Heimskringla - 28.02.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.02.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 28. FEBRÚAR 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Pnbl. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [lyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfaam borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. 0. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAOER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Kox 305. Sir Chaiies Tupper á ekki upp á pallborðið hjá ‘Liberölum’ um þessar mundir. Peim hefir aldrei verið vel við hann, en aldrei hefir þeim J>ó verið ver við komu hans og afskifti af pólitiskum málum heldur en einmitt nú. Þó gamli McKenzie Bowell sé dug- legur maður og mikill fyrir sér, þá er hann langt frá þvi að vera heppilega kjörinn leiðtogi flokksins, ekki sízt eins og nú stendur á, þegar lempni er nauð- synlegri miklu en stífni ogstóryrði. Það var líka ekki sem vænlegast útlitið þeg- ar Sir Sharles Tupper fyrir ítrekaðar á- skoranir gerðist meðlimur ráðaneytis- ins. Ráðleysi Bowells að halda meðráð- endum sínum einhuga, féll “liberölum” vel í geð. Þeir fögnuðu yfir fregnum öllum um sundurlyndi og margfölduðu þær í meðferðinni. Héldist ástandið þannig til kosninga, var miklu meiri von til en ella, að þeir næðu fleirtölu at- kvæðanna og svo völdunum. En sú von dofnaði að mun, er Sir Charles kom til sögunnar. Hann var ekki fyr geng- inn í ráðaneytið, en sameining og friður rikti þar á ný. Þó hann hafi enn þá -eitt tilkomuminsta embættið, er hann vitanlega maðurinn, sem mestu ræður. Að frádregnum Foster ber hann ægis- hjálm yfir öllum hinum, yfir öllum nú- lifandi mönnum í Canada, og hlýtur því að vera ráðahæztur, þó hann um tíma skipi sæti á hinum óæðri bekk í ráðaneytinu. Það brá líka svo við komu hans, að undir eins færðist nýtt líf í oonservative-sinnendur um þvert og endilangt ríkið. Þetta alt sáu “liberal- ar,” sáu vonir sínar verða að engu og þeim eðlilega súrnaði sjáldur í augum. En þeir gátu ekkert að gert nema ó- frægja Sir Charles, og það hafa þeir heldur ekki sparað. Hvernig sem hann hefir snúið sér, hefir sívaxandi skamma- hríð dunið á honum. Þegar ekki hefir verið til neinn blendingur af sannleika til að strá yfir lygasamsuðuna, hefir lýg- in óblandin verið látin ganga og ekki í neinum smáskömtum heldur. Alt þetta tekur Sir Charles með ró. Hann veit að óblandin lýgi skaðar hann ekki, og hann veit að með tímanum greiðist svo úr flækjunni, þar sem blandað er saman sannleika og lygi, að augsýnilegt verður hvað er sannleikur og hvað ekki, Einn af þessum lygablendingum var þess efnis, að þegar sóknin í Cape Breton stóð yhr, hafi hann fengið ka- þólskan byskup á skaganum, Cameron að nafni, til að skrifa skipun til ka- þólskra kjósenda um að “duga” nú Sir Charles. Partar úr þessu bréfi Came- rons voru prentaðir. en ekki nema brot úr þvi. Það sýndi samt að bréfið hlaut að hafa verið til, að blöðin hefðu ekki þorað að búa til kafla úr bréfi og til- einka honum. En hvernig á bréfinu stóð, það var nokkuð sem enginn vissi, —í bráðina. En nú er sá galdur auð- skilinn. Tækifærið til að rannsaka mál- iö gafst ekki fyrri en kosningahitinn var rénaður, en þá var það líka gripið. Og nú er uppvís: orðið að þannig er bréf þetta til komið : Lögfræðingur einn í flokki Lauriers á Cape Breton skaga skrifaði byskupinum rétt um það leyti er kosningasóknin var hafin og æskti eftir að hann í prívat bréfi segði sér sitt einlægt álit á skólamálinu í Manitoba og umbótalögunum fyrirhuguðu. Bysk- upinn var kunnugur lögfræðingnum og datt ekki í hug að nokkur svik byggju undir og skrifaði honum þvi í einlægni álit sitt, eins og æskt var eftir. Lög- fræðingurinu fékk þegar bréfið.gaf mál- gagni síns flokks í Halifax kafla ur þvi til prentunar og lét telegrafera innihald þeirra kafla til allra blaða um þvert og endilangt landið og fylgdi sú skýring, að þetta væri útdráttur úr leynilegri skipun, sem byskupinn hefði sent kjós- endum sínum, og væri gott sýnishorn af hernaðaraðferð Sir Charles Tuppers. Þannig stendur á þessu bréfi, sem svo mikið númer hefir verið gert úr. Bysk- upinn var narraður til að gefa óhlut- vöndum fylgismanni Lauriers álit sitt í prívatbréfi, það prívatbróf síðan opin- berað, eða þeir kafiar úr því, sem mergj- aðastir voru, og því svo umhverft í skip- un til kjósendanna. Hér er sýnishorn af pólitiskri hernaðaraðferð "liberala.” En "upp koma svik nm síðir,” og þegar þessi og önnur eins æruleysisbrögð verða uppvís, þá verða þau flokknum sem viðhefur þau meira til tjóns en á- bata. Þessi uppljóstrun og aðrar því- líkar, sýna líka á hvað góðum rökum, eða hitt þó heldur, að eru bygðar megin- hlutinn af kærunum, sem bornar eru á Sir Charles Tupper og flokksbræður hans. Blaðið “Free Press” hér í bænum er máske ekki eins ótvilugt fylgisðlað Greenways eins og Lögberg, en samt dylst engum, að það fylgir honum. Og án þess í nokkru að gera lítið úr þekk- ingu Lögbergs á Sir Charles Tupper, leyfum vér oss að halda fram, að það sé ekkert síður að marka álit Free Fress á honum, heldur en álit Lögbergs, og þetta álit Free Prees er á þessa leið (Sjá F. P„ 24. Febr. 1896): "En Sir Charles er nokkuð meira en flokksmaður. Hann er nafnfrægur canadiskur borgari, sem með hæfileik- um sínum hefir getið sér orðstýr engu takmarka minni, en brezka veldið sjálft er. Hann er einn hinna frægustu cana- diskra stjórnmálamanna frá dögum sambandsins [hér er átt við hluttöku hans í að mynda hið sameinaða Canada- ríki], og það er ekki að gera lítið úr öðrum canadiskum stjórnfræðingum, þó sagt só, að í tilliti til allsherjarmála veldisins, gnæfi hann yfir þá alla. Það er búizt við að innan fárra vikna taki hann við formensku Canadastjórnar og það er ekkert leyndarmál. að hann er kominn í opinbera stöðu á ný í þeim til- gangi, að taka við formenskunni, ef ekki að nafninu, þá í virkileikanum. Andvígismenn hans ausa hann nú þeim skömmum, að vér höfum ekki séð ann- an sorglegri vott um óvönduð meðöl, eða póiitiskt siðferði hér í Canada. En það dregur alls ekki úr þeim sannleika, að hann er einn vorra lang-mikilhæf- ustu stjórnmálamanna”. Þetta er kafli úr ritstjórnargrein, þar sem mælt er með að bæjarstjórnin fagni honum sem nafnfrægum heiðurs- gesti og gefi þanníg ,'öllum tækifæri til að heilsa þessum manni, sem hafi varið 30 beztu árum æfi sinnar í þjónustu Ca- nada, og sem hafi gert meira en nokkur annar maður til að útbreiða frægð Vest- urlandsins og fá það bygt. S tj órnar-þj ónusta. Þeir eru farnir að viðurkenna það hver um annan þveran merkismenn Bandaríkja, að umbætur séu bráðnauð- synlegar að því er snertir stjórnarþjón- ustu eða “Civil service.” Eins og nú stendur rnega flestir skrifstofuþjónar og þjónar hins opinbera yfir höfuð ótt- ast burtrekstur þegar stjórnarskifti verða. Það út af fyrir sig er ilt fyrir þjóðina, ekki síður en það er ranglátt gegn mönnunum sjálfum. Þó þykir tjón þjóðarinnar tilfinnanlegast þegar kemur til konsúla þjóðarinnar og ráð- herra hennar í útlöndum. Hvorttveggja þetta hefir Cleveland forseti lagt stund á að umbæta og ef með sanngirni er dæmt um þau störf hans, verður ekki annað sagten að honum hafi orðið furðu mikið ágengt, bundinn eins og hann er sínum stjórnmálaflokk, er frekjulega gengur eftir öllum molum af nægtaborði þjóðarinnar. í grein “Um forsetastöðuna,” sem fyrverandi forseti Benjamín Harrison skrifar í Blaðinu “Ladies Home Journ- al,” fer hann allmörgum orðum um þetta vandræðamál og hrósar Cleveland afdráttarlaust fyrir aðgerðir hans í þvi. Sérstaka áherzlu leggur hann þó á það hve nauðsynlegar séu umbætur í þessu efni að því er snerti erindreka þjóðar- innar í útlöndum. Á meðan umbúnað- urinn sé eins og hann er nú, sé ómögu- legt fyrir lýðveldið að fá eins leikna og æfða fulltrúa eins og þörf sé á, því eins og nú sé segi mennirnir annaðtveggja af sér eða þeim sé vikið frá, einmitt þegar þeir séu fyrst farnir að læra og skilja hvernig þeir geti bezt leyst sitt sérstaka starf af hendi. Til samanburðar bendir hann á fulltrúa annara þjóða i Banda- ríkjunum, og farast orð á þessa leið : “Menn hafa oft veitt því eftirtekt, að þó heimastjórnin byltist, einkum á Englandi og Frakklandi, verður engin breyting á ráðherrum og erindrekum þeirra þjóða í útlöndum. Ráðherra Breta í Washington, t. d., heldur stöð- ugt áfram hvaða flokkur sem situr í völdum á Englandi. Hann er sem sé fulltrúi þjóðarinnar, en ekki flokkanna, sem í það og það skiftið halda stjórn- taumunum, og hlýðir í öhu boðum og skipunum heimastjórnarinnar. Hann lætur sér heldur aldrei verða það á að flytja ræðu og ávíta gerðir eins eða ann- ars stjórnmálaflokksins.” Það er álit hans, að þrátt fyrir alla löggjöf um það efni, verði ómögulegt að fá saman viðvarandi erindreka flokka i Bandaríkjunum fyrri en mönnum lærist að skilja eftir heima allan flokksmála- krit. Eins og nú sé, sé flokksfylgið svo ríkjandi hjá konsúlum Bandaríkja, að þeir geti ekki hulið sína eigin skoðun í verzlunarskýrslum annara þjóða, sem þeir senda stjórn sinni. Þar gægist hvervetna fram þeirra eigin skoðun á tollmálum sérstaklega. Á meðan svo sé álitur hann æfðan, viðvarandi erind- rekaflokk ómögulegan. Nýjasta myndagerðin. Ætíðsíðan Daguerre* fyrir 57 árum síðan uppgötvaði ráð til að taka ljós- myndir, hefir myndagerð verið tilkomu- mikið starfsvið visindamanna. enda hef- ir þeirri list fleygt áfram, ár frá ári. Má í því sambandi minna á rafmagnsvél Edisons, sem framleiðir myndir af mönn- um á hreyfingu og með réttum lit. Þær myndir, verði þær nokkurn tima al- mennar, verða fremur til skemtunar en gagns, á sama hátt og fónografin er aðal-lega til skemtunar, enn þá að minnsta kosti. En markverðar eins og uppfindingarnar í sambandi við mynda- gerðina hafa verið á síðustu tímum, eru þær samt dvergvraxnar í samanburði við up]>finding professors Röntgen, háskóla- kennara í WurtzburgíBavariu ásuður- Þýzkalandi. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan fréttafleygirinn sendi þann kynja- boðskap um heim allan að professor Röntgen væri búinn að finna ráð til að taka myndir af ósýnilegum hlutum, af hlutum, sem huldir væru bak við tré eða ógagnsæja hluti. Fyrstu nokkra dagana tóku menn fálega undir þessar fréttir, sem yel mátti ætla að Jules Yerne eða H. Rider Haggard hefðu sett saman þegar vel lá á þeim. En það leið ekki langur tími þangað til menn máttu til með að trúa, að hér væri eitthvað meira en um orðin tóm að ræða. Og samstundis tóku allir rafmagnsfræðing- ar til starfa, hver í sinní vinnustofu, og gerðu tilraunir að gera samskonar myndir og jafnframt aðuppgötva hvern ig því væri varið, að rafmagns-geislinn gæti gengið gegn um bæði hold of tré, o. fl., og sýnt það sem innra er falið. Uppfinding þessi, sem prof. Rönt- gen fann eiginlega fyrir tilviljun, er í fáum orðum sagt sú, að rafmagni eða rafmagnsgeisla er beint eftir hólk eða pípu, úr gleri, á þann hlut. ósýnilegan í hulstri sínu, sem á að taka myndina af. Gengur þá geisli þessi gegnum þann hlut sem fyrir er og framleiðir mynd af hinum efnisþjéttari hlutum inDÍfyrir, Þannig má taka mynd og hana ná- kvæma af beinum öllum í líkama manns eða dýra, af málmpeningum í peninga buddum, verkfærum úr málmi í leður hylkjum. o. s. fr>'. Geislar þessir ganga ekki nema laklega gegn um málmteg- undir og allsekkisémálmurinn þykkur, t>ó eru menn nú, einkum Edison, að þreyta við að gera það, en gengur tregt enn, á raeðan hvorki uppfinnarinn eða aðrir vita hvaða tegund af rafmagni það er, sem þessu veldur, Það er enn sem komið er óþekkt efni og er þess vegna hér í landi alment cefnt “ Rönt- gens-geisli.“ En sjálfur kallar Prof. Röntgen það X—geisla og myndagerð þessaX-igraphy, af því hann veit ekki Jivaða afl það er, sem þetta verkar; sér að eins atíeiðingarnar af verkunum þess. Sem nærri má geta, þegar allir sem *) Louis Jacques Mande Daguerre, franskur maður, fann fyrstur manna ráð til að taka ljósmyndir árið 1839, og veitd stjórn Frakka honum æfilöng árs- laun fyrir. Hann var fæddur 1789. Dó 1851. nokkuð þykjast inn í rafmagnsfræði eru að spreita sig við þessa makalausu upp- findingu, að gera tilraunir við þessa myndagerð og tilraunir að fullkomna uppfindinguna, þá er margt sagt áhrær- andi nýjar upygötvanir í því sambandi. En óvist er enn hvert trúnað má leggja á allar slikar sögur. Þannig eru menn komnir fram nú þegar sem segja óþarft að viðhafa nokkra pípu til að beina x-geislanum braut. Jafnframt má geta þess, að Edison segir hulstur eitthvert nauðsynlegt og það með, að sé annað tveggja of mikið loft dregið úr pípunni, eða ofmikið af þvi eftir skilið, neyti geislinn sín ekki eins og hann annars gerir. En svo segir Edison jafnframt að engin þörf sé á þeim sérstöku pipum, sem allflestir brúka enn. í þeirra stað hefir Edison aðeins almenn raf- magnsljósa hulstur, en með sérstökum útbúnaði. A þann hátt hefir hann tekið myndir allskonar og enda gegnum málmskífur af ýmsum tegundum, og hefir honum tekist að láta geislann brjótast gegnum 6 þuml. þykka stál- plötu. Er sú við bót við frum-uppfind- inguna, útaf fyrir sig mikils virði, því þá má við þessa geisla skoða hvernig járnsmíði er af hendi leyst. Þó yfirborð hlutarins sé heilt geta verið bæði vind- bólur og feirur innifyrir, sem gera hlut- inn ótraustann. Takist Edison að beita geislanum gegnum þykkar járn og stál- plötur má koma í veg fyrir varningsvik á þennan hátt. Til þessa hefir ekki verið hægt að taka augnabliksmyndir á þennan hátt, eins og almennar ljós- myndir eru teknar nú orðið. Itrekaða geislahríð hefir þurft að senda um píp- una og 10 mínútur hafa gengið til að fá myndina gerða. En nú segir frétt frá Toronto, að þar hafi á háskólanum tek- ist að framleiða glögga mynd af málm- peningi gegnum 6faldan svartan.þykkan pappír^ með einu einasta geisla-kasti. Þannig mætti tilgreina ótal tilraunir, sem gerðar eru á flest öllum menta- stofnum í landinu og sem allar miða til að fullkomna þessa uppfinding á einn eða annan hátt. Það þykir nú ekki lengur neinn gald- ur að taka nákvæma mynd af beinun- um í líkama manns. Það gerir nú liver maður, sem hefir áhöldin til þess, og það svo greinilega að sýndar eru sprungur i beinunum, þar sem þau hafa brostið, en ekki algerlega brotnað. Högl hafa verið fundnin í fót- leggjum og handleggjum, en sem lækn- arnir áður gátu ekki fundið. Og nú nýlega fannst fín saumnál í fætinum á gamalli konu í Montreall Konan hafði lengi þjáðst af verk í fætinum, sem orsakaðist af því saumnál hafði stungist í hann og sokkið á kaf. Læknar höfðu gert tilraun oftar en einu sinni að finna nálina, en tókst ekki, en er mynd var tekin af beinunum í fætinum sást glögt hvar nálin var. lnnan stundar var skinnspretta gerð, nálinni náð og sam- stundis var þjáningunum eytt fyrir fult og alt. Beinbrot eru stundumill viður- eignar, enda margur maður, sem missir ýmist hönd eða fót fyrir það, sem virðast mætti einfalt beinbrot, eða trassaskap lækna, eða hvorttveggja. Þessi mynda- gerð eflaust kemur í veg fyrir slíkan beinamissif í mörgum tilfellum. Því til sönnunar er þess getið, að maður einn í Montreal braut mjaðmarbein sitt fyrir fleiri mánuðum síðan og hefir hann síðan verið á sjúkrahúsinu og hvernig sem læknarnir hafa þreytt við hann hefir beinið ekki fengist til að brisa saman. Yið eina þessa X-igraph tilraun í vinnustofu háskólans var hann færður þangað of skýr mynd tekin af mjaðmar- beininu, sem þegar sýndi hvað ábóta- vant var í læknisaðferðinni. Að þeirri leiðréttingu fenginni eru allar líkur til að beinið vaxi sáman ogmaðurinn verði ófatlaður, en sem lítil von var til áður. I lækna blaðinu “Medical News“ í New York, sem út kom 15. þ. m. segja 2 merkir kennarar í læknisfræði þá reynslu sinni í þessu efni. Meðal annars segja þeir frá að í mannslíkömum hafi þeir með hjálp þessara mynda fundið: 2 högl og glerbrot i hendi á manui, eir- skilding í þörmum annars manns, brot af ritblýi og gallstein í þeim þriðja, 6 títuprjóna í lifrinni á einum, og brot af pennahnífsblaði í lungunum á einum. Þetta er nægilegt til að sýna hve mikið, hve ómetanlega mikið, gagn að læknis- fræðin hlýtur að hafa af þessari upp- findingu með tíð og tíma. Þeir sem viljandi eða óviljanði eru skotnir, líða oft lítt bærilegar þjáningar þegar lækn- arnir hvað eftir annað eru að kanna sárin og leita að kúlunni. Það eru miklar likur til að allar slíkar þjáningar séu að miklu leyti yfir bugaðar með þessari myndagerð, því kúluna má æfin- lega sjá, ef ekki hvað á að gera við sár- ið. Ef til vil má og á þann veg frelsa margra manna líf, þar er tækifæri gefst að finna kúluna og ná henni áður en hún íær tækifæri til að eitra blóðið. Þó þykir þessari uppfindingu ábóta- vant, þar sem ekki er hægt að sýna glögga mynd af nema hinum efnis þéttustu hlutum líkamans. Það sem menn þess vegna eru nú að þreyta við. er,að fá X-geisla þennan til að framleiða glögga mynd af heilanum, lungum, lifur og öðrum innýflum, svo sjá megi hvað að gengur þegar maðurinn er veikur. Viðþettaer Edison nú að þreyta, að framleiða glögga mynd af heilanum, er jafnframt sýni sem mest af innra bún- ingi eyrans, svo auðveldara verði að gera við heyrnardeyfð og öllum eyrna- sjúkdómum. Svo kunnugt sé hefir hon- um ekki enn tekist að framleiða mynd af heilanum, svo, að hann sé ánægður með. Þess vegna er tæpast leggjandi tninaður á þó þær sögur berist úr öllum áttum, að fengnar séu myndir af heila mannsins. Sjái Edison ekki ráð til að gera gagnlega mynd af heilanum, er ekki að jbúast við að aðrir geri það, nema þá fyrir hreina og beina tilviljun. Nú uppá siðkastið eru öll blöð í landinu full af frásögnum um tilraunir þessa og hins og getgátur þessa og hins um það, hvaða ókunnuga afl það er, sem framleiðir þessar myndir af ósýni- legum hlutum. En greinilegasta frá- sögnin og lýsing uppfindingarinnar, sem enn er kominn, er sú í Open Court« er út kom 6. Febr. síðastl. Það blað fylgir tímanum í mörgu, ef ekki öllu, sem að vísindum lýtur, og af því það kemur út í hverri viku, verður það oft langt á undan hinum stóru tíma ritum. Og svo er í þessu efni. En í næsta út- gáfu tímaritanna stóru má búast við meir en litlu safni af ritgerðum um þessa mikilvægu uppfindingu. Uppfinnarinn, Wilhelm Konrad Röntgen, er fimtugur að aldri, fæddur í Hollandi árið 1845. Hann stundaði háskólanám á háskólanum í Zurich og útskrifaðist þaðan 25 ára gamafl. Árið 1873 var hann gerður aðstoðar-kennari við Wurzburg háskólann. Tveimur árum síðar tók hann aðal-kennara stöðu í reikningi og eðlisfræði við akuryrkju- skóla í Hohenheim. Árið 1879 tók hann kennara stöðu við háskólann í Giessen og 1888 hvarf hann aftur til Wurzburg- háskólans, tók þar -kennara-stöðu og hefir haldið henni síðan. “Þess er getið sem gert er”. Það ætti aldrei að liggja í láginni né falla niður í djúpgleymskunnar, sem vel er gert, og því skal þess hér getið— þó seint sé—, að í vetur, skömmu fyrir jólin, skutu þeir saman Dakota-íslend- ingar i Mountain- og Garðar-bygð yfir $50 handa gömlum og heilsulitlum landa, er var í vandræðum með að borga vexti af peningum, er hann hafði tekið til láns hjá einu peningalánfélag- inu móti veði í landi hans, svo ekki var annað sýnna, en þaðlenti í klóm félags- ins, hefði ekki þessijhjálp komið'á hæfi- legum tíma. Þess er lika vert aðgeta, að það var kona sem var hvatamaður að þessum frjálsu samskotum: Mrs. Kr. Hafldórs- son (Kristín [Jónsdóttir), Mountain; hún safnaði fyrst nokkru isjálf—þójekki hjá kvennfélögunum—og fékkjfsvojí lið með sér.herra BjörnJHalldórsson,||sem aldrei lætur sitt eftir liggja’þegar um hjálpsemi er að ræða, Fog'|siifnaði{harin talsverðu meðaí grannajsinna.^bæði á Mountain og þar í grendinni. En þó varð herra Hannesi Björnssyni mest á- gengt. Hann lagði á stað óbeðinn, “gekk á milli góðbúanna” svo dögum skifti og samlaði samanjmeir en upp í helming skuldarinnar—mest í Garðar- bygð— drengilega gert af Hannesi. Svo öll samskotin með þvi er]safnendur gáfu frá sjálfum sér, hrukku fyrir því er út- lánsfélagið heimtaði í það skifti, og voru viðtakanda afhent, sem þegar gat afgreitt því hina ofannefndu rentu- skuld. Þessa höfðinglegu hjálp þakkar þiggjandinn hér með innilega öUum hin um heiðruðu gefendum, sem þvi miður rúmleysis vegna ekki er hægt að nafn- greina. Honum rennur það til rifja að eiga ekki nógu vel við eigandi orð til að láta áti í þakklætisskyni, getur ekki þakkað þetta sem vert er, og hlýtur því einungis að láta sér lynda’með það, að óska af heilum hug, öllumjsem studdu að þessu kærleiksverki, bjartrar fram- tíðar, heilsu og hamingju; gnægð og gróði fylli bygð þeirra og bú. Það er ekki í fyrsta“sinn að Dakota íslendingar í ofangreindum bygðum hafa þannig hlaupið undir bagga með mönnum, sem veriðj hafa í ;kröggum í líkum kringumstæðum. ;þó þess hafi ekki verið getið opinberlega. Þetta sýn- ir fyrst, að íslendingum hér er illa við það, að landar þeirra fari á sveitina, eða þurfi að þiggja af annara þjóða mönnum; annað það, aðjþeir eru svo forsjálir búmenn, að þeirsjá hvað skuld ir, rentur, og rentu-rentur draga iUan dilk eftir sér, ekki sizt þegar eignir og ábúðarjarðir eru í veðil; og í þriðja lagi má ráða það af þeseu atferli þeirra, að Dakota-íslendingar hafa, auk síns með- fædda íslenzka gamla göfuglyndis, tek- ið dæmi af sinum sessunautum (Banda- ríkjamönnum) hvað hjálpsemivið nauð- stadda náunga snertir engu síður en framkvæmdum þeírra og dugnaði. Húrra fyrir Dakota-íslendinga ! Lengi lifi Dakota-íslendingar ! Mountain, 20. Janúar 1896. Y. gtórbreyting á munntóbaki. TUCKETT'S T & B Mahog,any. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & B. tinmerk sé á pIötHnni. Tilbúið af The Geo. E. Tugkett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Allir á sig'lingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & CO. 5«« Iflain Str. horninu á Pacifie Ave. Fötin sniðin, saumuð, ogútbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. Gullrent úr fyrir 37.50 Viltu fá góð kaup ? Viltu fá hið besta úr sem fæst fyrir þetta verð? Hik- aðu ekki við að segja já. Sendu. okkur þessa aug- lýsingu með nafni þínu og utanáskr- ift, og láttu okkur vita hvort þú vilt kvenmanns eða karlmanns, open eða hunting Case- úr, og viðskulum senda þér hið besta úr sem hægt er að fá fyrir þetta lága verð. — Úrin eru gullrend með 14 k. gulli, og verkið gott American Nickelvork_ sem ver ábyrgj- umst að endist 20 ár. Úrið gengur reglu- lega og vel og lítur út eiris og $50.00 úr. Þu skoðar úrið hjá Express Ágentinum og ef það er eins og því er lýst og þú á- lítur það kaupandi, þá borgar þú hon- um $7 50 (heildsöluverð), og burðargjald á því.—Ef þér lýzt ekki á þa,ð. þá taktu það ekki. Við viljum selja fljótt og mik- ið með litlum gróða á hverju fyrir sig. Við seljum að eins góð úr. Þegar þú biður um úr, þá strykaðu út það sem þú vilt ekki hafa af því sem á eftir kemur : Send me—Hunting—OpenFace—Oentt —Ladiee—Walch. — Ef þú vilt fá $3.50 festi með úrinu fyrir 50c. þá láttu þess getið. — Sendið til The Universal Watch & Jewelery Manuf. Co. Depot 68—508 SchUler Theatre. [Verðlisti fri.] Chicago, 111. FRANK LESLIE’S OPULAR MONTHLY Contalns each Month : Orlglnal Water Color 1 Frontlapiece ; 128 Quarto Pages of Readlng' Matter; 100 New and liigh-class lllu.stra-, tions; More Llterary Matter and lllustra- tlons than any other Magazine in America , 25 cts.; $3 a Vear. , Frank Leslie’s Pleasant Hoursi FOR BOYS AND CIRLS. A Brlght, Wholesome. Juvenile Monthly. Fully illustrated. The best writers for young people oontribute to It. 10 cts.; $1 a year. ( SEHD ALL SUBSCRIPT10HS T0 The llein.skringla Prtg. & Puhl. Co. > You want to get Frank Leslie’s i Popular Monthly and the Hei.ns- | kringla one year for $1.25 Undoubtedly the Best Club Otfers ! tW Send to Frank Lealie’a Publishina Tlouae, iV. 7., . for New Jllustrated Premium List, Free.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.