Heimskringla - 02.04.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.04.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 2. APRÍL 1896. Winnipeg. Sendibréf á. skrifstofu Hkr. á lira. S. J. Eastman. Albert prentari Jónsson. sem dvalið hefir í Dakota'um siðastl.16—8 mánuði kom til bæjarins aftur í vikunni sem leið Isl. Verkamannafélagið heldur fund á laugardaginn kemur, 4. þ. m., kl. 8 e. h. Allir félagsmenn beðnir að sækja fundinn. Hr. Árni Gottskálksson, frá Argyle kom til bæjarins í vikunni er leið og dvelur hér um stund. Er að leita konu sinni lækninga. Hr. Salmann’J. Westman, sem um undanfarin nokkur ár hefirbúið í Glass- ton, N. Dak., flutti alkominn hingað til bæjarins í vikunni er leið. Jóhannes kaupm. Sigurðsson að Hnausum, sem hérihefir dvalið um tíma i bænum, fór heimleiðis á mánudaginn var. Mrs. Sigurðsson verður hér eftir. Nokkuð nýtt. FLEISCUMANN GERKÖKUR. Spyrjið þá sem þér verzlið við um prís- ana sem við bjóðum. Tveir menn geta fengið vinnu út á landi, fyrir svo sem tvo mánuði, yfir sáningartímann. Um upplýsingar og ráðningu snúi menn sér á“Boarding”- húsið á Ross St. 605. Hin skyndilega koma barnaveik- innar útheimtir að grafið sé til róta þegar, en þrátt fyrír það eru mjög fá heimili við henni búin. Við þessari sýki er Ayers Cherr’y Pectoral ágætt meðal. Það hefir bjargað mörgum og það ætti að vera á hverju heimili þar sem ungbörn eru. Guðsþjónusta fer fram í Tjaldbúð- inni í kvöld (skírdag) kl. 74 og á sama tíma annað kveld (föstud. langa). Alt- arisganga fer fram við báðar þessar guðsþjónustur. — Við guðsþjónustu í Tjaldbúðinni á páskadagsmorgun og páskadagskvöld verða sungnar solos á, meðan samskot eru tekin. Miðlunar nefndin í skólamálinu hefir setið að verki í herbergi nr. 205 i Hotel Manitoba síðan á föstudags- morgun og hefir enginn maður greini- lega hugmynd um hvað gerist. Eull- trúar Manitobastjórnar eru þeir Sifton dómsmálastjóri ogCameron fylkisritari. Það var búist við að fundinum yrði slit- ið í gær (Miðvikudag). í kvæðinu “Nýársgjöf” í 1.—2. bl. Aldarinnar eru þessar prentvillur, sem menn eru beðnir að leiðrétta : I 2. er- indistendur: “ Rann yfir skafiana,” á að vera: Rann yfir skaftana, o. s. frv. I 7. erindi: “Með sætleik og ilm og með sólarheims vor,” á að vera : tálarheims vor. I 9. erindi: “Svo söng hún mér ástvænt og Ijómandi Ijóð,” á að vera ástvarmt o. s. frv. Dáinn er hér í bænum Guðmundur Jónsson frá Svarfhóli í Mýrasýslu, 64 ára gamall. Hann hafði hnigið niður við verk sitt miðvikudaginn 18. f. m. og var þá alt í einu því nær máttlaus allur vinstra megin. Hafði það að læknisá- liti orsakast af því, að taug hafði slitn- að í heilanum. Næsta laugardagskveld lést hann á spítalanum, og fór jarðar- förin fram frá lútersku kyrkjunni föstudaginn 27. f. m. Hann lætur eftir sig ekkju og fjögur börn, hið yngsta 6 ára. Eitt þeirra er Miss Ingiríður Johnson, sem að undanförnu hefir verið kennarí við Westfold-skóla í Álftavatns nýlendunnh_______________ Hr. Jón Sveinbjörnsson, bóndi í Ar- gylebygð, kom til bæjarins á laugardag- inn var, og ætlar til íslands snögga ferð Gerir hann ráð fyrir að fara af staðhéö- an á sunnudaginn kemur (5. Apr.) og frá Halifax með Dominionlínu-gkipinu Labrador 11. April. Er fyrirætlun hans fd nnt er, að ná f “Vesta,” landsstjórn- árskipið. er fer frá Leith 22. og kemur til Rvíkur 26. Apr., og kemst hann þá héðan til Rvikur á rétt þremur vikum. Nái hann ekki í “Vesta,” ferhannmeð “Lauru” fráGranton 2p. Apr. og kem- ur til Rvíkur 29. Lengra en til Rvíkur fer hann ekki sjóleið, en landveg þaðan upp um sýslur. Hann gerir ráð fyrir að koma aftur í Ágástmán. næstk. Lágt verð hjá E. Knight & Co., góð kaup. Lesið um kjörkaupin í auglýsingu E. Knight & Co, Hra. St. B. Johnson, frá Icelandic River, Man., kom tilbæjarins í vikunni sem leið. Hra. Arnljótur B. Olson í Pembina, N. Dakota, heilsaði uppá oss á þriðjud. Aukafúndur í I. 0. F. stúkunni ísafold verður hafður í North West Hall á laugardagskvöldið kemur (4. Apríl), á venjulegum fundartíma. Kappræða fór fram í Winnipeg- verzlunarskólanum hér f bænum á fimtudagskv. var. Umræðuefnið var það, að bókmentir hefðu meiri áhrif á föðurlandsástina heldur en hernaður. Þrír ræðumenn voru á hvora hlið og var landivor hra. B. B. Olson, frá Dakota, forsprakki á játandi hliðina. Sú hlið vann kappræðuna samkvæmt sam- hljóða úrskurði þriggja dómenda. Kappræðufélag Winnipeg-íslend- inga hafðs sinn fyrsta “opna” fund,— opinn fyrir almenning, fyrra miðviku- dagskv. eins og auglýst liafði verið og var hann vel fjölmennur. Umræðu- efnið var: “Náttúran er náminu rík- ari” og um það toguðust tvefr menn á hlið. Neitendurnir unnu kappræðuna að úrskurði dómaranna. Tilheyrend- um þótti skemtunin góð og héldu heim hinir ánægðustu. Næsti opinn fundur verður á miðvikudagskvöldið kemur (8. Apríl) og verður þá umræðuefnið: “Betra er að vera barn en fullorðinn”. Það getur sparað þér tíma og pen- inga að vita að Ayers Sarsayarilla er í mesta áliti hjá læknum sem blóðhreins- andi meðal. Það er hið bezta meðal og hið eina meðal af þeirri tegund, sem fékk aðgang að Chicago-sýningunni. Á fímtudagskv. >7ar og allan föstu- daginn voru auglýsingar bornar um bæ- inn, sem gáfu til kynna, að á föstu- dagskvöldið (27. Marz) yrði hafin lík- fylgdarganga, með lúðraflokk í broddi fylkingar, fráCity Hall upp að þing- húsinu, eftir Main St., Portage Ave. og Kennedy Str., og að hjá þinghúsinu yrði síðan grafið umbóta-laga-frum- varpið. Var öllum boðið að fylla þenn- an flokk, sem andvígir væru fyrirhug- uðum umbótalögum. Auglýsingin var nafnlaus og þess vegna ekki hægt að segja hverjir voru fyrirliðar, en svo þótti flestum aðfarirnar sóðalegar, eink- um af því fulltrúar beggja stjórna sátu þá á fundi í bænum til að reyna að binda enda á skólamálið. Það er enda sagt að fylkisstjórnin hafi á föstudags- morguninn bannað öllum sínum þjón- um að koma þar nærri. Og eftir því er “Free Press” segir, létu merkir Orange- menn í bænum gremju sína í ljósi yfír þessu tiltæki. Það rigndi mikið um daginn og um kvöldið var kraparign- ing, enda komu ekki saman nema nokkur hundruð manna og þegar til- kom að útbýta blysunum, segir "Free Press”, vildu helzt engir verða til að taka þátt í þeira nema götustráka rusl, en blysin voru 86 talsins. Prósessíu þessari lýsir svo blaðið þannig: “Vagn með lérefti sem letrað var “umbóta- frumvarpið”; hornleikaraflokkur. Vagn með lérefti sem letrað var “Daly, Boyd, Ross”; 25 drengir og karlmenn með blys; á eftir og meðfram nokkur hundr- uð karlmanna og drengja, ssm ekki til- heyrðu prósessíunni, en sem forvitnin knúði til að fylgja á eftir og s.iá hvað gerðist. Nálægt Claredon hótelinu réð- ist einn maður á flokkinn og skipaði göngumönnunum að “gefast upp í nafni drottningarinnar”. Sami maður stóð og í vegi göngumanna við hliðið um- hverfis þinghús-völlinn; var þá með riffil og kvað engan uppreistarmann innganga nema að sér föllnum. Þó varð það nú samt. Þegar staðar var nnrsíJúti fvrir aðal-dyrunum á þing- húsinu spilaði Jiornleikaraflokkurinn liksöngslag” “og hinn æpandi skríll” segir “F. P.”, “gerði tilraun til að brenna “umbótafrumvarpiðR'gn- in'gin hafðí vætt léreftið své, 'að ekki kTiknaði i og var það þv( 'rifið í tætlur og troðið undir fótum. Sömu útreið fengu þeir “Dal>\ Boyd og Ross”. Blaðið kallar þetta svivirðilega tilraun að hleypa áf stað ófriði og hluttakend- Vjer faum - - = i dag = = - 60 pör af kvenskóm með ristarböndum Sem verða seldir fyrir 85 c. 60 pör af kven-Oxfordskóm 1,00 Há stígvél fyrir karlmenn 1,50 Seljast vel Góð kjör ........ Góð stígvél E. KNIGHT&CO. 431 MAIN STREET. ANDSPÆNIS PORTAGE AVE. urna í heild sinni nefnir það skríl og flækinga, en sem megiþakka guði hvaða smánarleg ómynd þetta varð; ef farið hefði eins og til hefði verið ætlast, hefði það getað leitt til upphlaups og blóðsút- hellinga. Fregritinn spurði ýmsa í göngunni að heiti, en að undanteknum einum manni sagði enginn til þess; að af 8 eða 10 karlmönnum, er báru blys, hafi helmingurinn verið Islendingar eða Skandinavar.—Ver gætum bætt því við að vér höfum síðan heyrt nafngreinda 4—5 heiðursmenn íslenzka, er fylt liafi þennan “skríls og fiækinga” hóp. Að. það sé satt látum vér ósagt, en sagt er að meðal þeirra sé þingmaðurinn, safn- aðarforsetinn og ritstjórinn: Sigtrygg- ur Jónasson. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum. kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í ölluin þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka.—Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. DRENGURINN ÞINN LIFIR EKKI MÁNUÐ. Það sagði læknirinn við Mr. Gil- man Brown, 34 Mill St., South Gardner Mass. Sonur hans leið af lungnaveikl- un, sem hann fékk upp úr taugaveiki og hann eyddi þrjúhundruð sjötíu og fimm dollars til læknis, sem að lokum gafst upp á honum og sagði: “dremíur- inn þinn lifir ekki einn mánuð”. Hann reyndi Dr. Kings New Discovery og fá- einar flöskur komu honum til heilsu, svo hann gat farið að vinna eins og hver annar. Hann segist eiga heilsu sína að þakka Dr. Kings New Discove- ry, og segir það meðal hið bezta. sem til er. FÍaska til reynslu fæst ókeypis í ölium lyfjabúðum. Ýmislegt. MANNVIRKI MIKIÐ, sem liefir ekki all-litla þýðingu fyrir bæinn Seattle í Washington-ríki vestra. verður að líkum hafið í sumar. Fyrir- ætlunin er að grafa skipaskurð milli Washington-vatns austanmegin borgar- innar, til Puget-fjarðar vestanmegin við hana. Grandinn milli vatnsins og sjávarins er ekki nema rúmar tvær mílur þar sem hann er mjóstur, um miðbik borgarinnar, en svo er iandið hæðótt hvervetna á því svæði, að skipa. skurður er ópiögulegur. Af því leiðir að skurðurinn verður æði langur og krókóttur, þar sem þræða verður eftir dældum og dölum á milli hæðanna. Vatniðerum 30 mílur að lengd, hyl- djúpt og fult af eyjum. Þar er því skipalagi hið ákjósanlegasta, enda var í fyrstu ætlast til að Bandaríkjastjórn kostaði skurðinn og gerði Washington- vatn að aðal-herskipastöð sinni við Kyrrahaf. En svo mikið álit höfðu borgarmenn á því hvað mikinn hag borgin og allar nágranna byggðir um- hverfis vatnið hefðu af skurðinum, að þeir héldu áfram við fyrirtækið, þó Bandaríkjastjórn neitaði að aðhyllast uppástungu þeirra. í sumar er leið var byrjað á undirbúningi verksins og hefir þeirri vinnu verið haldið áfram af og til í vetur. En á aðal-verkinu vona nú fé- lagsmenn að byrja í sumar komandi og halda því áfram síðan upphaldslaust. Er sú von þess byggð á því, að félaginu (Seattle & Lake Washington Waterway Co.) hefir nú tekizt að selja skuldabréf sín upp á $31 milj. Var þeim samningi lokið í Seattle 12. f. m. En ekki eru kjörin sem félagið hefir komizt að neitt aðdáanleg; verður að borga 10% á ári í vöxtu og innleysa öll skuldabréfin að 10 árum liðnum. Það má verða meir en smáræðis umferð um skurðinn og gjaldið að nota hann hátt, ef hann á að borga $325,000 á hverju ári auk als ann- ars kostnaðar og eitthvað í aðra hönd handa forstöðumönnunum. Gaman fyrir börnin. Fallegar dúkkur með fötum til skifta: PILLUR ÓKEYPIS. Sendið utanáskrift yðar til H. E. Bucklen&Co., Chicago, og fáið frá þeim sýnishorn af Dr. Kings New Life Pills. Ef þér reynið þær samfarist þér um ágæti þeirra Þessar pillur verka þægilega og eru hinar beztu við óhægð- um ogslæmum höfuðveik. Við lifrar- veiki hafa þær reynzt óyggjandi. Yér ábyrgjumst að þær séu alveg friar við öll óbeilnæm efni, en að eins búnar til iurtaefnum. Þær veikja ekki líkamann, h ldur styrkja líffærin og halda þeim í reglu. Land Evangelinu. Einn hinn fegursti staður í Canada. En veikindin ganga þar samt ekki fram hjá frekar en annarstaðar. Saga um einkennilegan sjúkdóm sem þjáði bóndi einn frá Gaspereaux. Tekið eftir Acadian, Wolfville, N. S. Það er ef til vill ekki til fallegri blettur í Nova Scotia heldur en Gasp- ereaux dalurinn,—“Evangeline landið.” Eftir miðjum dalnum rennur lítil á, en við rætur fjallanna sem rísa á báðar hliðar við daliun, er hið fagra og sögu- lega þorp, Gaspereaux. Hér um bil tvær og hálfa mílu frá þorpi þessu býr Mr. Fred. J. Fielding, sem er einn af at- kvæðaraestu bændum þar í nágrenninu. Fregnriti blaðsins fór heim til hans og hitti fyrir liúsbóndann sjálfan, sem leit út fyrir að hafa góða heilsu og var hinn skemtilegasti í viðmóti. Sem svar upp á spurningar mínar, sagði Mr. Fielding: “Já, ég var í dauðans greipum fyrir skemstu, en þökk sé forsjóninni fyrir það, að ég hefi náð heilsu aftur. Þér sjáið, þarna í eldhúsinu vatnsdælu og undir henni er 20 feta djúpur brunnur, sem ég hefi meiuing með að sé orsökin í veikindum mínum. Ég fór ofan í þenn- an brunn að hreinsa hann í haust er leið (1894) og var að eins búinn að vera niðri í honum lítinn tíma, þegar ég fór að fá sárindi aftan í hnakkann og óþægilega tilfinning í hálsinn og lungun, líkt og þegar maður dregur að sér brennisteins- gufu. I sama augnabliki fór ég að finna til svima svo óg ætlaði að rjúka út af, en áður en ég fóll alveg, lukkaðist mér þó með herkjum að komast upp í eld- húsið. Ljós var látið síga niður í brunninn, og slökknaði það áður en það var komið til botns, og sást af því, að brunnurinn var fullur af gasi. Eg þjáð- ist lengi á eftir af þessum verk í bakinu og einn dag er ég var á gangi út á akr- inum, varð ég alt í einu blindur á vinstra auganu, Ég misti málið í svip- inn og gat ekkert talað fyr en undii kvöld, að mér fór ögn að skána. Næsta dag á sama tíma fékk ég sams konar að- svif. Ég fór nú til læknis og spurði hann hvað væri að, og sagði hann mér, að æð hefði sprungið aftan í heilanum. Hann fékk mér meðul, en alt um það létu þrautirnar ekki undan, og mér fór heldur versnandi. Hér um bil tveimur mánuðum síðar er ég var staddur í póst- húsinu í þorpinu Gaspereaux, fékk ég enn þá eitt aðsvif, og tók þegar hesta mína og keyrði áleiðis heim. Ég var ekki kominn langt áleiðis, þegar ég misti taumana úr höndum mór og varð alt í einu blindur á vinstra auganu og máttlaus í hægra handlegg og hægra fæti. Hestarnir drógu vagninn með mér í heim, og fóru fram hjá húsinu á- leiðis til hlöðunnar, og þar eð konan mín.sem sá hestana koma með vagninn, hélt að ég hefði farið á undan heim að hesthúsinu, lá ég þarna í vaguinum í einar 15 mínútur áður en menn urðu þess áskynja hvað gerst hafði. Þegar komið var til mín, gat ég ekki talað og varð að hjálpa mér heim aðhúsinu. Áð- ur en kvöld var komið var ég nokkuð betri, og næsta dag var ég dágóður, en fékk aftur kast seinna um daginn, og barst sú fregn til þorpsins, að ég væri dauður, og flyktust nábúarnir heim til Ma liisi, Góðan heila, mín til að vita um hvort þetta væri satt Af því meðölin sem ég brúkaði virtust ekkert gagn gera, róð ég af að fara að brúka Pink Pills, og þegar ég var búinn úr sex öskjum, var ég orðinn góður { höfðinu, og fann ekki frekar til veikinda heldur en nú. Ég hætti nú að brúka pillurnar í hér um bil mánuð, en þá fanst mór ég finna til veikinnar á ný, svo ég fékk mér aftur þrjár öskjur- Það eru nú hér um bil 5 mánuðir síðan ég brúkaði pillurnar síðast, og ég hefi al- drei fundið til veikinnar síðan. Ég er nú 39 ára gamall, hefi alt af unnið úti á landi, og þctta sumar hefir mér alls ekki fallið örðugra að vinna en að undan- förnu, og er ég viss um að Dr. Williams Pink Pills læknuðu mig. Ég hefi þær alt af á heimili mínu, og þegar konan eða börnin verðaveik,eru þær hið fyrsta meðal sem við brúkum.” Dr. Williams Pink Pills eru seldar í því trausti að þær séu hið eina meðal, sem ekki bregst við taugasjúkdómum og afleiðingum af slæmu blóði, ef þær eru brúkaðar dyggilega. Seldar hjá öllum lyfsölum og sendar með pósti frá Dr. Williams Medicine Co., Brockville, Qnt., eða Schenectady, N. Y., fyrir 50c. askjan, 6 öskjur fyrir $2.50. Varið yður á eftirstælingum sem sagðar eru “alveg eins góðar.” PYNY-PECTORAL Positively Cures COUGHS and COLDS in a surprisingly short time. It’s a sci- entific certainty, tried and true, soothing and healing in its cffects. W. C. McComber & Son, Bouchette, Que., roport in n loi^or that Pyny-Pectoral cured Mrs. 0. Garccau of chroniccold in chestand bronchial tubes, and also oured VV. G. McComber of a loiig-staiiúin^ cold. Mr. J. II. Hutty, Chemist, 528 Yonge St., Toronto, writes: " As a goneral cough »nd lunj; syrup Pyny- P«?ctoial is a niost iuvaluable preparation. It hag given the utmont satisfaction to all who have tried it. many having gpoken to me of tlio bcnefitg derived frorn its use in their familios. It is suitablo for old or youn>f, b»‘inif pleasant to the taste. Its snle v.’ith rne has becn wondorful, nnd I can always recommend it as a saío and ieliablo cough medicine. “ largc Bottlc, 2.1 €ts. DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd. Sole Proprietors Montreal Til sölu. Tvær lóðir nálægt C.‘P. R. braut- arstöðinni í West Selkirk með húsi, á stærð 12X16, alt fyrir $250, en er $350 virði. Húsið Jer vel bygt og hentugt fyrir litla familíu. Lysthafendur snúi sér til Chas. Popham P. O. Box 143 - - - West Selkirk Póstílutningur. LOKUÐUM TILBOÐUM, sem stíluð eru til Postmaster General, um flutning á pósti milli eftirfylgjandi staða um fjögur ár frá fyrsta Júlí næstkomandi, verður veitt móttaka þangað til á há- degi föstudaginn 1. Maí næstkomandi: BALMORAL og Pleasant Home, via Greenwood og Poxton, einusinni i viku. Vegalengd 18 mílur. BALMORAL og Stonewall, þrisvar i viku. Vegalengd 8 mílur. COOKS CREEK og Winnipeg via Oak Ban k og Springfield tvisvar í viku. Vegalengd 22 mílur. DOMINION CITY og Emerson sex sinnum í viku. Vegalengd 10 mílur. DUNARA og Selkirk, via Clandeboye og Kipiegun (nýtt pósthús) tvisvar í viku. Vegalengd 16J mílur. ICELANDIC RIVER og Selkirk, via Geysir, Árnes, Hnausa, Gimli, Husa- vick og Nettly Lake, einusinni í viku Vegalengd 78 mílur. LANGENBURG og járnbrautarstöð- inni tvisvar í viku. Vegalengd \ mílu, Prentaðar upplýsingar viðvíkjandi samningi um ofangreindan póstfiutning og eyðublöð fyrir tilboðin fást á póst- húsinu ;í Winnipeg. Post Office Inspectors Offiee, Winnipeg, 13. Marz 1896. W. W. McLeod, Post Office Insþector. Vér höfúm látið búa it.il mjög girni- legt leikspil. sem kallast “Diamond Dye dúkkur”. Dúkkur þessar eru klæddar litfögrum klæðnaði og ganga mjög i augu barnanna. Sex dúkkur með sex fötnuðum verða send hvarjum sem sendiross fjðgur cent i frímerkjum. Svo þúsundum skiftir hefir verið sent af þessum dúkkum til ýmsra staða í Canada, og er þeim hver- vetna vel tekið. Þeir sem brúka Diamond Bye ættu að muna eftir að skoða vandlega bverja deild sem þeir kaupa, þar eð margir eru nú farnir að ota út eftirstælingum.— Gáið að því að nafnið “Diamond” sé á liverri deild. Wells & Richardson Co., 200 Mountain Street, Montreal. liiicli-AcliP, Facc-Ache, íiciatic Xeurnlcic Pnius, Paiu ln th© Sitie, etc. ' Promptly ReUevcd and Cured by íhe Í£D. & L.” fisnthoS Plaster ILivtng used your D. & L. Menthol Plaster f ir. v«re j.ninín the back and luinbajío, I uiiliesitatinuly recommend same na a safe, ar.re and ranidmnedy : in fact. thcyactliko n.a'.-ic.—A. LapoINTE, Elizabethtown, Out. Prlee 25e. DAVIS & LAWRLNCE CO., Ltd. Proprietors, Montreal. í heilbrygðum líkama Hafa þeir, sem bi úka Paines Celery Compound. Hið blíða, viðfolda vor er nú aftur komið, boðandi blóm og blöð, og um leið gleðilega tíma. Mörg þúsund manna gieðst yfir því, að heyra liina viðfeldu sumargolu suða í trjánam, á samatíma og skarar af sjúklingum, sem ekki geta notið þessarar ánægju, stynja undir veikindabyrði sinni. Fjöldi af konum og unglingum liggja í veikindum sem þau hafa fengið á vetrinum. Þegar blóðið er óhreint, rennur það hægt í æðunum og afleiðingin er höfuð- verkur, svimi, taugagigt, gigt og marg- ir fleiri sjúkdómar, sem geta verið hættnlegir. Við öllum þessum kvillum er Pain- es Celery Compound hið bezta meðal sem til er. Það verkar þægilega á taugakeríið, hreinsar blóðið, skerpir hugsanfærin og gerir likamann hraust- an og heilbrigðann. Paínes Celery Compouud or betra en hin vanalegu meðul við taugaveikl- un: bitter, sarsaparilla og pillur. Ein flaska af Paines Celerv Compound saim- færir hvern sjúkling fljótlegaum ágæti sitt. TILPOÐ. INDIAN SUPPLIES. T OKUÐ TILBOÐ, sem sendist undir- -*-Qituðum og merkt “Tender for In- dian Supplies” verður veitt mottaka á þessari skrifstofu þangað til á hádegi þriðjudaginn 21. Ápril 1896. Verkið sem vinna á er aðflytja varning, sem útbýtt verður meðal Índíána á fiárhagsárinu, semeridar 30, Júní 1897, til ýmsra staða í Manitoba og Norðvesturlandinu. Form fyrir þessi tilboð ásamt öll- um upplýsingum þeim viðvíkjandi fást hjá undirrituðuin og hjá Indian Com- missiorier í Regina og Indian-skrifstof- unni í Winnipeg. Engin skylda er til að viðtaka lægsta tilboð eða nokkuð annað tilboð. Eklcert blað hefir le.yfi til að prenta þessa auglýsingu nema með samþykki Queens Printer; aðrir en þeir sem hann hefir beðið að taka þessa auglýsingu til meðferðar fá enga borgun fyrir hana. IIAYTER REED, Deputy Superintendent-Geaeral of Indian Affairs. Department of Indian Affairs, Ottawa, March, 1896. Tækifæri! Mifœri! Notið J^að. Því að nú er óvanalega gott tæki- færi, bæði fyrir konur og karla (ladies and gentlemen), til að fá sér vandaðan og ódýran klæðnað fyrir vorið. Heimsækið Mr. og Mrs. S. SWAN- SON að 164 Kate Str. og segið þeim hvað yður vantar, og verið viss ucn, að þau gera alt, sem hægt er að gera, til að fullnægja óskum yðar. Þau sauma alt, sem yðurvantar, leysa það íljótt og vel af hendi, og gera það mjög ódýrt. Þar er einmitt tækifærið. Notið tækifærið. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgðir af Veggja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð en nokkur annar pappírssali í þessum bæ. Hann hefar 125 mismunandi teg- undir, sem lrann selur frá 5c. upp í 30c. rúlluna. ÍSLENZKR I.ÆKNIR DR. M. HALLDOIiSSON, Park River — N. Dak. TAKIÐ EFTIR! Ég hefi nýlega sett upp húð á horn- inu á Nellie Ave. og Ness Str., og von- ast eftir að geta selt eins ódýrt og aðrir, og máské ódýrar. Komið og sjáið áður en þið leitið annarsstaðar. Ég útvega stúlkum vistir, og geta þær sem vanta vistir vitjað min. Búðin er á horninu á NELLIE AVE. & NESS STR. Guðbjörg Þorbergsdóttir. Kennari getur fengið stöðu við Thingvalla skóla fyrir 6 mánuðl; kennslan byrjar 15.Apr. næstkomandi. Umsækjandi verður að hafa staðist próf, og fá “certeficate” sitt samþýkt af kenslumálastjórninni í Re- gina. Gott kaup borgað kennara sem heldur 1. eða 2. class certificate. Send- ið tilboð yðar átrax. Öllum umsóknum svarað fljótt. Churchbridge, Assa, 29. Pebr. 1896. G. Narfason.' Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & OO. 566 Jlitin Str. horninu á Paciíic Ave. Fötin sniðin, saumuð, og útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. POPULAR MáGAZINES FOB TBE BOHE. 1 Frank ' j'41-!. FRAMK LESLSE’S P OPULAR MONTHLY Contalns each 7*lonth : Orlgjnnl Water Color Prontispiece; 128 Quarto Pages of Peading Matter; 100 New nnd lilgh-class lilustra- tlons; More Literary Matter und lllustra- tions than any other Magazino in America. 25 cts.; $3 a Year. Frank Leslie’s Pleasant Hcurs FOR BOYS AND CIRLS. A Brlght, Wholesome, Juvenilo Monthly. Fully illustrated. The best writers for young people contributo to it. 10 cts.; $1 a year. SEKD ALL SUBSCRIPTIOHS T0 The HeimslrÍDgla I rlg. k I’nlil. Co. You want to get Frank Leslie’s Popular Montlily and the Heims- kringla one year íor $1.25 jf Undoubtedly thei_Best Club Oífers Send to Frnnk Leslie.’s Publishing TTouse, N.7., forNew Hlustrated Premium List, Frec. P. S. Ljós í gluggunum aJt kvöldið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.