Heimskringla - 06.12.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.12.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 6. DESEMBER 1895. NR. 49. Fundarboð. Hið íslenzka Verzlunarfélag heldur ársfund sinn í Verkamannafélagshúsinu á Elgin Ave. þann 8. Janúar 1896. í umboði félagsins Jón Stefansson. ■ I Afmælishátíð Tjaldbúðarinnar. (Concert & Social) verðr haldin fimtudagskveldið 12. þ. m. í TJALDBÚÐINNI. S.imkoman hyrjar kl. 7 e. h. — Agætar veitingar verða frá, kl. 7 til kl. 8 e. h. -O- Programm : Söngflokkur safnaðarins : Lofsöngur. Séra Hafst. Pétursson : Fyrsta afmæli Tjaldbúðarinnar. Mr. Hamilton : Solo. Orchestra. Mr. Thos. H. Johnson : Solo. Söngflokkur Miss Thomsons: Quartette Mr. Hogg : Solo. ..................... Recitation. Mr. G. Johnson : Solo. f Mr. H. Hilhnan ) uuet . | Mr p Guðmunsson J Friðþjófur og Björn. Mrs. Young : Solo. Orchestra. Mr. H. Halldórsson : Solo. ( Mr. P. Guðmundsson ) Trio : j Mr. H. Hillmann f ( Mrs. H, Hillmann ) Skólameistarinn. Söngflokkur safnaðarins : Morgun ei- lífðarinnar. Inngangur 25 cts. fyrir fullorðna. 15 cts. fyrir börn. “Esmeralda, Ameríkanskt leikrit, verður leikið 11 FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG, 29. NÓV. Stjórn Breta bannar innflutning sauðfjár frá Canada og Bandaríkjunum nema til slátrunar á hafnstaðnum. Þykja það illar fréttir. Stórveldin tala um að beita bol- magni til að veita skipum sínum greið- an gang inn um Hcllusund. ef nauð- syn krefur. Á meðan þau ráðgera alla mögulega hluti halda Tyrkir áfram að drepa Armeníumenn með sívaxandi kappi. LAUGARDAG, 30. NÓV. Uppreistarmenn á Cuba sprengja upp járnbrautarbrýr og járnbrautar- lestir með dynamite. 14 menn biðu bana í kolanámu í New York-ríki í gær, Jörð og grjót féll ofan á þá. 88.829 manns hafði kólera banað í Japan í sumar er leið til Okt. loka. Canadastjórn auglýsir að dominion þingið komi saman 2. Janúar næst- komandi. MÁNUDAG, 2. DESEMBER. í gær var afhjúpuð sameiginleg myndastytta þeii'ra Washingtons og La Fayette’s í Paris á Frakklandi, er Jos. Pullitzer, ritstj. Blaðsins “World” í New York gaf Parisar mönnum. Sem lög gera ráð fyrir var 54. þjóð- þing Bandaríkjamanna sett i gær í Washington, og við það tækifæri flutti Cleveland forseti 20,000 orða ávarp til þings og þjóðar. Rúmleysis vegna er ekki hægt að skýra frá innihaldi þess i blaði þessu. Nú er öllu snúið öfugt við á þinginu—repúblíkar ráða nú lög- um og lofum. Af 356 þingmönnum eru 163 nýir og óreyndir á þingi. Sjóflotastjóri Bandaríkja vill fá bygð 14 herskip til—2 brynskip og 12 smærri. Einn mælingamaður Bandaríkia. Próf. Marcus Baker, er unnið hefir að landamerkja könnun á Alaska, segir það eitt ráð, að Bandaríkjamenn bjóði Bretum i stríð til að jafna landamerkja þrætuna. ÞRIÐJUDAG, 3. DES. Neyðar-óp. X’ Nú harðnar í ári Og hungursúr fári Vér hljótum að deyja sem ormur í skél. Hann Baldvin oss vældi Og burtu oss tældi Úr búrinu heiman, þar leið oss svo vel. Hér illt er að vera, Hér engir mann þéra, Hér almúga þekkist ei höfðinginn frá, Því titlum og l^rossum —Þeim tignustu hnossum— Hér tekst engum lifaudi manni að ná. En senn fer að batna, Vér sjáum hann Wathna! Hvar siglandi kemur hann austan nm ver. Hann ber oss heim alla Á baðstofu palla, Og birgir af hverju sem æskt fáum vér. Vér því gerum lýsa Að þrátt skulum prisa Hinn þrúðeflda kappa, sem hreif oss úr nauð. Svo landssjóðinn étum Og ljúkuin ef getum, Því landið á nógann í hafínu auð. S. J. JÓHANNESSON. Miimino; Og er það synd að elska lengi og vel, ef ei það hindrar neinar lífsins skyldur, en loks það játa’, erlíknar kaldlynd Hel að lokum þegar vegurinn er fyldur ? Mér finst þú, vinur, vera vinur minn, sem varstu löngu fyrr í gamla daga. F.g breytist ei þótt breytist hugur þinn, sem bæði er þó ný og gömul saga. En þú ert sæll, ef syrgir ekki meir, og sjálfsagt finnur aðra jafnvel l^ærri, en fugl í búri bundinn loksins deyr með brotna vængi, öllu sínu fjarri. O, að ég mætti anda hinsta sinn svo anda þinn ég flndi á kinnum mín- mfnum. Ég eflaust gleymdi að æfivegur minn lá ó, svo langt í burt frá vegi þínum. Ég myndi geta sofið sætt og rótt, sem saklaust barn við kærrar móður hjarta, svo yrði dauðans endalausa nótt mér aftur geisli lífs við kvöldið svarta. Mvrbah. Til kjósenda! Ura atkvæði yðar og fylgi er virðingarfyllst beðið fyrir James Scott sem skólanefndarmann frá 4. kjördeild bæjarins fyrir árin 1896 og 1897. Þegar ég bið um atkvæði yðar ætl- ast ég til að þér eingöngu farið eftir því, hvernig ég hefi koinið fram í skóla- nefndinni á síðastl. 2 árum. Yðar. JAHES SCOTT. Til kjósenda í 3. kjordeild! E. W. Day óskar eftir atkvæðum yðar og fylgi, sem skólanef ndarmaínr fyrir næsta ár. Til Nýja-Islands! Pósturinn fer frá Selkirk á mánu- dögum kl, 3. e. m. og kemut til baka frá Icelandic River á föstudagskvöld kl. 7. Ferðum verður breytt innan tveggja vikna þannig að pósturinn fer frá Selkirk á þriðjudögum, og geta far þegjar frá Winnipeg þá komið til aust ur-Selkirk á mánudag. Maður verðui til staðins að flytja þá yfir um. Geta þeir, þá lokið erindi sínu í Selkirk um k^öldið og verið ferðbúnir næsta morg- un, Eg geri alla ánægða og tek far- þegja hvar í Selkirk sem vill. Verðið sanngjarnt. Ferðist með póst-sleðan- um. Hann er bezti sleðinn á b.'autinni og aðal-atriðið er að ökumaðurinn er stiltur og gætinn — hr. Helgi Walter- son. Geo. S. Dickinson. and Shórthand Institute Laugardaginn 14. Des. Þriðjudaginn 17. Des. Fimmtudaginn 19. Des. næstkomandi í “UNITY HALL” horninu á Pacific Ave. og Nena St. Inngöngumiðar, sem kosta 25 cent fyrir fullorðna og 15 cent fyrir börn (innan 12 ára) verða til sölu frá því á mánu- dagsmorguninn 9. þ. m. i “Scandinavian Bakery” (G. P. Thordarsonar á’Ross Ave.) Leikurinn byrjar livert kveldið kl. 8 e. h. Þegar er byrjað verður að selja að- göngumiðana, fást þeir fyrir öllkveldin. Prógramm verður útbýtt meðal fólksins á staðnum, sem gefur upplýs- ingar um ieikinn. Ágsetur hljóðfæraleikendaflokkur skemtir milli þátta. “Chris.” Sigvaldason hefir nú hafið hraðflutning mllli Selkirk og íslendingafljóts. Fer fx-á Selkirk á þnðjud'tigsmorgna kl. 9, undireins og lestin (vestan Rauð- ár) er komin og kemvr samdœgurs að Gimli. Á 10 kl.st. komast menn þannig frá Winnipeg að Gimli og — allaf í ofn- hituöum sleða með mjúkum sætum. Til Selkirk koma menn aftur frá N. ísl. á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun, eftir vild, og ná í laugardagslestina vestan árinnar til Winnipeg, Sama, Itíga fargjaldið <>g fyrrum. Frekari upplýsingar fást hjá hr. J. W, Finney, 535 Ross Ave,, og á skrif- stofu Hkr. Kr. Sigvaldason, WEST SELKIRK. ATH. Tek farþegjana á vagnstöðinni, eða sæki þá hvert í bæinn sem vill. Kr. S. Væntanlegur tekjuafgangur Breta í ár er $20 mili. Thos. B. Reed frá Maine hefir verið kjörinn þjóðþingsforseti Bandaríkja. Þrjú börn brunnu til dauðs i bónda býli skamt frá þorpinu Gladstone í Ma- nitoba á laugardaginn var. Faðirinn var ekki heima og móðirin að mjólka kýr, en börnin einsömul í húsinu. MIÐVIKUDAG, 4. DES. Eldsumbrot i Vesúvíus. Ríkisþing Þjóðverja kom saman í gær. Joseph Chamberlain, útríkjastjóri Breta, er ötulasti maðnrinn, sem það sæti hefir skipað langa lengi. Nú er hann að grafast eftir hvort ekki megi enn meir auka verzlunarviðskifti Breta og útríkjanna. Tvær merkar áljdctanir eru þegar framkomnar í efri deild þjóðþings Bandarikja: um að framfylgja Monroe- reglunni og að viðurkenna uppreistar- mennina á Cuba. FIMTUDAG, 5. 'DES. Leó páfi 13. gefur Armeníumönn um 50,000 líra ($10,000) til útbýtingar meðal nauðstaddra. Salisbury hefir svarað Bandaríkja- stjórn upp á bréfið áhrærandi Venezu- ela-þrætuna. Neitar hann að þýðast að málið sé lagt í gerð. Stórveldin hafa sent Tyrkjum þau boð, að ef herskipum þeirra verði ekki leyfður gangur um Hellusund innan 72 kl. stunda, ryðji þau sér veg um sund- ið með ofbeldi. r Break Up a Cold in Time - BY USING 1 PYNY-PECTBRAL ; The Ouick Curo for COUGHS, COLÐS, CROUP, BRON- CIIITIS, HOARSENESS, etc. Mrs. Joseph Norwick, of 63 Sorauren Ave., Toronto, writes: “ Pynjr-Pectoral has never fklled to cure my rhildren of croup after a few do«es. Ifc rurod myself of a lontr-standinjj couKh after several other remedles had failed. It haa also proved an exoellent couph cure for my fninify. I prefer lt to any other medicine for coughs, croup or hoarseness." H. O. Barbour, of Little Rocher, N B., writes : •ny-Peetoral is my cua- “As a cure for coughs Pvnj the best gelling medicine I ha’ toiners will liave no other.” Large Bottle, 25 Cts. DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd. < k Proprietors. Montreal * Frá löndum. MINNIOTA, MINN., 2. DES. 1895. Frá fréttaritara Hkr. Tíðarfar : Nú er vetur í garð geng- inn ; það var um miðjan síðastl. mán- uð að veðri brá til kulda og snjóa, en hvorki ofsaveður né ákafnr hörkur hafa en komið. Aiinir veru að tnestxi biinar þegar vetur gekk í garð, en þó áttu ýmsir eftir óhirt af maisökrum og sum- ir óþreskt. Hjáöilmn íslendingum var víst, búið að þreskja á undan veðra- skiftum- Giftingar: Nýgift eru Jón B. Gíslason (sonur Björns Gislasonar frá Hauksstöðum i Vopnafirði) og Lukka Edvarðsdóttir. dóftnrdóttir Jóns Þor- varðarsonar frá Papey. Eintiig eru gift Jóhann A. Jósefsson (sonur Vig- fúsar Jósefssonar frá Leifsstöðum í Vopnafirði) og Þórdís Snorradóttir. son ardóttir Jóns Þorvarðarsonar frá Pap- ey. Enn fremureru gift, Sigurður Vig- fússon frá Gnýstöðutn i Vopnaíirði og Dora Totnson (dönsk), Slysfarir. Nýdáinn er hér Daniel Guðmundsson, ættaður af Vesturlandi. Hann dattút úr vagni; sagt að slitnað muni hafa taug aftan í höfðinu. Leiðrétt, í seinustu gr. Sigurbjörg, á að vera Sigurborg. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRÍFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNAR-LÖGUM BRF.FA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fleming G. W. Donald Prasident. Secretary. Takið eftir! Þegar þið viljið fá itljóðfæri, svo sem Fíólín, Harmóníkur, Gnitars, Banjoes, Orgel, Pianos, Lúðra, Flautur, et,c., þá skuluð þið finna WTm. Anderson, 118 Lydia Str. Hann ej: hinn eini íslenzki umboðsmáður fvrir EVANS MUSIC STORE, sem selur ailskortar hljóðfæri lægra verði og betri kjörum en aðrir í bænum. Þeir er búa út á landi geta sent mér skriflegar pantanir og skal ég afgreiða þær eins vel og væru þeir sjálf- ir við. Wm. Andcrson. Takið eftir Mikið úrval heti óg .af ágætisvindl- um og allskonar tóitaki, drykkjum lieit,- umogköldum, góðum ávöxtuin, bezta candy. Cftke kaixpi ðg fíá éinum boztá bakara bæjarins og get því mælt með því. Þá má ekki gleyma li.irnagullim- um, af þeim hefi ég mesta upplag, sem alt verður að seljast fyrir lok þessa mánaðar. Gjafverð á öilit. H. Einarsson, 504 Ross Ave. hiíícít«A< Si*1!, Tucc-Aclic, Sclatlc Paitts, XeuwiLdc Puins* Piiln in thc Siilo* etc. iToioptly RoUcvRd and Cured by ! Ihe sc 0. & L” FVERY FAMILY GHOULD KNOW THAT Ts a vory roroarltable remoíly, both for IN- TSJItNALi and EiXTERNAIi uoe, aud won- derful in lts quick aotion to relieve distresa. PAIN-ini I Píí *» * Bnr« Rore i Thront, CoukIií, í fillls, Dlairhœih DiMMeiyi Cruiupá, <iitil<*rn» andall liowel Complainta. PAIN-KILLER KicHnrsR, Hick licmlnrhe. Ititcii or Hldr, KliciimaiiMii PAIN-KILLER ^ KícUiicsb, Sick líemlndie. P:U»i ii* tlio ttncii or riidi , BliciiuiaiiNUi aiui Xcui-al^ia. •r.STToNAPLV tlici MADtl. It Itrlnir* RPrFPY and J rRMANEvr í.t-i.irr ir. < of lit uÍNCTs, 4,'iitn, S|»K*ains, rtevcre tóimiii, etc. PAIN-KILLER s tho well triml and triistod fríClMÍ of thö Mcclianic, Fnriaer, Plmitcr, andm íiÞ ti'll clftRáOB w.'intiiiR a tiictliciiic nhvuys ntliana, andnAFKTousE intcrually or extcriittlly with coi tftintjr of relicf. , Bcwaro of imltations Tnko nono hut tho fronulno " Wrjy DAVJS.** tíoid everjrwliere; íöc. big butuo. Tiltru almennings sýnir sig í vorri stór-miklu verzlun á degi hvorum. WALSH ER AD HÆTTA VID VERZLUN! Engir þvílíkir prísar áður þektir í Winnipeg. Peningasparnaður almennings ómetanlegur. Aftur og aftur kemur folkid. Allir hlutir í búðiuni seldir með stór-niðursettu verði. Stór afsláttar á yfir- kápum, rlfatnaði, buxum, skyrtum allskonar, ullarnærfötum, vetl-f~ I ingum og hönzkum, húfum, hálstaui, manshettuskyrt- um, krögum, axlaböndum, o. s. frv. o. s. frv. Alt í búðinni fyrir hálfvirði. Alt fer fyrir 40, 50, og 60 cts. dollarsvirðið. Hr. Joseph Skaptason vinnur i búðinni, og væri lionum stór á- nægja i að spara löndum sínnm nokkra dolljira, er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðnaðar heyrir. Komið inn og spjallið við hann. Búðin til leigu. - - - Hyllur og skápar til sölu. Walsh’s Glothing House '‘W'i*. Auglýsing. Hérmeð tilkynnist þeim Vestur-ís- lendingum, sem kynnu að vilja kaupa “Avstra,” að upp frá þessusendiéghann aðeins Mr. Magnúsi Bjarnasyni Gils- bakka Mountain, P. O., Pembina Go. North Dakota, þar hann er sá eini út- sölumaður minn þar vestra, er hefir reynst mér skilvis. Seyðisfirði, 1. Nóv. 1895. Skapti Jósepsson. Argyle-búar! Undirritaður hefir þann heiður að kunngera löndum sínum í Argyle-bygð og nágrenninu, að hann hefir nú sett sig niður sem Skó-smiður í Glenboro. Býr til nýtt og gerir við gamalt, gegn vægasta verði. Gefið mér tækifæri að reyna mig. Magnús Kaprasíusson. Skemtiferdir --MEÐ-' NORTHERN PACIFIC R. R. --TIL- Ontarío, Qnebec, Noya Scoti a,NBw Brunswict MEÐ DESEMBER byrjar Northern Pacific félagið að selja sín venjulegu VETRAR-SKEMTIFERÐA farbréf, um ST. PAUL og£CHICAGO, til allra staða í austur-Canada, alt til Montreal, fyrir $40 ®ss> $40 Og til staða fyrir austan Montreal með þvi að bæta við ofangreinda upphæð HÁLFU GJALDI fyrir farhréf frá Montreal til þeirra staða. Þessi farbréf verða til sölu á hverjum degi til ársloka. Gilda 3 mánuði og leyfa manni að stansa og litast um bæði farandi og komandi. VÉR BJÓÐUM MARQAR SAMVINNU BRAUTIR; HRAÐA FERÐ; ÞÆGILEGA VAGNA OG; eitthvað að sjá á leiðinni. Til “gamla landsins” — Hringferðarfarbréf til sölu með NIÐURSETTU verði, um Halifax, Boston, New York, Philadelphia. Frekari upplýsingar fást á City Ticket Offíce, 486 Main Str.; og á vagnstöð- inni, eða menn geta skrifað eftir þeim til H. SWINF0RD, General Agent, Winnipeg, Man. Islendifigar i Selkirk! Það vinnur enginn íslendingur sem stendur i búð þeirra félaga Moody og Sutherland, eu það þarf ekki að aftra neinum, því Mr. Moody talar íslenzku reiprennandí. Finnið hann að máli þegar þið þurfið að kaupa eitthvað af járn eða blikkvarn- ingi. — Hann selur hinar nafnfi'ægu Grand Jewel Stove’s •og að sjálfsögðu liitunarofna á allri stærð, Upplag mikið af líkkistum á allri stærð og alt sem þeim til heyrir Mjöl- og fóður- verzlun Srórt upplag af Lake of the Woods kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi. MOODY 5 SUTHERLAND HARÐYÖRUSALAR. Eveline Sreett — — — — West Selkirk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.