Heimskringla - 07.05.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.05.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGJjA 7 MAÍ. 1896. V Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. 4 Publ. Co. •• •• Verö blaðsins í Canda og Bandar.: §2 um áriö [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] il. • ••• TJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðiv^. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Lett.er eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í M innipeg að eins teknar tneð afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON editok. EINAR OLAl-SSON BUSIXESS MANAGER. ■ • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Ros 305. Sir Charles Tupper. Það er komið á daginn sem sagt var í vetur er leið, þegar Sir Charles gekk í ráðaneytí Bowells, að hann mundi ekki lengi skipa hinn óæðri bekk9 Hæfileikar lians eru meiri en svo, að hann geti lengi verið aðstoðarmaður að eins. Hann hlýtur að vera leiðandi maðurinn hvar sem hann er og þar af leiðandi einnig í ráðaneytinu. Þess vegna er hann lika eftir svo stuttan tima orðinn formaður. Ef skólamálíð væri lífsspursmál Manitoba og vesturlandsins í heild sinni, þá væri óséð að menn gætu fagn- að yfir nýorðnum breytingum í ráða- neytinu. En skólamálið er ekki aðal- niálið lengur. Það eru önnur mál sem vesturlandinu eru raiklu meir áriðandi og þess vegna er það fagnaðarefni að Sir Charles er þar sera liann er nú. Hann liefir frá upphafi verið vinur vesturlandsins, eða réttara sagt, hann hefir frá upphafi metið kosti þess betur en margir aðrir ,og séð þarfir [:ess betur Það er nokkuð sem hans römmustu ó- vinir geta ekki neitað honum um. Að undanteknum Hugh John Macdonald er enginn maður í ráðaneytinu sem fremur má treysta en Sir Charles sjálf- um til að styðja önnur eins mál til dæm is eins og Hudsonflóa-brautarmálið. Hann er glöggskygnari en svo, að hann sjái ekki að þar á að vera og þar verð- ur líka aðal Atlantshafs markaður vest- urlandsins. Og leggist hann einusinni á þá sveif, þá er lika spilið unnið, þá temst brautin á, þó tiu jafningjar Jo- Æephs Martins legðu sig fram eins og hann gerði á síðasta þingi til að ófræga þá vegstöð. Slíkt hið sama má segja um hvert einasta mál sem vesturland- ir.u er tunhugað um, að Sir Charles er allra manna liklegastur til að ljá þeim fjlgi sitt. Og allir sem nokkuð þekkja manninn vita líka, að í því hefir hann öruggt fylgi innanrikisráðgjafans Hugh J. Macdonalds. Þess vegna, sem sagt, að Sir Charl es hefir vit til að meta vesturlandið og vilja og þor til að framkvæma eitthvað því til gagris, og af því hann einnig (ékk Hugh J. Macdonald til að ganga í lið með sér, öðlinginn sem allir sem þekkja hljóta að virða og elska, — af þessum ástæðum er það, að vér álítum jþað fagnaðarefni vesturlandsins, að Sir 'Charles Tupper er seztur við stýrið. Og vesturlandsins og þess mörgu fyrirhug- uðu, nauðsynlegu stórvirkja vegna vonum vér 10», að þegar 23. Júní nœst komandi er aökveldi kominn, þá sann- ist það að hann og hans stjórnmála- flokkur verði endurkosinn til að ráða örlögum Canada fram á aldamótin næstu. Málin á dagskrá. Það er til málsháttur sem segir að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin. Og «■liberaT-málgögnin stór og smá hafa augsýnilega trú á að sá málsháttur sé sannur. Þvi eins víst eins og daguvinn fylgir á eftiv nóttunni, eins víst segja þau altaf sömu orðin þegar almennar sanibandsþingskosningar erufyrir hendi. Þjóðin er búin að missa alt sitt traust a stjórninni og það rnun sýna sig nu . l«etta eru oröin eða önnur sem þýða það sama, sem fljúga landshornanna á milli undir eins og sambandsþing hefir verið rofið. Og samt sem áður er sami flokk- ur alt af endurkosinn til að stjórna rík- isheildinni. Hvernig stendar á þvi að þessi verða úrslitin ár eftir ár, mun margur spyrja sjálfan sig. Og svarið er ofur einfalt- Orsökin er sú, að sjórn- máiastefna fiokksins, þó margt megi ef til vill að lienni finna, er sú oina mögu- iega og undir kringumstteðunum sú af- farasælasta. Til [)essa hafa ummæli “liberal”- I málgagnanna um skoðun alpý-ðu á con- servative-fiokknum rejrust ósannindi,og spádómar þeirra um úrslit allra kosn- inga falsspádómar. Og það eru allar líkur til að svo verði enn, þrátt fyrir það, að nú ætla ‘'liberalar” að sneiða hjá þeim skerjum, sem þeir áður áður hafa strandað á í hverri sókn — aðal- málum þjóöarinnar öllum, að þvi er snertir viðskifti, iðnað og opinber störf. Hjá þessum málum á nú að sneiða að svo miklu leiti sem unt er, en draga fram á völlinn með skoiamalið sem að- al vopn. Þrátt fyrir það eru litlar líkur til að þeir verði sannspárriþú en áður. Fólkið sér og viðurkennir að það eru alt önnur mál og þýðingarmeiri fyrir fjöld- ann, sem eru á dagskrá og sem ráða at- kvæðum miklu íremur en eggjanir póli- tiskra vindbelgja að hugsa ekki um ann- aðen skólamálið. Það þvi fremur sem öllum er ljóst að það mál verður útkljáð á einhvern hátt áþekt þeim boðum sem Greenwaystjórnin bauð.hver helzt fiokk- urinn sem sigursæll verður í komandi sókn, Timinn sannar, að þeir sem ekki eru ánægðir með þær framboðnu rétt- arbætur nú, þeir verða neyddir til að gera sig ánægða með þær fyr eða siðar. Annað er ómögulegt. Þegar alt kemur til alls, þá er engin hætta á að nokkur maður eða nokkur flokkur vogi sér að bjóða Manitobamönnum byrginn f því máli og skella á þá lögum sem þeir ekki vilja þýðast. Og þeir þýftast aldrei lög sem ganga lengra í aðalatriðunum, eu það sem Manitobastjórn hefir þegar boð- ið. Skólamálið er þess vegna ekki, get- ur ekki verið og má ekki vera aðalmálið á dagskránni í þessari sókn. Það er lít- ilfjörlegt aukaatriði og ekkert annað, semhelst ekkert kemur aðalmálunum við. Það var útkljáð þegar Greenway tók niöur seglin og bauð fram réttar- bætur, þó Sir Charles Tupper vildi ekki þýðast það boð í svipinn. Beri hann sigur úr býtum, sannfærist hann um það áður en langt liður, að réttarbæt- urnar sem Greenway bauð eru sæmileg- ar og að þýðingarlaust er að bjóða mönnum í Manitoba önnur lög en þau, sem Manitobastjórn vill lögleiða sam- kvæmt þeirri framboðnu réttarbót. Skólamálið er þess vegna ekki á dag- skrá sem aðalmál. í þess stað eru þar þessi mál meðal annara : Tollmála-stefna, eða stefnur ‘líber- ala’ og stefnur þeirra allar yfir höfuð að tala áhrærandi viðskifti og verzlun. Stefua ‘liberala’ að því er snertir vesturlandið sérstaklega og framkoma [leirra á þingi fyrrum og nú í öllum málum, sem snerta Manitoba og vestur- héruðin öll. Stefna ‘liberala’ að því er snertir málið um aukning fylkja-tillagsins úr sambandssjéði. Þessi mál og fleiri eru á dagskrá til samanburðar við stefnu conservativa í þessum sömu málum. Fleiri mál mætti nefna, en þessi upptöldu eru yfirgripsmikil mál og fcla í sér mörg önnur smærri, oghirðum vér því okki að nafngreina fleiri að svo stöddu. Hvað siðasta atriðið snertir, þá er það mikilsvarðandi mál. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, hafa 'liberal- stjórnirnar í fylkjunum Prince Edward lsland, Nova Scotia, New Brunswick, Quebec og Manitoba, verið svo liberalar í meðhöndlun hins opinbera fjár, að þær sjá eugan veg til að mæta gjöldum sínum nema ef fengist aukið tillagið ur sambandssjóði. Mercier (í Quebec) var frámsýnn maður ekki síður en eyðslu- sarpur. Hann sá þegar 1890 að eitt- hvað varð að taka til bragðs, og fékk þá að ætlun manna heimullegt loforð Lauriers um aukið tillag, ef Mercier kæmi honum á veldisstólinn í kosning- unum, sem þá innan skamms voru fyr- ir hendi. En svo var það auðsætt að ekki dugði að auka styrkinn fyrir til- mæli stjórnarformannsins i einu fylki. Umbúnaðurinn var því sá, að efnt var til fundar í Quebec 1891 þar sem auk anuara mættu þessir raðþrota stjoruar- formenn: F. .Peters frá Prince Edward Islaud, W. S. Fielding frá Nova Scotia, A. G. Blair frá New Brunswick, Thom- as Greenway fráManitoba, og—að sjálf sögðu Honore Mercier frá Quebec. Á þessum fundi sem kallaður var Inter- Provincial Conference, var ákveðið að gera áhlaup á sambandsstjórnarsjóðinn og auka drjúgum tillagið til fylkjanna. Það er fullyrt að Laurier sé samþykk- ur þessari fundartillögu og bundinn lof- orðum um að auka tillagið sem svarar ?,lj milj. á ári, ef hann nokkurn tíma tekur við taumhaldi sambaudsstjórnar- 5 innar. í sjálfu sér er það langt frá þvi Ijótt eða illa gert, að vilja þannig rétta eyðslusömum ‘líberal’ fylkisstjórnum hjáljiarhönd, en það er eítir að sjá hvernig sú tillags-aukning getur sam- rýmst við sparsemis kenninguna, sem Laurier, eins og allir ‘góðir liberalar’ eru stútfullir af. Að undanteknu Mani- tobafylki sýnast fylkin fullsæmd af þeim styrk sem þau nú fá. Það er alt of mikill ‘liheralismus’ í meðhöndlun f járins, ef hin fylkin flest geta ekki bjargast við tekjurnar af sínum miklu eignum: landeign, skógi, námum o. fl., að viðlögðum styrknum sem þau fá úr sainbandssjóði. En hvað sem nú þessu liður, þá er Laurier með þennan klafa um hálsinn —$15 milj. á ári í aukatillag. Hvað marga aðra slíka klafa hann kann að hafa. er óvist, en ekki ástæðulaust að ætla að fleiri séu til en þessi. En þó ekki væri nú um meira að gera til að byrja með, eu þessa SlJ milj., þá er það sæmileg upphæð og ekki auðgertað sam rýma það loforð við sparsemiskenning- una. Það er ekki þægUegt að sjá hvernig Laurier ætlar að láta tekjur og gjöld ’mætast, er hann eykur þau þannig svo miljónum skiftirí einu vet- fangi, en ætlar þó Jsamtímis að lækka tollana stórkostlega, ef ekki svifta þeim burt algerlega. Þetta er eitt af þeim málum, sem ‘liberalar’ þurfa að útskýra f.yrir al- þýðu. Og þeir þurfa líka, og ekki síð- ur, að skýra frá hverja stefnuna í toll- inálunum þeir taka fyrir : stefnu Cart- wrights um toll-samband við Bandank- in, eða stefnu Lauriers: “free trade”, eins og á Englandi. Báðar geta þær ekki staðist í senu, —geta ekki sam- einast fremur en olía og vatn. Onnur þýðir aukning allra tolla um þriðjung eða fyllilega það, hin þýðir afnám þeirra að mestu leyti, en jafnþungar og þyngri álögur í annari mynd ‘'eins ogá Englandi”, Það væri og ekkert á móti að onn meira væri minst á sparsemina nafntog- uðu hinua ‘liberölu’ og í því sambandi ætti vol við að gerð væri grein fyrir hvernig þeim á sinum stjornaráruin 1 Ottawa gekk að fullnægja þeírri kenn- ingu. “Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Aðgerðir þeirra í því efni í 5 ár, eða því sem .næst, ættu að vera þeirra þeirra beztu meðmæli. Loforðin um sparsemi eru góð, eu livaðeru þau á móti reynslunni í því efni. Það sanna þeir Greenway, Mercier, Blair, Field- ing og Peters i sínum fylkjastjórnum! Rétt til sýnis drögum vér fram tvö atriði til samanburðar, ev sýna hvor flokkurinn er sparsami' i. Við öll möguleg tækifæri gerir C’ M twright og aðrir lautenautar Lau1 :-rs Ahlaup á stjórnina fyrir hennar ói -• "ilej. u ráðs- mensku á stjórnar-jái i,k*»u«unum eystra — Inter-Colonial-brautunum og þeirri á Prince Edwards Island. Það er sannast að það er litið utlit fyrir að þær brautir nokkurn timaborgi sig, og er þess vegna afsakandi þó ætlað sé að þjóðeign á járnbrautum ‘yrði skaðræði fyrir stjórnina. En það kemur þessu máli ekki við. Á stjórnarrárum ‘liber ala’ var samlögð lengd þessara brauta mest 913 mílur og tekjuhalli þeirra á 5 árunum að meðaltali Si milj. á ári. Nu eru stjórnarbrautirnar orðnar 1385 míl- ur að lengd, og tekjuhalli þeirra á 17 árunum að meðaltali tæplega milj. á ári. Með öðrum orðum : Þó conser- vative-stjórnin bafi lengt þessar ómaga brautir um meira en þriðjung, hefir hún rýrt tekjuliallann um meir en helming á ári að meðaltali. Annað atriði sem þeir C artwright, Mills o. fl. sífelt spreita sig á er það, að stjórnin gjaldi skrifstofuþjónum sínum hófleysislega hátt kaup, að þeir hafi miklu hærri laun en þeir séu menn til að vinna fyrir. Þetta er einn vottur- inn um eyðslusemi conservatíva og það er ekki svo,lítið atriði þar sem er að ræða um laun mörg þúsund skrifstofu- þjóna. En í lögum áhrærandi laun stjórnarþjóna, er Sir Richaid Cart- wright sjálfur bar fram á þingi árið 1875, var ákveðið að árslaun skrifstofu- þjónanna í hinunj ýmsu flokkum yrðu sem hér segir : Hjá “liberölum” áttu skrifstofu- stji'rar að fá að 4unum hæst $2,800. Hjá conservativum fá þeir hæst $2,400. Hjá “liberölum” áttu þjónar alliril. flokki að fá hæst 2,000. Hjá conserva- tivum fá þeir hæst §1,800. Hjá “liber- ölum” áttu þjónar í 2. flokki að fá hæst §1,000. Hjá conservatívum fá þeir hæst 1,400, Hjá “liberölum” áttu skrifstofuþjónar, sem fengnir eru til óá- kveðins tíma, en ekki teknir sem “fast- ir” menn, að fá hæst §730, eða sem því svaraði ef þeir væru skemur en árlangt. Hjá conservatívum fá þeir menn hæst §400. Hjá “liberöllum” áttu sendiboðar og vikapiltar að fá hæst §000 um árið. Hjá conservatives fá þeir hæst §500. í þessu frumvarpi Sir Richards var og ákveðið að þegar stjórnarþjónar ynnu aukavinnu, umfram ákveðin skrif- stofutíma, skyldu þeir fá að launum 50 cents fyrir liverja klukkustund. I þess stað bjuggu conservatívar lögin þannig úr garði, að nú fær enginn nokkra aukaborgun fyrr en þingið hefur sam þykt það. Það þarf enga sérlega skarpskygni til að sjá hvor það er, sem mokar eða moka vill meira fé alþýðu í stjórnarþjónana. Þessi tvö dæmi og þau eru langt frá hin einu sem til eru, sýna ereinilega hvað gildar og góðar á- stæður “liberalar” hafa til að ávíta stjórnina fyrir eyðslusemi í einu eða öðru og þau sýna líka hvers má vænta af þeim, ef þeim einhvern tíma tekst að ná lyklavöldunum. Sparsemi er alþýð legt heróp og því viðhafa þessir herra menn það, án þess þeim detti í hug að þeir geti meðhöndlað féð, sem stjórn inni er trúað fyrir, ráðvandlegar, eða sparsamlegar en nú er gert. Þeirra eigin stjórnarsaga sannar að þeim er það ómögulegt, ef ónóg þykír sönnun in í því efni, sem fyrir hendi er í fimm fylkjum sambandsins, sem "liberalar” ráða. til að komast betur áfram ? Sú, í stuttu múli, að hann hefir barist af alefli á móti öllum uppástungum stjórnarsinna til að greiða götu manna í nýbygðunum hér vestra. Utanum þetta andramma goð eiga nú Winnipeg-“liberalar” samt að fylkja liði og hrópa : Hósianna ! William McKinley Josepli Martin var heilsað með hávaða og glumragangi um daginn, eins og getið varumísíð- asta blaði. Ræður voru fluttar og Mar- tin auðvitað þakkaði svo alt saman með lofsöngsrimu um sjálfan sig. Þegar á það er litið, áð Martin andæfði af alefli, ef ekki bókstaflega öllum,þá samt nærri öllum þeim málum, sem Vesturlandinu gátu orðið til gagns á einhvern hátt, hefðu þau náð aðhafa framgang.en sem tímaleysis vegna gat ekki orðið, af því Martin með munninn eyddi tímanum í jíieiningarláust orðaglamur, meiningar- laust að öðrn en því að hefta fram- kvæmd alla. Þegar litið er á þessa fram komu hans alla, þá má sýnast einkenni- legt, að Winnipeg-menn og Manitoba- menn skuli ljá sig til að dýrka aðra eins tilveru. En ástæða er til alls. Þegar Martin komst að því að Laurier gæti ekki lofað sér sseti í ráðaneyti “liberala” ef til þess kæmi (það er nefnilega engurn menskum manni unt að halda Martin og Tarte í skefjum í einu og sama ráða- neyti; báðir of geðmiklir og munnvíðir til þess), lét hann í veðri vaka að hann mundi “geta stiórnmálin upp á gat," eo hugsa um sín eigin mál eingöngu. I millitíðinni varð kunnugt, að Hugh J. Macdonald mandi verða merkisberi con- servativa í Winnipeg, og engann af álit- le<rum mönnum í flokki “liberala” lang- a' ril að fara í burtreið á móti honum. G"A ráð voru dýr. Það var ekki annað til tiu reyiia að spaiia Martin upp í að halda áfram. í málum vesturlandisins, flestum ef ekki öllum, hafði hann að vísu komið illa fram .en þar var þó æfin- lega ein undantekning. Hann bafði þrælast heilmikið við skólamálið og það mátti þó æfinlega þakka honum, ef nauðsyn bæri til. Þetta var ákveðið, hornleikaraflokkur keyptur til að sam- eina nokkur hundruð af iðjuleysingjum á götunum í fjdkingu, og fundarhús ieigt til að spreita sig í og þakka Martin fyrir frammistöðuna. Eins og þorskur- inn tekur álitlega beitu, eins gleypti Martin við þessu dýrðarboði og komst svo að því stuttu síðar, að hann var fastur orðinn á öngli Winnipeg-“liber- ala” og sá ekki aðra úrkosti en láta alt gott heita og lofa að sækja á ný, — að sækja gegn Macdonald. Hann veit hvaö það þýðir. Isaac Campbell sótti á móti honum veturinn 1891 og varð und- ir með 590 atkv, mun. Úrslitin verðaað vændum þau sömu nú, það því fremur sem Martin hefir helzt ekkert sér til á- gætis annað en það, að hann andæfði stjórninni í skólamálinu, en það gerðu margir- góðir flokksmenn stjórnar- innar líka, svo það atriði hefir ósköp litla þýðingu til eða frá. En svo lifa Winnipegmenn ekki á skólamálinu einu saman. Þeir þurfa eitthvað staðbetra. En hvernig er framkoma Martins þá í þeira málum öllum, sem snerta útvegu er þegar svo gott sem tilnefndur að sækja um íorsetastöðuna undir merkj- um repúblika. Úrslitin á fundinum i Spri ngfield, Illinois, um daginn, bundu enda á alla óvissu í því efni, svo að ef ekkert óvænt kemur fyrir er þjóðfund ur repúblíka í St. Louis helzt þýðingar laus. Það var augljóst orðið fyrir þann fund, að vesturrikin i heild sinni voru honum hlyntog liöfðu þegar mörg þeirra fengið sendiboða á St. Louis- fúndinn til að mæla með honum og greiða atkvæði með honum einum. Þeg ar þá voldugasta vesturríkið—Illinois er eindregið með honum, þykir ekki lengur efi á hver kjörinn verður. Cul- lom senator, sem um langan tíma .hafði gert sitt sárasta til að útvega sér Illi- nois-atkvæðin, var algerlega yfirbugað ur í þessu efni á Springfield-fundinum og enda hann kveðst ánægður með úr- slitin. En svo er það annað, sem í seinni tíð hefir sannað að McKinley er forsetaefnið. Það er fylgi hans, flestum óvænt, í Ný-Englandsríkjunum og víð- ar eystra. Reed voru alt af ætluð Ný- Englandsríkin, eða meiri hluti þeirra, en þegar öllu er á botninn hvolft, er Mc Kinley jafn sterkur lionum þar. Enda Vermont og New Hampshire fylgjaMc Kinley eindregið. Ef ekkert algerlega óvænt kemur fj'rir er McKinley þess vegna maðurinn, sem formlega verður kjörinn á St. Louis-fundinum. Aðal- verk þess fundar verður þess vegna að kjósa varaforsetaefni og samþykkja stefnuskrá. En stefnuskrá á flokkur- innengaenn, að minsta kosti ekki Mc- Kinley. í gjaldeyris-málinu vill hann þóknast öllum, í orði kveðnu; segir það eitt, að hann vilji að gjaldeyrir landsins sé góður og gjaldgengur hvar sem sé, hvert heldur um gull, silfur eða seðla er að ræða. Hvað tollmál snertir, þá hef- ir hann farið í kringum þau, að minsta kosti hefir hann aldrei sagt að hann vildi á ný lögleiða ein hóflausu toll-lög, sem bera nafnið: McKinley-lög. Hvað það er sem veldur þessum makalausa uppgangi McKinley’s þykir ekki auðsætt, nema ef vera skyldi, eins og hó r í blaðinu hefir verið getið til áð- ur, að það sé andróður þeirra Quay’s og Platts, sem hreykir honum æ hærra og hærra. Að undanteknum hinum makalausu toll-hækkunarlögum gerði hann ekkert markvert í falltrúadeild þjóðþingsins. í efri deildinni kvað alls ekkert að honum, og þau 4 árin, sem hann var governor í Ohio, gerði hann ekkert sem auðkendi hann sem stjórn- málamann. Séu verk þeirra í því efni borin saman, er Thomas B. Reed tífalt meiri .maður sem stjórnfræðingur, en Wm. McKinley. En samt veður Mc Kinley þannig fram úr öflum sínum keppinautum. aði. Þegar í þetta horf var komið var silfurpeningamótunin takmörkuð og um tíma algerlega höunuð. Silfur- námaeigendurnir voru voldugir oger þeir sáu iðn sína takmarkaða með lögunum, réru þeir undir alþýðu þangað til allir kröfðust, að fríslátta silfurs yrði hafin á ný. Og sú rimma, bæðí hörð og löng, endaði með því, að silfurnúmaeig- endurnir urðu yfirsterkari á þingi. Frísláttulögin voru viðtekin á ný. Héldust þau þá í gildi þangað til 1892 og var þá ríkið scm næst lcomið á von- arvöl. Af því silfrið hafði ekki verð- gildi nema til helminga, eða rúmlega það, á móts við nafnverðið, voru allar vörur og alt sem kaupa þurfti fyrir peninga virði í sem næst helmingi hærra verði.en á meðan gull var í ríkinu og hélt jafnvæginu. Laun manna goli- in í silfri virtust sæmileg, en rej ndust ónóg og leiddi af öllu þessu takmarka- lausa dej'fð íverzlunogiðnaði. Skulda- bréf stjórnarinnar seldust ekki nema fyrir liálfvirði og helzt ekki hægt að fá erlenda menn til að bjóða í þau. Alt var á tréfótum. Þannig hafði ástandið verið í nokkur ár, en samt var ekki kostur að ,brejrta þessum lögum fyrr en 1892. Það var þá svo komið, að eitt- hvað mátti til með að láta undan og það varð silfrið, eða silfurnámaeigendurnir, sem urðu að beygja sig. Fríslátta silf- urs var bönnuð og gull viðtekið sem verðmiðill. Lög þau höfðu ekki verið nema skamma stund í gildi þegar gull fór að strej-ma til rfkisins, yerzlunin lifnaði við, atvinna jókst og alt fór að ganga vel. Og hvað rikisskuldabréf snerti þá er sá munurinn, að þar sem þau seldust helzt ekki fjrrir 1892 seljast þau nú doflar fyrir dollar, og nú nýlega þegar boðnar voru upp §10 milj. í ríkis- skuldabréfum í einu, buðust stjórninni 200 milj.,— svo mikill var eftii sóknin, þegar víst var að skuldabréfin yrðu innleigst með gulli. Einnig í Chilier þess '’egna reynslan sú hin sama og annarstaðar, aö ótak- mörkuðfríslátta silfurs útbolar gullinu og lamar bæði iðnað og verzlun og stjórn- ina sjálfa. MELITA-NYLENDAN. Einnig í Chili. Hún er ekki slípuð og fægð, en hún er eigi að síður sönn, sögnin, að enginn sé svo argur að ekki megi eitthvað gott af honum læra. Það sýnist ekki lík legt að Bandaríkja-menn. t d„ geti lært mikið af villingunum í Suður- AmeríLu, og það er nú líklega ekki margt sem þeir geta lært af þeim. En þó geta þeir lært eitt af Chili-mönnum. það, að fríslátta silfur er ekki happa drjúg fjrrir nokkurt eitt ríki. í fyrir- lestri um stjórnarfar o. fl. í Chili, sem fulltrúi þeirrar stjórnar á Atlanta-sýn ingunni flutti í vetur, mintist hann á vandræðamál stjórnarinnar álirærandi gjaldeyris-málið. Af því samskonar mál er á dagskrá í Bandaríkjunum nú, er ekki ófróðlegt að athuga gang þess máls í Chili. Silfurnámur eru margar og auðugar í Chili og er það silfurtekjunni að þakka að það ríki er með þeim öflugustu og framfaramestu í Suður-Ameríku. Þar eins og annarstaðar lærðist mönn- um er framliðu stundir að auka silfur- tekjuna stórkostlega án þess kostnaður- inn ykist að sama skapi. Af því leiddi eðlilega að óslegið silfur féll í verði. Silfurfrísláttu-lög voru þá i gildi og var kappsamlega unnið' að peningamótun, en sem hafði þau áhrif, er óslegi) silfur féll, að guflið flúði úr landinu, en vör- ur allar, miðaðar við nafn-verð silfur- peninganna, stigu upp svo miklu mun- í Lögbergi (19. Des. 1895) stendur lýsing á “Melita”-nýlendunni, eftirmig, ásamt vottorði nokkurra hænda þar, Auðvitað byggði ég þessa lýsingu mína ekki algerlega á eigin þekkingu, heldur hlaut ég, að nokkru leyti að styðjast við upplýsingar frá nýlendubúum, og þori ég að fullyrða að þær voru réttar og áreiðanlegar, vegna þess að óg þekki fjöldann af bændunum persónulega og veit að þeir eru heiðarlegir og merkir menn, og auk þess bar þeim hérumbil bókstaflega saman í öllu áhrærandi ný- lenduna, sem eitt útaf fyrir sig sannar áreiðanleik þeirra upplýsinga er þeir gáfu mér. Nú, eftir fjóra mánuði, er verið að reyna með nafnlausum bréfkafla í Heimskringlu, að koma því inn hjá mönnum að ég hafi lialdið Melita-ný- lendunni fram um of, og til þess að koma því oflofi að hafi ég breytt vott- orði bændanna og skýrt rangt frá aldri nýgræðings-skóganna. Hvað hinu fyrra viðvíkur, þá lofaði ég bændunum, um leið og þeir skrif- uðu undir vottorðið, að ég skyldi lag- færa það ögn undir prentun, en jafn- framt tók ég greinilega fram að þær breytingar sem ég kynni að gera skyldu ekki hagga efni vottorðsins. Það vill nú svo heppilega til að ég hef hór við hendina fjrsta handrit af þessu vottorði. Ég hefi sýnt það nokkrum mönnum þessa dagana. Þar á meðal ritstjóra Heimskringlu, og munu þeir allir bera mér vitni um að það birtist i Lögbergi án nokkurra efnisbrej'tinga. Upplýsingarnar um skóginn fékk ég aðal-lega hjá bónda, sem ferðaðist um það svæði með allra fj'rstu Islend- ingum. Hann er vel þektur að því að fara ekki með annað en það sem hann álítur rótt og satt, og koin mér als ekki til hugar að vefengja sögu hans. Höf. nafnlausa bréfkaflans ætlar að likindum með þessu að aftra íslend- ingum frá að setjast að í Melita nýlend- unni; en mig skyldi ekki undra þó það verkaði í gagnstæða átt. Það verða allir að viðurkenna, að það sem hann fettir fingurnar úti iílminni skýrslu, er, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins smámunir. Hvaða þýðingu hefir það hvort þessi áminsti skógur er árinu eldri eða ekki, ef það er nýgræðingur og ef það sem ég segi um liæð lians og gildleik er rétt? Aðal-atriðið er, að þarna er að yaxa upp skógur, sem eftir nokkur ár getur orðið til mikils góðs, sé hann varinn fyrir eldi og átroðningi af gripuin, Ef svo er, sem ég efast um að sé, að nokkrir þeiiva manna sem skrifuðu undir vottorðið standa i þeirii mein- ingu að þoir séu bornir fyrir ósannind- um í Lögbergi, þá geri þeir svo vel að snúa sér til lira. Kristjáns Abrahams- sonar eða hra Kr. J. Bardals. Með næsta pósti sendi ég þeim eiðfestar af- skriftir af vottorðinu. M. Paulson,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.