Heimskringla - 23.03.1896, Side 1
X. ÁR.
NR. 13.
WINNIPEG, MAN., 26. MARZ 1896.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG 19. MARZ.
Um 50 mikilhæfir menn í Barula
rikjum liafa sent út boðskap til manna
■um að mæta á fundi í Washington 22.
og 2ii. Apríl næstk.. til að mæla með að
á komist sáttanefnd, er skeri úr öllum
þrætumálum sem upp kunna að koma
milli hinna ensku-mælandi þjóða.
Meðal þeirra 50 manna, er skrifuðu
undir fundarboðið, er há-yfirdómari
við hæztarétt Bandaríkja, Medville W.
Fuller. Fulltrúarnir á fundinum er
ætlast til að verði jafnmargir þingmönn-
um í báðum deildum þjóðþingsins.
Bandaríkjastjórn veitir fó til að
koma upp 15 Torpedo-bátum, og er nú
hugmyndin að smiða þá þannig, að ef á
þurfi að halda megi draga þá eftir Erie-
skurðinum upp á stórvötnin.
Nýrri uppreistarmannaherferð lief-
ir verið lileypt af stokkunum í Suður-
Ameríku. í þetta skiftið í Bolivia.
Kappræða átti sér stað í gær á
þingi Breta út af frumvarpi, sem fer
fram á að ailar erlendar matvörur séu
merktar, sem viðurkenning þess, að
þær sóu ekki eins góðar og samskonar
innlendar vörur. Sérstaklega var það
kjötmatur, ostur og þyl. sem tíðrætt
var um.
Stjórn Frakka er sáróánægð yfir
herferð Breta upp um Egyftaland og
þykir engin þörf á henni. Ber hún það
einkum fyrir, að kostnaðurinn sem leiði
af herferðinni megi ekki skella á herðar
Egyftalandsstjórn og gefur í skyn að
Frakkar, sem meðal annara hafa á-
byrgst vexti af skuldafé Egyfta, muni
andæfa því.
FÖSTUDAG 20. MARZ.
Sú skoðun útbreiðist í London, að
Bretar séu virkilega að einhverju leyti
orðnir háðií þremenninga-bandalaginu.
Er sú trú meðal annars byggð á nokkr-
um orðum, sem glöppuðust út úr ut-
anríkisstjóra Salisburysá þinginu,
*** í allan gærdag var jagast um Cuba-
málið í efrideild Washington-þingsins
og var málið jafnnær endilegum úr-
skurði þegar fundi var frestað.
Herkostnaður Spánverjaá Cuba er
nú sagt að nemi alt að $1 milj. um vik-
una. Uppreistin og stríðið hefir nú
staðið yfir nokkuð meira en árlangt,—
var hafið 24. febr. 1894. — Spánverjar
kvað nú vera farnir að sjá og viður-
kenna að ómögulegt verði að kefja
uppreistina nema með stór-auknum
herafla og með því. að lokað só öllum
höfnum á eyjunni fyrir erlendum
skipum.
100 mflur af rafmagnssporvegum á
nú að fara að leggja um Vínarborg í
James E. Xicholson.
Nærri ótrúlcgt.
Mr. Jos. E. Nicholson, Florenceville,
N. B., þjáðist í sjö ár af
krabbameini í vörinni
og batnaði af
AVETD’Q Sarsa-
M T LLTa O parilla.
Mr. Nicholson segir : “Eg fór til
lækna, sem gáfu mór meðöl, en
það hafði enga þýðingu, krabbinn
fór að grafa um sig
og færðist út á kinnina, og þannig
þjáðist ég í heil sjö ár. Lok-s fór
ég aö brúka Ayer’s Sarsaparilla.
Innan viku fann ég á mér
töluverðan bata.
Við þetta óx mér kjarkur svo ég
hélt áfram, og eftir mánaðar tíma
var sárið á kinninni á mér farið að
batna. Eftir þrjá mánuði fór vör-
h> að gróa, og eftir G mánuði voru
öll einkenni sjúkdómsins horfin.”
AYER’S SARSAPARILLA
HIN EINA Á SÝNINGUNNI.
Ayer’s Pills lækna innýflin.
Austurríki og verður mikið af þeim i
jarðgöngum undir strætunum.
Rússar og Frakkar eru að sögn að
vinna að því, að Ítalía verði gerð ræk
úr þremenninga-bandalaginu.
Senator Wm. E Chandler frá New
Hampshire hefir komið fram með laga-
breytingu, er fer fram á, að alþýða
kjósi Bandaríkja forseta, enekki fulltrúa
til að geta það fyrir sig eins og nú er;
að hún ennfremur kjósi efrideildar þing-
menn. sem nú eru kjörnir á ríkisþing-
um. Ennfremur á alþýða að kjósa
vara-forseta, dómara og póstmeistara.
Alia þessa menn á aiþýða að kjósa í
sama skiftið og á sama hátt og liún
kýs þjóðþingsmenn sína.
LAUGARDAG 21. MARZ.
Eftir að sambandsþing Canada
hafði setið og rætt um umbótalögin i
39 kl.stundir samfleytt, frá miðviku-
degi til föstudagsmorguns kl. 6, var
loksins með 112 gegn 91 atkv. sam-
þykkt að lesa frumvaryið yfir í annað
sinn. Breytingaruppástunga Lauriers,
sú um að geyma frumvarpið í 6 mánuði,
var feld með 115 gegn 91 atkv. Atján
stjórnarsinnar greiddu atkvæði gegn
stjórninni, og 7 andstæðingar hennar
fylgdu henni í atkv.greiðslunni. Þessi
fyrirhuguðu lög verða aðal-umræðuefni
þingsins alla næstu viku og sitja fyrir
öllum öðrum málum.
Eftir 3 daga kappræðu um ráðherra
Bandaríkjanna á Englandi, var í gær-
kvöld viðtekin ávítunar-tillaga, “í nafni
Bandaríkjaþjóðar”, með 180 gegn 77
atkvæðum. Fimm repúblíkar slitu af
sér flokksböndin og greiddu atkvæði
gegn tillögunni, en 6 demókratar gerðu
sér þá vanvirðu að greiða atkvæði
með lienni.
Menelek Abyssiniá-konungur er til
með að semja við Itali um sátt og sam-
vinnu, þó því að eins að Italir borgi
honum 40 milj. h'ra s%m skaðabætur.
Herferð Breta til upphérrða Nílár-
dalsins var aðal-umræðuefnið á þingi
Breta í gær. Af ræðum þeirra Chamber-
lains og Balfours ráða sum blöðin að
fyrirætlan Breta sé að vinna alt Súdan-
hérað undir Egyftaland.
Alexander M’Lachlan, einn hinna
nafnkunnueldrilyrisku skálda í Canada,
lézt að heimili sínu í Orangeville, Ont,
í gærdag.
MÁNUDAG 23. MARZ.
Stórhríðar og ákafur snjógangur í
austurhluta landsins hvervetna um
undanfarna daga. Lestagangur í Ont-
ar.o var nærri algerlega bannaður á
föstudag og laugardag. Menn þar
muna ekki annaðeins veður á þessum
tíma ársins.
I stjórnarsetrunum í Evrópu er nú
sem stendur Jekki um annað talað en
herferð Bret.a til Súdan. Svo vel er
búið um málið af hálfu Breta, að
Frakkar og Ilússar eru ráðalausir, en
vilja þó gjarnan kom Bretum í klípu.
Hin stórveldin öll eru samþykk.
Eftir fregnum frá Washington að
dæma eru nú Bretar og Bandaríkja-
menn sáttir og sammála rð því er snert-
ir úrlam-n landamerkjaþrætunnar í
Venezuela, Báðir kvað viljugir að
slaka til og er því öll von að þrætan
verði útkljáð friðsamlega.
Repúblíkar í Indiana vilja undir
engum kringumstæðum sleppa Harrison
úr forseta-sókninni. Sjálfur kveðst
hann óviijugur að sækja í annað sinn,
en ráði Indiana-menn verður hann
neyddur til þess.
Andvígismenn Italíu - stjórnar á
þingi andæfa af alefli öllum tilraunum
stjórnarinnar í þá átt að halda áfram
hernaðinum í Abyssiniu. I'eir heimta
friðarsamning, hvað sem hann kosti,
ÞRIÐJUDAG 24. MARZ
Sambandsþingskosningar nálægar.
Stjórnarformaður Sir McKonzie Bowell
tilkynnti það í gær í efrideild sambands-
þings, sein svar uppá spurningu, að
stjórnin liafi afráðið að láta æfi þings-
ins enda 25. Apríl næstk., án tiliits til
úrskurðar hæztaréttardómaranna, sem
enn er ókominn.
Enn þá er rætt um Cuba-málið í
efrideild Washinton-þingsins. í gær
var borin fram spáný tillaga í því ináli
þannig, að Bandaríkjastjórn skyldíí
biðja Spánverja að veita Cubamönnum
sjálfsforræði, og að, ef Spánarstjórn
neitaði því, skyldi forseta Bandaríkj-
anna falið á hendur að taka Cuba með
ofbeldi og lialda henni og verja hana
þangað til eyjarskeggjar iiafi organi
sérað iögmæta stjórn og að sjá um að
Cuba-menn framvegis liafi nægan her-
aila og vopn til að verja sig.
Frumvarp til iaga, sem ákveður
viðvarandi bann gegninnflutningikvik-
fénaðar frá útlöndum, var lesið í annað
sinn á þingi Breta í gær. Eru því
aliar líkur til að það frumva.p öðlist
lagagildi og þykir útlitið þar atíeiðandi
æði ljótt, bæði liér í landi ogenda víðar.
Á pólitiskum fundi í Quebec-fylki á
laugardaginn var sagði lautenant Lauri-
ers, J, Israel Tarte, "að Sir Oliver
Mowat yrði lautenan, Lauriers í Ontario
í komandi sambandskosningum og að
orustan í komandi sókn yrði öll um og
útaf skólamálinu.
Stjórnarblöðin á Spáni skora á
Bandaríkjastjórn að kasta grímunni og
koma fram í sínum rétta lit. Vilji hún
stríð séu Spánverjar tilbúnir hvean dag
sem er.
MIÐVIKUDAG. 25. MARZ.
Transvaal-menn búa sig i stríð kapp
samlega og hafa sent umboðsmenn til
nágrannahéraðanna, í því skyni að æsa
íbúana gegn Bretum. Sem stendur eru
menn nú sem óðast að víggirða stjórn-
arsetrið Pretoria,
Fregnir frá Ottawa segja að nú sé
alt útlit f.vrir að ómögulegt verði að fá
umbótalögin samþykt, enda þó stjórn-
in ætti að gera alt sitt til þess, til þess
lögin séu tilbúin að ganga í gildi hve-
nær sem vill, ef ekki gengur saman á
Winnipeg-fundinum.
Herhvöt mikla flutti senator R. Q.
Mills frá Texas .á þjóðþingi Bandaríkja
í gær. Sagði skömm hvað lengi Banda-
ríkjamenn liðu Spánverjum æðisgang-
inn á Cuba.
Frá löndum.
WESTBOURNE, MAN., 12. MARZ.
Hér iíður öllum vel það ég frekast
veit. Veðurátta köld og hrein, það sem
af er þessum mánuði. Síðustu dagana
af Febrúar var bliðviðri og tók upp
mikið af snjónum. — Misjöfn hefir fiski-
veiðin verið hér í vetur, þó hafa allir að
ég held haft upp kostnaðinn og sumir
meira, því prís hefir verið allgóður, 4
cents pd. í hvítfiski (sá stærsti slægður)
“pækur” gengið í búðir fyrir 1 cent pd.
Hér hafa verið lialdnar 8 danssam-
komur og hafa þær allar að sögn farið
vel fram og verið vel sóttar.
Nú eru mælingamenn komnir hór
og teknir til verka og ætla að sögn að
mæla landið meðan frost er í jörðu. —
Misj’afnlega “koma menn út”, lenda
sumir á járnbrautarlandi, aðrir á Hud-
son Bay félagslandi, en nokkrir á heim-
ilisréttarlöndnm og telja þeir sig
lieppna. Margir eru mjög glaðir yfir
að sjá hina nýju Dauphin-braut á
“pappírnum” og vona fastlega eftir
framkvæmdum í þvi máli á næstkom-
andi sumri.
ÚRBRÉFI ÚRÍSLENDINGABYGÐ-
INNI í ALBERTA, DAGS. 9. MARZ :
....“Tíðín var indæl nærri allan
Febrúar út; frá 24. til 28. asa-hláka og
leysing, svo að ís leysti af Red Deer-
ánni; hefir slíkt ekki komið fyrir áður,
síðan Islendingar tóku sér bólfestu hér.
Síðanhefír verið kaldara, skitti um veð-
ur og gerði snjó að kvöldi hins 28. f. m.
Snjór er nú svo að sleðafæri má heita.
—Heilsufar alment, gott og höld búpen-
ings hin beztu. — Skemtanir hafa verið
öðruhvoru í vetur, svo sem dans-sam-
komur, og á laugardagskvöldum kapp-
ræðufundir. En elcki taka aðrir þátt í
þessum samkomum, en uppvaxandi
kynslóðin og unga fólkið í heiid sinni.
Kvennfélag hafa nokkrar konur stofn
sett rétt nýlega og búast menn við
góðri skemtisamkomu undir umsjón
þess, áður en langt um líður.
Þeir sem hóðan hafa skrifað í blöð-
in að undanförnu hafa fátt sagt um
smjör- og ostagerðina. Menn forðast
að minnast á bana og er liún þó aðal-
verzlun nýlendunnar, undireins og hún
er um þessar mundir aðal-áhugamál
þjóðarinnar. Má sjá það af því hve
stjórnirnar láta sér ant um að fá bún-
aðaraðferðinni breytt og meira hugsað
um smjör- ogostagerð, en gert er. Að
svo er lítið sagt um smjör og
osta gerðina liér, er auðsæ
lega af þvi, hve illa hún hefir gengið, að
þ'd er snertir stjórn félagsformannanna
loforð þeirra, er allflest hafa reynzt
svik, og þar af leiðandi tjón hluthafa
og þeirra er hafa liaft skifti við félagið.
Sem dæmi um aðfarir félagsstjórnarinn-
ar má geta þess, að þvert á móti lögun-
um hefir aldrei verið hafður ársfundur;
þegar nefndin, sem í fyrstu samanstóð
af 9 mönnuin, þó nú séu ekkieftir nema
5, hefir fundi, eru þeir haldnir fyrir lukt
um dyrum. F^lagsmenn vitaþví aldrei
hvaðgerist, nema hvað nefndarmenh
spgja þoim, en þeir segja sinn livað, alt
cftir því sem “andinn hlæs þeim í
brjóst”. Það er alt eftir þessu að þvi er
stjórn fólagsins snertir”.
EIMREIÐIN.
Fyrsta hefti hins 2. árgangs er nú
út komið.og er enginn eftirbátur áður
útkominna hefta, hvort hcldur að at-
liugað er efni eða frágangur. Er inni-
haldið sem hér segir : “Landsréttindi
Islands og stjórnarbarátta,” fyrirlestur
eftir ritstj., er áður liefir verið minst á i
Hkr.; “Hafnarlif,” 3. ritgerðin um það
efni, eftir Jón Jónsson og fylgir mynd
af háskólanum og bókhlöðunni; “Sig-
rún,” skáldsagíj eftir Guðm. Friðjóns-
son; “Mór og kol,” vísindaleg ritgerð,
hin önnur um það efni, eftir Helga Pét-
ursson; “sýnishorn af ljóðagerð Norð-
manna á þessari öld,” yndislegt kvæði
eftir J. S. C. Velhaven, úr kvæðabálki
hans : “Afturelding Noregs,” í ísienzkri
þýðingu eftir Matth. Jochumsson,—von
á meiru f sömu átt í næsta hefti Eimr.:
“Kvennasýningin i Khöfn 1895,” með
myndum : íslenzkri konu í faldbúningi
og grænlenzkum stúlkum tveimur, eftir
Boga Th. Melsted; “Ludvig F. A.
Wimmer,” æfiágrip með mynd þessa
nafnfræga háskólakennara, eftir Br.
Finn Jónss. “Þrjár helgisögur”, eftir
Viggo Stuckenberg, í íslenzkri þýðing
eftir ritstj.; “Bjarni Rektor í Sunnan-
anfara”, gagnrit, eftir Pál Melsted;
“Merkileg uppgötvun”, um X-geisla
Röntgens, með mynd af mans liendi,
eftir Nikulás Runólfsson og skýringum
eftir ritstj.; “Skóli lífsins”, — brot úr
ritgerð eftir Tlios. Huxley, í ísl. þýðing
eftir ritstj.; “íslenzk hringsjá”, eftir
ritstjórann.
Þessi árgangur tímaritsins verður
3 hefti alls, hvert jafnstórt og þau í
fyrra (80 bls.) og er verð þeirra hið sama
—40 cents, ef borgað fyrirfram, annars
50 cents. Fyrsta árganginn geta nú
þeir er vilja fengið keyptan í einu lagi,
hefir verið endurprentaður — fyrir 60
cents allan árganginn, fyrirfram borgað.
Hra. kaupm. Jakob Gnnnlögsson,
Nansensgade 46 A,, Köbenhavn K.,
hefir framvegis á hendi aðal-aígreiðslu
“Eimr.” ogber mönnum að snúa sér til
hans með pantanir.
Hra. H. S. Bardal er útsölumaður-
hér í Winnipeg.
StHinanfari. ‘
Janúarblaðið flytur velgerða mynd
af Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbysk-
upi (fæddur 1605 dáinn 1675). Jafn-
framt flytur blaðið tvö kvæði eftir
hann (á latínu og í islenskum þýðing-
um). og nokkrar smásögur af honum.
Meðal þeirra er þessi:
Brynjólh byskupi var á alþingi
1645 falið áhendur að geyma Svein
skotta son Axlar-Bjarnar, ónytjung
hinn mesta og óhræsi, og átti að reyna
að snúa honum til nokkurs betra líf-
ernis. Það tókst ekki. Ritar byskup
þá til þingsins 1646 meðal annars svo :
“Þessi auma og fáráða manneskja
hefir svo leingi í hirðuleysi, forsmán og
foröktun guðs heilaga nafns og ha,ns
orða og sakramenta mestan sinn aldur
alið, og sig í djöfulsins ríki og íþróttum
iðkað á margan hátt með ókristilegum
lifnaði og vondum athöfnum, sem
næsta því öllu stiptinu og jafnvel hinu
mun kunnugt og opinbert vera, svo
hann um þann langa tíma meir og meir
hefir fjarlægzt vorum guði, en samlag-
azt djöflinum og lifað sem einn holdleg-
ur djöfull í margan máta, snarað frá
sér umþyggju sinnar sálulijálpar og
sins viðskilnaðar við þetta lif, auk ann-
ara stórglæpa, sem lionum mega kan-
ske á hendur bevísast, og hérverða ekki
frana taldir... Svo er nú þessi maður
guði og yður afhentur til þeirrar að-
gerðar ogréttar, er heilagur andi gefur
náð til, en kirkjan tekur af honum sitt
varðliald, og ábyrgist yður. hvern hún
hefir geymt hér til, upp á rétt vegna ó-
guðlogs framferðis, livar á guð alls-
mektugur honum og öðrum bót vinni”.
I blaðin' ’ r>r bvrjun á sögu : “Veik
inda-sumariö”, eiur r-oistein Gislason,
þar sem lýst er uðferðinni við að út-
breiða sóttnæma sjúkdóma á íslandi.
Lögfræðisprófs fyrra hluta tók Odd
ur Gíslason frá Lokinliömrum 9. Jan.
með 1. eink. Marino Hafstein 17. Jan.
2. einkunn.
Læknisfræðisprófs fyrra hluta tók
Sromundur Bjarnhéðinsson og Kristján
Kristjánsson í Jan. með 1. eink.
Fjöllistaprófs fyrra hluta tók í Jan.
Sigurður Pétursson frá Ánanaustuin
íueð 2. eink. hárri.
Lögfræðispróf algert tók 4. Febr.
Björgvin Vigfússon með 2. einkunn.
ÍSLENZKR LÆKNIR
DR. M. IIAILDORSSON,
Park River — N. Dak.
Kennari
getur fengið stöðu við Thingvalla skóla
fyrir 6 mánuðl; kennslan byrjar lð.Apr.
næstkomandi. Umsækjandi verður að
hafa staðist próf, og fá “certeficate” sitt
samþýkt af kenslumálastjórninni í Re-
gina. Gott kaup borgað kennara sem
holdur 1. eða 2. class certificate. Send-
ið tilboð yðar strax. Öllum umsóknum
svarað fljótt.
Churchbridge, Assa, 29. Febr. 1896.
G. Narfason.
TAKIÐ EFTIR!
Ég hefi nýlega sett upp búð á horn-
inu á Nellie Ave. og Ness Str., og von-
ast eftir að geta selt eins ódýrt og aðrir,
og máské ódýrar. Komið og sjáið áður
en þið leitið annarsgtaðar.
Ég útvega stúlkum vistir, og geta
þær sem vanta vistir vitjað min.
Búðin er á horninu á NELLIE
AVE. & NESS STR.
Guðbjörg Þorbergsdóttir.
\
Agœtar
Premiur!
! ____________________
* Nyir kaupendur
^ ímii Vnrvinn t bn ó ó v/vo norn A QA <
£ Allir Kaupendur
$
\
*
\
\
#
\
*
lýbyrjaða (10.) árgan;
kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sínar og fyrirfram
fyrir þennan árgang, — eða þeir sem gerast nýir kaupendnr og
borga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu bækur með þeim skil-
yrðum, sem sagt hefir verið, og að auki erulurgjaldslaust söguna
Mikae/ Strogoff,
\
J Til Islands.
\
\
#
$
íngar.
The Heimskring/a
Prtg. & Pub/. Co.
\
*
5
Kaupið og borgið Heimskringlu !
Tilboð sem þið getið ekki gengið framhjá !
fá Heimskringlu og Öldina
þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld-
inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsiður), sem inniheldur
allar sögur herlæknisins,
eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir
að eins $2,75 fyrirfram borgað.
sem hafa borgað blaðið eða
borga það nú upp að 1. Jan.
1896, eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru,
geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með
því að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem stend-
ur aftan við þá bók eða bækur, sem þcir velja sér :
“Peoples Atlas,” landakort með allskonar
fróðleik um löndin, 124 bls. 20 e.
“Pictures of all Countries,” með skýringum
yfir hverja mynd, 25 G bls. 20 c.
“United States History,” með myndum
607 bls. 15 e.
“Standard Cook Book,” 320 bls...............]0c.
“Gems of Poets,” 200 bls....................15 c.
“Ladies Home Companion,” mánaðarblað,
24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið.
Allar þessar bækur eru þess vel virði, að þær séu á hverju hsimili,
og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir burðar-
gjald og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atias nauðsynleg bók,
og Pictures of all Countries er einkar skemtileg bók. Ladies Home
Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 bls hvert hefti
vanaverð $1.00 um árið. Það er ómissandi blað fyrir alt kvenfólk
sem vill fjdgja með tímanum í öllu sem til heimilis og klæðnaðar
heyrir. — Allar þessar bækur eru til sýnis á skrifst.ofu blaðsins.
#
L)pir tipm Hnro’a mi eðahafa þegar borgað þennan A
L Ull bUIIl IIU nýbvrjaöa (10.) árgang Heims- J
\
\
\
\
\
$
innfesta í kápu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan
Febrúar. Saga þessi, sem er að koma út í dálkum Heimskringlu,
er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf-
und Jules Verne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í íslenzku
biaði hefir birtst. Bókin verður um hdlft tjórða hundrað blaðaiður
aö stærð, og verður send til allra, sem hafa áunnið sér tilkall til
hennar, þegar hún er komin út, þeim að kostnaðarlausu.
Tílboð þettil stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki
lengur en til 31. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef
upplagið þrýtur fyrir þann tima.
Sendið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af
sögunni er útgengið. Vér höldum lista yfir alla, sem borga og
ávinna sér tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í
þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum. .
Ensku bælcurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir liafa
sent borgunina.
Engin blöð af þessum árgangi verða
send til Islands, nema kaupendur þeirra
borgi allar eldri skuldir og fyrirfram fyrir Jæiman árgang. Borg-
anir þurfa aðvera koranar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim
sem ætlast tpl að blaðið verði sent heirn með næstu ferð.
Vei‘9 blaðsins heillisent er $1.00fjTÍrþásemeinnigkaupa
blaðið sjálfir, en $1.50 fju ir þá, sein að eins kaup þnð til heimsend-
\
t
t
\
#