Heimskringla - 10.01.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.01.1896, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 10. JANÚAR 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. k Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: S2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. •••• Uppsögn ógild að lögum netna kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. O. Money Order, liegistered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P O. Box 305. íslenzku þingmanna-efnin. Pað er alglld regla hér í landi hvervetna, að legg-ja aðal-áherzluna á málefni, en ekki á mennina, sem málefnið flytja, með öðrum orðum, að ræða um málefnið, en ekki um per- sónuna. Það er engu síður algild regla alli-a heiðarlegra ílokksbiaða og flokksmanna í þessu landi, þegar þingkosningasókn stendur yflr, að. varast, að svo miklu leyti sem mögu- legt er, að segja eitt einasta stygðar- yrði um andvígismanninn, til þess að þurfa ekki, að kosningahitanum afstöðnum, að skammast sín fyrir of- töluð orð og ódrengskap. Það er gamalt íslenzkt viðkvæði, að eftirleikurinn sé óvandur. Vér minnumst þess hvað Digberg og að standendur þess sðgðu um Mr. Bald- winson sumarið 1892, þegar það og þeir tæidu landsmenn sína í Nýja- íslandi til að kjósa hérlendan ónytj- ung, að maður ekki segi óþokka, í staðinn fyrir mikilsverðan iandsmann sinn, suma með fagurgala og með loforðum sem reyndust eintóm svik, aðra með hótunum og ofbeldi, sem bótalaust mundi ekki liðið í liérlend- um kjördæmum. Þrátt fyrir það, þrátt fyrir undangenginn ósóma Ltigbergs og þess aðstandenda í þessu efni, höfðum vér ásett oss að sneiða algerlega hjá persónulegri árás í einni eða annari mynd í þessari sókn. í því skyni að steyta ekki á þessum skerjum, ásettum vér oss að minnast alls ekki á íslenzku þing- matmaefnin fyrri en vér nú gerum, í seinasta blaðinu, sem út kemur fyrir kosningadag. Vér töldum sem sé sjálfsagt, og teljum það enn, að í St. Andrews kjördæmi sé ekki til einn einasti íslenzkur kjósandi, sem ekki er meira og minna kunnugnr báðum sækjendum, Knldwin I.. Bliild- winnon og Sigtrygjji Jonns- son. Vér ætluðum enda, og vér ætlum það enn, að í kjördæminu si: ekki til einn íslenzkur kjósandi, sem ekki hefir nokkuð greinilega hug- mynd um framkomu beggja þessara manua í sinni opinberu stöðu. Að þessu leytinu álitum vér og álítum enn, æflferii beggja manna svo kunn- an öllum kjósendum, að alveg sé ó- þarft, enda málefninu gersamlega ó- viðkomandi, að rekja æfiferil beggja, að lasta annan og óvirða, en hlaða velgjulegu og óverðskulduðu loíi á hinn. En það er hægra sagt en gert, að halda sér fast við málefnið, en sneiða hjá persónum, þegar íslenzk óhamingja knýr mann til að eiga póiitiskan, eða það sem á að vera pólitiskan, höggstað við vestur-ís- lenzkt Lögberg “nærri ritstjóralaust.” í stað þess að fræða menn í einu ein- asta atriði uin gerðir Greenwa-stjórn- arinnar á síðastl. 3^, ári, flytur það orðmarga, en efnislausa dellu, gerða að jöfnum hlutföllum af hugsunar- villum, lokleysum og skömmum, sem á að heita svar upp á grein vora í Hkr. með fyrirsögninni': “Þingrofog kosningar,” álas um B. L. Baldwin- son, skammir um sambandsstjórn Canada, og svo velgjulegt lof uin S. Jónasson, að enda meðhaldsmenn hans lirópa: “Passleg pilsa er bezt.” Vér gætum máske fyrirhafnar- lítið og án þess í nokkru að draga úr þeim sannleika, að Sigtr. Jónasson er duglegur maður í sinni röð, svar- að lofræðunni 1 liiglærgi þannig lið fyrir lið, að álitið á manninum yrði öðruvísi, en ofaná verður í Löglærgi. En þess gerist ekki þörf, því, eins og Lögberg svo heppilega að orði kemst, er hann þó ef til vill hver<ji í(eins vel þektur eins og einmitt í Nýja-íslandi Vér gætum sýnt, að dugnaður í vissa átt er ekki einhlýtur, gætum bent á, að Eggert Gunnarsson var dugnaðar- maður í sinni röð, ekki síður en Sig- tryggur Jónasson, en að sá dugnaður Eggerts Gunnarssonar var þó aldrei viðurkendur sem einn af ómissandi hæfileikum alþingismanns á íslandi. Vér gætum máske sýnt, að á meðan Sigtryggur Jónasson var “factotum Jóns heitins Taylors, “leið” hann meira sœtt en súrt í Nýja-íslandi og í því sambandi gætum vér framsett ýmsar spurningar áhrærandi stjórnar- lánið, meðferð þess, bókhald vfir það, innheimtu þess frá þeim, sem burt fluttu, skil á því fé sem innheimtist m. m. Vér gætum máske sýnt, að öll hans fyrirtæki hefðu, eins og “Framfari,” orðið skammlíf og þeim til tjóns, sem lögðu peninga sína f þau. Vér gætum bent á, að það er ekki einu sinni “hálfsögð saga” þar sem skýrt er frá áliti Jóns ritstj. Ól- afssonar á honum (enda öll tilfærð lýsing haus á manninum fremur til að sýna fífldirfsku en forsjálni), á meðan Iaigberg ekki flytur lýsingu Jóns Ólafssonar um Sigtrygg, eftir að þeir kyntust betur.* Á alt þetta gætum vér minst auk annars fleira, svo sem heimferð- anna til íslands upp á kostnað al- mennings í Manitoba og ferða hans til Nýja-íslands til að “smala rollun- um sínum,” en vér viljum hvorki evða tíma til að tína slíkt saman, né rúmi til að prenta það. Vér erum fúsir til, eins og hérlendir menn segja, að láta hið umliðna vera um- liðið, sí'-rstaklega þegar (eins og Lög- berg játar) að maðurinn er ef til vill hvergi eins vel þektur eins og í N-Isl. Það væri þess vegna, þó vér vildum ljá oss til þess,' að bera í bakkafull- ann lækmn að fara að ryfja upp fyrir Ný-íslendingum feril hans, að því er snertir afskifti hans af þeirra mál- um síðan 1875. Auk þessa höfðum vér, sem sagt, ásett oss að sneiða sem *) Fylgjandi ríma sýnir ljósast, hvaða stakkaskiftum álitið tók við kynninguna. Án þessarar rímu er ekki álit Jóns ritstj. Ólafssonar á Sigtryggi Jónassyni fullkomið, og því setjum vér hana hér til árétting- ar því, er Lögberg segir: OFURLÍTIL UPPBOÐS-RÍMA. Motto : h'y rtstn, antuið, þriðja sinn: Hýður nokkur betur * Orðtak uppboðshaldara. SÍKtryggur í sérhverja’ átt sendir boðskaps-letur, SHnnfærin«ar sinnar þrátt Segist bera merkið hátt, það er að segja’ — unz einhver býður betur. Atkvæöin hjá íslending öll til fjár hann metur : sérhvers þeirra sannfæring segist ráða’, og uppboðs-þing setur ’ann: „Piltar, býður nokkur betur ?“ ,,Kjafteinninn“ nam krunka’ á skjá, kom til Ross í vetur: „Þér skal fylgi Lööberg ljá, látirðu það í svanginn fá þúsund dollars. — Býður nokkur betur?” „Svo hefir marga svikið þú,“ svörin Ross þá hvetnr, ,,að á því festir engin ti ú, að íslendinga te.vmir þú. Farðu’ í r...! Ég býð þér ekki betur.“ Labbaði’ af stað til Liberals' lotið ,,kjafteins"-tetur, liðlega við þá leitar tals : „Með LöGberg kem ég hér til sals : tvö _ þ,-jú hundruð? Býður nokkur betur ?“ „Áður LöGberg eigum vér,“ arizað Millan getur; „en ef þú norðor fyrir oss fer, færðu handa sjálfum þér litla sleikju.— Býður þór nokkur betur?" “Leitt er, hversu litla trú á Lögberg þjóðin setur. Á uppboðs-þingi er það nú ekki’ á borð við gamalkú. — Fyr-ta’ og annað! Býður nokkur betur? „Alt er mitt til einskis staul, enginn neitt oss metur.*1 Klýjan, ropi’ og garna-gaul garmsins kæfði sultar-raul. En síðast heyrðist: „Býður enginn betur?“ mest hjá mönnunum sjálfum, en verja þeim mun meira rúmi til að ræða um málefnin, sem fyrir kjósendunum liggja. Að vér höfum að nokkru leyti neyðst til að víkja af þeirri stefnu, er Lógbergi að þakka. “Þingmanns hæfileika álítum vér ekki að Mr. Baldwinson hafi mikla”, segir Lögberg. Sé það hinn aug- lýsti ritstj blaðsins, sem þetta segir, þá verður vitnishurðurinn lítilsvirði, því “það er lakur kaupmaður sem lastar sína vöru”. Svo má og með sanni segja að þá hafi skoðun hans á Mr. Baldwinson tekið miklum breyt- ingum á síðastl. árum. Hafi sá mað- ur aftur á móti skrifað þetta, sem ó- tilkvaddur viðurkennir að Lögberg sé “nærri ritstjóralaust”, þá hefir dómurinn vitanlega alveg sömu þýð- ingu. Sé það sönnun fyrir skorti á þingmanns hæfileikum, að hafa stað- ið prýðilega í stöðu sinni, að hafa á- unnið sér hylli alþýðu og undireins hrós húsbændanna; sé það sönnun fyrir skorti á liæfileikum að hafa far- ið ráðvandlega með það pund sem honum var á hendur falið og aldrei ásælst annara eignir; sé það sönnun fyrir skorti á hæfileikum að koma fram sem kurteis maður í ræðu og riti, en halda þóöllusínu með sæmd. Sé þetta sönnun fyrir skorti á hæfl- leikum til að mæta sem fulltrúi á þingi, þá skulum vér viðurkenna að Mr. Baldwinson hafl miklu minni hæfileika til þingmensku en Sigtr. Jónasson. En á meðan öllu er ekki snúið svo öfugt við, að óhóf allskon- ar og ofsi þyki einu kostir lýðfulltrú- ans viðurkennum vér það ekki. Ef Lögbeigi er að trúa, þá er mestur hæfileikaskortur Baldwinsons fólginn í því, ^ð hann hefir ekkí svallað rneð fé hins opinbera. I aug- um meðal Greenwayinga er, það má- ské blettur á manni, en í augum gjaldendanna er það alt annað en ó- kostur. Getur nokkur kjósandi f St. Andrews gert sér grein fyrir hvaða gagn hann hafði af því þó Lögberg- ingar á næst síðasta fjárhagsári (’94) útveguðu sér úr fjárhirzlu hins opin- bera yfir $5000 og skiftu bróðurlega milli Lögbergs ($1453), Sigtr. Jónas- sonar (1580), M. Paulsons ($1598.64) og S. Christophersons (697,76). Eða höfðu þeir gagn af því þó þetr Jos, Polson og W. II. Paulson fengju sam tals $529,25 fyrir að “settla” þá 135 íslendinga, sem komu til landsins 1894?. Á milli þessara 6 hluthafa skiftust $5,858.65 af fé almennings árið 1894. Að hverjuleyti er fylkið betur statt eftir en áður ? Hefði Ný- íslendingum liðið nokkuð betur þó Mr. Baldwinson hefði útvegað ein- hverjum vinum sínum aðra eins upp- hæð án alls tilverknaðar? Það er ný kenning alveg ef þetta er að með höndla opinbera eign á hagkvæman hátt. En þessar heiðarlegu upphæð- ir eru þær einu, sem Lögbergingar geta státað af að hafa útvegað sér og löndum sínum. Því tæpast hafa þeir kjark til að eigna sér útvegun fjarins í brautagerð í bygðum fslendinga og þvi síður stöðu Andrew Freemans, sem W. F. Luxton útvegaði honum' Það má vera og þeim er þá heldur ekki of gott að tileinka sér útvegun á $200 launum á ári í 4 ár fyrir Guðna Thorsteinson á Gimli. Málaferli Ný Islendinga til þessa dags sýna, að þeim nægja réttir og sléttir launa- lausir friðdómarar. Þeim $800 sem Mr. Thorsteinson fær, er þessvegna kastað á glæður. Telji Lögberging- ar þessi $200 árslaun, fyrir ekkert, með, hafa þeir útvegað sér $6,058.65 af almenningsfé á einu ári. Vér er- um sannfærðir um, að Mr. Baldwin- son mundi ekki státa af öðru eins og vér efurnst ekki um að margui’ Ný- j íslendingur mun hng'sa sein svo, að mikið hef'ði mátt bæta veginn um ný lenduna fyrir þó ekki va:ri nema héiming þeirrar upphæðar. Þannig er gefið að svara hverju einu atriði í þessari dellu í “nærri ritstjóralausa “Lögbergi.” En í stað þess að eyða óþarfa rúmi til að elta ólar við allan þann slysabálk, vild- um vér biðja Ný-fslendinga að renna augum yfir liðna tfmann og athuga hverjir hafa betur fullnægt loforðum sinum, Mr. Baldwinson eða Green- wayingar. Hvemig t. d. reyndu3t loforð Colcleughs sjálfs ? hvemig gekk mönnum að fá hann og fylkis- stjórnina til að liorga réttmætar skuldir hans? Hvemig reyndust loforð J. A. McDonnels og gæðinga hans ? Ef oss minnir rétt voru ekk; Iiðnir margir mánuðir frá kosningnu um (1892) þegar fjöldamargir Ný ís- lendingar viðurkendu með gremju að Colcleugh hefði gabbað sig illi- lega. Hafa þeir hinir sömu nokkra líklega ástæðu til að ætla annað, en að sama gabbið verði endurtekið nú? Til að sannfæra sjálfa sig um það þurfa þeir ekki annað en líta yfir lof- orðasafn Greenwayinga á undan- förnu hálfu fjórða ári og á breytni þess flokks yfir höfuð, að því er Nýja Island eitt snertir á því tímabili. Það þarf ekki nema rétt að minna menn á þetta. Það gera engir sig til lengd- ar ánægða með ■eintóm loforð og þá því síður með það, að sjá gerð óvænt tilþrif við einhverskonar marklausar umbætur nokkra daga eða vikutíma á undan hverri kosningasókn, og síð- an okki söguna meir. Að Greeuway- ingar hafi boðið Ný íslendingum þetta, er kunnugra en frá þurfi að segja og með því athæfi sínu hafa þeir gert héraðsmönnum öllum þá skömm, er þeir að vændum hafa 6- svikinn vilja til að reka af sór þegar þægilegt tækifæri gefst. Og ef þeir athuga loforð beggja flokka, þá get- ur þeim ekki dulizt,að nú er tækifær- ið lagt upp í hendumar á þeim. Vér vonum fastlega að Ný-ís- lendingar láti ekki Greenway draga sig á tálar oftar, heldur vonum vér að þeir standi fast fyrir og efni nú heitin, sem þeir gerðu fyrir 3 árum síðan, að kjosa B. L. Baldwinson þeg ar tækifæri gæfist næst. Að þeir voru dregnir á tálar 1892, það vita og viðurkenna Ný-fslendingar. Þeir muna líka hvsrjir þuð voru, sem þá gengu lengst f þeim leik. Ef þeir nú kannast við nokkum þeirra svik- ara á ferðinni í atkvæðaleit, þá hljóta þeir áreynslulítið að geta metið til verðs loforðin öll, sem Greenwaying- ar nú hafa á boðstólum. Og ef þá eru nokkrir, sem á ný látasömu mennina draga sig á tálar geta þeir ekki með sanngirni kvartað, þegar loforðin einu sinni enn reynast svik. Ný-íslendingum ætti sannarlega að vera Ijóst orðið, að kanína er kanína, þó hún skifti um lit, að Hrappur er ætíð Hrappur og Mörður Mörður. Greenway-loforðin eru alt af þau sömu, hver sem ber þau fram. Því auðþektari eru þau þá, þegar sömu menn bera þau fram á einu kjörþingi eftir annað, og þá þeim mun minni á- stæða til að þau blekki nokkurn mann nema einu sinni. Það sem Ný-íslendingar eins og aðrir þurfa að athuga er það, að ofsi og óhóf í hvaða mynd sem er, er Iangt frá því að vera eftirsóknarverð ir eiginleikar hjá þingmannsefni. Mr. Baldwinson hefir ekki þessa e g- inleika, cn hann hefir gert sér að reglu að lofa því einu, sem hann get- ur efnt. Um það geta fjölda margir Ný-fslendingar borið af eigin reynd. Mann, sem þannig hefir reynzt þeim, vonum vér að þeir sjái sæmd sína og hag sinn i að senda á fylkisþyngið, sem fulltrúa sinn. Yandræða-della, í tvennu lagi er það, sem birtist i síðasta Lögb. með fyrirsögnninni : “Kringlótt röksemdaleiðsla”, og “H.kringla um fylkiskosningarnar”, og er helzt ekki svara verð. Það sém ekki er blátt á- fram ósannindi, er bara—della. Hvað snertir spurningarnar um það, hvorir muni leiðtogar andvígismanna Green- ways, þá er það nokkuð, sem all-flestir stautfærir menn í fylkinu vita—hverjir þeir eru nú. Sé ritarinn aftur á móti að grafast í kringum það hverjir taki viðað Grpenwav föllnum, þá er það lík- It-g.i éi-aðið enn, en-það eitt er víst, að ritarinn má vera rólegur og neyta svefns Oi, rnatar. Það er vandræða- laust að finua jafningja Thomas Green- ways. Hvað snertir spurningarnar um stefnn andstæðingaflokksins.f þá er ó- hætt að segja, að hún er engu síður greinil' g on var stefna Greenways um árið, ev hann náði völdum. En hvað ætlar svo ritari þessi, hvað ætlar Lögb. aðger i? Það viðurkennir að Laurier vilji fa sérskylda skóla í Manitoba. En svo taint er þvi að segja ósatt, að það iná til a ‘ biegða ósannindunum fyrir sig, er þ'.ð Heg r það enga nýja frétt- E i sleppu’ii því. Spurningin er þetta : E L"gbe. g v ðbúið að ganga til víga n eð Laurie," i komandi sambandsþings- kosningum, vitandi, af ræðum hans og fylgismai.na haus í Montreal-kjördæm rinitn t oiraur, að umbótalög fyrir kaþ- ólíka í Mauitoba eru sjálfsögð að koma? Bryggju-sannleiki Lögbergs. Enn einu sinni fer Lögberg að bisa með bryggjumál Ný-íslendinga, og fer því sem fyrrum, að það segir bara hálf- an sannleikann. Það staðhæfir, að bryggju hafi fyrir löngu verið lofað á Gimli, í kauptúninu sem ber það nafn. Þetta er nokkuð, sem því líklega gengi erfitt að sanna, eins og svo margt ann- að, ef nokkur nenti að krefja það tíl sagna, nema það hafi verið á dögum Sigtryggs keisara “matarilla” ogstjórn- arárum McKenzie og “Liberala.” Sé þar á móti átt við seinni ára loforð, getur líklega en^inn sannað að bryggja hafi verið lofuð í kauptúninu Gimli, þó auðvelt sé að sanna að henni hafi verið lofað að Gimli. Hvernig þessu er varið er augljóst þogar athugað er, að í dag- legu tali meðal hérlendra manna þýðir Gimli nokkurnveginn undantekningar- laust Gimli-sveit alla. Sé talað um kauptúnið ( imli, er það vanalega, ef ekki undantekningarlaust æfinlega Vil- l ge of Gimli. Þetta er nokkuð sem allir vita og fyrir þessari skýringu eyðist þessi endalausa bryggju-tugga í Lög- bergi. En hvar eru svo $2,000. sem Colcleugh lofaði til bryggju á Gimli, sumarið 1802? Hafa einnig þau loforð Greenwayinga reynst svik ? Seinna helmingi þessarar greinar dettur oss ekki í hug að svara. Hann er of svívirðilega dónalegur til þess. Að eins skulum vér láta það álit vort í ljósi að svivirðingin, sem þessi slysfengni rit- ari, þannig reynir að festa á herðum Ný-íslendTnga, festist á lionum sjálfum fyrri en hann varir, og reynist skaðræði þeim manni, sem hann í cinfeldni sinni ímyndar sér að hann hjálpi með þessari viðurstygð. Ekki að hóta! Þegar hinir þjóðræknu Lögberging ar árið 1892 bezt og mest véluðu og tældu Ný-íslendinga, þegar þeir, upp- blásnir eins og þeir /eru af íslenzkri þjóðrækni, með einhverjum ráðum fongu meir en helraing Ný-íslendinga til að hafna landsmanni sínum, en kjósa annaðeins siðferðisíig efna-fiak eins og F. W. Colcleugh, þá var það ein þeirra ólöglega aðferð, að hrœða fáráðlinga, sem þeir vissu að lítið þektu í lögum landsins. Einum var hótað óvægilegri hefnd siðarmeir, ef hann ekki kysi Col- cleugh, og öðrum að hann skyldi ekki fá að kjósa nema hann bindi sig til að kjósa Colcleugh. Þetta, að hræða menn með atkvæðismissi, er eitt þrælstakið, sem umrenningar Greenway’s taka að- komna menn, sem kjósa í fyrsta skifti. Þetta kann að virðast ósennileg saga, en það eru til þeir íslendingar, sem geta borið um að hún er sönn. Galdurinn er líka ofur-einfaldur. Það fær enginn að kjósa í fyrsta skifti nema hann hafi borgara-bróf og Greenwayingar sumir, sem unnið hafa að atkvæða-smölun, hafa hagnýtt þetta fyrir syipu eða á- nauðarok, hafii þeir komist að því hjá kjósendanum, að hann mundi máske verða þeim andvígur. Þeir hafa haft borgara bréfiö í vasanum og þá var hægurinn hjá, ef maðurinn var lítil- sigldur, og ófróður um lög landsins, að hóta honum að halda því og síðan banna honum að kjósa, ef hann ekki bindi sig til að “vera með.” Þetta var leikið í Nýja-íslandi 1892 og það verður eins víst leikið enn. Þessvegna er áriðandi að allir gæti þess, að hótanir allar, í hvaða mynd sem eru, e.ru óleyfilegar. Að vinna atkvæði með hótunum e.r yleepur ekki síður en það er glæpur að bjóða eða þiggja peninga eða peningavirði, eða riokkur hlunnindi. Þeir, sem vinna fyrir Mr. Baldwin- son í Nýja-íslandi, eða annarsstaðar meðal íslendinga í St. Andrews, hafa reynsluna í þessu efni fyrir sér síðan 1892. Þessvegna er vonandi að þeir láti ekki hjá líða í þetta skifti að minna menn sína á það og það alvarlega, að hótanir allar eru brot á móti kosninga- lögunum, er glæpur sem rækileaa verð- ur hegnt, ef sannanir fást. Neiti ein- hver að láta borgarabréf nf hendi, nema loforð sé gefið um leið. ber þeim, serri borgarabrófið á. að ftsla í mtnni ser: Nafn þess, sem heldur bréfinu, dag viku og mánaðar, stund dags og stað, og sjá svo hvað gerist siðar. Það er áríðandi að gera þeim öllnm þetta skiljanlegt. sem mega sín lítið og sem ekki hafa hugmynd um ákvæði laganna. Verði það ekki gert rækilega má óttast að nú eins og seinast verði einhver góður Greenwayingur til að hræða kjark 'úr einum og einum manni, á elleftu stund. Annað sem vinnumenn Mr. Bald- winsons verða að hafa gætur á er það, að kjörstjóri hafi engin afskifti af póli- tiskum malum, eftir að hann hefir tek- izt kjörstjórn a hendur. Hann er óhæf ur kjörstjóri og hegningarverður fyrir lagahrot, ef hann gerir minstu tilraun til að hafa áhrif á nokkurn kjósenda, eftir að kunnugt er orðið að hann er skipaður kjörstjóri. Þac) er siðferðisleg skylda allra kjósenda að hafa strangt eftirlit með þeim kjörstjórum, sein þekt ir eru að fUkksofstæki og sem kæra sig kollottan pó vaði á súðum. Vér segjum ekki að nokkur af kjör- stjórum í St. Andrews komi þannig fram, en grunur vor er það, að til séu þeir íslendirigar í kjördæminu, sem gætu borið um að kjörstjórar hafa haft afskifti af fiokksmálum ogreynt að hafa áhrif á kjósendur. Þess vegna er áríð- andi að hvei og einn hafi, það hugfast, aðþau afskifli eru óleyfileg. Sú al- menna þekking á málinu ætti að vera einhlit lækning fyrir partiska og ófyrir- leitna kjörstjóra. Undir engum kring- umstæðum skaðar það nokkurn að hafa hugmynd um ákvæði laganna. Krjúpid, biðjið! Það gægist ótvíræðilega fram gamla Ný-íslenzka kenningin : Ef þið viljið hafa nokkuð, megið þið ekki gera Greenway neitt á móti, — í greininni ‘Ný-íslendingsins-” í síðasta Lögbergi, Hann skorar á héraðs-bræður sína að vera ekki þeir óvitar, að kjósa B. L. Baldwinson ! Þeir fái þá engan styrk, engar umbætur, enda máskó engin lof- orð! Þetta er gamla dulan, sem hengd er upp á stöng, þó ekki þurfi að kjósa nema sveitarráðsmann, en hún er nú orðin svo slitin og götótt, að allur þorri Ný-Islend’inga virðir hana einskis, enda timi til koininn. í þessu sambandi er að eins eins atrði athugavert. Hann segir að Greenwaystjórnin séeinastjórn in (líklega fylkisstjórnin). sem nokkuð hafi gert til umbóta í nýlendunni. Við hverju gátu nýlendumenn búizt? Gátu þeir béiizt við miklum fjárframlögum til umhóla á meðan þeir ekki höfðu stofnsett sveitarstjórn ? Hvað lengi hafði Gimlisveitarstjórnin verið til þeg- ar Greenway tók við stjórn fylkisins ? Hún er ekki öllu þykkari en hýalin þessi ástæða, ef menn að eiös líta í kringum sig. W. H. Ward. Nœrri olwknandi. Ákafur hósti. Engin hvild dag eða nótt. Læknarnir gefast upp. Lífinu bjargað Með því að brúka CHERRY RKCTORAL. “Fyrir nokkrum áruin fékk ég á- kaflega slæmt kvef með injög slæmuin hósta, svo að cg hafði engan frið dag eða nótt. Þegar læknarnir voru búnir að gera alt við mig sem þeir gútu.sögðu þeir að ég væri ólæknandi og hættu við mig alveg. Kunningi minn. sem hafði heyrt getið uin kmigumstæður mfnar, sendi mór flösku af A.vers Cherr.v Pec- toral, sem óg fór |ieg:ir að brúka, og sem þegar frá byi jun gerði mór mikið gott. Þegar ég var búinn með úr flösk- unni var ég orðinn alKeill. Eg heti ald- rei haft mikinn hósta síðan og hefi þá skoðun. að Ayer’s Cliei ry Pectoral hafi lækneð mig. — W H. vard, 8 Quimby Ave., Lowell, Mass. Ayer’s CíiesT Pectoral Hœstu verdlaun a heims- syningunni. Agers Pills hið bestn hreinsunarmeða

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.