Heimskringla - 31.01.1896, Page 4
HEIMSKRINGLA 31. JANÚAR 1896.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A TIEIMSSÝNINGUNN
DR
lAfiðNG
mmm
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Povrder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.
Winnipeg.
Fylkisþinsið kemur saman á fimtu-
daginn kemur kl. 3 e. h.
Mrs. Þórunn Sigurðardóttir á sendi-
bréf á skrifstofu Hkr.
Hra. J. A. Johnson er fluttur frá
412 Ross Ave. til 571 Alexander Ave.
Hra. Bjarui Jónsson. smiður, kom
heim aftur á laugardaginn var, eftir
nærri hálfsmánaðar dvöl í Nýja Islandi.
16. þ. m. voru þau Sigurbjörn Sig-
urjónsson og Hildur Snjólaug Sigfcrygs-
dóttir gefin i hjónaband af séra Jóni
Bjarnasyni.
Mr. Jos. Aldritt, gæzlumaður
Cauchon-byggingarinnar, dó í vikunni
er leið af brunasárum. Er það fjórði
maðurinn sem beðið hefir bana af þeim
eldi.
Almennur fundur Conservatíva hér
í bænum verður haldinn í kvöld (föstu-
dag) íBijou Opera House; byrjar kl. 8,
Ræðumenn verða Hugh J. McDonald,
R. P. Roblin, J. H. Brock og fleiri.
Flokksþing Conservativa verður
haldið hér í bænum 25, Febrúar næstk.
Er ætlast til að þar mæti 5 fulltrúar
frá hverju fylkiskjördæmi, eða 200
menn alls.
Um síðustu helgi hækkaði hveitið í
verði uTfi gjörvalt fylkið, svo nam 3
cents á bush. fyrir No. 1 hard. Er sú
hveititegund nú 45 cts. bush. Verð-
hækkunin er ónóg enn og er mjög lítið
hveiti á boðstólum.
Til kaups, leigu, eða í skiftum, fást
tvö ágæt lönd í Kildonan og St. Paul
umdæmum. Nákvæmari upplýsingar
gefur
Mks. R.Joiinson
Aðfaranótt hins 25. þ. m. lézt hér í
bænum úr lungnabólgu Stefán Ólafsson,
vinnumaður hjá Guðm. bakara Þorðar-
syni. Hann lætur eftir sig konu og eitt
barn ungt. Útför hans fór fram frá 1
lút. kyrkjunni á þriðjudaginn var.
Nýtt póstafgreiðsluhús í útjaðri
bæjarins verður opnað 1. Marz næstk.
Það verður rétt fyrir austan Louise-
brúna yfir Rauðá, og á að heita Louise-
Bridge P. O. Póstur gengur þangað
einusinni á hverjum virkum degi frá
aðal-pósthúsi bæjarins.
Hra. A. J. Skagfeld, Geysir, Man-,
keypti sér tvo unga hesta hér í bænum
í vikunni sem leið—fékk þá í skiftum
fyrir uxa og annan nautpening. A
komandi vori hugsa flestir bændur í
Geysirbygð til að sá tölduverðu af korn
tegundum.
The. A. Burrows náði endurkosn-
ingu í Dauphin kjördæmi með 14 atkv.
umfram gagnsækjanda sinn, en sagt er
að Campbell muni heimta að atkv. öll
verði talin á ný og að ef hann viðendur-
talning þá ekki nái fleirtölu atkv. þá
muni hann gera tilraun að gera kosn-
inguna ógilda.
Samkomunni til arðs Mrs. Lambertsen,
sem auglýst var í síðasta bl. hefir verið
frestað,—til fimtudags kvöld 6. Febr.
kl. 8 e. h. Menn eru ámintir að það er
ekkja Lambertsens heitins læknis, sem
nýtur ágóðans af þessari “raffle” og
dans-samkomu í félagshúsinu á fimtu-
kvöldið kemur.
FRÁBÆRAR AFLEIÐINGAR.
Vér leyfum oss að taka eftirfylgjandi
útdrátt úr bréfi frá séra J. Gunderman
frá Dramondale, Mich.: ‘Eg hika ekki
við að mæla með Dr. Kings New Dis-
covery. þar eð meðal það hefir dugað
mjög vel við sjúkdómi konu minnar.
Þegar ég þjónaði baþtistasöfnuðinum í
River Junction fékk hún lungnabólgu
upp úr influenza. Hóstaköstin sem hún
fekk stóðu stundum yfir klukkutimum
saman og það var ekkert útlit fyrir að
hún kæmi til aftur. Kunningi okkar
ráðlagði Dr. KingsNew Discovery, það
hafði fljót og góð áhrif. Glas til reynslu
frítt í öllum lyfjabúðum. — Vanalegl
yerð 59 cts. og ?1.
Sendibréf á skrifstofu Hkr. eiga :
Sigurður Einarsson, J. A. Johnson, J.
Kr. Reykdal, Jakobína Jónasson, 0.
F. Anderson. Tvö hin síðasttöldu eru
búin að liggja hjá oss lengi og væri vel,
ef einhver sem kynni að þekkja eigend-
ur þeirra vildu gefa sig fram og kynna
oss heimilið, annars hljótum vér innan
skamms að koma þeim á ’dauðra-bréfa'
húsið í Ottawa.
Éins og auglýst er á 1. síðu blaðsins
verða eingin blöð send til íslands nema
þeir sem senda þau hafi borgað árgang-
inn og samið við ráðsmann blaðsins um
það, fyrir miðjan Febr. næstk. Frá
þessari reglu verður ekki vikið. Þeir
sem þessvegna vilja að blaðið haldi á-
fram verða að gefa sig fram fyrir miðj-
an Febr. því um það leiti verða blöð
send af stað til íslands.
Hið isleuzka leikfimisfélag hér í
bænum er áð efna til skemtisamkomu
sem haldin verður félaginu til ágóða í
Febrúar næstk. Þessi samkoma verður
all-ólík öllum þeim samkomum, sem Is-
lendingar til þessa hafa átt að venjast.
Skemtanir verða innifaldar í því eink-
um, að sýna íþróttir félagsmanna, er uú
og síðhn í Nóvember í haust hafa verið
æfðir í hverri viku. Þessi samkoma
verður fyrsta árssamkoma félagsins og
fyrsta samkoman af þessari tegund.sem
íslendingum hér í bæ hefir boðizt. Það
þarf því varla að efa að hún verði f jöl-
menn vel, enda á félagið það skilið.
Nákvæmari auglýsing kemur siðar.
Tveir formenn norsku nýlendunnar
á norður Kyrrahafsströndinni í British
Columbia, séra C. Sangatad og H. B.
Christianson, komu til bæjarins á föstu-
daginn var, og létu vel af hag nýlendu-
manna. Þeir eru á ferðinni til Crook-
ston og annara staða í Minnesota og
Dakota og búast við að hafa stóran ný-
byggja hóp með sér, þegar þeir fara
vestur aftur í Marz eða Aprí!. Ný-
bygðin er í dal miklum (Bella Coola) og
eru 15 mílur þaðan að hafnstað á
ströndinni. og á þeirri leið allri hafa nú
nýbýggjarnir bygt akveg, sem er þrek-
virki mikið, þar skógur er hvervetna
og gil mörg til að brúa. Aðal-uppskera
þeirra á síðastl. sumri var kartöflur,
um 30 tons, en nú hafa þeir alls um
80 ekrur af landi búnar undir sáning
næsta vor. í nýlendunni ‘NýjaNoregi’
eru nú um 200 búendur.
Arðsöm smáverzlun
til sölu með vægu verði. Upplýsingar
því viðvíkjandi fást á skrifstofu Hkr.
Fyrir fáum árum segir Anga A.
Lewis. Record, U. Y., hafði ég stöð-
ugt hósta og svitnaði mjög á nóttunni,
var orðin horuð og fekk enga von hjá
læknum um bata. Eg fór að brúka
Ayers Cherry Pectoral, og lægar ég var
búin úr tveimur flöskum var ég orðin
alheil.
Vertu ekki smeykur, settu þig ekki
í skuldir, vertu ekki að hringla með
margskonar meðöl, Eyddu ekki tíma
og peningum í rangt iyf. Láttu ekki
koma þér til aðtaka eitthvað og eitthvað
fyrir Ayers Sarsaparilla, sem er hið
bezta blóðhreinsandi meðal.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum. kýlum. útbrotum, bólgn-
sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæd, að öðrum kosti ekki krafist
borgunar. V’ér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin liafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka.—Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
Electric Bitters.
Electric Bitter er brúkanlegur á
hvaða tíma ársins sem vill, en þó ef til
vill nauðsynlegastur þegar maður er
þreyttur og þjakaður af hita. og þegar
lifrin er úr lagi og þörf er á fljótri breyt
ingu. Þegar þetta meðal hetír verið
brúkað í tima hefir það stundum komið
í vec fyrir hættulega hitasótt. Ekkert
meðal er betra tilaðhreinsa úr likam-
anum sjúkdómsefnin fljótt ogvel heldur
en þetta, Höfuðverkur, meltincarleysi
óhægðir og svimi láta undan Electric
Bitter, 50 cts. og $1 flaskan. Fæst í öll-
um lyfjabúðum.
Konur, gáið að þeim!
Þeir eru ekki það sem
þeir ættu að vera.
■. I
Konur, gáið að hinum mörgu eftir-
stælingum af Diamond Dyes, sem eru
svo víða seldar. Þessa liti vantar alt
það sem þeir ættu að hafa til þess að
geta litað vel og enst lengi.
Ef þú vilt að þér gangi vel að lita,
og ef þú vilt fá góða liti, þá brúkaðu
að eins Diamond, sem er allra lita end-
ingarbeztur og fallegastur. Diamond
Dyes kostar ekkort rnoira en aðrir litir.
og vér ábyrgjumst þá ef þeir eru brúk-
:,Nr elns cg foiskiEt'u Lcgir fyrir.
Ýmislegt.
acHOMsuRan.
f seinni tíð hefir nafn þess manns
verið tíðnefndara en nokkurs eins manns
annars, og ber það til, að hann gerði
landamerkjalínu þá í Venezuela, eða
milli Venezuela og Guiana, sem Bretar
síðan vilja að heiti hin rétta skiftilína.
Schomburgh, eða Schomburgk, kom til
Bandaríkja frá Þýzkalandi þegar hann
var 21 árs gamall, Settist hann þá
fyrst að í Boston og var þar verzlunar-
þjónn. Síðan flutti hann til Philadel-
phia og hélt sömu störfum. Arið 1828
flutti hann til Richmond í Virginia og
gerðist meðeigandi í tóbaksgerðarverk-
stæði. í það fyrirtæki lagði hann alt
sem hann átti, en skömmu síðar brann
verkstæðið og var þá Schomburgh ör-
eígi. Fór hann þá fram til Vest-Indía-
eyja og gerði þar ýmsar en árangurs-
lausar tilraunir til að stofnsetja verzlun
og iðnað. Hann var grasafræðingur og
lagði stund á þá fræðigrein, er fram til
eyjanna kom, og áður langt leið veitti
landfræðisfélagið í Lundúnum þeim
störfum hans eftirtekt. Fyrir þá við-
urkenningu gafst honum kostur á að
fara til Venezuela og rannsaka grös og
jurtir fram með Orinoco-fljótinu. Þar
var hann í 6 ár—-frá 1833 til 1839—og
uppgötvaði margar grasa- og blómstra-
tegundir, þar á meðal hina nafnfrægu
Victoria Regialilju. Þessi dvöl hansí
þrætulandinu og þekking, sem Jhann
hafði aflað sér á tímabilinu, leiddi til
þess, að stjórn Breta bauð honum að
gera áætlun um landamerkjalínu milli
Guiana og Venezuela og jafnframt því,
að rannsaka alla Guiana landeignina.
Hann tók boðinu og gerði þá uppdrætti
og þá skiftingu, er síðan ber nafn hans.
Fyrir öll þessi störf heiðraði stjórn
Breta hann með riddara-nafnbót og
veitti honum arðsöm embætti í konsúls
þjónustu sinni, er hann hélt til dauða-
dags, 1835. Jafnframt því hélt hann
áfram landfræðislegum rannsóknum til
dauðadags, og var heiðursfélagi allra
helztu landfræðisfélaga í Evrópu og
Ameríku.
BÓEA-GERÐ.
Á síðastl. ári voru á Englandi gefn-
ar út bækur eftir 5,581 höfunda, en það
er 281 fleira en árið næsta á undan
(1894). Af þessum bókum voru 1544
skáldsögur, 231 Ijóðmæli, 5ol um guð-
fræði. Lang-fæstar voru bækurnar um
lög og réttarfar, voru 57 talsins, en svo
er það athugandi, að yfir 40 af þeim eða
um 80% þurfti að endurprenta, svo mik-
il var eftirsófcnin. En af skáldsögunum
þurfti ekki að endurprenta nema 20%.
Regluleg
Blessun.
Þúsundir geyma minn-
ingu próf. Edward
Phelps, M. D., L. L. D.
Hann bjó fyrstur manna til
Paines Celei'y Compound.
Læknar segja að það sé hið
eina óbrigðula meðal við
brightssýki og þvagsýki.
Hið merka meðal Dr. Phelps, Paines
Celery Compound, er hjálpræði þeirra
sem þjástaf sjúkdórnum. Þetta meðal
hefir læknað fleiri af nýrnasjúdómum
heldur en öll önnur meðul til samaDS.
Það hefir læknað fjölda manna, sem
engin von var um að inundi batna, og
sem læknar voru orðnir uppgefnir við.
Mr. C. F, Kevill frá Dunsford, Ont.
getur best borið vitni um það, aðPaines
Celery Compound læknar nýrnaveika.
og aila þá mörgu og hættulegu kvifla,
sem þeirri veiki fylgja. Mr, Kevill hef-
ir skrifa.ð það sem hér fer á eftir, öðrum
til eftirdæmis :
“Mig langar til að gefa vottorð um
gæði Paines Celery Compound bæði til
að þakka þeim sem búa það til, og eins
þeim til eftirdæmis,sem kynnu að þurfa
þess við.
“í siðastliðin fimtán ár hefi égþjáðst
af nýrnaveiki. Eg hefi á hendi ostagerð
og þarf oft að vinna hálfboginn, Stund-
um var mér ómögulegt að vinna fyrir
verk í bakinu og oft er ég hafði lokið við
verk mitt um stund, átti ég mjög örð-
ugt með að rótta mig upp.
Þessi siðustu árin hefi ég verið mjög
taugaóstyrkur og aitíð fundist, ég vera
þreyttur. Eg aflíaðist ekkert á nóttun-
ura og reis upp eins að morgni eins og
ég lagðist niður að kveldi.
Eg brúkaði ýms meðul en fór altaf
versnandi og síðast afréð ég að reyna
Paines Celery Compound. Eg fékk mér
flösku og brúkaði það eftir forskriftinni
og fanri að það gerði mér mikið gott.
Aður en ég var búinn með fyrstu flösk-
una, fór mér að batna, og þegar ég var
búinn með aðra fiöskuna. var ég orðirm
eins góður eins og ég hefi nokkru sinni
verið. Eg liafði engar kvalir og var
styrkur og gat sofið og hvílt mig.
Eg liefi ráðlagt vinum mínum að
brúka Paines Celery Compound þegar
þeiv þjást af sömit sýki og ég, og ég veit
að þeirn hefir batnað af því eins og mér
þar eð ég veit hvað það hefir gert mér
]iá get ég með góðri samvizku ráðiagt
Öðruai scm hafa rýrniv, e:ki.”
REGLUSEMI ALT SAMAN.
Tímaritið ‘Century’ hefir um undan
farinn tíma flutt æfisögu Napoleons
mikla og ýmsar sögur um hann og af
honum. I Janúár-heftinu segir próf.
W, M, Sloa, að hinn aðdáanlegi skjót
leiki hans að búa sig í stríð og raða her-
mönnum o. s. frv. hafi eingöngu stafað
af hansmakalausu reglusemi, Eftir að
hafa lýst hvernig hann ferðaðist á her-
ferðum sinum, og í því efni v-ar enginn
skortur á viðhöfn og seremoníum, seg-
ir hann : Þegar á náttstaðinn kom var
tjald eða herbergi fyrir Napoleon æfin-
lega tilbúið, Hafði það meðal annars
að geyma 5 borð, eitt fyrir hann sjálf-
anu, í miðju, og á því uppdráttur með
marglitum títuprjónum í, er sýndu af-
stöðu allra herflokkanna og hvar hver
umsigvar. Hinborðin 4, sitt í hverju
horni, voru fyrir prívatritara hans. í
grend við tjald þetta eða herbergi var
búið upp rúm handa honum. Máltíðin
var tilbúin og stóð aldrei lengur yfir en
tuttugu mínútur, því á herferðum sín-
um át Napoleon bæði lítið og fljótt.
Klukkan 7 að kvöidi var hann æfinlega
kominn í rúmið og klukkan 1 á nótt-
unni var hann æfinlega kominn á flakk.
Gekk hann þá tafarlaust þangað sem
borðin voru, og var þá gagn að ritarar
lians væru að vinnu. Settist hann þá
við sitt sérstaka borð og las öll bréf og
skeyti, sem þar voru, svo stóð hann upp
gekk um gólf og stilaði svör upp á bréf-
in, eða samdi ný, en ritararnir skrifuðu.
Er svo sagt að hann hafi þá ekki ósjald
an stýlað tvö bróf samtímis, sina setn-
inguna fyrirhvort bréf í senn, og þann
ig haldið tveimur mönnum við. Klukk-
an 3 að morgninum voru öll bréf ogboð
rituð og samstundis voru sendisveinar
ferðbúnír að bera þau til móttakanda.
Á þennan hátt var dagsverkið fyrir
hvern og einn .herflokk fastákveðið og
kunnugt orðið á hverjum morgni þegar
hermennirnir höfðu matast og voru
ferðbúnir. Þessari ófrávíkjanlegu reglu
var það að þakka, að alt fór fram í röð
ogreglu og að allirlrlýddu”.
Nærri dauð.
KONA EIN ALÞEKT í COATICOOK,
Byrjaði með influenza, sem snerist upp
í lungnabólgu. Þjáðist meira en
ár.—Læknaði sig með Dr. Willi-
ams Pink Pills, þegar alt annað
brást.
Tekið eftir L’ Etoile de 1’ Est,
Coaticook, Quebec.
Þorpið Everill, Vt. er hér um bil
átta milur frá Coaticook, Que. Þar býr
Mrs. Ada Hartwell sem á marga vini og
kunningja þar í grendinni. Mrs, Hart-
well hefir orðið fyrir atvikum, sem L’
Etoili de 1’ Est álítur að sé þess virði að
þau sé gerð almenningi kunn, þar eð
það gæti komið mörgum vel. Mrs
Hartwell hefir ætíð verið mjög hraust
kona, þangað til fyrir tveimur árum,
að hún eins og svo margir aðrir þar um
slóðir fékk slæma influenza, sjúkdóm
sem var mjög skæður um tíma í bæn-
um og grendinni drap marga og eyði-
lagði heilsu annara. Eins og oft kem-
ur fyrir snerist 'veikin upp í lungna-
bólgu, sem rótt að segja gerði út af við
hana.
Gat keyrt dn þess að J>reyta»t.
Hinir beztu læknar Voru fengnir til að
stunda hana og Mrs. Hartwell fór
smátt og smiitt batnandi, en þrátt fyr-
ir það fókk hún enga matarlyst. Hún
var máttvana og hætt við að sjúk-
dómurinn tæki sig upp aftur. Lækn-
arnir gátu ekki komið henni til sömu
heilsu aftur og liún hafði áður. Hún
reyndi ýms meðöl, en þau dugðu ekki ;
hún var máttfarin, niðurdregin og von-
laus um bata. Heilt ár eftir að hún
fékk lungnabólguna var hún svo á sig
komin. Loksins keypti maður hennar
% Break SJp a Cc!d in Timo
5Y U~'T"r'
4L OvMV -
[i íiii"!
Tlio Ouírli Ccirc for COUGIISf
sr coi-D -s c::on>, bron-
CHITIS, HCARSENXíSS, otc.
TTps. Josr.PH Nopwick,
oi C i láoiau. en Avu., Toronto, wrítea:
••I vrr-úecVrral has n»v*r fnilffd to curo
i:iy uJdJtlrnri of crr.np aru-r r. f«w doMJB. it
«s:-ed iuy^lfofrtÍ.*i:„' KUMi«HnK cou«h afU>r
f "V«ral Mlmr ».-ni<*<il s Lnd ffc h-38
! ;s » Þtuv. il ft’) < x. í’lnMit c<»uí?l> cui-o for my
f.ij.- y. { »,.,.r.«r it »•» f.:iv «.ihrr mcdiciLe
L r c<.U"iis, cioiip or lio irseness.
II. O. r.ArnoUR,
of Lirtle Kochcr, N 3., writes:
••.\n a cire for rynr-Pectoral lg
f.J- < sfii.r r in<*<li< lua I haVe; iuy cus-
toiuy. j »111 lo.vo no oiiier.”
Boítlc, 25 Cta.
DAVI3 & LAWRENCE CO., Ltd.
Proprietors. Mcntreal
» •
ÍSLEX2KR LÆKNIR
D!í. M. ÍIALLDOKSSON,
Park Kiver - N. Pak.
einu sinni noLkrar öskjur af Pink Pills.
Hann hafði lesið um hinar mörgu
góðu afleiðingar sem þetta meðal hafði
haft í för með sér, en hann keypti þær
eftir því sem hann sagði til þess að geta
sagt “við höfum reynt alt”, en ekki a1
því hann hefði svo mikla trú á þeim,
Til þess að geðjast manni sínum fékzt
Mrs. Hartwell til að brúka pillurnar.
En hvað þau urðu forviða þegar hún
var orðin svo hress eftir að hafa brúk-
að upp úr þremur öskjum, að hún gat
keyrt langan tíma án þess að þreytast.
Hún hélt áfram með pillurnar. og eftir
lílinn tíma var hún orðin eins hress
eins og hún hafði verið áður og segist
hún þakka Pink Pills J að aðgerlega.
Síðastl. vetur fanu Mrs. Hartwell lítil-
lega til fyrri veikinda sinna, svo hún
tók til að brúka Pink Pills aftur, og síð
an hefrr hún ekki kent neins meins.
Dr. Wifliams Pink Pills hafa meiri
áhrif á blóðið og taugarnar heldur en
nokkurt annað meðal, og gera útlitið á
stuttum tíma rallegt og hraustlegt.
Pink Pills lækna þegar öll önnur meðöl
bregðasti; seldar í öllum flyfjabúðum og
sendar með pósti fyrir 50 cents askjan,
sex öskjur fyrir $2,50, frá Dr. Williams
Medicine Company, Brockville, Ont.,
eða Schenectady, N. Y. — .Takjð engar
•eftirstælingar sagðar að vera ‘alt eins
góðar’.
Ia a vory remarkable remedy, both for IN-
TERNAIj aud EXTEENAL use, and won-
derful in its quick action to relieve distress.
P A TN-K’TÍ T FR curo for Sore
i Alil ÍVILLLÍV. Tliroat, CouuIih,
« IiíIIh, Biarrliœa, I>jHrntcry, irauips,
4 lioicra, and all Bowel Complalnts.
PATN-l^TT T FR i«the best wm.
A ílli* IvlLLLAV o«ly known for Kca«
Kirknofls, 8lrk Hrn«laolic, Pajn in tlio
Back or Slde, Rli<‘iiiiiatlsiu and KeuralBÍa.
PAIN-KILLER mTÍmení
AIABE. It Lrimrs spf.kdy and permanent rklikf
in all < aBes of BrtiiscH, Cuts, Spralns, H«‘vcre
Burnfl, ctc.
P A TN—TTTT T FP weI1 trled and
1 Alil IVILLLIV trusted fricnd of tlie
Mcclinnic, Farmer, Plaul«*r, Kailor, and in
fartnll classea wiintiiiK a nirdicnic always at. hana,
and safk t<> usk iiii«‘rnally or externally witn
certainty ofrellef. . A ..
Beware of iniitations. Take nono but thefrenuine
*• 1*ekry DAVIS. •• Sold everywliere ; Lóc. big bottle.
Almanak
fyrir árið
1896.
Vei’ð 10 cents hvert.
Almnnakið er til sölu hjá bóksölun-
um H. S. Bardal, 613 Elgin. Ave., Wpg.
Sigfúsi Bergman, Gardar, N. D., G. S.
Sigurðssyni, Minneota, Minn., sömu-
leiðis í flestum ísl. verzlunum hér í
Winnipeg og út unr landsbygðina, póst-
húsum þar sem ísl. póstmeistarar eru.
Þeir sem ekki ná til að kaupa al-
manakið þar sem það er til sölu, ættu
að panta það hja útgefandanum
Ólaft S. Thorgeirssyni,
P. O. Box 368,
Winnipeg, Manitoba:
Fer frá greiðasöluhúsinu að 605
Ross Ave., Wrinnipeg á hádegi á mánu-
dögum og frá Selkirk á þriðjudags-
morgna kl. 7.
Fargjaldið :
Seíkirk til Gimli 50 cts.
Selkirktil Icel. River $1.50
Luktur sleði með ofni í fyrir far-
þegjana. Bezti sleðinn á brautinni !
Hra. Helgi Sturlögsson er ökumað-
urinn.
Ahvays on time !
%
Geo. S. Dickinson,
Contractor.
c,ri-r TO rr/y CUP
>iv. 0 .’.iKÍsoJd bv thcm
’ milun an*I Ceylon
i»i v .• r tii.it s'.oiic but the
i ., %•■•.,< . .; irl.'.M’, vff..
' • —, f.<j. T r, car. !>e
Stórbreyting á
munntóbaki.
TUCKETT’S
T & B
Mahog*any.
er hið nýjasta og bezta.
Gáið að þvíað T. &. B.tinmerk
sé á plötunni.
Tilbúið ap
Tiie Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd.
HAMILTON, ONT.
w//y/v/P£G/2/??
and
Shorthand Institute.
Ef þú þarft tilsögn í:
LESTRI,
SKRIFT.
STÖFUN,
REIKNINGI,
BÓKHALDI,
VERZ,LUNAR-LÖGUM
BREFA SKRIFTUM,
HRAÐRITUN,
TYPEWRITING,
þá farðu á dag eða kvöldskólann að
482 Main Street.
C. A. Fleming G. W. Donald
President. Secretary.
“Chris.” Sigvaldason
hefir nú hafið hraðjlutninrj milli Selkirk
og Islendingafljóts.
Fer frá Selkirk á þriðiudagsmorgna
kl. 9, undireins og lestin (vestan Rauð-
ár) er komin og kemi/.r samclœgurs að
Gimli. Á 10 kl.tt. komast menn þannig
frá Winnipeg að Gimli og — altaf í ofn-
hituðum sleða með mjúkum sætum. Til
Selkirk koma menn aftur frá N. ísl. á
föstudagskvöld eða laugardagsmorgun,
eftir vild, og ná í laugardagslestina
vestan árinnar til Winnipeg.
Sama, lága fargjaldið og fyrrum.
Frekari upplýsingar fást hjá hr. J.
W, Finney, 535 Ross Ave,, og á skrif-
stofu Hkr.
Kr. Siffvaldason.
o
WEST SELKIRK.
ATH. Tek farþegjana á vagnstððinni,
eða sæki þá hvert í bæinn sem vill.
Kr. S.
Allir á siglingu til beztu
Skraddarabúðarinnar
PEACE A CO.
5<5<i TBain Str.
horninu á Pacific Ave.
Fötin sniðin, saumuð, og útbúin
eins og þér segið fyrir.
Peace & Co.
56C Main Str.
Northern
PACIFIC R. R.'
Farseðlar til sölu
fyrir
Járnbrauthý stöðu-
vatna og hafskipalínur
til
Austur-Canada,
British Colmnbia,
Bandaríkjanna,
Bretlands,
Frakklands,
pýzkalands.
Italíu,
Indlandi,
Kína,
J apan,
Afríku,
Australíu.
Farþegjalestir daglega. Góður útbúnað*
ur. Margar leiðir að velja um.
Fáið ferseðla og npplýsingar á farseðla-
stofunni, 486 Main St., Winnipeg, eða 4
vagnstöðvunum, e‘>a skrifið til
H. SWINFORD,
Gene’í'.l Wlnn’pcg,