Heimskringla - 04.10.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.10.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 4. OKTÓBER 1895. Heimskringla PUBLISUED BY The Heimskringla Prtg. & Pnbl. Ce. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: 82 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] §1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON EDITOU. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. ltox 305. Þörf Vesturlandsins. Greiður vegur að Atlantshafi og lágt flutningsgjald er brýnasta þörf alls vesturlandsins, alls flákans fyrir vestan stórvötnin og Mississippi-dalinn, alt til Klettafjalla. Um það mál er líkamargt talað, og— orðin eru til alls fyrst. Eft- ir því sem meðmælismennirnir fjölga, eftir því hlýtur að nálgast sá tími, að hlutaðeigandi stjórnir taki röggá sigog veiti fé til þess. að fá vegi gerða um vesturlandið, er flutt geti afurðir lands- ins til sjávar fyrir svo lágt verð.að fólk- inu í þeim hluta landsins geti liðið eins vel og því eystra. Fyr verður það ekki. Hversu frjósamt sem landið er, og hversu gott sem er að búa hér vestra, er ómögulegt fyrir menn að njóta þess sem þeir afla, á meðan svo að segja allur arð urinn lendir i sjóð járnbrautarfélaganna og meðalgangaranna milii kaupanda og og seljanda. Að fæðinu frádregnu hefir þá bóndinn ekhert eftir neijaa léleg laun 0 fyrir erfiða vinnu árshringinn út, og þau laun gera lítið betur en hrökkva fyrir vélakaupum, þó þau séu vitanlega í mörgum tilfellum miklu meirienþyrfti að vera, ef vel væri hirt um vélarnar. Það eru tvö vegstæði til, sem hag- nýta má til að umhverfa vesturlandinu í eins arðsamann landhluta og til er í allri Ameríku. Annað vegstæðið er norður um land að Hudsonsflóa og mundi sá vegur með öllum nauðsynleg- um útbúnaði til korn og kvikfjárflutn- inga, kosta um 20 milj. dollars. Féð til þessarar vegagerðar fæst ekki enn, af því allur austurhluti landsins spvrnir á móti og það afl er meira en svo, að hið fámenna ve&turland geti togað á móti Stórborgirnar eystra óttast þá leið af því að þá mundi umferðin um þeirra verzl- unarvegi réna og þeirra hald á vestur- landinu minka að sama skapi. Þess vegna þreytast menn þar ekki að hampa þeirri hræðu framan í erlenda auðmenn, að Hudsonsflói og Davis-sund sé og verði æfinlega ófær vegna ísa, m. m. Af þessu er það sprottið, að allar vonir manna um vegagerð þangað reynast tálvonir einar. Sú stjórn er ekki enn fengin í Ottawa, sem hefir þrek til að veita þessari vegagerð það fylgi sem þarf, en bognar altaf fyrir almenna vilj- anum eystra. Hitt vegstæðið er: Stórvötnin, Lawrencefljótið og skipaskurðir. Með aðgerð á þessum vatnsfarvegum og dýpkun þeirra þangað til þeir fleyta haf- skipum, sem rista20 fet, eða meir, er náð sama takmarkinu að því er vesturland- ið alt snertir, eða um það bil; að sumra áliti yröi því enda betur náð, en með járnbraut norður að Hudsons-flóa. Að- gerðin öll á þessari leið, þangað til haf- skip geta lagzt að bryggjum í Port Arthur og Duluth, tekið þar fullan farm og flutt viöstöðulaust til Evrópu- hafna, er áætl&ð að kosti 100 til 150 milj. dollars, eða eins mikið og 5 til 8 járnbrautir norður að Hudsonflóa mundu kosta. En með þessum umbót- ura mæla allir menn eystra, og er af því auðsætt, að það er ekki hagur vestur- landsins eingöngu, sem þeir bera fyrir brjóstinu, þó þess þörf sé heróp formæl- enda þessara mikilfenglegu vatnsvega- bóta. Vesturlandsins vegna segja þeir stjórnirnar bæði í Bandáríkjum ogCan- ada skyldugar að sameina krafta sína og ráðast í þessi stórvirki. Þeir vita sem er að vestlendingar muni ekki mæla á móti uppástungum í þessa átt. Það er auðráðin gáta, að þeim er sama hvaðan gott kemur, en krefjast þess aðeins að eitthvað só tekið fyrir, sem létti af þeim járnbrauta-okinu. Það má nærri geta að bændurnir vestra muni segja já og amen til ályktana allra um hafskipafarveg eftir stórvötnunum eins og blaðið “Evening Express and Mail” f Chicago sagði um daginn, þegar það gat þess, að Dakota-bændur neyddust til að selja “No. 1 hard”-hveiti á 37 cents, en sæju það svo fáum dögum síðar selt í New York fyrir 64 cents. Fyrsti fundurinn til að ræða um þessar vatnsvegabætur var haldinn í Toronto í fyrra, í September og mættu þar um 200 fundarmenn úr Canada og Bandaríkjum. Síðan í fyrra hefir mikið verið ritað um þetta mál, enda hefir á- hugi fyrir því farið dagvaxandi, enda formælendunum veizt óvænt en öflugt hjálparmeðal þar sem er Chicago-skurð- urinn suður i Ohio-ána, sem allir með- fram stórvötnunum og Lawrence-fljóti óttast. Hve mikið áhuginn hefir auk- ist á árinu sézt bezt á þvi að núna þann 24. Sept. var hinn annar fundur haldinn til að ræða um þetta mál. Var hann haldinn í Cleveland, Ohio og mættu þar 330 fundarmenn frá 15 ríkjum og fylkj- um í Bandaríkjum og Canada. Og að því er séð verður af fregnum af fundinum voru allir einhuga að því er snerti þörf á samtökum beggja stjórna til að vinna þetta og viðhalda vatnsfarveginum sameiginlega um öll ókomin ár. Eins og áður átfii nokkur skoðanamunur sér stað um ýms smá- atriði, svo sem um að yfírgefa Welland- skurðinn, en gera nýjan skurð umhverf- is Niagara foss innan New York-ríkis, o. fl. þvílíkt. En Canadamenn, sér- staklega þeir úr vesturhlutanum virðast hafa gert sig ánægða með uppástungu um skurðinn Bandaríkjamegin við foss- inn, ef það gæti flýtt fyrir tillagi frá Bandarikjastjórn. Aðal-kappsmálið var að fá skipaleiðina óslitna frá vestur- botni stórvatnanna til Evrópu og það sem fyrst. Á þessnm fundi var sýnt að á síð- astl. ári (1894) fór svo mikill varningur fram og aftur um stórvötnin og Law- rence-fljót, að hefði gjaldið fyrir hann verið jafnhátt og meðal-gjald á járn- brautum, Refði upphæð þess orðið um 200 milj. dollars meiri en hún var vatna- leiðina. Af þessu þykir auðsætt að yrði þessi leið gerð fær hafskipum, tvö- faldaðist ofangreind upphæð á stuttri stund, og sem er hreinn gróði fyrir selj- anda og kaupanda, og 200, hvað þá 400 milj. dollara sparnaður á einu einasta ári er ekki neitt smáræði. Alt þetta fundahald, allar skýrsl- urnar og sannanirnar, sem fram eru lagðar á fundunum, hljóta að hafa áhrif á hlutaðeigandi stjórnir og því nokkur von til að smá nálgist sá timi að byrjað verði á þessu verki. Þess fyrri sem byrjað er á því, þess betra er það fyrir vestlendinga alla, en svo gerðu þeir sig líka ánægða með 20 í stað 150 milj. ef þeir mættu ráða meðferð fjársins. Fyr- ir þá upphæð mætti byggja braut að Hudsonsflóa og um leið fá 1000—1200 mílum styttri leið til Evrópu, en mögu- leg er austur um land. Það gengur ekki. Fyrir nokkru lét foringi verka- mannafélagsins “Knights of Labor” það boð út ganga, að eftir hátíðisdag verka manna (Labor day) 1. September, skyldi enginn verkamaður tilheyrandi “Knight of Labor” innan Bandarikja, hafa í vörzlum sínum né taka gjaldgengan, sem borgun fyrir vinnu eða annað, einn einasta Nationalbanka-seðil. Með þessu banni ætlaði hann að greiða bönkunum meira og þyngra högg en þeir þyldu. Þjóðl>ankana álítur hann eina sönnustu þjóðféndurna í Bandaríkjunum og þess- vegna þörf að koma þeim á kné, ef ekki þykir auðgert að bylta þeim flöt- um. Ef allir “Knights of Labor” og aðrir verkamenn, er þeir smámsaman gætu haft áhrif á, neituðu að þiggja vinnulaun sín í þessari mynd, vonaði hann að svo þrengdi að bönkunum, að þeir sæu vænst að lækka seglin. Og undireins vonaði hann að þetta fyrir- tæki færði Bandaríkjastjórn heim sann- inn svo greinilega um það, að banka- fyrirkomulagið væri alþýðu ógeðfelt, að breyting fengist undireins á næsta þjóðþingi. Alt þetta hefir brugðizt. Þó ekki sé langt liðið síðan verkmannadagur- inn gekk um garð, þá þj'kir nokkurn- veginn fullreynt, að þessu banni verði aldrei hlýtt, að ekki einn einasti vinnu- riddari gefi því gaum. Þessháttar skorpur eru venjulega gerðar skarpast- ar í byrjun, en svo framarlega sem kunnugt er, gerir ekki einn einasti fé- lagsmaður tilraun til aðfullnægja þessu boði. Ef svo fer í byrjun, hvers skal þá til geta þegar fram í sækir. Höfundur bannsins hugsar máske að peningaskorturinn, sem enn er til- finnanlegur, þó böndin séu að losna, sé orsökin til þessa, en hann mundi reyna að sama yrði ofan á hversu mikil nægð peninga sem væri. Fyrst er það, að þeir eru margir sem mundu kynoka sér við að neita að taka seðil, sem ber með sér loforð um gjald í gulli á hvaða banka sem er og hvenær sem er, og sem hvervetna í öllum viðskiftum gengur eins og ef hann værí gullpeningur. I öðru lagi sjá þeir flestir, að hvað sem segja má um bankafyrirkomulagið, þá er enganveginn sanngjarnt að vega að bönkunum, eða félögunum sem eiga þá. Þeir og þau eru til, af því lögin leyfa það, eins og hver önnur verzlun, sem lögin leyfa. Það er uppsprettan, höf- undar laganna, sem “Vinnuriddararn- ir” þurfa að ásækja og snúa á sitt mál, svo að þeir taki þau völd frá bönkun- um, sem nú þykja hófleysislega mikil og skaðleg. Það gengur heldur ekki að koma bönkunum á kné með þessu móti. Það væri hugsanlegt, að eitthvað ynn- ist, ef allir verkamenn, hverju nafni sem nefnast, væru samtaka í að neita að viðurkenna þann gjaldej-ri, sem lög landsins viðurkenna, en þá er spurs- málið, hvort lögin hlypu ekki undir bagga með bönkunum, öldungis eins og þau gerðu með járnbrautarfélögun- um í fyrra. Því þegar i það er komið verður stjórnin að beita þeim lögum, sem i gildi eru, hvort sem þau eru rétt- lát eða ranglát. Hvernig sem á þetta frumhlaup er litið, þá er það eins barnalegt eins og það er þýðingarlaust. Það er löggjöfin sem þarf að herja á, en ekki stofnanirn- ar, sem fyrir lögin eru til orðnar. En þessu gleyma margir flokksforingjar á meðan berserksgangurinn er á þeim og spilla því fremur málstað sínum en bæta hann — hrinda þeim frá, sem hægra vilja fara og vera varkárir. Quebec-fylki er á framfaraskeiði, að því er búnað snertir og framfarir þess eru meiri en litlar. I borginni Quebec var fyrir skömmu haldinn ársfundur* í almenna bankastjórafélaginu í Canada, og í veizlu, sem þeim var haldinn að lokn- umfundinum, flutti Louis Beaubien, ráðherra akurjrkjumálanna í Quebec- fylki, ræðu, þar sem hann sérstaklega benti á framfarir búnaðarins að því er snertir smjör- og ostagerð. Hann sýndi að 1890 "oru í fylkinu 722 smjör- og ostagerðarhús, en 1894 voru þau orð- in 1453. Árið 1890 voru á þessum verk smiðjum gerð rúmlega 231 milj. punda af osti, er seldust á 82,352,595; og 2J milj. pd. af smjöri, er seldust á 8555, 932. Árið 1894 voru á 1453 verksmiðj- unum gerð: af osti 55J milj. pd., á 85, 518,060, af smjöri 7,704,172 pd., á 81,540 834. Á 4 árum hafði framleiðslan auk- izt um miklu meira en helming, og verð varningsins um að heita má helming, þrátt fyrir miklu lægri prísa 1894, en en árið 1890. Á þessa tímabili hefir Quebecbænd- um lika óðum lærzt nytsemi bændafé- laga, með sífeldum fundahöldum til að ræða um öll mál er búnað snerta, bera saman skoðanir sinar, segja frá tilraun- um sínum við þetta og hitt og árangr- inum af þeim tilraunum. Að framfar- irnar séu miklar í þeim efnum sést af því, að 1890 voru slík félög bænda að eins 73 í öllu fylkinu, en 1894 voru þau orðin full 600. Fj'rir 4 árum keyptu að eins 7000 bændur í fylkinu búnaðar- rit, en í fyrra voru þeir orðnir 50,000. sem þau keyptu. Að sama skapi eru framfarirnar »í öllum öðrum greinum búnaðarins í fylkinu, og þetta eru sann- arlega framfarir meir en að nafninu.— Fylkisstjórnin stuðlar líka dj'ggilega að þessum framförum. í smjör- og osta- gerð er litla Danmörk enn þá fyrirmynd allra þjóða; að búa til eins gott smjör og eins góðan ost eins og Danir gera, það er takmarkið, sem allir keppa við að ná. Lengra þykir ekki sýnilegt að nokkur geti komizt. Til Danmerkur sendi því Quebecstjórn umboðsmann til að athuga aðferð alla við smjör og osta- gerð, og síðan hann kom heim aftur, heflr framsóknin verið mest og heldur þannig áfram enn. Það sést ekki ósjaldan í blöðum hér vestra það álit, að allir hlutir ej'Stra standi í stað, að framfarirnar allar séu i vesturhluta landsins o. s. frv. En þessi skýrsla bendir á, að Quebec sé enginn eftirbátur vesturfylkjanna ;hvað framsókn í búnaði snertir. Ontario- fylki hefir lengi stært sig af að vera rikasta fylkið og lengst á veg komið i öllu, búnaði sem öðru, en haldi Quebec þannig áfram önnur 4 árin, má Ontario fara að vara sig, og hvað auðlegð snert- ir, þá eru Quebec-ingar nærri búnir að ná Ontario-mönnum nú, að því er snert ir innlegg bændalýðsins í sparisjóði, því þau hafa aukizt að sama skapi á þess- um síðustu 4 árum, þó hörð hafi þótt. —I f jrra átti bændalýðurinn i Ontario 818J milj. rúmlega í sparisjóðum, en bændalýðurinn í Quebec rúmlega 817J milj. Á 4 ára tímabilinu höfðu þessi innlegg í Ontario aukizt um 10%, en í Quebec um 18% að meðaltali. I þessu sambandi má og geta þess, að á síðastl. ári (1894)fluttu nær 50,000 manns út í sveitir í eitt hérað að eins, í norðvesturhluta fylkisins- og bj-rjuðu búskap. Voru það nær eingöngu fransk-canadiskir menn, afturkomnir eftir fleiri og færri ára dvöl sem vinnu- fólk í verksmiðjum í Ný-Englandsrikj- um Bandaríkja. Quebéc er óneitanlega á framfara- skeiði ekki síður en vesturlandið, og er það sannarlegt fagnaðarefni, af því það er hið niðurþrykta, illa upplýsta Que- bec-fylki. Haldi það þannig áfram um hríð rekur það að vændum af sér þau á- mæli áður en langt líður. “Enn se’ir ‘ann út á”. Af því það er ekki fyrirsjáanlegt, að Sigtryggur Jónasson ætli að virðasínar eigin staðhæfingar þess, að færa rök fyrir þeim, get ég nú verið fáorður. Ég ætla því að eins að leiðrétta dálítið af rangfærslunum og rangminni hans, sem kemur fram í síðasta Lögbergi, og láta þar við sitja í þetta sinn. Fj-rsti bjánaskapurinn, sem grein hans kemur með, er það] að tilgangur- inn með greinum mínum gegn ritstjóra Lögbergs sé sá, að andmæla því, að Heimskringla sé málgagn fyrir Unitar- ismus !!—“eftir því sem ossskilst.” bæt- ir hann þó við, og fyrir þá hreinskilni á hann þó verðskuldað lof. En það er daufur skilningur þetta,—álika og mýr- arljós — mikið daufari en ætti að vera og þarf að vera, til þess að maður geti dæmt um gerðir annara réttilega. Ef hann vildi nú lesa yfir aftur, eða fá einhvern sér snjallari til að lesa yfir þessar tvær greinar sem komið hafa í Heimskringlu eftir mig í seinni tíð, þá mundi hann geta áttað sig á því, að ég hefi hvergi farið út í að bera af Heims- kringlu, að hún væri málgagn fyrir Unitarismus, né heldur viðurkent að hún væri það. Alt sem ég hefl sagt þessu viðvíkjandi, er, að hún muni bera skjöld fyrir þann hluta lesenda sinna, sem eru unitaraskoðunar, eins og aðra ; en til að draga út af því þá álj'ktun, að ég sé að bera af Heimskringlu að hún sé málgagn fyrir unitarismus, liggur mér við að segja að þurfi vitfirring. Flestum heilskygnum mönnum mundi víst sýnast þessi orð mín heldur benda til hins gagnstæða. En svo að Sigtr. geti borið fyrir sig mitt eigið álit á þessu ástfóstri sinu, og svo að hann þurfi ekki að vera að láta sér “virðast” alls konai ofsjónir, skal ég segja honum.að Heims- kringla er ekki og hefir aldrei verið mál- gagn Unitarismus eða Unitara, nema í þeim skilningi, sem hún hefir verið mál- gagn allra þeirra, sem ritað hafa hæfi- lega og þurft hafa að bera liönd fyrir höfuð sér og verjast lastmælgi ritstjóra Lögbergs, eða annara. I þessum skiln- ingi (en það er víst ekki skilningur rit- stjóra Lögbergr) er hún málgagn Uni- tara, og hafi séra Hafsteinn skilið það á þennan veg, þá befir hann lika haft al- veg rótt fjrir sér. Hann hefir þá bara viðurkent, að blaðið hefði þá stefnu, sem öll sanngjörn blöð eiga og verða að hafa, — þá nefnilega : að vera almenn- ingi til gagns og standa almenningi op- in þegar til þarf að taka. Þetta getur líka Heimskringla, því það stendur ekki þannig á fyrir neinum Heimskringlu- manni, að hann þurfi heilt * vikublað til að verja gerðir sinar í,mánuð eftir mán- uð. Það er annars skrítið, hve gjarnt S. J. er að brúleggja staðhæfingar sínar með orðum annara. Ætli hann haldi að orðum sínnm verði ekki trúað, eða máske tilvitnanirnar eigi að koraa í staðinn fyrir röksemdafærslu ? Ef svo er, þá væri ekki óþyggilegt að athuga þær vandlegar en hann hefir gert að undanförnu, áður en hann drepur þeim í skörðin á smíðisgripum sínum. Tilraunir hans til að afsaka sig fyr- ir Unitörum, eru álíka máttvana eins og annað í greininni. Eða því fer hann að eins út í að mæla bót framkomu sinni á “félagshúsinu” ? Því atriðinu sem var elzt og orðið almenningi óljósastir fj'rir fymsku sakir. Því tók hann ekki fyrir siðustu sönnun mína, sem gengur út á að sýna hugarfar hans til Unitara af því, hvernig hann ber þá brígzlum í sömu greininni (Lögb. nr. 37), sem hann læst vera að afsaka sig fyrir þeim? Því ruddi hann ekki þessari sönnun úr sætí, sem almenningi er í fersku minni, og sem stendur öllum lesendura blaðsins til skoðunar ? Fyrri sönnunin er að visu góð og gild, en hún stenkur á eldra grundvelli og er almenningi óljósari, en hin síðari. Það var því öllu siður á- stæða til að rjála viðhenni, úr því liann langaði svo til að sanna að hann elsáaði Unitara, þrátt fyrir það, þó hann kalli þá svikara (sbr. Lögb. nr. 37). Ég skal nú sjálfur játa, að það er naumast ómaksins vert að færa svona ýtarlega rök fyrir þessu atriði. því Uni- törum má •! rauninni alveg standa á sama, hvaða prívatskoðanir S. J. hefir á þeim, svo framarlega sem hann fer ekki að'prédika þvætting sinn fyrir almenn- ingi; en ég setti þessi rök fram að eins til að verða við bón hans, þar eð honum virðist svo ant um, að almenningur gangi úr skugga um að þaðværu tilgild rök gegn sér. Það hátignarlegasta og dramatisk- asta, gem fyrir manni verður þegar maður les grein S. J. “Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá,” er það, að sjá hann á fljúgandi ‘fartinni’ ríðandi gand- reið á öllu tilvísanasafninu, — agninu sem allir golþorskar áttu að gleipa — skjótast í felur aftan við séra Matth., og hrópa til hans í gremju sinni að gera nú grein fyrir því, hvern þremilinn hann hafi annars meint með 'Channings unitarar Etc.” Það er nú engin furða þó hann þrífi í þetta hálmstrá, og það getur verið að séra Matth. bænheyri hann, en bezt get óg trúað því, að alt sem séra Matth. segði yrð, að sér hefði gleymst aðhafa í svigum, að þessa grein skyldu menn ekki hafa eftir sér nema mikið lægi við, því það væri nokkurs konar privat sálarbalsam, og ekki af þessum heimi. Við falsspámannajórtrið hans(S.J.) nenni ég ekki að eiga í þetta sinn, en ef hann skyldi ómðgulega geta kyngt því innan hæfilega langs tíma, þá er ég vis að gefa honum aðra útskýringu, við hentugleika. Ég ætla því að kveðja hann í þetta sinn með þeirri ráðlegg- ingu, að brúka hvorki of margar tilvitn- anir eftirleiðis, né heldur að finna að rit- hætti annara, meðan hann kann ekki betur sóma sinn sjálfur, en sjá má af Lögbergi undir ritstjórn hans. Einaii Ólafsson. and Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNA R-L ÖGUM BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Flemino G. W. Donald President. Secretary. dag fyrir okkur”--en það var alveg satt, Lögberg lét sina skoðun í ljósi á þessu í millitíð. Það er líklega af fáfræði, en ekki neinum öðrum ástæðum, að Mr. J. Ó. segir, að íslendingar hafi í rúm 20 ár verið að “kveina” undan stjórnar- skránni frá 1874 því vitanlega er það ekki rétt. Að “kveina” í þessu sam- bandi er nú annars heldur óviðfeldið orð og varla meira en svo kurteist. Öll samlíkingin hjá Mr. J. Ó. um þjófinn og lygarannn er nauða óheppi- leg. Miklu væri nær, að taka dæmi af manni, sem allur væri af lagi genginn af gigt og magaveiki, en fengi síðan eitt af rafmagnsbeltum Dr. Owens og kæm- ist við það til heilsu aftur. Ætli það væri nokkuð sérlega vitlaust, þótt hann á einhvern hátt minntist þeirrar “þýð- ingarmiklu happastundar” að hann fékk heilsuna aftur ? Þá er að síðustu þessi makalausa uppástunga Mr. J. Ó. um að velja þenn- an oftnefnda þjóðminningardag með til- liti til þess, að Guðbrandar-biblia var gefin út, en kalla daginn svo “Leifsdag.” Það væri þó miklu nær að kalla daginn blátt áfram Biblíudag, eða helzt Guð- brandar-biblíudag, og hefir það nafn þá eitt sé^ til ágætis að minnsta kosti: það er einkennilegt eins og líka alt sem Mr. J. O. hefir að segja um íslendingadag- inn. Mr. J. Ó. segir að ég verði að af- saka, þótt hann “taki iil mdls” í Lög- bergi. Þó það væri. Hann gerir mér ekkert á móti með því. að skrifa í Lög- berg, ef hann endilega þarf að skrifa í eitthvert blað hvort sem er. Og meira að segja finnst mér, að okkur báðum só svo heimilt að skrifa í það blað, er við viljum, að ég ætla ekki að biðja hann afsökunar á því þótt ég skrifi í Heims- kringlu. Svo ekki meira að sinni. F. J. íslendingadagurinn og Jón Ólafsson. Það var dálítill greinarstúfur í Lög- bergi fyrir nokkrum vikum (8. Ágúst) frá Mr. Jóni Ólafssyni að Brú P. O., sem ég hefi ætlað mér að svara, en sem hefir dregist alt til þessa, og vona ég að Mr. J. Ó. afsaki það, þar sem nú stend- ur yfir svo mikil annríkistíð, að maður hefir svo dæmalaust lítinn tíma til að tkrifa i blöðin. Og það getur meira að segja vel verið, að ég hefði alveg gleymt að svara þessari grein ef Mr. J. Ó. hefði ekki aftur minnst á sig og málefnið, nefnilega íslendingadaginn í síðasta Lögb. (26. Sept.) Þessi Lögbergs-grein Jóns Ólafs- sonar (8. Ágúst) segir nú reyndar svo sem ekkert, nema það, sem áður var búið að segja í Lögb., svo þar er ekki miklu að svara. Af því Lögberg var nú einu sinni búið að segja, að það væri “hlægilegt,” að velja 2. Ágúst til hins árlega hátíðahalds Vestur-íslendinga, þá furða ég mig svo sem ekki á því, þótt J. Ó. “kými” að því að ljósar og greinilegar ástæður skuli vera færðar fyrir því vali. En að tala um “ókurt- eisi” og “vald yfir Austur-íslendingum” í þessu sambandi er alveg út í hött og hittir ekkert. Enginn lifandi maður hefir sagt, að við hér vestanhafs, hefð- um “mld” til að láta íslendinga heima á Fróni, velja einn eða annan dag til þjóðhátíðarhalds eða til að halda nokkra þjóðhátíð, ekki neitt í þá átt, því það er alveg sitt hvað, að hafa vald yfir mönn- um og geta látið þá gera það sem mað- ur vill, eða gera sér vonir um, að geta vakið þá til að gera þetta eða hitt. Ókurteisi telur Mr. J. Ó. það gagn- vart löndum vorum heima, að Vestur- íslendingar velji 2. Ágúst til síns ár- lega hátíðahalds; en svo er hann hrædd- ur um, að svo framarlega sem þeir taki upp nokkurn slikan dag þá verði þeir “alt of fasthaldnir” við 2. Ágúst. Það væri þvi meira en í meðallagi skrítilegt ef þeir væru svo “forhertir,” aðþeirhafi mjög mikla ástríðu til að sýna sjálfum sér ókurteisi! Þetta er nú álíka sam kvæmni og liitt, að enginn maður með bæði augun opin nema ég einn, gæti álitið að nokkuð væri við það unnið, að allir íslendingar héldu einn og hinn sama þjóðminningardag, en segja svo skömmu síðar, að það væri “auðvitað einkar skemtilegt að við hefðum sama HÆTTULEGR MAIDUR! Þeir sem þjást af gikt eru ætíð lirœddir við Októbermánuð. Snögg veðrabrigði valda óbærilegum kvölum. Menn ættu að brúka Pain’s Celery Compound þennan mánuð. Hið eina meðal sem læknar vanalega gikt og taugagikt. Nú er Októbermánuður að byrja, mánuðurinn sem er svo afarhættulegur fj'rir alla sem þjást af gikt. Það eru voðaþjáningar sem margir taka út um þetta leyti ársins. Þeir eru margir sem Þjást, umrir og gamlir, ríkir og fátækir. Þeir sem eru efnaðir flytja sig vanalega til þeirra staða, þar sem veðrabrigðin eru ekki eins háskaleg, en allur fjöldinn verður að hafast við á sama stað og bíða þess sem kann að koma. Þeir verða að bera sínar þjáningar með þolinmæði, nema þeir fái sér Paine’s Celery Compo- und, meðalið sem aldrei bregst að lækni gikt. Það eru til sannanir fyrir því, að Paine’s Celery Compound hefir læknað fleiri giktartilfellí en öll önnur meðul til samans,og þar að auki hefir það læknað gikt sem ekkert annað meðal hefir getað læknað. Menn ættu að hafa það hugfast, að Paine’s Celery Compound linar ekki kvalirnar að einsíbráð; þetta merki- lega lyf upprætir sjúkdóminn iðuglega svo hans gætir aldrei framar. Læknar þekkja mjög vel þennan eiginlegleika þess^ og hafa þess vegna mætur á því. Ef þú þjáist af gikt og viltfá lækningu, þá láttu ekki bhkkja þig með að taka eittiivaö ANNAB í stað Paine’s Celery Compound, jafnvel þó einhver kunni a’ð ráðleggja þór það. Reiddu þig að eins á bezta meðalið sem þú getur fengið — Paine’s Celery Compound.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.