Heimskringla - 20.09.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 20. SEPTEMBER 1895
NR. 38.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FÖSTUDAG, 1B, SEPT,
Kappsigling jaktanna Valkyrju III.
og Defender er á enda, endaði þannig í
gærmorgun, að Valkyrja lagði ekki í
siglinguna, en Defender fór einn og
náttúrlega vann. Hafði hann þá unn-
ið 3 at?ennur af 5, þannig;; þá fyrstu
virkilega, hina aðra með því, að kenna
Valkyrju um áreksturíntí svifta
hana vinningnum og þá þriðju atrenn-
una með því að sigla einn um ákveðið
svið. Orsökin til þess að Valkyrja
ekki lagði út á flmtudaginn er sú, að
eftir atrennuna á þriðjudaginn reit
Ðunraven jaktfélaginu og krafðist að
siglingasviðið yrði betur varið fyrir
skemtiskipum, ella kvaðst hann ekki
myndisiglaaftur. Uessu svaraði félag-
ið ekki, en á fimtudagsmorguninn þeg-
ar fara átti af stað, lá hafnsögumanna-
báturinn “Fulton” rétt fram undan
Valkyrju og á strykinu sem hún átti
að taka, og gufuskipa-grúinn hver-
vetna umhverfis eins og áður. Þegar
Dunraven sá þetta, sneri hann við og
feætti; heíir víst viljað standa við loforð
sin í bréfinu. Dómar blaðanna á Eng-
landi og í Bandarikjum um þetta alt
saman eru eins óhkir og hvitt og svart.
En hvernig sem öllu er varið, þá er það
vist, að bikarinn verður kyr í New York
enn.
Aðrar aukakosningar fóru fram á
írlandi í gær og unnu McCarthysinnar
á ný.
Jarðskjálftar miklir og eldgos í
Honduras í Mið-Ameriku alla vikuna.
Að minsta kosti 500 manns biðu bana.
Eignatjón stórkostlegt. Heilar bygðir
lagðar i rústir.
Fellibylur fram með Lawrencefljóti
dlli lifs og eigna tjóni bæði í Bandarikj-
um og Canada i gær.
Fastákveðið er að brezka visindafé-
lagið hafi næsta allsherjarfund sinn í
'Toronto—árið 1897.
LAUGARDAG 14. SEPT.
Nýmæli eru það í sögu kaþólíka og
þau markverð, að ákveðið er, að veita
konum sem körlum aðgang að kaþólska
háskólanum í Washington.
Uppreistarmenn á Cuba eru að
sækja sig, eftir siðustu fregnum. Hafa
að sögn keypt herskip að stjórninni í
Peru og fengið Bandarikjamann til að
stjórna því. Ennfremur hafa þeir að
sögn fengið Bandarikja herforingja,
nafnfrægan fyrir sigurvinningar, til að
taka við stjórn einnar herdeildar upp-
reistarliðsins.
Skógareldar miklir í New Jersey-
riki. Ýms þorp og bygðir i hættu.
AYER’S
Hair
VIGOR
RestoreB natural
color to the hair,
and also prevents
tt lallin*' out. Mrs.
H. W. Fenwlck, ol
Digby, N. S„ says:
“A little moro
than two years ago
my hair
b é g a n
to turn
gtay
and fall
out. Af-
ter the
use of
one botfie of A ver’s Iíair Vigor my
liair was restored to its original
color and ceased fnlling out. An
oecasional application has since kept
t!ie liair in good condition.”—Mrs,
II. F. Fenwick, Digby, N. S.
Hárvöxtur . . . .
“Fyrir átta árum lá ég i bólunni og
misti þá alt hárið, sem áður var mikið.
Ég reyndi ýms lyf, en það kom fyrir
ekkert, og hugsaði ég ekki annað, en að
ég yrði æfínlega eftir það sköllótt. Fyr-
ir hér um bil sex mánuðum, kom ég
heim með eina flösku af Ayers Hair Vi-
gor, og fór ég þogar að brúka það. Að
stuttum tima liðnum fór nýtt hár að
vaxa, og það er alt útlit fyrir, að ég fái
eins mikið hár eins og áður en ég veikt-
ist.” — Mrs. A. Werber, PolymniaSt.,
New Orleans, La.
Ayers Hair Vigor
TILBÚINN AF
Dr. J.C. Ayer&Co.,Lowell,Mass.,
U. S. A.
Ayers pillur lækna höfuðverk
Spánarstjórn afhenti Bandarikja-
stjórn milj. sem bætur fyrir að hafa
gert upptækar eignir Spánverja eins, en
Bandaríkjaþegns á Cuba.
Christján konungur IX. í Dan-
mörku er sagðnr þungt haldinn mjög;
hefir verið lasinn um nokkurn undan-
farinn tíma.
í dag eru liðin 257 ár síðan sænsku
skipin “Kalmar Nyckel” og “Fogel
Grip,” lentu við Ameríku með fyrsta
hóp sænskra útfara. Þess dags minn-
pst Svíar í Bandaríkjum nú með al-
mennu hátiðahaJAi og kalla, dagin- ■
“Forfeðra-dag.”
Hæztaréttardómari Fournier, í
Canada, hefir sagt af sér því starfi.
MÁNUDAG 16. SEPT.
Jarðskjálftar allmiklir í Nýja Sjá-
landi 17. og 18. Ágúst síðastl.
Á ársfundi kaþólska félagsins
“Catliohc Trutli Society” i vikunni er
leið sagði einn karðinálinn, að samein-
ing allra kristinna kyrkjufélaga væri ó-
möguleg fyrr en allar kyrkjur viður-
kendu að páfinn hefði guðgefinn rétt til
að stjórna kyrkju hans hér á jörðu.
Biskupakyrkjan enska hefir verið að
leita eftir samtökum, er miða til alls-
herjar einingar og þetta er svarið.
Einn af eigendum “Defenders,” Mr.
Iselin, vill hefja kappsiglingarnar að
nýju eða kalla ógildar þær á þriðjudag-
daginn og fimtudaginn, en New York
jaktafélagið þverneitar. Það virðist
því úti um frekari tilraunir.
25 ára lausnarhátíð var hafin á
Italíu í gær í minningu þess að hðin eru
25 ár síðan páfadæmið var brotið á bak
aftur að því er snertir verslegt vald.
Hátíðin stendur yfir til 29. þ. m. og
verður á því tímabili lagður grundvöll-
ur til margra minnisvarða. Hátíðin er
hafin 5 dögum fyr en skyldi, því það
var ekki fyrri en 20. Sept. 1870 að Ca-
dorna herforingi kom með herdeild sína
til Rómaborgar og sem reyndist rot-
högg páfadómsins sem borgaralegs
valds. En Italir telja undirbúnings-
dagana frá þeim 15. engu síður mark-
verða og hefja svo hátíðina þann dag.
ÞRIÐJUDAG 17. SEPT.
Kólera er sögð skæðari raiklu í
Honolulu á Havai-eyjum, en jafnvel
eyjastjórnin sjálf hefir hugmynd. Inn-
fæddu mennirnir dylja sjúkdóminn sem
mest og neita að taka þau meðöl, sem
læknarnir fyrirskipa, óttast að þau sé
banvæn.
Kínverjar neita að taka af lífi þá
menn sína, sem dæmdir hafa verið
dauðasekir fyrir kristniboða-morð,
nema þeir fái fullvissu um að það endi
málið. að engar aðrar kröfur verði gerð-
ar. Þar við situr nú. Hin sameinaða
nefnd Breta og Bandaríkjamanna, sem
að þessu vinnur hefir lagt árar i bát tii
þess stjórairnar svara.
Sýning mikil er fyrirhuguð i Mont-
real að sumri frá 24. Maí til Október
loka.
MIÐVIKUDAG 18. SEPT.
Sagt er, að uppreistarmenn á Cuba
hafi unnið liafnarstaðinn Banes á norð-
urströnd eyjarinnar og sé því öll
norðurströndin í höndum þeirra.
Því er og fleygt að Mello admíráll frá
Brasiliu sé um það að ganga í iið með
þeim. Það virðist annars eins og upp-
reistarmðnnum sé einlægt að ganga
betur og betur, og fái einlægt fleiri og
fleiri í lið með sér.
Kólera á Havai-eyjum og deyðir
menn hrönnum saman.
Þjóðverjar í loftinu. í Nordwesten
er grein eftir Þjóðverja út úr skólamál-
inu. Er það áskorun til Þjóðverja i
Norðvesturlandinu, að sækja um leyfi
til þess að nota þýzku í skólum sínum.
Segir, að Þjóðverjar þar hafi rekið upp
stór augu, þegar þeir vissu að Frakkar
notuðu frönsku með ensku í skólum
sinum, en þeim var bannað að nota
þýzku. Þykir þetta lítið jafnrétti.
í Albany N. Y. gekk piltur með
stúlku í regni og þrumuveðri. Laust
þá eldingu smárri á toppinn á regnhlíf-
inni og rann niður handlegg piltsins,
sem hélt utanum stúlkuna, svo hapn
gat ekki losað handlegginn af mitti
hennar. Eldingin hafði og fengið svo á
stúlkuna, að hún hafði engan vilja í sér
að losast úr faðmi sveinsins og var það
hörkubrögðum að þau urðu skilin sund-
ur. Slikt gerir rafurmagnið má nú
segja þegar, mey vill ekki losna úr
faðmi sveins eða sveinn ekki sleppa
meyju.
FIMTUDAG 19. SEPT.
Enn skrifar Principal Grant um
skólamál Manitoba-fylkis. Heldur hann
því fram enn. að vandlega þurfi að
skoða skólamál fylkisins, segist að eins
hafa haft þriggja vikna tíma til þess,
en hefði þurft þriggja mánaða tíma,
segir, að Dominion-stjórnin þyrfti að
senda nefnd manna til þess að skoða
og rannsaka málið vandlega. Hann
var áður búinn að sýna fram á mikla
óheyrða óreglu á skólahaldi Mennóuíta,
scm Stjórnin Jeyfði skólahald andstætt
M”uin gildandi ÍÖgum.
Einlægt koma skeyti frá bamdum
til stjórnar akuryrkjumálanna um að
þá vanti menn til þreskivinnu. Suma
vantar þetta 10 og 12 menn með þreski-
vél og senda þeir daglega málþráðar-
skeyti og biðja að vísa til sín mönflum.
Hveitið hefir verið svo miklu meira
en við var búizt, að bændur hafa ekki
komizt yfir að stakka, en vélastjórar
hafa búizt við að fá þá menn,erunnuað
uppskerunni hjá bændum til þresking-
ar, en nú er ekki kostur á því, !þar sem
þeir eru að stakka enn Og verða fyrst
fram eftir.
Ifvað er hið rétta ? FBændur £ Mani-
toba fá meira fyrir sitt hveiti heldur en
bændur í Dakota. Menn brjóta heilann
um það í Montreal. Sumir þakka það
tollvernd, aðrir ekki. Hvorir hafa rétt
fyrir sér?
Rýtir á ný.
,Ritstj.’Lögb. hefir enn fengið kveisu
og er nú aftur farinn að rýta. Hann
segir að ég hafi ekki komið fram sem
“kærleikspostuli” gagnvart sér, —hafi
ekki ámint sig nógu elskulega? Jæja.
fáráðurinn, hann lætur menn þá skilja
að hanu hafi unnið eitthvað til, og það
er nú góðra gjalda vert. En þá fer lika
alt veglyndið “í strand”. því næst fer
hann að ausa flórinn. Ég hefði nú má-
ske getað farið hóværlegar að hou-
um heldur en ég gerði síðast—beðið
hann að gera nú svo vel og gefa oss
frið, beðið hann að sjá aumur á oss,
þennan volduga herra !! En ég hafði
enga tilhneigingu til að sýna honum
þessliáttar auðsveipni, og svo hélt ég að
hann mundi okki ygla sigyfir að drekka
sinn eigin bikar; raunin hefir sam t orðið
önnur. Hann er auðsjáanlega fús á að
hafa boðorðin, en hann vill að aðrir
haldi þau í sinn stað. Það gægist fram
hjá honum þessi æfargamla ósvífnis
hugmynd, sem snýr grundvallarsetn-
ingu frelsisins við, og segir : “Þat) »em
eg vil eklá að mér «é gert, það má eg þó
gcra öðrum". Og svo þegar þetta er bú-
ið biður hann mig að sýna sér þess
merki, að hann hatist við Únítara.
Maður skyldi nú halda af því, hve
hann er rogginn, að hann vissi sig al-
veg sýknan. Hann þykist ekki muna
eftir neinu, sem bendi til hins gagn-
stæða, ekki einu sinni ‘því, þegar liann
óð upp á ræðupall í gamla íslendingafé-
lagshúsinu á Jemima Str, fyrir nokkr-
um árum síðan, eftir messu hjá Birni
heitnum Péturssyni og hélt skamma-
ræðu yfir Únítörum og Únítarismus.
Það eru til vitni að þessu og það ekki
svo fá, því þar mun hafa verið nokkuð
á annað hundrað manns í húsinu. Svo
vil ég til frekari sönnunar benda honum
á Lögberg (lians eigið blað) í seinni tíð.
Það dylst vist engum sem það les, og
sem á annað borð er heilskygn, hvað
’ritstj.’ meinar, þar sem hann minnist
Únitara. Það er þýðingarlaus aðferð
sem hann brúkar í síðasta blaði, þar
sem hann slíturorðin út úr sambandinu
sem þau standa í í grein hans í 85. nr.
Lögb. og segist biðja menn að minnast
þess, að hann hafi að eins sagt að Hkr.
væri málgagn Únítara. Það þarf eng-
an garp til að geYa þess háttar “kúnst-
ir”. Þeir sem lesa þá grein sjá ofboð
vel hvað honum var mnanbrjósts. Og
svo kemur kórónan. í sama hiaðinu,
sömu greininni, sem hann skorar á
mig að sýna að hann hafi hatast við
Unitara, fær auminginn mér—í fátinu
sem á hann kemar við tilraunina að
sýkna sig—vopnið upp í hendumar,
segjandi :
...... Vér höfum lesið ýmislegt,
sem enskir Únítarar hafa ritað, og vit-
um að þeir reyna að lifa eftir trú sinni
og kenningu. Þoss vegna erum vér
vissir um, að ef en9kir Únítarar (á Eng-
landi og Austurríkjunum) vissvi hy?rfl-
ig þetta Únítava trúhoð er rekið her
meða! fslendingá, ffiýhdu þcír fá við-
bjóð við því og skammast sín fyrir það.
En þeir vita ekkert um það, og þess
vegna helzt hinum íslenzku forsprökk-
um þessi ósvífni uppi.
Það er býsn hvað hann smýgur
djúft í vitleysuna maðurinn. Eins og
ákærurnar í þessari grein, sem hann
vitanlega hefir engin möguleg ráð til að
sanna, beri ekki vott um hugarfar hans
til Únitara. I þrjóskuofsa sinum reir-
ir hann snöruna að sínum eigin hálsi
án þess að sjá það. Hann er ekki einu
sinni úlfur í sauðargæru, nei, það
þarf bókstaflega sauð í sauðargætu til
að gera önnur eins “göt”. Eða máske
hann ætli að að innprenta fólki að
þessi ofanskráðu mannlegu orð hans sé
rituð af einskærri ást og föðurlegri um-
önnun fyrir velferð og viðgangi Úní-
tara ? Það væri trúleg saga !!
Hann hefir augsýnilega vaknað til
meðvitundar, við greinmínaí Hkr,, um
það að sér ætlaði ekki að haldast uppi að
skítausa alla Únitara yfir höfuð, og
verður honum þá það á að viðurkenna,
að það sé þó til að Únítararséheiðvirð-
ir menn. En til þess að éta ekki alla
tugguna ofan í sig i einu, fer hann að
bysa við að sýna fram á einhvern óheyri
legan mismun, sem eigi sér stað meðal
Únítara á hinum ýmsu stöðum, bysa
við að gera samanburð á Únítörum á’
Englandi, í Austurríkjunum og Vestur-
ríkjunum ; vel að morkja ekki með þeim
tilgangi að sýna að Únítarar i Eng-
iandi og Austurríkjunum sé virðingar
verðari heldur til að sýna að Únítarar
hér og í Vesturríkjunum séu ekki virð-
ingarverðir. Hann upphefur hina fyrri
á kostnað liinna siðari, Höf segir með
al annars : “Það er t. d. viðurkennt,
að Únítarar á Englandi og sumir!!
Únítarar í Bandaríkjum standi svo
nærri kristnum mönnum, að það er
varla hægt að sjá, hvar kristnin
endar og Únítarismusinn byrjar”.
Ja, hvað er að tarna ! Já.
það eru enda til menn sem eru svo bí-
ræfnir að segja að Únítarar sé kristn-
ari en þeir sem “orþodoxa”-kyrkjan
kallsr kristna. En það gerir nú raunar
ósköp lítið til hvort þeir eru kallaðir
kristnir eða ekki. Spumingin hjá þeim
er ekki um nafnið. Skoðanir þeirra rýrna
ekkert hvað svo sem nafninu líður,
framkoma þeirra þolir samanliurð við
framkomu annara, og þeir þurfa ekki
þetta, í sjálfu sér fagra, en nuargmis-
brúkaða H/nngararð “kristinn”, til að
hylja »ig á bak rið eins og svo margir aðr-
ir.
Svo heldur hann áfram : “En á
hinn bóginn er allmikið til af mönnum,
sem kallasig Únítara (einkum í Vestur-
ríkjunum), sem eru alls ekki Únítarar í
orðsins rétta skilningi”, Jú, sá veit
réttan skilning á því !! Og svo enn
fremur : “Eins og Unitarismus kemur
opinberlega fram hjá íslendingum hér,
er auðsætt að Jreir eru andlegir bræður
þessa síðastnefnda flokks af Únitörum”.
Og svo rogast hann uppgnæpur með
mola úr Chicagoför séra Matthiasar
fram á völlinn, öllum þessum sóðaskap
til sönnunar. Skyldi nú annars sauð-
urinn vita nokkurn skapaðan hlut hvað
hann er að meinangrast, skyldi liann
hafa hugmynn um að hann er að
smeygja sér í gapastokkinn ? Nei,
hann veit það auðvitað ekki, hann
and Burns are sootlied at once with
Perry Oavis’
PAIN KILLCR.
r It takes out the fire, reduces the inflam-
r mation, and prevents blistering. It is
the quickest and most effectual remedy for
pain that is known. Keep it by you.
rymur hara eins og Bileams-asnan
forðum, það sem hann botnar ekkert í
sjálfur. Og nú þá, ef hann vill ekki
góðfúslega viðurkenna það, þá kynni
hann að gera svo vel og sýna okkur
hver sé mismunurinn á grundvallar-
setningum kenninga Únitara í Vestur-
og Austurríkjunum á þessum tíma.
Það er engin sönnun,. þó það hittist
menn innan Únitarakyrkjunnar, sem
ekki ættu að vera þar. Það er t. d,
sérstakur flokkur til, þó hann sé oftft§(
ðórganiseraður, sém vánaiega heidú? t’!
innan “orþodoxu” kyrknanna, og sem
kallaður er—•'hræsnarar.” Enhverjum
ætli detti í[hug að kenna kyrkjunni um
sh'kt.
Ekld batnar þegar hann fer að taka
til láns hjá séra Matthíasi, enda gerir
hann það í óleyfi. Þau eru ekki eins
haldgóð eins og ritstj. heldur, þessi
fögru og huggandi! orð skáldsins, og
sem á kafla hljóða svona :
....."En þegar áður en ég lagði af stað
vestur, fann ég enga hvöt hjá mér eða
köllun, til að samlaga mig Únítörum
þar vestra,hafði ég löngu Aður fundiðað
égkommér ekki samanvið þá. Ég hafði
löngu áður skilið, að fæstir þeirra eru
það sem menn kalla Channings-menn, en
dr. Channings Únítarismus ætlaég aðsé
sá eini, sem á nokkra framtíð í vænd-
um”.
Mig langar nú til, ef ég annars
mætti vera svo djarfur, að biðja hinn
margvisa “ritstj.”Lögb., að komast eftir
því, helzt hjá séra Matthíasi, á hvaða
plánetu þeir búa þessir Channings Únít-
arar. Eða hafa þeir komið við “á Lög-
bergi” nýlega? Það væri svo undur
gaman að hafa tal af þessum sérstöku
Cliannings Únitörum með miklu fram-
tíðina, ef þeir eru ekki mjög herfilega
langt undan landi. Jæja, en svo sem
til að hughreysta ‘ritstj.’, þó það kynni
að dragast að koma orðum til þeirra,
þá ætla ég að segja honum í bróðurlegri
einlægni, að hann hefir hér sem oftar
sörlastá hundavaði, eltandi þetta mýrar
ljós séra Matth. En honum var vork-
un. Hann upplýsir hugskot sitt ein-
ungis með mýrarljósum, og þv.rfti
endilega að ná í þetta xnýrarljós, eins og
önnur, Það er nefnilega engin sér-
stök Únítara heild til, sem kallaðir eru
Channings Únítarar. Channing og hans
skoðun mynda að eins einn hlekk í evo-
lutions-keðju Únitara f Ameríku yfir
höfuð, og unítarismus Channings væri
fyrir lðngu dauður, ef sterkari hendur
hefðu ekki tekið við honum og full-
komnað hann.
Svona er nú i stuttu máli saga þessa
unitarismuss, sem presturinn.skáldiðog
“ritstjórinn”, mokarinn, segja, að eig;
mikla framtíð fyrir höndum. Það voru
þeir Emerson og Parker, sem tóku við
af Clianning og sem komu Únítarismus í
það horf að hann hefir haldið lífi og
tekið framförum i Ameríku.
Þá kemur Minotanrus—"ritstj.” seg-
ir að þar sem ég hafi kallað sig því nafni
hafi ég gert að mínum eigin orðum orð
lútersks prests. Hvers? Ég verð nú
aðbiðjahann að hafa mig afsakaðan.
Ég hefi aldrei heyrt neinn lúterskan
prest kalla Sigtrygg Jónasson Mino-
taurus, en það gleður mig stórum að
sannfrétta það í gegnum jafn óbrigðult
“authoritet” eins og Sigtryggur er sjálf-
ur. Það er auðsætt að hann ætlar bara
lúterskum prestum að þekkja þetta göf-
uga dýr. Þeir hljóta að vera undur
lærðir prestarnir sem þekkja það. Það
er líklega skilj-rði fyrir að verða prestur?
Ákærunum umofsókn mínagegn“krist-
indómnum” og“kyrkjunni”ætla ég ekki
að svara; þær eru ekki þess verðar. Þaö
eru máske fáeinir álíka snáðar og “rit-
stjórinn” sem fallast á þær með honum,
en allur þorri meðlima lútersku kyrkj-
unnar í Winnipeg er mér held ég óhætt
að segja, að virði þær sem markleysu
eina. Nú, en auðvitað ef það er ekki
svo, þá ætla ég enga rellu að gera mér
útaf því. Ég verð þá bara að viður-
kenna að ég hefi treyst fólkinu betur en
það hefir átt skilið.
Og svo þá það síðasta. Af öll-
um soranum í greín ‘ritstj.’, er botnsor-
inn svartastur, eins og við máttibúast.
Þar kemur liann með þessi alkunnu orð
Krists úr fjallræðunni: “Varið yður á
falskennondum” o. s. frv. Þessi erð,
sem lítilmennin, hræsnararnir og harð-
stjórar hafa hvað eítir annað svo smán-
arlega misbrúkað. Þessi orð, sem þeir
hafajhjúfrað sig á bak við og^brúkað
sem skjöld, þegar þeir skjálfandi af
ótta fyrir að veldisitt hryndi tilgrunna,
þorðu ekki að koma fram í birtuna og
mæta hinu rannsakandi auga skynsem-
innar. Já, þeir fela sig hrópandi:
“Variðyður á falskennendum”, þegar
þeir sjá, að ljós þeirra, sem þeir kalla
falskennendur, skín of skært til þess,að
þeir fái slökt það. Það er hhtjulegt óp
að tarna !
Það var fullkomin ástæða fyrir
Krist að brúká þessa aðvörun, Ííann
var uppi á þeim tíma þegar fáfræðin
var svo yfirgnæfandí í heiminum, og
um fram alt, hann var uppi á þeim
tfma, þegar búast mátti við að opínber-
uð innblásin (að sögn auðvitað) trúar-
brögð risu upp svo að segja á annari
hvorri þúfu. Það eru þessi trúarbrögð'
sem geta notað falskennara f sinni
þjónustu, þvi þau heimta að maður
trúi því sem maður ekki skilur, og
þau útheimta að maður trúi þvi að
sá sem þau boðar segi rétt frá því sem
maður ekki skilur. Það voru svona
löguð trúarbrögð, sem Kristur var
hræddur við, og gat verið hræddur við;
hans skilningur og sál var hafin yfir-
það að vera hræddur við skynsemina,
Að viðhafa þetta óp gegn Únítarís-
mus er bara barnalegt, Únitarismus,
sem með lífi og sál neitar öllu því sem
stríðir á móti skynseminni, sem neitar
að viðtaka sem sannleika nokkuð það,
sem skynsemin ekki getur gripið.eðaekki
samrýmisthenni. getur aldrei og hefir
aldrei getað brúkað falsspámenn í sinni
þjónnstu. Únftarismus heimtar ekki
að maður trúi í blindni, heldur þvert á
móti, að menn hætti að trúa f blindni.
Það er því ekki einungis þarfiaust að
vera að tala umúnftariska falsspámenn
heldur heimskulegt, pvi eamkvæmt öll-
um mögulegumhugsunargangi eru þeir
ekkitil. Únitarismusinn heimtar ljós,
en falsspámenn myrkur.
Svo að 'ritstj.’ þurfi ekki að halda að
Únítarismusinn f Wpg sé sá eini, sem
heimtar að öllu þvi óskynsamlega sé kast
að. skal ég,til að gefa honum sæmilega
lausan tauminn, benda honum á ræðu
Channings Christianity a Rational
Religion, þar getur hann horft á Chan-
ning varpa hinu opinberaða óskiljanlega
orði fyrir borð, og hann var þó ekki nú-
tíðar Unitari. Að viðhafa þetta óp á
19. öld er því bara ósvffni, ekki einung-
is gagnvart Únitörum, heldur |og gagn-
vart öllum hinum mentaða heim. Því
það segir með stígandi ofsa : “Það ert
ekki þú sem skynjar hvað rétt er, en
það er ég sem veit það, það ert ekki þú
sam hefir ástæðu til að vefengja það
sem ég segi, því mér var sagt það af
manni sem lifði á undan mér og seœ,
vissi það alt út f hörgul”.
Nítjánda öldin hefir hreint ekki
sýnt sig f því að útbreiöa ný opinberuð
(í orðsins kyrkjulega skilningi) trúar-
brögð, er hún hefir gengið dyggilega
fram í þv£ að rifa þau niður. Það er
ekki teljandi þó á fáum stöðum meðal
hálfviltra þjóða hafi komið fram numn,
sem hafa reynt að inuleiða opinberuð
trúarbrögð, sem svo alt af hafa hrunið
jafn harðan. Það er því auðsœtt að það
þarf óhemjulegabíræfnitil að hefja upp
þetta óp, draga upp þetta merki ná-
lægt lijartarótum hins mentaða heims
á ofanverðri 19. öld, merki, sem undan-
tekningarlaust gefur í skyn, að menn
og konur séu skynlausar verur. Það er
gðfug hugmynd um samtíð sína, þetta
Einah Ólafsson.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN a heimssýninounn
DR
BAMIN6
POWDiR
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.