Heimskringla - 21.02.1896, Síða 1
X. ÁR.
NR. 8.
i
WINNIPEG, MAN., 21. FEBRÚAR 1896.
Fréttaþráður til
/
Islands.
Hinn 17. þ. m. birtist eftirfylgjandi
grein í ritstjórnardálkum blaðsins ‘Free
Press’ hér í bænum :
“Vorir islenzku vinir í Manitaba
fflunu gleðjast af að heyra, að innan
fárra mánaða kemst föðnrland þeirra í
hraðfréttasamband við útheiminn. Það
á að leggja þangað hafþráð frá Shetlandi
sem er nyrðsta telegrafstöð Breta. Pen-
ingarnir, sem til þess þarf, eru fengnir,
og er því ekkert eftir nema að vinna
verkið. Um langan aldur hefir ísland
hnípt sérskilið í skugga Grænlands, en
nú (loksins) á að flytja það í flokk lif—
andi, framsækjandi þjóöa.”
Það sjálfsagt smálíður að því að
nauðsynlegt þykir, veðurfræðinnar ef
ekki annars vegna, að leggja fréttaþráð
til íslands, en því miður erum vér
hræddir um að ofangreind fregn lofi
meiru en efnt verðurl bráðina. Það er
engan vegin ólíklegtað verið sé að safna
stofnfénu, og það því fremur sem al-
þingi hefir tekið líklega i að styrkja fyr-
irtækið, en að búið sé að safna öllu fénu
er valt að reiða sig á að svo stöddu. En
óskandi er þess, að svo sé, og að áfram
verði svo haldið tafarlaust með verkið.
Síðan hið ofanritaða var fært í letur
höfum vér séð í “Mail and Empire'
(blaði í Toronto), að stofnféð sé fengið á
þann hátt, að stjórn íslands, Dana og
Breta ábyrgist saroeiginlega að greiða
félaginu 6% vöxtu af því á ári hverju,
um ákyeðinn árafjölda. Sé nokkur hæfa
i þessu ættu íslandsblöð að færa fregnir
af þessu áður en langt Hður.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FÖSTUDAG, 14. FEBR.
Stjórnin í Mexico ákveður að banna
nauta-at gersamlega.
Dómsmálastjóri í rakka, M. Rich-
ard, hefir sagt af sér.
Stjórn Breta hefir ákveðið að verða
við ósk Venezuela-nefndar Bandaríkja-
stjórnar og senda henni öll skjöl sín til
yfirlits, er sanna eiga mál Breta i landa-
merkjaþrætunni. Þykir það órækur
vottur þess, að málstaður Breta sé betri
en Bandaríkjamennh hafa álitið.
Saumnálaverkstæði verður innan
skams komið á fót i Chicago. Verður
það fyrsta saumnálaverkstæðið, sem
upp kemstí Ameriku,
Sagt er að Edison hafi fundið upp
ráð til að herða almunium eins og stál.
í gær kom þsð fyrir, sem ekki hef-
ir skeð í 50 ár eða meir, að Niagarafoss-
inn hætti að vera til um stund, Vest-
anstormur hafði hlaðið upp ís af Erie-
vatninu í árupptökin og rétt á eftir
hljóp vindurinn til austurs ok rak sam-
an ísinn þeim meginn, svo að hann
stemdi strauminn að heita mátti alger-
lega.
LAUGARDAG, 15. FEBR.
Neðri deild þingsins á Frakklandi
kom ráðaneytinu til hjálpar í fyrradag
og samþykti með 826 atkv. gegn 43 upp
ástungu þessefnis, að ráðaneytið breytti
vel og hefði fult traust þjóðarinnar.
Ráðaneytið segir því ekki af sér.
Venezuela-stjórnin hefir fylgt í fót-
spor Breta og lofað að senda Venezuela,
nefnd Bandaríkjastjórnar öllsín skjöl á-
hrærandi landamerkjaþrætuna við
Breta.
Á næstkomandi sumt i er fyrirhug-
að að byggja iárnbraut frá Minneapolis
norður um land austan Sxógavatna til
þorpsins Fort Francis i Ontario.
Bæjarstjórnin í Chicago hefir lengi
þótt ill og óspör á fé almennings og á
nú að gera landhreinsun mikla og bola
úr stjórninni öllum féglæframönnum.
Fyrir þeim umbótum stendur 100
manna nefnd.
MÁNUDAG, 17. FEBR.
Þær fregnir koma frá Koreu, að
Rússar liafi fyrr en nokkurn varði tekið
yið aðal-stjórn skagans. Aðfaranótt
10. þ. m. sendu þeir 200 hermenn til
liöfuðstaðarins og skipuðu þá varðmenn
umhverfis höll ráðherra Rússa. Sam-
tímís kom konungur Koreu þangað
leynilega og kærði þar ráðgjafa sína
fyrir landráð. Tveir af þeim voru þeg-
ar griþnir og hálshögnir, en hinir flúðu.
Það sést ekki enn hvað Norðurálfustór-
veldin segja um þetta tiltæki.
Þessa dagana gengur ekki á öðru
en spádómum um það hvernig umbóta-
lögum kaþólíka reiði af á Ottawa-þing-
inu. Eftir síðustu fregnum að dæma
er búizt við að 25—85 stjórnarsinnar
snúist á móti henni í þessu máli, en að
í hennar flokk gangi aftur 20—30 menn
úr flokki “Hberala”.
Transvaal-þrætan erenn efst á dag-
skrá bæði hjá Bretum og Þjóðverjum.
Bóurum lízt illa á afturhvarf Cecil Rho-
des til Afríku. Þeir óttast hann allra
manna mest, enda er hann bæði harð-
tækur og stjórnvitringur mestur í
Afríku.
ÞRIÐJUDAG, 18. FEBR.
Canadastjórn ráðgerir að biðja þing
ið um $3 milj. til landvarna, Mest af
því fé gengur til að kaupa nýjustu her-
manna byssur og fallbyssur.
Ársþing bræðralagsins “A. O, U.
W,” í Ontariofylki stendur yfir í Tor-
onto. Félagsmenn þessir i Canada eru
sagðir 35,000 talsins, þar af 26,000 i
Ontario.
Það er hætta á að sykur stigi i
verði. Sykur-uppskeran á Cuba er ekki
helmingur á móti því sem venjulegt er,
vegna stríðsins.
Gjöld Ontario-stjórnarinnar á síð-
astliðnu ári voru $173.000 meiri en tekj-
urnar.
Ovenjulegur kuldi i New York-ríki
undanfarna daga. Þar var frostið í
gærmorgun 35 til 49 stig fyrir neðan
zero.
MIÐVIKUDAG, 19. FEBR.
Horfur á stjórnbyltingu og helst
styrjöld á Frakklandi, Stafar það af
því, að efri og neðri deíld þingsins toga
nú sin í hvora áttina, Neðri deildin
stendur með ráðaneytinu, en efri deild-
in er þvert á móti.
Þangað til á inánudaginn var, 17.
þ. m. hafði ritstjórn blaðsins “Times” í
Lundúnum aldrei 6agt neitt um Vene-
zuela-þrætuna, en flutt dálk eftir dálk
um það mál eftir fregnrita sína. En á
mánudaginn tók ritstj. til máls og mæi-
ir afdráttarlaust með því að málið sé
sett í gerð. Síðan taka flest blöð á Eng-
landi í sama strenginn.
60 menn biðu bana við námuslys i
Colorado i gær.
Ontariomenn vilja fá stjórnarstyrk
til að gera skipaskurð með 14 feta vatns
dýpi um Ottawa River, Lake Nipissing
og French River til Huron-vatns.
Skurðurinn alis 16 mílur. Kostnaður
alls $16 milj. Sjóleið stytt milli Mont-
real og Port Arthur 865 milur.
FIMTUDAG 20. FEBR-
John Dillon hefir verið kjörinn for-
maður þingmálaflokks íra.
New York-menn mynda félag í því
skyni að stuðla að friðsamlegum úrslit-
um allra þrætumála milli Bandaríkja og
Breta. Samskonar félag er verið að
mynda í fleiri stórborgum.
Bandarikjastjórn býður stjórn Breta
að skipaa rnnsóknarnefnd, er vinni með
Bandaríkjanefnd að úrlausn Venezu-
ela-þrætunni.
Eftir Austra, 10. Jan. ’96.
Nýtt dagblað
ætlar cand. juris. Einar Benidiktsson
aö stofna í Reikjavík þ. 1. Júní þ. á..
Bladið á að heita ,,Dagskrá“ og koma
út ýmist hvern dag eða annan hvorn
dag virkan, 200 arkir minst árgangur-
inn, tbl. á stærð við „Þjóðólf" og kost-
ar 4 kr. hér á landi en 5. kr. erlendis.
Oss er skrifað frá Reikjavík, að
herra Ejnar Benediktsson hati keypt hið
mikla hús í Reikjavík, ,,Glasgow“,
fyrir 15’000 kr. og fái í vor prentsmiðju
frá Englandi, og að herra kaupmaður
Thordal og hans félagar standi að baki
herra Einari með fjárframlögur til þessa
mikla fyrirtækis.
Á nýársdagsmorgun andaðist á
Eskiflrði settur sýslumaður i Suður-
múlasýslu Sigurður Pótursson af lang-
varandi brjóstveiki. Hann var maður
skarpgáfaður og vel að sér í lögfræði
og líklegur til góðs hóraðshöfðingja.
Þann 7. þ. m. andaðist hér í bænum
yngismær Ólöf Kristjánsdóttir 14 ára
gömul. eptir 3 mánaða sjúkdomslegu.
Ólöf sál. var góð stúlka og einkar efni-
leg, Guði og mönnum þekk.
BœjarfulUrúako&ning fór hér fram 2.
Janúar þ. á. 2 fulltrúum í stað þeirra
Magnúsar Einarssonar og Ármanns
Bjarnasonar, er gengu úr bæjarstjórn-
inni, og hlutu kaupmennirnir Otto
Wathne og T. L. Imsland kosningu.
TÍÐARFAR hefir að undanförnu
verið hið blíðasta, og oft marga stiga
hiti.
Grafreitur hafsins.
(Kafara-saga).
Eftir David Weckster.
M. T. þýddi.
“Einkennileg fregn.” sagði kapt.
George. “Og það komst i minar hend-
ur mjög undarlega. Fyrir nokkrum ár-
um síðan, er ég var á siglingu meðfram
vesturströnd írlands, köstuðum \ ið út
einu af þessum djúpsævis pokanetum og
þegar við drógum það upp, veiddum við
í þvi óvanalega stóran þorsk. Þegar
matgerðarsveinninn opnaði fiskinn,fann
hann í maga hans eldspítnahulstur úr
silfri, og gullhring og ógnarlít-
inn stokk úr sedrusviði. Á þessum
stokk voru stafirnir : “H. B W.” og i
honum var þessi litli brófmiði. Ég
hugsa að þetta hafi verið á floti þegar
hinn gráðugi fiskur náði í það, og ræð
ég það af því, að það var svo sem þuml-
ungs langur spotti útúr litla stokknum.
eins og að í fyrstunni hefði hann verið
festur við flösku, korkstykki eða eitt-
hvað því Hkt.”
“Nevada,” sagði ég og endurtók
nafnið. “Mig minnir að ég hafi heyrt
getið um það skip.”
“Mjög liklegt,” svaraði hann, “það
gekk á milli Boston og Lundúna. Ef
mig minnir rétt, þá tapaðist það 1878
og var það einn þessi dularfulli skips-
tapi. Örlög skips þessa eru að eins á-
giskanir í sjóflotaheiminum.”
“Ég þykist vita að þér munið hafa
reynt að leita uppi vini eða vandamenn
þessa Mr. West ? Þetta á roiðanum
virðist vera handskrift karlmanns.”
"Nei, ekki ég ! Hvað gott mundi
það hafa gert ? Vinir hans eða vanda-
fólk, ef nokkurt er, mun vera .fyrir
löngu búið að hugsa sér hann sem týnd-
an mann. Og hví skyldi ég hafa farið
að ýfa upp hálfgróið sár ?”
"Þó að minsta kosti hafið þér fært
fréttina til eiganda hins tapaða skips?”
“Eg gerði ekkert því líkt. Með því
hefði ég að eins komið sendimanni frá
þeim til að elta mig uppi, kannske höfn
úr höfn, eða liver veit hvað, jafnvel lik
legt að blaðamaður hefði verið sendur á
slóð mína, og ekki víst að ég hefði gefið
honum bréfmiðann með svo hægu móti,
og hvað um það þá kcerði ég mig ekki
um að vera ónáðaður með þessháttar
eftirleit, og hefði liann ekki fundið mig
á höfn inni, þá hefði hann lagt af stað
og elt “Wanderer” og reytit að hafa tal
af mér út á regin hafi, eins og einn
þeirra gerði, þér minnist þess, í tilfell-
inu um Mr. Morell af skipinu Missouri.”
"Svo þér geymduð allar þessar upp-
lýsingar með sjálfum yður ?”
“Já, og brúkaði þær vel; ég fór að
leita að kletti þeasum og — fann hann !"
“Og livar er hann ?”
“Þér getið nú bezt séð það sjálfur,
það er að segja ef þór viljið samsinna
mínar ákvarðanir um þaðefni. Þá er
ég uppgötvaði klettinn. afréð ég, að ég
skyldi fara, fyr eða síðar, og gera ná-
kvæma mæling af honum, upp á mínar
eigin spítur, með því að senda niður
kafara og rannsaka ásigkomulag hans.
Umræðurnar i dag hafa endurlifgað
þessa, ja, ef yður sýnist, heimskulegu
fyrirtekt mína, eða hvað þér viljið kalla
það. Eg væri reiðubúinn nú að fara út
í þennan leiðatigur, ef ég bara hefði þor-
inn kafara.”
“Ég er fararfús, kapt. George,”
sagði ég.
“Vel sagt ! Ég mundi ekki Ljósa
annan frekar. Eg hugsa að yður verði
það eins ágóðasöm vinna, eins og að
vera heima og bíða tækifæris er skip-
skaðar verða. Þetta er ef til vill ekki
rétt bezti tíminn fyrir þetta fyrirtæki,
en hvað unt það, Það tekur svo sem
viku að útbúa “Wanderer,” svo alt sé í
góðu standi og skipið vel að vistum bú-
ið. Getið þér verið ferðbúinn inuan 10
daga ?”
Eg sagði honum áð ég hefði þá ekki
auga á annari vinnu er við værum bún-
ir að ljúka okkur af við “Magellan” og
eftir ofsann sem verið hafði, hugsaði ég
að lítið yrði oftir að vinna. Hann fylgdi
inór upp á þilfarið, bátur var dreginn
niður með ltlið skipsins og ég fór í land.
Þegar ég vaknaði morguninn eftir og
liorfði út á fjörðinn, var “Wanderer”
horfinn. En 27. September lögðum við
i okkar mikilsverðu sjóferð. F.g var
uinhvern vegin liálf utanvið mig er ég
lagði af stað frá heimili mínu í þessa
kynjaför. Það var eitthvað aðdragandi
við þessa hugmynd, að ráða þennan
liafsins dularleik, sem, ef til væri í virki-
leikanum, hafði orsakað óteljandi skip-
i öp. Ég var ekki að öllu leyti háður
kapt. George’s hugmyndum, og ekki
lieldur fastbundinn honum sem vinnu-
maður, þó óg væri með i þessari ferð,
sem ég vissi ekkihvar mundi enda. Við
stýrðum vest-suð-vestur i nokkra daga.
Við sáum til sumra af þessum stóru
Atlantshafsgufuskipum i fjarlægð. Eitt
kveld rann stórt Cunardlínuskip rótt
.teinsnar frá okkur, alt glóandi í ljós-
um, og úr strompum þess rann bylgj- J
andi reykjavstroka, er lagðist svo i rák
langar leiðir á eftir þvi. “Það er að
flýta sér með póstinn,” varð kapt. Ge-
orge að orði þar sem við stóðum og
horfðum til skipsins.
Næsta dag var hvassviðri talsvert
og ilt í sjó. Mér þótti það m jög ein-
kennilegt, að alt til þessa liafði kapt.
George ekki gert neinar beinar athug-
anir um afstöðu okkar á hafinu. En
eintnitt þá um mortruninn sagði hann
við mig : “Við verðum að fara og at-
huga nákvæmlega hvar við erum stadd-
ir, um hádegið, Lawrenson, eða maður
skýtur kannske annars yfir markið.”
Við gerðum það og þegar hann kafði
sýnt hvar við vorum, var stefnunni
breytt og við héldum suður-suð-vestur.
Þetta færði okkur meira úr skipaleið,
þótt við enn sæum fjölda af þeim, eink-
um seglskip. Ég sá að kapteinninn hafði
stöðugt auga á sjókortinu nokkra næstu
daga. Einn morgun, er hann hafði end-
að við sinn venjulega útreikning yfir
daginn, kom hann ofan í káetuna með
blað í hendi á hverju var roerkt norður-
breidd og suðurbreidd. “Farið nú að
hafa útbúnað yðar í standi, Lawren-
son,” sagði hann. "Þér þurfið hans við
áður en langt líður.”
“Er kletturinn í augsýn ?”
“Nei, og ekki liklegt að svo verði.
Hann er líklega í kafi, eins og ég hugsa
að só alloftast, en í hvaða dýpi er annað
spursmál. En hvað um það, þá erum
við ekki langt frá honum.” Þá um
kveldið voru vélarnar látnar hægja á
sór. Kapt. George stóð á brúnni og
hafði hér um bil í heilan klukkutíma al-
gerða stjórn á skipinu, og breytti stefnu
þess við og við þar til hann gaf merki
um að skipið skyldi stanza.
Mennirnir fram í boganum höfðu at
kerið til reiðu og um leið heyrði ég gusu-
ganginn. er það steyptist í sjóinn. Við
höfðum meðferðis sérstakan djúpsævis-
streng, en mig undraði að djúpið var
ekki nærri eins mikið og ég hafði hugs-
að. Kapt. Georg kom svo ofan af
brúnni og til móts við raig. "í fyrra-
málið tökum við niður langa bátinn, ef
veðrið verður jafngott”, sagði hann,
“en þér verðið að lialda betur í suður-
átt áður en þér gerið yðar fyrstu til-
raun. Ég verð að geta þess, að ég svaf
ekki mikið þá um nóttina. Hugsun
mín var öll um dularleik þann er nú
skyldi hefja. Var sagan um klettinn
svona? "’Vár þessí ógurlegi staður virki
lega að eins fáar spannir frá okkur. Ef
svo væri, hvaða óttalea sjón mundi
ekki verða fyrir augum mínum, er ég
stæði við rætur hans, og sæi alla þá
eyðileggingu, er hann hefðí orsakað
Mér fanst ég vera í þann veginn að
gera mikilsverða uppgötvun. Ég lá
vakandi þar til löngu eftir miðnætti og
afróði þá að fara á fætur og upp á þil-
far. Þegar ég fór fram hjá svefnher-
bergi kapt. Georgs, gat ég heyrt hans
þuuga andardrátt, er gaf til kynna, að
hann var fast sofandi. Ég hélt áfram
út í hið kælandi loft næturinnar.
Hversu vel get ég nú ekki rifjað upp
fyrir mér útsýnið af þilfari Wanderers
þá nótt ? Alt var með kyrð. Tunglið
var nálægt seinustu kvartéla-skiftum
og óð hægt gegnum stóra fláka af svört
um skýjum, en við og við lýsti það upp
hafið með sínu silfurlita ljósi. Ekkert
hljóð var að lieyra, nema hið þunglama-
lega útsævis hljóð hafsins og smá-
skvettur er bárurnar fóllu að hliðum
skipsins í auðninni á iniðju Atlants-
hafi.
Uin morguninn var óg meira með
sjálfum mér. Ég var of önnum kafinn
við útbúnað minn til geta liugsað um
nokkuð anuað. Eftir þvísem kapteinn
Georg lagði fyrir rerum við um hálfa
mílu i suður frá skipinu og þar hljóp ég
útb.vrðis ofan í sjóinn. Þegar ég var
kominn til botns, horfði ég i kringum
mig svo sem minútu, tilaðálykta hvaða
stefnu ég skyldi taka. Það var nú
spurning. Ég lagði svo út til hægri
handar og gekkí hring, en þar var ekk-
ert óvanalegt að sjá. Bofninn var
harður, ýmist hækkandi eða með laut-
um hér og þar og lausir steinar á víð
dreif og mjög Htið þang. Eg stanzaði
og fór að reyna að muna í hvaða átt að
skipið væri og færði mig svo í áttina
frá þvi að é„ h"g«aöi. Fg gekk áfram
um hrið þar t-il tnui var ul að létta upp
aftur. Þegar ég kom upp á yfirborðið,
varð ég þess var, að ég hafði haldið í
austur frá skipinu. “Róið enn lengra
suður eftir hádegið”, sagði kapteinn
Georg, er ég hafði sagthonum ferðasög-
una, “en hverju voru þessir lausu stein
ar líkir, sem þér sáuð á leiðinai”.
“Þeir voru flestir grófir áferðar og
sundcrmolaðir að sjá”, sagði ég. “í
einstöku stað voru þeir saman safnaðir
í hrúgur, en aftur sumstaðar ekki neina
tveir eða þrír saman”.
“Einmitt það. Ég hugsaði að þér
væruð ekki langt frá markinu. Þér
skuluð ekki örvænta, Lawruson".
Framhald.
Íslenzkr læknir
DR. 31. HALLDORSSON,
Park River — N. Dak.
Agætar
Premiur!
Kaupið og borgið Heimskringlu !
Tilboð sem þið getið ekki gengið frambjá !
Nyir kaupendur
fá Heimskringlu og Öldina
þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld-
inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsiður), sem inniheldur
allar sögur herlæknisins,
eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir
að eins *£,75 fyrirfram borgað.
Allir kaupendur,
sem hafa borgað blaðið eða
borga það nú uppað 1. Jan.
1896, eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru,
geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með
því að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem stend-
ur aftan við þá bók eða bækur, sem þeir velja sér :
“Peoples Atlas,” landakort með allskonar
fróðleik um löndin, 124 bls. 20 c.
“Picturésofall Countries,” með skýringum
yfir hverja mynd, 256 bls. 20 c.
“United States History,” með myndum
607 bls. 15 c.
“Standard Cook Book,” 320 bls............... )0c.
“Gems of Poets,” 200 bls....................15 c.
“Ladies Home Companion,” mánaðarblað, á
24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið. ^
Allar þessar bækur eru þess vel virði, að þær séu á hverju heimiH, f
og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir burðar- f
gjald og fyrirhðfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók,
og Pictures of all Countries er einkar skemtileg bók. Ladies Home
Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 bls hvert hefti
vanaverð $1.00 um árið. Það e’. ómissandi blað fyrir ak kvenfólk
sem vill fylgja með timanum í öltu sem til heimilis og klæðnaðar
heyrir. — Allar þessar bækur eru til sýnis á skrifstofu blaðsins.
Tðoir cnm Lnrrrn nií eða hafa Þef?ar borgað þennan
1 tll bUIIl UUl^Oi IIU „ýbyrjaða (10.) árgang Heims-
kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sinar og fyrirfram
fyrir þennan árgang, — eða þeir sem gerast nýir kaupendur og
borga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu bækur með þeim skil-
yrðum, sem sagt hefir verið, og að auki endurgjaldslaust söguna
Mikac! Strogoff,
innfesta í kápu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan
Febrúar. Saga þessi, sem er að koma út í dálkuin Heimskringlu,
er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf-
und Jules Verne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í íslenzku
blaði hefir birtst. Bókin verður um hdlft Ijórða hundrað blaðsíður
að stærð, og verður send til aUra, sem hafa áunnið sér tilkall til
honnar, þegar hún er komin út, þeim að kostnaðarlausu.
Tilboð þetta stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki
lengur en til 31. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef
upplagið þrýtur fyrir þann tíma.
Sendið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af
sögunni er útgengið. Vér höldum lista yfir aUa, sem borga og
ávinna sér tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í
þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum.
Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir hafa
sent borgunina.
Til Islands.
Engin blöð af þessum árgangi verða
send til íslands, nema kaupendur þeirra
borgi allar eldri skuldir og fyrirfram fyrir þennan árgang. Borg-
anir þurfa að vera komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim
sem ætlast til að blaðiö verði sent heim með næstu ferð.
Verð blaðsins heimsent er $1.00 fyrir þá sem einnig kaupa
blaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sem að eins kaup það til heimsend-
ingar.
The Heimskring/a
Prtg. & Pub/. Co.
HLUTIR
sem eru í sjálfu sér vandaðir
ojt aldrei breytast nema til
batnaðar, verða óhjákvæmilega
viðurkendir að lokum.
Þetta er ástæðan fyrir að
selst svo mikið af
E. B. EDDY'S Eldspytum.