Heimskringla - 18.06.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR
WINNIPEGr, MAN., 18 JÚNÍ 1896.
NR. 25
23. Júní.
I
Á þridjudaginn kemur er dó msdag-
ur í stjórnmálum Canadaríkis. Það er
r fjöldinn sem þá dæmir hina fáu og
þeirra úrskurður er æðsti úrskurðurinn
í þeim málum. ! Hann stendur óhaggað
ur um næstu'4 eða 5 ár. Það ríður
því á að úrskurðurinn sé réttlátur,
réttlátur gagnvartmanni sjálfum,gagn-
vart nágrönnunum, gagnvart héraðinu
sem maður byggir og—réttlátur gagn-
vart 'ríkisheildinni.
Til þessa haía alt of margir íslend-
ingar ekki síður en aðrir, en þó ekkert
fremur en aðrir, látið auka-atriði villa
sór sjónir, Játiðenda alisendis meining-
arlaus nöfn leiða sig afvega. Það er
kominn tímii til að menn hrindi slíku
frásér, en hugsi>um aðal málefnin, at-
hugi þau með alúð og gaumgæfni og
geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar
þetta og hitthefir, —. hver stefnan verð
ur affarasælust fyrir fjöldann.
f augum margra ertskólamálið grýla
sem eðlilegt er að margiri hræðist, enda
ftkki við öðru að búast eins og blásrð er
að þeim kolum. En það inál er f raun
réttri einmitt auka-atriði, sem aðalmál-
inu kemur ekkert við, Skólamálið er
að'því ley tinu útkljáð hvað > Manitoba-
fylki snertir, að kaþólíkum verða veitt-
ar réttarbætur í eiáhverri. viðunanlegri
mynd,. hvaða ! helzt stjórnmálaflokkur
sem ræður örlögum Canáda • fram um
al&amótin. Báðir fiokkar - eru bundnir
þeim loforðum, svo framarlega sem lof-
orð nokkurntíma binda nokkurn mann.
Iiaurier sjálfur er ‘bundinn í því efni
eins og framast má verða og þá ekkisíð-
ur hinn fyrirhugaði > idómsmálastjóri
hans, Mr. Gecrffrion. Að undanteknum
'Tarte1 hefir enginn af :frönsku m fylgj -
•endum iLauriers talað eins skorinort
eins og hann, og enginn í. flokki prote-
stanta ihefir verið skorinorðari í að
segja umbætur sjálfsagðar, enLaurier-
fylgismaðurinn og lögfræðingurinn
•nafntogaði Hon. David MiUs. Um-
hótalög eru því jafnvís h.vor ilokkurinn
sem ofan á verður. Hver er þá munur
á umbóta- eða ‘kúgunar+lögum’ frá
Laurier, Tupper eða enda iGreenway?
Hver þessara þriggja sem gerir réttar-
hseturnar, gengur svo langt að, eins sem
minnst verður komist af með, en ekki
feti framar. Þannig er afstaðan í akóla-
máiinu, þegarslept er öllum ^lamrand-
anum ogetóryrðunum, sem viðhöfð eru
til að villa menn.
Að skólamáfiinu sleptu, — Jxví sem
sagt er afetaðan í því þannig, að réttar-
bætureða “þvingunarlög” komaihvern-
ig helzt sem kosningar falla, — að :því
sleptu er að athuga ’ með gaumgæfni
stefnuskrá beggja flokkanna og fram-
komu þeirra alla fyr og síðar, að því er
snertir bæði aimenn velferðarmál þjóð-
arinnar l heild sinni, og Norðvesturland-
ið sérstaklega. Vór höfum í undanförn-
um blöðum ©g á öðrum stað í þessu
blaði, leitaet við að sýna stefnu og
'framkomu beggja flekkanna. Þess
vegna förum vér ekki að fjölyrða um
það nú. Þeirri lýsingu vorri er vitan-
lega í mörgu ábótavant, en í aðalatrið-
unum er hún þó svo rétrt, að óhætt er
að fara eftir henni. Þaðer öllum kunn-
ugt sem lesið hafa blöðic. sérstaklega
Þau hin hérlendu, um undanfarin ár, að
það eru conservativar sem á allan hátt
liafa gert öflugar tilraunir til að full-
nsegjast öllum krðfum vesúurlandsins.
í mótsetningu við það hafa “liberalir,”
einkum fyrir framlialdandi andróður
aðftlmálgagns Þeirra, “Globe” í Toronto
andæft að meira eður minna le^’ti öllum
fjárveitingum til umbóta í vesiturland-
inu. Að þetta sé virkilega þannig, en
séu ekki partiskar öfgar, um það bera
vitni öll hérlend fréttablöð, blaðið Globe
sjáift, og þingtíðindin : ‘‘ Hansard.”
Það er þess vegna ekki til neins að bera
á móti því. Hvað snertir stefnu og
framkomu flokkanna, að því er snertir
vesturlandið, ætti því að vera auðséð
liver flokkurinn er heppilegri í stjórnar-
sessinum. Það er skylda allra sem eru
i þessum hluta landsins, að vinna að
^amför og þroskun héraðanna, skylda
hvers eins gagnvart sjálfum sér. Og
e‘nstaklingurinn hefir ekki önnur betri
ráð 4 að stuðla að framför og hag síns
héraðs en þau, að kjósa þá menn, þann
jnanninn, gem fylgir þeim flokki, er
reynslan sýnir að hefir haft vilja til að
hjálpa nýbygðunum og þor til að ráðast
í stórvirki þeim til gagns. Þetta ætti
að vera auðsætt i drverjum manni, sem
hugsar um málefnið og um hag síns
héraðs, og um þetta ætti að hugsa frem-
ur en meiningaflaus nöfn og uppliróps-
orð. Ef einhverjir eru, sem enn hafa
látið deiðast þannig, sem elt hafa mýrar-
ljós, þá er nú kominn tími til að þeir
nemi staðar og athugi hin virkilegu
máiefni flokkanna.
Þá er tollmálið hið annað aðalatrið-
ið. Það er sannast að íslendingar yflr
höfuð eru andvígir tollinum, enda er
það líkft rétt, að því leytinu, að tollur
ætti ekki að eiga sér stað. En það er
ekki nóg að líta á það eitt, að tollur er
ekki á ÍSlandi. iÞar er svo ólíku saman
að jafna. ísland hefir ekkert af því sem
útheimtistiil að gera eina þjóð sjálf-
stæða. Hér eru öll þau efni til í land-
inu sjálfu. 'Spursmálið er að eins um
það, hvernig hægast er að framleiða þau
náttúruauðæfi, að umsteypa þeim í
nauðsynjavörur manna i ríkinu sjálfu.
Eins og kringumstæðurnar eru, sýnir
reynslan að til þess er bara einn einasti
vegur, sá, að vérja nýjar iðnáðarstofn-
anir með tolli. Þetta er reynsla allra
þjóða og þess vegna eru þær-svo tregar
til að aflétta tollinum og gera það ! helzt
aldrei svo nokkru nomi, fyrri en allar
helztu þjóðirnar geva það í -senn.
Að þettaeéirétt.getur enginn á móti
mælt. Líti maður á ‘tliberal’Vflokkinn
svo kallaða hér í tCanada, sem í heild
sinni og óaflátandega mælir með tollaf-
námi, sér maður, að þegar til virkileik-
anskemur, skiftast þeir.í ótalsmáflokka
sem rifast um afnám tolls og viðhald
tolls á þessu og hitiu. Þannig sér mað-
ur að í Nýja Skotlandi þorir enginn “li-
beral” að halda fram afnámi tolls á kol-
um eða járni, en verða þvert á móti að
binda sig loforðum um að viðhalda toll-
inum. í Ontario, meðal bændalýðsins,:
þora “liberalir” ekki að mæla fast frarn
með afnámi tolls á kornmat, mjöU eða
kjötmat, og þegar þeir eru aðþrengdir,
neyðast þeir til að viðurkenna, fað toll-
inn megi ekki taka af þessum vörum, —
að taka hann burtu þýði ekkert nema
• eyðilegging bænda. í verkstæðis bæj-
unum og í grend við þá, þora “lihferalir”
heldur ekki að halda fram afnárni toUs-
ins, en lofa ýmist að viðhalda tollinum,
eða, séu breytingar gerðar, skuii þær
engum gera mein. Hér vestra er mönn-
um talin trú um, að þeir hafi ekkert
nema iUt af toUinum, af því að hér séu
engin verkstæði, ekkert nema bændur.
Það er nú ekki alveg rétt, þó enn þá séu
regluleg verkstæði fá, en setjum svo að
það væri nú satt, þá eru orð Josephs
Martins á þingi, fyrsta sambandsþingi
sem hann sat á, sönnun fyrir því að
tollurinn er bændum hór vestra gagn-
legur. Hann sagði þá blátt áfram, að
hjarðmenn og bændur hér vestra stæð-
ust ekki afnám tolls á kjöti eða öðrum
íjlíkum vörum. Að það sé rótt, er lika
hverjum manni auðsætt sem athugar
markaðsskýrslur í nágranna-ríkjum
Bandaríkja og í Manitoba, á kjöti og
kvikíónaði og allri slíkri afurð bújarð-
aMia.
E>n svo er mönnum sýnt fram á
að það séu auðmennirnir verkstæðisfé-
lögin og stórkaupmennirnir, sem græði
mest á toiliinum. Það er enginn efi á að
þaðerrétt. En svo er að athuga það,
að í “free trade” landieins og á Eng-
landi, þar sem tollur hvílir ekki á nokk-
urri nauðsynja vöru, unninni eða óunn -
inni, þar græða þessir ríku menn alt af
mest. Sama yrði tilfellið ef tolli yrði
svift burtu í Canada. Auðmennirnir
græddu eftir sem áður. Munurinn yrði
sá einn, að þeir tækju sig upp og flyttu
með alt sitt í hið tollverndaða ríki fyrir
sunnan oss. Og það sýnist ekki auðgert
að sjá í hverju það væri liagur bóndan-
um eða fátæklingi í 'Manitoba, að gróð-
inn lenti hjá auðmanni í Minneapolis,
en ekki lijá auðmanni í Winnipeg. Það
fylgir þó æfinlega auðmanninum, að
þar gefst svo og svo mörgum • þurfandi
mönnum vinna, en sem ekki fæst þar
sem allir eru jafnir. Það þarf miklu
meira en afnám tolls í einu litlu ríki til
að reisa rönd við vaxandi gróða auð-
mannanna. Á meðan kringumstæð-
urnar eru þannig, meðan fyrirkomu-
lagið við að stjórna sér og heiminum er
þannig, að einstaklingar ráða aðal-
auðsuppsprettu þjóðanna, á meðan er
af tvennu illu betra, að eiga auðmenn—
ina, stórkaupmennina og verkstæðisfé-
lögin í sínum flokki, en í óviðkomandi
ríki, þar sem menn hafa þeirra engin
not. Það er öllum í Winnipeg, í öllu
Manitoba-fylki betra og miklu betra, að
auðmennirnir eigi heima í Winnipeg en
í Minneápolis eða St. Paul. Það er
nokkuð sem enginn getur borið á móti.
Sama ástæða gildir í hvaða hluta Cana-
da sem er.
Á alt þettaogfieira þarf að líta, um
alt þetta og fleira þarf að hugsa, þegar
talað er um afnám tollsins. Það er alís
endis ónóg að segja að þessi vöruteg-
undinyrði þeim mun ódýrari. ef tollur-
inn væri tekinn burtu. Þaðþarf að at
huga afleiðingarnar í heild sinni, at-
huga kringumstæðurnar. Það þarf að
athuga það, að þó tekinn væri niður
hinn 28 feta hái skíðgarður, sem nú
verður á vegi Bandaríkjamanna við
landamærin, þegar þeir vilja selja vörur
til kapps við Canadamenn, að þó nú
þessi skíðgarður væri tekinn niður og
vegur þeirra gerður sem greiðastur að
markaði vorum, þá er 41 feta hár skíð-
garður við landamærin Bandaríkjameg-
in, ‘sem hindrar Canadamenn frá að
hlaupa til og selja sinn varning í kapp
við Bandaríkjamenn á Bandaríkja-
markaði. Það er öllum auðsætt, að sé
örðugt að klifra yfir 28 feta háan skíð-
garð, þá er þó enn örðugra að klif ra
yfir þann sem er 41 fet á hæð, Tollur-
inn með öðrum orðum er sem þessu
svarar hærri í Bandaríkjunum og það
er nóg til þess alveg að útbola Canada-
menn af Bandaríkjamarkaði, Þeirhafa
þese vegna öllu að tapa, en ekkert,
íbókstftflega ekkert að græða á afnámi
tolkins. Afleiðingin af slík u er auðsén
hverjum manni, sem nokkuð hugsar
um málið sjálft.
Það er þetta ástand sem hlýtur að
ráða stjórnmálum, að því er toll og
verzhan snertir í Canada, A meðan
Ban-daríkin viðhalda sínum tolli, erCa-
nada nauðbeygt til að verja sig með
tolli, Svo framarlega sem Canadamenn
vilja hagnýta þann auð sem náttúran
hefir lagt \yip í hendurnar á þeim.
Ef Islendingar athuguðu þetta mál
alt, þessi mál öll, með gaumgæfni,
skoðuðu þau :frá öllum hliðum, trúum
vér ekki öðru en þeir viðurkendu að
conservatíve-etefnan er hin heppileg-
asta fyrir hvaða helzt hérað í ríkinu
sem menn taka til umhugsunar. og að
þeir svo greiddu atkvæði samkvæmt
því á þriðjudaginn kemur og ætið og
æfinlega þangað til Bandaríkjameun að
minsta kosti hafa með sínum toll-lög-
um gert Canadamönnum mögulegt að
aflétta sínum tolli áu þess að skaða sig.
Því sem sagt, Conadamonn eru og
hljóta að vera háðir Bandaríkjamönn-
um, hvað þessa löggjöf suertir, svo
framarlega sem þeir yilja vera sjálf-
bjarga og sérstök þjóð.
Það er kominn tími til að íslending-
ar líti þannig á máliö og vér vonum
fastlegaað þeir verði miklu fleiri nú en
nokkru sinni áður, sem með atkvæðum
sínum á þriðjudaginu kemur sýna að
þeir hafi virkilaga athugað þessi mál
eins og þarf að athuga þau.
* »
*
Hvað snertir sjálfa umsækjendurna
eða þingmannsefnin hór í Winnipeg, þá
er munur þeirra svo mikill, hvað snert-
ir framkomu þeirra í opinberum málum,
að samanburður er lítt mögulegur. Oss
dettur því ekki í hug að gera nokkurn
samanhurð, eða mæla með Hon. Mr.
Macdonald. Það væri að bera í bakka-
fullan lækinn. Að eins víldum vér benda
á það, að Mr. Macdonald hefir hvað eft-
ir annað lofað því, að fái hann ekki taf-
arlaust veitt fé til þess að fá bygða
járnbraut alla leið norður að Hudsons-
flóa og fái hann ekkí veitt fé til aðgerð-
ar á Itauðá, skuli hannþáþegar segja af
ser, Hann vill sjálfur að menn minnist
þessa loforðs síns og það er ekki nema
sanngjarnt að menn láti að þeim orðu m
hane. í mótsetningu við þetta má geta
þess, að samkvæmt aðalstefnu ‘liberala,
hefir Joseph Martin beinlínis og óbeín-
línis, andæft störfum í þessa átt ogfjár-
veitingum til' að fá þau framkvæmd.
Það sýná þingræður hans í “ Hansard,”
og sem hverjum sem vill er velkomið að
sjá á skrifstofu Hkr. Þó stefnan í heild
sinni væri ekki tekin til greina, ætti
þessi framkoma þessara tveggja manna
að sýna, hvor þeirra er betur kjörinn
fulltrúi Winnijjegmanna á sambands-
þingi.
Að meiri hluti bæiarmanna sé á
sama máli og vér um þetta, það vonum
vér líka fastlega að sannist að kvöldi
hins 23, þ. m,
Samanburður á stjórn
flokkanna.
Nú er þjóðin að nálgast tíma þann,
er kosnir eru þingmenn fyrir næsta 5
ára tímabil, og er það þá harla áríðandi,
að bera nákvæmlega saman hag Cana-
rikis undir stjórn beggja flokkanna.
Enginn hlutur sýnir betur hinar
veiku eða sterku hliðar stjórnarstefnu
einnar, en afleiðingar eður verk stjórn-
arinnar og áhrif hennar á iðnað og
verzlun landsins.
‘Liberal” flokkurinn hefir að eins
setið að völdum eitt þingtímabil síðan
sambandið hófst, og er það eitt í sjálfu-
sér hin sterkasta sönnun fyrir því, að
landsbuum heíir ekki likað stefna þeirra,
En hverjar voru nú afleiðingarnar af
þessari 5 ára stjórn þeirra frá 1874—
1879?
Conservative” flokkurinn hefir nú
stjórnað landinu í 25 ár. Og nú
skulum vór sjá, hvað hann hefir £ert
þennan tíma og bera saman seinustu 5
árin hans, frá 1891—1895, að báðum ár-
unum meðtöldum, við stjórn “liberala”
flokksins þennan 5 ára tíma, sem hann
sat að völdum.
Munurinn verður undir eins aug-
ljós og sláandi.
“Liéeral” stjórnin hefir eiginlega
ekkevt framkvæmt, ekkert stórvirki
unnið. Hún hélt fram verkum þeim,
sem fyrir hendi lágu og- conservativar
voru byrjaðir á, og yfir höfuð að tala
fórst henni það mjög illa úr hendi. Hún
lauk við “Intereolonial” brautina og
hélt uppi lestagang á henni sér í stór-
sknða. Hún tók við Lawrence-skurð-
inum hálfbyrjuðum, svo að búið var að
ákveða skurðarleguna, verkin, kostnað-
inn og gefa út “contracts”; en þá gerði
hún marga verkasamningana (con-
tracts) ónýta og tók af þeim, sem minnst
buðu til þess, að gefa þeiin, sein hærra
buðu. Hún fór að reyna sig á Kyrra-
hafsbrautinni, og sóaði miljónum doll-
ara til að mæla út brautir, sem aldrei
voru bygðar, hún keypti með afarverði
járnbrautarteina, sem aldrei voru not-
aðir og lét þá ryðga í sundur og verða
ónýta. Hún eyddi nærri hálfri miljón
á Fort Francis lokurnar, sem ekki urðu
að neinu gagni og lauk afreksverkum
sínum með því, að tengja Winnipeg við
Chicago með Pembina-brautinni og
draga þannig verzlun borgarinnar suð-
ur á við. Hún fó.r að bisa við að leggja
á tolla, sem allir voru óánægðir með og
var svo á hausnum ofan á alt þetta, af
því að hún gat ekki náð upp nægum
tekjum.
Þegar tekjurnar brustu, þá fór hún
aðtaka til láns, Þegar verzluninni var
stórum að hrörna, þá fór hún að opna
nýja markaði í útlöndum, en reyndi
ekki að bæta markaðinn lieima fyrir.
Þegar tímarnir fóru síversnandi heima
fyrir, þá reyndi hún ekki að bæta þá.
Þegar menn fóru að fara í hópum úr
landinu og vinnuleysið fór alt af meira
og meira í vöxt, þá reyndi hún ekkert
til að auka iðnað hima fyrir, ekki að
hvetja menn til þess að nota auðæfi
landsins, sem þó voru sannarlega til í
ríkum mæli. Stjórn hinna “liberölu”
leiddi ekki fram neinar nýjar námur,
opnaði ekki ný löndfyririnnflytjendum,
reisti hvergi nýjar verksmiðjur, kom
ekki á fót neinni nýrri iðnaðargrein, jók
ekki verzlun milli fylkjanna, og efldi
ekki í neinu föðurlandsástina. Stjórnin
var drumbsleg og slóðaleg, vonlaus og
framkvæmdarlaus.
Nú skulum við fljótlega fara yfir
stjórnartima conservativa og sjá mun-
inn.
Undir eins og conservstivestjórnin
var komin á fót árið 1879, tók hún til
starfa. Hún lagði þegar á verndartoll-
inn, og jafnharðan fór verzlunin aðlifna
við, iðnaðurinn tók að vaxa og vinna
varð næg í landinu. Það voru fádæmi,
hve óðfluga iðnaðurinn þroskaðist.
Verzlun innanlands óx að sama skapi
og þreifst ágætlega, og framfaravonin
liressti og lífgaði hvern einasta mann i
landinu.
Þá kom spurníngin fyrir um flutn-
ing fólks og varnings í gegnum og yfir
þetta mikla landfiæmi. C. P. R. járn-
brautin var bygð og fengið saman
Kyrrahaf og Atlantshaf; skurðirnir voru
dýpkaðir og stækkaðir. “Sault Ste
Marie” skurðurinn byrjaður og full-
gerður, járnbrautum var lagður styrkur
til byggingaa og gufuskipalínum komið
á fót á Kyrrahafinu, Atlantshafinu og
til Indlandseyja suður, og er afleiðing-
in sú, að ekkert land í heimi stendur
eins vel að vigi hvað snertir inn og út-
flutning varnings og fólks. Þá voru
hér og hvar um Canada stofnuð fyrir-
myndarbú til að auka og efla búnað og
jarðyrkju, með því að útbreiða þekk-
ingu, sem þannig fékkst, meðal bænd-
anna, með þyí að láta halda fyrirlastra
og gefa út ritgerðir um jbetri ostagerð
og suijörgerð, um betri landrækt og
bætti það búnaðinn stórum. Þá jók
það og velmegun manna að flutningur
á varningi öllum varð óhultari á vörum
þeim, sem skemdum voru undirorpnar.
Menn gátu farið að geyma vörur freðn-
ar í vöruhúsum, á vögnum og gufuskip-
um og létti það mjög fyrir útflutningi á
frosnu kjöti, fiski, fuglum o. s. frv.
Móti öllu þessu haja 'Tiberalar”
barist opinberlega, reynt að sýna, að
það væri einskis virði og tætt það í
sundur á allar lundir.
Það var conservative flokkurinn,
sem i rauu og veru opnaði innflytjend-
um Norðvesturlandið, sá þar fjTÍr sam-
göngumöllum, og nú er land það að
verða korn-forðabúr Norður-Ameríku.
Árið sem leið gaf það af sér 80.000,000
bushel af öllum korutegundum og að
auk aðrar afurðir landbúnaðar, kjöt,
smjör, ost. egg o. s. frv., sem var mjög
mikils virði.
Þá hefir námugröftur verið efldur
með viturlegum ráðstöfunum; með því
að undanþiguja tollgjaldi ýmsar vélar
og veita styrkibonus)framleiðsluá járni,
blýi og silfri. Hefir framleiðsla á þessu
aukist stöðugt ár frá ári í gömlu fylkj-
unum, en stigið risaskrefum í British
Columbia.
Nýtt og vaxandi fjör svellur í æð-
um þjóðarinnar og hver dagurinn á
fætur öðrum framleiðir meiri og bjart-
ari vonir utn sívaxandi viðskifti og
þroska. Yerzlun Canada við útlendar
þjóðir sýnir ef til vill betur en margt
annað hver stefnan er þjóðinni fyrir
beztu, Það voru deyfðar-ár 5 árin sem
“liberalir” réðu ríki, og það hafa þau
einnig verið 5 árin síðustu sem con-
servativar hafa ráðið ríki. Til saman-
burðar setjurn vér þessvegna í tölum
upphæðina sem verzlun ríkisins við út-
lönd nam á hinum ým3u árum.
Árið 1874 nam verzlunin §217,565,-
510, en að því ári liðnu fóru áhrif
“liberal” stjórnarinnar að gera vart við
sig, sem hér segir :
Ár Viðskifti Canada
við útlönd.
Á stjórnarárum ‘liberala’:
1875 ...................... §200,957,262
1876 ..................... 174,176,781
1877 ....................... 175,203,855
1878 ....................... 172,405,454
1879 ...................... 153,455,682
Meðalupphæðá tímabilinu 175,239,906
Á stjórnarárum conservatíva.
1891 ....................... 218,384,934
1892 ...................... 2*11,369,443
1893 ....................... 247,638,620
1894 ....................... 240,999,889
1895 ..................... 224,420,485
Meðalupphæð á tímabilinu 234,562,674
Á þessum fáu stjórnarárum “libe-
rala” rýrnaði verzlun með afurðir bú-
jarða svo nam 15J milj, dollars. Sam-
tímis rýrnaði verzlun með aðfluttan
varning frá útlöndum svo nam fullum
47 milj. dollars. Og á sama tímabili
rýrnaði öll verzlun Canada við útlönd
svo nam fullum 64 milj. dollara.
Á stjórnarárum conservativa, sem
tekin eru til samanburðar, frá 1891 til
1895, nam verzlun Canadamanna 234J
milj. á ári að meðaltali, á móti 175
rnilj. að meðaltali hjá “liberölum”.
Von a gestum.
Það hefur hejTst að þeir Dr. Valtýr
Guðmundsson og skáldið Þorsteinn Erl-
ingsson muni máske heimsækja Vestur-
Islendinga í sumar. Það er sagt þeir
séuá leiðinni til Ameríku, eða ef til vill
komnir þangað nú, í fornfræðis-rann-
sóknarferð. Eins og menn rekur minni
til var Þ. E. í þessháttar erindum í
fyrra á Islandi, fyrir konu i Massachu-
setts, er hefir hug á að sanna Ameríku-
fund Leifs Eiríkssonar. Munu þeir Dr.
V. G. og Þ. E. nú komnir hingað til
lands í þeim tilgangi að rannsaka rúst-
irnar í grend við Boston. Ef þeir mögu-
lega geta komið því við, þykir vonlegt
að þeir ferðist nokkuð talsvert um land-
ið og noti' tækifærið til að heimsækja
helztu bygðir íslendinga.— Gaman væri
að geta fengið þá til Winnipeg á íslend-
ingadaginn í sumar.
Lítið sýnishorn af ósvífni
Lögbergs.
Ritstjóra Lögbergs hefir þóknast
að taka >upp eftir ísafold svo litla
skammagrein tif mín eftir Einar Hjör-
leifsson, sem á að heita stiluð gegn at-
hugasemdum mínum um fyrirlestur
hans í “Vestur-íslendingar.”
Það, að birta þessa grein án þess að
birta jafnframt tilefni hennar, n.fl. at-
hugasemdir mínar í Þjóðólfi, sjá allir Að
er illkvitnisleg hlutdrægni gegn persónu
minni. Tilganguriun er bersýnilegur,
n.fl. sá, að ófrægja mig meðal fólksins,
í þeirri Löghersku trú á heimsku og
trúgirni almennings, að hann gleipi með
trúarofsa, þar framsett illmæli til mín
sem heilagan sannleika, án alls tilkalls
til allra röksemda eða sannana.
En Lðgbergsklikkan ætti að vera
farin að reka sig á, að slíkar þræla-
brellur eru altaf að missa gildi í augum
fólksins, eftir því sem það þroskast meir
að þekking og vitsmunum.
Til þess því að gefa ærlega hugsandi
fólki hér yestanhafs tækifæri til að
dæma milli mín og hr. E. H. eftir gild-
um ástæðum, þá birtist innan skamms
í þessu blaði tilefni ísafoldargreinarinn-
ar, orðrétt eins og það kom út í Þjóðólfi
síðastl. vor.
Winnipeg, 12. Júnf 96.
S. B. Jónsson.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smjrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu-
sárurn, frostbólgu, líkþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist
borgunar. Vér ábjTgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki lsorgum vér pen
ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
Hér er sýnd rétt mynd af kjörséðlinum nýja. Gætið
!þess, allir góðir drengir, sem unnið hag landsins og’ yðar
sjálfra, að merkja seðilinn eins og að ofan er sýnt — að
setja krossinn aftan undan nafninu : Macdonald.