Heimskringla - 16.04.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.04.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 16. APRÍL 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. •• •• Yerð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• TJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. •e •• EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. ' • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Bryggju-gildið. Eins og til stóð héldu þeir Sigurdson Bro’s, kaupmenn á Hnausum.gildi mik- ið á heimili sínu á laugardaginn 11. Apr. í minningu þess, að þá var fullgerð Hnausabryggjan. Veðrið var ekki hlýtt um daginn og færið hraparlega ilt, en samt komu þar saman nálsegt 300 manns, úr öllum áttum nýlendunnar og 5 menn voru þar komnir frá Winnipeg. í þeim flokki var málaflutningsmaður Magnús Brynjólfsson, frá Cavalier, N. D. Hinir voru : J. W. Finney, Magnús prentari Pétursson, Stefán Scheving frá West Selkirk og Eggert Jóhannsson. Bryggjan öll var fagurlega skrýdd með spruce-limi íröðum og bogum með- fram henni á báðar hendur. Tvö allhá spruce-tró stóðu eins og á verði sitt á hvoru horni bryggjunnar fremst,en mitt á milli þeirra reis flaggstöng mikil upp af bryggjunni og blakti þar á canadiski fáninn. Klukkan nálægt tvö um daginn var skrúðganga hafin frá verzlunarbuð þeirra bræðra niður að bryggju og stýrðu þeir henni sem marskálkar : bræðurnir Gestur og Stefán Oddleifssyn- ir, Stefán Scheving, J. W. Finney og og M. Pétursson. Þegar fram á bryggj- una kom, var fylkingunni skift í tvær jafnar raðir og skilið eftir í míðju gang- rúm fyrir þá, sem voru meðgullnaglann (14 þuml. langann) og sem áttu að reka hann í bryggjutréð fremst og rétt á henni miðri frá hvoru horni að mæla. Það voru fjölda margir sem lögðu hönd á það verk, en ekki kunnum vér að nefna þá alla. Húsfreyja Valgerður Sigurdson (kona Stephans kaupmanns) sló fyrsta höggið og Stephan Sigurdson sjálfur hið síðasta. Við það tækifæri talaði hann örfá orð í þá átt, að hann áliti þennan nagla vel og trúlega rekinn. Að þessu verki loknu setti Mr. Sig- urdson samkomuna með lipurri ræðu þar sem hann þakkaði öllum viðstödd- um þá ánægju, er þeir sýndu sér og bróður sínum en sem því miður væri ekki viðstaddur, með nærveru sinni. Benti hann og á það hvað þetta stór- virki. sem hér væri nú fullgeit, hefði mikla þýðirigu fyrir bygðina, ef menn að eins vildu hagnýta það eins og mætti og eins og þyrfti að gera. Af því veðrið var svalt, en fjöldi af konum og börnum , frammi á bryggjunni, var ákveðið að hafa ræðuhöldin sem styzt. án þess þó að hindra nokkurn frá að koma fram sem tala vildi. Af þessu leiddi að ræð urnar urðu stuttar, en gagnorðar og fjörugar og gengu allir ánægðir af þeim fundi til að skernta sér á annan hátt Meðal þeirra sem töluðu munum vér ekki að nafngreina nema : SéraOddV. Gíslason, Magnús Brynjólfsson, Gunn- stein Eyjólfsson, Jóhann Straumfjörð, Andrés J. Skagfeld, Gunnar Gíslason, Jón Stefánsson, J. W. Finney, St. J. Scheving. Áður en ræðuhöldum var lokið gekk Andrés J. Skagfeld upp á ræðupallinn og kallaði á Stefán kaupm. Sigurðsson, sem í millitiðinni hafði farið úr forseta sæt- inu og sett Eggert Jóhannsson í sinn stað. Þegar Stephan kaupm. kom byrjaði Mr. Skagfeld að flytja viður- kenningar og þakkarræðu, til Stephans 0g endaði með þvi, að hann helt upp göngustaf með gullhandfangi og gull- skildi greiptum í skamt fyrir neðan húninn, fékk Stefáni hann og bað hann að eiga hann og bera í minningu um þennan merkisdag í sögu Nýja íslands. Þakkaði Stephan gjöfina með nokkrum viðeigandi orðum og var fundinum þar á bryggjunni nokkru siðar slitið, og hröðuðu menn sér þá heim til húsa til að skemta sér að vild og án nokkurra seremoníu banda. Stafurinn er hinn eigulegasti og kostaði um $30.00. Á handfangið var letrað : “Til Stephans Sigurðssonar. Frá nokkrum vinum. Apríl ’96”. A skjöldinn fyrir neðan húninn var letrað sem einkunnarorð: “Advance ever” — Æflnlegt áframhald. Af því herra M. Brynjólfsson þurfti að standa fyrir málum í Pembina á mánudaginn og þurfti þar af leiðandi að ná til Winnipeg i seinasta lagi kl, 12 á hádegi á sunnudaginn, mátti hann og Winnipeg-menn til með að slíta sig burtu snemma um kvöldið og halda á- fram í sprettinum um nóttina alt til Winnipeg. Af því leiddi að þessir menn fóru í burt einmitt þegar alþýð- legustu skemtanirnar áttu að byrja og kunna því ekki að segja hvað gerðist eftir kl. 6 um kvöldið. En um það geta þeir þó borið, ekki síður en svo fjöldamargir aðrir hafa áður borið um, að það er i engu skortur á rausnarleg- umveitingum hjá þeim Mr. og Mrs. Stephan Sigurðsson. Þau eru samtaka í því að biðja gesti sína að njóta allra þæginda og neyta alls þess sem á borð er borið, og í því efni er engu tilsparað. Ræðurnaar allar, sem sagt, voru stuttar, en hinar jafn fjörugustu og skörpustu, sem fluttar hafa verið á skemtisamkomu í sveitum úti. Vér höfum enga þeirra skrifaða né parta úr nokkurri þeirra, en þess minnumst vór, að þær stefndu flestar, ef ekki all- ar, að þvi takmarki, að nú í fyrsta skifti sé Ný-íslendingum gefið tækifæri til að koma frá sér afurð lands og gripa um sumartímann, að nú geti miðlungi stór gufuskip lagst að bryggju í Nýja íslandi og flutt fólk "og varning vand- ræðalaust að nýlendunni og frá henni. Nú riði þess vegna á að menn tæki rögg á sig, en láti ekki verða til éinskis þetta stórvirki sem hér hafi verið unnið almenningi til gagns og góðs. Án þess aðfara í nokkurt manngreinarálit, eða í nokkru að gera lítið úr ræðunum, því til þess er ekki minsta ástæða, getum vér og að vér vonum með samþyKki allra viðstaddra sagt, að ræða séra 0. V. Gíslasonar var ein hin skarpasta. er flutt var á samkomunni. Þó séra Oddur sé aldurhniginn orðinn. er hann eldfjörugur í anda enn og skemtinn á fundiekki síður en þeir sem yngri eru. Eftir að herra Gunnar Gíslason hafði flutt ræðu sína, las hann eftirfylgjandi erindi: Hnausa’ er bryggjan búin, af berserks kraft frain knúin, Stendur steinabrúin stofnun hverri betur, fram á fimbulvetur! : II : Þó brenni frón, frón, frón: II : Þó brenni frón f alheims ón ei hún bráðnað getur. Eitt á mikilmenni mestan þátt í henni, hetju karakt kennir, /tver sem stafað getur. Góð stjórn* manndáð metur, : II : Stefáns nafn, nafn, nafn : II : Stefáns nafn við söga safn sést meðan skrifast letur. Nýja ísland lengi, lukku þráði gengi, veittist mætu mengi mesta hagnaðs bótin, og auðvalds undir rótin. : II : Frjálsa þá, þá, þá : II : Frjálsa og góða framtíð á fögur herjans-snótin. *) Dominion-stjórnin. Tollmálið. Það hefir verið látíð klingja við Is- lendinga, leynt og ljóst, að conserva- tive-flokkurinn sé þræll auðvaldsins, að hann hugsi um þaðframaröllu, að raka saman off jár í fárra manna hendur, en kúgi með ofbeldi hinn síðasta pening frá fátækri alþýðu. “Liberal-flokkurinn aftur á móti leggur tilveru sína í söl- urnar á hverjum degi fyrir alþýðu, að létta af henni byrðinni og reyna að draga fé úr greipum auðmannanna. Þetta er herópið, sem sáflokkur hefir ætíð á reiðum höndum við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, og þau eru ginn- andi fyrir þá, sem ekki hafa tækifæri til að athuga málið og rannsaka hyað virkilegisannleikinn er. “Raunin er ó- lýgnust”, segir máltækið og svo er hér. Það var ekta “liberafl’-stjórn sem ríktií Canada frá 1873 til 1878 og hinn munn- stóri Sir Richard Cartwright hafði fjár- málastjórnina á hendi. í þeirri stöðu hafðihann ákjósanlegasta tækifæri til að sýna hvað ant honum er um alþyðu, að sýna að alt það gum sitt og annara flokksbræðra væri eitthvað staðbetra en atkvæða veiðibrella. Það var hart í ári um þær mundir, svo hart, aðbænda- stéttin sendisérstakanefnd á fund hans, til að biðja um liðveizlu í einhverri mynd. Og það sem hann let af hendi rakna voru þau ráðin, að þeir ynnu meira og borðuðu minna á degi hverj- um! Með öflu ropinu um “free trade”, eðatolla-álöguraðeinstil að mæta gjöld- um stjórnarinnar, kom honum ekki í hug að létta tollinn á nauðsynjavöru, en auka hann á munaðarvörunni. Svo mikill alþýðu vinur var “liberafl’-flokk- urinn ekki þá, á meðan hann hafði vald og ráð til að rétta alþýðunni hjálpar- hönd. Hann var þá það sem ástæða er til að ætla að hann sé enn, vinur alþýðu í orði, en ekki á borði. Það varð hlutskifti conservative- flokksins, sem íslendingum er kent að hræðast einsogverstufjandmenn alþýðu það varð hlutverk hans að stíga fyrsta sporið í þá áttina, að lækka tollinn á nauðsynjavörunni, en auka hann á munaðarvörunni. Það er ekki sagt, að það verk hafi verið leyst af hendi enn eins og bezt gæti verið. En það verk hefir verið hafið fyrir löngu' síðan og heldur stöðugt áfram. Tíl að sýna að svo sé þarf ekki annað en minna menn á nokkrar helztu vörutegundir,sem con- servative-flokkurinn hefir ýmist lækkað tollinn á eða numið hann alveg burt. Árið 1882 var tollur numinn af tei og kaifi. Og svo mikið er keypt af þeirri vöru, að hefði sami tollur hvílt á henni eins og sá er var á hennihjá SirRichard Cartwright hefði alþýða borgað í toll $15,618,000, til loka síðastl. fjárhagsárs. Þetta fé m«ð öðrum orðum er kyrt í vasa alþýðu síðan tollurinn var afnuminn. Alt til 1883 varð hver maður sem gaf öðrum skuldbinding eða víxil að borga ákveðinn skatt í sjóð sambandsstjórnar. Þeirri kvöð var létt af alþýðu 1883 og nemur sá sparnaður alþýðu $2,418,000, ef gert er ráð fyrir að jafnmikið sé um víxl nú á ári hverju einsog þá. En sem auðvitað er miklu meira og sparnaður- inn þar afleiðandi meiri miklu en hér segir. Árið 1887 var to^lur allur num- inn af harðkolum öllum. Er það sparn- aður sem síðannemur $6,044.000. Þetta er algert afnám tolls á nauðsynjavörum og nema samtals meir en 24 milj. doll., eða yflr $1,400,000 að meðaltali á hvert stjórnarár flokksins. Ekkert af þessu bauð Sir Richard þegar alþýðan bað hann um liðveizlu. Það má vel vera að á þessu tímabili hafi tollur verið num- inn af miklu fleiri vörutegúndum en af því vér höfum ekki við hendina skýrsl- ur er sýni það, látum vér nægja að sýna þetta, sem órækan vott þess að stefnan er að létta gjaldbyrði fátækl- inganna, hvað svo sem “flberal”-atkv— smalar i opa. En svo hefir þessi euni flokkur, þessi “auðvalds og kúi iar”-flokkur, sem öllum íslendingum 11 ''ur svo mikið á að hræðast og berjast • móti(!) svo hefir hann líka unnið talo. i i t i þá átt, að færa niður toflinn á ýmsum nauð- synjavörum, þó ekki hafi hann séð ráð- legt að svifta honum burtu algerlega. Á tveimur vörutegundum einungis, (gluggagleri og syrópi) nam tollniður- færslan —(1890)— samtals $521,000; niðurfærslan á sykurtollinum nemur als $19,851,000; og niðurfærslan á toll- inum, sem gerð var 1894, hefir síðan numið $3 milj. Síðan 1890 nemur niður- færsla tollsins samtals 22J milj. dollars. Niðurfærsla tolls og algert afnám hans hjá þeim flokki sem alt af á að auka hann(!) nemur þess vegna samtals ná- lægt $48 milj., að minsta kosti. Með öðrum orðum hefir flokkur þessi hinn liræðilegi(!) sparað alþýðu að meðaltali nær $3 mílj. á hverju ári síðan hann kom að völdum, létt af alþýðu gjald- byrði sem þessu nemur, en sem hvíldi á henni á stjórnarárum “free trade” post- ulanna og sem Sir Richard ekki gerði minstu tilraun til að létta. En eins og auðskilið er, af því stjórnarkostnaðurinn stöðugt fer vax- andi, varð að bæta þeim tolli á þessa vörutegund, sem tekinn var af hinni. Og það hefir verið gert. Þvi til sönn- unar þarf ekki annað en geta þess, að þegar Sir Richard réði tofllögunum hvíldi tollur á silki, flöjeli, kampavíni, vínföngum öllum og vindlum er til sam- ans gaf af sér, er svaraði $1,19 á mann hvern í ríkinu. Á síðastl. fjárhagsári gaf tollurinn á þessum varningi af sér er svaraði $1,53 á mann hvern, þrátt fyrír að fólksfjöldinn nú er miklu meiri en 1877—8. Þessi stefna að færa sem mestan þunga tollsinsyfir ámuuaðarvör- una og skraut alt, sem ríkismenn kaupa, en fátæklingarnir ekki svo teljandi sé, —þessi stefna er augsýnilega eina rétta stefnan. Það einkennilega er, að Sir Richard og hans meðráðamenn skyldu ekki viðtaka hana á þeim 4 árum, sem þeir voru einráðir í þvi efni. Að hún sé gallalausdettur engum íhug aðsegja, en þegar á alt er litið hefir hún þá færri en sú, erSir Richard hélt fram á með- an hann var fjármálastjóri, oghefir þá færri miklu en stefna eða stefnur “liberala nú, þegar kringumstæður allar eru athugaðar. Um trjárækt. Á skóglausu sléttunum hér vestra ætti trjáplöntun að vera áhugamál allra landeigenda. Það ætti að vera skylda allra sveita eða héraðsstjórna í skóg- lausum héruðum að hvetja landnema til að gróðursetja sem mest af gagnleg- um skógartrjámálandeignsinni. Gagn- ið af skóginum er meira og margbrotn- ara en svo, að það verði metið, eða sýnt í fáum orðum. Skjólið sem raðir og buskar af skógi veita í vetrarnepjunni er meiraenlítils virði. Þaðgagnkunna þeir bezt að meta, sem ferðast á vetrar- dag ýmist í skógarbelti eða á nakinni sléitu. Það út af fyrir sig er ekki lítils- virði, enda enginn efi að sú bújörð selst með miklu hærra verði, sem hefir lag- legar trjáraðir í grend við húsið, heldur en sú, sem ekki hefir nokkurn tanna af skógi, þó að öllu öðru leyti jafn góð og þó hún sé enda betur hýst. Skógurinn dregur að sér gufu loftsins og framleiðir regn, sem annars kæmiekkiáþví svæði fyr en seint og síðarmeir og skóglandið heldur í sér vökvanum margfalt lengur en skóglausa landið. Það hefir verið talið svo, að væri þó ekki nema fjórði eða fimtihluti als vesturlandsins skóg- lausa orðið skógi vaxið, mundi sá skóg- ur algerlega umhverfa loftslaginu, draga úr vetrarkuldanum og framleiða tíðari regnskúr, en smærri, á sumrum, geyma betur vökvann í jarðveginum og á þann hátt auka frjóvsemi landsins í heild sinni. I þéttbyggðu skóglausu héruðunum gætu menn náð þessu stigi á örfáum ár- um, ef bændur eða landeigendur al- ment legðu sig fram til þess. Kostnað- urinn við trjáræktina á hverju ári þarf ekki að vera mikill, því það þarf ekki að byrja í svo stórum stíl. Það er miklu meir áríðandi að halda jafnt Jog þétt áfram, að setja sér fyrir að gróður- setja svona mörg tré í ár og svona mörg hitt árið og láta svo ekkert aftra sér frá að gróðursetja hina fyrirsettu tölu trjánna. Ef búendur í heilli sveit tækju sig saman um þetta, gætu þeir með þessu móti á örfáum árum alger- breytt útliti bygðarinnar og aukið að miklum mun verð allrar landeign- arinnar. Það er ekkí að búast við að skógur sem þannig yrði ræktaður gæti orðið verzlunarvara fyrst um sinn. En með tíð og tíma gæti hann orðið það. Hversu stórkostleg atvinnugrein skógarhögg (’ • sö.run á borðvið er, máráða af því, i' í Bandaríkjunum gefur skógurinn af sér á ári hverju talsvert rneir en 1,000 milj. dollars, og nokkru meira en öll af urð jarðar, svo sem hvaiti, kornmatur allur og garðávextir. í Canada, þar sem miklu meira er um skógarvinnu, tiltölulega er þó þessi munur miklu meiri. Vér höfum engar áætlanir um það efni fyrir höndum, en það er líklega óhætt að segja að skógurinn í Canada framleiði á hverju árimeiri auðlegð, en allur jarðargróði, að því er snertir hveiti og kornma t og garðávexti. Af því má þá gera sér hugmynd um hvað miklu það skifti ef þriðjungur eða jafn- vel fjórðungur sléttulandsins væri vax- inn furuskógi, eik, eski, sykurvið o. s. frv, Atvinnuvegirnir yrðu þá æðimik- ið fjölbreyttari en þeir eru nú, og meg- inhluti lausamanna yrði ekki þá eins og nú nauðbeygður til að sitja aðgerðalaus meginhluta vetrarins. Það vitaskuld verður ekki gert á fáum árum að koma trjáræktinni í það horf, að skógurinn gefi alla þessa atvinnu, en með ára- f jöldanum má gera það eins hér eins og annarsstaðar. Frakkland og Noregur eru ef til vill Ijósustu vottarnir um það 'hvað mikíð má gera í þessu efni. Fyrir 100 árum var Frakkland svo að segja skóglaust land og var óðum að umhverf ast í sandauðnir En nú er það með skógmestu löndum í Evrópu og sand- auðnirnar umhverfðar í gróðursæla bletti. Þannig má umhverfa sléttlendinu mikla hér vestra í stór-skóga land. en erki nema með samtökum og ástundun. En það er hverjum einumbúanda gefið, án þess nokkur samtök eigi sér stað, að gróðursetja 10,20 eða fleiri tré á hverju ári á bújörð sinni. Kostnaðuxinn sem af því leiddi er ekki teljandi og ekki saman jafnandi við gagpið og prýðina, sem ræktaður skógur hefir í för með sér. I því skyni að minna menn á þessa skyldu, hefir “trjáplöntunardagur” ver- ið viðtekinn sem löghelgidagur á hverju vori, hvervetna hér vestra. Höfundur þeirrar uppfindingar er Bandaríkja- maður, Geo. P. Marsh. Var þetta ráð fyrst tekið á skóglausu slettunum i Nebraska vorið 1872 og hefir takizt svo vel, að stór svæði af Nebraska eru ó- þekkjanleg orðin eftir rúm 20 ár, Og svo hefir þessi siður útbreiðst þaðan, að nú er “trjáplöntunadagur” orðinn að hefð og er viðtekinn sem löghelgidagur hvervetna í skóglausum , héruðum, en svo er það sannast að alt of víða gefa menn þýðingu dagsins lítinn gaum- Þeir taka honum margir þakklátlega sem hvildardegi, til að lyfta sér upp, skemta sér og eyðatímanum í yðjuleysi, en fáir sem leggja mikla stund á að út- vega sér tré og gróðursetja. Ef trjáræktun á að taka þeim fram- förumar, semallir viðurkennanauðsyn- leg, sýnist ekki vanþörf á að hún væri brýnd fyrir skólabörnunum jafnframt og þeim er veitt tilsögn í ýmsu sem að jarðyrkju lýtur. Það sýnist vissasti vegurinn til að koma f jöldanum í skiln- ing um hve þýðingarmikið mál þetta er. Það gerði og mikið að verkum í þvi efni, ef sveitastj. vildu verja nokkru fé áári hverju til að gróðursetja trjáraðir með- fram þjóðvegunum í sveitinni, nokkuð sem ekki er síður áríðandi en trjárækt- un á hinum einstöku bújörðum. Og það er líklega óhætt að gera ráð fyrir að ekki einn einasti búandi í sveitinni mundi kvarta, ef sveitarstjórnin afréði að verja fáeinum dollars á ári hverju til að mynda skjólgarða með fram fjölförn- ustu þjóðvegunum. Næsti “trjáplöntunardagur” í Man- itoba er ákvarðaður á föstudaginn 1. Maí næstk. Sá dagur ætti ekki að vera ónotaður, en þó er hætt við því, að í þetta skifti hugsi menn meira um hveiti og kornsáning, en trjárækt, af því tíðin hefir verið svo óvanalega köld og um- hleypingasöm. Ný vínveitingalög ganga í gildi í New York-ríki 1. Maí næstk. Eru þau afleiðingin af öflugum tilraunum í nokkur ár, að takmarka vínsöluna og þrengja kosti vínsalanna. Það er lika gert að vissu leyti, en í heild sinni þykja lögin engin umbót. Þau eru umbótalög (?) í því efni, að vínsölunum er bannað að halda lmæp- unum opnum alla sunnudaga, — menn verða að laumast um bakdyrnar eins og í Winnipeg. Þau banna einnig ókeypis mat-veitingar í drykkjustofunni, sem auðvitað hænir marga fátæklinga í stór- bæjunum að drykkjuborðinu. En svo svifta lögin allar borgir rétt- inum til að banna vínsölu með almennri atkvæðagreiðslu. Þann rétt hafa ekki lengur nema smábæir og útsveitir. Ekki þar með búið. Lögin svifta borg- arbúa sjálfa réttinum til að segja hver og hver ekki skuli fá vínsöluleyfi, og undir eins til að segja hvað leyfisgjaldið skuli vera hátt, hvað margir skuli fá leyfi, o. s. frv. Öll aðal-völdin eru tek- in frá bæjarstjórnunum og fengin ríkis- stjórninni í hendur.'gf; Leyfisgjaldið er miðað við íbúafjöldann í bænum og sýnist mönnnm aðTótakmörkuð séjtala þeirra, er leyfi geta fengið. Það sýnist öllum heimilt að koma upp “saloon”, eða knæpu, sem borgar ríkisstjórninni hið lögákveðna gjald. Önnur skilyrði sýnast ekki vera til. Og samkvæmt þessum lögum kostar vínveitingaleyflð: í borg sem telur yfir 1 milj. íbúa...............$ 800,00 $ til 1 milj. “ ................. 650,00 50,000 til J milj. íbúa.......... 500,00 10,000 til 50,000 íbúa.......... 350,00 5,000 til 10,000 “........... 300,00 1.200 til 5,000 “........... 200,00 í öllum smærri stöðum.......... 100,00 Af þessu fé fá hlutaðeigandi bæja eða sveitastjórnir §hluti, en ríkisstjórn- in leggur þriðjunginn í sinn sjóð. Og höfundur laganna gerir [ráð fyrir að þriðjungshlutur ríkisinsjverði svo mik- ið fé, að íbúanríkisins geti orðið undan- þegnir öllum beinum’skatti'í þarfir rík- isins á meðan lögin eru í’gildi. En svo er ekki buizt við að þessi lög verðfllengi í gildi. Það þykja litlar líkur til að borgarbúar verði lengi viljugir að þýð- ast lög, sem taka frá þeim öllráð í þessui efni, sem ekki leyfa þeim að bægja frá skálki, sem vill fá leyfi, né takmarka knæpufjöldann, m. m. Uppþotið gegn Bretum sem upp kom í Bandaríkjunum í vetur út af Venezuela-ræðu Clevelands verður ef til vill fremur til góðs en ills þegar öllu er á botninn hvolft, Fyrir hverja eina ritgerð, sem fram hefir komið andvíg Bretum, hefir komið ein ef ekki tvær til að hrósa þeim og að- gerðum þeirra öllum, sem stórveldi. Ein yfirgripsmesta og þýðingarmesta ritgerðia í þá átt birtist í Apríl-hefti tímaritsins “North American Review”, eftir stjórnmálamanninn nafnkunna, David A Wells. Hann viðurkennir að í Bandaríkjunum sé ríkjandi allmikill óvildarhugur til Breta og sem hann segir sprottinn af rótum tveggja stríða og ímynduðu vinfengi við Suðurríkja sambandið. Og að síðustu af raisskiln- ingi á stefnu Breta allri hvað snertir verzlun og viðskifti við aðrar þjóðir. A það atriði leggur hann aðal-áherzluna í ritgerð sinni. Hann gerir sitt til og það röggsamlega, að Bandaríkjamenn fái skilið þá stefnu Breta alla. Hann segir það megi satt yera að Bretar sén ágjarnir, er um landfláka sé að ræða, en þess beri að gæta, að á öllu því svæði sem fáni Breta fljúgi yfir, sé e-kki eitt ferhyrningsfet af landi, sem Banda- rikjamenn eins og allir aðrir hafi ekki heimild til að byggja og eignast og ráða yfir með sömu skilmálunum og þegn- um Breta sjálfum eru settir. Hvað verzlun snerti þá só það sannleikur að Bretar veiti engum sínum þegni þau hlunnindi, sem þeir ekki veiti hvaða annara þjoða manni eða mönnum sem er. I þvi sambandi og sínu máli til sönnun- ar bendir hann á Canada og frjálsræði Canadamanna í verzlunarsökum. Á Indland bendir hann sem sönnun fyrir því hvað gott og gagnlegt verk Bretar vinni heiminum. Hvervetna þar sem Bretar ráði segir hann að vaxi upp tvö grasblöð þar sem eitt óx áður. Af þess- ari framkomu Breta allri ræður hann, að Bandaríkjamönnum væri sæmra að fagna yfir vaxandi veldi Breta, en taka því með úlfúðarhug og afbrýðisemi. Svik. Sumir kaupmenn selja ódýr- ar og ónýtar litartegundir þegar beðið er um hinn alkunna Diamond Dye. Hið mikla álit sem Diamond Dye hefir, er orsök til þess, að ýmsir kaupmenn selja ódýra og ónýtaliti, sem þeir kaupa fyrir lítið, og til þess að auðg ast því meira. ota þeir þeim út hvenær sem tækifæri gefst. Það að selja aðra liti fyrir hinn fræga Diamond Dye eru hreinustu svik gegn konum í Canada. Varið ykkur á þeim kaupmönnum sem reyna að*svíkja ykk- ur á þessum litum í gróðaskyni. Dyamond Dye eru tvisvar eða þrisvar eins sterkir eins og þessir eftirstældu lit- ir. Hin beztu efni sem þekt eru, eru brukuð við tilbúning Diamond litarinS og þú færð gildi peninga þinna þegar þú kaupir þá. Póstflutningur. LOKUÐUM TILBOÐUM, sem stíluð eru til Postmaster General, um flutning á pósti milli eftirfylgjandi staða n® fjögur ár frá fyrsta Júlí næstkomandn verður veitt móttaka þangað til á há- degi föstudaginn 1. Maí næstkomandi: BALMORAL og Pleasant Home, via Greenwood og Foxton, einusinni * viku. Vegalengd 18 mílur. BALMORAL og Stonewall, þrisvar í viku. Vegalengd 8 milur. COOKS CREEK og Winnipeg via Oak Bank og Springfield tvisvar í viku- Vegalengd 22 mílur. DOMINION CITY og Emerson sex sinnumíviku. Vegalengd 10 mílur. DUNARA og Selkirk, via Clandeboyö og Kipiegun (nýtt þósthús) tvisvar 1 viku. Vegalengd 16|],mílur. ICELANDIC RIVER og Selkirk, via Geysir, Árnes, Hnausa, Gimli, Husa* vick og Nettly Lake, einusinni í viku Vegalengd 78 mílur. LANGENBURG og jámbrautarstöð- inni tvisvar í viku. Vegalengd { mflu; Prentaðar upplýsingar viðvíkjand1 samningi um ofangreindan póstflutning og eyðublöð fyrir tilboðin fást á póst- húsinufl Winnipeg. Post Office Inspectors Offiee, Winnipeg, 13. Marz 1896. W. W. McLeod, Post Office Insþector. J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.