Heimskringla - 20.09.1895, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 20. SEPTEM8ER 1895.
5
[ Dagatal
*
l 1895
's
Heimskringlu. j
SEPTEMBER 1895
M. Þ. M. Fi. Fö. L.
4 5
1 2 3
8 i> lO II \2
15 1« 17 18 1»
sea 23 24 25 26
29 30 - - -
6
13
20
27
7
14
21
28
- - i
*
Winnipeg.
Afríku Stanley er væntanlegur til
bæjarins í næstu viku. Er hann að
sögn á skemtiferð og ætlar að sjá sem
mest af Vestur-Canada, alt til Kyrra-
hafs, sem hann hefir aldrei séð.
Auðmaður frá Lundúnum, Joseph
Nelson að nafni, einn af eigendum
Manitoba Northwestern járnbr., er hér
vestra og færir þær góðu fregnir að
brautina þurfi að lengja undireins alt
til Prince Albert. Hann segir óum-
flýjknlegt að gera eitthvað næsta
sumar.
Hveitiflutningur austur er nú haf
inn. 225 vagnfarmar fóru austur í
mánudaginn.
Á síðasta fundi sínum veitti menta
málastjórn fylkisins Hallgrími Eyford
3. class kennara-bréf.
Hveitiverzlun var hafín alment í
fylkinu á mánudaginn 16. þ. m. Verð-
ið á No. 1. hard-hveiti 44 cts. bush.
Hr. Helgi Sveinsson, vélastjóri á
gufubátnum “Ida,” heilsaði upp á oss
á miðvikudaginn ; var þá á ferð til Sel
kirk.
Nýdáinn er hér í bænum David A
Ryan, 17 ára gamall sonur Thomasar
Ryans, stórkaupmanns, og fyrrverandi
bæjarráðsoddvita.
Mrs. B. Eyford í Pembina kom til
bæjarins í vikunni sem leið og var á
ferðinni til Rat Portage í kynnisför til
systur sinnar, sem þar býr.
Maðurinn sem slasaðist um daginn,
er púðurgerðarhúsið sprakk, er að koma
til og missir ekki sjónina eins og lækn
arnir óttuðust í fyrstu.
Mr. A. Chevrier (Blue Store) hefir
keypt allar vörubirgðir stórkaupafélags-
ins J. W. McKedie & Co. í Montreal,
sem nýlega hættu verzlun. Bráðum fá
menn að sjá verðlista yfir þær.
Eggert Jóhannson brá sér til Nýja
íslands á miðvikudaginn til að sækja
f jölskyldu sína, er þar hefir dvalið um
tíma. í fjarveru hans sér br. Einar
Ólafsson um ritstjórn blaðsins.
Á laugardaginn var heimsóttiT. M.
Daly, innanríkisstjóri, Indiánabygðina
að St. Peters 6 mílur fyrir neðan Sel-
kirk og lofaði að láta stækka alþýðu
skólahús Indiána, sem nú er of litið
orðið.
Enn meiri vppskeru. Bóndi í grend
við Boissevain, Manitoba, H. McCorqu-
dale að nafni fékk 2276 bush. af hveiti
af 43 ekrum, en það er sem næst 53
hush. af ekrunni. Af höfrum fékk hann
113 bush. af ekrunni. Hver vill gera
betur?
Harðkolasalar hér í bænum hafa á-
kveðið að hækka kola verðið svo nemur
75 cts. tonnið. Orsökin er sögð sú, að
námamenn fá 10 cts. meira fjrrir að taka
út ton af kolum og flutningsgjaldið
einnig hefir hækkað um 20 cts.
Mulið grjót og sand (macadam) hefir
bæjarstjórnin ákveðið að bera á Broad
way. Kostar 816.000. Hún hefir og
afráðið að brúna yfir C. P. R. sporveg-
ina skuli byggja yfir Salter Street; er
það í mun vestar en beint norður af Isa-
bel stræti. Brúin kostar um $25,000.
Eitt hagræðið við að brúka Ayer’s
Sarsaparilla er það að þú þarft ekki að
tapa tíma frá vinnu við það, eða að
neita þér um þær matartegundir sem
þér falla bezt. í einu orði sagt þú þarft
hvorki að svelta né slæpast meðan þú
brúkar þær. Þetta er atriði sem vert
er að taka til greina.
Sir
að-
Fundurinn til að ræða við
McKenzie Bowell og T. M. Daly um
gerð Rauðár. var all-fjölmennur
(fimtud. 12. Sept.) Fékk hann
margt nýtt að heyra áhrærandi þetta
stórmál Winnipeg-bæjar, en ekki verður
sagt að hann hefði mörg loforð að færa,
til að hughreysta fundarmenn. Þó
hann sér svo ant um málið að morgun-
inn eftir fékk hann hest og vagn og
niður að strengjum og skoðaði
Sagði karl á eftir, að vandalitið væri
að gera við ána á þessu sviði, en ákveð-
in loforð voru ófáanleg hjá honum.
ók
þá
MINNEOTA, MlNN. 9. ÁG. 1895
(Frá fréttaritara Hkr.)
Tíðarfar er enn, sem áður í sumar
hið ákjósanlegasta.
TJppskera : kornafurðir af öllum
tegundum, eru hér meiri nú, en nokkru
sinni áður; meðal uppskera af hveiti eru
20 bush. af ekrunni; en markaðsverðið
er ekki svo blómlegt, sem uppskeran.
Kyrkjumál: Af þeim er lítið að
segja nú um stundir, nema Minneota
söfnuður er i peninga útvegum til
kyrkjubyggingar.
Dauðsfall: Nýdáin er Kristbjörg
Kolbeinsdóttir; komin hingað úr Vopna
firði.
Skemtisamkoma
Tombóla
verðnr haldin á Isl. félagshúsinu á
Elgin Ave. föstudagskvöldið 27.
þ. m. kl. 8. e. m.
PRÓGRAM :
B. L. Baldwinson ræða.
Magnús Pálsson ræða.
St. Anderson solo.
S. Jóhannson les upp.
Dans á eftir.
Aðgöngumiðar ásamt drætti 25 cts
verða til sölu hjá verkamannafél. mönm
um og eins við dyrnar.
Winnipeg 17. September 1895.
JÓNAS J. Daníblsson.
Áður en þú leggur af stað á lang-
ferð á landi eða sjó þá hafðu það fyrir
reglu að stynga í töskuna þína einni
öskju af Ayer’s Pills. Það er vísast
að þú fáir ástæðu til að þakka okkur
fyrir þessa ráðleggingu. Við óhægðum,
lifrarveiki og sjóveiki er enginn ldutur
betri en Ayer’s Pills. Þær eru líka að-
gengilegar.
Winnipeg-markaður.
Hveiti...................$0.45—0.44
Bygg..............’...... 0.30—0.25
Hafrar.................... 0.21-0.23
Hörfræ...................
Kartöflur ............... 0.20
Laukur (bush.)....-...... 0.75
Smjör(pundið)............. 0.08—0.15
Egg(tylftin)............. 0.11
Nautakjöt (pundið)....... 0.04—0.05
Sauðakjöt “ ....... 0.06
Svínsflesk “ ....... 0.05—0.06
Kálfskjöt “ ....... 0.05
Slátrunarfé á fæti :
Nautgripir (pundið).... 021— 02i
Sauðfé “ ..... 03
Svin “ ..... 04 - 04J
Húðir (pundið)........... OöJ— 07J
Kalfskinn (pundið)....... 06 —08
Sauðskinn (hvert)........ 30 — 35
UIl(óþvegin, pundið)..... 10 —111
Hey(óbundið, tonnið)..... 3.00—4.00
Allir á siglingu til beztu
Skracldarabúðarinnar
PEACE & CO.
566 IIuin 8tr.
horninu á Pacific Ave.
Fötin sniðin, saumuð, og úthúin
eins og þér segið fyrir.
Peace & Co.
566 Main Str.
TME •
WtMC
UHK
iH«urc
u omn
A NEQLECTED COLD
Finally into Consumptloq.
BREAK UP A COLD IH TIK(E
• V UB|NO
Pyny-Pectoral
THE QUICK CURE
ron
COUGHS. COLDS,
BRONCHITIS.
HOAR9ENE6S, BTO.
Ijirsc Bottlc, Cts.
Við bæinn Portland, Maine, náðist
selureinn fyrir skömmu. Var hann tek-
inn lifandi og fluttur heim til bónda og
látinn í fiskitjörn nokkra. Þar var
hann fæddur á fiski og mjólk nokkra
daga. En svo vildi eigandinn sleppa
honum aftur og flutti hann út á höfn.
En kobbi vildihvergi fara og orgaði og
veinaði, svo að ekki varð af því að
sleppa honum i það skipti. Seinna car
hann fluttur út á höfnina aftur og
fleygt fyrir borð, en þá vældi hann svo
ámátlega, að hann var fluttur heim aft
ur til húsbónda síns. Nú fer hann út
til að synda sér til skemtunar, en kem-
ur jafnan heim aftur til þess að fá sinn
vanalega mjólkurskamt eins og taminn
hundur.
Á ferjustað einum á Kentucky-fljót-
inu var ég einu sinni nærstaddur á smá
bát einum, þegar ferjubátnum hvolfdi
og var það tæpum 50 fetum frá mér.
Voru 2 stúlkur í bátnum og 1 karlmað-
ur. Eg flýtti mér aðreyna að bjarga
þeim, og kom að manninum fyrst,
hann var ósyndur, en stúlkurnar hengu
í bátnum. Ég tók þegar í hárið á hon-
um og ætlaði að draga hann upp, en
hann þakkaði fyrir og sagði : “Kærið
yður ekki um mig, herra góður. Bjarg-
ið þér stúlkunum fyrst” og spýtti út úr
sér vatnsgusu, sem hann var búinn að
drekka. “Éger^alinn og uppfæddur í
baptista trú”. Ég lét það gott heita og
bjargaði stúlkunum fyrst.
O. STEPHENSEN, M. D.
Jafnan að hitta á skrifstofu sinni
(Isabel Str., aðrar dyr fyrir norðan Col-
cleugh’s lyfjabúð) dag hvern kl. 9—11 f.
m., 2—4 og 7—9 e. m. Telephone 346.
Næturbjalla er á hurðinni.
Kona prestsins.
ÚR SAMTALI VIÐ MRS. (REV.)
F. B. STRATTON.
Lá við limafallssýki, heilsulítil, horuð
og þoldi enga áreynslu Pink Pills
læknuðu hana.
Tekið eftir Napanee Beaver.
Rev. F. B. Stratton frá Selbury er
einn af hinum bezt þekktu klerkum sem
tilheyra Bay of Quinte, prestasamkund-
unni, og er hann forseti hennar. Þau
tvö ár sem Mr. Stratton hefir verið í
Selby bæði hann og Mrs. Stratton hafa
áunnið sér hylli fjölda margra með alúð
sinni og ástundun i verkahring sínum.
Fyrir nokkru síðan íékk Mrs. Stratton
snert af limafallssýki og þar eð bati
hennar var þakkaður Dr. Williams
Pink Pills var fregnriti frá blaðinu
Beaver sendur á hennar fund til að fá
frekari upplýsingar Mrs. Stratton
sagði fregnritanum að hún hefði haft
mikið gott af að brúka pillurnar, og
sagðist viljug að gefa upplýsingu um
sjúkdóm sinn, þar cð hún þóttist viss
um að þeir sem líkt stæði á fyrir
myndu hafa gagn af þeim. Mrs.
Stratton sagði að áður en hún hefði
komið til Selby liefði hún oft fundið til
máttleysis (snert af limafallssýk) í ann-
ari hliðinnni og öðrum handleggnum og
fylgdi því ónota verkur, sem kom fyrir
eins og margir smáoddar styngjust inn
í holdið. í meira en heilt ár hafði þessu
farið fram og var því stundum samfara
höfuðsvima. Hún var farin að horast
þoldi enga áreynslu, og gat oft ekki
notið svefns, Hún virtist alt af verri á
nóttunni. Mr. Stratton var orðinn
mjög hræddur um að lcona hans mundi
fá algerða limafallssýki og styrkti það
hann i þeirri trú, að móðir hennar Mrs.
Weaver frá Ingersoll hafði fengið þá
veiki á sama aldri og Mrs. Stratton var
nú á. Af því þau hjón þektu konu í
Trenton, þar sem þau höfðu áður verið.
j sem hrúkaði Dr. Williams Pink Pills
! við samskonar sjúkdómi, og gefist vel,
þá afréðu þau einnig að reyna þær.
■ Þegar Mrs. Sratton fór að brúka pill-
! urnar var hún orðin mjög mögur og
niðurdregin en eftir að hafa brúkað
þær um tíma, hurfu öll einkenni veik-
j innar, kraftarnir uxu og næring líkam-
-SHE- M^^ackacme
féel§ §ore. ache§
wiffi mu|cuIarRiin§,ai\d
ju§tpuT crn H\af'
v Banighec of Backache§
Mojt'hol
J. McLachlak. Point au Chene, writes : Noth-
ing better for Lame Back and Lumbago than the
D. & L. Menthol Plaster.
A. E. MacLean writes from Windsor: “The D.
& L. Menthol Plaster is curinjf Sore B&cks and
Bheumatism at a prreat rate in this vicinity.
25c. each in air-tight tin box.
ans komst í samt lag Mrs. Stratton er
um fimtugt, og er sjaldgæft að sjá jafn
hraustlega og vel útlitandi konu á henn-
ar aldri.
Þegar fregnritinn spurði Mr.
Stratton hvort Pink Pills hefðu komid
konu hans að nokkru gagni. Sagði
hann : “Horfðu á hana, horfðu á hana,,
ber hún það ekki með sér” og fregnrit-
inn gat ekki annað en trúað því.
Þessar pillur eru óyggjandi við öll-
um sjúkdómum sem koma af slæmu
blóði eða veikluðu taugakerfi. Seldar
hjá öllum lyfsölum og sendar með pósti
frá Dr. Williams Medicine Co. Brock-
ville. Ont. eða Schenectady N. Y. fyrir
50 cts. askjan eða 6 öskjur fyxir $2.50.
Það eru til margar eftirstælingar sem
menn eru varaðir við að kaupa.
HAUST=VERZLUN.
' ######*###
##########
Stórkostlegt upplag af haust og vetrarvarningi að velja úr í hinni stóru
fata og álnavörubúð
G. JOHNSON’S.
Stærsta fata og álna-
vörubúð í vesturhluta
bæjarins.
wwwwwwwwwwwwww
Stœrsta upplag af föt-
um og fataefnum í
vesturhluta bæjarins.
Af því allar líkur eru til þess, að verð
& fatnaði og álnavarningi hækki að mun
áður en langt líður, og af því útlit er fyrir
fjöruga verzlun og hagsæld alment, höfum
vér nú keypt inn meira af HAUST og
VETRAR-VARNINGI en nokkurt undan-
farið ár. Og þar eð vér höfum keypt vöru-
birgðir vorar með verksmiðjuverði, getum
vér nú boðið fólki vel valinn
HAUSTog V ETRAR-VARNING
með eins góðu verði og nokkur annar
kaupmaður í borginni.
Rúmleysis vegna getum vér ekki tal-
ið hér upp nema að eins fátt eittaf því sem
vér höfum á boðstólum. Vér höfum allar
tegundir af
Karlmanna,
Unglinga og
Drengja-fötum,
Yfirhöfnum, Buxum, Yfirbuxum(Over Alls)
“Smocks,” Nærfötum, Yflrskyrtum (Man-
siíttuskyrtum), Krögum, Manséttum, Háls-
bindum, Kragahnöppum, Manséttuhnöpp-
um, Ilöttum, Húfum, Sokkum og Axla-
böndum, 0. fl., o. fi.
Fyrir kvenfolkid
höfum vér gnægðir af einbreiðum og tví-
breiðum Kjólaefnum, Ullardúkum og Hálf-
ullardúkum með allskonar breidd 0g litum,
Kvehfólks-nærfatnað, Sokka, Hanzka,
Vetlinga, Kantabönd, Bolfjaðrir (Steels),
ÍÍnuppá, Bóli og Bolteina.
- Einnig mikið upplag af
STOPPTEPPUM og
ÁBREIÐUM.
Sýnishom af verðlista vorum sannfær-
ir yður um, hve ódýrt vér seljum:
Alfatnaðir á «2.35, 2.50, 3.00, 4.00, 5.00,
6.00, 7.00, 8.00, 9.00 og 10.00.
Sæblá Serge-fot, einhneft 0g tvíhneft á «12,
betri fot hvergi fáanleg fyrir það verð.
Drengja og.karlmanna yfirhafnir af öllum
tegundum, gæðastigum, áferð og litum,
frá «2.00 upp í «40.00.
Nærföt á 50c., 75c., «1.00, «1.25 og «1.50.
Bezta sort af skozkum nærfötum úr lamba-
ull, á «2.00.
Yfírskyrturaf öllum stærðum á 25c. til «2.
Húfur 15c. og yfir. Hattar 25c. og yíir.
Axlabönd frá 15c. til 75c.
Ullarband á 20c. upp í «1.50 pundið.
Hnappar af öllu tagi, þrjár tylftir fyrir 5c.
upp í «1.00 tylftin.
Ullarvaðmál á lOc. til 45c. yarðið.
Hvítar alullarábreiður frá «2.50 til «7.00,
gráar ábreiður cnnþá ódýrri.
Stoppteppi 90c. til «3.00.
Olíudúkar, 1) yd. á breidd, með allskonar
áferð og gyltum rósum, á 25c. yd.
Gluggablæjur 50c. til «3.00 parið.
KJOLAEFNI.
Einbreitt kjólacfni, með allskonar lituin 0g
gerð, frá lOc. til 25c yd. Tvíbreitt
kjólaefni af nýjustu gerð og mcð tízku-
litum, óviðjafnanleri Ijörkaup, á 15, 20,
25, 30, 35, 40, 45 og 50 eents yarðið.
Hinir sæbláu Serge-dúkar vorir eru úr al-
ull og fást hvergi I borginni betri kaup
á þeim.
Bolir.
Fullkomnar
birgðir af bol-
um af öllum
stærðum' og
gæðum, og
skulum vér
hér að eins
telja Parisian,
Imperial og
hina frægu
Watch-Spring
boli. Verðið
er frá 35c. til
«2.00. Betri
kaup fást
hvergi í borginni.
Kvennkápur.mikið upplag, «2.00 til «15.00
Kvenfólksnærföt, vandað upplag, á verði
sem er aðgengilegt fyrir alla, 25c. hvert
stykki og yflr. Bezta sort af ullarnær-
ÍÖtum á «1.50 stykkið.
Alullarsokkar, stórt upplag, á öllu verði
frá 15c. til 75c. parið.
Þetta gefur dálitla hugmynd um vör-
urnar og verðið, en fleira verður ekkitalið
upp á svo takmörkuðu svæði í blaðinu.
Komið og skoðið vörurnar sjálf og
sannfærist um hið ofanritaða. Vér teljum
ckki ef’tir að sýna yður vörurnar.
Munið eftir staðnum.
S.-W. horn Ross & Isabel Str.
<§. JOHNSON.