Heimskringla - 02.04.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.04.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 2. APRÍL 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Hcimskringla Prtg. & Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] S1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. líox 303. Hinn “þríeinr. “ Hvert logið brígsl sem þú beinir að mér. Borgað með sönnu get ég þér,” Lögberg hefir oft gert vel en aldrei þó betur en í síðasta blaði. Það hefir flutt greinar á síðastl. tólf mánuðum, sem í stjórnlausu heiftaræði og and- styggilegum óþverra hafa jafnast á við aðal-ritstjórnargrein þessi síðasta blaði, en lengra hefir það aldrei komizt. En svo er það líka sannast.að blaðið er við- unanleg þjóðarsvívirðing eins og er. Það væri óefað að gera mörgum, fjöldamörgum mönnum i fyrsta lúterska- söfnuðinum rangt til, ef getið væri til að ritstj. væri að spegla þann félags- skap með framkomu sinniáritvellinum. En vist er það að þess meiri skömm sem hann gerir sér og þjóðinni í Lögbergi, þess meir þokast hann upp á við í kyrkjufélagstigninni, og það ennfrem- ur, að háttstandandi maður í kjTkju- félaginu vottar það opinberlega, að hnnn geri betur í blaðamenskunni en Einar Hjörleifsson!! Það er ölium mönnum, sem líta yfir blaðið á líðastl, 12 mán., auðsætt, að frainförin sem hinn ónefndi kyrkjufélagsmaður er að þakka ritstj., er öll og eingöngu innifalin í ósómanum einum, í öllu sem blaði eins og ein- staklingi er til lýta. Það er einkenni- legt að vaxandi metorð í kyrkjufélag- inu og vaxandi svívirðing í blaða- menskunni, skuli þannig haldast í hend- ur, en þar fyrir er ekki sagt að söfnuð- urinni heild sinni só eins “andlega sinn- aður” eins og safnaðarforsetinn. Vér trúum ekki öðru en að allflestir í söfn- uðinum mundu í lengstu lög hika sér við að koma fram fokvondir, syona opinberlega, út af þvi að andvígismenn þeirra ekki hafa framið sjálfsmorð! En það gerir safnaðarforsetinn í þessari grein sinni. Haldi hann þannig áfram, er hans næsta stig eðlilega það, að fylgjaráðum Armeníu-mannaog mynda félag, sem hafi kyrkjuna fyrir skálka- skjól, í þeim eina tilgangi að stytta andstæðingunum aldur, úr því þeir eru svo þverlyndir að gara það ekki sjalfir! Hann hælir sér ósvikið af því hvað mikið hann hafi gert fyrir söfnuð sinn. Hvað þá eðlilegra en að iiann reyni að gera tifalt meira nú, þegar hann er orð- inn safnaðarforseti. Og það er greini- legt að andstæðingarnir verða ekki yfir- bugaðir á neinn hátt fyrirhafnarminna, en með því að fylgja ráði Armeníu- manna, sem frá er skýrt annarstaðar í blaðinu. Ef af orðalagi er að dæma, þá er ritstjórinn, safnaðarforsetinn og þingmaðurinn. hinn “þrieini”, ekki heldur svo mikill “heigull” eða hræddur við hengingarólina, að hann gæti ekki orðið útmetinn ‘æðsti-böðull”, eða böðla-höfðingi. Sem sagt er það einkennilegt i aug- um þeirra sem ekki þekkja til, að hér skuli sýnast samband milli vaxandi kyrkjulegra meta og vaxandi dónaskap- ar og svívirðinga. En í augum þeirra, sem þekkja þessa “þríeinu” tilveru, er það ekki neitt undarlegt. Það kannast allir við málsháttinn: “Heiðraðu skálk- inn svo hann skaði þig ekki”. Máls- hátturinn skýrir ástæðurnar hór, sýnir hvernig á því stendur að söfnuðurinn er Sindbad hinn annar með karl-ferlikið á baki og sem hann má rogga með þang- að til skrimslið fyllir sig svo hrífur, eins og frá er sagt í sögunni. Það er engu að svara í Lögbergs- ódæðinu seinasta. Það sem ekki er hrein og óblandin lýgi í því fúkyrða- safni, það er útúrsnýningur og hártog- anir, Sézt bezt hvað lítið er til, þegar ekki verður annað fyrir en snúa ut ur nafni manns, í því skyni að gera það hlægilegt.Fyrr er nú klúðursleg ritsmíð, en svona sé. Þó viljum vér minnast á eitt atriði, er safnaðarforsetinn sneiðir beint úr vegi og í þeim tilgangi að svívirða oss persónulega í sambandi við mál sem opinberri framkomu kemur ekkert við. Framvegis á það máske að verða regla í fyrsta lút. söfnuðinum að svívirða þá alla opinberlega, sem einhvernveginn hafa komizt i bók safnaðarins, alt frá dögum Haldórs Briems, en sem nú um mörg ár hafa engan þátt tekið í safnað- armálum og skoða sig ekki safnaðar- limi. Að minsta kosti er byrjun fengin í þá áttina, hvert sem það er með leyfi safnaðarins eða ekki. Þessi árás gerir oss auðvitað ekki neitt til, en. hún sýnir almenningi hvílíkt göfugmenni (!) þar ræður lögum og lofum sem stendur. Að nafn vort só til í safnaðar- bókunum má vera, en vist er það, að trúverðugur safnaðarmaður sagði oss fyrir 4 eða 5 árum að hann hefði ekki getað fundið það og þeim manni viljum vér heldur trúa, þegar hann blátt áfram segir já eða nei, en eiðsvörnum fram- burði safnaðarforsetans sem nú er. En setjum nú svoað safnaðarforsetinn fyrir tilviljun segi að þessu leytinu satt, þá er samt annað tveggja, að hann lýgur, eða bókhaldarar safnaðarins á fyrri ár- um hafa vanrækt verk sín. þar sem hann segir að vér höfum aldreí lagt nema ilt eitt til safnaðarins. Þó langt sé nú orðið síðan, þá höfum vér samt lagt ögn af peningum í þann sjóð. Það er að visu satt, að þau tillög voru ekki stór, eu þau voru frjálsfengin, en ekki login, svikin eða stolin af fátækum landsmönnum eöa öðrum. Komandi sókn. Samkvæmt staðhæfingum J. I. Tartes á skólamálið að verða aðalvopn “liber- ala” í komandi kosningasókn. Að und- anteknum þeim Laurier og Cartwright er Tarte efalaust ráðamestur í flokknum og má þar af leiðandi ganga að því vísu að hann segi rétt frá um fyrirætlanir leiðtoganna. Og þegar á alt er litið, þá er heldur enginn blutur náttúrlegri, en að þeir grípi þessa guðsgjöf og hagnýti sem aðalvopn. Ástæðurnar hjá þeim eru að því leyti líkar og þær voru hjá Greenway, að þeir þurfa eitthvert sér- stakt meðal sem leitt geti athygli kjós- endanna frá stefnu þeirra eða stefnu- leysi. Greenway var skólamálið naúð- synlegt sem gleymskulyf handa alþýðu og Laurier er það nauðsynlegt handa kjósendunum sem sjóndeyfandi lyf. Hann veit að viðskifta og tollmálið út af fyrir sig getur undir engum kringum- stæðum útvegað honum meirihluta at- kvæða hjá alþýðu. Vitaskuld er Laur- ier leiðtogi flokksins, og má þess vegna virðast, að fram verði fylgt þeim mál- um og á þann hátt er hann segir fyrir, en svo er það ekki alvge víst. Það má til með að taka gamla Sir Richard Cart- wright til greina. Hann er ekki gefinn fyrir að lúta í lægra haldi, hefir aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ann- aðhvort verður hann að vera með þeim ráðamestu í flokknum, eða þá burt úr honum alveg og afskiftalaus. Hann hefir sýnt það áður og hann sýnir það enn, að hann beygir sig ekki fyrir vilja fjöldans af flokksbræðrum sínum. Laurir er þess vegna ekki fremur ein- ráður um aðalstefnu flokksins, en hann er einráður um það, hver hans eigin stefna er. Hann ekur seglum ekki afl- lítið eftir vindi, með öðrum orðum segir eitt hér og annað á hinum staðnum, en þó má að líkum gera ráð fyrir, að aðal- stefna hans sé að “free-trade”-takmarki eins og líka var viðtekið á allsherjar þingi “liberala” í Ottawa um árið. Með þeirri stefnu var kveðínn upp dauða- dómur yfir stefnunni sem áður var, —reeiprocity, eða tolljafnaði við Banda- rikin. Edw. Blake róði úrslituiíum þar, þó ekki væri hann nærstaddur. Vilji Blakes varð lög “liberal”-flokksins og þeim lögum er allur fjöldi flokksmann- anna fús til að hlýða. Merkasta undan- tekningin þar er Sir Richard Cartwright. Hann gefur ekki túskilding með gati á fyrir stefnu Lauriers um “free trade eins og á Englandi.” Hann vill toll- jafnað við Bandaríkin Og ekkert annað. Þetta sagði hann svo greinilega sem þurfti í ræðu sinni um fjármál landsins á þingi í vetur. Þannig hafa þá þessir tveir foringjar sina aðalstefnu hvor og er hvor annari svo andvíg, að þær geta ekki með neinu ráði orðið samrýmdar. Hver stefnan yrði ofan á, ef til kæmi að beita annari hvorri, er valt að segja, en líkurnar mæla með því að Sir Richard yrði Laurier yfirsterkari. Það er ekki álitlegt að koma fram fyrir alþýðu og biðja um atkvæðafylgi, þegar stefnaner þannig tvískift hjá aðalforingjunum. Þess vegna er Laurir ekki siður áríðandi en Greenway, að hagnýta skólamálið sem bezt, að hampa því framan í kjós- endurna, en láta sem minst bera á hinni tvískiftu, eða öllu heldur margskiftu tollmálastefnu. Sem sagt er stefna aðalleiðtoga flokks- ins þannig tvískift, en svo hefir flokkur- inn miklu fleiri stefnur en þetta.Laurier sjálfrhefir fleiri en eina í takinu, en setji maður svo að allar aukastefnur hans séu að eins viðhafðar til að koma sér vel við áheyrendurna í það og það skiftið, en að aðalstefna hans só virkilegá það sem hann lætur hana heita : “Free trade eins og á Englandi,” þá fullnægir hún þó engan vegin kröfum ýmsra merkra manna í flokknum. Þannig náði Mr. Snider kjöri í Waterloo-kjördæmi í Ont. í vetur, með þeim margítrekuðu loforð- um einum, að að því leyti sem hann gæti að gert skyldi tollinum í engu haggað á þeim varningi, sem héraðinu var mest áríðandi. Þessum og þvílík- um loforðum hefir hann að líkindum ekki bundið sig nema meðráði,undir öll- um kringumstæðum að vitorði leiðtog- anna í flokknum. Ekki verða þau lof- orð þægilega samrýmd “free-trade” lof- orðum Lauriers. “Liberalar” í Ontario fylgja því fast fram við öll tækifæri, að numinn só tollur af linkolum (er 60 cts. á “tonni”), segir það lífsspursmál fyrir margar stofnanir í Ontario. Þó leyfðu þeir Geo. Murray, sem í vetur var send- ur með $25,000 til að sækja á móti Sir Charles Tupper i Cape Breton, þó leyfðu þeir honum að ábyrgjast, að ekki skyldi snert við kolatollinum. Ekki hefir það mikinn keim af “free trade.” Þetta leyfa leiðtogarnir, ef þeir fyrirskipa það ekki beinlínis, og það löngu eftir að við- tekin var “free trade”-stefnan á flokks- þingi. Það mætti telja upp þó nokkra af “liberölum” á þingi, sem líkt er ástatt fyrir eins og Mr, Snider, að þó þeir má- ske mæli með tollafnámi í heild sinni, þá verða þew óðir og uppvægir, ef skerða skal verndartollinn á einhverjum varn- ingi, sem snertir þeirra sórstaka hérað. Þessar ástæður allar, að Laurier hefir fyrir takmark, sem hann læst viljaná: “free trade” eins og á Eng- landi”, að Sir Richard Cartwright, fjar- málastjórinn væntanlegi, ef hann lifir svo lengi að flokkur Lauriers koraist að völdum, hefir fyrir takmark tolljafnað við Bandaríkin; og að þessir leiðtogar báðir leyfa þingmannaefnum sínum að lofa framhaldandi tollverndun á ákveðn um varningi; alt þetta sýnir að við- skiftaog tollmála stefna flokksins er leikulli en svo, að álitlegt só að hafa hana fyrir aðal-umtalsefni í komandi sókn. Þessar ástæður ‘■ýna líka, að stefna conservative-flr' xsi qs í við- skifta-toll-málum er í iieild sinni rétta stefnan, eða s- > nærri réttri stefnu sem komist \ ðui í jafn víð- lendu ríki og Canada > og með jafn- mörgum og ólíkum innuyrðis 'þörfum. Stefna Lauriers er góð, er stefna sem ! allir undantekningarlaust geta verið meðmæltir, en gallinn á henni er sá, að hún er allsendis ómöguleg á meðan Bandarikin ekki viðtaka “free trade” eins oz á Englandi”. Það þarf ekki skarpskygnan mann til að sjá hvernig færi, ef Canadastjórn tæki burt allan toll á meðan Bandaríkin halda honum, og það enda talsvert hærri að meðal- tali en í Canada. Afleiðingin yrði auðsælega sú, að þar sem ; Canadamenn gætu ekki sent vörur suður yfir “línu” nema með háu tollgjaldi, gætu Banda- rikjamenn sent hingað allar sínar vör- ur án þess að gjalda nokkurn toll. Og eins og hver maður sér leiddi það af þeirri verzlunaraðferð, að hagurinn allur yrði Bandarikjamanna, en tjónið alt Canadamanna. “Free trade” eins og á Englandi” er þess vegna ómöguleg fyrr en Bandaríkin viðtaka hana. Og af því Canadamenn hafa svo miklu minna bolmagn en Bandaríkjamenn, verða þeir nauðugir viljugir að koma á eftir, en fara ekki á undan Bandaríkja- mönnum í þessu efni. Þegar á alt er litið er stefna Cartwrights gamla alt óaðgengilegri, enda ekki við öðru að búastaf honum. Hann hefir lengi ver- ið óþjáll og þurslyndur og andvígur allri sannri velferð Canadaríkis. Só lit- ið á skýrslurnar, sem konsúlar Banda- ríkja í Canada senda stjórn sinni á hverju ári, segja þær sögunasvo greini- lega, að hún nægir hverjum heilvita manni. Þeim ber öllum saman í því, að kæmist tolljafnaður á, yrði afleið- ingin sú. að Bandaríkjamenn seldu Ca- nadamönnum $100 virði af vörum, þar sem Canadamenn seldu Bandaríkja- mönnum $1 virði. Þetta er gamla mál- ið, sem alþýða í Canada greiddi atkv. um við síðustu sambandskosningar, og það er öllum vitanlegt hvernig sá al- þýðudómur féll. Tolljafnaður fékkst því að eins þá, að Bandaríkin réðu fjár- málum Canada að miklu leyti eins og sínum eigin, hvað toll-álögur snerti, og það sama yrði auðvitað nú ef leitað væri líkra samninga. Það gerir engan mun hvort ráðherra Bandaríkjanna, er slíkum samningumræður, heitirBlaine eða Olney, eða eitthvað annað. Þeir framfylgja allir sömu grundvallaratrið- um, og þeir væru ekki sannir þjóðvinir, ef þeir gerðu það ekki. Þessi einhliða útbúningur, samfara úrskurði Edw. Blakes. sem gekk úr leik og úr landi burt, heldur en framfylgja toll-jafnaðar stefnu Cartwrights, réði úrskurði al- þýðu 1891, og sama skoðunin hlyti að ráða úrskurði hennar 1896, ef henní gæfist tækifæri. En svo á henni ekki að gefast það tækifæri, eftir því er J. Israel Tarte segir. Leiðtogarnir sjá eins og aðrir og viðurkenna það i sinn hóp, að stefna Lauriers er ómöguleg- þó hún sé ólitleg, og að stefna Cart- rights er óhæfileg, af því hún gefur Bandaríkjamönnum tögl og hagldir, auk þess sem hún gerir sitt til að loka brezka og beztamarkaðinum, sem Ca- nadamenn eiga, með þvi að tolla vörur þeirra, en taka á móti Bandaríkja-varn- ingi öllum toll-fríum. Undir þessum kringumstæðum er ekki nema eðlilegt að “liberals” vilji beita skólamálinu fyrir. Vandræði þeirra með ákveðna stefnu í aðal-mál- unum útheimta einhvern sérstakan hlífiskjöld. Greenway þurfti skólamál- ið sem ábreiðu yfir allar sínar yfirtroðsl- nr, og það lireif—í Manitoba. Laurier þarf þess með, til þess að breiða yfir stefnuleysi sitt, en þá er eftir að vita hvort það hrífur—í Canada í heild sinni. Hann hélt að tolljafnaðarópið, “reci- procity” við Bandaríkin, hrifi veturinn 1891, en það varð alt annað ofan á. Það eru allar líkur til, að úrslitin verði áþekk nú, þrátt fyrir skólamálið. “Smut” í hveiti. Það hafa margir bændur beðið tjón af því á síðastl. vetri, að hveiti þeirra hefir meira og minna verið blandað ill- gresistegundinni sem kölluð er “smut”. Ar frá ári í seinni tið er verið að brýna fyrir bændunum hve áriðandi sé að losast við þennan “sjúkdóm" í hveitinu og jafnframt sýnt hvernig megi buga hann og eyða honum alveg. Fyrir- myndarbúin senda út skýrslur, er sýna allar tilraunir sem gerðar hafa verið til að losast við þennan óþverra, og þess- um skýrslum öllum, hvort lieldur frá fyrirmyndarbúum í Canada eða Banda- rikjunum, ber saman um að öruggasta meðaliðsé blásteinn uppleystur í vatni, Ein síðasta skýrslan, sem vér höf- um séð um þetta efni, er frá fyrirmynd- arbúinu í Minnesota (St. Anthony Vark), og ber henni að heita má alveg • mi m við samskonar skýrslur, er vér ■ ■ >fu m séð áður frá fvrirmyndarbúinu í Braudon, Man. Sýnir skýrsla þessi að ekki einungis eyddi blásteinsbaðið "smut”-inu nærri algerlega, en jók að auki frjósemi hveitisins. Sást það á þvi, að í sama blettinn var sáð hv3iti, sem ekki var bleytt, og gaf það af sér sem svaraði 22.6 buSh. ekran; hveiti sem bleytt var í heitu vatni (lá í vatn- inu 15—20 mínút.ur, 10 mínútur í vatni á 120 st. hita og 5 til 10 mín. í vatni á 135 st. hita) gaf af sér sem svaraði 28,5 bush. ekran, en það sem bleytt var í blásteinsvatni gaf af sér sem svaraði 30.5 bush, ekran. Þetta virðist, með öðrum orðum, sýna, að blásteinslögur- inn auki frjósemi hveitisins, eða jarð- veg landsins, sem það þroskast í, sem svarar 25% af ekrunni. En kostn- aðurinn við að bleyta þannig útsæðið í hverja eina ekru, nemur ekki meir en svarar 5—10 cents. Sé hægt að auka uppskeruua svo nemi ] hluta (25%) eða meira af hveiti af hverri ekru, með aukakostnaði sem svarar 5—10 cents, þá sýnist sjálfsagt fyrir alla bændur að viðhafa blásteinsbaðið. Skýrslan sýnir líka að hveitið sem ekki var bleytt hafði að geyma 14.5% af “smut”-sýktu hveiti; það sem bleytt var i heitu vatni 3%; það sem bleytt var i blásteinsvatni að eins 1%. En hveitið var alt jafn ‘smut’ sýkt þegar því var sáð. Af þessu sést að blásteinninn gerði tvent í senn : Eyða “smut”-inu nærri algerlega og auka uppskeruna svo nam meir en 25%. Þegar skýrslunum frá mörgum fyr- irmyudarbúunum ber saman í þessu efni, sýnist ekki ástæða til að efa að þær séu réttar. Og setji maður svo, verður maður að viðurkenna að það sé meir en smáræðis gróðabragð fyrir hveitibændurna að viðhafa blásteins- baðið, að gera sér þaðað reglu þangað til, að minsta kosti, að “smut”-sýkinni hefir verið gjöreytt úr hveitinu og úr akrinum. Það eru tvær aðferðir til að bleyta hveitið í blásteinsvatninu. Önnur er sú, að breiða 10 bush. af hveitinu á gólf ið í kornhlöðunni á heimilinu, uppleysa 1 pund af blásteini í 2] gall. af vatni og hella því yfir hveitið, sem alt af þarf að færa til á meðan með reku, svo að ekkert korn verði útundan og enginn hluti nokkurs eins korns. Að þremur klukkustundum liðnum má sá hveitinu sem þannig er bleytt. Og þess ber að gæta, að liggi blásteinninn lengi á hveit inu áður en því er sáð, er hætt við að hann skemmi það. Segir skýrslan, sem vér höfum fyrir oss, að gott ráð sé að bleyta hveitið seint að kvöldi og sá því svo strax morguninn eftir. Þó má bleyta það að morgninum og sá því seint sama daginn og sé finu kalkstufi rjóðað yfir hveitið stuttu eftir baðið og því blandað vel innan um það, má sá því að hálfri klukkustund liðinni. Gerir kalkstufið hvortveggja : Þurka kornið og eyða áhrifum blásteinsins, án þess þó að rýra verkanir hans á “smut^-ið í hveitinu. Hin aðferðin, og hún er heppilegri þar sem húsakynni eru óhentng, er sú, að blásteinslögurinn er settur í tunnu og hún fylt meir en til hálfs. Hveitið er látið í gisinn strigapoka (Gunny sack), eða eitthvert þvílíkt hylki, sem væta gengur gegnum fljótt og vel, og halda svo hveitipokanum í kafi í tunnunni og hrista hann eða hreyfa hveitið á einn veg eða annan þangað til það er gegnblautt orðið. Vatnið sem sígur úr pokanum á eftir má brúka í annað skifti, sé það látið renna í hreint ílát. Ekki má taka hveitið úr pokanum fyrr en tekið er fyrir allan leka úr pokanum, en þá má breiða það til þerris á gólfið og snúa því að þörfum þangað til það er orðið þurt. Ef hveitið á að geyma einn eða fleiri sólarhringa áður en því er sáð er heþþilegt að rjóða það i kalkstufí, sem áður var umgetið, en undir engum kringumstæðum má gera það fyrr en hálfur tími er liðinn frá því það kom upp úr blásteins-leginum, Þurt mold- ar eða öskustuf er enda betra'en ekki neitt til að rjóða á hveitið, til að flýta fyrir þurki þess eftir baðíð, en gæta verður þess að engar harðar agnir séu i því, er skemt geti sáðvélina. Hvor helzt aðferðin sem viðhöfð er þurfa hlutföllin af blásteininum að vera þau sömu. Sé ekki nema heldur lítið smut í hveitinu er eitt pund af blásteini nægilegt Í4 gall. af vatni, sé það mikið þarf 1 pund í hver 2— 2£ gal. Sé hveitið breitt á gólf og leginum helt yfir það, er heppilegast að hafa garðsprautu, könnu til að sprauta úr yfir það. Þegar þessu bleytta hveiti er sáð þarf að gæta þess, að af því kornin eru dálitið bólgin þarf að sá nokkrum pott- málum fleira í hverja ekru, en ann- ars þarf. Sáðtíminn er nú að byrja og væri vel ef menn vildu reyna þetta meðal. Úr því það hefir aldrei brugðist á fyrir- myndarbúunum, er engin ástæða til að ætla að það bregðist fremur [hjá'Jbænd- um sjálfum, bara að þeir gæti þess að viðhafa vatn og blástein íjréttum hlut- föllum. Og kostnaðurinn’er svo lítill, að hann þarf engum að aftrafrá að gera þessa tilraun. Armeniu-óclæðið. Á Englandier nýlega útkominn bæklingur um ódæðisverkin í Armeníu, eftir C. B. Norman, Englending, sem lengi hafir búið í Konstantinopel. Það einkennilega við þetta rit er það, að það gengur í öfuga átt við hiðalmenna álit á öllu sem að Armeníu lýtur. I stað þess að skella skuldinni á Tyrki, skellir haún skuldinni allri á Armeníu- menn sjálfa. Alt blóðbaðið þar eystra á undanförnum árum er þeim, en ekki Tyrkjum að kenna. Væri slíkt borið fram röksemdalaust, lægi auðvitað beint við að segja ritið samið fyrir vænt anleg laun í einhverri mynd [frá sold- áninum eða ráðgjöfum hans. Höfund- urinn kemur heldur ekki allslaus til á ritvöllinn. Sönnunin sem hann ber fyrir sig og sem á að vera einhlýt, er það, að til er félag í Armeníu, sem er í rauninni ekki annað en morðvargafé- lag, ef satt er það sem höfundurinn ber því á brýn. I fyrstunni var stefna félagsins (sem nefnt er Hintchak-nefnd) sú, að stuðla að memningu Armeníu- manna og eflingu stjórnréttinda, En á fundi félagsins, sem haldiiin var í Marseilles á Frakklandi árið 1892, hafði stefnu félagsins verið breytt, — var þá umhverft í uppreistarfélag, er skyldi hafa það aðal-mark og mið, að æsa al- þýðu gegn Tyrkjum, að kaupa vopn allskonar og siá um að enginn væri vopnlans á heimilinu. í stefnuskránni voru meðal annars ákvæði um hegn- ingu fyrir hvert einasta brot gegn lög- um eða skipunum félagsins, rótt eins og einvaldsstjórn væri. í þeim hegn- ingarlagabálki var meðal annars ákveðið að félagið skyldí velja sér em- bættismann, er htéi “æðsti böðull”, er ráði yfir böðlaflokki, —mönnum reynd- um að löghlýðni við félagið. Það skyldi vera skylda þessara böðla að taka af lífi alla þá menn, er félagið segði daaðaseka, en félaginu gefið úr- skurðarvald í því efni og ákveðið að menn mætti taka af, ef álitið væri að með því yrði hagur félagsins að ein- hverju leyti bættur, án þess þeir menn hefðu nokkuð til saka unnið. Böðlun- um er gefinn kostur á að velja hinum seku dauðdaga. Þeir mega drepa þá hvort sem þeim sýnist með eggjárni, byssukúlu eða eitri. Þegar svo stend- ur á er félaginu heimilt að brenna ein- stök hús og eignir og enda heil þorp, og í því skyni að aldrei sé þrot á upp- kveikjuefni, ber félaginu að hafa svo og svo mikið af púðrí, dynamite og öðrum efnum í geymslu á ákveðnum stöðum. Aðal-nefndin skipar aukanefndir, sem mestu ráða, hver í sínu bygðarlagi, og til þess að ekki verði uppvíst hvað þær eru að aðhafast, halda þær fundi sina að jafnaði innan kyrkjuveggja, undir því yfirskyni, að þar sé verið að ræða um kyrkju og safnaðar mál. Ein þessi nefnd í Konstantínópel segir höfundur- inn, að hafi síðan í September síðastl. haft fundisína alla í kyrkju, sem ekki sé 50 skref frá íbúðarhúsi brezka ráð- herrans hjá Tyrkjum. Þetta og annað eins sýnist æði ótrúlegt, en blöð á Englandi segja enga ástæðu til að rengja orð höfundarins, sem só vel metinn maður. Sé þessi lýs- ing hans á félaginu sönn, virðist ekki ástæðulaust það sem hann segir, að mikið af hryðjusögunam úr Armeniu séu ýmist uppspuni eða margfaldaðar að vöxtunum í pólitiskum tilgangi og hryðjuverkin í sama tilgangi tileinkuð Tyrkjum, þó morðvargafélag þetta sé óbeinlínis, ef ekki beinlínis orsöLin. ■A. Leflar* Aíleiðing kvefs sem ekki var lœknað. VEIK lUNGU. læknarnir gátu ekkert að gert. Læknaði mig með AYER’S Cherry Pectora! "Ég fekk vont kvef, sem lagðist í lungun á mér og mér fanst eins og mörgum öðrum í samskonar tilfellum, að ég hirti ekkert um það, en hugði það mundi batna af sjálfu sér, eneftir lítinn •ima fór ég að fiiioa til þróttleysis og ▼erkjar, er ég þurfti að reyna' á mig. Þá fyrst fór ég til læknis, »em komst að þeirri niðurstöðu, að efri hluti vinstua lungans var mjög orðinn skemdur. Hann lét mig hafa meðal, er ég brúkaði eftir fyrirsögn hans, en sem þó gerði mér ekkert gagn. Til hamingu hafði ég lesið í Ayer’s Almanaki um þau góðu áhrif sem Ayer’s Charry Pec- toral hafði haft á ýmsa aðra og afréð þvi að reyna það. Eftir að liafa tekið það nokkrum sínnum fór mér að hatna, og áður en ég var búinn úr flöskunni var ég albata”. — A. Leflaií, Watch- maker, Orangeville, Ont. Ayers Chery Pectoral hæstu verðlaun á lieimssýningnnui. Ayers Pills bæta meltinguna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.