Heimskringla - 13.06.1896, Síða 4

Heimskringla - 13.06.1896, Síða 4
HEIMSKRINGLA 13. JÚNÍ 1896. Winnipeg. Hra. E. Ólafsson, ráðsmaður Hkr. brá sér til Nýja íslands í gærdag og verður burtu vikutíma. A þriðjudaginn kemur verða þeir formlega kvaddir til sóknar, sem vilja verða sambandsþingmenn. Um leið þurfa þeir þá að leggja fram 8200 veðfó hver. Land með byggingum, 3 milur frá West Selkirk, til sölu, eða verður látið i skiftum fyrir bæjareignir í Selkirk eða Winnipeg. Frekari upplýsingar gefur Páll Magnússon, West Selkirk. Islendingar hér í bænum eru að- varaðir um að bera ekki á sér nokkurn hnapp, prjón, eða annað tákn, sem sýni hveijum fbkki eða manni þeir fylgja í kosningasókninni, eftir mið- nætti aðfaranóttþriðjudagsins 16,’Júní. Það varðar $100 útlátum, ef nokkur maður ber á sér hnappana eða prjónana sem helgaðir eru Tupper, Mcdonuld, Laurier, eða öðrum, eftir að mánudag- urinn 15. þ. m. er liðinn. — Leggið hnappana eða táknin tií síðu. Vér vildum leyfa oss að mæla með Band-Concert íslenzka hornleikara flokksins á Mountain, N. I)ak., sem auglýst er á öðrum stað i blaðinu, að fari fram að Mountain á fimtudaginn 18. þ. m., að Garðar á föstudaginn 19., og að Hall:-on á föstudaginn 26. þ. m. (Júní). Prógrammið sem annars staðar er auglýst ber með sér að samkomurnar verði hinar skemtilegustu og í söng- fræðislegú tilliti óefað hinar fullkomn- ustu. er landar í Dakóta hafa átt kost á að heyra. Hornleikaraflokkurinn 'á lika skilið að Islendingar sæki þesskon- ar samkomur vel, sen^ efnt er til í því augnamiði að létta undir með að borga spánnýjan einkennisbúning fyrir flókks menn og sem þeir sýna sig i þá í fyrsta skifti á þessum samkomum. Hornleik- araflokkurinn hefir að undanfömu ver- ið ólatur til að skemta almenningi á samkomum og það er sannast að segja ekki oft, að hann býður mönnum á sam komu sér til arðs. Þetta ættu menn að muna og meta, það því fremur. sem á- góðinn rennur—ekki í vasa félagsmanna heldur í sjóð þeirra sem selja þeim nauðsynleg áhöld, til þess flokkurinn nái sem næst fullkomnunar takmarki. Dakota-íslendingar hafa ástæðu til að vera stoltir af því að eiga i bygð sinni al-íslenzkan hornfleikaraflokk — hinn eina sem stendur í allri Ameríku. Að þeir séu stoltir af því ættu þeir þá að sýna með því að sækja nú rausnarlega hinar ágætu samkomur, sem auglýstar eru að fari fram 18., 19. og 26. þ. m. FRÉTTIR. DAGBÓK. MIÐVIKUDAG, 10. JÚNÍ. ■‘Eins dauði er annars líf”. Styrj- öldin á Cuba eyðileggur sykuruppsker- una þar, sem vonlegt er, Er syo á ætl- að, að hún verði í ár i mesta lagi J á móts við venjulega meðal árs uppskeru. Það er skaði fyrir Cubamenn þetta, en aftur er það ósegjanlegur hagur fju-ir Havai-eyja menn. Þeir einnig rækta sj'kur í stórum stýl, en vegna fjar- lægðar frá stærstu mörkuðunum í Ameriku hafa hafa þeir ætið orðið að bjóða sína vöru fyrir þeim mun lægra verð sem flutningsgjaldið er meira En í þetta skifti kemur ekki til þess, þegar Cuba-sykur er litill sem enginn til. Einn af fj-lgismönnum Lauriers og sem sækir um þingmensku i Ottawa, William Hutchinson að nafni, segir ó- mögulegt að létta tolli af möluðu hveiti sem nú er 75 cents á tunnunni (196 pundum). Konsúll Bandarikjamanna í Afríku segir i skýrslu sinni til Bandaríkja- stjórnar, að Evrópu-þjóðir séu óðum að hnekkja verzlun Bandaríkjamanna i Afríku. Tilnefnir hann sérstaklega Frakka, er þar leggi 7% hærri toll á vörur frá öllum löndum öðrum eu Frakklandi. Norðurfaraskipið ‘'Windward” sem i fyrra lenti í hrakningunum nyrðra, lagði út frá Euglandi í gær, til að sækja norðurfarana, er eftir urðu i fj-rra á Franz Jósefslandi. Skipstjór- inn er með bréf og boð til Nansens, ef þeir skyldu hittast. Sir William C. Van Horne hefir verið sýknaður af öllum kærunum um brögð í sambandi við Duluth- og Win- nipeg-járnbrautina. Er þar með vist orðið að hans félag (C. P. R.) fær að kaupa þessa braut. Hörundsliturinn er ekki enn áhrifa- laus i Bandaríkjunum. Meðal fundar- manna á allsherjarfundi repúblíka i St. Louis. sem þar var settur í dag, eru nokkrir svertingjar, En af því þeir eru svartir fá þeir hvergi inni, hvorki í hótelum né almennum gistihúsum þar sem hvítir menn ráða. FIMTUDAG 11. JÚNÍ. Utsikisstjóri Breta, Joseph Cham- berlain, flutti eftirtektaverða ræðu og á seinni árum dæmalausa, í fyrradag á verzlunarmanna-þinginu, sem situr i London. Hann og enda nafntogaðir menn á Englandi hafa fyrir löngu látið í Ijósi þá skoðun, að einhverskonar toll- eining hins brezka veldis væri æskileg, en samtímis hefir hann og þeir óttast að það væri ógerningur vegna þess, að út- ríkin hafi ekki líkt þvi nóg af þeim vör- um fram yfir heimilis þarfir sem Bretar þurfa að fá sér til viðurværis. En í þessari ræðu sinni var hann að heyra eindreginn með tolleining hins brezka- veldis alls, á sama hátt og fram var tek- ið í ályktun frá verzlunarmannafélag- inuíToronto. Það er sagt, að ræðu hans hafi verið tekið með lófaklappi og gleðilátum. Canada landmælingamanna félagið hefir beðið jarðfræðinginn, J. W. Tyr- rell, að fara í norðurförina með Peary í sumar, sem fulltrúi félagsins. Hafís-jakar hafa ekki um mörg ár sézt jafn margir og stórir um þetta leyti árs í grend við Nýfundnaland, eins og einmitt nú. Undanfarna daga hafa ís- borgirnar verið svo margar inn á firð- inum fram af St. Johns, að skip hafa ekki komist leiðar sinnar. Uppskeruáætlun Bandaríkjastjórn- ar segir að yfirleitt standi hveiti betur nú, en á sama tima í fyrra. FÖSTUDAG 12. JÚNÍ. Nýfundnalands þingið kom saman ífgær og stendur alt þannig, að því er stjórn snertir, að út lítur fyrir að Whiteway stjórnarformaður gangi úr leik algerlega. I efrideild eru6 sæti auð og hefir stjórnin enga fengið til að fylla þau. Á fundi stjórnarráðsins í Transvaal í Pretoria í gær, var samþykkt að láta lausa formenn áhlaupsins í vetur er leið,er fyrir nokkru vorú dæmdir dauða- sekir, gegn þvi að hver um sig greiddi stjórninni $125,000 skaðabætur. Barney Barnato sér um að peningarnir verði greiddir og eru því menn þessir úr allri hættu. Japan-ítar eru að sækja sig í iðnað- ar- og verzlunarsókninni. Þeirra stærsta gufuskipafélag hefir ákveðið að þrefalda höfuðstól sinn og auka skipa- flota sinn að sama skapi. Eiga skip fé- lagsins þá að ganga milli Japan og Evrópu tvisvar í mánuði fram og aftur einu sinni á mánuði milli Japan og Ameríku og annan hvern mánuð milli Japan og Astralíu. Að' sama skapi keppa þeir og við að koma upp lérefts- gerðarverkstæðum og öðrum slíkum stórfeldum iðnaðarstofnunum. Nýlega kej-pti franskur maður eyna Anticosti á Lawrence-flóanum og horfir nú til vandræða þess vegna. Han hefir þá skoðun að hann sé einvald ur og hefir bannað canadiskum fiski- mönnum að lenda þar og þurka net sín. Band Concert Mountain, 18. Juni, Gardar 19. Juni, Hallson 26. Juni. Programm: I. 1. Hornleikaraflokkurinn spilar. 2. Vocal Solo:.................. Miss Anna K. Johnson. 3. Orchestra. 4. Comet Solo: H. B. Halldórsson. 5. Vocal Duet: Misses Anna & Olavia Johnson. 6. Homl.fl. spilar. f Misses Anna & 7. Quartette -{ Olavia Johnson, f M.B.&H.B.Halldórss. 8. Duet (Cornet & Baritone)..... II. B. & B. B. Ilalldórsson. II. 1. Homl.fl. spilar. 2. Solo & Chorus. 3. Cornet Solo: H. B. Halldórsson. 4. Vocal Solo .................. Miss Anna K. Johnson. 5. Orchestra. 6. Homl.fl. spilar. 7. Duet (Comet & Bafitone)...... H. B. & B. B. Halldórsson. Byrjar kl. 8 hvert kvöldið. Inngangseyrir 25 cents. Stjórnin og bændurnir. Eitt af þvi sem altaf klingir, er það að sambandsstjórnin geri ekkert fyrir bændalýðinn og hugsi ekkert um hann, en verji öllum sínum tíma til að hugsa um verkstæðisfélög og aðrar slíkar stofnanir. Athugi menn allar gerðir stjórnarinnar síðan 1878, rekur maður sig á það, að þessi ummæli eru ekki bj-gð á betri grundvelli en svo fjölda mörg önnur. Það þarf ekki djúpt að grafa til að sjá, að hún hefir hugsað um bændalýð- inn engu síður en iðnaðarstofnanir og stórfeld opinber störf. Rúmleysis vegna er ekki hægt nema rétt að minnast á einstöku atriði í þessu máli. Fyrir 10 árum síðan ákvað stjómin að koma upp fj-rirmyndarbúum á ýms- um stöðum og kom hún upp hinu fyrsta árið eftir (1886) í Ottawa. Önnur sams konar bú stofnaði hún svo tafarlaust þar á eftir, eitt í sjófylkjunum eystra, eitt í Manitoba, eitt í Assiniboia og eitt í British Columbia. Á þessum búum eru gerðar allar mögulegar tilraunir á- hrærandi ræktun korntegunda, kálmet- isog jarðepla, aldintrjáa, skógartrjáa, o. fl., o. fl. Þar eru og gerðar tilraunir áhrærandi það, hvað eru beztu fóður- tegundir fyrir kvikfénað, til holda og til mjólkur, tihaunir við útsæði á alla mögulega vegu,tilraunir er sýna hvern- ig bezt má uppræta illgresi, o. fl., o. fl. Verkefni þes3ara fyrirmyndarbúa er svo margvíslegt, að ekki verður hér talið. Ársskýrslurnar frá búunum og auka- skýrslur, sem út koma á ákveðnu tíma- bili, eru sendar 50,000 bændum kostnað- arlaust. Má af þeirri eftirsókn marka, að bændur geti lært af skýrslunum. Forstöðumenn búanna ferðast og oft meðal bænda, mæta á fundum þeirra og flytja ræður um þeirra sérstöku málefni og urmull mesti af bændum heimsækja búin á hverju ári og sjá þar með eigin augum hvernig gengið er til starfa og hvað verið er að gera. Smjör og ostagerð er önnur grein landbúnaðarins sem stjórnin hefir gefið meira en lítinu gaum. Umferðarkenn- arar fara um landið aftur og fram og á hverju sumri og stefna bændum á sam- komur, þar sem þeir svo sýna hvernig á að búa til smjör, bæði á verkstæðum og í heimahúsum. Á aðalbúinu, því í Ottawa, eru sífelt gerðar tilraunir til að komast eftir með hvaða ráðum megi bæta ostagerðina, og þaðan gengur svo boðskapurinn jafnharðan til allra osta- gerðarhúsa i landinu. Áfleiðingin af öllu þessu er sú, að i þeim landshlutum sem til skamms tíma hugsuðu ekkert um þessa grein búnaðarins, eru nú allir upp til handa og fóta hvað þetta snertir. Önnur afleiðingin er sú, að fylkja og héraðastjórnirnar. sem áður gerðu ekk- ert, eru nú einnig farnar að hjálpa þessu máli áfram,—veita smjör og ostagerðar- félögum styrk og enda koma upp’ skól- um þar sem hvorttveggja er kent, eins og t. d. hér í Winnipeg síðastl, vetur. Að þetta sé ekki þýðingarlaust verk. sést af því, að á síðastl. 9 árum hefir ostverzlun rítisins meira en tvöfaldast, nam $62 milj. árið 1886, en 814J milj. árið 1895. Þessar tölur sýna að eins verð ostsins sem Canadamenn á til- greindum árum sendu úr landi burt, því það eru engar skýrzlur til er sýna, hvað mikinn ost bændur seldu innanríkis. Það er fullreynt orðið að smjör gengur ekki á erlendum markaði nema það sé búið til á smjörgerðarverkstæði. Til þessa hefir verið almennur siður að láta þau hætta að starfa að haustinu. Á þann hátt tapa bændurnir af smjörsöl- unni á erlendum markaði, einmitt þeg- ar það er í mestu verði. Það er þess vegna löngun stjórnarinnar að fá sem flest smjörgerðarverkstæði til að halda áfram smjörgerðinni veturinn út. I' því skyni hefir hún tekist i fang, á und- anförnum vetrum, að ábjrgjast bænd- unum 20 cents fyrir hvért smjörpund. Hefir það haft þau áhrif eystra, að fjölda mörg verkstæði unnu allan síð- astl. vetur, og fengu þá bændur 22—24 cents fyrir smjörpuudið á Englands- markaði, að frádregnu flutningsgjaldi, þar sem ekki fékst nema 16—18 cents netto fyrir smjör geymt í frystihúsum frá sumrinu. Eins og kunnugt er yofir yfir algert innflutningsbann á kvikfénaði á Eng- landi. Það er einn vegur og einn ein- ungis, að þvi er nú verður sóð, til að halda sinu eftir sem áður á þeim mark- aði. Það er, að fénaðinum sé slátrað hér í landi, og skrokkarnir fluttir í frosnu óstandi, eftir að stjórnin hefir ábj-rgst kjötið sjúkdómslaust og heil- næmt. Þar sem um jafnmikinn útflutn- ing kvikfénaðar er að ræða eins og hér, er lítt tilhugsandi að prívatmenn eða fé- lög ráðist þegar í bjrjun i þann ógna- kostnað, sem slátrunin og frystiútbún- aðurinn hefir í för með sér. Eftir að reynslan hefir sýnt að sú aðferð er til- tækileg og ábatasöm, mundu sjálfsagt nógir verða til að hætta fé sínu í það fyrirtæki, en í millitíðinni bendir alt til þess, að það sé rikisstjórnarinnar að gera fyrstu tilraunina,—koma fjrirtæk- inn á rekspölinn. Þetta ætlaði líka Canadastjórn að gera á síðastl. vetri. en fékk því ekki framgengt vegna mótþróa “liberala,” sem beittu öllum brögðum til að koma í veg fyrir að nokkru máli yrði framgengt. Ráðherra akurjrkju- málanna hafði sett $60,000 i gjalda-áætl- un sína, sem átti að verja til þessa, en sem sagt það fékkst ekki, fremur en svo margar aðrar fjárveitingar sem á dag- skrá eru. • Sóttnæmir sjúkdómar í kvikfónaði eru almennir i öðrum löndum, en með sínum ströngu varðreglum hefir enginn þeirra náð rótfestu í Canada. Að banna skal innflutning kvikfénaðar' frá Cana- da er ekki þessum sjúkdómum að kenna helcþir misskilningi. Það hafði fundizt sjúkdómseinkenni áþekk hinni iban- vænu lungnaveiki í þremur eða f jórum nautgripum frá Canada. En nú er svo komið að merkustu dýralæknar bæði á Englandi og Frakklandi segja það muni ekki hin sóttnæma lungnaveiki. En samt skal innflutningurinn bannað- ur. Af því ekki varð annað betra fyrir hendi, hafa ‘liberalar’—sumir, en ekki allir—sakað Canadastjórn um þetta og kent þvi um, að varðlögin séu ónóg og þeim ekki framfylgt eins og vera ber. Hvað satt er í þeim áburði er auðsæ tt af því, að Canadastjórn hefir í höndum bréf frá stjórn Breta, þar sem segir, að að ‘Bretastjórn sé i alla staði ánægð með varðreglurnar og hvernig þeim reglum er framfylgt. Það mætti tína til miklu fleira til að sýna að sambandsstjórnin hugsar um hag bændanna ekki síður en ann- ara. En það er ekki tími'til að rekja fleiri atriði því tii sönnunar. En það ræður að líkum að þar sem hún hugsar svo vel um hag bænda i þessum atrið- um, þá geri hún það einnig í öðrum. Lagabálkur hennar, samþykktur á sam bandsþingi og síðan staðfestur.áundan- förnum árum, sýnir líka að svo er. í þvi lagasafni má meðal ’annars finna lög sem banna tilbúning eða innflutn- ing smjörlikis alls, hvaða nafni sem nefnist; lög um að stuðla til sykurbetu ræktunar; lög um að merkja ost allan frá Canada, svo ekki sé hægt að segja hann aðkominn frá öðrum löndum á- samt mörgum fleiri ákvæðum áhrær- andi ostaverzlun og sem öll eru bónd- anum í hag; iög um að skoða skipsrúm ætlað kvikfénaði útfluttun frá Canada ; lög um að skoða kornmat allan, ost, epli, héy o. fl. o, fl. Fleira vinst ekki tími til að telja af lögum þeim, sem sér- staklega hafa verið gerð samkvæmt þörfam bændanna. Lyf við höfuðverk. Sem meðal við allskonar liöfuðverk hefir Electric Bitters reynst óviðjafnanlegt meðal. Þeir lækna fyrir fult og alt, og hinu versti höfuðverkur lætur undan þeim. Vér ráðleggjum öllum sem veikir eru að fá sér glas af honum til reynslu. Electric Bitters lækna viðvarandi ó- hægðir með því að styrkja og örfa inn- yflin, og fáir sjúkdómar geta til lengdar staðið á móti áhrifum þessa meðals. Reyndu það einu sinni. 50c. og $1.00. I öllum lyfjabúðum. Hugsið um ykkur sjálfa. Og skoðið varninginn sem vér höfum nú á boðstólum. Hér gefst tækifæri sem menn ættu ekki að láta ónotað. Búð vor er vel full af vel völdum, nýjum og vönduðum varningi,sem fullnægir kröf- um tízkunnar og kröfum tímanna. Hjá oss er staðurinn til að fá hina beztu og ódýrustu fatnaði, skyrtur, skó, mat- vöru o. s. frv. Allir eru ánægðir með varning vorn, enda fæst enginn honum betri. Verðið er ekki til fyrirstöðu, — það er hvergi lægra. Verið vissir um að þið fáið fullgildi þeninga ykkar. Vér verðskuldum að þér verzlið við oss, því vér gefum ykkur hina beztu kosti. Vér borgum hæsta verð fyrir ull. Munið eftir staðnum. The Cavalier, N. Dak. Viltu drekka? Buxur! Buxur! Buxur! handa öflum. Allar tegundir af óáfengum svala- drykkjum eru ætíð á reiðum höndum hjá Mr. Hall, 405 Ross Ave. Auk svaladrykkjanna hefir hann og birgðir miklar af allskonar aldinum og ávöxtum, hnetum, brjóstsykri af ótal tegundum. sætabrauði af ýmsum teg- undum ; allskonar vindlum, reyktóbaki og reykpípum; barnaglingr* allskonar o. fl., o. fl. Og verðið er hvergi lægra í allri borginni. ICE CREAM er til á hverjum degi, ágætt og hvergi ódýrara en hjá John HciH. 405 Ross Ave. MICA ROOFING- Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið var eitt ár liðið síðan ég þakti heflimyln- una mína með Mica-þófa, sem þér hafið til sölu, og tjargaðí ég það ekki fyr en nærri sex mánuðum eftir að það var lagt, en þrátt fyrir það þó rigningasamt væri bar ekkert á leka og ekkert hafði þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta þak þolir bæði hita og kulda. R. D. Patbrson. Þetta Mica á ekkert skylt við hið svokallaða Metal Brand Ready Roofing. W. G. Fonseca. Meðalið bjargað lífi hans. Mr. G. CailloueUe, lyfsalií Beaversville, 111., segir : “Ég á líf mitt að þakka Dr. Kings New Discóvery. Eg fékk influ- enza og reyndi alla lækna í nágrenninu, en það var árangurslaust, og mér var sagt að mér gæti ekki batnað. Eg hafði Dr. Kings New Discovery í búð minni og sendi ég eftir einu glasi, og fór að brúka það, og frá því ég byrjaði á því. fór mér að batna. og þegar ég var búinn úr þremur glösum, var ég orðinn frísk- ur. Eg hefi það ætíð í búðinni og heima hjá mér.Fáið að reyna það fjrir ekkert. Til í öllum lyfjabúðum. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgðir af Veggja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð en nokkur annar pappirssali í þessum bæ. Hann hebr 125 mismunandi teg- undir, sem hann selur frá 5c. upp i 30c. rúUbna. VEITT UÆSTU VBRDLAUN A HEIMSSÝNINGUNN DH BAHINO P0HDIH IÐ BEZT TILBUNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Rowder. Ekkert álún, ammonia eða onnur óhofl efni. 40 ára *eynslu. Bezta búðin í Winnipeg er Tlc Bliie Slore Merki: Bla Stjaroa 434 Main St. ALT ÓDYRT! Það gleður oss að geta tilkjmt almenn- ingi og þó sérstaklega viðskiftavinum vorum, að Mr. N. Chbvribr er nýkom- inn austan úr fylkjum og hefir þar tek- ist að kaupa afarmikið af tilbúnum föt- um fyrir svo Utið doUars virðið, að The Blue Store getur nú selt með lægra verði en nokk- ur önnur verzlun hér. Drengjabuxur vorar eru frá 25c. upp í 40c., 50c., 75c. og $1.00. Karlmanna- buxurfrá $1.00 uppi $1.25, $1.50. $1.75 og $2.00. Þú hefir enga hugmj-nd um þessi kostaboð nema þú komir og kaupir af oss. Meðan erindsreki vor stóð við i Ottawa, lukkaðist honum að ná í 200 alfatnaði úr skosku vaðmáli hjá hinum nafnkunna skraddara Chabot & Co., Nr 124 Rideau St., Ottawa. Þessi föt hafa öU verið gerð með mestu nærgætni af P. C. Chabot, sem gerir langmest af fötum þeim, sem stjórnin lætur búa tfl Munið eftir þvi að öll þessi föt eru búin til eftir máli. Þau eru $26.00 tfl $28.00 virði, en vér seljum þau nú á $15.50, Þú verður að koma og skoða þessi föt tfl þess að sannfærast. Alt annað í búðinni selt á sama verði að tiltölu. 500 drengja alfatnaðir á 75c. og jrfir. Hattar ! Hattar! fyrir hálfvirði. Gleymið ekki The BLUE STORE, MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. ísLENZKR LÆKNIR DR. M. IIALLDORSSON, Park River — N. Dak. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE Sc OO. 50« Mnin Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúiu eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. SIERSTOK KJORKAUP. Ef þið viljið fá góða og ódýra skó, þá gáið að því sem hér segir: Karlmanna vinnuskór með þykkvum sóla................. $0,90 Karlmanna vinnuskór með þunnum sóla................... 1,00 Karlmanna skór fínir.................................. 1,00 Kvennmans “Strap Slippers”............................ 0,75 Kvennmans “Oxfords Kid”-skór ......................... 1,25 Kvennmans skór, þunnir og þægilegir á fæti.,.......... 1,00 Drengjaskór,'vel útfltandi með þykkum sóla........... 1.00 Drengjaskór, góðir og sterkir og vel tilbúnir........ 0,90 Einnig höfum við ýmsar tegundir af barnaskóm frá 25 cts og upp. E. KNKaJHT&eO. 351 Main — Street. (Andspænis Portage Ave.). Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt í sér. Þau eru sett saraan á réttan hátt úr blýi og zinki, erU endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir málið þitt hreint, end- ingargott og fallegt' með því að hnera saman við það nýja Linseed olíu. Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hamtnars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins §1. IO fyrir hverja 4 potta. 0., DALBY selur alls konar húkgögn, veggjapappir, málolín og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi j einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og tnlið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak. 4

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.