Heimskringla - 14.05.1896, Síða 2

Heimskringla - 14.05.1896, Síða 2
HEIMSKRINGLA 14 MAI. 1896. AD HÆTTA VIÐ 5MAKAUPA=VERZLUN. í>ess vegna er þaö að vér seljum með því verði sem hér á eftir er auglýst. Komið og lítið á vörurnar. Munið þið þá sannfærast um að engin þvilík boð hafa áður verið boðin í Winnipeg. Undirskirtur, 40c. virði á 25c Alklæðnaður karla á $2.75 Karlmannavesti á 95c. Diengjafatnaður á $2.35 Karlmannabuxur á $2.50 Skirtur, 75c. virði, á 40c. Karlinannabuxur á 75c. Drengjabuxur á 35c. Sokkar 5c. parið Drengjafatnaður á 95c. Skirtur á 25c. Karlmannabuxur á $1.45 Karlmannafatnaður á $3.45 Flókahattar á 80c. Karlmannafatnaðir á $G.75 Axlabönd á lOc. parið Karlmannavesti á 75c. Dollars hálstau á 35c. Karlmannafatnaður á $9.75 Regnhlífar á 50c. Flannelette vesti fyrir drengi á 35c, 25c. kragar á 12c. 15c. kragar á lOe. Drengjafatnaðir á $1.75 50c. Manséttur á 20c. Karlmannafatnaðir á $4.75 $2 hattar á $1.00 Drengjavesti á 25c. Karlmannabuxur á 95c. “Golf’-húfur á 25c. 49c. axlabönd á 25c. Karlmannafatnaðir á $8.75 Regnkápiu’ úr ullardúk, $3.95 Drengjafatnaðir á $1.45 50c. hálstau á 25c. Drengjafatnaðir á 85c. Harðir hattar á 25c. Drengjahúfur á 15c. Hálstau á lOc. Ekkert undanþegið. — Alt verður að fara. Dragið ekki að koma. — Komið strax. — Komið oft. WALSH’S ClOtlíOl Hiib. 515 og 517 Main St. Gegnt City Hall. Tupper - Macdonafcí. [Pramhald. frá I. bls.J raunum að tengja alt veldi Breta nén- ari viðskiftaböndum. Sem ásteeðu fyrir smávaxandi skoðanabreyting á Eng- landi í þessu efni, taldi hann meðal ann- ars það, að skýrshír sýndu, að utfluttur verkstæðisvarningur frá Bretlandseyj- um hefði rýrnað svo nemur nærri 210 milj. dollars á 20 áruuum frá 1875 tíl 199^. í því skyni að fylgja þessu máli, hefði í London verið stofnað íélag, er nefnist: “ United Empire League” (samveldisfélagið). l’ilgangur þess væri að útvega einn sameiginlegan toll og viðskiftasamning fyrir öll þau ríki er tilheyrðu Bretum,— meðjöðrum orðum viðtaka samskonar stefnu i því efni, eins og þá sem í gildi er í Hollandi, Frakk- landi Spáni og öllum ríkjum er nýlend- ur eiga, þá stefnu, að hafa einn samning fjT-ir öll útríkin og annan fyrir aðrar þjóðir. Sem vott þess hve þessu máli þokaði áfram á Englandi gat hann þess, að á hinu sameinaða verzlunarmanna- þingi, sem síðast var haldið í London, hefði farið fram kappræða um þetta mál í tvo daga samfleytt, en að ekki svo mörgum árum áður hefði enginn viljað hlýða á slíka ræðu 2 kl. stundir. I >egar svo eftir 2 daga þrætu, að Sir Charles lét ganga til atkv. fum uppá- stungu þess efnis, að stjórn Breta skyldi nú Jþegar viðtaka lög þess efnis, var hún feld með 47 atkv. gegn 34,—að eins 13 atkv. mun. Hann kvaðst sann- færður um, að málinu hefði fleygt fram síðan og þótti ekki óhugsandi að þriðja verzlunarþingið (það í Júní næstk.) úr- skurðaði á annan veg. Til sönnunar þvíað þessu máli fleygði fram sýndi liann fram á, að margir af þingmönnum Breta hefðu i kosningaræðum sínum tjáð sig hlynta málinu. Enn frcmur væri það vottur til hins sama, að Salis- bury hefði beðið um að upphafðir yrðu verzlunarsamningar Breta við Þjóð- verja og Belgíumenn, í þeim tilgangi að þessi toll-eining gæti komist á, þó með þeim skilyrðum, að lög um það yrðu ekki viðtekin fyrri en sýnt vrði að hættan fyrir Breta yrði ekki of mikil. Af þessu öllu kvaðst hann ráða, að ekki yrði langt þess að bíða að hann ásamt Ástralíu- og Suður-Afríkumönnum sett ist við að jafna tollana^ svo, að útríkin næðu sérstöku haldi á markaði Breta. Margt fleira taldi hann þessu máli til gildis. og til sönnunar því að lætta væri gerlegt, og benti á ritgerðir nafnkunra manna um það í blöðum og tímaritum. Hvað kornbirgðir snerti, sagði hann að 55,500 bændur í Canada, sem hver hefði 100 ekrur undir (hveiti) gætu frainleitt alt það korn. er Englendingar þyrftu að kaupa og benti í því sambandi á ekru-miljónirnar, sem ónotaður væru hér vestra. Hudsonflóabrautin var næst á prjón- unum hjá Sir Charles og fórust honum orðáþessalflð: “Þér (Galt sá sem las ávarpið) mintust á bygging Hudson flóajárnbrautarinnar og aðgerð Rauð- ár utn St. Andrews-strengina. Þér vit- iö að menn í opinberrí stöðu mega ekki bera fram loforð nema þeir séu tilbúnir að ganga til verks og efna þau þá und- ireins. Eg hefi það fram yfir marga andstæðinga mína, að ég heti gengt op- inberum störfum í full 40 ár, og að ég stend hér i kvöld tilbúinn að skora á alla uú lifandimenn að koma fram með loforð, sem ég hefi gefið og ekki efnt” (þagar karl sagöi þetta, risu nærri allir á fætur og ‘húrruðu’ svo mínútum skifti). "Hvað þessi tvöstórvirki snert- ir, frúr ogherrar, þ& er ég i kringum- st'æðum til að segja, að það var ónauð- synlegt að biðja mig aö svara Jressum spurningum í kvöld. Hinn gáfaði og mikilsvirti þingmaður, vinur mmn, Nikulás Flood Davin, getur borið um, að ég á síðastaþingi, sem leiðtogi stjórn arsinna í neðri deild, sagði afdráttar- laust, og vitandi um ábyrgöina sem hvíldi á mér, að ég áliti bygging Hud- sonstióabrautarinnar liísspursmál fyrir ríkisheildina. Hann (Davin) getur einn- ig sagt yður að gen 11 emaður sem ég ætla ekki að nefna, en senr seinastur allra manna á þinginu hefði átt að and- æfa bygging þessarar átúðandi brautar, _brigslaði mór um að ég segði þetta af því kosningar væru fyrir liendi. En ég var þá svo heppinn að geta bentá blað- siðuíriti Royal landafræðisfélagsms. sem út var gefið í London fyrir nokkr- um árum, þegar ég átti enga von a að sitja á sambandsþingi Canada, þar sem skýrt er frá þeim orðum mínum. að éí áliti bygging járnbrautar að Hudsons- flóa nauðsynlegt verk fyrir England ekki síður en Canada. Ég segi að Ca- uadian Pacific.félagið á engan betri vin enéger, ogég hefi þegar sýnt að ég 1,'ði því félagi lið mitt, þegar ég áleit það nauðsynlegt fyrír Canada, en ég hika ekki við að segja, að nema mei skjátlist því meir er sátími nálægur, að C. P. R. félagið með öflum sínum dugn- aði hrekkur ekki til að flytja burtu af- urðir Manitoba og vesturlandsins og að Hudsonsflóabrautin, verður nauðsynleg ! j til að mæta sívaxandi viðskiftakröfum ! Jæssara héraða”. Ræðukafla sinn um j petta mál endaði hann áþessa leið. ,tg sagði á þingi, aðþetta væri mál, er krefð- istað stjórnin tafarlaust gæfiþvígaum, mér er ánægja að geta nú sagt yður, að í ráðaneyti samband3stjórnar er engin tvískift skoðun á þessu máli, og enn fremur, að þær ráðstafanir hafa nu þeg- ar verið gerðar, að ég vona að tekið verði til starfa og brautin bygð norður að Saskatchewan-fljóti ekki seinna en að 2 árum liðnum. Á raálið um aðgerð Rauðár mintist hann með fáum orðum og sagði, að hefði það ekki verið fyrir stjórnlausan andróður og það úr þeirri átt, er sízt skyldi, hefði fé til þess verið veitt á síð- asta þingi svo að tekið hefði orðið til starfa. Hann sagði það sitt álit að það verk ætti ekki að selja í hendur eins eða annars félags, heldur ætti stjórnin sjálf að vinna það ^sem annað opinbert verk. Ilann kvaðst mega fullvissa tilheyrend- ur sina um, að fé til þessa fyrirtækis yrði veitt áður en langt liði, og þá tafar laust tekið til starfa og verkið fullgert undandráttarlaust. Þriðja stórvirki vesturlandinu til sérstakra hagsmuna sagði hann væri framlenging C. P. R. járnbrautarinnar frá kolanámunum hjá Lethbridge vest- ur um Hrafnlireiðurskarð og véstur í Kootenay,—námahéruðin nafnfrægu í British Columbia. Eins og nú sé falli gullstraumurinn þaðan mestur inn i Bandaríkin, en með bygging þeirrar brautar verði honum greiddur farvegur um vort eigið ríki. Það væri vilji stjórn arinnar að stuðla til framkvæmda í þessa átt. Þá gat liann þess í fáum orðum, að stjórn sín liefði komizt að samningi við stjórn Breta áhrærandi styrk er svarar #375,000 á ári í 10 ár, til að koma upp hraðskreiðum gufuskipum, er ganga skuli mifli Canada og Englands. Til þess veitti Canadastjórn §750.000 á ári i 10 ár. # Eftir að hafa í fáum orðum skýrt frá ástæðum stjórnarinnar til að auka i'járveiting til herkostnaðar á síðasta þingi, tók hann skólamálið sæia fyrir og flutti uni það all-langt mál. Rúm- levsis vegna verður sá kafli ræðunnar að bíða næsta blaðs. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG 7. MAÍ. Málið um viðurkenning Cubamanna hefir legið milli hluta á Bandaríkja þjóð þingi nú um tíma. En í gær var hafið máls á því, að svo búið dygði ekki. Morgan frá Alabama flutti málið sem fyrrum í efri deild. Reþúblíkar sópuðu öllu fyrir sér í bæjarráðskosningunum í St. Paul í gær. Sambandsstjórnin hefir lokið samn- ingi við stjórn Breta áhrærandi styrk til hraðskreiðrar gufuskipalínu á milli Canada og Englands og hefir nú skipa- eigendum verið boðið að tilkynna stjórn- inni hvaða styrk þeir heimti fyrir að halda uppi ferðunum, erinni í hverri viku fram og aftur, vetur og sumar, á sumr- um milli Quebec eða Montreal og Liver- pool, á vetrum mifli Halifax eða St. Johns, N. B., og Liverpool. Meðalhraði 25 enskar landmílur. Með þeirri ferð verða skipin ekki fimm sólarhringa frá bryggjunum í Liverpool til bryggjanna í Halifax og innan við 4 sólarhringa úr landsýn. Frumvarp um að löggilda félag til að leggja hafþráð frá Bandaríkjum til Havaieyja og Japan og samein# þann þráð fréttaþræði Rússa um Síberíu, var borið fram á þjóðþingi Bandaríkja (efri- deild) í gær. í því er ákveðið að Banda- ríkjastjórn ábyrgist afgjald af þeim hluta höfuðstólsins, er fæst saman með skuldabréfa-sölu. Humbert konungur á Ítalíu hefir gefið §80,000 til ekkna þeirra er féllu í Abyssiniustríðinu, og 820,000 til ‘Rauða kross” félagsins, er þar sem annarsstað- ar fylgdi herfylkingunum til að hjálpa þeim særðu. FÖSTUDAG 8. MAÍ. í dag er búist við að orusta mikil eigi sér stað í grend við Buluwayo í Matabelalandi, og að sú kviða ráði úr- slitunum, að því er uppreist svertingja saertir. Morðvargurinn H. H. Holmes var hengdur í gær í Philadelphia. Á gálg- anum flutti hann stutta raeðu J>ar sem j hann meðal annars sagðist saklaus af að hafa drepið Pietzel-fólkið, en i því var hann fundinn sekur fyrir réttinum og fyrir það fékk hann snöruna. Hveitimylnueigendur í Bandaríkj- unum eru óðum að ganga í allsherjar mylnueigendafélag. Tilraunin til I’essa j saindráttar var gerð fyrst i haust er leið, og síðan eru yfir 100 mylnueigend- ur gengnir í félagið. Fleiri og fleiri vottar um hluttöku brezka Suður-Afríku-félagsins í Jame- sons áhlaupinu í vetur, koma nú dag- lega upp úr kafinu og veit enginn hvar lýkur. Rhodes og Baites, tveir leiðtogar félagsins, vilja nú gjarnan segja af sér, en aðrir félagsmenn, som ekki vissu um þetta, banna það. Bandarikjaherskipið "Minneapolis” er á ferðinni til Kronstadt, herskipastöð Rússa skamt frá Pétursborg, til að taka þátt í krýningarhátíð keisarans. LAUGARDAG 9. MAÍ. Afríkuvandræði Breta, er stafa af uppkomnum svikum Suður-Afríkufé- lagsins, var aðalumræðuefni á þingi Breta í gær. Gat Chamberlain þess, að framvegis gæti annað eins ekki átt ser stað, þvi félagið hefði verið svift valdi til að flytja vopnaða menn úr einum stað í annan. Laurier hefiv neyðst til að sleppa málskrúði öflu, en segja með berum orð- um álit sitt á skólamálinu, á umbóta- lögunum og um leið hvað hann ætlar að gera í því efni, ef hann kemst að völd- um. Á fundi i Quebec á miðv.dags- kveldið sagði hann, að í umbótafrum- varpinu svo kallaða væri ekki snefill af umbótum fyrir minnihlutann í Mani- +oba. Á fimtudagskveldið flutti hann aöra ræðu i Quebeo og sagði þá, að næði hann völdum, ætlaði hann að senda nefnd tíl Manitoba til að rannsaka mál- ið, að Sir Oliver Mowat yrði formaður þeirrar nefndar, og væri það trygging fyrir, að minnildutauum yrði auðsýnt réttlæti og mannúð. Stjórn Frakklands hefir ekki enn bannað innflutning nautpenings frá Canada og er nú í vændum að fjöldi af 'nautgripum vorði sendur þangað frá Montrenl með nýju “línunni” milli Ca- nada, Frakklands og Belgíu. MÁNUDAG 11. MAÍ. Fyrir nokkru tóku Spánverjar á Cuba 5 menn fasta af skipi frá Banda- rikjum með vopn og vistir til Cuba- manna. Á laugardaginn voru þeir allir dæmdir til aftöku. Tveir af þeim eru Bandaríkjamenn, einn er Englendingur og og tveir eru Cubamenn. Bæði Breta og Bandaríkjastjórnir andæfa þessum úrskurði, og er að heyra á Bandaríkja- stjórn að í hart. fari, ef Spánverjar ekki láta undan og upphefja dóminn. Kólera er að aukast i Alexandríu á Egyftalandi. Enn hefir veikin ekki flutzt til Kairo, en hræddir eru menn þar og þá um leið að óttast aðhún flytj- ist til Evrópu. Cecil Rhodes er á ferðinni til Bulu- wayo í Matabelalandi meðh ' flokk mik- inn til að reyna við svertii. jana. Skógareldar geysa un iorðurhluta Michigan-ríkis og valda nu ,lu tjóni. — í Ashland, Wisconsin, k.-nst eldur í borðviðarhlaða og brend pp yfir 19 milj. feta af borðvið. Þur íó.ust 3 menn í eldinum. ÞRIÐJUDAG, 12. MAÍ. Skógaeldar geysa viða eystra: í New York, New Jersey, Pennsylvania og víðar. ' Sjólíð Bandaríkja er samtals 11,570 manns, og af þeim eru 5,261 útlend- ingar. Frumvarp til laga hefir verið sam- þykt í báðum deildum þjóðþingsins, er ákvoður að Bandaríkjastjórn hafi vald til að banna gnfuskipum að umkringja jaktir á kappsiglingu. Er þetta viður- kenning þess, að lystiskip hafi virki- lega verið á vegi ‘Valkyrju’ og ‘Defen- ders’ á New York-höfn í fyrra. Einvigi er í vændum á Cuba. Her- foringi einn, Bernal að nafni, sló Way- ler kinnhest og kallaði hann lygara og öðrum illum nöfnum. Spánarstjórn hefir í huga að gefa mönnunum líf, sem á laugardaginn voru dæmdir dauðasekir á Cuba. MIÐVIKUDAG, 13. MAÍ. Manntal verður tekið í Manitoba í 1 k þessa mánaðar. Byrjar 26. þ. m. Bretar yfirbuguðu Matabelamenn í orustum á ýmsum stöðum í grend við Buluwayo á laugardaginn var. Fellibylur í Nebraska í gær. Rússar taka með ofbeldi mikið af landi nálægt Che-Foo-höfn í Kína, er Bretar telja sina eign. Dálítið um hyalinn. Já, þeir segja, að það sé glatt á hjaila og kæti mikil meðal kyrkjumann- anna íslenzku núna af því, að nú sé Lögberg þeirra búið vísindalega að sanna hvalferð Jónasar gamla. Það er nú ekkert vafamál lengur að Jónas fór í bvalinn og var i kviði hans 3 daga og 3 nætur og söng þar guði dýrðlegan lofsöng, því að Lögberg fann nýja sögu í Literary Digest, vísindablaðinu heims- fræga!!! sem sannar þetta alt saman! Það var komið eitthvert vandræða hik á menn að trúa sögu þessari, hann stóð í mörgum þessi hvalbiti. En Lögberg setti fleyg í kokið og rak á með sleggju, og svo gekk alt niður. Það er annars hálfskrítið að sjá hugsanagang þeirra. Þeir hafa aug- sýnilega rekið sig á það, að það var eitt hvað örðugt að trúa því, að maður gæti komist ofan um hvalskok. Þeir hafa heyrt einhvern segja það, því að vafa- samt er, hvort þeir hafa lesið um það, að hvalskok væri svo þröngt, að ómögu legt væri að maður gæti komizt um það niður í maga hvalsins, en þegaT Jónas var einu sinni kominn ofan í hvalinn, þá var nú svo sem auðvelt að trúa öllu saman. Það er likast þvi sem þeir hugsi sór hvalsmagann sem her- bergi, er menn geti setið í, sungið og dansað og verið kátir. Spámaðurinn syugur þar lofgjörðarsálm, sjá Jónas 2. kap., og liklega ætti ekkert að vera á móti því, að hið ev. lút. kyrkjufólag ís- lendinga í Vesturheimi hóldi þar eitt ársþing sitt, þegar söfnuðir kyrkjufó- lagsins vildu ekki hafa það lengur, ef svo kynni fyrir að koma. Kanské líka að þeir gætu haft þar skrifstofu og prentstofu Lögbergs. En það er margt fleira athugavert við sögu Jónasar og hvalsins, en það, hvort Jónas hefði komizt ofan um kok- ið á hvalnum. Það er fyrst það, að guð almáttugur sendir Jónas á stað til Ni- nive, en ræður þá ekki við karlinn þeg- ar til kemur, þvf Jónas strýkur á skip út. Þá er annað, guð reiðist, sá sem ekki á að reiðast. Hið þriðja, að hann fer að hefna sín og sendir stormvind að deyða saklausa skipverja ásamt Jónasi. Hið fjórða, að guð eins og sér sig um hönd og hugsar sér að bæta úr þessu, en sér engin ráð til að lægja storminn, og þrífur því það fangaráð, að senda hval til að gleypa Jónas. En þá koma nú vandræðin fyrir Jónasi. Og svo skarpskygnir eru þeir herrar, að þeir hafa séð eitt einasta at- riði af þessum torfærnm, sem Jónas hefir orðið yfir að stíga, og líklega þá þannig, að þeim hefir verið bent á það. En það er það, að kok hvala er svo þröngt, að ómögulegt ’ væri fyrir mann að koruast niður um það. En svo er fleira. Þegar niður kemur, þá er ekk- ert andrúmsloft í hvalnum. Einn ein- asti maður þarf um 700 kúbik fet a^ andrúmslofti til þess að ’geta lifaðí 24 klukkustundir. En í hvalsmagan- um er exki eitt einasta kúbik fet af and rúmslofti, og spámaðurinn hefði því Kafnað undireins af loftleysi; þar eru og gastegundir og sýrur, sem dræpu mann á augabragði. Hið sjöunda vandræðið er lofsöngur Jónasar i kviði hvalsins. Hann er þar með fullum sönsum, yrkir sálmaog kvoður þá, eins og þegar tröll- in voru að kveða rímur forðum. Hið áttunda vandræðið er það, að undireins og livalurinn hefði fengið þessa guðlegu sending í magann, hefðu magakyrtlar hvalsins tekið til starfa og spýtt á hann magavökvanum, sýrum sem leystu karlinn upp í maulc eitt, og spýtingur þessi hefði staðið á karlinum alla vega, í munn honum, eyru, augu og nasir, svo að það hefði gert honum tafsaman sálmasönginn, enum leið hefðu vöðvar magans verið starfandi og dregið sam- an magann og þvætt spámanninn og Lno'iað hann á allar lundir og skolað ui hai.n magasýrunum. Svo er hið niu Ja. >'u það or i’itgíingnr .Tónasar úr hvahium. Það er mjög óeðlilegt, að hvalurinn hafi spúið Jónasi upp úr sér, eins og þá er menn eða skepnur senda spýju upp úr koki sér. Hefði hvalur- inn Jekki getað melt Jónas, þá hefði hann lilotið að fara þá leið út af hvaln* um, sem allt annað, er hann meltir ekki, og hefði það orðið örðug leið fyrir spámanninn. En hefði haun haft Lite- rary Digestí hendinni, sem leiðarstein, hefði það kanské tekizt. En nú er ekki búið með þetta, þó að hvalurinn hefði skilað spámanninum frá sér á svo náttúrlegan hátt sem mögulegt var, þá er eftir að koma Jón- asi á þurt land. Hvalir hlaupa ógjarna á þurt land, og cinlcum halda þeir sér við djúpið í ofviðri og sjógangi. Hval- urinn hefði spúið eða spýtt spámannin- um frá sér á sjó úti ;og þá þurfti enn kraftaverk að koma honum að landi. Ég fer hér ekkert að þvi, þó að spá- dómsbók Jónasar segi.að hvalurinn hafi spúð honum upp á þurt land, því að vér vitum það allir að hvalir eru sjódýr ,en ekki landdýr. En nú er enn annað eftir. í spá- dómsbókinni er fyrst sagt. að Ninive- borgarmenn hafi vondir yerið. En þeg- ar Jónas loks kemur þangað eftir allan hrakninginn, þá segir, “að Ninive- borgarmenn hafi hlýtt guði og haldið föstur”, ‘þeir kölluðu ákaflega til guðs’ og vonuðust til að guð mundí hlífa sér. Þetta bendir á að þeir hafi haft sömu trú og Jónas, en var Jónas þá Kaldeu- trúar, vér vitum vel hvaða trú Kaldeu- menn höfðu á þeim tímum. Þeir trúðu á marga guði, voru það, sem menn nú kalla, heiðiugjar. En svo er enn eitt. Guð almátt- ugur er látinn sjá sig um hönd og breyta dómsúrskurði sínum, því að fyrst boðar Jónas þeim i nafni drottins, að Ninive skuli eyðilögð verða að 40 dögum liðnum, en svo verður það ekki, guð tekur þá 1 sátt við sig aftur, og þá hlýtur annaðhvort að vera, að guð hafi séð sig um hönd, og er slíkt ósainboðið alvitrum og alfullkomnum guði, eða þá að Jónashefirlogið og búið þetta alt til lijá sjálfum sér. Enn er eitt, sem undarlegt mætti virðast. Úr því hvalurinn fór að greiða leið fyrir Jónasi, þá hefði hann átt að stytta leið fyrir honum. En uú vita menn, aö frá sjó er stytzt og greiðust leið til Ninive frá persneska flóanum,en hvalurinn var að þvæla hann þarna í Miðjarðarhafinu. Það hefði verið miklu nær, að hann hefði hleypt honum upp við Euphratsósa, karlinum, en til þess hefði hann þurft að fara í kring um Afríku alla og fyrir Arabíu, en þá hefði Jónas líka haft góða leið upp eftir. I’essar athugasemdir allar hlýtur hver og ein trúandi sál að athuga vel, þegar hún gerir sér grein fyrir, hvaða þýðingu það hefir að trúa með Kristi, sjá Matt. 12. 40, að Jónas hafi verið 3 daga og 3 nætur í hvalfiskjarins kviði. En hvað söguna í ‘Literary Digest’ snertir, þá er litið að henda reiður á því blaði, hvað trúmál snertir. í blað það skrifa oft greindir og gáfaðir menn, en stundum líka grasasnar mestu. I dag flytur það kanské grein, er heldur fram hinni römmustutrú á altyfirnáttúrlegt, en í næsta blaði kemur aftur grein, sem rífur alt þetta niður. Það er því mjög varasamt að byggja á því blaði fyrir menn. sem ekki eru meiri vísindamenn en ritstjóri Lögbergs, að honum alveg ólöstuðum. Ég ætla ekki að fara fleir- um orðum urn þá grein, en þeim, að það er mitt álit, að grein sú sé blátt áfram sjómanna lygar; ein af sögum þeim, sem kapteinar og sjómenn segja hver öðrum. Þær eru alræmdar þessar og aðrar eins sögur og þarf menn meira en i meðallagi vitlausa til þess, að trúa þeim, Ég gæti fært margar ástæður fyrir máli mínu,en sleppi því þetta sinn. En ég skal geta þess, að ef að höfundur sögunnar í Lögbergi getur eytt vand- kvæðum þeim, sem hér eru tilgreind á því, að trúa hvalferð Jónasar, þá væri mér mjög kært að hlýða á það, og hið sama mun margur segja, er vaknað hef- ir til íhugunar við það, að þetta hið dýrðlega kraftaverk (!) var dregið fram í dagsbirtuna. Ma»s. J. Skaptason. Limafallssýki yfirunnin. AÐ SÍÐUSTU LÆTUR HÚN UNDAN VAXANDI ÞEKKINGU í MEÐALAFRŒÐINNI. Frásaga manns, sem var hálfdauður og lá i rúminu. Hann er nú hraust- ur og heilbrigður. Læknar viður- kenna að limafallssýki sé ekki lengur ólæknandi. Það sem sorglegra er en það að sjá hraustan mann fá limafallssýki.Lifandi, og þó ófær til að bjarga sér,hefir sá sem þessa sýki hefir fengið orðið að á von- lausu ástandi alla æfi, þangað til nú. En síðan hið merkilega meðal, ergeng- ur undir naíninu Dr. Williams Pink Pills, var fundið upp, hefir þelta hreyzt. Þeir sem nú fá þennan hræðilega sjúk- dóm, hafa meðalið við hendina, er þeir geta læknað sig með. Mörg hundruð manna víðsvegar um þetta land, sem legið hafa rúmfastir svo árum skifti, hafa læknað sig með þeim. Einn af þeim, sem hefir orðið fyrir því láni, er Mr. Allan J. McDonald, alþektur mað- ur við Nine Mile Creek, P. E. I. Mr. McDonald segir : "Haustið 1893 meidd ist ég í bakinu og þjáðist mjög af því alt árið á eftir. Ég lét eina fjóra lækna reyna við mig, enþað kom fyrir ekkert. Áður en ár var liðið varð ég að hætta allri vinnu, og alt af fór heilsan versn- andí. Tvisvar settu læknarnir utan um mig Plaster of Paris, en mér batnaði ekkert við það. Ég varð alt af mátt- lausari og máttlausari í fótunum og dró mig áfram, en gekk ekki. Loksins varð ég algerlega máttlaus og tilfinning arlans fyrir neðan mitti og eins ósjálf- bjarga eins og barn. í þessu dauðans ástandi láég í rúminu í 11 mánuði. Lík. amlega hafði égekki miklar þrautir, en ástand sálarinnar var of kveljandi til þess því verði lyst. Loksins sögðu læknarnir mér að ég ætti engrar við- reisnar von, og aðégyrði að lifa það sem eftir vœri eius og hvítvoðungur.Nokkru eftir þettalas égum mann sem hafði halt sömu veiki og ég, og bætt sér með Dr. Williams Pink Pills. Þetta gaf mór nyja von, og kunningjar mínir útve-g uðu mér dálítið af pillunum. Þegar ég var búinn úr fáeinum pskjum fann ég að mér var töluvert batnað. Eg hélt á- fram með pillurnar og fýr mér alt af smám saman batnandí þangað til nú að ég er búinn með úr 32 öskjum. En ég er nú líka orðinn svo að ég get geng- ið frísklega og unnið létta vinnu, og fer mér fram daglega. Eg get ekki með orð- um látið í ljósi þakklæti mitt til þeirra sem hafa lijálpað til að útvega mér heilsuna aftur. Eg vona að þessi saga verði til þess að gefa mörgum sjúklingi vonina og heilsuna”. Dr. Williams Pink Pills uppræta sjúkdómana eg gefa fjör og heilsu hin- um veiku. Yið limafallssýki, mænu- veiki. riðu. mjaðmagigt, gigt, kirtla- veiki, heimakomu etc. eru þær óyggj* andi, þær eru einnig óbrigðular við veikindum, sem eru einkenniieg fyrir kvennfólk, og góðarfyrir karlmenn, sem hafa ofþreytt sig á andlegu eða líkaro- legu starfi. Þær gera útlitið hraustlegt og fallegt. Þær eru seldar á 50 cents askjan, sex öskjur fyrir $2,50. Fást bjá öllum lyfsölum íog með pósti frá Dr. WiHiams Medicine Co., Brockville* Ont., og Scheneetady, N. Y. Takið ekki eftirsiælingar, sem sagðar eru ‘alveg eins góðar’.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.