Heimskringla - 18.10.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.10.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 18. 0KT0B8R 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The IleimskrÍDgla Prtg. & Publ. Co. •• •• Verö blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslanas [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • o •• EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P O. líov 305. Kimlergarten. Þessi mentastofnun er þýzk að upp- runa, í sinni nútíðarmynd, en uppruna- lega voru þeir Plato, Sókrates og fleiri samtíðarmenn þeirra höfundarnir. En, sem sagt, er nútíðarstofnunin þýzk, er ákomin fyrir dugnað þjóðverjans Fried- erich Froebel, og af því hún er þýzk heldur hún síðan þýzka nafninu, sem Froebel gaf henni og sem bókstaflega útlagt þýðir: barnagarður, en sýnir harla lítið hvað sú stofnun gerir. Uppeldisskóli væri ef til vill nær réttu nafni en nokkuð annað, því til- gangurinn með stofnuninni er að ná í börnin þriggja ára gömul og halda þeim á “kindergarten” til þess þau eru 6 ára og byrja nám á aiþýðuskólunum. A þessu tímabili er þeim kent alt sem góðu upjældi er samfara. Þeim er kent að vrera kurteis og umhyggjusöm hvert fyrir annars velferð. Reglusemi og þrifnaður er eitt af því fyrsta sem þeim er innrætt, að raða leikföngum sínum og leggja á ákveðna staði og að vera hreinleg og hirða vel um föt sín o. s. frv. Heilsusamlegar líkamsæfingar eru iðkaðar, jafnframt því sem höndin, augað, eftirtektin, minnið. ímyndunar- aflið, o. s. frv,, er æft. Að svo miklu Jeyti sem verður, er höndin æfð við vinnu, smiðar, sauma, o. s. frv. og nem- endunum kent að bera virðingu fyrir allskonar vinnu, með samtali, sögum og söngvum. Augað er æft með því að kenna litblöndun og niðurröðun lita, snið á þessu og hinu o. s. frv. Radd- færi þeirra eru æfð og þeim kend lög og kent að syngja þau. Kenslu-aðferðin öll er all-ólík þeirri sem tíðkast i al- þýðuskólunum og til þess hún komi að tilætluðum notum þurfa kennararnir að hafa fengið sérstaka æfingu ekki síður en þeir á alþýðuskólunum. Svo mikið þykir i tæssa tilsögn var- ið, að kindergarten-skólar er nú víða haföir í sambandi við alþýðuskólana og eins og þeir, kðstaðir af opinberu fé. ♦Þessir skólar eru ákomnir fyrir þremur árum hér í Winnipeg, eingöngu fyrir dugnað kvenfólags, sem fyri» því stend- ur. Enn sem komið er, eru þessir skól- ar ekki nema 2 og eru privat-skólar. Annar þeirra er í suður-hænum og er fyrir rikismanna börn eingöngu. Var hann stofnaður fyrst og ekki fyrir þá sök eingöngu, að hann væri ríka fólk- inu nauðsynlegri en öðrum, heldur af því, að forstöðukonurnar tilheyrðu rík- ismannaflokknum og vildu ná til fá- tækra barna. Það gátu þær ekki nema með því, að láta ríkismannabörn ganga á skólann og fá ríflega borgun fyrir. Á þennan hátt og með prívat samskotum hafa þær nú fengið upp svo mikið fé. að frí-kindergarten-skóli er ný uppkominn, þó í smáum stíl sé. Er hann hafður í húshjallinum gamla á Logan Ave., sem ísl. flestir munu þekkja af afspurn, þeg- ar frumnafn hans er nefnt — London House. í 9tað þess að vera ódæðis drykkjuliola er það nú Kindergarten skóli fj'rir fátækustu börnin, sem kven- félag þetta finnur i bænum. Efni þess eru lítil og því ekki um að gera að taka á skólann nema þau allra-fátækustu, eins og á suöurbæjarskólann (í Cauch- on-byggingunni á Aðalstr.) eru ekki tekin nema þau ríkustu, þar sem for- eldrar þeirra verða að borga svo mikið, að gjöldin framflevti fátæklingastofn- uninrú líka. Á Logan Ave. skólanum eru nú um 40 nemendur og sem stendur hrökkva ekki efnin til að taka öllu fleiri. Af því skólar þessir eru prívatstofn- anir, sem tiltölulega fáar konur halda uppi, er afleiðingin sú, að þeir koma ekki nema litlum hluta manna að haldi. Þarafleiðandi vinna nú forstöðu-kon- urnar af alefli að þvi að fá hið opinbera til að veita þessa kenslu, að stofna kindergarten skóla í sambandi við al- þýðuskólana. Er það álit þeirra, að þar sem þessir skólar eru nú almennir og saineinaðir alþýðuskólum í Ontario, sé það sönnun fyrir þörf þeirra, og að, sé þörf á þeim þar, sé öldungis eins mikil þörf á þeim í Manitoba, í Winni- peg sérstaklega og annars í öllum þorp- um í fylkinu. I því skyni að framfylgja því máli öfluglega og í því skyni jafn- framt að afla sér fjár til að auka verka- hring sinn meðal fátæklinga, hefir kvenfélagið ákveðið að gefa út bók í tímarits-formi, er það nefnir “Kinder- garten Magazine.” Er bókin nú í höDd- um prentaranna, hér í hænum, og verð- ur ferðug um næstu mánaðarlok. Hún verður á stærð við hin almennu, hér- lendu tímarit og eins og þau flest á hún að kosta 25 cents. I bókinni verða rit- gerðir eftir merkiskonur í öllum lands- hornum, bæði í Bandarikjum og Can- ada, er góðfúslega hafa gefið handritin, fyrirtækinu til styrktar. Meðal þeirra, er senda ritgerðir má nefna landsstjóra- frúna í Canada, Lady Aberdeen. kvenn- frelsis og bindindis-hetju Bandaríkj- anna, Miss Frances E. Willard, fyrr- verandi fylkisstjóra-frú í Manitoba, Lady Schultz. Sögu—“Gamla konan,” sendir nafntogaður skáldsagna-höfund- ur (kona) í Bandaríkjunum, er nýlega fékk $2,000 fyrir stutta sögu í einu tímaritinu í New York. Miss McArth- ur, ein af öflugustu forstöðukonum skólans hér í bænum, ritar þar grein um “sparsemi á heimilinu.” I ritinu verða margar smásögur, sniðnar sér- staklega handa unga fólkinu. Meðal hinna mörgu höfunda, sem eitthvað senda til skemtunar og fróðleiks í bók- ina, er Miss Taylor, dóttir öðlingsins J. W. Taylor, Bandaríkja konsúls, sem hér dó í bænum fyrir skömmu og sem Islendingar eins og allir aðrir minnast með ást og virðingu. Það sem í þessari bók verður sér- staklega skemtilegt fyrir íslendinga að lesa, verður ritgerð Miss Taylors, þar eð hún verður um Island og Islendinga. Hún hefir í sumar verið að ferðast um ísland, — var á norðurlandi þegar hún skrifaði forstöðukonum skólans og lof- aði “einhverju til uppfyllingar.” Hún er alkunn að því að kunna að beita pennanum, ekki síður en faðir hennar heitinn og má því af sjálfsögðu búazt við skemtilegu bréfi frá henni. í bréf- inu til kvenfélagsins getur hún um hve hissa hún hafi orðið, er hún jafnvel nyrðst á Islandi hitti menn, sem kunn- ugir voru í Winnipeg og mundu eftir föður hennar. Á ferð sinni um ísland hefir hún með sér áhöld öll til að taka myndir af öllu sem henni þætti eitthvað einkennilegt, eða sérlegt.og er fyrirætlun hennar að gefa þær út ásamt ferðasögu sinni og Islandslýsingu, sem hún ætlast til að komi út á næstkomandi vetri. Þessi grein um ísland og íslendinga, í ritinu, ætti að vera hvöt fyrir Islend- inga hér í bænum til að kaupa það. Málefnið útaf fyrir sig er óneitan- lega svo gott, að Islendingar ættu að sjá sér fært að styrkja það með 25 centa tillagi, sérstaklega þegar þeir fá bók fyrir peningana, sem áreiðanlega, verð- ur góðra 25 centa virði. Vitaskuld sagði ein forstöðukona skólans, Miss McArthur, í samtali við oss fyrir fáum dögum, að Islendingar og Þjóðverjar hér í bænum þyrftu síður á þessum skóla að halda heldur en aðrir flokkar. að þeirra börn væru yfir höfuð betur uppalin og þarafleiðandi bæði framferð- isbetri og kynnu meir til handanna, heldur en jafnvel hérlendu börnin. En samt sagði hún óefandi að það yrði hag- ur íslenzkra og þýzkra foreldra öldung- is eins og annara, ef kindergarten-skól- ar gætu orðið almennir og sameinaðir alþýðuskólunum. Hún kvaðst því vilja mega vona að Islendingar hér í bænum gerðu sér að skyldu að kaupa eitt ein- tak af “Kindergarten Magazine,” þegar þeim verður boðin hún. Og kvenfélags- konur þessar eru einmitt um þessar mundir að safna áskriftum, hafa skift bænum í deildir og fengið hverri einni ákveðið starfsvið, til þess að fara hús úr húsi og safna áskriftum. Vér höfum því einu við að bæta, að vona að íslendingar láti ekki þessa von kvenfélagsins til skammar verða. Hver sem kaupir ritið fær fyllilega 25 centa virði af góðu lesmáli og þar að auki er málefnið svo gott, að það endurgjalds- laust á stuðning skilið. Winnipeg er ekki stór bær enn, en samt sér maður meira en litinn hóp af unglingum og börnum á strætunum, sem þar vaxa upp í sollinum agalaus og eru þarafleið- andi efni í óhemjur og vandræðamenn og konur síðar. Ef þessir uppeldis- skólar geta rýrt þann fjölda, er þannig vex upp og það er eindregin skoðun þeirra, er reynslu hafa í því efni, þá er íslendingum eins og öðrum góðum borgurum skylt að leggja fram sinn skerf til þess kindergarten-skólai verði sem almenn^tir. Bandaríkin og Cuba. Frá því í síðastl. Júlí hefir verið tíðrætt um styrjöldina á Cuba og eng- inn hörgull verið á mönnum, sem mælt hafa með að Bandaríkjastjórn léði upp- reistarmönnum lið sitt, beinlínis eða óbeinlínis. Stjórnin hefir fengið marg- ar áskoranir þess efnis, en þó ekki af- gerandi fyrr en i síðastl. mánuði þegar fjölmennir fundir voru haldnir í mörg- um stórborgunum og i einu hljóði sam- þyktar áskoranir til stjórnarinnar um liðveizlu. Hvað sem verður hefir stjórnin samt ekki svarað þessum áskor- unum enn, svo kunnugt sé. í sumar, þegar einstakar stofnanir voru að skora á hana, gat hún ekkert gert. Þá voru uppreistarmenn ekki búnir að organis- éra stjórn, eða skipa nokkurn umboðs- mann til að semja við erlendar þjóðir. En nú er þetta hvorttveggja til. Upp- reistin var hafin á útkjálkum, þar sem vegleysur gerðu illmögulegt að ná til þeirra. En smámsaman hafa þeir fært út kviarnar, þangað til nú að eyjan nærri öll er á þeirra bandi. Nú hafa þeir líka sett á laggirnar bráðabyrgðar- stjórn með ábyrgðarfullum ráðgjöfurn til að semja við erlendar þjóðir fyrir hönd eyjarskeggja. Og nú hafa þeir líka samþykt sjálfsforræðis lög, viður- kenna ekki konungsstjórn, en kalla sína stjórn lýðvaldsstjórn. Með þessari stjórn, þó nafnið tómt sé, er þá fengin ástæða til að skerast í leikinn á ein- hvern hátt, ef Bandaríkjastjórn svo sýnist. En það er óvíst hún sjái greið- an veg til að verða við áskorunum þegna sinna. Hún er ef til vill ekki búin að gleyma almennu áliti í norður- ríkjunum og aðgerðum erindreka sinna í Norðurálfu-löndum, fyrir rúmum 30 árum síðan, þegar innanríkis eða þræla- stríðið stóð yfir. Þá var álitið í norð- ur-ríkjunum álíkt því sem nú mundi verða álit Spánverja, ef erlend stjórn færi að leggja uppreistarmönnum lið. Það er heldur ekki árennilegt að leggja út í stríð við Spánverja, þætti naumast afsakandi þó hafið í þjónustu réttlætis og frelsis. Sú skoðun er er alment ríkj- andi, að það sé hlutverk lýðveldanna sérstaklega að verjast ófriði og hindra hann hvar sem er, en vinna sigur með tungu og penna, en ekki með sverðs- eggjum eða byssukúlum. Á hinn bóginn er ekki nema eðli- legt þó stjórnin eins og allir í lýðveld- inu og allir menn hvervetna, sem nokk- urs frelsis njóta og nokkurt frelsi þrá, hafi löngun til að rétta uppreistarmönn- um hjálpa)hönd og óski þeim allra heilla. Það væri óeðlilegt, ef sú tilfinn- ing væri ekki ríkjandi. Ánauðarok Bandaríkjanna, áður en þau urðu til sem lýðveldi, var létt og gat ekki á- nauðarok heitið, í samanhurði við okið sem Spánverjar hafa enn á Cuba-búum. Það er því ekki undarlegt þó eyjar- skeggjar séu þreyttir orðnir og það er ekki undarlegt heldur þó þeim detti í hug að þeir eigi liðsvon hjá nábúum sínum, nábúunum, sem fyrir 120 árum voru að berjast fyrir sinu frelsi og sem þá nutu svo drengilegrar aðstoðar hjá lýðvaldssinnum á Frakklandi. Þá hjálp muna líka Bandaríkjamenn enn, eins og vera ber, því sagnfræðingunum, með öll plögg í höndum, þykir óvíst um hvernig frelsisstríðinu hefði lyktað, ef Frakkar hefðu ekki stutt uppreistar- mennina eins og þeir gerðu, bæði heima og á orustusviðinu hér i landi, með jien- ingum, hermönnum, og umfram alt með vígfróðum flokkstjórum og verk- fræðingum. Á alt þetta líta Banda- ríkjamenn og þá engin furða þó þá langi til að rétta vesalingunum á Cnba hjálparhönd, þvi þeirra stríð er réttlátt stríð, ef réttlátt stríð annars er til. En svo er ótalin ein ástæðan enn, sem knýr fjölda marga Bandarikjamenn til að mæla með lausn Cuba úr klóm Spánverja. Það eru viðskiftin, sem miklu ráða í því efni. Auðmenn í Bandaríkjunum eiga stórfé á eynni í ýmisskonar stofnunum. Á meðan Spán- verjar eiga eyna eru þessir menn háðir þeirra lögum, sem oft eru andvíg við- skiftalögum og þörf Bandaríkja. Af þessu leiðir að þessir menn hafa um langan tíma útbreitt þá kenningu í Bandaríkjum, að eyjan ætti að vera þeim tilheyrandi. Og af því eyjan í heild sinni er kostaland og framleiðir, eða getur framleitt, i stórum stíl margt sem ekki þrífst í Bandaríkjum, og af þvi hún að auki er ekki nema steinsnar, að kalla má, undan Florida-skaga, þá er þeirri uppástungu alment vel tekið. Hið helzta sem þar stendur í vegi er fá- fræði íbúanna og svarraskaþur þeirra. Ein uppástungan áhrærandi afskifti Bandarikjastjórnar af Cuba-stríðinu, er sú, að stjórnin kaupi eyna að Spánverj- um. Spánverjar eru í fjárþröng, en í stórskuldum, sem þeir nú vegna þess- arar styrjaldar hafa orðið að auka um $20 miljónir. Af því er ráðið, að byði Bandaríkjastjorn þeim 200—250 milj. dollars fyrir eyna, mundu þeir með þökkum þiggja boðið. Gæti þá Banda- ríkjastjórn gert hvert heldur heppilegra þætti, átt eyna og gert að hluta Banda- ríkja, eða viðurkent lýðveldisstjórnina, sem nú er til að nafninu og lánaði henni lausnargjaldið um ákveðinn árafjölda. Þeir eru margir, sem vilja að Banda- ríkjastjórn Ijái uppreistarmönnum menn og fé til að berjast gegn Spán- verjunum, en þeir eru líka margir, ef ekki fleiri, sem það vilja ekki, en sem mundu samþykkja fjárveiting til friðar- kaupa og lausnar eyjunni, og það þó upphæðin yrði helmingi meiri, en getið er um að ofan. Bandaríkjastjórn mun- ar ekkert um $200—300milj., en Spán- arstjórn munar það miklu og þegar á alt er litið, Cuba-menn þó mest. Þeirra hagur af þeim kaupum yrði ekki met- inn til verðs. Flokks-ofstæki. I Washington er nýlátinn nafn- kunnur suðurríkja herforingi og þjóð- þings-senator frá Virginiu, Wm. Ma- hone að nafni. Saga hans er að mörgu levti einkennileg, en þó sérstaklega fyrir það, að hún sýnir öllum seinni tima dæmum betur hvað flokksfylgi í pólitiskum málum getur gengið langt fram úr hófi. Mahone var demókrat, var stór- ríkur maður, gestrisnasti höfðingi heim að sækja, enda í áliti miklu, ekki ein- ungis i sínu héraði, heldur í Virginíu- riki öllu. I einu orði var hann alment viðurkendur framarlega í röð arútókrat anna í Virginiu—aðal-bóli aristókrata allra í Bandaríkjum að fornu og nýju. Vinir hans voru sem “sandur á sjávar- strönd”, meðal allra stétta og allra flokka manna, enda hús hans ætið opið fyrir öllum, fátækum þurfamönnum ekkert síður, en rikismönnunum sem hoðnir voru þangað i veizlu eftir veizlu. Sem sagt var hann flokki demó- krata tilheyrandi, en svo atvikaðist það einhvernveginn þannig, að það voru repúblíkar, sem kusu hann sem þjóðþings-senator árið 1881. Nú er það almennt viðtekið, í orði að minnsta kosti, að sá sem kosinn er fuiltrúi al- þýðu, eigi að framfylgja kröfum og skoðunum kjósenda sinna, hvort sem þær samrýmast hans eigin skoðunum eða ekki. Það óhapp(?) henti Mahone, að líta þannig á málið. Hann kastaði at- kvæði með repúblikum í efri deildinni og varð það til þess, að sá flokkur réði lögum og lofum í efri deild á því þingi. Það munaði bara einu atkvæði, og af því ástæður hans voru þannig, var hon um gefið að sök, að hafa svikið flokk sinn og selt stjórn efri deildarinnar í hendur óvinanna. Frá þeim degi sneru allir baki við honum. Vinirnir, sem áður voru, heilsuðu honum að vísu, ef þeir mættu honum, en töluðu ekki við hann nema nauðsyn krefði. Það heimsótti hann nú enginn , heimboð hans voru afþökk- uð og honum eða hans fólki aldrei boð- ið í gildi. Ekki þar með búið. Ef um- flúið varð hafði enginn viðskifti við hann, svo atvinna hans, sem áður var svo mikil og ábatasöm, smá-eyddist og varð að lokum að engu. Eigur hans smá tálguðust af honum, því hvervetna var þrepskjöldur á vegi hans og öllum brögðum beitt að fella hann. Fyrir tveimur árum siðan voru eigur hans allar, þó miklar væru, farnar, að und- antekinni ábýlisjörðinni og landskika með húsi á í Washington. Var það verðmikil eign og vel sett, en skuldir miklar hvíldu á henni og að auki ótal smá skuldir, sem nú var enginn vegur að greiða nema selja aðra hvora eign- ina : þá í Washington eða áijýlisjörð- ina í Virginia. I fyrra þurfti Banda- ríkjastjórn að kaupa landfláka í Was- hington og fór hann þá þess á leit, að sín eign yrði keypt, svo að hann gæti losað sig úr mestu skuldunum. En suðurríkja-þingmennirnir voruekki enn búnir að gleyma velti-atkvæði hans, er þeir kölluðu svo, árið 1881, og með samtökum tókzt þeim að koma í veg fyrir að saman gengi með honum og stjórninni. Afleiðingin varð sú, að hann stuttu síðar varð að geíast upp sem gjaldþrota maður. Eignir hans allar voru teknar og hann dó öreigi. Þetta er hefnigirni meir en að nafn- inu til. Pólitiskir flokkar eru nauð- synlegir, en það er sannarlega ástæða til að flokksmenn allir, hverju nafni sem nefnast, hiki við og athugi hvert rekur, þegar dæmi eins og þetta eru til, svo ósæmileg eru þau frjálsu landi og þessari öld. / ^ Islenzk smásaga. Eftir Frey. Sólin var í þann veginn að ganga undir ; loftið var heiðríkt og skáhallir geislarnir skinu inn um gluggann minn og voru smámsaman að dofna. Þetta undurfagra sumarkvöld var kyrt og fagurt. Það var alveg logn og einhver dularfull kyrð ríkti yfir öllu. Algrænt grasið var að tegja sig til hlið- ar við gluggann minn og reyndi að byrgja rúðurnar, Sem voru óhreinar og kúamykju-karmar i kring síðan um veturinn, að þeir voru látnir þar til skjóls. Ég sat á stóli undir glugganum við skrifpúlt mitt. Við þetta púlt var ég húinn að skrífa marga línu sumt' í prósa og sumt í ljóði, þvi á þeim tímum reyndi ég að setja saman ljóð, ekki af því ég héldi mig vera skáld, né tryði að ég nokkurntíma myndi verða það. En þegar mér lá eitthvað þungt á hjarta, knúðu óbældar æsku tilfinning- arnar fram i orðum og hendingum— nærri ósjálfrátt—það, sem hjartað hugs aði. Heimili mitt var islenzkur bónda- bær, og ég ætlaði að fara að skrifa vin- stúlku minni til, sem átti heima í ná- grenninu. Ég var viiinumaður, milli fermingar og tvítugs, hafði verið kristn aður upp á hina einu sönnu kristilegu trú, lúterskuna, og var orðin laus við tossa-kverið og bænirnar, sem ég flýtti mér að gleyma eftir að ég var kristnaö- ur. Það er ríkiskyrkja á íslandi, og allir verða að vera kristnir að nafninu. Það þurftu allir að trúa á guð og kóng- inn, og borga sitt gjald náttúrlega. Og hver sem borgar sín löglegu skyldu- gjöld refjalaust, er talin prýðilega krist inn, og ekkert skift sér af því þó aldrei sé komið til kyrkja, og öll heila sóknin sé gengin af trúnni. Já, það glappaðist fram úr mér, að ég hefði átt vinstúlku i þann tíð er saga þessi hófzt. Fyrst ég fór að orða það, verð ég að segja yður öll tildrögin til þess áður ég held áfram með aðal- söguna. Það er þá þannig, að ég var ein- hverntíma áður en ég fermdist samtíða einni af hínum mörgu sveita-rósum, er mitt kæra fósturland er svo ríkt af. Ég skal segja yður orsökina, sem dróg til vináttu. Ég var þá reglulegur ó- kristinn spilagosi, sem spilaði á har- moniku, las bækur. eða skrifaði allar vökurnar, enhirti sauði á daginn, bar heim tað á bakinu eða ók því á grind- inni hans húsbónda mins. Eða þá ég gerði svo sem ekkert nema að lesa upp kverið mitt, sem ég hafði lært fyrir löngu. Eg fékzt ögn við ljóðasmíð á þeim sælunnar árum, en fór dult með þá drottins gáfu. Eg orti man-vísur til fallegustu stúlkunnar í sveitinni. en þó kom ég mér ekki að þvi að sýna kvæði mín sízt man-kvæði; má vera að það hafi verið skynsemis neista að þakka. Stúlkan sem ég var samtíða og gat um áðan var eldri en óg. Við vorum allgóðir kunningjar, og náði hún því stundum í blaðsnepil hjá mér og komst þannig að því, að ég myndi vera hag- orður. Einu sinni sem oftar sat ég út í horni og var að skri fa—en eg var líka reyndar að yrkja, og pukraði eins og galdramaður. Stúlkan mín sá hve ég var læðulegur og varð forvitin, eins og allar góðar stúlkur, hun ásetti sér að ráðast að mér og komast fyrir hvað ég væri að yrkja. Hun læddist aftan að mér eins og heilagur andi, og er ég í djúpum hugsunum lagði frá mér dýr- mætt blað með kvöldverkinu mínu á, greip hún það, böglaði þvi saman í lófa sínum og flúði. Ég hrökk við, vissi fyrst ekki hvað ég ætti að gera, en svo réðist ég að henni með berserksgangi og reyndi að ná blaði minu, en það mistókzt, hún var sterkari en ég. Eg skipaði henni og bað hana svo vel sem ég kunni, að fá mér blaðið; húnbara hló að mér,það var alt og sumt sem ég hafði úr býtum. Ég fór að sofa um kvöldið, eins og vant var auðvitað, en aldrei eins óá- nægður og þá. Það sem kvaldi mig mest var það, að kvæðið var um hana sjálfa. Það rann næsti dagur og kvæð- ið var eins og gleymt, hvorugt okkar minntist á það framar, en það varð þó orsök vináttu okkar. * * * Það var löngu löngu seinna, að ég átti heiraa á hæ þeim, er ég áðan gat um. Ég skrifaðist yðuglega á við vin- stúlku mína, sem nú var góðan spöl á burtu. Á hverjum sunnudegi fór ég til kyrkju, það var helzta skemtunin, er ungt fólk gat haft á helgum, að bregða sór til messu, hlusta^á fagran söng og horfa á fríðar meyjar í kyrkjunni, Með allan hugan hjá þeim, en láta ræðuna með öllu guðsorðinu fara fyrir utan og framan. Þegar messan er úti fara menn að heilsast og talast við, konurn- ar að kyssast löngum kossum, sem brakar og sýður i; og svo þegar þær eru búnar að kyssast fara þær að tala um slátrið sitt og kjötið, kollurnar, Smjörkvartél, tóskapinn, vinnufólkið o. fl. Svo heilsast bændur, en þeir kyssast ekki líkt því eins lengi og kon- urnar, fara svo að tala um féð, beitina, heyin, sveitar- prests- og kyrkju-gjöld- in, ómagana o. s. frv. Ungu stúlkurn ar heilsast með föstum og innilegum kossi ekki mjög löngum. en líta um leið til piltanna, eins og þeim detti í hug að þeir muni öfunda, eða þá þær vildu eins vel hafa mátt kyssa einhvern þeirra; eða þá að þær hugsuðu með sér: Ja, svona skal ég kyssa þig. drengur minn, í tómi, ef þú Ihefir einurð á að bera þig eftir því. En veslings ungu mennirnir heilsuðust bara með handa- bandi eða með orðunum tómum, og fóru svo strax að tala um stúlkurnar sín á milli, en blönduðu sór lítt inn í mál kvenna, með því líka að þær töl- uðu oftast i hálfum hljóðum, og mátti hafa á marki, að þá voru þær að tala um piltana. Stökusinnum áræddi pilt- ur að bjóða vinstúlku sinni að fylgja henni heim, en það var samt ekki oft. Ég man eftir síðasta sunnudegin- um, sem ég fór til kyrkju á Islandi; það var á föstudaginn langa, árið átj- hundruð og ......... Guðspjalla-þýð- andinn, sem var grár fyrir hærum, las alla piningarsöguna i hlakkandi róm, eins og liann væri svo sæll fyrir kvalir “mannsins sonar”. Hann hefði vissu- lega getað tekið undir með guðsmann- inum gamla : “Oll þín læging er upp- Niðurlag næst. Kvenfolk og sjúkdómar þess. Paine’s Celery Compound er sérstaklega hentugt til þess, að koma lífiæra- byggingunni allri i gott lag og veita mönnum góðan styrk. Grein úr nafnkunnu læknablaði. Eftirfylgjandi grein er tekin úr læknablaði einu, sem gefið er út á meg- inlandi þessu og liggur það í augum uppi, að menn ættu að gefa lienni ná- kvæmt athygli. Greinin er á þessa leið: “Það er óhætt að segja það, að meira, en helming af tekjuin sínum hafa lækn- ar uppúr því, að lækna kvenfólkið. Og sársjaldan vita þeir þó, hvað að þeim gengur og ekki heppnast þeim, aðlækna eina konu af fimmtiu, sem leita þeirra.” Hvernig stendur nú á því, að rit- stjórinn skuli bera fram aðra eins yfir- lýsingu í ritstjórnargrein sinni um kvennsjúkdóma? Það kemur af því að andi tímans hefir eins mikil áhrif á þær eins og karlmennina, og jafnvel meira, því að taugakerfi þeirra er fínna og viðkvæmara. Orsök liggur til allra hluta, illra og góðra og á skólabekkn- um getum vér vanalega fundið byrjun- ina á þessum höfuðverkjum, bakverkj- um og öðrum kvensjúkdómum, sem nú eru að verða svo voðalega almennir. Þegar breytingin verður á stúlkubarn- inu frá barninu til fullvaxinnar meyjar þá er hlaðið á stúlkuna störfum og á- reynslu, svo að hún verði ekki á eftir með nám sitt. Þar við bætist mikill áhugi og kvíði þeirra við prófin, og svo þegar skólagangan er búin.þá er heilsan eyðilögð. En hvað kemur svo á eftir skóla- dögunum ? Eru ekki skyldur kvenfólks- ins eins þungar og slítandi, eins og skyldur karlmannanna? Jafnvel meiri. Þær þurfa að leggja á herðar sér búsum- stang ýmislegt og atvinnu-ábyggjur, sem alt stuclar til þess, að setja taug- arnar í þetta æsta, veika ástana, sem er svo afar skaðlegt. En er það þá nokk- ur furða, þó að hin viðkvæmu líffæri, sem vafin eru neti af taugum. gangi úr lagi og lífið verði svo bráðlega þungur, þreytanði kvalatími, án nokkurrar von- ar um lausn eða kvalalétti. Við þessu ætti að hafa Paine’s Cel- ery Compound, þessa nafnfrægu upp- götvun í læknisfræðinni. Þá munu taugarnar bráðlega styrkjast, næringin, meltingin og þó einkum tiðir kvenna færast i lag. Blórolegur roði færist í kinnarnar, augun tindra af fjöri, líkam- inn allur verður fagur og yndislegur; æskublóminn og fjörið kemur æfinlega þegar Paine’s Celery Compound er brúk- að Sértu taugaslök. mfittvana, getir þú ekki sofið hafir þú höfuðverk, eða einhvern hinna óteljandi sjúknóma. sem svo margar konur verða þegjandi við að búa, þá fáðu þér Paine’s Celery Com- pound og mun það bráðlega veita þér hina mestu blessun lífsins — heilsuna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.