Heimskringla - 04.10.1895, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.10.1895, Blaðsíða 3
3 HEIMSKRINGLA 4. OKTÓBER 1895. Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules Vtrne. verið tvær þúsundir vopnfærra manna og lögðu þeir til or- ustu við fjandrnannaherinn, þó að óálitlegt væri, svo ósegjan- lega mannmargur sem hann var. Þeir börðust og vörðust með frægð, en “enginn má við margnum”. Þeir féllu fyrr en þeir flúðu, svo nú voru eftir af þeim að eins 200 800 hundruð á hfi. Horfurnar allar voru ekki álitlegar og útlit fyrir að stjórn Rússlands væri húin að missa haid á öllu landinu fyrír austan TJralfjöll, í bráðina að minnsta kosti En ekki var hætta á því, að Rússar næðu ser ekki aftur með tíð og tíma—annar endir var ómögulegur. I millitið- inni hafði uppreistin grafið um sig og formenn hennar náð yfirhöndinni alt austur undir miðbik Síberíu. Tartaraher- inn útbreiddist meir og meir og kvíslaðist austur og vestur um landið. Ef herflokkarnir rússnesku úr Amur og Ya- kutsk-héruðunum ekki næðu til í tíma, áður en Tartararnir næðu þangað, þá var aðal-stjórnarsetur Sjbenu—Irkutsk komið í hendur Tartara eins og svo margir aðrir bæir. Þá var hka úti um stórhertogann, bróður keisarans, sem Ivan Ogareff svo mjög langaði til að hefna sín á. En hvað var nú orðið um Mikael Strogoff ? Hafði hann um síðir gugnað og gefist upp undir allri raunabyrðinni ? Áleit hann aö hrakföllin öll, sem hann liafði við að stríða frá því í Ishim og sem alt af fóru vaxandi, áleit hann að þau væru búin ac ná algerðri yfirhönd ? Áleit liann úti um lúkning erindisins ? Að a't væri úti ? Að boðum sínum yrði ekki framar gefin gaumur ? Nei, og langt frá. Strogoff var einn af þeim mönnum, sem aldrei gefast upp, meðan lifið treinist. Hann var lifandi enn og keisara-bréfið hafði hann enn þá óskaddað í barmi sínum. Þeir sem liéldu lionuin föngnum höfðu ekki hugmynd um hver hann var. Dular- gervi hans hlífði enn. Hann var bara einn af hópnum, sem tekinn var í Kolyvan og sem Tartararnir ráku með sér eins og gripahjörð. Hann þumlungaðist í áttina til Tomsk og þá undireins í áttina, sem hann sjálfur vildi og þurfti að fara. Og liann var enn á undan Ivan Ogareff, og það var mikils- virði. “Ég skal komast þangað!” marg-endurtók nann í huga sínum, þugar honum datt Irkutsk og stórliertoginn í hug. Síðan hann var "handtekinn beitti hann hugSunarafli sínu öllu í eina einustu átt. Hann hugsaði um ekkert ann- að en það, hvemig hann gæt! sloppið—fengið frelsið aftur. Hvernig gat liann hugsað sér að sleppa út fyrir varðhring Tartara hermannanna? Þessari spurningu var ill-mögulegt aðsvara. Hann gat eaki annaðen beðið átekta, beðið þess, að tíminn Kæmi að reyna. Herbúða hvirfing Feofars Khan var tilkomumikil sjón. í sólskininu gljáðu óteljandi tjöld úr dýrafeldum, úr flóka, úr silki. Öll voru þau strýtumynduð og upp af þeim léku í vindblæmjm skrautlitir skúfar og vidfur og fánar með öllum litum regnbogans. Skrautlegustu fjöldin tilheyrðu auðvitað aðlinum og höfðingjum í Khana-dæminu, Said- unum og Khoitjas-unum, og voru þau auðþekkt í hópnum. Áfastir við þau voru tjaldskálar, skreyttir jneð skúfum úr taglhári af hestum, en skúfar þeir komu upp um haglega gerð bönd og fléttur úr rauðum og hvítum tágum og tré. Sýndi skrúð þetta stöðu Tartara höfðingjanna. Lengra burt reis upp á vellinum hvirfing af mörgum þúsundum tyrk- neskratjalda, er Tartarar nefna “karayo”, en þau tjöld voru bundin í bagga og flutt á klyfsöðlum á baki úlfaldanna á ferðalagi. I lierbúðum þessum voru nú samankomnir að minnsta kosti hundrað og fimmtíu þúsundir Tartara hermanna, sem næst því sinn helmingurinn af livoru : fótgönguliði og ridd- araliði. Meðal þeirra mundu Tadjikarnir—sem aðal-sýnishofn iðafíbúum Turkistan-héraðanna—haía vakið mesta eftirtekt. Þeir menn allir voru háir vexti, fríðir sýnum, hvítir á hör- und með hrafnsvört augu og hár. Þessum mannfiokki til- heyrði meirililuti Tartara hermanna, og höfðu Khana-drom- in Khokhand og Koundouga sent nærri eins marga þeirra og sjálft Bokliara Kliana-dæmið. Innan um þessa föngulegu flokka blönduðust svo ótal aðrir þjóðfiokkar, sem búa í Tur- kestan, eða þar í nágrannahéruðunum. Meðal þeirra voru Dsbeckingarnir, rauðskeggjaðir og litlir vexti. — líkir þeim er elt höfðu Strogoff austur að Obi. Þar voru Kirglii/.ar, flatnefjaðir og líkir Kalmukura, í brynjum, sumir með lensur og boga og örvar með Asíu lag) ; sumir bakkaþykk sverð og bogin fyrir odd, pönnubyssur og ‘‘tschakane”, eða litla exi skaftstntta, en sem nærri æfinlega særir til ólífis. Þar voru og margir Mongólar, meðalmenn að vexti, in^ð svart hár í löngurn fléttum, er hengu n;ður á bakið, ineð gulmórauðan hörundslit, kvikleg augu djúpt inn í höfðinu. skegglitlir og kringluleitir, í mussum úr bláu nankeen-taui, bryddum með dökku flosi, með leðurbelti silfurbúnu um æittið, með skraut-brydda skó á fótum og með silkihúfur á höfði, bryddum með grávöru, og með þremur silkiborðum aft- nr af, sem blöktu fyrir vindinum. Skolbrúnir Afgahanar voru þar einnig; Arabar, sem enn sýndu að þeir voru af ætt hinna fögru afkomenda Sems Nóasonar ; Tyrkir með augu, sem í fijótu bragði virðast augnasteinslaus. Abir þessir flokkar voru samankomnir undir verudarvæng Bokhara-fán- ans, fána spillvirkja og eyðiieggingar. Á meðal hermannanna voru nokkrir þrælar í hermanna- stöðu, aðallega Persar. Voru þeir undir stjórn persneskra yfirmanna, og þóttu medal hinna mikilhæfustu í meginlier Eeofars Knan. Ef við þessa upptalningu er svo bætt öllum Gyðingun- utn, í kápum bundnum að þeim með dreglum og með litlar dökkar klæðisliúfur á höfði í stað tyrknessu húfunnar, sem þeim var bannað að brríka, sem notaðir voru sem vinnu- Jnenn við tjöldin ; ef bætt er enn við liópinn “Kalender”- 'inum, nokkurskonar kyrkjulegum betlurum, í aumustu ræflum frá hvirfli til ilja, lepardskinn-ræfium ogöbu mögu- legu: ef menn liugsa sér alt þetta, þá fá menn nokkra liug- . mynd um livórnig þessi þjóðflokka samsteyþa leit út, sem saman VBr söfnuð í lierbúðum Tartarann. Fullar flmmtíu þúsundir hermannanna höfðu liesta til reiðar og hestarnir voru ekki síður kyn-margir en mennirn- ir. Þar voru tyrkneskir hestar, skrokklangir með lipra og granna fætur og langt gijáandi hár—einstaklega geðþekknis- legar skepnur; Usbeck-hestarnir, tápmiklar skepnur og við- kunnanlegar; Khokhand-hestarnir, sem auk riddaran3 bera tvö tjöld og matbúnings-áhöld, dag eftirdag; Kirghiz-hest- ar með silkigljáan skrokk, frá bökkum Embu-fljótsins, þar sem þeir ganga viltir og eru snaraðir, auk fjölda annara hestategunda af lélegu og ljótu kyni. Allir þessir riddara- hestar voru þannig varðveittir við herbúðirnar, að tíu voru saman í hóp í nokkurskonar rétt eða kví úr reipum og síðan tjaldað yfir með svörtu si'kineti. Áburðardýrin mátti telja þúsundum saman, úlfaldar og asnar. Úlfaldarnir voru smávaxnir, en þreklegir, lang hærðir, með mikið fax, góðlyndir og meinlausir, svo á- nægja var að meðhöndla þá í samanburði við kroppinbökuðu úlfaldana rauðhærðu og stríhærðu. Asnarnir voru miklu duglegri en vænta mátti af stærðinni. Auk þessa þótti Tört- nrum kjöt þeirra lostætt og höfðu þá þess vegua £ afnaldi, enda voru þeir við herbúðirnar svo mörgum þúsundum skifti. Hátt upp yfir alt þetta safn af mönnum og skepnum og tjöldum gnæfðu hávaxin furu og sedrus tré og köstuðu sval- andi skugga á alla lijörðina. Að eins grannir sólgeislastafir náðu til að skína á þessa þröng hér og þar á milli trjánna. Ekkert gat verið rómantískara en að horfa á þessa mikilfenglegumynd. Málarinn sem reynt hefði að flytja hann á dúk sinn og festa þar með réttum litum, hefði átt fult í fangi og allir litir hans hefðu þorrið áðar en búið var. Þegar fangarnir frá Kolyvan voru látnir nema staðar í þyrpingu úti fyrir tjöldum þeirra Feofars Khan og höfðingj- anna stærstu úr Khanadæminu, voru lúðrar þeyttir og bumb ur barðar. Og saman við þann ó m blönduðust dynki r af skotum—fagnaðarskotum úr bæði liaglabyssum og fallbyss- um. Feofar átti bara 6 fallbyssur og voru fjórar af þeim við herbúðir hans og voru líka hagnýttartil að kunngera öl’.um lýð, að nýr fangaflokkur væri komiim. í lierbúðunum var ekkert nema hermenn og vopn. Heimilisfólk Feofars og liöfðingjanna, kvennabúr lians og þeirra var í Tomsk, um- kringt verði Tartara, því þar átti stjórnarsetrið að verða frá því lierbúðnnum í skóginum var lyft og þangað til tækifæri gæfist að flytja til stjórnarseturs Rússaí Síberiu—Irkutsk. Tjald Feofars gnæfði yfir alla tjaldalivirfinguna. Var það sveipað dýriudis silkislæðum og fléttum af gullnum böndum og skúfum, en upp á toppi þe3S lék í goluuni skúfur mikill, er til að sjá var eins og blævængur. Tjald hans var mitt í rjóðri einu, sem umkringt var af hávöxnum furu og birki trjám. Fram undan tjaldinu stóð borð gljákvoðu-dreg- ið og glóði eins og gler og alsett dýrum steinum. Á því lá hin helga bók: kóraninn, og voru blöð hennar gerð úr ör þunnum gullskífum og á þær grafið letrið. En yfir öllu blaktí Taitara-fáninn á liárri stöng með skjaldarmerki Feo- fars. í hálfhring yzt á vellinum stóðu tjöld æðstu valdsmaun- anna í Bokhara. Þar var bústaður hestavarðarins, sem hvervetna má fylgja Emimum á liestbaki; hefir jafnvel rétt til að fara ríðandi inn í hallargarðinn. Þar bjó og stórfálka- vörðurinn; “liousch bégui”, eða innsiglisvörðurinn; “topts- chibascbi”, eða yflrforingis stórskotafiðsins; “khodja”, eða formaður ráðsins, sem meðtekur koss prinzins, og sem má koma fram fyrir Emirinn án þess hann sé girður beltinu; •'scheikh-oulislam”, eða fulltrúi prestanna; “Cazi-askev”, eða friðdómarinn, sem í fráveru Emírsins dæinir í öllum þrætumálum hermannanná. Og að lyktum ber að telja þann manniuu,sem ekki ríður minst á, og sem bjó í þessari hvirtíngu næst Emírnum. Það var foringi stjörnu fræðing- unna, sem skyldur var að athuga stjörnurnar nákvæmlega í hvert skifti sem hinn voldugi lierra vildi hreifa herbvíðir sinar. Þegar flokknr hinna hertekuu manna og kvenna stað- næmdist frammi fyrir tjaldinu var Feofar inni. En liann sýndisig ekki, og var það eins víst stök heppni. Eitt orð, ein bending frá lionum, hefði orsakað hræðilegt blóðbað. En hann íramfylgdi konungasið aasturlanda, og sem tign þeirra er svo nauðsynlegur, þeim, að vera inniluktur. Sá sem ekki sýnir sig ávinnur sér ást og virðingu og um fram alt ótta lýðsins: Hertekna fólkið var lineppt inni í einhverri kví og beið þar eftir tilkomu Emírsins. Það var hrakið og hrják, fekk illa og ónóga fæðu ogvarundir beru lofti liverju sem rigndi. Þolinmóðastnr allra fanganna var Mikael Strogoíf óneit- anlega. Haiin var fús til að láta teyma sig, því þeir voru að teyma liann í þá átt sem haun vildi fara, og Iiann var þar að auki óhultnri þauiiig, lieldur en hann gatframast búizt við á brautinni milli Kolyvan og Tomsk. Að gera tilraun til að strjúka áður en til Tomsk var komið þýddi ekki annað en að lenda strax í snöru einhverra njósnarmanna, sem voru á sléttunni umhverlis. Tartarar liöfðu njósnarmanna vörð alt austur á 85. stig austurlengdar, og sem liggur um Tomsk, en lengra ekki enn. Það var því fyrst að hugsa um strok þeg- ar að þessnm takmörkum var komið, en fyrr ekki. Þá var haun að líkum komin út yfir yztu takmörk fjandmanna-rast- arinnar og von til að liann næði til Krasnoiaisk áðu*- en fjandmannasægurinn næði nokkrum tökum á því liéraði. En Srfint þótti honum ganga ferðin og undir niðri réði hann sér illa. Hann hugsaði því í sífellu á þessa leið: “Komist ég til Tomsk, skal ég innan fárra mínútna kominn útfyrir allar útvarða raðir. Komist ég af stað tólf stundum fyrr en Feofar Klian, tólf stundum fyrr en Ivan Ogareff, ætti ég að láta mér skila svo austur, að sarnan gæti ekki dregið, alt til Irkutsk”. Það sem Strogoff óttaðist öllu öðru fremur var koma Og- areffs, en sem væntanlegur var til herbúðanna þá og þegar. Auk þess sem hann óttaðist að liann þekti sig, var Ogareff maðurinn, sem Strogoff sérstak'lega þurfti að yfirbuga á kapp hlsupinu til Irkutsk. Honnm var það kunnugt orðið, að undireins og Ogareff kæmi með sinn flokk var meginher Tartara allur sameinaður orðinn, og þá átti að hefja hergöng- utia austur til stjórnarsetursins. Alt þetta óttaöist Strogoff og kveið fyrir því á hverri stundu, að heyra herlúðra þeytta til að kunngera komu lautenantsins með anuan arm hers- ins. Annan sprettinn gat hann ekki varizt umhugsun um móðir sína og Nadíu. Önnur var fangi í Onisk, en hin á fleytum Tartaranna A Irtych-fljiWl og lirakin og lirjáð ekki síður en móðir hans. Hann var ómegnngnr að hjálpa þeim Mundi hann uokkurn tíma sjá þer aftur? Þessari spurn- ingu þorði liann ekki, gatekki svarað, en hjarta lians b irð- ist lnirt Qg títt, er hann hugsaði um þetta. Jafuframt Strogaff höfðu þeir fregnritarnir Hnrry Blount og Alcide Jolivet verið teknir fastir og voru nú eins og aðrir fangar frá Kolyvan komnir til herbúðanna. Strogoff vissi að þeir voru í sömu krónni, í sömu þyrpingunni og hann, en liann kærði sig ekki um að leita þá uppi og heilsa þeim. Hann vissi ekki, og lionum var líka sama, hvaða hvaða álit þeir höfðu á honum siðan í Ishirn, Ilann vildi líka helzt vera einn, svo hann gæti tekið ráð sín saman í næðiog freist- að að strjúka einsamall þegar tíminn væri kominn. Þess vegna foröaðist hann að verða á vegi þessara fornu samferða- manna sinna. Fransmaðurinn liafði hjúkrað Englendingnum með nær- gætni alt af síðan hann fekk sárið í Kolyvan. Á göngunni þaðan austur að herbúðunuy—margra klukkustundaferð— dróg Englendingurinn sig áfram með hertekna fólkinu, með því að láta sem mestan þanga sinn hvíla á Fransmanninum. Hann gerði ítrekaðar rilrannir til að koma varðmönnunum í skilning um að hann væri brezkur þegn, en barbararnir skildu ekki orð hans og svöruðu liouum með að reka á eftir hontrn með lensum og sverðsoddum. Þess vegna varðfregn- riti “Daily Telegraphs” að gera sér að góðu að drekka af sama bikar ogaðrir fangar barbaranna. Ferðin þreytti liann því meir en lítið, auk þess sem sárið á öxlinni var viðkvæmt og pínandi. An öruggrar aðstoðar Fransmannsins hefði hann eins vist aldrei náð til herbúðanna. Alcide var það sem kalla mætti praktiskur heimspek- ingnr og notaði þá gáfu nú. Hann var öllum stundum að hughreysta og gleðja Englendinginn, eftir að hafa rannsak- uð sárið og séð að þ«ð var ekki hættulegt. Með lipurð hafði Iionum tekizt að ná honurn úr frakkanum og spretti svo í skyrtuna og sá að kúlan hafði að eins rispað holdið. “Þetta er ekkert. Bara ofurlitil rispaI" hafði hann sagt. “Þú verð ur alheill eftir nokkrar atrennur að hreinsa sárið og búa um þuð”. “Já, en hver gerir það?” spurði þá Englendingurinn. “Það geri ég sjálfur I” svaraði hinn. “Svo þvi ert þá nokkurskonar doktor ?” “AUir Fransmenn eru nokkurskonar læknar”. Og sam- stundis tók Alcide vasaklút sinn og reif hann sundur, gerði bönd úr sumu, en línskaf vvr sumu, fékk sér vatn úr brunni, sem graflnn bafði verið í miðri krónni, þvoði sáríð, bjó svo um það og batt laglega um öxlina. “Eglækna þig með vatni”, sagði hann. “Það er viður’- kent bezta svalandi meðal við sár og er almennt liagnýtt þanng nú. Þann vísdóm voru læknarnir sex þúsund ár að uppgötva, já, sex þúsund ár, eða um það bil I” “Kærar þakkir, lierra Jolivet”, sagði Englendingurinn og lagðist svo niður á dyngju úr þurrum laufblöðum og limi, sem Fransmaðurinn bjó út handa honum við ræturnar á skuggasælu birkitré. “Ekkert að þakka! Þú hefðir gert pað sama fyrir mig”. "Það erég nú ekki alveg viss um”, svaraði Harry í mestu einlægni. “Hvaða, livaða! Allir Engleudingar eru göfuglyndir !” “Eflaust, — en Frakkar ?” “Frakkar? Ja, þeir eru skálkar, ef þér svo sýnist! Þeirra eina vörn er, að þeir eru fracskir. En segðu mér nú ekkert meira um það, eða öllu heldur, ef þú vilt fyleja ráð- um mínum, þá skaltu nú ekkert meira segja. Þú þarft hvíldar fremur öllu öðru”. En Harry var nú ekki alveg á því, að þagna undireins. Það var máske þarflegt vegna sársins að hann tæki á sig náð- ir, en fregnrita blaðsins “Daily Telegraph” sæmdi ekki að láta eftir sér. “Heldnrðu, herra Jolivet”, spurði hann, “að skeytin sem við sendum seinast hafi komizt vestur yfir landamær- in ?” “Þvíekki? Jú, þú mátt vera viss um að frænka mín veit hvernig ástæðurnar eru nú í Kolyvan”. “Hvað margar afskriftir af skeytum sinum tekur frænka þín til að selja?’’ spurði Harry. Var það í fyrsta skifti að hann framsetti svo ákveðna spurningu. “Ja, frænka mín er sérlega orðvör og varkár og vill lieldur ekki að um sig eða sín störf sé talað”, svaraði Frans- maðurinn hlægjandi. “Ég veit henni félli enginn hlutur \er en ef umtal um haua gæti rænt þig svefninum, sem þú þarfn- ast fram yfir alt!” “En ég ætla ekki að fara að sofa”, svaraði Englendingur- inn og hélt áfram : “Hvað heldurðu að frænka þín hugsi nú um ástand Rússa?” “Að þaðsé illt sem stendnr. En það er ekkert að óttast. Moskovíta-stjórnin hefir alt of mikið bolmagc til að purfa að óttast. Áhlaup nokkurra Tartaia sviftir Rússa aldrei Síbe- ríu landeigninni”. “En of mikil ágirnd hefir stundum orðið fall voldugra ríkja”, sagði Englendingurinn, sem ekki var laus við þykkj- una, sem með köflum gægist fram á Englandi út af drembi- læti Rússa og umbrotum í Mið-Asíu. “Ekki að tala um pólítísk mál!” gall við Fransmaður- inn. “Lækna-nefndin fyrirbýður það ! Það er enginn hlut- uróhollari fyrir axlar-sár—nema það gæti komið þér til að sofa! ” “Jæja, þá skulum við tala um hvað við efgum að gera” sagði Harry. “Hvað mig snertir, herra Jolivet, þá dettur mér ekki í hug að sitja fanginn lijá Törturum þessum til lengdar!” “Það ætla ég lieldur ekki að gera. Það veit hamingjan!” “Við skulum þá strjúka við fyrsta tækifæri!” “Já, ef enginn annar vegur býðst til að losna”. “Veiztu um nokkurn annan veg?” spurði þá Harry og leittil félaga sins. “Auðvitað! Við erum ekki hermenn eða féndur Tart- ara. Við erum afskiftalausir og eigum heimtingu á lausn”. ‘,Mun skálkurinn Feofar veita það?” “Nei, Hann skiltir ekki í slíku, en laútenantinn hans, hann Ivan Ogareff, skilur í því”. “F.nhann er fantur ! ” “Enginn efi. En fanturinn er rússneskur og veit þess vegna hve dýrt spaug getur orðið að svifta erlenda ferða- menn öllum mannréttindum. Svo er honum ekkert gagn í að halda okkur, heldur þvert á móti. En svo er það sannast að ég hefi litla löngun til að biðja þann herra um lausn”. ‘Sa herra er heldur ekki í herbúðunum, að minsta kosti hefi eg ekki séð hann”, sagði Englendingurinn. “En hann kemur. Það er engin liætta á að hann láti sig lengi vanta. Sílsria er nú í tvennu lagi og her Emírsins auð vitað bíðurnú að eins eftir honuin, áður en hafin verður her- gangan austur. Ogareff hlýtur að koma”. “Og þegar loks við losnum. Ilvað þá?” “Þá Iiöldum við áfrjim okkar sókn og fylgjum Tartara- hernum eftir, þangað til við náum í herbúðir Rússa. Ekki megum við gefast upp, það er svo langt frá! Við sem erum rétt að byrja. Þú. vinur, liefir þegar hlotið þann heiður að fá sár í þjónustu “Daily Telegraph”. en ég hefi ekkert liðið, ekkert minnismerki fengið um ferð þessa í þarfir frænku minnar. Jæja, gott er að tarna !” sagði svo Eransraaðurinn ofur lágt við sjálfan sig. “Hann er þá loksins tofnaður. Geti hann sofið nokkrar klukkustundir og fái sár hans nokk- ur böð í köldu vatni, þá er hann sloppinn. Englendingar hafa skrokk úr stáli og þurfa ekki önnur meðul en kaldabað og hvíld”! Á meðan Harry svaf sat Jolivet hjá honum og reit mik- ið og margt í minnisbók sína, bæði sér og félaga sínum til notkunar síðar meir, — lasendum “Daily Teleþaaphs” til á- nægju ekki síður en viðskiftablöðmn Madelaine “frænku”. Kringumstæðurnar liöfðu bundið þessa menn bróðurbönd- um. Þeir voru hættir að öfunda livor annan og brjótast uni sinn í livoru lagi eftir fróttum. Þannig var því varið, að það sem Strogoff óttaöist mest var einmitt það sem fregnrit- arnir fremur öllu þráðu— komu Ogareffs. Það voru allar lík ur til að fregnritar blaða á Englandi og Frakklandi fengju lausn undireins og erki-svikarinn kæmi. Ogareff kunni lag á að láta Feofar hlýða skynsamlegum fortölum, þó hann ann ars hefði helzt kosið að fara með fregnritana eins og almenna njósnarmenn. Hagur þeirra í þessu efni hlaut því jlað vera gersamiega gagnstæður liag og löngun sendiboðans. Strogoff duldist ekki hvernig ástæðurnar voru og var það ein ástæð- an meðal margra, sem knúðu hann til að draga sig í hle. Hann varaðist þess vegna að láta sína fornu samferðamenn sjá sig Þannig liðu fjórir dagar, að engin breyting á.tti sér stað. Fangarnir hejTðu ekki eitt orð í þá átt að til stæði að taka upp herbúðirnar. Vörðurinn um þá var strangur og það liefði verið ógerningur að ætla sér að smjúga úr þeim hring sem umkringdi þá dag og nótt. En daufleg var æfi þeirra. Fæðan sem þeim var veitt nægði að eins laklega til að halda saman sál og líkaina. Tvisvar á sólarhring var kastað til þeirra stykkjum af innýflum úr geitum, er steikt höfðu verið á járngrind yfir kolaeldi, og dálitlu af osti ur súrri sauðamjólk og seyddum í kaplamjólk ! Þennan rétt kalla Kirghizar “Koumyss”. Þetta var öll fæða fanganna. Ofan á þessar raunir bættist það, að veðrið var orðið sér- lega leiðinlegt—ýmist ofsaveður eða kuldaregn. Veslings fangarnir höfðu ekkert skýli yfir höfði sér, en stóðu ber- skjaldaðir fyrir öllum veðrum. Það var ekki um nokkra líkn að gera. Margir þeirra, karlar og konur, sérstaklega þeir sem báru sár eftir viðreignina, dóu í þessari opnu kró og sjálfir máttu svo fangarnir verkfæralausir basla við að koma þeim í gröfina, því ekki datt barbörunum í hug að jarða nokkurn rússnekan mann eða konu, Sinn í hvoru horni króarinnar og sinn í hvoru lagi unnu þeir með ötulleik miklum Strogoff í einu horninu og Harry og Alcide í hinu. Þeir voru hraustir og fjörugir og hin illa æfi gat ekki bugað þá eða þjakað þeim eins og slitnum Síberíu- mönnum. Þeir voru því alt af á ferðinni að hjálpa og ráð- leggja sessunautum sínum í þessu illa fangelsi. Kom hjálp þeirra og ráð mörgum að gagni og óvíst hve mikið hið her- tekna fóik átti þeim að þakka. Hvað lengi gat alt staðið fast eins og nú? Var það má- ske tilgangur Emírsins að gera sig ánægðan með fenginn sigur í bráð og fresta um langan tíma Lerferðlnni austur? Það leit svo út, en það var þó ekki svo. Það sem þeir Harry og Alcide vonuðu og óskuðu og það sem Strogoff óttaðist öllu fremur, kom á daginn að morgni hins 12. Ágúst. Snemma um daginn fór alt af stað í senn : lúðrar og trumbur og fallbyssur. Stórt moldviðrisský sást sveima yfir veginum frá Kolyvan. Glaumurinn jókst og ský þetta færðist nær og nær. Innan stundar gerði Ivan Ogareff inn- reið sína i Tartara-herbúðirnar og með honum margar þús- undir hermanna. 2.5 KAPÍTULI. Fregnritarnir í vanda. Ivan Ogareff var kominn með annan arm meginhersins, þann arminn, sem sendur hafði verið til að taka Omsk og eyða bygðunum í grendinni. Eins og frá hefir verið skýrt áður, hafði governorinn og setuliðið í Omsk búið um sig í efri bænum. Sá hluti bæjarins var óunninn enn. Ogareff hafði ekki tekizt að vinna hann og hætti svo umsátinni—í bráðina. Hann þorði ekki að draga herferðina austur og á- hlaupiðá Irkutsk. Hann skildi því eftir í Omsk það sem hann áleit nægilega mannmargt setulið, en hélt af stað með meginherinn og sameinaði hann nú þeim arminum, sem Feo- far sjálfur stýrði. Herdeild Ogareffs nam staðar utan við herbúðirnar, en slógu ekki tjöldum né bjuggust til setu. Þeir höfðu ekki fengið skipun þess efnis. Af því mátti ráða, að fyrirætlun Ogareffs væri að nema þar ekki staðar, heldur halda áfram ferðinni með svo miklum hraða sem kostur var á. Tomsk og nágrannabygðin var fyrirheitna landið. Sá bær var all- tilkomu mikill og var því eðlilegt að hann yrði framvegis aðalból foringjanna, þangað tíl Irkutsk var unnin. Hermenn Ogareffs ráku líka með sér fjölda af herteknu fólki frá Omsk, Kolyvan og öðrum stöðum. Það var ekki borið við að reka það í sömu kviarnar, sem fangarnir, er fyr ir voru, skipuðu, enda of þröngt þar inni. Þetta aðkomna vesala fólk var því látið hýma á bersvæði, örmagna af þreytu og nærri hungurmorða. Hvað ætlaði emirinn að gera við alla þessa aumingja ? Ætlaði hann að hneppa fólkið í fang- elsi í Tomsk, eða ætlaði hann máske að slátra þvi í hrönn- um eins og sauðfé, og eins og er siður Tartara undireins þeg- ar óþeegilegt þætti að hafa það lengur með i rekstri ? Þessu gat enginn svarað nema hinn mislyndi emír einn. Eins og venjulegt var fylgdi herdeildinni frá Omsk meir en lítill sægur af betlurum, ræningjum, pröngurum, gyftum og allskonar loddurum, er ætíð elta uppreistarmanna lið. AUur þessi flökkulýður, ekki síður en Tartararnir, saug blóð og merg úr héruðunum, sem um var farið. Greipar voru látnar sópa um hvern kima og var fátt fémætt eftir skilið. Af því leiddi aftur að kyrseta var ómöguleg til lengdar í nokkrum einu.n stað, því vistaforðinn í hverri sveit fyrir sig entist öllum þessum óaldarflokk skamma stund. Hermann- anna vegna var því óumfiýjanlegt að halda áfram tafarlaust. Héruðin öll frá Ishim austur að og austur fyrir Obi voru nú hroðin, gjöreydd öllum vistum og efni í fæðu. Eyði- mörk ein var eftir, þar sem áður var blómleg bygð, og hlaut það að hindra og það að meir en litlu leyti herdeildir Rússa, sem væntanlegar voru að vestan. Á meðal giftanna var sá flokkur, er Strogaff hafði kynst fyrrum á gufubátnum “Kákasus.” Og þar einnig var Sán- garre, hinn grimmlyndi kvenn-spæjari Ivan Ogareffs. Það var engin hætta á aðhún brygðist herra sínum. Lesarinn minnist þess, að þau voru saman og sátu á svikráðum í Nijni Novgorod. Þau urðu samferða austur yfir Uralfjöll, en þá skildu þau, þó ekki nema um fáa daga. Ogareff fór með flugferð einsamall austur sléttur, um Ishim, en Sangarre liélt áfram syðri veginn með flokk sinn allan tilOmsk. Það er auðskilið, að þessi kona var Ogareff meir en litið gagnleg. Með gyftaflokk sinn gat hún hvervetna farið, lieyrt alt og séð og sa :t lionum frá öllu. Á jiennan liátt fékk Ogareff fregnir af öllu sem við bar jafnvel innst innan vebanda rússneskra bygða. Hundrað augu og hundrað eyru voru þar alt af opin tíl að sjá og heyra og flytja svo söguna til herrans, sem eins og verðugt var borgaði rausnar- lega fyrir þessar áríðandi fregnir. Þau kynntust þannig í fyrstu, að Sangarre hafði einu sinni komizt í illar klýpur, en Ogareff, sem þá var foringi í liði Rússa, kom henni þá til hjálpar og bjargaði henni. Þessu gleymdi hún ekki, en helgaði honum sjálfa sig með sál og lífi frá þeirri stundu. Þegar hann lagði út á þessa slijð liefnda, föðurlands- og drottinssvika, sá hann gjörla hvernig hann gæti mest og bezt gagn haft af konu þessari. Hann vissi líka að ekki þurfti annað en að hann skipaði; Sangarre var viss með að lilýða. Óskiljandi náttúruhvöt, ekki síður en þakklætístilfinningin, hafði knúð liana til að gerast þræll þessa föðurlandssvíkara, er hún hafði unnað hugást- um frá því fyrst hann var gerður útlagi í Síberiu. Hún átti hvorki heimili né fjölskyldu til að annast um og var því ljúft mjög að ljá fylgisitt og flökkulíf svikaranum, er liann s;gaði börbörunum á Síberiu. Og hún var ötull liösmaður, slæg- vitur, eins og ættfólk hennar almennter, stórráð og full á- kafa og kunni hvorki að fyrirgefa eða aumkast yfir þá sem bágt áttu. Hún var verðug eiginkona jafnvel grimmasta Apache-Indíána. Framhald. Cuts, JjlcratcbQs, Sprairjs, and all pains, cxtemal or ifttemal, arc instant- ly rclicvcd by PERRY DAVIS’ PainKiller. Thls old remedy is known, used. an<l sold everywhero. Gul it uud keep it by you. Jo^n^ jof f!lC í^eumati^ffi and JMugcular Paing a^aiqc^ !K Why not (iV Jr7rly3«Jíc \ jiíenílfol Plagler. VA my ttfife^gof ine v! onc. il'ciircd likc majic For a lonit llnio I sulTerod with lthenni the .Back so severelj .that I ooultl not etraiaht. Me wifo advisod a I). hí L. Plasier. 1 tried it. anrl wim gnon goiiiK f rÍKÍit. Ö. C. ÍIenucii, öweet’s Cc Price 25«.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.