Heimskringla - 23.03.1896, Side 4
HEIMSKRINGLA 26. MARZ 1896.
Winnipeg.
Sveitarritari G. Thorsteinson á
Gimli var á ferð hér í bænum um síð-
ustu helgi.
Hra. Henry Johnson, frá Glasston
N. Dak., sem gengið hefir hér á verzl-
unarskóla í vetur, fór heim til sín á
þyiðjudaginn var-,
VEITT
HÆSTU VBRÐLACN A HEIMSSÝNINGUNN
DR
Hefir þú
nokkurntima reynt Electric Bitterssem
meðal við veikindum þinum, Ef ekki
þá fáðu þér flösku nú og láttu þér
batna. Þetta meðal hefir reynst að vera
sérlega gott við öllum sjúkdómuin sem
kvennfólk á vanda fyrir. Með því það
gerir lílfærin sterk og vinnandi. Ef þú
hefir matarólyst, hægðaleysi,höfuðverk,
svima, eða ert taugaveiklaður, átt bágt
með að sofa etc. þá þarftu að fá þér E1
ectric Bitter, það er meðalið sem læknar
— 50 cts. og 81.00 íöllum lyfjabúðum.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu-
sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist
borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka,— Askjan kostar 25 cts.
Fæst í ölluip lyfjabúðum.
í kvöld (kl. 8) flytur Rev. J. B.
Silcox fyrirlestnr sinn : “Grip and
grit”, í Central Congregational kyrkj-
unni. Aðgangur 35 cents.
Sáluhjálparherforinginn í Canada,
Herbert Booth, hefir almennan fund
undii beru lofti á N- P.-vagnstöðinni
hér í bænum á laugardaginn kemur kl.
rúmlega 3 e. h.
Samkv. skýrslu formans slökkvi-
liðsins hér í bænum, áttu sér stað á ár-
inu 81 hús-brunar og nam eignatjónið
samtals $1,226,150. Abyrgðin á þeim
eignum var samtals $670,894.
Sendimennirnir að austan til að
semja við Greenway um skólamélið
komu til bæjarins í gær (miðvikudag)
og halda til á Hotel Manitoba. Sendi-
mennirnir eru: Sir Donald A Smith, A.
R. Dickey, C. A, Desjardius.
Herra Joseph Skaftason, sem dval-
íð hefir í Nýja Islandi rúmlega mánað-
artíma, kom til bæjarins aftur á laug-
ardaginn var. Hann fór svo aftur á
þriðjudaginn vestur til Glenboro, til að
vinna þar við verzlun Ripstein kaupm.
Lesið uppi auglýsingu kvennfélags.
ins i Tjaldbúðarsöfnuðinum á öðrum
strð í blaðinu. Það lofar ágætri skemt-
un fyrir fólkið í Norht West Hall á
þriðjudagskv. kemur. Lesið auglýs-
.nguna,
Stórþing Good-Templara var haldi ð
hér í bænum í síðastl. viku. Þessir ís-
lendingar voru kjörnir embættismenn i
stórstúkunni Mrs. Benson stór-vara-
umboðsmaður. B. T. Björnsson stór-
féhirðir og B. M. Long stór-marskalkur.
Kennarar eður kennara-efni gerðu
vel í að athuga að skólastjórnin íThing-
valla skólahéraði vestra hefir ákveðið að
gefa mönnum tækifæri að bjóða sig
fram til 15. Aprí næstk. Sjá auglýs-
ngu á öðrum stað í blaðinu.
Hveitikaupmenn eru nú almennt að
hætta hveitikaupum í bráð og taka að
likum ekki til aftur fyrri en sáning er
um garð gengin, enda eru nú kornhlöð-
ur allar rétt fullar og verður engu um
þokað að mun, fyrr en íe leysir af Su-
perior-vatni.
Tíðin heíir verið köld og umhleyp-
ingasöm venju fremur um síðastl- hálf-
an mánuð, og tiltölulega má heita að
Marzmánuður sé jafn-kaldasti mánuð-
urinn á þessum útrennandi vetri, af
því þá eiga menn von á svo mildri tíð.
“Andbýlingarnir” voru leiknir i
fjórða í siðasta skiftið i vetur í Unity
Hall á laugardagskvöldið var. Þó
veðrið væri vont var aðsóknin furðan-
lega mikil, — meira en helmingur sæta
upptekinn.— Með þessu lýkur að lykt-
um störfum leikfélagsins í vetur, og er
það sannast að það á þakklæti skilið
fyrir alla frammistöðu sína. Það er
að visu létt í vasa og léleg borgun fyrir
alla þá ómetanlegu fyrirhöfn og þann
kostnað, sem það hefir í för með sér að
læra og æfa leikrit. Eitthvað dálítið
verður þó að líkindum í afgangi, eftir
að félagið hefir dregið frá afian kostn-
að, en ekki mun sá afgangur svo mik-
ill, að hálf laun gætu heitið fyrir alla
vinnu leikendanna.
Samdregin vitnisburður.
Chas. B. Hood, umboðsmaður í Col-
umbus, Ohió segir að ekkert meðal jafn-
ist við Dr. Kings New Discovery sem
hóstameðal. J. D. Brown, eigandi St.
James Hotel, Ft. Wayne, Ind. segist
hafa læknað sig af hósta sem, hann var
búin að hafa í tvö ár, með Dr. Kings
New Discovery. B. T. Merrill, Bald-
winsville, Mass., segist hafa brúkað og
ráðlagt Dr. Kings New Discovery og
aldrei vita til að það hafi brugðist. Mrs.
Henning 222 E. 25th St. Chica'go hefir
það ætíð við hendina, og er þvi ekkert
hrædd við barnaveiki. Flaska til
reynslu frí í öllum lyfjabúðum.
BAKING
P0WDIR
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.
Efnið í Ayers Hair Vigor er hreins-
aður sem ekki þránar né gerir hárið
skitið. Hann kemur í staðin fyrir fit-
una sem hárkirtlarnir gefa frá sér með-
an þeir eru óskemdir og sem halda hár-
inu mjúku. Ayers Hair Vigor er eins
gott hársmyrsl eins og þekt er á þess-
um tímum.
Hra Pétur Einarsson, bóndi í
Manitobavatns-nýlendunni, kom til
bæjarins ásamt konu sinni í vikuuni er
leið, í kynnisför til tengdasonar sins,
ívars Jónssonar í Fort Rouge, Hann
gerir ráð fyrir að dvelja hér mánaðar-
tíma. Almenna vellíðan segir hann í
sveit sinni.
Velgengni er afleiðing þeirra hæfi-
legleika sem maður hefir en ekki þeirra
sem maður þykist hafa. Almennings
álitið gerir sig gildandi fyrr eða síðar.
í fimmtíu ár hafa menn brúkað Ayers
Sarsaparilla og nú á tima er hún hið
eina blóðhreinsandi meðal sem almenn-
ingur hefir mætur á.—Ayers Sarsaparilla
læknar.
Á mánudaginn var tók bæjarstjórn
in til fyrir alvöru að gera “hreint fyrir
sínum dyrum”—að flytja burt óþverr-
ann, sem safnast hefir að húsabaki yfir
veturinn. Þessa dagana er og vonandi
að hún megi taka svo hundruðum
vinnumanna skiftir. til að ræsa fram
vatnið sem safnast þegar snjórinn
bráðnar, hvervetnautarlega í bænum.
Úr bréíi út Argyle-byggð, dags, 15.
Marz: “Tíðin hefir verið all köld um
undanfarinn tíma, en nú virðíst ástæða
að vona eftir veðurbrygðum, af útliti
að dæma; sólbráð nokkur í dag.—Líðan
manna er alment góð og heilbrigði al-
menn, að því er mér er kunnugt. Kvef
að visu er að stinga sér niður, en það
er svo alment, að maður telu það ekki.
Jón ritstj. Ólafsson ,
er hættur við útgáfu og ritstjórn blaðs-
ins “Wisconsin Nordmanden” í Madi-
son, Wis., og er nú fluttur til Chicago
aftur og tekinn til starfa í sinni fyrri
stöðu, sem meðritstjóri stórblaðs Norð-
manna í Ameríku: “Norden”. Utan-
áskrift hans verður sem fyrrum : 284
Grand Ave., Chicago, Illinois, U. S. A.
Hra Ágúst Polson tók sér far með
pósti á mánudaginn var norðr að Gimli,
ásamt Mrs. Polson og börnum þeirra.
Ef saman gengur býst hann við að taka
við búi hra. Asmundar Einarssonar,
skamt vestur frá þorpinu Gimli. Er þá
ráðgert að familía hans setjist að á bú-
jörðinni, eu sjálfur gerir hann ráð fyrir
að koma aftur eftir tveggja eða þriggja-
vikna tíma og halda áfram um tíma
vinnu sinni hér í bænum.
•Lestagangi á C. P. R. aukabraut-
unum i Manitóba verður breytt aftur á
sunnudaginn kemur, og ganga þá lestir
framvegis annanhvorn dag eftir þeim,
eins og áður var. Óánægjan með hið
nýja fyrirkomulag var meiri en svo ae
félagið treysti sér að stríða á móti al-
lýðuviljanum. A suðvesturbrautunum
fara lestirnar út liéðan á mánudag,
miðvikudag og laugardag. Til Selkirk
og Stonewall fara þær héðan á þriðju-
dag,fimtudag og laugardag.
Nokkuð nýtt.
FLEISCIIMANN OERKÖKUIÍ.
Spyrjið þá sem þér verzlið við um prís-
ana sem við bjóðum.
Ýmislegt.
VÍNSÖLUBANNf A Ð OAONI.
í ríkinu Maine, eins og kunnugt er,
er öll vínsala gersamlega bönnuð með
lögum og bindindismenn stæra sig ekki
ósjaldan af því, hve vel gangi að fram-
fylgja þeim lögum þar, að undantek-
inni höfuðborginni Portland. I’rátt
fyrir það sýna seinustu skýrslur stjórn-
arinnar, að i rikinu öllu eru samtals 990
vínveitingahús. Þegar íbúafjöldinn er at
hugaður(650,000)verður ekki annað sagt
en vínsöluhúsin séu nægilega mörg, eða
svo mundi álitið í Manitoba. Vínsölu-
bannið heftir auðsælega ekki vínsölu í
Maine.
Róttlætið í Washington.
Fyrir nokkru síðan myrti ungfrú
ein i Washington, MissFlagler að nafni
svertingja-dreng. Hún hafði séð hann,
en hann var ekki að gera henni eða öðr-
um mein, þreif svo skammbyssu og
skaut hann til dauðs, án nokkurra um-
svifa, — sér til skemtunar að virðist.
Og nú hefir hún fengið sinn dóm. Henni
er skipað að láta úti $500 og skal sitja í
fangelsi í—þrjár klukkustundir.
Þannig er réttlætinu fulinægt í
höfuðstað lýðveldisins.
Eftir “Skandinaven”.
Þetta og það, að 2000 upplýstir
menn í Texas höfðu sér til skemtunar
í hauster leið að steikja lífið úr svert-
ingja yfir seinvirkum eldi, treindu líf
hans yfir glóðinni meir en klukkustund,
sýnir, að líf svertingjanna er ekki met-
ið á margafiska á “frelsisins fimbul-
storð”, og þaðþó íbúarnir kunngeri við
hvert tækifæri aðþar séu “allir menn
jafnir”. Að annað eins og þetta geti átt
sér stað í suðurríkjunum er trúlegt, en
það er eins ótrúlegt eins og það er ill-
þolandi, að þannig sé allur mannréttur
fóttroðinn í borginni Washington sjálfri.
BUFFALO BILL
Flestir íslendingar hér í landi hafa
heyrt "Buffalo Bills” getið og sýningar-
innar, sem hann stóð fyrir og kallaði
“Wild West.” Hans rétta nafn er
William Frederick Cody og er hann
fæddur í Iowa 1845 og uppalinn þar.
Þegar myndaður var reiðmanna flokk-
urinn tíl að þeyta póstflutningi og smá
böglum yfir hinar miklu vestrænu slétt-
ur, árið 1860, gaf hann sig fram sem
einn þessi hraðboði, þó ekki væri hann
þá nema 15 ára gamall. Og innan
skamms var hann viðurkenndur einn
hugrakkasti og ötulasti reiðmaðurinn í
flokkunum. Árið 1867 tókst hann í fang
að útvega alt það “buffalo” ket sem
þurfti handa öllum manngrúanum, er
þá vann að byggingu járnbrautar einn-
ar (Kansas Pacific Ry.) í vestur hluta
Kansasríkis. Og á þriggja missira tíma
hafði hann þá drepið 4,280 buffalo og af
því fékk hann nafnið “ Buffalo Bill.”
Árið 1872 var hann kosinn ríkisþing-
maður í Nebraska, en ekki eirði hann í
þeirri stöðu nema stutta stand, en gekk
í leikflokk og gerðist leikari. Þegar
Sioux Indíána striðið hófst 1875 gekk
hann í lið stjórnarinnar og tók ósvikinn
þátt í að yfirbuga Indíána. Árið 188J
fékk hann saman í flokk fjölda af Indíán-
um, Mexicönum og nautahirðum (cow-
boys), og myndaði þannig þá einkenni-
legu “Wild West” sýningu, er hann
hefir staðið fyrir siðan og sem hefir þótt
svo atkvæða mikil í Evrópulöndum
hvervetna.
ALIT ER
Mikilsvirði allsstaðar.
Paines Celery Compound
er mannkyninu til
blessanar.
Gott álit sem fengizt hefir með því
að halda sér frá löstum og glæpum er
hvervetna mikilsvirði.
Það er líkt dögginni, sem fellur á
>urra jörð og endurnærir hana. Gott
álit kemur inn hjá mönnum löngun til
hins góða og löngun til að bæta sig.
Nafnið Paines Celery Compound
friðar og hressir margt hjarta meðal
hinna lasburða' sem brúka það og batn
ar af því. Þúsundir karla og kvenna,
sem batnað hefir af því, lofa það og
þann sem fann það upp. Menn ættu
að muna eftir því að stælingar hafa ver
ið gerðar iaf þessu merka meðali, eyði-
leggjandi meðul, sem kölluð eru ‘Celery
Compound’. hafa reynt að ryðja sér
brant í skjóli hins rétta meðals. Þeir
sem vilja lækna sig fljót.t og vel ættu
ekki að fara að gera tilraunir á sér með
óreynd og ónýt meðul.
Paines Celery Compound er í áliti
hjá læknum og nöfn þeirra sem það hef
ir læknað eru því sem næst óteljandi.
Þeir sem þjástaf taugaveiklun, melt-
ingarieysi, gigt og taugagigt, fá allir
lækningu.
HISA-B VOGINO.
Það eru til sæmilega stórar bygg-
ingar nú í ýmsum borgum í Ameríku,
einkum þó í New York og Chicago.
Þó eru hinar stærstu þeirra eins og
brúðu-hús í samanburði við bygginga-
tröllið, sero. tal^ð er um að byggja. Það
er enn ekki komið lengra en að tala um
þetta, eða réttar sagt, um möguleikann
til að byggja þessar feikna byggingu
Samkvæmt uppdráttum, er byggingar-
meistarar þegar hafa gert og sem þeir
auðvitað halda fram að séu góðir og
gildir,
Þessi bygging á að koma upp í New
York og á aðheita “Kings Temple,” eða
konungsmusterið, Grunnmál hennar á
að verða 300 x 400 fet og hæð hennar
3,000 fet, eða heldur meira en -J mila !
Með öðrum orðum hæð hennar er jöfn
og ef 200 byggingum jafnháum og er
Hotel Manitoba væri hlaðið hverri ofan
í aðra, eða 300jafnháum og er pósthúsið
hér í Winnipeg. í bvggingunni eiga að
verða 200 gólf og 100,000 skrifstofur og
til þess ferðin upp og ofan um bygging-
una gangi greitt, verða í henni 50 lyfti-
vélar. Sumar þeirra eiga að heita
“express” lyftivélar og stansa þær ekki
nema á 25. hverri tasíu og verða 2J
mínútu á leiðinni upp eða ofan. Hinar
stansa á hverri tasíu og verða 10 mínút-
uráleiðinni. Veggirnir á þessu bygg-
ingatrölli verða 16 feta þykkir. Bygg-
ingameistararnir, Harding & Gooch,
segja vandalaust aðgeraþessa b.yggingu
eins trausta ogalmennar byggingar eru.
Spursmálið sé aðeins hvert nokkrir vilji
leggja fram hið fádæma mikla fó, sem
útheimtist til að koma henni upp.
“EF”.
Ef svo ber til, nú eða síðar, segir
blaðið “Call” í San Francisco, að Banda
ríkin og Spánverjar fara í vopnavið-
skifti, mundu Bandaríkin láta sitt
fyrsta verk verða, að halda flota sínum
austur yfir Kyrrahaf til Philippinu-eyj-
anna og *aka þær. Eyjar þær, -suður
af austurströnd meginlands Asíu, eru
um 1200 talsins, og af þeim eiga Spán-
verjar þriðjunginn eða um það bil. Og
þær eyjar eru ekki neinn tilkornulítill
hluti konungdæmisins. íbúar þessara
spænsku eigna eru um 7milj. að tölu.
Eyjarnar eru auðugar og eru ill-upp-
ausanleg tekjuuppspretta Spánverja.
Þær eru brunnurinn sem Spánverjar
ausa úr þegar í nauðirnar rekur. Væri
tekið fyrir þá tekjuæð, og eins og nú er
ástatt á Cuba, gætu Spánverjar ekki til
lengdar haldið uppi sókninni. Banda-
rikin kæra sig ekki hið minsta um
Philippinueyjarnar, en í ófriði við Spán-
verja yrði það að sjálfsögðu eitt af
fyrstu tilþrifum Bandaríkjaherstjórnar-
innar, að senda þangað skip og loka
höfnunum fyrir Spánverjum og það er
líka auðgert, því eyjarnar eru að heita
má verjulausar. Þrjú eða fjögur skip-
in úr flota yorum fyrir Asíu ströndum
værueinfær um þetta.
Hvað herskipastól snertir, eru á-
höld um styrkleik Bandaríkjamanna og
Spánverja, en þá er líka upptalinn allur
mögulegur samanburður, að því er
virðist. Spánverjar eru skuldunum
vafðir og með skattaálögum, sem menn
her i landi liðu ekki degi lengur, geta
þeir tæpast mætt vöxtunum af þjóð-
skuldinni, og talsins er.u Spánverjar 18
til 19 milj. I samanburði við þetta eru
Bandaríkin svo gott sem skuldlaus og
íbúarnir nær 70 milj. Þar væri þess
vegna ekki um neinn jöfnuð að ræða,
eftil stríðs kæmi. Egi að síður eru
Spánverjar “engin lömb að leika við”.
Þeir eru harðfengir og ófyrirleitnir, og
eins og gamli Castelar segir, mundi
þeim líka sama þó þeir nudduðu við
stríð og styrjöld i einn eða tvo ára
tugi.
'MONTREAL-SÝNINGIN STÓRA,
The British Empire Exposition, sem
fyrirhuguð var í sumar komandi, verð-
ur engin í ár eftir alt saman. Formenn
sýningarinnar og margir helztu menn í
borginni komu saman á fundi nú ný-
lega og ræddu um málið frá öllum hlið-
um, athuguðu hvað búið var að gera í
tilliti til bygginga oghvað [eftir var að
gera m. m. Og niðurstaðan, sem þeir
lcomust að var sú, að á þeim tíma sem
eftir er til 24. Maí, enda til 1. Júlí,
væri bókstaflega ómögulegt að koma
upp þeim byggingum sem þyrfti. Jafn-
ómögulegt væri að útvega þá sýninga-
muni frá hinum ýrosu verksmiðjufélög
um etc., í Canada, sem þyrfti, ef sýn-
ingin ætti að koma ríkisheildinni að til-
ætluðum notum. Bæjarráðsformaður-
inn helt þvi fram, eins ogannars marg-
ir fl^iri, að það væri betra og miklu
betra fyrir Montreal og ríkíð í heid
sinni, að hafa enga sýningufyrr eða síð
ar, heldur en að hafa þá sýningu, sem
vegna tímaleysis að koma henni á fót,
yrði ófullkomin fram eftir öllu sumri
og aldrei nema hálf sýning. Það var
og álitið heppilegra, ef hið opinbera ætti
eitthvað töluvert af stofnfe sýningar-
innar og var stungið upp á,að Montreal
bæjarstjórn legði fram $100,000, sam-
bandsstjórnin 8100,000 og Quebec fylkis-
stjórnin $50,000. Með slíkum hlut í
Skor og Stigvjel!
Ny og endingargod.
Með lægsta verði.
Ástíeðan fyrir því að við getum selt með svo ofur lágu verði er sú,
að vér höfum lítil útgjöld, lítinn kosmað. Við erum á röngum stað á
Main street til þess ad gera mikla verz’un, en á éttum stað til þess að
geta selt með lágu verði. Búðin er austanverðu í Main street á móti
Portage Avenue.
E. KNIGHT&CO.
431 MAIN STREET.
Tombola °g
= = = Dans.
Kvennfélag Tjaldbúcarsafnaðar heldur
Tomboln og Dans á þriðjudagskveldið
kemur 31. þ. m., kl. 8 e. h., í
Northwest Hall.
Inngangur og einu dráttur 25c. Ágæt-
ir hlutir verða á Tombolunni. Veit-
ingar seldar.
stofnfónu gæti hið opinbera gefið trygg
ingu fyrir að sýningin yrði meira en
nafnið tómt og ekki útbúin í þeim til-
gangi að græða fé handa prívat-mönn-
um. En enga slíka tryggingu væri
unt að gefa, ef privat-menn eingöngu
stæðu fyrir sýningunni. *Dað var því
samþykt, fyrst og fremt, að efna til
International-sýningar, er fram skyldi
fara í Montreal sumarið 1897, og i öllu
stærii stíl, en sú er fyrirhuguð hafði
verið í sumar komandi, og í öðru lagi
var samþykt að kjósa 9 manna nefnd,
og'síðar á fundinum kosin, til að leita
eftir samvinnu sambandsstjórnar, fylk-
isstjórnar og bæjarstjórnar, í þá átt
sem að ofan er sagt frá.
Af þessn leiðir að í sumar komandi
verðurengin allsherjarsýning í Mont-
real. En jafnframt er þá þeim mun
meiri von til að hún verði miklum mun
fullkomnari árið 1897, og líklega þarf
ekki að geta til að lagðar verði árar í
bát héðan af og hætt við alt saman.
Það liggur því næst að búazt við tveim-
ur allsherjar sýningum í Canada sum-
arið 1897, þessari væntanlegu almennu
iðnaðar- og f jöllistasýmngu í Montreal
og sögulegu sýningunni fyrirhuguðu í
Toronto, í mirjningu þess, að þá verða
liðin 400 ár frá því meginland Norður-
Ameríku var fundið—að undanskildum
fundi Leifs. Hvað sýningar snertir,
þurfa engir vesturhéraðsmenn að fara
ei'indisleysu austur það sumarið. Bara
að þetta verði nú meira en ráðagerö og
umtal.
Hvernig vitrar konur spara
peninga þegar hart er í ári.
Break Up a Gold ín Time
BY USING
Tlie Quiok Cure for COUGHS,
COLDS, CKOUP, I5KON-
CHITIS, HOARSENESS, etc.
Mrs. Joseph Norwick,
of Gi Soram en Avc., Toronto, writes:
“ Tyny-Pectoral has never failed to curo
niy cliildren of croup ,aft<‘r a few doses. It
nirod myaelf of a loiigf-gtandlnif cough after
8 -vcimI oilier rcmeiii s had failed. It has
alao jtrov* d an oxeellent cough cure for my
fami y. 1 jttefer it tn any other medicine
fjr coughs, croup or hoarseness."
Ií. O. Barbour,
of Little Rocher, N.B., writes :
“As a curo for conírhs ryny-Pectoral is
tho best selling medii ino I have; my cus-
tomers will have no other.”
Lurgo Kottle, 25 Cts.
DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd.
Proprietors. Montreal ▼
l+***4*m?~4M*+*Z
Ýotið það.
Því að nú er óvanalega gott tæki-
færi, bæði fyrir konur og karla (ladies
and gentlemen), til að fá sér vandaðan
og ódýran klæðnað fyrir vorið.
Heimsækið Mr. og Mrs. S. SWAN-
SON að 161 Kate Str. og sogið þeim
hvað yður vantar, og verið viss um, að
þau gera alt^sem hægt er að gera, til
að fullnægja oskum yðar. Þau sauma
alt, sem yðurvantar, leysa þaðfljótt og
vel af hendi, og gera það mjög ódyrt.
Þar er einmitt tækifærið.
Notið tækifærið.
Allir á siglingu til beztiú
Skraddarabúðarinnar
Tíu centa tillag sparar dollar.
PEACE & CO.
Þegar verzlunarmenn, bændur og
handiðnamenn, kvarta um deyfð í við-
skiftum, þá verða konurnar einnig var-
arviðþað.Þegarharter í ári fara kon-
•irnar fyrst að hugsa um hvernig þær
eigi að spara. ogþær byrjahana hjá sér.
I staðin fyrir að kaupa sér og börn-
unum ný föt, fer hin sparsama og ráð-
setta kona og fær sér Diamond Dye til
að lita upp aftur gömlu fötin sin og
gera þau eins og ný.
Diamond Dye er regluleg hjálp í
harðindu num, þeireru serstaklega fyri
heimilið, og þeir eru hinir beztu og
sterkustu allra lita. Föt sem lituð eru
með Diamond Dye upplitast hvorki-við
þvott eða sólskin.
Vertu viss um að sá sem þú verzl-
ar við fái þér Diamond Dye, en ekki eft
irstælingu, sem eyðir tíma og eyðilegg-
ur fötin, sem litast eiga.
FVERY FAMILY
SHOULD KNOW THAT
Is a very remarkable remedy, both for IN-
TERNAL and EXTERNAL use, aDd won-
derful in its quick action to relieve dlstress.
P AT1V-K7T T FP i* » »ur* cur« rnr Sorc
1 /1.111 Hll-l^J^IV. Tliroaí, t'ouclis,
< lillls, I>larrh«*n, DyHcntcry, trauips,
C liolera, and all fcov ul CoinplaintA
PATN-TfTI T FR isthe best tpik-
A /*-ll’ IVlL/LdjiV eily kitown íor Hll■
hirknrss, Sirk Ilr:ulm‘2ic, l*ajn in tlio
It.-irk or Sldr, lCliriiinatisui and Aí<*uraltri».
PAIN-KILLER &sSt“e«T»mVÍt
]»IAI*E. ItbrinffH speedy and PERMANENT kei.ief
ln nll nises of Kruiscs, 4'uts, Siiraius, Sr-verc
llurus, etc.
PATN-TTTT T PP the wcll tried and
1 xllll lviLLLlv trusted frientl of the
Alerlinnir, Fnrinrr, Pliuitor, Sailor, and in
í'actall classes wantiiiK a inedicine always athana,
and hape to use iuteriially or cxternally with
certainty of relief.
Beware of imitatlons. Take nono but thejrenuine
•* Pkkry Davis. " Sold everywhere ; 25c. big bottle.
INDIAN SUPPLIES.
T OKUÐ TILBOÐ, sem sendist undir-
-■-úituðum og merkt "Tender for In-
dian Supplies” verður veitt mottaka á
þessari skrifstofu þangað til á hádegi
þriðjudaginn 21. Ápríl 1896. Verkið Sem
vinria á er aðflytja varning, sem úthýtt
verður meðal Indíána á fjárhagsárinu,
semendar 30, Júní 1897, til ýmsra staða
í Manitoba og Norðvesturlandinu.
Form fyrir þessi tilboð ásamt öil-
um upplýsingum þeim viðvíkjandi fást
hjá undirrituðum og hjá Indian Com-
missioner í Regina og índian-skrifstof-
unni í Winnipeg. Engin skylda er til
að viðtaka lægsta tilboð eða nokkuð
annað tilboð.
Ekkert blað hefir leyfi til að prenta
þessa auglýsingu nema með samþyklú
Queens Printer; aðrir en þeir sem hann
hefir beðið að taka þessa auglýsingu til
meðferðar fá enga borgun fyrir hana.
HAYTER REED,
Deputy Superiutend mt-Getieral
of Indian Affairs.
Department of Indian Affairs,
Ottawa, March, 1896,
56(5 Iflain Str.
horninu á Pacific Ave.
Fötin sniðin, sauttiuð, og útbúin
eins og þér segið fyrir.
Peace & Co.
566 Main Str.
S. Anderson,
651 Bannatyne Ave.
(Corner of Nena Str.)
hefir fengið inn miklar byrgðir af
Veggja-pappír
sem hann selur með langtum lægra verð
en nokkur annar pappírssali í þessum
bæ. Hann hefar 125 mismunandi teg-
undir, sem hann selur frá 5o. upp í 30o.
rúlluna.
Til sölu.
Tværlóðir nálægt C,“P. R. braut-
arstöðinni í West Selkirk með húsi, á
stærð 12X16, alt fyrir $250, en er $350
virði. Húsið 'er vel bygt og hentugt
fyrii' litla familíu.
Lysthafendur snúi sér til
Chas. Popham
P. O. Box 113 ... West Selkirk.
*■»—-- — 1—■—■—1—1,—- - - —11-j-urx
5 POPULAR MAGAZIRES
fc m THE B0RL
FRASMK LESLSE’S
P
OPULAR
MONTHLY
Contains eoch Month : Orlginal Water Color
Frontlsplece; 128 Quarto Pages of Reading
Matter; 100 New and Hififh-class lllustra-
tions; More Llterary Matter and lllustra-
tions than any other Magazino in America.
25 cts.; $3 a Year.
Frank Leslia’s Pleasant Hours
FOR BOYS AND CIRLS.
A Brlght, Wholesomo, Juvenilo Monthly.
Fully lllustrated. The best writers for young
people contributo to it. 10 cts.; $1 a year.
SEND ALL SUBSCRIPTIOTiS T0
The HeinislirÍBgla Prlg. & Publ. Co.
You want to get Frank Leslie’s
Popular Monthly and tho Heims-
kringla one year for $1.25
Undoubtedly the Best Club Offers
Send to Frank Leslie's Publíshlnn TTouse, N.T.,
for New Illustrated Premium List, Free.