Heimskringla - 28.02.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.02.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 28. FEBRÚAR 1896. Winnipeg. Heimili Dr. Ó. Stephensens er nú aö 710 Logan Ave. og er hann að hitta þar eftir kl. 9 á kvöldin. Tilruun er hafin til að gera ónýta kosning R. Marions í Carillon-kjör- dæmi. Var beðið um rannsókn á mánu daginn var—24. Febr. Bændur í vesturhluta fylkisins eru í stöku stað teknir til að þreskja hveiti sitt og korntegundir, sem ekki varð þreskt síðastl. haust. Nokkrir búendur úr Álftavatnsný- lendu korau til bæjarins á þriðjudags- kvöldið var. Meðal þeirra höfum vér orðiðvarir við hra. Jón. J, Westmann. Eftír hálfsmánaðar kuldakast og þó ekkert aftaka veður hófst bliðu tíð aftur á föstudaginn var. Síðan frost- laust alveg eða því sem næst um daga. enda snjór óðum að minka. Hra. N. Th. Snædal; póstmeistari að Otto, Man., í Álftavatnsnýlendu, kom til bæjarins á mánudaginn, og seg- ir almenna velliðan í bygð sinni. í för með honum var hra. Jón Tónsson. Ný-íslendingar all-margir komu til bæjarins núna í vikunni: Stephán kaupm. Sígurðsson að Hnausum, J óhann Straumfjörð, Pétur Bjarnason, sveitar- ráðsmenn, Kjartan Stephánsson, Iíelgi Sveinsson. Iðnaðarsýningar félagið hér í bænum hefir gefið út stóran og vandaðan “calendar" fyrir yfirstandandi ár. I miðju er greinileg mynd með litum af sýningagarðinum, eða nokkrum hluta hans, eins og hann kom fyrir 19. Júlí síðastl. Skemtisamkoma í Tjaldbúðinni á þriðjudagskvöldið kemur. Efnismikið program er auglýst á öðrum stað í blað- inu. Lesið það. Inngangseyrir 25 cts. fyrir fullorðna, 15 cents fýrir börn. Byrjar á slaginu 8, á fimtudagskvöldið 5. Marz. Húslóð á McWilliam Str. og 20 ekrur af landi fyrir utan bæinn, er til sölu með ákjósanlegustu kjörum við lít- ið meira en hálfvirðí hjá Páli Jónssyni, 605 Ross Ave. Byrjun drepandi sjúkdóma er stund um að eins kvef, sem mætti lækna með einum eða tveimur inntökum af Ayers Chery Pectoral. Það er því viturlegt aðhafa þetta ágæta meðal ætíð við hendina ef á þarf að halda. í síðasta blaði var skýrt frá ágóð- anum af samkomu, sem haldin var til arðs Mrs. Lambertsen, og Slæddist þar inn leiðinleg prentvilla, Greinin endar með þessum orðum ; “er hafi auðsýnt sér þakklæti”, Þar átti að standa: er hafi auðsýnt sér hjáipsemi. Það er alveg nauðsynlegt að blóðið geti gert ætlunarverk sitt. Það er ekki einungis nóg að það sé hreint heldur þarf það einnig að hafa í sér mikið af næringarefnum. Þetta fæst bezt með því að brúka hið alkunna blóðbætandi meðal, Ayers Sarsaparilla. Dr. II. MerrllU Afleiðingarnar gera Yisindamenn forviða. AVCD’Q Sarsa- M T L! I O pt-rilla — meclal — sem engan jafningja á Framburður alþekts læknis. “Ayer’s Sarsaparilla á ekki sinn jafn- ingja sem blóðhreinsandi meðal og sum- armeðal og verður ekki nægilega lofað; Ég hefi tekið eftir verkunum hennar á langvarandi sjúkdóma, þar sem önnur meðul höfðu reynst árangurslaus, og ég hefi orðið forviða á afleiðingunum. Ekk- ert annað blóðhreinsandi meðal sem ég hefi reynt, og ég hefi reynt þau öll, er eins gágnverkartdi og bætir jafnmarga sjúkdóma til fulls, eins sg Ayers Sarsa- parilla. — Dr. H. F. Merrill, Au- gusta, Me. AYEE'S o!í"> Sarsaparllla á heims.synirignnni. AYERS PILLS fyrir lifur og innýfli. Fyrsta árssamkoma íslenzka leik- fimisfélagsins á fimtudagskvöldið var var fjölsótt vel, og eftir lófaklapp i að dæma voru allir viðstaddir ánægðir með skemtun þá sem þar var á boðstólum, enda var hún líka nokkuð nýstárleg og undireins ánægjuleg fyrir alla, áhorf- endur ekki síður en félagið, sem fyrir skemtuninni stóð. verður haldin í UNITY HALL (Cor. Pacific Ave. & Nena St.) næsta miðkud. 4. Marz kl. 8 síðdegis. Það er ekki I hverri viku, eða hverjum mánuði, að vér Únitarar hér höldum samkomur. Motto vort er : fáar samkomur, góðar samkomur. Og án þess að oftala nokkuð, getum vér fullvissað fólk um, að þessi sam- koma verður að minsta kosti eins góð, ef ekki betri, en nokkur önnur sam- koma er vér höfum haldið. — Vér höfum fengið tvo af hinum mælsk- ustu Islendingum hér vestra til að kappræda þar eitt af þjóðanna brennandi spurs- málum, og er enginn eíi á, að það mál verður sniidarlega sótt og varið. Auk þess höfum vér fengið tvo hina langbeztu söngmenn, sem vér höfum hér, til að skemta fóllti á þessari sam- komu. — Ágætur upplestur ! Yndis- legur liljóðfærasláttur ! — Hvert eitt númer á prógramminu, út af fyrir sig meira en þess virði sem borgað er fyrir inngangii.n. Programme: 1. Violin Solo...Wm. Anderson. 2. Solo..........Thos. Johnson. 3. Kappræða [Um afnám dauðahegn- ingar fyrir giæpi] ............S. B. Brynjólfsson, ............B. L. Baldwinson. 4. Solo........Dr. Ó. Stephensen. 5. Instrumental Trio.... Mrs. Merrel ...........& Wm. & S. Anderson. 6. Solo...........Thos. Johnson. 7. Upplestur.....B. T. Björnson. 8. Solo.............S. Anderson. 9. Violin Solo...Wm. Anderson. Samkoman byrjar á mínútunni kl. 8. — Inngangur 25 cts. Samkomunefndin. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum. útbrotum, bólgu- sárum. frostbólKU, líkþornuro, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist Oorgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum iyfjabúðum. Vér leyfum oss enn að vekja atbygli kaupenda v .rra að tilboði voru, sem auglýst er á 1. bls. Tíminn líður og fyrri en menn vurir verður tækifærið um garð gengið að eignast þær bækur sem vér bjóðum fyrir svo gott sem ekki neitt. Allir sem hafa komið inn og skoðað þær, hafa skrifað sig fyrir ein- hverri þeirra og margir fyrir þeim öll- um. Er það vottur þees, að vér liöfum í engu oflofað þær.Jafnframt viljum vér minna menn á,að söguna “M. Strogoff ” fær hver maður allsendis ókeypis, inu- festa í kápu, um 860 bls. að stærð, sem borgar nýbyrjaðan árgang (hinn 10.) fyrir lok Marzmánaðar næstkomandi. Nýir kaupendur að blaðinu. sem borga oss ?2.75, fá auk blaðsins, “Öldina” alla frá upphati, 3 árganga, og “Mikael' Stro- goff.” Lesið auglýsinguna á 1. blaðsíðu. Tveimur bjargað. Mrs. Phoebe Thomas, í Junction City, III., var sart af lækninum, sem stundaði hana, að hún hefði tæringu, og að það væri engin lífsvon fyrir hana, en tvö glös af Dr. Kírigs New Discovery læknaði hana, og bjargaði lífi hennar. Mr. Thoroas Eggers, 139 Florida Str. San Francisco, leið af vondu kvefi, sem leit út fyrir að mundi verða að tæringu, hann reyndi ýins meðul. enekkert dugöi fyr en hann fékk Dr. Kings New Dis- covei’y, sem læknaði hann á tveimur vikum. Svona löguð sjúkdómstilfelli eru það sem sarina hversu óyggjandi þetta meðal er viðkvefi og liósta. Ein flaska tii reynslu ókeypis. Vana stærð 50c. og 81.00. Innflutningsmálafundurinn var sett- ur kl. 10 í gærmorgun í Lyceum The- atre. Veðrbrigði, A fimmtudagsmorgun- inn vöknuðu menn við það, að komin var norðvestanhríð ; veðurhæð mikil og snjó burður töluverður en frostlítið. Helzt það veður enn, er blaðið fer til prentunar. Kvöldskemtun í Unity Hall á mið- vikudagskveldið kemur, er auglýst annarsstaðar í blaðinu. Prógrammið mælir með sér sjálft og dettur oss því ekki i hug að mæla með samkomunni. Hver sem les auglýsinguna mun sann- færast um að þar sé á boðstólum 25 centa virði af skemtun of fróðleik. Kappræðafélag méðal íslendinga var myndað hér í bænum fyrir eitthvað viku siðan. Enn sem komið er, eru félags- menn fremur fáir, ekki fullir 20, enda hefir félagið ekki látið neitt á sér bera fyrir en á miðvikudagskveldið var að það hafði sinn fyrsta kappræðufund. Fundirnir eru aðal-lega fyrir félagsmenn sjglfa, en á fyrsta fundinum i hverjum mánuði verður ákveðið hvaða fundir fundir verða opinberir og verða þeir síðan auglýstir á prenti viku eða svo fyrirfram. Ef dæmt er af fyrsta kapp- ræðafundi er óhætt að segja að félagið verði skemtilegt og félagsmönnum gagn- legt og öll von til að það verði fjölment áður langt liður, Anka-útgáfa af verzlunarmanna- blaðinu “Commercial” hér í bænum, kom út að venju 15. þ. m, og er enda vandaðri en sú í fyrra. Pappir og allur frágangur er hinn vandaaðsti og mynd- irnar allar, en þær eru fjölda margar, og ágætlega gerðar. Ritgerðirnar eru allar áhrærandi framfarir í öllu vestur- landinu alt til Kyrrahafs, — hvað búið sé að gera og hvað megi gera, en ógert er enu. Aukablað þetta kostar 25 cts., en sendi einhver $2 fyrir árgang blaðs- ins (15. árið) fær hann þetta fróðlega auka-blað ókeypis. Allir islenzkir verzlunarmenn ættn að kaupa þetta blað. f þvi sjá þeir stórkaupaverð á flestum almennum vörutegundum víku eftir viku bæði í Winnipeg og eystra, auk alls fjöldans af gagnlegum ritgerð- um, sem það flytur. Addressa blaðsins er: “The Commercial”, 186 James Street East, Winnipeg, Man. Aldrað fólk. Aldrað fólk sem þarf medöl til að halda ínuýflunum í reglu fær ekki betra meðal en Eleetric Bitter. Þetta meðal er ekki æsandi og inniheldur ekki Wis. key eða áfengi. en er að eins örfandiog styrkjandi. Það hefir áhrif á rnagann og þarmana og hjálpar liffærunumtil að vinna verkið. Electric Bieters eykur matarlyetina og bætir meltinguna. Það er einmitt meðalið, sem gamalt fólk þurf. Verð: 50cts. óg 81 flaskan, í öllum lyfjabúðum. ÞAKKLÆTIS-ÁVARP. Eg finn mér bæði ljúft og skylt að votta þeim þakklæti mitt, sem ótil- kvaddir efndu til samkomu mér og börnum mínum til aðstoðar. Arðurinn af þeirri samkomu, að frádregnum til- kostnaði, varð $11, og hafa forgöngu- menn þessa fyrirtækis áfhent mér þá upphæð. Fyrir þetta votta ég forgöngu- mönnunum og öllum sem áeinneðaann anveg hafa veitt mérhjálp, bæði í þessu sambandi og á annan veg, mitt innileg- asta hjartans þakklæti og bið gjafarann allra góðra hluta að launa þeim á hag- kvæman hátt. Winnipeg, 20. Febrúar 1898. . Guðríður Lambertsen. Skemti-samkoma (CONCERT) Verður haldin í TJALDBÚÐTNNI (Cor. Sargent & Furby) Fimtudaginn 5. Marz 1896. Prógraram: i. 1. Söngflokkur .........Vængirnir 2. Upplestur...........B. M. Long 3. Solo...........Miss B. Anderson 4. Duet...........Miss B. Hallson og Miss K. Einarson 5. Tala................St. Thorson 6. Trio................J. Jónasson, D. J. Jónasson og H. Halldorson 7. Solo.......................Sölvi Anderson 8. Friðþjófur og Ingibjörg.. ..Mr. og Mrs, Hillman. 9. Violin Solo.....Mrs. P, Dalman II, 10. Orchestra ........... Orchestra 11. Upplestur....................S. Magnússon 12. Trio....Mr. ogMrs. P. Guðmund- son og Miss K, Einarsson 13. Upplestur.................Sölvi únderson 11. Duet (A.B.C.). .Mr. og Mrs. Hillman 15. Quartette.....J. Jónasson, D. J. Jónasson, H. Halldórson, A. Jónsson 16. Tala..........Mrs. H> Haildórson 17. Söngílokkur. .Dagurí Austri, o.s.fv. Sainkoinaii byrjar kl. 8e.h. Inngangur 25e. fyrir fullorðna og löc. fyrir börn. Grafreitur hafsins. (Niðurlag frá 1. bls.) “Þvíekki? Það er ekki oft sem maður hefir tækifæri til að horfa á aðra eins sjón og þetta er. Hættan, ef nokk- ur er, aftrar mér alls ekki. Ég ætla að fá mér lánaðann kafara útbúnað yðar núna í dag og gera tilraun”. Eg vissi vel að kapteinn Georg var ekki svoleiðis maður, að auðvelt væri að telja hann af fyrirætlun sinni. Ég sagði honum að hann mundi fyrirhafn- arlítið finna staðinn, því hásetarnir hefðu sett björgunardufl rétt þar upp yfir. Eg fór ekkert á leið með honum, því ég var ekki nema rétt svo með sjálf- um mér. eins og maður kemst að orði, og fór því inn í sotustofuna, lagði mig á hvílubekk og sofnaði skjótt. Einum eða tveimur klukkustnndum seinna vaknaði ég við fótatak í stiganum ofan á þilfarið, sem stofan var á. Ég leit upp og sá hvar kapteinn Georg kom inn og fór beint inn í herbergi sitt, án þess að líta í áttina semég var. Þegar hann hafði farið úr kafara-búningnum og í sín vanalegu skipstjóraföt, kom hann inn i stofuna og settist þar niður, “Jæja þá, kapteinn. Hvað hugsið þér þá um það”, sagði ég. “Það mætti með réttu kalla það graf reit hafsins”, sagði hann alvarlega. Svo varð þögn í nokkrar minútur. “Þetta þriggja þilfaskip mun vera gamli “Re- doubtable”, held ég. Það lagði út frá Bermuda árið 1863 og hefir lengi verið tapað úr sjóflotanum”. Eftir nokkra þögn tók ég ég til orða þannig: “Nú, þar sem vér höfum fundið klettinn, hvað er þá næst að gera ?” “Sprengja hann”, svaraði kapteinn- inn alvarlega, Ég horfði á hann undr- andi. 1 Ég tók með mér hingað talsvert af sprengiefni í þeim tilgangi. Það er kraftmikið; hefir fjórfaldan kraft við vanalegr sprengipúður og jafnast á við No. 1 dynamite. Þar sem kletturinn virðist vera sprunginn, sparaði það oss fyrirhöfnina að bora hann. Skothylkin verða að vera í vatnsheldum umbúðum, eða í indverskum guttaperka-pokum. Þegar þér hafið lagt niður skothylkin, getum vér haldið burtu í talsverða fjar- lægð og kveikt svo í með aðstoð raf- magnsþráðar og krafthylkis (Battery). Þó vér getum ekki nema klofið klett- inn, mundi það ná tilganginum”. Ég var í hæsta máta samþykkur þessu fyrirtæki, því min aðal-löngun var að komast hjá þessari voðahættu fyrir skip síðar meir, og enda þótt að nokkur áhætta væri að koma skothylkj- unum fyrir, þá var það lítið í saman- burði við gagnið, sem við gerðum, ef kletturinn yrði eyðilagöur. KLETTUR HAFSINS EYÐILAGÐR. I nokkra daga hér á eftir var ég önnum kafinn við. að koma fyrir hinu kraftmikla sþrengiefni (Xenite), og þar sem ég hafði nokkra reynslu fyrir mér 1 því efni, lagði ég skothylkin þannig, að sprengingin yiði sem mest að mögu- legtyrði. Loksins var þá því vorki loKið, þráðurinn lagður og alt til reiðu fyrir hið síðasta augnablik. Það var bjart loft. og skein sól í heiði, og var veðrið miklu betra en vanalega geristí Október. Ég leit í kringum mig yfir hið mikla haf, en ekki sást eitt einasta segl innan sjóndeildarhringsins. “Wanderer” hafði létt akkerum þá um morguninn. Fullur gufukraftur var á og alt í standi til að halda heim- leiðís. Kapteinn Georg stóð upp á efra þílfarinu með “batteríin fyrir framan sig og var í þann veginn að senda hið mikla skeyti með þræðinum. “Nú”, sagði hann, “verið nú tilstaðins að sjá hið síðasta af þessum kletti,’. Ég hafði augun þar sem björgunar- dufliðvarenn og sem sýndi hvar klett- uririn var. Skyndilega reis upp mikil sjóstroka beint upp í loftið, og viðheyrð um um leíð dimman livell, eins og af þrumu í fjarlægð. En við vorum pá ekki nema lítillega reiðubúnir fyrir all- ar afleiðingarnar, Hér um bil rétt um leið og fyrsti hvellurinn heyrðist—svo skyndilega bar það að, að það virtist vera deild af honum—, kom ógurlegur hvinur af sundurtætandi sprenging með svo miklum krafti, að skipið hristist alt og skalf. Ógurlega mikil gusa af sjó þeyttist upp í loftið mörg hundruð fet og með henni stór björg og drífa af steinuin, sem sumir duttu aftur niður um 100 til 150 fet frá skiþinu. Það var Æíinlega ánœgðar. Ekkert nöldur ]iegar Dia- mond Dye eru brúkaðir. Þúsundir þakklætisvottoröa frá kon- um sem brúkað hafa Diainond Dyes eru geyind hjá oss. Mrs. Thos. Lacin, Newark, Ont., segir : Mér líkar bezt við Diamond Dyes, og mér hefir aldrei misheppnast að lita nieð þeim. Ég hefi brúkað aðra liti, en þeir eru allir verri. Mrs, Wm. Moore, Steenburg, Ont., segir: “Okkur líkar bezt við Diamond Dyes ; þeir lita æfinlegs, vel.“ Þegar konur biðja um Diamorid Dyes ættu þier a tíð að gá að nafuinu á, pakkanum, af því svo inargir ónýtir litir eru seldir á þessuin dögum. • •••£« “ri oi ” MENTHOL Ui*Li PLASTER I hnve prescribed Uenthol Plaster in a number of casea of nomaltfic aud rlxiumatic pains.aand am very much plcased with the e(Tcct» and pleasantness of it« application.—VV, 11. Carpen- Ter, M.D., Hotel Oxford, Boston. I have used Menthol Plasters ln eeveral canes of muscular rlieumatism. and find ín everjr cnse tbat it pn vo almost instant and pcrmanent rolief. —J. B. Mooke M.D . Wasbinjrton, D.C. It Cures Sciatica, Lumbago, Neu- raljjia, Pnins in ISack or Sidc, or any Muscular Pains. Price 25c. Davi.s & Lawrence Co., Ltd, Sole Proprietors, Montreal. • •••«•• stórkostleg sjón, og aldrei hefi ég séð annað eins, eða nokkuð nærri því. Það virtist sem grundvöllur sjávarins hefði allur gengið úr skorðum. Boðaföllin, sem af þessu urðu, voru svo mikil um- hverfis skipið, að það eins og fleygðist upp á ógurlega háan ölduhrygg og barst svo burt með honum með því heljarafli, að við urðum að righalda okkur, svo við fleygðumst ekki útbyrðis af þilfar- inu. Þegar alt var orðið kyrt aftur, kom kapteinn Georg til mín og sagði : “Vér höfðum ekki athugað hin kraftmiklu og þótt sameinuðu öfl, sem lágu fyrir neðan klettinn, sprengiefnið heíir gefið þeim framrás og þau hafa mikið unnið að verkinu, og það enda miklu betur. en vér annars hefðum getað. Ég hugsa nú að lítið sé eftir bæði af klettinum sjálfum og skipum þeim, er kringum hann lágu, Jæja”, hélt hann áfram cg starði stöðugt á blettinn sem “Wanderer” hafði með fullu gufuafli farið frá. “Heimurinn á dálítið hjá mór, og eins á ég dálitið hjá honum aftur. Héðan í frá er það þá svo, að þeir sem sigla um sjó þennan í framtiðinni, eru, án þess þeir viti, skuldunautar mínir 'fyrir frelsi sitt og öryggi”. Endir. Kartöflur til sölu. Ég hefi á boðstólum 1600 bushel af á- gætum kartöflum, sem ég sel við mjög vægu verði fyrir peninga út i hönd. — Komið og kaupið af mér ftður en verðið hækkar, þess vcrður ekki langt að bíða. Th. Goodman, Cor. Nellie Ave. & Simcoe St. r Þúsundir sjúklinga. Paine’s Celery Compound hid edlilega medal. Hið bezta meðal við melt- ingarleysi. Þessi einkunn hefir Paines Celery Compound verið gefin í öllum fylkjum þessa lands eftir að reynslan hefir sann- að að svo sé. Hinir beztu lögfræðingar okkar, dómarar, klerkar, læknar, verzlunar- menn og aörir taka allir undir og vitna um ágæti þesss meðals. Þaðhefir lækn- að hid grófasta meltingarleysi og maga- veiki eftir að hin vanalegu meðul frá læknum reyndust ónýt. Mr. George A. Wiltso, frá Athens, Ont., segir; “ Mig langar til að bæta vottorði mínu um ágæti þessa irieðals við þau vottorð sem þér hafið þegar. Eg liefi brúkað Paines Celery Compound í meira en ár við meltingarleysi og háls- bólgu og hefir mér algerlega batnað af því. Eg heti ráðlagt ýmsum kunningj- um minum að brúka það. og hafa þeir viðurkent að sér hafi stórum batnað af því. Eg get því sagt með sanni að Paines Celery Corapound er mjög eftir- sóknarvert ineðal. <!> 4 O C’’CEik Cp a Cc!d in umo ' BY USIMG PYRY-PECTöRAL fJZ TIio Onick Ctiro for COUCIIS, COLl>S, CtlOUP, IiIÍON- cmxis, noAnssjrisss, ©tc. ÍÍRS. JOSEPÍÍ NoPWICX, of 63 Sorauien Ave., Toronto, writeo: ‘Tyny-I’octorjll hns n<*ver failed to cnro my < hiulren of croupafiorafewdoges. it « nrod tny8''!fofiil'>:it,'-i’i.'iiid|n>f couyh aftcr Kcvcral othnr remodtrs hnd fnilcd. Ifc has plno iu ovcd nn cxi ellcnt coupli curo for rny J'iinil y. I p'cfcr ir. ro ariv othcr medicino ior coujlm, cioup or hoarauiicaa.'’ \ II. O. Baprour, of Little Kocher, N B., writes: “J* * cttro f.*r coitsrh'i I’yny.pectoral is thc gp’lir.\r rn»-di« ihc [ have; my cas- touic-. á will Lttve no oiher.” Lurgo Kottle, Cts. DAVIS & LAWRLNCE CO., Ltd. Proprietors, Montreal 4 W/NMFf/y yrJry/fJJÝfA % and Stöðugur höfuðverkur. VEIKINDI SEM KVENNFÓLK Á IÐULEGA VANDA FYRIR. Þjáðist í tólf ár. Nýrnaveiki bættist ofan á. Segir hvernig hún komst til heilsu aftur. Tekið eftir South Fall Record. Siðan blaðíð Record fór að opinbera frásögur um verkanir Dr. Williams Pink Pills, hafa starfsmenn þess kom- ist að þeirri niðurstöðu, að ekki sé búið að segja frá helming þeirra sjúkdóms- tilfella, sem læknast hafa með þessu undarlega lyfí. Konur sem karlar. sem hafa læknað sig með þessu meðali, hafa sýnt mikla löngun til að láta þess getið opinberlega öðrum til ble3sunar. Ein af þeim er Mrs. James Colnans frá AValford. Þjciði&t af stöðugum höfuðvcrk. Þessi kona þjáðist stöðugt í tólf ár af taugagigt, höfuðverk og nýrnayeiai. Hún hafði lesið heilmikið um Dr. Wil- liams Pink Pills og afréð því að reyna þær. Á stuttum tíma batnaði henni mikið af þeim, og þegar hún var búin að brúka þær í eínn mánuð var höfuð- verkurinn og öll einkenni nýrnaveikinn ar horfin. Gleði [hennar yfir að hafa losnað við jafn slæma sýki eins og þetta getur moðar betur ímyndað sér, en i'it- skýrt. Þetta eru Mrs. Colnans eigin orð : “Ef þú vissir, eða ef þú gætir sagt fi'á öllum þeim óbærilegu kvölum. sem ég hefi liðið ag hinum mörgu svefnleys- isnóttum.sem ég hefi lifað vegna iþeirra þá furðaði þig ekki á þvi, þó ég só þakklát fyrir að hafa fundið meðal, sem gat bætt mór”. Sýki hennar var mjög kvalafull, og hún gat engu starfi sint. Síðan hún fór að brúka pillurnar hefir hún verið iiraust og heilflrigð. I húsi hennar eru Pink Pills skoðaðar sem nauðsynjavara. Eins og vanalega geng- ur til með flest það sem hefir eitthvað til síns ágætis, hafa Pink Pills ýmsa örðugleika við að striða. Pillur sem likjast þeim að útliti hafa verið búnar til og seldar sem væru þær ekta Pinlc Pills. þrátt fyrir það þó þper lmfi alt önnur áhrif á líkamann. Sá sem ritar þetta.var einu sinni staddur í lyfjabúð, þegar maður kom inn og bað um Pink Pills. Lyfsalinn hafði þær ekki við hendina, en sagðist hafa pillur sem uæri ‘alveg eins góðar’. Vér leyfum oss að vara almenning við þessum möunum, sem alt »f þykjast hafa alveg eins góð meðöl við hendina eins og þau sem um er bedið. en hafa aldrei þau sem beðið er um. Menn ættu að muna eftír því, að Dr. Williams Pink Pills eru óyggj- andi við öllum sjúkdómum, sem orsak- ast af slæmu blóði eða 'veikluðu tauga- kerfi, svo sem riðu, limafallssýki, gigt, mjaðmagigt, afleiðingum influenzu, lystarieysi, höfuðverk, svima, langvar- andi heimakomu, kirtlaveiki o. s. frv. Þær eru einnig óyggjandi við sjúkdifm- um, sem eru einkennilegir fyrir livenn- fólk, svo sem óregla á lífíærunum. wær gera blóðið heilnæmt og útlitið hraust- legt og fallegt. Karlmenn ættu að btúka þær við of þreytu hvort sem hún er af of miklu andlegu eða líkamlegu sta'rfi. Pillurnar eru að eins seldar í öskjum með merki fólagsins á (prentuðu með rauðu bleki). og fásthjA öflum lyf- sölum, og með pósti frá Dr. Williams Medicine Co., Brockville, Ont., eða Schenectady, N. Y.. fyrir 50 cents askj- an, eða 6 öskjur fyrir $2,50. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. Shorthand Institule, Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI. SKRIFT. STÖFUN, REIKNINGI. BÓKHALDI. VERÉíLUNAR-LOGUM BREFA SKRIFTUM, hraðritun, TYPEWRITING,. þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. c. A. Flemino G. w. Donalo President. Secretary. Ia a very remarkable reraody, botli for IN- TEENAL and EXTERNAL use, and won- derful in ite quick action to relieve distress. P A TN-Tfíí T * surc curc for ftore Fillll Tihront. Cou;:l»s, C liills, I>tarrIio*n. r>3M*i»ícry# €raiui»s, CLolcra, and all liowcl Conii»laínts. P A TN-TTTT T FT? is «EST rem- JL /i.JLIY Aa-iUi-/j.jjy known í’oi' V)en- 85cS<ik*bs, Hick BBcartnelie, PnJn isa ilso lElnck <»»• Hide, Klieiiinntism aud Nieural»in. PAIN-KILLER M Vt>E. It LrinífS SPKKDY AM> I’F.nMANENT BKI.IF.F lii ;,u ciises of BrulneB, Cicts, ÖpraiiftS' Kevero IBuriiB, ete. PAÍN-KILLER lllcrlinnir. Fnrmer, I*Sni:ter, Hnttor, and m fii.tnll cbiRKi-8 winillii)? a laertic.ne i.lways at hnnn. ami safb Tn uov. iuti’iTially ot* extermilly witu ceiiuinty ofrclicf. Iiewaro of imitations. Tnko non«* bnt fhojronuina •• l’ERP.Y DAYIS," íiold overyw liere; -.5c. tig butuc.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.