. Staðfesta! Seint í Ágúst kom Geo. M. Grantt— venjulega nefndur Principal Grant— formaður presbyterianska skólans Queens College í Kingston, Ontario, vestur hingað. Hann er nafnfrægur mentamaður, fyririesari og rithöfundur og hneigist meir að Liberal en Conserva- tive fiokknum í stjórnmálaskoðunum sínum. Blaðið ‘Tribune’’ heyrði að' liann mundi ætla sér að athuga skóla málið og sendi því fregnrita á fund hans og birti langt samtal við hann. Státaði það þá mjög af því, að þarna "æri einn enn af málsmetandi Ontario- mönnum, er sjá mundi hve réttlátar væru aðgerðir Greenwaystjórnarinnar í skólamálinu. Svo liðu 2 vikur, en þá kemur bréf frá Principal Grant í ‘ ‘Globe” í Toronto, og þar ávítar hann báðar stjórnir jafnt. Dominionstjórn- ina fyrir að gefa út umbótakröfuna og með þvi færa málið inn á leiksvið Do- minion-þingmanna, og fylkisstjórnina fyrir að ganga of langt 1890.. í stað þess að svifta kaþólska menn skólum sínum hefði hún átt að umbætaþá. Síðan hafi hún (fylkisstjórnin) átt í stríði við menn, sem hafi verðskuldað alt annað, stríði, sem hún álíti að mundi deyja út, ef utan að komandi á- hrif og afskifti héldu því ekki við lýði, en sem Principal Grant segir aldirei muni deyja út fyrr en minnihlutanuim séu veittar einhverjar réttar.bætur., Tribune virðist fremur hafa átt von á dauða sínum, en þessu, þegar það var að guma af Grant, fyrst þegar hann kom. Það hefir átt von á að hann yrði eins auðsveipur og dr. Bryce, sem með ofsanum sem honum er tamur, er til- búinn að segja svart hvítt og hvitt svart, hvenær sem þörf gerist Green- way til styrktar. Það varaði sig ekki á því, að Grant gamh er sjálfstæðari maður en Brj-ce og sjálfstæðsri en Globe-ritstjórinn, sem kom hingað til að kynna sér af eigin rejmdi hvernig alt stendur í Manitoba. en sem ekki fer f ótmál frá ráðherrum Greenways og hlyðir á engra annara tal, en þeirra, er þeir herrar ákveða og skrifar auðvitað samkvæmt því í blað sitt.. Af því þá að Grant spilaði upp á sínar eigin spítur og lýsir sínu áliti ó- menguðu, ærist Tribune, spyr hvert er- indi hans sé vestur hingað (tveimur vik- um eftir að hafa hrósað happi yfir er- indi hansog fj-rirætluniiun) og brýnir hann á að hann hafi oft verið óheppinn i d ómum sínum m. m. Þetta er eitt sýn ishornið af “liberalismus” þeirra Green- way-inga. Aí því þessi maður, sem þeir að undanförnu hafa að maklegleik- um metið svo mikils, er þeim ekki sam- dóma í hverju einasta atriði, þá er álit hans einskisvert, og hann hefir helzt enga heimild til að sletta sér fram í mál, sem honum koma ekki við. Það er stefnufesta þetta, ekki siður en “frjálslyndi!” Allrahanda. “Marching Thro’ Georgia.” Höfundur þessa kvæðis og lagsins líka var Henry C. Work, prentari í Hartford í Connecticut. Hann orti fjölda af kvæðum og samdi einnig lögin við þau flest, en alþýðlegasta kvæði hans eru ofangreind hergönguljóð, og af skemtivísum hans kvæðið: “Grand- fathers Clock”. Hann var fæddur 1882 og dó 1884. — Um þessar mundir er verið að reisa honum minnisvarða i Hartford í þakkiætisskyni fyrir her- gðnguljóðin “Marching Thro’Georgia”. “Fram til orustu 1,” Sem stendur syngja nú Frakkar Marselju sálminn fræga suður í Mada- gaskar-óbj'gðum. en svo mega þeir nú bráðum fara að syngja hann á norður- jaðri Spánar, ef kröfum franskra bú- enda í Pyreníu-fjalladölunum verður fullnægt. Mitt í fjöllunum mætast tveir djúp- ir dalir, er sinn heyrir til hvoru ríkinu. Frakklandi og Spáni. Landamerkja- linan liggur eftir rananum milli dal- anna og niður í dalinn þannig að hún klýfur oddann þar sem dalirnir renna saman. Á línunni og rétt á dala-mót- unum stendur steinn all-mikill, er helg- aður er hinum “heilaga Marteini.” Að þessum steini safnast saman, á ákveðn- um degi á hverju sumri, sex sveitar- stjórnaformenn úr sex nágrannasveit- unum Frakklandsmegin við landamær- jin. Eru þeír þá klæddir í uppáhalds “spariföfcin” sin og girðir þrilitum treflum, samlitum fánanum franska, Eru þeir þar komnir til að vinna Spán- yerjum hollustueið og skeikar ekki að þeir hafi með sér 3 kýr, er þeir afhenda umboðsmönnum og hermönnpm Spán- verja (er þangað koma einnig þennan ákveðna dag), annaðhvort sem skatt eða friðar-fórn. Þegar Frakkar koma að landiamerkjunum spyr þar til kjör- inn Spánverji þrisvar sinnum, með hárri röddu, hvort Frakkar kjósi frið, og svara sveitarstjómaroddvita<|ir frönskia allir í senn, að víst vilji þeir hann. Að því svari fengnu gengur höfðingi Spánverjanna yfir línuna og rekur sverð eða lenzu niður i jarðveg Frakklands. Þá ganga fram sex spænskir hermenn, lyfta riflum sinum í sigti og miða þeim á hliðina Frakklands megin við dalinn og halda þeim þannig á meðan frönsku og spænsku höfðingj- arnir taka höndum saman yfir “Mar- teins-steininn.” Á meðan höndurnar eru þxnnig tengdar ríða af sex skot og sex kúlur sökkva%iiður í franska jörð. Þar með er þessari kynlegu athöfn lokið. í sumar fóru um 300 franskir bænd- ur til að sjá þessa athöfn og féllst þeim svo mikið um, að margir þeirra hafa kvartað yfir þessu við yfirvöldin og krefjast þess að Frakkar láti þetta ekki viðgangast lengur. Þeim fannst sverð- nísta hjarta Frakklands, fanst það nísta sitt eigið lijarta og skothríðina á- litu þeir herboð á hendur Frökkum. Spumingin er : Hver verður afleiðing- in ef þessir sex frönsku sveitarhöfðingj- ar hætta að koma eða hafa með sér kýrnar þrjár ? Zebradýr til reiðar. Zebradýrin eru falleg og því ginn- ast margir þau og vilja temja og hag- nýta sem vagnhesta. En þau eru þver- lynd og hrekkjótt. Fyrir tveimur ár‘ um var þreytt við að temja tvö af þeim í Paris; voru sett fyrir þungan og sterkan vagn og stór og spaklyndur hestur á milli þeirra, sem átti að kenna þeim ganginn og alla siðu ærlegra hesta. Svo var hraustleika m aður feng inn til að ganga fram með hverju dýri og halda því i skefjum. Fyrst um sinn bitu þau og börðu án afléts, en þó fóru svo leikar að þau urðu þæg og mátti enda kej-ra þau einsömul. Voru þau þá seld rikismanni einum fyrir stór fé, en hann kunni ekki að fara með þau. Þau urðu óviðráðanleg og hann nejrdd- ist til að selja þau aftur á dýrasafn, sér i stórskaða. Vilhjálmur Þýzkalands keisari frétti um þessa tilraun við Zebradýrin og fekk þá löngun til að reyna sig. Lét hann þá rita formönnum Austur-Afriku félagsins þýzka og bað þá að útvega sór 4 zebradýr tamin. Árangurinn er sá, að nú hefir hann fengið 3 zebradýr, sem æfð eru í að draga vagn og hlýða boð- um ökumanns, ef þau eru samsíða, en annars ekki. Ekki er keisarinn enn farinn að reyna dýrin, en beitir þeim á hverjum degi fyrir tvíhjólaðan vagn rússnesk* ann, sem gerður er fyrir 3 hesta sam- síða. Okumaðuriun er afbragðs hesta- maður, og á hverjum degi keyrir hann langan veg fram og aftur á zebrunum, en illa láta þeir alt af og jafnan fylgja honum 2 æfðir hestamenn á úrvals reið- hestum, sem hafa fult í fangi að halda í við zebrana. Verði dýrin nokkurntíma svo þæg að óhætt þyki að sleppa þeim við keis- arann, sem, eins og kunnugt er, getur ekki að gagni hagnýtt nema hægri hendinu, því vinstri handleggurinn er nærri afllaus, þá er fyrirætlun hans að ferðast á þeim milli Postdam og Berlin- ar (30 mílur), en þá leið þarf hann að fara á hverjum degi. Margir aristokratar Þjóðverja hafa nú beðið um zebradýr til að nota sem vagnhesta. Innan skamms verður þvi zebra-reið almenn á Þýzkalandi, ef dýr- in nokkurn tíma verða viðráðanleg. Jotyi^ jol rljc T^eumati^m arjd JMugcular Paing acjaiq Wliynol' M/j i ^(entljol Plaýer.^ 1 mywifcjof me one. ifcured like maaic For a lorifr time I sufTereiI with Rheumatism in 1he Baclc so se\ erely Ihat 1 couUi not even straiytht. Mv wifc ndvi»e<l a I). & L. Menthol Plastcr. 1 ti'ied it oud wim soon tfointf nliout all rijrht. S. C. IIuxThR, Swe«t’8 Corner3. Priue 25c.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.