Heimskringla - 28.05.1896, Qupperneq 1
X. ÁR.
NR. 22.
Y í a í
rleimsKringla.
WINNIPEG, MAN., 28 MAÍ. 1896.
Ad Spara!
Það borgar sig að koma við í búðinni hjá okkur áður en þér kaupið ann*
arstaðar. Það er peningasparnaður. Skoðið vörur hjá öðrum, berið sam-
an verð, komið svo til okkar og fáið kjörkaup. VÉli ERUM AÐ HÆTTA
SMÁSÖLU. Það er af þvf að vér bjöðum þessi kostaboð. Komið og
skoðið vörurnar sem vér bjóðum, og þér hljótið að sannfærast um það að
þér hafið aldrei fengið annað eins tækifæri í Winnipeg.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG, 21 MAÍ.
Kólera eykst flag frá degi í Egyfta
landi.
Afmælisdagur Vic.toríu drottningar
var haldinn liátíðlegur á gjörvöllu Eng-
landi í gærdag, af því afmælisdag henn-
ar ber upp á sunnudag í ár.
Annár fellibylur æddi |yfir Kansas-
riki i gær.
Frumvarpið um takmörkun inn-
flutnings til Bandaríkjanna var sam-
þykt í efri deild þjóðþingsins í gær
með 196 atkv. gegn 26. Meðal annars
eru ákvæði i þvi, sem fyrirbyggja að
menn búsettir í Canada geti fengið
vinnu Bandaríkjamegin við landamær-
in. Vilji þeir fá vinnuna verða þeir að
flytja sig búferlum og gerast þegnar
Bandaríkja.
Það er sagt að 66,000 dollars hafi
verið stolið frá C. P. R. félaginu úr
vagni á ferð milli Ottawa og Quebec.
(lovernorinn og lierstjórinn í Cuba
Weyler, einvaldsherra, hefir nýlega
bannað að flytja tóbak burtu af eynni,
og er afleiðingin sú, að vindla-verk-
smiðjurnar í Bandaríkjunum, sem búa
til vindla úr Havana-tóbaki, verður
flestum eða öllum lokað innan tveggja
eða þriggja mánaöa.
Lautenant Peary norðurfarinn,
er að búa sig í aðra norðurför. Er það
að sögn ætlun hans að sækja 40 ‘tons’
loftsteininn, sem hann fann í fyrra við
York-höfða, og sem safn eitt í Phila-
delphia vill fá.
FÖSTUDAG 22. MAÍ.
í gæi'dag lótust 68 manns úr Kól-
eru í Egyftalandi. 40 í Kairo, 17 í
Alexandria og 11 á öðrum stöðum.
Mannskæðir fellitiyljir i Oklohama
Territory í Bandarikjunum í gær.
4 tasíu-bygging í Buffolo, New
York, hrundi í gær og sköðuðust þar
margir menn og létu lífið. Var verið að
lyfta byggingunni, gera við grunnmúr-
inn og gera aðrar breytingar.
Trar ern að reyna að binda onda á
innbyrðisdeilur sínar og sameina flokk-
ana sem til þessa hafa verið andvígir
hver öðrum. Ennfremur hafa þeir af-
ráðið að halda allsherjar fund íra í
Dublin í September í haust, samkvæmt
uppástungu erkiljyskupsins í Toronto,
Canada. A þeim fundi eiga að mæta
þjóðvinir íra frá öllum löndum.
Sir Charles Tupper er kominn aust-
ur í kjördæmi sitt, Cumberland í Nýja
Skotlandi, kom þangað í gærmorgun,
eftir að hafa flutt ræður í Montreal,
Quebec og víðar. Hefir karli hvervetna
verið vel fagnað.
Bretastjórn hefir nýlega fengið nýj-
ar sannanir máli sínu í Venezuela-
twætunni til styrk;ar. Verða þær sann-
anir gefnar út i sérstakri bók nú
bráðlega. Rússakeisari hefir skipað að
útbýta gefins litlum brennivínsflöskum
svo hundruðum þúsunda skiftir á krýn-
• ingardegi sínum—28. þ. m. í hverri
flösku verður eitt staup.
J. A.Ouimet, fyrrverandi ráðherra
opinberrastarfa í Canada afiagði í gær
embættiseiðinn sem yfirréttardómarifí
Quebec-fylki.
LAUGARDAG, 23. MAÍ. '
Brasilía, Argentína og Chili stjórn-
ir hafa að sögn gert samning um að
viðtaka sameiginleg verndarlög, bygð
á sama grundvelli og Monroe-reglan í
Bandaríkjunum, einkum að því er
verzlun snertir.
\ erzlunarviðskifti Canadamanna við
utlönd voru á síðastl. 10 mánuðum
rúmlega 10 milj, dollars meiri en á sama
tíma í fyrra. Nam upphæðin samtals
$188,965,855.
Horfur a að uppreist só í nánd í
Persalandi, í því skyni að koma hinum
nýja konungi úr sessi. Föðurbróðir
hans vill að sögn ná í stólinn.
Þingmenn Breta sátu á þingi 22
kl.stundir hvíldarlaugt og rifust Um
frumvarp áhrærandi akuryrkjumál.
Brennur í Manitoba i gmr: í Rapid
City brann tóvinrmverkstæði. Eigna-
tjón $lo,000. í Trehérne brann korn-
hlaða með 27,000 busb. sf hveiti.Eigna-
tjón á byggingunni 15000 dollars og á
hvéitinu um 14,000 doll.
Næturfrost olli tjóni í Ontario að-
faranótt liins 21. þ. m.
Chapleau, governor í Quebec, hefir
verið sæmdur heiðurs-titlinum Sir, Fr
uú Sir Adolphe Chapleau.
MÁNUDAG 25. MAÚ
Auðug gull-náma er nýfundin í
grend við Fraser-fljótið og fáar mílur
austur frá Vancouver. Önnur lík hefir
fundist irý'lega við Barclay-sund á Van-
couver-eynni, skammt frá Victoria.
Námafélög frá Englandi og Bandaríkj-
unum keppast nú mjög við að eignas t
námur um þvert og endilangt British ’
Colum'bi-fylki.
1 Florida í Bandarikjunum voru
tró mörg plöntuð í gær, upp á bæja og
sveita kostnað og tileinkuð Victoriu
Breta drotningu, sem þá var 77 ára
gömiíl.
Hveitikaupmenn í Duluth hafa það
eftir fregnrit.um síuum í No^ður-Dak.,
að þar verði ekki í ár sáð í meir en
heiming þess ekrufjölda, er sáð var í
fyrra.
Mat. S. Quay, republika leiðtoginn
í Pennsylvanía, er sóttur orðinn við
McKinley.ef til vill af því ekki eru önn-
ur úrræði. McKinley er svo gott sem
kosinn til að sækja um forsetastöðuna.
og tilgangslaust lengur að stríða á móti
honum.
Konan í London, sem fyrir skömmu
varð uppvís að barna-morði, hefir verið
dæmd dauðasek.
Nú er sagt að T. B. Reed, frá
Maine, muni sætta sig við að sækja um
vara-forseta-stöðuna.
Hafis hefir legið við norðarstrendur
Nýfundnalands um langan tíma, þang-
að til 23. þ. m. að suðvestanvindur rak
hann á haf út.
Kínverjar hafa ákveðið að stofna
þjóðbanka í Pekine, með $9 milj. höfuð-
stól.
Það er uppkomið í Chicago að
fjöldi af skólabörnunum hefir aidrei séð
sauðkind eða svín, en ljón og tigra hafa
þau öll séð.
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ.
Ógurlegur fellibylur í gær í Michi-
gan, Illinois, Iowa og Kansas ríkjum.
Eignatjónið skiftir milj. dollars og ná-
lægt 50 manns týndu lífi. Regnfall
samtírtis var meira en elstu mens
muna. Rönd eins fellibylsins náði til
útjaðranna í Chicago og gerði þar tals-
verð spjöll á húsum.
I gær varð alsnjóa í vesturhluta
Montana-ríkis. Segir fréttin að 6 fet af
snjó hafi fallið, en á að líkindum að
vera 6 þumlungar.
I Hull, Quebec, þorpi andspænis
Ottava, — áin ein á milli, var haldinn
pólitiskur fundur undir beru lofti á
sunnudaginn var. Það þætti víst skrít-
ið ef nokdur reyndi slíkt í winnipeg.
Prestur í Salt Lake City, Utah, er
kærður fyrir að hafa myrt tvær stúlk-
ur norskar, eða sænskar, af nöfnurt
þeirra að dæma. Presturinn er Metho-
distatrúar og þjónar skandinaviskum
söfnuði.
MIDVIKUDAG, 27. MAI
Voða slys átti sér stað i gær í Vic-
toria, British Columhia. Þar brotnaði
niður brú undan rafmagnssporvagni,
troðfullum af fólki, á leiðinni til Esqui-
malt. Féll vagninn um 100 fet niðnr í
sjóinn á vestari armi liafnarinnar.'—
Hestavagnar voru og á brúuni og
hruudu þeir einnig niður í dýpið.
Drukknuðuþar yflr 60 manns—Ollík-
amir voru fundnir í gærkveldi. Af
nöfnum hinna dánu virðist sem 2 eða 3
íslendingar séu meðal þeirra, er þvr
létu lífið, þó ekki sé það vísf. Það er
Mrs. G. J. Post og sonur bennar, til
heimilis að 153 Fernwood Road.og Miss
Emma Olson, — heimili ekki tilgreint.
I krýningar-ávarpi sínu gefur
Rússakeisari alla ógoldna skatta í veldi
sínu í Evrópu, lækkar landsskattinn
um helming í 10 ár og gefur upp sakir
'r «* •
Ijökla mesta af pólitiskum afbrotamönn-
um, sem nú eru fangar i Síberíu. Og
fangelsistíma allra sakamanna yfir höf-
uð rýrir hann meira og minna; t. d. er
æfilangt fangeLi fært niður í 20 ár.
VKITT
BÆSTU VBRBLAUN A HEIMSSÝNINÖUNtJ
ÐR
BAHING
POhDfR
1Ð BEZT TILBUNA
óblönduð vínberja Cream of Tartar
Jowder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára r.'ynslu.
"‘Yondur, verri,
verstur ”
Það er skoðun margra blaða i Banda-
ríkjunum að þjóðþing ríkjanna sem nú
situr, sé hið eyðslusamasta, sem menn
muna eftir. Mörg þing hafa áður þótt
ðspör alveg á féð, en þó lízt mönnum,
að það sem nú situr ætli að taka hinum
langt fram i þ ví efni. Þegar rætt var
um það, einusinni enn, i efrideild, að
veita skyldi $15 milj. til brynskipagorð-
ar, komu andvígismenn þeirrar tillögu
með reikninga er sýndu, að nú þegar
hefir þingið — báðar deildir — veitt um
$40 milj. umfram væntanlegar tekjur á
fjárhagsárinu næsta (frá 1. Júlí 1896).
Fjárveitingarnar nema 505 milj., en
tekjurnar eru áætlaðar 464 milj. dollars.
Af þessú er að ráða að tekjuhalli á fjár-
hagsárinu 1896—7 sé nú þegar ákveðinn
fullar 40 milj. dollars. Auk þessa eru
gamlir samningar í gildi um að vinna
ýms opinber störf. Þau störf halda á-
fram og sá hluti gjaldsins fyrir þau,
sem tilheyrir næsta f járhagsári, er áætl-
aður um 95 milj. dollars. Þó þjóðþing-
ið veiti ekki einum eyri meira, er fyrir-
sjáanlegur tekjuhalli á komandi fjár-
hagsári orðinn $135 milj. Það er einn
vegur til að rýra þann tekjuhalla svo
nemur 35 milj. eða um það bil, en sé sá
vegur tekinu, er skorðum bundin iegla
stjórnarinnar brotin. Það er sú regla,
að ’leggja ákveðinn hluta af tekjunum í
afborgunarsjóð, — til innlausnar ríkis-
skuldabréfum á sínum tima. Og upp-
hæðin sem í þann afborgunarsjóð ber að
leggja á næstkom. fjárhagsári er rétt
um 85 milj. dollars. Sé ekkert lagt í
þann sjóð, rýrnar fyrirsjáanlegur tekju-
halli um fullan fjórða lilut, — verður þá
um 100 milj. dollars.
Um þetta ástand segir blaðið Globe
íSt. Paul, Minn.: ‘‘Þetta er ástand
sem hlýtur að ofbjóða öllum gæt'num
fínansfræðingum og enda öllum mönn-
um, sem nokkuð kunnaí samlagning og
frádrætci. En það hefir samt ekki allra
minstu áhrif á þingið. Þrátt fyrir það
að vór göfum ekki rneiri þörf á fieiri
brynskipum, en vér höfum þörf á nýj-
um Babeltumi út á yzta oddanum á
Langeyju (framundan New York) og
þrátt fyrir það, að ákveðin gjöld á
næsta fjárhagsári séu orðin miklu meiri
en væntanlegar tekjur, svo að auðsætt
er að óumflýjanlegt verður að taka til
\
láns einu sinni enn, — þrátt fyrir þetta
sendi neðrideildin frumvarpið um bryn-
skipabygging til efrideildarinuar á ný
og heimtaði að samþykt yrði $15 milj.
fjárveiting til þess að fá smíðuð 4 bryn-
skip til. Enginn þessara manna, sem
greiddi atkv. með þessu. getur réttlætt
sig með því, að repúblíkar ætli sér að
hækka tollana og auka tekjurnar á fjár-
hagsárinu. Ný tolllög geta ekki fengist
fyr en í fyrsta lagi eftir nærri tvö ár.
Forsetinn sem kosinn verður í ár, tekur
ekki við stjórninni fyr en 4. Marz 1897
og hinir nýju þingmenn, sem kosnir
verða í ár, setjast ekki á rökstóla fyrri
en í Desember 1897. Hið nýja þing með
öðrum orðum, kemur ekki til sögunnar
fyrr en eftir!8 mánuði. Fyrri en það
nýja þing tekur til starfa þarf ekki að
vonast eftir nokkrum nýjum tollögum.
Og því þingi gengur vel. ef það getur
samþykt og fongið staðfest ný tollög
innan 6 mánaða.
Hvað repúblíkar hugsa sór að gera
í millitíðinni og með þennan ægilega og
sívaxandi tekjuhalla fyrir augunum, er
óvist. En eitt er víst. Ef kjósendurn-
ir ekki tala djarft við fulltrúa sína sem
vilja verða, banna þessar hóflausu fjár-
veitingar, en krefjast þess að gjöldin
sóu færð niður svo nemi ÍOÖ—250 milj.
á ári hverju, eins og auðgert er án þess
nokkur líði við það, endar þessi út-
straumur ekki fyir en ríkið verður
gjaldþrota.
1000 ára afmæli
sitt sem þjóðar, eru Ungverjar að halda
hátíðlegt í f sumar, í höfuðborg sinni
Buda-Pest.Q Hátíðin heldur áfram í alt
sumar—var hafin 2. þ. m. með því, að
vígð var stórmikil iðnaðar- og lista-
verka-sýning i borginni. Annað stór-
mikið atriði í hátíðahaldinu er það. að
8. Júní næstk. verður vfgð brúin hin
Viltu drekka?
Allar tegundir af óáfengum svala-
drykkjum eru ætíð á reiðum hðndum hjá
Mr. Hall, 405 Ross Ave.
Ank svaladrykkjanna hefir hann og
birgðir miklar af allskonar aldinum og
ávöxtum, hnetum, brjóstsykri af ótal
tegundum. sætabrauði af ýmsum teg-
undum; allskonar vindlum, reyktóbaki
og reykpípum; barnaglingri allskonar
o. fl., o. fl. Óg verðið er hvergi lægra
í allri borginni.
ICE-CREAM
er til á hverjum degi, ágætt og hvergi
ódýrara en hjá
John Hall,
405 Ross Ave.
miklu yfir Duná, sem verið hefir í smíð-
um um fleiri undanfarin ár.
Þegar fyrst að hreyft var við mál-
inu um 1000 ára-hátíðina deildu lærðu
mennirnir hart og lengi um það, hve-
nær hiyi ætti að eiga sér stað. Sagan
er ekki greinileg í því atriði, enda mis-
munapdi skoðanir um það frá livaða
tíma rétt sé að telja Magyara (frum-
fiyggja Ungverjalands) sem sérstaka,
ráðandi þjóð. Það var 894 að íbúar
þessara héraða lokgins losnúðu algerlega
undan okinu er Atli Húnakonungur í
fyrstu lagði á þá. Frá þeim tíma hafa
því íbúarnir einhvernveginn verið sjálf-
stjórnandi, þó óvíst sé að þar hafi verið
nokkur veruleg stjórn fyrr en árið 1000,
að Stephan I. varð konunguF*’Ung-
verja—Stephan hinn helgi. En hvað
sem því líður, afréðu loksins hinir lærðu
menn Ungverja, að hátíðina bæri að
halda 1896, — að það hefði verið 896 að
Magyar fyrst hefðu tekið sér bólfestu á
sléttunum milli Dunár og Tiszu, eða
Theiss-elfar.
Þjóðsýning þessi hin mikla á að
sýna að svo miklu leyti sem verður alt
það helzta sem drifið hefir á daga þjóð-
arinnar og verður þar margs minnst
sem annars er gleymt og týnt. Þar
verða sýndar raunir’Magyara, er þeir
báru ok Tyrkja i meira en 40 ár, frá 1526
til 1570, að Tyrkir máttu sleppa hérað-
inu og stjórn þess allri við Austurríkis-
menn. Jafnframt verður og sýnt svo
nákvæmlega sem verðfir hvernig þjóðin
stig fyrir stig hefir þokast áfram og náð
hinu háa stigi sem hún nú stendur á, í
iðnaði, listum, bókmentum, vísindum.
Borgin sjálf, sem sýningin er í — Buda
Pest — sýnir og ekki síður en sýningin
sjálf hve öllu fleygir áfram á hinum
fornu stöðvum Atla Húnakonungs.
Fyrir 25 árum síðan var borgin ekki
viðurkend í flokki stórstaðanna, en síð-
an hefir henni fleygt fram svo, að hún
nú er komin framarlega í þann flokk-
enda telur hún fyllilega 600 þúsund ibúa
Auk þessa er borgin hin fegursta, prýð-
isvel bygð og full af fjöri og lífi, gleði og
glaum. Að svo sé má marka af því að
hún er talin að vera Kaupmannahöfn
eða enda París Ungverjalands.
Sýningingin fer fram í fegursta og
stærsta skemtigarði borgarinnar og er
sýningarsviðið 192 ekrur að flatarmáli,
og eru í þeim garði 169 byggingar alls,
er samtals liafa kostað um $1 milj. Sýna
þær byggingar sjálfar hvernig bvgging-
arlistinni hefir þokað áfram stig fyrir
stig, á Ungverjalandi, - Þar eru sem sé
fullkomin sýnishorn af köstulum her-
konunganna á 9. og 10. öld og aðrar
byggingar sem sýna, hvernig bygging-
arlagið smábreyttist og að lyktum eru
þar stórhýsi meðnýjasta byggingarlagi.
“Sögu”-byggingin, þar sem alt sérstak-
lega sögulegt er sýnt, er samanhang-
andi byggingaklasi, og er sinn partur-
inn með hverju byggingarlagi, alt frá
því elzta til hins nýjasta. Ungverjar
skifta sínum 1000 árum i 8 mismunandi
tímabil og er sérstök sýningarbygging
litin sýna hvert þeirra fyrir sig. Þjóð-
iu sainanstendur af 19 upprunalega
óskildum þjóðflokkum og í sýningar-
garðinum hefir hver þessi tíokkur sinn
sérstaka byggingaklasa.sinn meðhverju
byggingarlagi. Og í þeim byggingum
ölluin vinna karlar og kouur aö dagleg-
um störfum öllum á hverjum degi. í
sýningargarðinum geta þess vegna
ferðainenn séð alla kynfiokka á Ung-
verjalandi, alli þeirra búuaðaraðferð,
vinnuaðferð, og alt þeirra byggingarlag
frá smærstu, óbiotnustu byggingunum
til þeirra stórmannligustu.
Sýningin heldur áfram til Október-
loka í haust, — frá 2. Maí.
Undirskirtur, 40c. virði á 25c
Alklæðnaður karla á $2.75
Karlraannavesti á 95c.
Drengjafatnaður á $2.35
Karlmannabuxur á $2.50
Skirtur, 75c. virði, á 40c.
Karlmannabuxur á 75c.
Drengjabuxur á 35c.
Sokkar 5c. parið
Drengjafatnaður á 95c.
Skirtur á 25c.
Karlraannabuxur á $1.45
Karlmannafatnaður á $3.45
Flókahattar á 80c.
Karlmannafatnaðir á $6.75
Axlabönd á 1 Oc. parið
Karlmannavesti á 75c.
Dollars hálstau á 35c.
Karlmannafatnaður á $9.75
Regnhlífar á 50c.
Flannelette vesti fyrir drengi
j á 35c.
25c. kragar á 12c.
|l5c. kragar á lOc.
Drengjafatnaðir á $1.75
50c. Manséttur á 20c.
Karlmannafatnaðir á $4.75
;$2 hattar á $1.00
Drengjavesti á 25c.
iKai*lmannabuxui* á 95c.
“Golf'-húfur á 25c.
■49c. axlabönd á 25c.
‘Karlmannafatnaðir á $8.75
Rcgnkápur úr ullardúk, $3.95
Drengjafatnaðú’ á $1.45
50c. hálstau á 25c.
Drengjafatnaðir á 85c.
Harðir hattar á 25c.
Drengjabúfur á 15c.
Háistau á lOc.
Ekkert undanþegið. — Alt verður að fara.
Dragið ekki að koma. — Komið strax. — Komið oft.
LSH’S nni
515 og 517 Main St. Gegnt City Ha/1.
JNÝTT
TÆKIFŒRI
Fyrir-
kaupendur Heimskringlu.
Nýir kaupendur fá Heimskringlu frá byrjun Apríl til ársloka
ásamt Oldinni frá byrjun (f jóra árganga), sem inniheldur ýms-
ar sögur og fróðlegar ritgerðir, ffyrir S2.50.
Allir kanpendnr sem hafa borgað yfirstandandi árgang
og allir sem borga oss nú upp að síðastl. Jan. (’96) eða senda
oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru, geta feng-
ið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með því
að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem sett
er aftan við nafn þeirrar bókar eða bóka, sem þeir velja sér :
Beauties and Wonders of Land and Sea, 324 bls........35c.
History of the Civil Wor, 413 bls....................15c.
PoultryBook, 224 bls.................................lOc.
Horse Book, 178 bls..................................lOc.
Gullivers Travels
Idle Thought of an Idle Fellow
The Chimes (Dickens)
Widow Bedott and Mr. Crane
How Widow Bedott popped the question to elder SniíHes
Allar þessar 5 bækur fyrir....15c.
Þessar bækur eru fróðlegar, þarflegar og skemtilegár og eru
góð eign fyrir jafnlitla peninga.
“Horse Book” og “Poultry Book” eru ómissandi fyrir
bændur og enda fleiri. “Beauties and Wondors of Land and
Sea” er náttúrufræðisbók með myndum, og liöndlar mest um
dýrarikið. •
Smásögurnar eru allar framúrskarandí hlægilegar enda
ritaðar af nafkunnum ‘grínistum’. “Gullivers Travels” þekkja
ýmsir, það er napurt háð sem varla á sinn líka. ‘Idle Thought
of an Idle Fellow’ er eftir hinn nafnkunnasta ‘grínista’semnú
er uppi á Englandi, Jerome K. Jerome, og er eins og flest sem
hann ritar, afar lilægilegt. “The Chimes” er draugasaga eft-
ir Charles Dickens; nafn höfttndarins er nægilegt meðmæli
með henni. . Sögurnar af “Widow Bedott” eru óviðjafnanleg-
ar í sinni röð. Máltæki eitt segir : hlátur og langlífi eru oft-
ast samfara. Ef þið hatíð hug á að verða langlíf, þá rej’nið
ofangreindar hækur.
Þeir sem borga þennan árgang (10.) að fuUu, eða þeir sem
borga upp gamlar skuldir og um leið fyrir þennan árgang, og
þeir sem gerast nýir kaupendur og borga fyrirfram, fá einnig
frítt söguna.
Mikael Strogoff,
innfesta í góða kápu. Sagan er nú öll komin út og er 361 bls.
að stærð, i áttablaða broti. Eins og mörgum er kunnugt, er
þetta ein hin bezta saga, sem lögð hefir verið út á íslenzku,
og ættu menn því að nota tækifærið og ná í hana áður en hún
gengur upp. (Að eins 150 eintök eftir).
Þessi tilboð standa til 1. Júlí næstkomandi, ef upplagiðai
‘St^goff’ verður ekki gengið upp fyrir þann tíma.
Engar premiur verða sendar til Islands, nema borgað sé
fyrir þær sérstaklega.