Heimskringla - 14.02.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.02.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 14. FEBRÚAR 1896. VEITT HÆSTU VBRÐLAUN A (IKIMSSÝNINOUNN DH' BÁiINS POWDHl IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. Winnipeg. Hr. R. P. Roblin hefir verið kjörinn forvíg’smaður conservatíva á fylkis- þinginu. Hr. Eiríkur Gíslason kom heim úr vöruflutningaferð sinni á laugardags- kvöldið var, Argylesveit sendir 9 fulltrúa á inn- flutningsmálafundinn hér í bænum. Einn þeirra er íslendingur, hr. Arni Sveinsson. Sveitarráðs oddviti í Gimlisveit, Jó- hannes Magnússon. kom til bæjarins á laugardaginn, í því skyni að hjálpa til við ritstörf á fylkisþingi. Hr. Sigurður Skagfjörð, sonur hr. Halldórs B. Skagfjörðs, i Sayerville í New Jersey, fór af stað alfarinn austur þangað á þriðjudaginn var. Sunnudaginn 9. Febrúar voru Mr. Helgi Marteinsson og Mrs, Gróa Magn- úsdóttir gefin saman í hjónaband af séra Hafsteini Péturssyní. Einmuna tíð liefir verið alt til þessa að undanteknum fáum dögum í Janúar og aftur 2 dögum í þ. m., — 10. og 11. Norðvestan rok allan mánudaginn og hörkufrost á þriðjudaginn, um 30 f. n. zero. Síðan mildara. Stephan kaupmaður Sigurðsson að Hnausum, ásamt Mrs. Sigurðsson, kom snögga ferð til bæjarins um helgina var. Fór heimleiðis aftur á þriðjudáginn. I för með þeim hjónum var hr. A. J. Skagfeld á Geysir. Þegar ber á hárlosi á liöfðinu ættu menn þegar að fara að brúka Ayers Hair Vigor. Bíddu ekki þangað til höf- uðið er bert og hársrótin eyðilögð. Byrj- aðu þegar að brúka meðalið ef þú vilt komast hjá að fá skalla. Húslóö á McWilliam Str. og 20 ekrur af landi fyrir utan bæinn, er til sölu með ákjósanlegustu kjörum við lít- ið meira en hálfvirðí hjá Páli Jónssyni, 605 Ross Ave. IJnglingur einn í Lowell, Mass.,sem um mörg ár hafði haft stöðug útbrot á hálsinum.læknaði sig með þremur flösk- um af Ayers Sarsaparilla. Onnur af- leiðingin af að brúka þetta meðal var sú að hann fékk mikið betri matarlyst en hann var vanur að hafa. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum. kýlum. útbrotum, bólgu- sárum. frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. “Sparisjóðurinn” íslenzkier að auk- ast og viðskiftamenn hans að fjölga, það sýna reikningarnir við lok hverra þriggja mánaða. I síðastl. ársfjórðungs- lok (31. Des. 95) voru viðskiftamenn tals- ins 53 ; höfðu fjölgað um 4 á tímabilinu. Þessir 53 viðskiftamenn höfðu í sjóðn- um samtals $104.21 hinn 31. Des., en það er $7.52 meira en í lok September. Meðal innlegg á þessum ársfjórðungi var $1.96, en á ársfjórðungnum næsta á undan $2.63. Sá mismunur er eðlilegur þegar athugað er, að þá stóð sumartíðin og peningatekjur manna sem best. Alls nam innleggið á ársfjórðungnum síð- asta $23.50, en út voru dregnir úr sjóðn- um á sama tíma $16.08. Sparisjóðs- stofnun þessi hefir nú verið við lýði 3 missiri og sýnir ofangreind skýrsla að hún hefir dregið til sín 8104.21 og að auki $30,00, sem nú eru á vöxtu í reglu- legum bönkum í bænum. Auk þessa hafa viðskiftamennirnir dregið út til heimilisþarfa á að geta $60—70, frá því stofnunin fyrst varð til. A þessu 1J ári hefir stofnunin þannig kent börnunum að leggja í sjóð um eða yfir $200,00, upp- hæð sem annars hefði farið jafnótt og skildingurinn innhentist. Sparisjóður- inn er opinn á iiverju mánudagskvöldi kl. 7—8 og er aðalbólið nú að 580 Young Street. Formaður hra. Oliver Olson. Ögn er hveiti að þokast upp, er kom- ið í 50 cts. bush. víðast ef ekki allstaðar í fylkinu og sumstaðar í 52—53, Samt er tiltölulega lítið af því framboðið, enda allar kornhlöður fullar, en út fara úr fylkinu um 100 vagnhlöss af hveiti á hverjum sólarhring, að meðaltali. Kringum mánaðarlokin næstu er búizt við að íslenzki leikflokkurinn byrji að leika “Andbýlingana,” eftir Hostrup. “Æfintýri á gönguför,” eftir sama höf., hefir fengið alment hrós Islendinga, en þó tekur þetta rit því fram, að mörgu ef ekki öllu leyti, að dómi þeirra allra, er hafa lesið það eða séð það leikið. Fiskiveiðarannsókn er hafin í Ottawa og líst sumum fiskiveiðafélögunum á Winnipegvatni ófriðlega á allar horfur. Félögin eru kærð fyrir að viðhafa miklu meiri net á sumrum en lögin leyfa og að þau láti net, liggja yfir sunnudaga m.m. Fiski-umsjónarmaður, R. La Touche Tupper, í Selkirk, er kominn til Ottawa í sambandi við þetta mál. Maðurinn (Wm. Smith) sem tilraun var gerð til að myrða hér í bænum í vik- unni sem leið, er lifandi enn, þó yfir- gengilegt sé, og að virðist úr hættu, nema ef blóðeitrun skyldi koma fram, frá kúlunum tveimur sem enn sitja inn- an í höfði hans,—önnur í efra gómnum. Nankeville. sá er áverkann veitti, er sami maðurinn, sem fyrir mánuði síðan sýndi formanni strætisbrautafélagsins hér i bænum banatilræði. Þá sem hafa pantað hjá oss Histo- ry of tho United States biðjum vér að misvirða ekki þó bókin komi ekki til þeirra á þeim tfma. sem ætlast var til. Upplagið af bókinni hefir gengið upp hjá félaginu sem við fengum hana hjá og önnur útgáfa hennar verður ekki fullgerð fyrr en scinni hluta þessa mán- aðar (Febrúar), en þá verður hún ssnd tafarlaust til allra sem pantað hafa. Hinar bækurnar vonum vér að menn fá með góðum skilum. Heíir þú nokkurntíma reynt Electric Bitterssem meðal við veikindum þínum. Ef ekki þá fáðu þér flösku nú og láttu þér batna. Þetta meðal hefir reynst að vera sérlega gott við öllum sjúkdómuin sem kvennfólk á vanda fyrir. Með því það gerir líffærin sterk og vinnandi. Ef þú hefir matarólyst, hægðaleysi, höfuðverk, svima, eða ert taugaveiklaður, átt bágt með að sofa etc. þá þarftu að fá þér El- ectric Bitter, það er meðaliðsem læknar — 50 cts. og Sl.OOíöllum lyfjabúðum. Lesið auglýsinguna um Frank Les- lie’s Popular Monthly á öðrum stað í blaðinu. Þar er mönnum gefið tæki- færi að fá $3.00 mánaðarrit — eitt af hinum beztu mánaðarritum sem gefin eru út í þessari álfu — og Heimskringlu og Öldina eitt ár fyrir að eins 84.25. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notað sér þetta tækifæri. Þeir er vilja sinna þessu, sendi áskriftargjald sitt, $4,25, til afgreiðslustofu Heimskringlu. Þeir, sem að eins vilja mánaðarritið, sendi $3.00 fyrír það til Frank Leslie’s Publishing House, New York. Samdregin vitnisburður. Chas. B. Hood, umboðsmaður í Col- umbus, Ohio segir að ekkert meðal jafn- ist við Dr. Kings New Discovery sem hóstameðal. J. D. Brown, eigandi St. James Hotel, Ft. W'ayne, Ind. segist hafa læknað sig af hósta sem, hann var búin að hafa í tvö ár, með Dr. Kings New Discovery. B. T. Merrill, Bald- winsville. Mass., segist hafa brúkað og ráðlagt Dr. Kings New Discovery og aldrei vita til að það hafi brugðist. Mrs. Henning 222 E. ‘25th St. Chicago hefir það ætíð við hendina, og er því ekkert hrædd við barnaveiki. Flaska til reynslu frí í öllum lyfjabúðum. Frá íslendingafljóti er oss ritað, dags. 4. Febr. 1896 : “Þann 28. f. m. (Jan.) var Mr. J. Kr, Reykdal og Miss Sigurborg Sigfúsdóttir Peterson, gefin saman í hjónaband, að heimili foreldra brúðarinnar, við íslendingafljót, af Oddi presti Gíslasyni, við mikið fjölmenni. Um 100 manns sátu brúðkaupsveízluna, er stóð yfir nálega uppihaldslaust fullan sólarhring. Veitingar voru ríkmann- legar og skemtanir eftir vonum : söng- ur, dans og samræður. Innan fárra daga leggja brúðhjónin af stað vestur til Argylebygðar til aðseturs þar. Héðan fylgja þeim hamingjuóskir vina þeirra og ættingja brúðurinnar.” Börnin gcta farið mcð þá. Forskriftin er einföld. Sumt kvenfólk heldur að það sé mjög örðugt að íást við að lita fyrir sjálfan sig. Það er rétt skoSuri þegar um slæma liti er að ræða, en þegar hinir marg- reyndu Diamond litir eru brúkaðir, þá er lítið fyrirhafnarmeira að lita vel og fallega, heldur en að þvo og vinda vana- legan dúk. Ef brúkaðir ern slæmir lit- ir, þá eyðileggur maður fötin, en þess háttar kemur ekki fyrir með Diamond D,je, Vegna sérstakra orsaka getur ekki orðið af fundi í Independent Forester- deildinni “ísafold” álaugardaginn kem- ur. Næsti reglulegur fundur félagsins verður þess vegna ekki fyrri en viku síðar—á laugardaginn 22. Febr. Þetta eru félagsmenn í bænum beðnir að at- higa. Þess var getið fyrir stuttu hér í blaðinu, að innan skamms héldi íslenzka leikfimisfélagið sína fyrstu árssamkcmu félaginu til arðs. Samkoma þessi verð- ur haldin í Unity Hall á fimtudags- kvöldið kemur (20. Febr.), eins og aug- lýst er á öðrum stað í blaðinu. Pró- grammið, sem þar er auglýst, ber með sér sjálft, að samkoma þessi verður all- ólík þeim samkomum, sem menn eiga að venjast, og má því ganga að þvi sem sjálfsögðu að hún verði vel sótt. Fé- lagið á líka skilið að almenningur styðji það. Hlutverk þess er þarflegt og gott, það, að efla íþróttir ailar og hreysti í flokki íslendinga, Samkoman byrjar ,kl. 8 e. h. Aðgangur 25 cents. í “Open Court.” nr. 441 (dagsett 6. Febr.) er merkisritgerð um hina nýju photograph-upptindingu Próf. Röntgens og fylgir aukablað með mynd af manns- hönd þannig fótógraferaðri í háskólan- um í Hamborg. Hvernig þessari ný- ustu og merkustu uppfinding er varið, er of langt að segja frá hér. Þess eins má geta, að bcinin, hvar sem er í likam- anum, eru sýnd og það greinilega. en holdið umhverfis þau sézt ekki. Margt fleira er og markvert í þessad útgáfu af "Open Court,” eins og annars í hverri einustu útgáfu þess blaðs. í lausasölu kostar blaðið 5c., en $1 árg. Utgefend- ur eru : “The Open Court Publ. Co., Chicago, III.U. S. Vér leyfum oss enn að vekja athygli kaupenda vmra að tilboði voru, sem auglýst er á 1. bls. Tíminn líður og fyrri en menn varir verður tækifærið um garð gengið að eignast þær bækur sem vér bjóðum fyrir svo gott sem ekki neitt. Allir sem hafa komið inn og skoðað þær, hafa skrifað sig fyrir ein- hverri þeirra og margir fyrir þeim öll- um. Er það vottur þees, að vér höfum í engu oflofað þær.Jafnframt viljum vér minna menn á,að söguna “M. Strogoff ’’ fær hver maður allsendis ókeypis, inn- festa í kápu, um 360 bls. að stærð, sem borgar nýbyrjaðan árgang (hinu 10.) fyrir lok Marzmánaðar næstkomandi. Nýir kaupendur að blaðinu, sem borga oss $2.75, fá auk blaðsins, “Öldina” alla frá upphafi, 3árganga, og “Mikael Stro- goff.” Lesið auglýsinguna á 1. blaðsíðu. TAKIÐ EFTIR! Ég hefi nýlega sett upp búð á horn- inu á Nellie Ave. og Ness Str., og von- ast eftir að geta selt eins ódýrt og aðrir, og máské ódýrar. Komið og sjáið áður en þið leitið annarsstaðar. Ég útvega stúlkum vistir, og geta þær sem vanta vistir vitjað min. Búðin er á horninu á NELLIE AVE. & NESS STR. Guðbjörg Þorbergsdóttir. j!fc Jtk JUe, JÍfc ilfc Jlfe Jtfi Mt. Jáfc j!fc Aíi jSfcfe Skeiti-samlíGiaa. 4 4 n 4 Íj Þrír tímar í öðrum ^ heimi fyrir þá sem ^ sækja fyrstu árs-samkomu 4 Islenzka | Leikfimis- fclagsins jf ^ sera verður haldin á 4 * ft Fimtudagskveldið þann 20. þ. m. jfc * £ “UNITY HALL” Program: 1. Kvæði (íslenzka leikfimisfél.) S. «/. Jóhannesaon. * 2. Dumbells, (Junior Class). jí 3. Solo...........T. II. Johnson. fe 4. Club Swinging Class. 5. Violin Solo.....C.B. Julius. k 6. Boxing.......J. K. Johnson & P J. C. Oriffith. F 7. Cornet Solo......11. Ldrusson. f£ 8. Dumbells (Senior Class). ^ 9. Comic Song (The Day I Played Base-Ball)......8. Anderson. k. 10. Fencing Class. 11. Solo..........T. H. J ohnson. R ■i 12. Club Swinging O.A.Eggertsson F J 13. Cornet Solo......II. Ldrusson. |t 4 14. Fencing........C. S. & J. C. O. 4 15. Comic Song........S. Anderson. fc jí ,n /-ii.-u o : : T n n,.:uni, “ V. H. Ludieickson, P. Olson. “Eldgamla ísafold.” 4 16. Club Swinging.. .J.C. Oriffith. | 17. Box & Cox.....G. B. Julius, 4 4 4 Munið eftir deginum : Fimtud. 4 20. þ. m. — Samkoman byrjar á ^ mínútunni kl. 8. — Húsið verður opnað kl. 7. — Inngangur 25 cts. Grafreitur hafsins. (Kafara-saga). Eftir David Weckster. M. T. þýddi. “Það kemur til af þessu,” sagði hinn gamli skipherra í heldur æstu skapi, því núVar liann orðinn alvarlega hrærður fyrir málefninu. “Það kemur til af þessu. að óþekt hætta liggur á vegi þessara skipa, eða sumra þeirra að minsta kosti. Þau ber að hættunni skyndilega, ef til vill í svartmyrkri næt- urinnar, er þau eru síst viðbúin, og af- leiðingarnar eru voðalegar — sorgleg af- drif.” “En ég skil enn ekki í, hvernig þetta sannar ‘miöhafs-kletta’,” sagði kapt. Lorton. “Biddu ögn við, óg kem að því bráð um,” svaraði kapt. Linklater. Árið 1876 var ég á sigling frá Pensacola., i Florida til Falraouth með farm af hveiti. F.g sigldi þá skipinu “St. Kilia,” frá Southerland; nokkru seinna t.ýndist það nálægt Cape Hatteras — þú hefir kanske heyrt um það getið. St, Killa var sem þú mættir kalla klippskip eða mjög gott gangskip. í þeirri ferð voru líka allir hennar eiginleikar reyndir til hlýtar. Við urðum fyrir einu því mesta veðri sem ég hefi mætt á Atlantshafi. Eftir að ég hafði reynt að halda henni í stefnunni í .fleiri klukkutíma, varð ég loks að gefast upp við það, rótt í neyð, og láta hana drífa. Við hleyptum svo undan vindi meginið af tveimur dögum í norðvesturátt. Þegar veðrinu slotaði ögn, beitti ég skipinu við og vildi kom- ast á mína fyrri leið, en ennþá var all- hvast og allilt í sjóinn, og skýin virtust benda á enn meiri vind svo við urðum að hafa lítil segl uppi. Eina nótt, rétt er ég var að fara af vakt rninni, heyrði ég vaktarann fram í boganum hrópa : “Klettar framundan !” Mín fyrsta hug- mynd var sú, að pilturinnliefði náð í rommbrúsa og sopið heldur vel á hon- um. Ég stóð kyr og gaf aðvöruninni enga eftirtekt. Maðurinn snéri sér svo við og kallaði í enn átakanlegri rómi: “Klettar framundan, herra !” Nú, þó hann hefði sagt að sjóskrímsli eða liaf- gúa væri fyrir stafni, hefði ég ef til vill ekki orðið eins undrandi, en “klettar framundan” í miðju hafi gerði mig alveg sem þrumulostinn, máttu trúa. Ég flýtti mér fram í skipið og upp í bogann. Þar sem ég stóð þarna í náttmyrkrinu og horfði yfir hinar fossandi öldur, gat ég nákvæmlega heyrt sogið og hljóðið við kletta einhverstaðar fyrir stafni. Tunglið skein við og við millum ský- anna og gat ég þá séð einhvern svartan depil beint framundan. Um hann lék sér hinn beljandi sjór. Ég hafði varla tíma til að hrópa til stýrimannsins, að beygja skipinu við. Og virkilega var klettur framundan ; ég gat séð hans svarta yfirborð koma í Ijós eina eða tvær sekúndur, en svo huldist hann aftur froðu ; stundum skeltist stór alda yfir hann, en vanalega brotnuðu þær á hon- um með þeim ógnahvin, að ég er viss um að sú sjón hefði fylt hjarta ykkar með skelfing.” Dauðaþögn kom eftir þessa ógnar- sögu. Hún hafði verið þannig sögð, á þann hátt, að hún átti að sannfæra okk- ur um áreiðauleik hennar. Jafnvel kapt. Lorton virtist leggja trúnað á hana. Eftir alllanga livíld sagði annar kafarinn : “Ég man að ég heyrði einu siuni gamlan skipstjóra frá Dundee sevja sögu mjög svo svipaða þessari.” Það var auðséð að kapt. Linklaters eitikennilega frásaga liafði stór áhrif á alla þá sem við voru staddir. Allii þögðu. Hefði þessi saga verið sögð und- ir öðru vísi kringumstæðum, hefði hún ef til vill ekki tekið eins mikið á okkur ; en sjávarniðurinn við ströndina, útsog- ið og hinn æðandi vindur, er lamdi regn- ið við glug.’ann, virtist auka áhrifin. “Hvað álítið þér um þetta, kapt. Ge- orge ?” sagði ég loksins og snéri mér að honum. “Ég hugsa að kapt. Línklater hafi rétt að mæla,” svaraði hann. “Svo þér trúið að þessi óheilla klett- ur sé þá til ?” "Ég hefi séð hann.” "Nú !” “Ef þessi skoski skipstjóri væri finn- anlegur, þá væru til þrír menn sem hefðu séð hann,” ságði Linklater. “Það getur skeð að svo sé eins og þér segið,” sagð kapt. Lorton efabland- inh, “en hvernig stendur á því, ef klett- ur þessi er virkilega til, að hann skuli vera svo ókunnur ?” “Ég hefi mína eigin reynslu í því,” svaraði kapt. George. “Gætuð þér gert okkur gagn með því að segja frá henni ?” “Mín skoðun er, að klettar komi og liverfi með millibilum.” “Ómögulegt !” “Því þá ? Hvað er hægt að Segja um hvað gengur á í botni hafsins? Það er lokuð bók fyrir okkur. Manni er sagt að þar séu dalir og hæðir, líkt og á landi, og hvað veit maður um öfl þau sem að verki eru niður á botni sjávar- ins ? I Suður-Ameríku og víða annar- staðar breyta jarðskjálftar yfirborði landsins á hálfri klukkustund. Ef sú breyting getur átt sór stað á yfirborði jarðar. hver þorir að segja að hið sama eigi sér ekki stað á botni sjávarins.” “Ég yrði seinn til að trúa því,” sagði kapt. Lorton. “Athugum Kyrrahafið,” hélt kapt. George áfram, sem virtist vera einkenni- lega hluttakandi í þessu spursmáli. “Þar finnur maður að ekki að eins klett- ar heldur heilar eyjar koma upp yfir yfarborð sjávarins á einni einustu viku. Ef maður færi svo eftir svo sem mánuð að leita þeirra, er eins líklegt að alt sé sokkið. Og hvað er á móti að annað eins og þetta geti skeð nær manni hér ? Fýrir að eins fáurn dögum kom upp skrokkur af skipi nálægt Færeyjum, er átti að hafa brunnið fyrir 50 árum síðan, hvað segirðu um það ?” Málefnið leiddi til fjörugrar umræðu og klukkan var orðin 8 um kveldið áður en nokkur fór að halda heim til sín. “Komið þér um borð nieö mér, Lawrenson,” sagði kapt. George urn leið og hann var að fara af stað. “Mig langar tíl að spjaila viö yður um það sem við höfum verið að tala um.” Ég fór moð honum. Þegar við komum á þilfarið á skipi hans, leiddi hann mig inn í störa stofu, kveikti á lömpunum og rétti mér stól til að setjast á nálægt borðinu. Ég settist níður. Hann kross- lagði handleggina og gekk um gólf með sýrðu útliti. “Þægileg káeta þetta,” sagði ég og horfði i kring um mig. “Helzt til of stór fyrir minn srnekk,” svaraði hann, "en maður þaif rúmgott skip þegar heimili manns er á sjónum. Það er einkennilegt, Lawrenson," bætti hann við, hvað forlögin gera við rnenn ; sumir fara að drekka, aðrir fara i klaust- ur og nokkrir á vitfirringaspítalana, en míg drífa þau á sjó út.v Ég vissi ekki vel livað ég átti að segja, því ég hafði aldrei séð hann í þessu sortalega ásig- komulagi fyrri, og hugsaði því bezt að vera alveg hljóður. “Jæja þá,” sagði kapteinninn bráðlega og birti yfir hon- um um leið, “ég tók vður ekki hingað með mór til að hlusta á nöldur í mér. En það var um þennan klett sem Link- later sagði frá, að ég vildi tala. þótt þér kannske trúið ekki á sögu hans; en hann sagði satt frá og ég get gefið yður góðar sannanir fyrir því.” Hann gekk yfir að skrifboröi, lauk upp einni skúff- unni í því og tók þaðan bróf lítið rifið og upjilitað. “Lesiö þetta,” sagði hann og lagði bréfið á borðið hjá iriér. “Þér getið tekið það með yður í land, ef yður Sýnist, og sýnt það mælingameistaran- um, kapt. Lorton. Ég held það sann- færi hann.” Pappírsmiði þessi var blettóttur og visinn, cins og hann hefði legið æði tíma í vatni, en þótt svo væri, gat ég vandraiðalítið lesið inniliald lians Ég hefi miða þennan enn í dag og geymi hann mað öðrum fágætum gripum frá sjónuin. Innihaldið var : “Nevada skall á ókunnan klett 1 miðju hafi. Guð miskuni oss. Við er- um öll töpuð. H. B. West, frá Elmira, U. S.” (Framhald.) Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahog-any. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & lí. tinmerk sé á plötunni. Tiubúið af The Geo. E. Tucicett & Son Co., Ltd. HAMILTON. ONT. £p^W//Vff/P£G/7/•? and Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI. SKRJFT. STÖFUN. REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNAR-LÖGUM BRF.FA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fueming G. W. Donald President. Seoretary. “Chris." Sigvaldason hefir nú hafið hraöfiutning milli Selkirk og Islendingafljóts. Fer frá Selkirk á þriðjvdagsmorgna kl. 9, undireins og lestin (vestan Rauð- ár) er komin og kemvr samdægurs að Oimli. A 10 kl.st. komast menn þannig frá Winnipeg að Girnli og — altaf í ofn- hituðum sleða með mjúkum sætum. Til Selkirk koma menn aftur frá N. fsl. á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun, eftir vild, og ná í laugardagslestina vestan árinnar til Winnipeg. Sama, lága fargjaldið og fyrrum. Frekari upplýsingar fást hjá hr. J. W, Finney, 535 Ross Ave,, og á skrif- stofu Hkr. Kr. Sigvaldason. WEST SELKIRK. VERY FAMILY SKOULD KNOW THAT Ta a very remarkablo remedy, both for IN- TJSRNALi and EXTERNAL \ibq, aDd won- derful in its quick action to rclieve distress. P A TN-TTTÍ T PP l* * cur« for Horc X illil Tliroat. CoueliH, ÍIiillH, Iliiivrlnra, Djscnícry, Craiui)$, < liolcra* anduli iiowd Cotnpiaints. PAIN-KILLER OT ÍUA': KicknMs, Nick Ileadnclic, I*ajn fr» llto B-aciá or HÍ<Ec, ídtruiuiuism aud Hicuruliiia, PAIN-XILLER 'kehtI'ínVmeví It LrlnirR rpeedy and pkrmanf.nt i.ki.ikf Jn iiii < nses of Kraiscs, i'uts, Sprains, Uevcre PAIN-KILLER [LS Ilcctmnic, I'nnncr, Plautcr. Hailor. and m factall classcs wurtiTig a iiicdicine nlwnys at ImnQ, and kafk to rsF. iiifcrnally or cxicrnally with ceitainty ofrelicf. . ^ Beware of iinlUtloiis. Take Tione hut the pcnuino M rERF.Y DAVIS. ” Kold everywhero ; köc. big bottle. POPULAR MÁgAZINEsI FOR THE HOME. P FRAŒK LE8L3E,JS OPULAR MONTHLY Contalns each Month : Orlglnal Water Color Frontlsplece ; 128 Quarto Pages of Reading Matter; 100 New and high-class ISIustra- tlons; More Llterary Matter and lllustra- tions than any other Mapazine in America. 25 cts.; $3 a Year. Frank Leslie’s Pleasant Hours FOR BOYS AND CIRLS. A Brlght, Wholesonia, Juvenilo Monthly. Fuily lllustrated. The best writers for young people contributo to lt. 10 cts.; $1 a year. SEHD ALL SUBSCRIPTIOKS TO 'llic HeimskrÍDgla: l'rtg.J.& Publ. Co. You want to gct Frank Leslie’s Popular Monthly and the Heims- kriugla one year for $4.25 Undoubtediy the Best Olub Offers RT Scnd to Frank teslic’a Publishlny TIousc, N. 7., for New Jlluatrated Prcmium Liat, Free. ATH. Tek farþegjana á vagnstöðinni, eða sæki þá hvert í bæinn sem vill. Kr. S. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE &, CO. 50« Sliiin Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, og útbúin eins og þcr segið fyrir. Peace & Co. 5GG Main Str. Northern PACIPIC R. R. Farseðlar til sölu fyrir Járnbrautiþ stöðu- vatna og hafskipalínur til Austur-Canada, British Columbia, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, þýzkalands. Italíu, Indlandi, Kína, Japan, Afríku, Australíu. Farþegjalestir daglega. Góður útbúnað- ur. Margar leiðir að velja um. Fáið ferseöla og upplýsingar á farseðla- stofunni, 486 Main St., Winnipeg, eða á vagnstöðvunum, eða skrifið til H. SWINFORD, General Agent, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.