Heimskringla - 19.03.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 19. MARZ 1896.
NR. 12.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG 12. MARCH.
Á almennum fundi repúblíka í lowa
í gær yar senator W. D. Allison kjörinn
dil að vera í boði sem forseta-efni Banda-
ríkja á þjóðfundi repúblíka í St. Louis í
sumar.
Þjóðþingsmenn Bandaríkja tala um
að fá, póstgjald fyrir venjuleg sendibréf
fært niður í 1 cent, úr 2.
Stjórn Kínlands hefir ákveðið að
senda “Bismark Kínverja” — Li Hung
Chang, til Pétursborgar til að vera við
krýningu Rússakeisara. Er álitið að
það hafi einhverja mikla þýðingu, sem
almenningi er ekki kunnugt um hver er
I sömu ferðinni ætlar hann að koma við
í öllum stjórnarsetrum Evrópu.
Óvanalegt snjófall og þýða rétt á
■eftir, hefir ollað flóði miklu og þar af
leiðandi tjóni á Þýzkalandi og í Austur-
ríki.
Nú þykir nokkurn vegin víst orðið
að fregnirnar um Nansen hafi verið
hæfulaus uppspuni. í London er nú
talað um að senda menn til að fregna
um hann á komandi sumri, ef ekkert
íréttist frá honum í millitíð. Er ætlast
til að leitar menn fari landveg norður
um Síberíu, alt á nýrðsta höfðann.
Sagt er að Bretar séu að ganga á
milli Spánverja og Bandaríkjamanna og
samtímis að reyna að semja um frið
fyrir hönd eyjarskeggja og fylgi það, að
þeim sé veitt tiltölulegt sjálfræði í sín-
um sérstöku málura. Hvað hæft er í
þessu er ósýnt enn.
FÖSTUDAG 13. MARZ.
Efrideild þjóðþings Bandaríkja ger-
ir lítið annað þessa dagana en að ræða
um, hvort efri deildin eigi eða eigi ekki
að samþykkja óbreytta ályktun neðri-
deildarinnar áhrærandi viðurkenning
'Cubamanna. Só ályktunin viðtekin,
verður hún sameiginleg þingsályktun
og þýðir það, að Cleveland forseti verð-
ur neyddur til að framfylgja henni.
Meðal þeirra sem mæltu móti viðtekt
hennar í gær, voru D, B. Hill og John
Sherman. Aðalástæða beggja var sú,
að eins og væri næðu ályktaniriiar til-
gangi sínum.
Frumvarp til laga var borið fram á
þjóðþingi í gær, er veitir ákveðnum
mönnum leyfi tii að tengja stórvötnin
ir. n. Ward.
Nærri
olwknandi.
Ákafur hósti. Engin hvild dag eða nótt.
Læknarnir gefast upp.
Lífinu bjargað
Með því að brúka
AYEB’Q CHERRY
Hl tn 0 PECTORAL.
“Fyrir nokkrum árum fékk ég á-
kaflega slæmt kvef með mjög slæmum
nósta, svo að ég hafði engan frið dag
eða nótt. Þegar læknarnir voru búnir
að gera alt við mig sem þeir gátu,sögðu
þeir að ég væri ólæknandi og hættu við
mig alveg. Kunningi minn, sem hafði
heyrtgetiðum kringumstæður mínar,
sendi mér flösku af Ayers Cherry Pec-
toral, sem ég fór þegar að brúka, og
sem þegar frá byrjun gerði mér mikið
gott. Þegar ég var búinn með úr flösk-
unni var ég orðinn alheill. Ég hefi ald-
rei haft mikinn hósta síðan og hefi þá
skoðun, að Ayer’s Cherry Pectoral hafi
lækneð mig. — W. H. Ward, 8 Quimby
Ave., Lowell, Mass.
Ayer’s Cliery Pectoral
Hœstu verdlaun a heims-
syning’unni.
Aycrs Pills hið bsstahrcinsunarmeða
og Atlantshaf með skipaskurðum með
20 feta vatnsdýpi. Ötofnféð er SIO milj.
Flutningsmaður frumvarpsins var sena-
tor H. C. Hansborough frá N. Dak.
Albertamenn vilja fá Albertahérað
tekið í fylkjasamband Canada með full-
um fjdkisréttindum.
Ófriðarhorfur eru sagðar í Egyfta-
landi. Dervishes í upphéruðunum með-
fram Nílfljótinu hafa að sögn í huga að
efna til herferðar niður með fljótinu.
Af því svo vel hefir gengið í Abyssinia,
hugsa þeir sér nú að reyna að brjóta
Egyftaland, eða einhvern hluta þess,
undir sig. Af þessu leiðir að Bretar
líklega mega senda herflota upp eftir Níl
í annað sinn.
Uppreistinni í Nicaragua er um það
lokið. Stjórnarsinnar mega betur í einni
viðureigninni eftir aðra.
Fréttir frá Manitoba birtast nú á
hverjum degi í blöðum eystra, bæði í
Canada og Bandaríkjum, þess efnis, að
verði umbóta lögin fyrir kaþólika sam-
þykt, gangi fylkið úr sambandinu.
Opinberlega er ekki um neitt slíkt talað
hér, þó fregnirnar allar séu sendar frá
Winnipeg. Þetta er bara ein flugu-
fregnin, alveg hæflaus.
LAUGARDAF, 14. MARZ.
Forsetakosningasóknin í Banda.
ríkjum má nú heita hafin. Almennir
fundir tilað undirbúa málin, velja um-
sækjendur o. s. frv., eru nú haldnir á
hverjum degi í einu ríkinu eftir annað.
R. A. Davis, auðmaður í Chicago,
sem fyrir 25 árum síðan var stjórnar-
formaður í Manitoba, ^sekir um hjóna-
skilnað.
Herforingi Itala í Ahyssina, Bara-
tieri að nafni, viðurkennir nú að ófar-
imar miklu um daginn séu klaufaskap
sínum að kenna.
I gær byrjuðu menn að tefla skák,
þannig, að :annar taflmaðurinn er í
London, en hinn í New York. I hvert
skifti sem leikið er, er hreyfingin tele-
graferuð yfir hafið og tekur það að eins
15 sek., eða \ úr mínútu.
Hermenn Breta í Egyftalandi hafa
fengið ótvíræða skipun um að halda af
stað nú þegar upp með Níl, alt til hér-
aðsins Dongola og fyrirbyggja væntan-
lega uppreist þar efra.
Tyrkjum hefir lengi verið illa við
enskumælandi kristniboða í Armeníu
og annarsstaðar 1 ríki sínu, af því þeim
er gjarnt til að skrifa kunningjum sín-
um og vinum heima og lýsa ástandinu.
Nú er líka sagt að stjórn Tyrkja sé að
hugsa um að gera þá alla ræka úr ríki
sínu og banna þeim að koma þangað
framvegis.
Gömul og gagnleg skjöl áhrærandi
Venezuela-Guiana landamærin, berast
nú Venezuela-nefnd Bandaríkjastjórnar
á hverjum degi. Nefndin getur ekki
lengur kvartað um að hana vanti verk-
efni.
MÁNUDAG, 16. MARZ.
Ráðherra utanríkisstjórnardeildar-
innar í Austurríki, Goluchowki greifi,
hefir verið á fundi með Vilhjálmi Þýzka
lands keisara undanfarna daga, og hefir
farið svo vel á með þeim, að keisarinn
sæmdi hann með eigin hendi æðsta heið
ursmerki Þjóðverja, gull-aranum. Á
þessum fundi var það afráðið,að banda-
lagið þrefalda skyldi ehki slitið, þó ít-
ölum hefði gengið illa í Abyssinia.—
Bandalagið heldur þannig áfram óskert
og jafnframt fullyrt að Goluchowki
hafi fengið loforð keisarans um að vera
Bretum hlyntari en nú um tima, því
það álíta Austurríkismenn ómissandi,
ef bandalagið á að standa.
Uppþot mikið átti sér stað á ríkis-
þingi Þjóðverja á föstudaginn var. Var
það í tilefni af þeirri tilkynningu, að
rannsakað yrði athæfi Dr. Carl Peters,
Áfríkufarans þýzka, er lét árið 1891
liengja karl og konu af svertingjaætt-
um í Afríku, án nokkurra verulegra
saka. Á meðan uppþotið stóð var Dr.
Peters kallaður “vitlaus maður”,
“morðingi” o. s. frv. og heimtað að
honum væri vikið úr stöðunni sem for
seta Austur-Afríku-félagsins þýzka.
"Gods American Volunteers” (guðs
amerikanska sjálfboðaliðið) er nafnið á
hinum nýja sáluhjálparher, sem Ball-
ington Booth ætlar sér að koma upp í
Bandaríkjunnm.
Á föstudagskvöldið var sást tii
halastjörnunnar, sem hinn 11. þ. m.
átti að reka sig á jörð vora, og eins og
,Ulfar sterki, að gera “slurk, undir móa
harði”! Það sást til hennar frá stjörnu
turninum í Washington ; var þá á suð-
urleið og stefndi burtjfrá jörðu.
Italskur herforingi er að semja um
VEITT
SÆSTU VERÐLAUN A IIEIMSSVNINGUNN
DR,
BAKIING
PöWDfR
IÐ BEZT TILBÚNA
Óhlönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.
frið og samvinnu við Menelek konung í
Abyssinia. Til að sýna honum hvað
vel hann væri staddnr, lét Negus (kon-
ungur) Menelek 100,000 hermenn sýna
ganga fram hjá ákveðnu stöðusviði,
alla vel búna að vopnum, og að því
búnu sýndi hann Itölum vistaforða
sinn, sem J>eir höfðu áður haldið að
væri á þrotum. Þeir hafa aðra skoð-
un nú.
Fregn frá Ottawa segir að Joseph
Martin muni leggja niður opinher störf
nú þegar yfirstandandi þing er rofið.
Hann ber fyrir að hann geti ekki gengt
prívat-störfum sínum og bíði skaða við.
Mark Twain flytur nú fyrirlestra á
Indlandi. VaríBombayí vikunni er
leið. 1. Apríl fer liann af stað frá Ind-
landi til Afríku.
Það er ráðgert nú að hrífa North-
ern Pacific-brautina úr höndum stjórn-
arinnar aftur og láta hana standa á
eigin merg. Tekjur félagsins fara svo
vaxandi að það þykir ekki lengur á-
stæða til að láta dómstólana hafa stjórn-
in. Til þess að koma félaginu á lagg-
irnaa með nýjum eigendum, þarf §345
milj. í skuldabrófum.
ÞRIÐJUDAG, 17. MARZ.
Óvanalegur hiti hefir verið í Astral
íu undanfarna viku eða meir, alt að
130 stig á Fahr. í skugga. Á einum
degi létust 80 manns út hita í borginni
Sidney.
Bretar hafa fengið samþykki stór-
veldanna til að senda herafla upp Nílár-
dalinn til Dongola-hóraðs, til móts við
óeirðarseggina.
Fregnir frá Evrópu segja að Bret-
ar muni gengnir í bandalagið með Þjóð-
verjum, Austurríkismönnum, og Itöl-
um, eða ef ekki beinlínis gengnir í það,
séu þeir þá samt stuðningsmenn þess.
Breskt gufuskip sprakk í loft upp á
Congo-fljótinu í Afríku 7. Marz og fór-
ust þar 40 manns,
Hvenær er yfirstandandi kjörtíma-
bil sambandsþingsins á enda ? var
spurning, sem rætt var um á Ottawa-
þingi í gær. Sumir héldu því fram að
æfi þingsins væri úti 25. April næstk.,
en aðrir 3. Júní. Hæstaréttardómararn-
ir eiga að útkljá þetta mál.
MIÐVIKUDAG, 18. MARZ.
I dag verða greidd atkv. um þaðá
samhandsþingi, hvort umbótalagafrum-
varpið skuli lesið í annað sinn eða ekki.
Gullnámur eru fundnar i grend við
Prince Albert norðvestra, — í Saskat-
chewandalnum.
Fregn frá Venezuela til blaðsins
“World” í New York segir, að lítill efi
þyki á að Bretar séu að senda herskip
til Venezuela, til að framfyigja kröfum
sínum.'Sé það tilgangurinn er búizt við
að tekið verði á móti.
PAIN-KILLER
THE GREAT
Family Medicine of the Ag:e.
Taken Internally, ItCures
Diarrhœa, Cramp, and Pain in the
Stomach, Sore Throat, Sudden Cotds,
Coughs, etc., etc.
Used Externally, ItCures
Cuts, Bruises, Burns, Scalds, Sprains,
Toothache, Pain ín the Face, Neuraigia,
Bheumatism, Frosted Feet.
No Rrticl© ever attalned to such unboundad popular-
ity.—Salem Observcr.
We can bear testiraony to the efflcacy of the Paln-
Killer. We havo secn its maRÍc effocts in Boothin>; tho
Bcvorcst pain, and know it to bo a good article.—Cincin-
nati Dispatch.
Nothinn has yet surpassed the Pain-Killer, which is
the raost valuable family medicinenow in uso.—Tcn nesscc
Organ.
It has real merit; as a menns of removing pain, no
medicine has acquired a reputation equal to Perry Davls'
Pain-Killer.—Newpoxt Nevs.
iv>ware of imitations. Buy only the genuine "Perby
I)AV*a ” Sold «vei ywhere: lurge bottlos, 25c.
Frá löndum.
KAFLI ÚR BRÉFI FRÁ MOUNT-
AIN. N. DAK., DAGS. 7. MARZ :
.... “Eins og lög gera ráð fyrir fóru
fram township-kosningar í Thingwalla-
township á þriðjudaginn 3. þ. m., 1.
þriðjudag i Marz, og fór alt fram ofur-
rólega. Kosningu hlutu: Supervisors
S. J. Sigfússon (formaður), M. Einars-
son, Jakob Eyjörð; ritari E. F. Björn-
son; féliirðir H. F. Reykjalín; virðinga
maður J. Jónasson; friðdómari M.
Snowfield; sáttanefndarmenn : E. Thor-
waldsson, Th. Thorlackson, Joh. Jón-
asson, Jakob Eyfjörð ; lögregluþjónar :
B. B. Halldórsson, S. A. Sigfússon. —
Tíðin hefirverið hin ágætasta þangað
til í vikunni er leið, að snjóaði allmikið.
—Nýlega hrann íhúðarhús herra Hann-
esar Snæbjarnarsonar í Crystal ásamt
öllum húsbúnaði. E;gnatjónið er met-
ið á $2000.
Kenslá ferfram nú i báðum skól
unum í þessu skólahéraði (64) og höfum
við tvo ágæta kennara, sem eru : Miss
L. Eyford og Mr. R. Marteinsson.
Eftirfylgjandi skýrsla sýnir fjárhag og
ástand skólahéraðsins i lok Desember-
mán. síðastl:
SKYRSLA
féhirðis Eyford skólahéraðs, No. 64,
Pemhina county, North Dakota, fyrir
fjárhagsárið frá 1. Jan., 1895 til 31.
Dec. 1895:
TEKJUK :
í sjóði yið byrjun ársins 56.00
Tillag úr ríkissjóði.. 743.04
Tillög skólaliéraðsins fyr-
ir árið ásamt útistand-
andi tillögum frá f. á. 580.9Q
Samtals fyrir árið.... 1384.94
ÚTGJÖLD:
Borgað fyrir hússtæði,
húsgögn etc............ 50,00
Áhöld til skólans:..... 40,50
Kennarakaup........... 555,00
Tilumsjónarmanns skól-
ans ................... 60,00
Ófyrirsjáanleg gjöld.... 26,25
Yms gjöld, sem ekki hafa
áðmv-i'rið tslin...... 192,61
Samtals fyrir árið.... 924,36 924,36
í sjóði yið árslok.... 46058
SPANISH FORKS, 10. MARZ, 1896.
(Frá fréttaritara vorum.)
Síðan ég skrifaði síðast, hefir fátt
markvert skéð. Samt má geta þess, að
frá því um miðjan Janúar og til hins
fyrsta þ.m. yar tíðin hér um pláss hið
mesta öndveigi. Siðari partinn af Febr-
úar fóru bæDdur hér alment að sá og
plægja akra sína, og munu flestir hafa
lokið hveiti sáningu fyrir mánaðar
lokin, og nokkrir sáðu höfrum líka.
Um síðastliðin mánaðamót skifti
aftur um tíðarfarið, og hafa síðan geng-
ið hálfgerðir umhleypingar, samt ekki
mjög kalt, en snjógangur töluverður
með köflum. Lítill snjór rétt sem stend-
ur, og heldur útlit fyrir staðviðri.
Heilsufar má kalla í meðal-lagi;
hefur gengið hér um tíma einhvers
konar barnaveiki, samt ekki mjög skæð.
og fá dáið.
Hinn 15 f. m. andaðist að heimili
sínu við Castle Gate hér í Utah, bónd-
inJóhannes Jónsson, tæpra 30 ára að
aldri. Hann var fæddur að Presthús-
um í Mýrdal í V. Skaftafellssýslu 1866,
sonur Jóns bónda Ögmundssonar og
Sigríðar Björnsdóttir, sem þar bjuggu
fyrir eina tíð. Hann flutti ungur með
föður sínum til Vestmannaeyja, og ólst
þar upp, og þaðan fluttist hann til
Ameríku 1892, og hefir dvalið hér síðan,
fyrst í Spanish Forks og síðustu 3 árin í
Castle Gate.
Jóhannes sál var hinn mesti myndar
maður og hoztidrengur. og er hans því
sart saknaö af vinum nans, og öllum er
hann þektu. Hann lætur eftir sig
ekkju—Maríu Guðmundsdóttir frá Bata-
víu—og 3 ung börn.
Nú hefur löggjafarþing vort setið
við þingstörf á þriðja mánuð, en lítið
merkilegt hefur þar verið starfað. Marg-
ir eru þeirrar meiningar, að gjörðir
þessa fyrsta state löggjafarþings, verði
þinginu í heild sinni til iítils heiðurs, og
fólkinu til lítilla framfara. En þó svo
fari, sem máske verður ekki, þá verður
varla Demokrötum þar um hægt að
kenna, því þeir eru í minni hlutanum.
Um næstu mánaðarmót, verður af
nýju farið að hreifa við þólitíkinni aftur
hér eins og annarstaðar. Hið fyrsta
sem gera þarf, er að kjósafulltrúa til að
fara á flokksþing Republika í St.
Louis í Júní næstkomandi.
Kennari
getur fengið stöðu við Thingvalla skóla
fyrir 6 mánuðl; kennslan byrjar 1. Apr.
næstkomandi. Umsækjandi verður að
hafa staðist próf, og fá “certeficate” sitt
samþýkt af kenslumálastjórninni í Re-
gina. Gott kaup horgað kennara sem
heldur 1. eða 2. class certificate. Send-
ið tilboð .vðar strax. Öllum umsóknum
svarað fljótt.
Churchbridge, Assa, 29. Febr. 1896.
G. Narfason.
TAKIÐ EFTIR!
Ég hefi nýlega sett upp húð á horn-
inu á Nellie Ave. og Ness Str., og von-
ast eftir að geta selt eins ódýrt og aðrir,
og máské ódýrar. Komið og sjáið áður
en þið leitið annarsstaðar.
Ég útvega stúlkum vistir, og geta
þær sem vanta vistir vitjað min.
Búðin er á horninu á NELLIE
AYE. & NESS STR.
Guðbjörg Þorbergsdóttir.
4
\
\
4
4
4
)
Agœtar
Premiur!
Kaupið og borgið Heimskringlu !
Tilboð sem þið getið ekki gengið framhjá !
I
i ----
4 Nyir kaupendur
4
4
4
)
fá Heimskrixglu og Öldina
þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld-
inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsíður), sem inniheldur
allar sögur herlæknisins,
eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir
að eins $2,75 fyrirfram borgað.
! Allir Kaupendur
t
4
4
\
4
4
4
4
4
bpir CATTl hfITO’51 1111 eða hafa þegar borgað þennan
-1 cll bdll UUIj_,cl Ilu nýbyrjaða (10.) árgang Heims-
kringlu,—eða þeir sem borga upn gamlar skuldir sínar og fyrirfram
fyrir þennan árgang, — eða þeir sem gerast nýir kaupendur og
borga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu hækur með þeim skil-
yrðum, sem sagt hefir verið, og að auki endurgjuldslaust söguna
Mikae! Strogoff,
The Heimskringla
Prtg. & Pubf Co.
4
4
4
4
4
4
4
sem hafa borgað blaðið eða
borga það nú upp að 1. Jan.
1896, eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru,
geta fengið eina eða fleiri ai bókum þeim, sem hér eru taldar, með
því að senda oss, auk borgunar fyrir hlaðið, upphæð þá, sem stend-
ur aftan við þá bók eða bækur, sem þeir velja sér :
“Peoples Atlas,” landakort raeð aHskonar
fróðleiiv um löndin, 124 bls. 20 'c,.
“Pictures of all Countries,” með skýringum
yfir hverja mynd, 256 bls. 20 c.
“United States History,” með myndum
607 bls. 15 c.
“Standard Cook Book,” 320 bls.............. ]0 c.
“Gems of Poets,” 200 bls...................15 c.
“Ladies Home Companion,” mánaðarblað,
24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið.
Allar þessar bækur eru þess vel virði, að þær séu á hverju heimili,
og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir burðar-
gjald og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók,
og Pictures of all Countries er einkar skemtileg bók. Ladies Home
Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 bls hvert hefti
vanaverð $1.00 um árið. Það er ómissandi blað fyrir alt kvenfólk
sem vill fylgja með tímanum í öllu sem til heimilis og klæðnaðar
heyrir. — Allar þessar bækur eru til sýnis á skrifstofu blaðsins.
4
4
í
4
4
innfesta í kápu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan
Febrúar. Saga þessi, sem er að koma út í dálkum Heimskringlu,
er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf-
und Jules Verne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í íslenzku
blaði hefir birtst. Bókin verður um hdlft fjúrða hundraö blaðsíður
að stærð, og verður send til allra, sem hafa áunnið sér tilkall til
hennar, þegar hún er komin út, þeim að kostnaðarlausu.
Tilboð þetta stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki
lengur en til 31. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef
upplagið þrýtur fyrir þann tíma.
Sendið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af
sögunni er útgengið. Vér höldum lista yfir alla, sem borga og
ávinna sér tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í
þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum.
Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir liafa
sent borgunina.
7// / f/flY! /] f Engin blöð af þessum árgangi verða
í FF J1 Cf O • send til íslands, nema kaupendur þeirra
horgi allar eldri skuldir og fvrirfram fyrir þennan árgang. Borg-
anir þurfa að vera komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim
sem ætlast til að blaðið verði sent heim með næstu ferð.
Verð blaðsins heimsent er $1.00 fyrir þá sem einnig kaupa
blaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sem að eins kaup það til heimsend-
ingar.