Heimskringla - 19.03.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 19. MARZ 1896.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The lleimskringla Prtg. k Pnbl. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
82 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] 81.
••••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
••••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P.O. líox 305.
Dauphin
t>að sannast nú sem oftar.að Green-
waystjórninnieru mislagðar hendur. I
fyrra þegar verið var að biðja hana að
ábyrgjast vöxtu af 85,500 á míluna i
Suðausturbrautinni, var sú upphæð tal-
in hófleysislega miki), af því að landið
sem brautin legðist um væri slétt og
þar af leiðandi kostnaðarlítið að byggja
hana. Nú endurtekur hún sitt fyrri
ára boð, lítillega rýrt, og býður að á-
byrgjast 4% vöxtu í 80 ár af 81 milj.
eða 88,000 á hverja mílu brautarinnar,
en þær eru áætlaðar 125. Að auki á-
byrgist hún að þessi hluti stofnfjárins
($8000 á miluna) verði skilvíslega greidd-
ur að 80 árum liðnum, og fær svo fyrsta
veðrétt í brautinni og því sem henni til-
heyrir. Til þess að fá þessa hraut bygða
tekur stjórnin upp á sig ábyrgð, ernem-
ur $2,200,000, þó henni fyrir 2 árum síð-
an, eða því sem næst, þætti ekkert vit í
að veita styrk og taka upp á sig ábyrgð
i sambandi við Suðausturbrautina. er að
öllu samlögðu svaraði $l£ milj. Sú
braut hefði orðið alt að því eins löng
eins og þessi til Dauphin og fylkinu í
heild sinni miklu gagnsmeiri, þar eð hún
átti að verða hluti af brautinni sem ver-
ið er að byggja frá Superiorvatni vestur
að Skógavatni. Það er líklega áþekk-
um kostnaði undirorpið, að byggja
brautina til Dauphin eins og þá austur
að Skógavatni. Sléttan er hin sama
hvora leiðina sem farið er, en ef nokkuð
er, er skógurinn minni á svæðinu út að
Bauphin. Af því er auðsætt að hafi
$5,500 á míluna í Suðausturbrautinni
verið hóflaus upphæð, til að ábyrgjast,
þá er ekki siður hóflaust að ábyrgjast
$8,000 á m:luna í Dauphinbrautinni.
Það er þess vegna ekki ástæðulaust
þó einhverjum detti í hug, að hér ein-
hversstaðar sé fiskur undir steini, af því
járnbrautaráðmenska Greenways frá
upphafi til enda gefur greinilegar ástæð-
ur til þess. Annað það sem eðlilega
kveikir grunsemi er það, hve litlar upp-
lýsingar stjórnin enn hefir gefið þinginu
áhrærandi þessa braut eða félagið, sem
ætlast er til að byggji hana. Þinginu
hefir [enn (16 Marz) ekki verið til-
kynt nöfn nokkurra þeirra manna, er
fyrir félaginu standa, og ekki gefin
minsta hugmynd uifi stofnfé félagsins
og hvað mikið af því er innhorgað. Því
síður eru til nokkurákvæðisvokunnugt
sé um 'lestagang fyrirhugaðan, vöru-
flutningsverð o. s. frv. Alt slíkt Þykir
nauðsynlegt að kunngera þingmönnun-
um, en það gerði Greenway ekki. Hann
eða st/órn hans hvaðst taka að sér alla
ábyrgð sem leiddi af þvi. að þingmenn
voru þannig látnir greiða atkvæði um
þess fjárveitingu blindandi.
Mr. Fisher andæfði þessari fjárveit-
ingu ekki síður en Roblin, en svo bar
alt að sama brunninum, hvað úrskurð
snerti, i þassa sém öðru. Til þesserlíka
fjöldinn að baki Greenways, að sam-
þykkja alt sem hann fer fram á, án
nokkurs tillits tilréttlætis. Auk þess.er
Mr. Fisher flutti all-langt mál um þessa
járnbrautargerð á þingí, hefir hann nú
ritað langt mál um þessa járnbraut í
dagblöðin. í þessu bréfi segir hann
eftir kunnugum mönnum, að væri braut-
in bygð frá vagnstöðinni Arden á Man.
norðvestur-brautinni, um 40mílur vest-
ur frá Portage la Prairie. mundi ekki
Kosta meira en 86,500 að byggja hverja
eina mílu í brautinni, eða $1,500 minna
en upphæðin sem fylkisstjórnin tekur að
sér að ábyrgjast í 30 ár. Aftur er kostn-
aðurinn nokkru meiri sé bygt frá Port-
age La Prairie, og sem líklega verður,
til þess að þessi fyrirhugaða braut geti
náð sambandi við bæði C. P. R. og N.
P. R. félögin, en sem ekki er hægt frá
Arden eða öðrum stöðum í grendinni.
nema með þeim kjörum sem Man. Nv.
fólaginu vel líka. En svo hefir þetta fé-
lag leyfi sambandsstjórnarinnar til að
gefa út skuldabréf, er svari $20,000 á
hverja mílu, eða 812,000 umfram þau
88,000, er Greenway ábyrgist. Séu þau
skuldabréf öll seld fyrir þó ekki væri
fyrir nema 90 cts. dollars virðið, gefa
$12,000 af sér $10,800, er að viðlögðum
$8,000 Greenways gefur félaginu $18,800
á hverja mílu af hraut, sem frá Portage
La Prairie mundi ekki kosta meira en
$10,000 mílan. Af þessu sést hve bráð-
nauðsynlegt, eða hitt þó helfiur var, að
fylkið gengi í ábyrgð fyrir $8,000 á mil-
una.
En svo er enn önnur hlið á þessu
máli. sem Mr. Fisher opinberar í bréfi
sínu. Og þegar hún er athuguð sézt,
að ástæðan fyrir Greenway að veita
svona mikinn styrk, minkar enn meir.
Þegar sambandsstjórnin í fyrra breytti
ákvæðunum um styrkinn til Winnipeg
og Great Northern félagsins, þannig, að
það fengi helminginn, eða $40,000 á ári
(í 20 ár), undir eins og brautin væri full-
ger út til Lake Dauphin eða þeirrar
grendar, var svo ákveðið, að ef Wpg. &
Gr. N. félagið ekki bygði brautina til
Dauphin í tæka tíð, en að til þess yrði
annað félag, fengi það féiagið sem braut
ina bygði, hinn ákveðna styrk. I sama
skifti var endurnýjað leyfí félagsins, sem
Greenway nú er að hjálpa, rétt eins og i
því augnamiði,að það tæki við, ef Wpg.
& Gr. N. bilaði. Það félag er nú að
vísu að fá frest sinn til að byggja braut-
ina lengdan, en það er nokkurnyegin
auðsætt, að ekki verða báðar brautirn-
ar bygðar á sama sviði sama sumarið,
Eftir því sem Fisher hefir heyrt, er
Greenwayfélagið nú þegar tilbúið að
taka til starfa (undir eins og fylkisstjóri
hefir staðfest lögin um styrkinn) og má
því að líkum telja víst, að það verði á
undan hinu með brautina út til Dauphin
og að það svo auðvitað geri kröfu til
$40,000 á ári í tuttugu ár úr sambands*
sjóði. Fáist það, sem litlum efa sýnist
undirorpið, eftir því sem um er búið.fær
félagið hjá sambandsstjórninni nóg fé
til að borga vöxtu af öllu stofnfénu á
100 mílum að minsta kosti og að auki
$32,000 til $40.000 á ári frá Greenway-
stjórninni.
Af þessu er augsýnilegt, hve mikið
lífsspursmál það var fyrir Greenway-
sijórnina að taka upp á sig ábyrgð, er
nemur alt að $2,200,000, til að fábraut
bygða, sem er innan handar að verða á
undan Wpg. & Gr. N. brautinni út til
Dauphin og um leið að fá þann styrk
sambandsstjórnarinnar, sem nægilegnr
er til að borga vöxtu af sem næst öllu
stofnfénu í brautinni sjálfrí um 20 ár ?
Þegar þetta alt er athugað, þá er ekki
undarlegt þó Mr.Fisher komist að þeirri
niðurstöðu.að hér sé tækifæri fyrir hlut-
aðeigendur að stinga í sína eigin vasa
svo sem % milj. dollars í gulli, — að um-
hverfa þessum væntanlega tvöfalda
sjórnarstyrk í skotsilfnr handa sér.
Þeir þurfalíkaaðvændumað “traktera”
vinina sem flytja þessi mál á þingi og
gera þeim mögulegt að græða fé þannig
ákostnaðhins opinbera.
Það hafði enginn á þingi á móti, að
stjórnin styddi að byggingu brautar-
innar, því að það er sjálfsagt enginn
maður andvigur því, að járnbrautir
verði sem flestar og mestar í fylkinu.
Það er ráðsmenskan, sem fundið er að.
Því verður ekki neitað svo gagnleg neit-
un sé, að það lítur ískyggilega út, þegar
ein stjórn eitt árið segir hóflaust að
ábyrgjast 85,500 á míluna í járnbraut,
sem innan tveggja ára hefði getað
myndað óslitna braut að stórvötnunum
og sem lofaði stórum niðursettu vöru-
flutningsgjaldi, en mæla svo með, skil-
yrðislaust, að því er þingi er kunnugt,
að fylkið ábyrgjist $8,000 á míluna í
braut, semekkihefirannaðsér tilágætis,
en að hún leiðir að frjósömu héraði sem
óðum er að byggjast, og að saltnám-
um. sem þá verða ef til vill hagnýttar.
Það er þýðingar mikil braut vitaskuld,
en þýðingarmest þó fyrir ákveðið hérað,
þar sem suðaustur brautin aftur á móti
hafði mesta þýðinguna fyrir fylkið í
heild sinni. Það er þess vegna ekki að
ástæðulausu að mönnum virðist að hér
sé fiskur undir steini. Það er vitaskuld
ekki við fiðru að búazt. Járnbrauta
ráðsmenska Greenways hefir öll verið
þessu lík frá upphafi og hún vitanlega
verður þannig til enda. Það kemur
aldrei dúfa úr hrafnsegginu og aldrei
heldur ærlegur járnbrautar samningur
frá Greenway-
Kosninga-lögin.
Það kom til tals á fylkisþinginu, að
breyta þe m hluta kosningalaganna, er
höndlar um skrásetning kjósenda, kom
fram formleg uppástunga um að hreyta
aðferðinni. En einsog auðvitað mundi
var hún feld með stórum atkvæðamun.
Ráðherrarnir, einn á fætur öðrum risu
á fætur og sögðu hin gildandi lög hin
beztu sem fáanleg eru og það auðvitað
hreif. Hvað svo sem skoðun fylgis-
manna þeirra leið, ef þeir annars höfðu
nokkra skoðun, var sjálfsagt að vera á
sama máli og Greenway. Af því kjör-
3krárnar voru skammlaust útbúnar í
stöku stað, fanst þeim það sönnun fyr-
ir ágæti laganna. Það er með öðrum
orðum, svo gott sem að segja, að af
því lögin ekki banni réttlátum mönnum
að gera rétt, þá séu þau eins vel ur
garði gerð, eins og við verði búizt. Þeir
héldu því og fram, ráðherrarnir, að
þessir seinustu kjörlistar hefðu yfir höf-
uð að tala verið einna bezt gerðu list-
arnir í Canada. Þegar litið er á hvern-
ig þeir voru úr garði gerðir f Norður-
Winnipeg, þar sem um eða yfir 400
menn varu sviftir atkvæði; í Emerson
þar sem 14 menn voru settir á kjörskrá,
en sem enginn þekti; í Morris. þar sem
fleiri tugir nafnkunnra bænda voru
skildir eftir og þeir einir tíndír úr, sein
kunnir voru að, að hafa skoðun and-
víga stjórnihni; í Brandon, þar sem
andvígismenn stjórnarinnar, sem nafn-
kunnir eru í héraðinu, voru skildir eft-
ir, en í þeirra stað settir á kjörskrá
þeir menn, er samkvæmt lögunum áttu
ekki kosningarétt; í Dauphin, þar sem
12 menn af 14 voru sviftir atkv. eftir
að nafnkunnur maður í héraðinu hafði
aflagt eið fyrir hvern einn út af fyrir
sig. Yitandi af þessu og fleiru sams-
konar halda ráðherrarnir því fram, að
kjörskrárnar séu einar hinar beztu í
landinu og þess vegna ekkert vit í að
breyta lögunum. Sé það satt, að þess-
ar síðustu kjörskrár séu einar hinar
beztu í landinu, þá er ástandið sannar-
lega ískyggilegt og því meiri ástæðan
til að einhver byrji að breyta til batnað-
ar, — að verða fyrirmynd. Sé það aft-
ur á móti ekki satt, sannar það einu
sinni enn, hve f rábær er ósvifni Green-
wayinga í að fara með ósanninði.
Blaðið “Free Press” erekki andvígt
Greenwaystjórninni, en þó virðist því
ástæða til að fara orðum um ]>etta mál
á þessa leið : “Ef ráðherrarnir vilja
einarðlega viðurkenna, að nú verandi
aðferð við að safna nöfnum manna á
kjörskrár sé hin hezta fyrir flokkinn,
þá skilja menn almennt vel orð þeirra
og vinir þeirra auðvitað mundu hrósa
þeim fyrir. En að láta sem þeir vilji
viðhald þessara laga, af því að þau séu
svo réttlát f sjálfu sér, er nokkuð sem
engan blindar. Því ef til eru nokkur
lög frá þessari stjórn, sem ekki verða
varin á nokkrum grundvelli opinberrar
stefnu, drengskapar eða ráðvendnis til-
finningar, þá eru það þessi lög. Það
væru yfirgengileg lög alveg, ef sam-
kvæmt þeim væri ómögulegt að búa til
rétta kjörskrá. Vér getum ekki hugs-
að oss þá ráðherra, sem bæru fram, né
það þing, er samþykti lög, sem í heild
sinni væru vond lög og væru þannig
viðurkend. Þó var það eina vörnin,
sem einn ráðherrann bar fram um dag-
inn, að þessar kjörskrár “væru nærri
almennt góðar”. Þær geta verið góðar
í 39 kjördæmum af 40, en ef kjörskráin
er illa gerð f því eina og er það þess
vegna að lögin ekki einungis leyfa, en
jafnvel hvetja til iflrar breytni, þá er
það eina tilfelli nóg til að sverta öfl lög-
in. Það dettur engum i hug að kjör-
skrárritararnir í öllum 40 kjördæmun-
um séu hlutdrægir menn, ekki einu-
sinni að meiri hluti þeirra sé það, og
noti vald sitt til að fara illa með það og
svíkja andvígfsmenn sina. En af þess-
um 40 er oft einn og enda fleiri menn,
sem þetta gera. Það er enda álitið, að
sumir miður ærukærir, væntanlegir
umsækjendur, leiti uppi þá menn sem
þetta vilja gera og fái þá setta í þessa
stöðu, af því þeir vita að þeir hafa vilj-
ann. Lög sem leyfa annað eins verða
ekki varin með nokkrum skynsamleg-
um ástæðum”.
ÍSLENZKB LÆKNIR
DR. M. HALLDORSSON,
Park River — N. Dak.
Smásálarleg,
og það rétt yfirgengilega, er aðferð
Bandaríkja-þingsins í málinu um skaða-
bótagreiðslu til Canadiskra selaveiðar-
manna. Það skaðabótamál er þannig
til orðið, að þegar James G. Blaine var
formaður utanríkisstjórnardeildarinnar
í Washington, gerði hann kröfu til, að
Bandar. ættu meir en helming Bærings-
sunds og í því skyni að sanna rétt sinn
til að bægja erlendum selaveiðarmönnum
burt þaðan, lét hann taka föst um 20
canadisk selaveiðaskip í sundinu, er ekki
voru látin laus aftur fyrri en eftir mála-
rekstur mikinn og langan tíma. Þegar
sýnt var og sannað, að þessi krafa gat
ekki staðist, krafðist Blaine eignróttar á
öllum selum við Prebyloff-eyjarnar,
vestur af sundinu. Allar þessar kröfur
reyndust ógildar á Parisar-fundinum
1891. Af því leiddi að Blaine breytti
ólöglega, er hann tók föst skipin og varð
Bandaríkjastjórn að greiða skaðabætur
fyrir, Komu stjórnirnar séreftir nokk-
urn tíma saman um, að sanngjörn upp-
hæð sem skaða bætur væri $425,000. Á
síðasta þjóðþingi Bandaríkja var feld
uppástungan um að veita stjórninni fé
til að greiða þeDa. Þegar yfirstandandi
þing kom saman rnæltist Cleveland
forseti til, að skipuð yrði nefnd til að
rannsaka [etta mál og hafa nauðsyn-
legar framkvæmdir á hendi, eins og
samið liafði verið um á Parisarfundin-
um, ef hlutaðeigandi stjórnir kæmu
sér ekki saman. Eftir all-miklar um-
ræður og óviðkomandi ónotum um Breta
og þarafleiðandi Canadamenn, neitaði
efrideildin að framfylgja þessum boðum
Parisar-fundarins, að skipa nefnd með
úrskurðarvaldi, nema með þeirri við-
aukagrein, að Bandaríkjastjórn einnig
bæti samskonar skaða sínum eigin
þegnum.
Með þessu móti er settur þrepskjöld-
ur á veginn.sem óséð er hvernig Bretar
komast yfir. Það geta ekki aðrir en
Bandaríkjastjórn og þing gert út um
skaðabætur sinna eigin þegna ogþað
ætti að vera óhætt að treysta þinginu
til að bæta þeim tjónið. En að setja
þau skilyrði í samning, sem Bretastjórn
verður að samþykkja undir eins og
Bandaríkjastjórn gerir það, gerir Breta-
stjórn helzt ómögulegt að eiga nokkuð
við málið eins og það nú erkomið.
Hve smásálarleg þessi aðferð er
sézt best þegar athugað er, hvað Bretar
möglunarlaust greiddu hinar ranglátu
Alabama-skaðabætur, $15| milj. Að
sá úrskurður var ranglátur er auðsætt
af því að Bandarikjastjórn hefir enn
ekki tekist, eftir 23 ár, að finna rétta
eigendur að $9 milj., en geymir þærí
fjárhirzlu sinni, þrátt fyrir að sú upp-
hæð er virkileg eign Breta, úr því eftir
öll þessi ár, að ómögulegt er að finna
menn, sem geti gert kröfu eftir því fé,
eða nokkrum'hluta þess. Sem sagt
greiddu Bretar þetta fé orðalaust og
tafarlaust, vitandi að upphæðin var
hófleysislega mikil. En hér dregur
Bandaríkjastjórn, eða öllu heldur þing,
ár eftir ár að borga svona litla upphæð,
en sem erindrekar hennar á Parisar
fundinum viðurkendu sanngjarna.
Þessi útreið málsins um daginn er
aðal-lega einum manni að kenna, fylli-
boltanum alkunna, senator John T.
Morgan frá Alabama. Hann er mikil-
hæfur maður og einn af leiðandi mönn-
unum í efrideild þrátt fyrir svallið.
Hann er einn í flokki þeirra, sem verður
stjórnlaus ef hann heyrir Breta nefnda
á nafn, rétt eins og mannýgu nauti
verður við að sjá rauða dulu. Að svona
er komið málinu er honum aðal-lega
að kenna, en engin virðist vita í hyaða
tilgangi hann kemur þannigfram.hvort
helduríþeim, að stríða fjandmönnum
sínum, sem honum finst allir brezkir
þegnar vera, eða í þeim tilgangi, að full-
nægja eðli sínu og svíkjastum að borga
allar lögmætar skuldir,við öll tækifæri?
Hvort heldur sem er, er þessi dráttur,
þessar flækjur og vöflur smásálarlegri
en svo að hún sómi jafn virðingagjarnri
þjóð og er þjóð Bandaríkja.
A Þýzkalandi.
í blaðinu “Post” í New York stóð
nýlega ritgerð, er lýsti því ágætlega
hvernig rit og ræðu frelsi virkilega er
á Þýzkalandi um þessar mandir. Er
því haldið fram,að málfrelsi hafi í raun-
inni verið meira undir stjórn Lúðvíks
14, á Frakklandi fyrir 200 árum síðan,
en það er nú á Þýzkalandi undir stjórn
Vilhjálms spaka, eða Vilhjálms keisara
ferðalangs. Eftirfylgjandi eru nokkur
sýnishorn af almennu meðferðinni á
mönnum, sem þykja hafa talað óvirðu-
lega um hans hátign, keisarann. I síð-
astl. Október var þýzkur maður frá
Bandaríkjunum staddur í Köln og var
að tala um stjórnarfyrirkomulagið í
Bandaríkjum, og sem vita mátti hældi
hann því. Mitt í ræðunni kom honum
i hug að minnast eitthvað á Þýzkalands
stjórnina, og byrjaði þannig .' “Hvað
snertir keisarann”. Meira sagði hann
ekki. Datt þá í hug, að viðstaddir
kynnu að vera njósnarmenn. Braut
svo upp á öðru málefni. Stuttu síðar
sannaðist að njósnari var viðstaddur.
Þegar sízt varði var hann tekinn fastur
dreginn fyrir dómstólana og dæmdur í
3 mánaða fangelsi fyrir það, sem hann
hafði sagt um keisarann, eða öllu held-
ur fyrir það sem álitið var að hann
hefði ætlað að segja um hann. — Á
skemtigöngu varð einum manni að
segja: “Hvaðj. heimskingi Kaiser er”,
—átti við mann sem hét því nafni. Við-
staddir njósnarmenn fóru eftir fram-
burði orðsins einungis og var hann
dreginn fyrir dómstólinn. En þar tókzt
honum að framfæra skýlausar sannanir
fyrir því, að hann hefði átt við ákveð-
in mann, en ekki keisarann, og slapp.
—Ef ritstjórar blaða rita ekki með því
meiri gætni um stjórnmál, eru þeir
sekir í að hafa óvirt keisarann, og eru
þegar hneptir í fangelsi. Er þar nú i
seinni tíð svo hart eftir gengið, að þeir
fá ekki lausn gegn ábyrgðargjaldi, en
mega taka til starfa sem glæpamenn og
i fangelsisskrúða sinum, með látúns-
númer stór yfir þvert brjóstið, verða
þeir að mæta fyrir rétti þegar þar að
kemur. og sýkna sig sem bezt þeir geta
eða lialda áfram fangelsisvistinni.
Þotta ástand segirblaðið að sé aðal-
lega tveiinur sigurvinningum að kenna,
á árunum 1866 og 1870. Keisaraveldið
hefði þá ósjálfrátt umhverfzt í eina
sameiginlega herbúð. Hermennirnir
hefðu orðið alt, en allir aðrir menn
einskisvirði, ekki til neins nema að
þjóna liinum göfugu hermönnum og
tala og rita eins og þeim gott þykir.
Af þessum hermenskuanda leiði það, að
þessi hálf-einfaldi ungi maður, er nú
stríðsherra sá, sem enginn má anda á,
nema úttaka glæpamanna hegningu
fyrir. Svo endar blaðið ritgerðina með
því, að gera áætlun um það hvernig
Bandaríkin tækju sig út ef samskonar
andi næði að festa rætur þar. Og af
þessum niðurlagsorðum í greininni má
ráða hvert álit þess er : “Vér yrðum
helmingi ærðari yfir sigurvinningunum
en nokkurntíma Þjóðverjar, af því vér
iðkum ofsa. Vér mundum gera ræka
úr landinu eða hneppa í fangelsi alla
sem vönduðu um viðoss, eða framsettu
aðra skoðun en vér. Vér mundum inn-
an skamms eignast “stríðsherra”, sem
mundi halda oss við með orustum og
hneppa oss í fangelsi, hvenær sem vér
hefðum á móti að ganga út til að vera
drepnir. “Hundarnir ykkar!” mundi
hann segja, eins og Friðrik mikli einu
sinni sagði við hermenn sína, þegar þeir
hikuðu við að leggja í óráðlegt áhlaup,
“hugsið þið ykkur að lifa æfinlega !”
Ura siglingar á Hudsonsflóa
og járnbraut þangað.
Eftir M. T.
Spursmálið er um, að koma afurð-
um vesturríkjanna með sem stytztri
leið til sjávar. Spursmálíð er ekki að
eins fyrir alt norðvesturCanada, heldur
og líka vesturriki Bandaríkjanna, og
þetta spursmál er orðið Þýðingarmikið
efni alls bændalýðsins í þessum ýmsu
héruðum. Þegar athugað er, að hart
nær allur ágóðinn, sem bóndinn hefir
af að yrkja landið, framleiða gangandi
pening o. s. frv. lendir í flutninnsgjald-
ið til hinna eystri markaða, þá sér mað-
ur bezt, að hér er um alvarlegt og þýð-
ingar mikið spursmál að gera, og þess
fyrr sem það verður ráðið, þess betra,
sökum hagnaðarins og nauðsynarinnar,
sem fyrir því er. ,'Á-
Taki maður sór til [leiðarvísis ogat-
hugunar landabréf Norður-Ameríku,
getur maður fljótlega séð þau fylkin.
eða ríkin. hverra takmörk eru nær Hud
son-flóanum, en hafnstaða við Atlants-
haf. Alt það landflæmi, sem að meira
eða minna leyti verður nær Hudson-
flóanum, er, eins og áður er sagt, ekki
að eins alt Vestur-Canada, heldur og
meiri hlutinn af aðal hveiti- og gripa-
afurð ríkja lýðveldisins fyrir sunnan
okkur, meiri partur Kyrrahafsstrandar
innar og jafnvel Arizona er nær Port
Nelson við Hudsonflóann, heldur en
New York eða Boston. Nákvæmúr út-
reikningur vegalengdar sýnir, að Win-
nipeg er 800 mílum nær Liverpool til og
frá Hudsonflóanum, en með St. Law-
rencé lands- og sjávar-leiðinni.
Frá Winnipeg til Quebec eru 1596
mílur ; frá Quebec til Liverpool 2,660
mílur; frá Port Nelson til Liverpool 2,
900 mílur; frá New York til Liverpool
3000 mílui, frá Omaha (Nebraska) til
New York 1450 mílur og frá Omaha til
Port Nelson 1100 mílur, sem sýnir, að
staðir lengra vestur hefðu meiri ábata
af að flytja afurðir sínar með Hudson-
flóa-braut, en gegn um hafnstaðina
austur við Atlantshaf.
Ef maður telur svo stig suður og
norður breiddar á hnattbréfinu, sér
maður fljótt að fjöruborðið hjá Port
Nelson norður við Hudsonflóa er miklu
nær manni hér, en fjöruborðið er aust-
urvið Quebec eða Atlantshafsströnd,
og um leið sér maður, að sínu leyti eins
tijótt þann peningahagnað, er fengist
.við að geta flutt afurðir Vestur-Ame-
ríku með hinni norðlægu ieið, heldur en
þeirri eystri.
Það er víst, aðfjölmargir hugsandi,
vinnandi menn í öllum vestur og norð-
urhluta þessa meginlands, viðurkenna
nauðsyn fyrir járnbraut norður að fló-
anum, til að stytta leiðina, til að minka
kostnaðinn, með því afurð semjviö höf-
um, sem miklir eru, til neýtendanna í
gamla heiminum, sem margir eru. Því
hefir þá brautin ekki verið bygð ?
Sem svar upp á það má tilfæra það
aðallega, að flóinn væri svo fullur af ís,
nema 4—5 mánuði af árinu, að það
borgaði sig ekki að leggja brautina,
þar sem tíminn væri svo stuttur, þar
á ofan hættuleg skipaleið, og tálmanir
ef til vill miklar !
Menn þykjast samt vissir um það,
að engin skýrteini séu til, er sýni, að
ekki sé skipaleið opin 8—10 mánuði af
árinu, frá Júní byrjun og það til Marz
loka.
Látum okkur snögglega athuga
hvað ýmsir menn hafa að segja um
sigling eða opna skipaleið á flóanum.
Menn sem bæði voru í leiðangrum þeim
sem sambandsstjórnin hefir sent þang-
að norður og eins menn úr þjónustu
Hudsonflóafélagsins o. fl. Skýrslur
þeirra og frásagnir munu sýna annað,
en það sem alt af liefir verið látið
klingja í eyrum, að flóinn væri frosinn
eða fullur af ís, nema liðlega þriðjung
af árinu.
D. J. Beaton (sem varí norðurför
þeirri, sem stjórnin sendi 1885), segir :
“Snndin eru opin frá Maí til Nóvem-
ber , eða 7 mánuði. Capt. W. Kennedy
(sem var fyrir einum þeim leiðangri, er
gerður var út til að leita að Sir John
Franklin og hafði 8 ára reynslu þar
nyrðra fyrir sér) segir: “Um sundið
má sigla frá 1. Júní til Desember loka”,
eða 6 mánuði. Capt. W. Wackland
(með 39 ára reynslu þar norður frá í
þjónustu Hudson Bay félagsins) segir :
"Sundin frjósa aldrei landa á milli, að
því sé ekki ástæða fyrir að gufuskip
með nýjustu og viðeigandi gerð, geti
ekki siglt þar um á hvaða tíma árs
sem er”.
Capt. J. J. Barry (yiirmitður I
stjórnarleiðangrinum 1884—'B5 og ’86),
segir: “Eg álít að liafskip geti farið
um sundin frá byrjun Júní og þar til
soinast í Desember”. C. R. Tuttle (rit-
ari norðurferðar stjórnarinnar 1884)
segir: “Ég álít að öllum skipum só
fært 9 mánuði af ári”. Dr. Bell segír,
að árið«em hann var þar nyrðra hafi
meðal vatnshiti í flóanum verið 53 stig
á Farenh.; til samanburðar var vatns-
hiti Superior-vatnsins 39.5 stig á Far.
um sama leyti, og verður þá vatnið í
Lake Superior,sem er450 mil. sunnar á
sama stigi austur og vestur lengdar,
14 stigum kaldara en vatnið í Hudson
flóanum.
Um siglingar á Hudsonsflóanum
sjálfum segir Lieut. Gordon (í skýrslu
sinni til neðrimálstofunnar á þingi Can-
ada) “Flóinn er siglingafær alt árið
um kring,” og hann kallar hann “stór-
&n poll með tiltölulega volgu
vatni.” Capt. Lopp, gamall yfirmaður
í sjóflotanum,. sem var í einni norður-
ferð sem stjórnin sendi, segír : "Hafís-
inn sem sést á flóanum, og sem lands-
menn álíta mjög hættulegan, er í sjálfu
sér alls ekkert hræðilegur, einkum af
því, að sundin eru svo breið ; ég vil held-
ur sigla um Hudson-sundin, heldur en
Englands-sund.” Sir Edward Perry er
kom úr norðurferð sinni 1823, segir :
“Hudsonssundin eru hér um hil 500 mil-
ur á lengd, vatnsdýpið í miðjunni er yf-
ir 300 faðmar.”
Aðrir höfundar segja, að öldur á
sundunum rísi frá 30 til 70 fet á hæð,
og það sé vegna þessara háu boðamynd-
ana og strauma í sundunum, að sam-
frysting ísa komi aldrei fyrir landanna
á milli. Hvergi eru sundin breiðari en
6o mílur, né mjórri en 40 mílur, sem
ekki er álitin of mikil vegalengd til að
reisa vitastöðvar, sem ekki að eins leið-
beintu skipum, heldur og líka yrðu not-
aðar til að athuga ísmyndun, harða
strauma o. s. frv.
Ýmsir menn (aðrir en úr herflotan-
um), svo sem hvala og selaveiðamenn,
segja að sundin sóu opin alt árið, og það
annars virðist vera fengnar nægar sann-
anir fyrir því. að ís og tálmanir á flóan-
um eða sundunum, mundu ekki geta
tálmað skipum að sigla þar um með ajl-
an þann flutning, sem berast með einni
járnbraut,—nei, þótt tvær væru. Braut
in mundi óefað borga sig, og bændur
fengju meira fyrir hvert eitt og einasta
bushel af hveiti og hvern nautgrip eða
kind sem þcir seldu.
Sir W. Van Horne, sagði í vor er
leið að Hudsonsflóabraut mundi ekki
borga fyrir “áburð á hjólin” livað þá
meir. Það væri auðvitað að brenna
merg úr beinum C. P. R., að byggja
braut til Hudsonsflóa, því gullnáma
þess félags er Manitoba og norðvestur-
landið, og það er fjöldi af austurfylkja-
mönnum (sérgóðum, fjárdrægum) sem
Niðurl. á 4. bls.