Heimskringla - 23.07.1896, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.07.1896, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 23 JÚLÍ. 1896. Kotungurinn, - - - eða - - - Fall Bastílarinnar. Eftih ALEXANDER DUMAS. Yiö enga í kastalanum var borgarmönnum eins illa, að nndanteknum greifanum, eins og svissnesku hermennina, en nú voru þeir hvergi sýnilegir. Þeir vissu á hverju þeir áttu von, skutust þvi undan og hleyptu sér í yflrhafnir, er huldu einkennisbúninginn og komust svo ^klaklaustburtu úr kastalanum. Eitt af því fyrsta sem aðsækjendurnir tóku eftir inní búsagarðinum, var klukkan mikla, sem hvídli á herðum bandingja-líkisins. Hún gekk heldur ekki lengi sú klukka eftir að menn komu auga á hana. Það urðu margar hendur á lofti með sleggjur ogbarefli, sem á einu augna- bliki moluðu tímatalið og alla umgerðina. I fáum orðum sagt létu nú að sækjendurnir eins og óðif menu. Þeir hlupu afturogfram, upp og ofan stigana, börðu fallbyssurnar, sem spúð liöfðu á þá eldi og blýi, hömuðust að steinunum 'í efztu vegglögunum, eins og vildu þeir þegar byrja að rifa risa- byggingu þessa, stein fyrir stein. Þegar fyrsti aðsækjandinn sást troða hásvali Bastílarinn- ar reis upp himinrjúfandi fagnaðaróp frá vörum þúsund- anna allra niðri átorginu. Samtímis hlupu menn af stað til að útbreiða fregnina, og innan fárra mínútna fiaug þessi orðsending um Parisarborg eins og eldur i sinu. ‘‘Uastílin er fallin /” Þetta var gleðiboðskapur fyrir óteljandi fjölda fólks. Hjörtun ætluðu að bráðna í barmi margra, sem attu einka- vini í fangaborginui. Óteljandi augu flutu í gleðitárum og bvar sem einn maður mætti öðrðum þökkuðu þeir hvor öðr- um og hamingjuuni með inni legu handabandi og með inni- legri orðum fyrir lausnina. Stéttaskifting og stéttadramb var i augnablikinu gleymt, *- svo mikill, svo almennurvar fögnuðurinn. í svipinn að minsta kesti skildu Parisarbúar það, að allir menn eru bræður og að þeir nú voru lausir und- an sínu þyngsta ánauðarokí. Parisarbúar allir fögnuðu, beilsuðu hver öðrum sem jafningja, sem bróður. Þeir Biflet og Pitou tóku engan þátt í þessum fagnaðar- látum. Þeir liöfðu annað göfugra að vinna, — að leysa fang- ana. Þegar þeir voru komnir yfir hinn svokallaða ‘stjórnar- garð’, — umhverfis íbúðarhús greifans, gengu þeir nálægt manni í gráum fötum, sem stilturog rólegur studdi sig við gullbúinn göngustaf. Það var yfirkastalavörðurinn Launay greifi sjálfur. Hann beið þar rólegur eftir því, annaðtveggja, að vinir sínir kæmu sér til lausnar, eða óvinirnir til að Stytta sér stundir. Billet þekti hann undireins og gekk til haus. Launay kannaðist þá einnig við að þar var kominn Billet bóndi. Hvorugur mæiti orð, en greifinn víslagði hendurnarog sagð1 uieð augunum, er hann leit til bónda: “Ætlar þú að verða fyrstur til að stínga mig 7” “Ef ég ávarpa liann”, hugsaði Billet, “veit lýðurinn hver hann er og verður bann þá drepinn”. En svo vildi Billet undir öllum kringumstæðum finna fangaklefa Dr. Gilberts. Hvernig gat hann slitið leyndarmálin úr kviði hinnar þög- ulu Bastílar? Hvern var að spyrja? Greifinn sá undireins og viðurkendi drengskap Billets, er hann mælti ekki orð. “Hvað viltu ?” spurði hann þá í lágum hljóðum. “Ekkert annað, en að vita hvar er klefi Dr. Gilberts”, svaraði Billet í hálfum hljóðum. Jafnframt benti hann á binngreiða gang út og hinar opnu dyr, og sagði með augun- um, að hér væri tækifæri fyrir greifann að komast undan. “Klefi Gilberts er nr. 3 í Bertaudiere-turninum”, svar- aði greifinn lágtog svo bliðlega, að rödd hans mátti heita klökk. En flýja vildi liann ekki. Rétt í þessu orgaði einhver að baki Billets. "Halló! Hér er kastalavörðurinn sjálfur.” Rödd mannsins var tilfinningarlaus alveg, rét.t eins og bún kæmi af vörum veru, sem ekki er af þessum heimi, en hvert orð nísti hjarta greifans eins og tvíeggjað sverð. Það vár Gonchon sem talaði. Hann hafði ekki fyrri slept orð- mu, en augu allra sem til heyrðu störðu á greifann. Og jáfnframt byrjuðu allir að troðast fram í þeim tilgangi að ná 1 greifann og hefna sínáhonum, þó ekkert nema æði og Móðþorsti knýði marga þeirra áfram. “Hann er glataður, efviðgetum ekki bjargað honum”, sagði Billet þið þá Elie og Hullin. ■’Hjálpið okkur !” kölluðu báðir í senn. •‘Ég kemst ekki til þess strax. Hefi áríðandi verk að vlnna”, svaraði bóndi. A næsta augnabfíki höfðu ótal hendur þrifið greifann og háfið hann hátt á loft. Var áformið að bera hann út á torg- ]ð og halda honum svo liátt, að allir mætti sjá liann. Hlupu þeir Elie og Hullin þá fram og hrópuðu til manna að sleppa greifanum, honum liefði verið lofað lífi og frelsi fyrir að sleppi þannig kastalanuin. Þetta var ekki satt, en þessi mannúðlegu ósannindi sluppu af vörum beggja þessara drenglyndu manna á sama augnabliki. Mennirnir sem báru greifann héldu áfram þrátt fýrir ópið, en ef til vill höfðu þe ir breytt fyrirætlun sinni, Því nú hrópuðu þeir aftur á móti : -*Til bæjarráðhússins med greifann !” Þótt Launay væri lifandi herfang var hann í flestra aug- um eins líflaust herfaag og var sjálfur kastalinn, sem nú hátt og lágt var skipaður æðisgengnum borgarmönnum. Og það kom undarlega fyrir að sjá kastalann eins og hann var nú umhverfður orðinn. í fjórar aldir hafði bygging sú stað- ið þögul og drungaleg. Allan þann tíma hafði þar ekki heyrzt skóhljóð annara en fanganua og varðmanna þeirra, Nú glumdu veggirnir, gólfið og stigarnir við hlaup og stökk og æislagang. Billet nam staðar 'eitt augnablik og horfði á eftir Laun- ay, þar sem hann var dreginn, eða öllu heldur borinn, gegn- um mannþröngina. En ekki lengi. Greifinn var horfinn fyrr en varði. Billet stundi þungan, en sneri svo tafarlaust að sínum störfum og sagði viðPitou, er hann liljópaf stað: “Nú skulum við vitja um klefann nr. 3 í Bertaudiere- turninum”. Og þangað þutu þeirsvo. Þar lii ttu þeir lyklav crðinn, sem var lafhræddur, en sem benti þeim strax á klefann , en bætti því við, að hann befði ekki lyklana; hefðu verið teknir frá sér. “Lánaðu mér öxina þína, bróðir !” sagði Billet þá við einn af borgarmönnunum sem stóð hjá þeim. “Velkomið! Ég gef þér hana. Ég þarfnast hennar ekki úr því Bastílin erunnin”, svaraði maðurinn. Billet þreif öxina og liijóp inn í hliðargang, en nam þar staðar þaDgað til iykiavöröurinn kom og benti honum á klefann nr. 3. “Er það dr. Gilbert, sem hér er inni ?” spurði Billet. “Við vitum ekki nafn nokkurs manns”, svaraði lyk'a- vörðurinn. •‘Er hann kominn hingað, þessi fangi, íyrir faum dög- umsiðan?” spurði Billet. “Eg veit það ekki”, var svarið. “Jæja, ég skal þá samt vita það bráðum”, sagði Billet og réðist í því á hurðina. Huiöin var þykk og úr eik, en höggspænir og tætlur úr trénu flugu eíns og hráviður í allar áttir undan exinni í höndum hins harðsnúna bónda. Eftir litla stund var komið gat á hurðina, svo að kíkja mátti inn um þa& Það varhálf- dimtinni, en einn geislastafur barst um klefann inn um gluggakitru á veggnum, og rétt i þeirri birturák sá Billet að maður stóð í þeim ste!lingum, að hann var tilbúinn að ráð- ast á þann eem inn kæmi. En vopna hafði hann ekki annað en botnfjöl úr rúmfleti sfnu- Þrátt fyrir hrokkið skegg, hárið klippt niður við hárs- rætur og andlitið náfölt, — þrátt fyrirþetta alt þ ekti Bille undireins, að maðurinn var dr. Gilbert. “Doktor ! Doktor, ert það þú ? Það er Billet, sem talar við þig, — vinur þinn !” hrópaði bóndi inn um glufuna. “Er það mögulegt að Billet sé hérkominn?” sagði Gil- bert spyrjandi. “Já,.já ! Gamli Billet sjálfur' víst og satt”, svaraði Bill- et og ótal aðrir í senn, og svo var þegar bætt við: ‘ Við er- um hér i Bastílinni. Búnir að taka hana! Þú ert frjáls m aður!’.’ ,‘Bastílin tekin og ég frjáls ?” sagði dr. Gilbert spyrjandi og sem þrumu lostinn. Og í æðinu sem á haun kom hljóp haun fram að hurðinni, stakk höndunum í rifuna og tók til að hrista hurðina og það svo heljarlega, að ætla mátti að hann mundi sprengja hjörur og skrá í senn. Lyktuðu átökin þannig, að hann sleit burtu eitt spjaldiðúr liurðinni. “Bíddu, bíddu !” sagði Billet, er hann sá að doktorinn bjó sig í aðraaflraun, en sá að hann mundi ekki þola þau átök til lengdar. Og jafnframt tók hann til að beita öxinni á ný og með hálfu meira kappi og hálfu stærri höggum en áður. En dr. Gilbert hneig aflvana niður ástól og gat nú ekki lireyft sig, ekki einu sinni lyft eikarspjaldinu, er hann rétt áður sleit úr umgerð sinni. Þar sat hann fólur og máttþrota, en stagaðist alt af á nafninu: ‘Billet”. •‘Og ég er hér líka, — ég, vesalings Pitou, doktor, sem þú kann ast við að hafa komið fyrir hjá frænku Angelique. Ég kom líka með Billet, til að hjálpa þér út héðan”. Þetta sagði Pitou óðamála á meðan bóndi lamdi hurðina. “En ég kemst ekki lit um svona litla smugu”, sagði Gilbert. "Viðskulum víkkagatið!” sögðu allir úti fyrir í senn. Samtímis lögðu þeir sem fremstir voru hönd á verkið meðBillet. Einn beitti járnkarli, þrengdi honum inn milli hurðar og dyrastafs, og annar náði samskonar tökum á lok unni. Aðrir lögðust á hurðina. svo margir sem að henni komust og knúðu hana sem mest þeir máttu. Átökin hrifu um síðir. Hurðin gekk upp og með henni stykki úr stein- veggnum, en inn í klefann, á eftir hurðinni, sem féll með ógna hvin, ruddust allir sem inn koinust af áheyrendunum. Dr. Gilbert var á næsta augnabliki vafinn í örmum þeirra Billets og Pitous. Gilbert var miðaldra maður, 35 ára að aldri. Hann var af bóndaætt og hafði alizt upp á búgarði Taverney greifa, ogþar lærði hann að elska dóttur greifans, Andreu að nafni og ástina til hennar bar hann í brjósti alla ætí. Afleiðingin af ástamálum unglinganna var það, að Gilbert gaf Andreu móðurnafn, erhún ól svein þann hinn litla, er getið var um í byrjun sögunnar, — Sebastian, sem Billet skildi við, yfir komin af sorg og bræði á skólaum num morguninn. Fyrir að hafa orsakað þau ættspjöll ætlaði Philip Taverney, einn bróðir Andreu, einusinni að drepa dr. Gilbert, er þeir hittust á Azores-eyjunum, og þar skildi hann við Gilbert meðvitundarlausann og laugaðann í blóði sinu. Philip hefði þess vegna elcki þekt hann nú, svo breyttur var hann orð- inn. Hann var fölur í andliti, en þó ekki veiklulegur. Hár hans og skegg var svart, augun fjörleg, en þó kyrrlát og mátti á þeim sjá, að hann, eins og kennari hans, Balsamo- Cagliostro, var gæddur valdi til að dáleiða menn. Þegar hann var ekki að horfa á neitt sérstakt, glápti hann ekki út í bláinn, heldur sýndu augun að hann var þá sokkinn í eigin hugsanir. Hann hafði beint nef, er gekk að heita mátti í beinni línu niður frá enninu, þ. e., það var helzt engin slakki í nefið milli augnanna, Varir hans báru vott umstærilæti og spaugsemi, — brettust upp svo að eigi allsjaldan sást í skjallhvítar tennurnar. Jafnaðarlega var hann í svo óbrotnum búningi, að kvek- ara hefði sæmt. En svo vel fóru fötin, að búningurinn eigi að síður mátti heita snildarlegur, Hann var í við meira en meðalmaður á hæð og vel vaxinn. Sýndi vaxtarlag hans ijóslega, eins og líka hann sjálfur sýndi með tökunum á hurð inni, að hann var hraustur maður og harðfengur, þegar hann vildi beita sér. Þó hann væri búinn að sitja vikutíma í fangelsi sýndi hann sjálfur og húningurhans allur, að hannhugsaði urn að koma vel fyrir sjónir, að vera snyrtilegur ekki síður en áður. Eini munurinn var, að slcegg hans hafði fengið að vaxa ó- hindrað, en af því hve vel það var hirt sást glögt, að það var ekki hirðingarleysi að kenna, heldur þvi, að hann fékk ekki tækifæri til að raka sig eða jafna skeggið. Eftir að hafa heilsað þeim Billet og Pitou og þakkað þeim sérstaklega, sneri hann sér að mönnunum framundan og var ekki annað að sjá eða heyra, en að hann væri alveg búinn að ná sér aftur, er hann sagði : “Svo hinn lengi þráði dagur er þá loksins kominn! Eg þakka ykkur öllum vinum mínum, jafnframt og ég þakka hinum eilífa anda, er vakir yfir frelsi og lifi þjóðanna”. Svo rétti hann út hendurnar til að þakka þeim sem næst- ir stóðu, þeim sem hann gat náð til. En borgarmenn kyn- okuðu sér við því, höfðu ekki kjark til þess, svo miklu æðri en þeir fanst þeim hann vera. Ásýnd hans, rödd hans og hreyfíngar fyltu áheyrendurna með lotningu fyrir honum. Hann gekk þannig út úr kastalanum á undan öllum öðr- um, en studdist við þá sveitarmennina Billet og Pitou. Sem sagt hafði dr. Gilbert eitthvað það við sig, að borg- armenn þorðu ekki að vera honum of nærgöngulir og þeir þorðu það síður, eftir að iiann kom út úr klefadyrunuinj og sá heiðan liimininn og sólskinið úti fyrir kastalaveggjunum. Hann fékk ofbirtu í augun, eftir dimmuna í klefanum og nam hann þá staðar um stund, víslagði hendurnar á brjóst- inu og sagði, er hann leit upp í hið bláa hvolf : 'Heilt veri hið elskulega frelsi! Eg sá þig lifna og kom- ast á legg í hinum nýja heimi. Við erum þess vegna gaml- ir vinir og skólabræður á vígvellinum. Blessað sé frelsið !” Áheyrenduniir tóku orðum hans með Jfögnuði og sýndi brosið á vörum doktorsins að fagnaðaróp [frjálsra manna var engin nýung fyrir hann. "Hefir lýðurinn yfirbugað einveldið, Billet?” spurði Gil- bert eftir litla þögn. Billet s'raraði, að svo væri: “Og þú komst hingað til að leysa mig? Hvernig viss- irðu að ég var liér inni?” ‘-Sonur þinn sagði mér það í morgun”. “Veslings Etnil Sebastian ! Svo 3Þú hefir séð hann. Líð- ur honum vel í skólanum?” “Eg skiidi þannig við hann”, svaraði Billet, að ‘ hann var borinn veikur inú í sjúkrasalinn, af því við vildum ekki lofa honum að taka þátt í orustunni um Bastilina, til að ná þér út”. Gilbert brosti. Hann vonaði eftir miklu hjá syni sín- nm ognú hafði honum farizt alvegeins oghann hafði vonað. "Ég sagði”, hélt Billet áfram, “að ur þvi þú værir í Bastilinni hlytum við að taka hana með ofbeldi, og það höf- um við nú gert. En það er ekki öli sagan. Kistlinum þínum litla hefir verið stolið frá mér”. “Hver stal honum?” spurði Gilbert. “Menn í dökkum búningi, sem brutust’inn £ hús mitt undir þvi yfirskyni að taka bókina sem þú sendir niér. Þeir lokuðu mig inn í herbergi og gerðu hið sama|jvið aðra á heimilinu. Svo leituðu þeiríhúsinu og umturnuðu öllu, þangaö til þeir fundu kistilinn”. ©DaÐ ©ÍX3ÖK1 Þeir vilja ekki reykja neitt annað.meðan þeir geta fengið Old Chum, jafnvel þó þeir þurfi að fá það til láns, því þeir fá ekkert tóbak sem þeim fellur eins vel, og sem gefur eins kaldan og mildan reyk. 1>. Kitcliie & €o .71 anafacturers ÍIOM’UKAL. The American Tobacco Co’y of Canada, Ltd. Successors. þetta þori ég að hengja mig upp á að er RtJG BRAUÐ Já, og hvar heíir þú fengið mjölið ? — Ég fékk það hjá 131 Higgins Str. Það er ódýrt og gott eins og alt annað í þeirri búð. ^mmmmmm mmmmvm E3 Pappírinn sem þetta ^ er prentað á er ^ búinn til af i The E. B. EDDY Go. Limited, Hull, Canada. Sem búa til allan pappír ^ fyrir þetta blað. ^ w wmmmmwiM Islendingar i Selkirk! Það vinnur enginn íslendingur sem stendur í búð þeirra félaga Moody og Sutherland} en það þarf ekki að attra neinum, því Mr. Moody talar íslenzku reiprennandí. Finnið hann að máli þegar þið þurfið að kaupa eitthvað af járn eða blikkvarn ingi. — Hann selur hinar nafnfrægu Grand Jewel Stove’s og að sjálfsögðu hitunarofna á allri stærð, Upplag mikið af líkkistum á allri stærð og alt sem þeim til heyrir Mjöl- og fóður- verzlun Stórt upplag af Lake of theWoods kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi. MQODY d SUTHERLAND HARÐVÖRUSALAR. Evaline Street. — — — — West Selkirk. Dominion of Canada. Alisiarflir oMs_*^ millonlr manna. 300,000,000 ekra l hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum f Canada landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr nægð af vatni og skóei ov meginhlutinn nalægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 busheí ef vel er umbúið. ’ í inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfÍH- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi ov beiH landi—innviðattumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. s Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanám, landi;eldiviðr því tryggrum allan aldr. xoianama- Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial brautirnar mynda oslitna jambrautfrá öllum hafnstöðum við Atianzhafí c<L nada til Kyrrabafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eflir bví enVii lönguogum hmahrikalegu, tignariegu fjallaklasa, norðr og ver 7 og um in nafnfrægu Klettafjöil Vestrlieims. 1 Heilnœmt loftslag. Loftslagið i Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrog sumar: vetrinn kaldr en biartr KtT viðrasamr; aldrei þoka og súid og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í lanííiT,., Sambatidsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 áragömlum og hveTjum kvennmanni sem heflr fiyrr familiu að sja, ’ ueur 160 ekrur af Inndi g ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinn ovvrk A þann hatt gefst Uverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar abýlis ðar og sjalfstæðr í efnalegu tilliti. y Islenzk.ar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í fi ríöa Þeirra stœrst er NY.TA ISLAND, liggjandi 45-80 mílur norð“Winn‘Sr”á vestrstrond Winmpeg-vatns. Vestr trá Nýja Islandi, i 30—25 mílna er ALFTAVATNS-NYLENDAN I báðum þessum ’nýlendum Tr ndkið afó numdu landi, og baðar þessar nylendr liggja nær höfuðstað fyikisins en hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winninev DTYr VALLA-NYLENDAN, 260milur norðvestr Irá Winnipeg; QU’APpY'.I T p_\ý LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NYLEND- A.? mÍlur*,nor?r fra Calgary. en mn 900 mílur vestr frá Winnipev T siðast toldum 3 nýlendunum er n.ikið af óbygðu, ágætu akr- op beitiianc i g' Frekari upplysingar i þessu efni getr hver sem vill fengið með bví sknfaumþad: pv' að Committsioner of Doniinion Lands. Eða 13. L. Baldwinson, isl. umboðsm. K| ORTHERN n PACIPICR.R. Farseðlar til sölu fyrir Járnbrautir^ stöðu- vatna og hafskipalínur til Austur-Canada, Brítish Columbia, Bandaríkjaxma, Bretlands, Frakklands, þýzkalands. Italíu, Indlandi, Kína, Japan Afríku, Australíu. Farþegjalestir daglega. Góður útbúnað- ur. Margar leiðir að velja um. Fáið ferseðla og upplýsingar á farseðla- stofunni, 486 Main St., Winnipeg, eða á vagnstöðvunum, eða skrifið til H. SWINFORD, General Agent, Winnipeg. cavifni-a, _ “RADE MARK8, DESICN PATEÍ4TS, _ . . COPYRIOHTS, «to. önd free Handbook wrlte to MUNN & CO.. 861 Broadway, New Yoric. Oldest bureau for eecurinpr patcnts in Amcrica. Lvery patent takcn out by us is bromrht bcfore the publlc by a notico glven freo of cbargo lu tho f'ricutific Jimcriau Dareest clreulfttlon of ftny soientiflc pancr In tho world. Snlendldly Ulustrated. No iutelllgent man should be wlthout lt. Weeklv, S.T.OOa year; «1.50 six months. Address. MITNN & CO.. Publishees, 361 Broadway, New York Clty, N orthern Pacific North B’und STATION8. Soouth Bund Freight JNo.’ 153. Daily wa •gg (?S Ssl WS a ® * ss PhS ■*-> d Freight No. 154 Daily. j 1.20p 2.45p .. Winnipeg.. Í.OÍ'P 5.30« 1.05p 2.34p *Portage J unc 1.16p 5.47« 12.42p 2.23p * St.Norbert.. 1.28p 6.07« 12.22p 2.12p *. .Cartier.. .. 1.89p 6.25« 11.54a 1.56|> *. St. Agathe.. 1.56p 6.51« 11 31a 1.45p *Union Point. 2.04p 7.02« 11.07a 1.31d *Silver Plains 2.17p 7.19« 10.31a l.lOp .. .Morris ... 2.35p 7.45* 10.03a 12.52]) .. .St. Jean... 2.48p 8.25a 9.23a 12.28p . .Letellier .. 3.06p 9.18« 8.00a 12.00p .. Emerson .. 3.25p 10.15« 7.00a U.50a . .Pembina. .. 3.35p 11.15* 11.05p 8.l5a Grand Forks.. 7.20p 8.25p 1.30p 4 35a .Wpg. Junc.. ll.OOp 1.25p 7,30a Duluth 8 OOa 8.30a Minneapolis 6 40a 8.00u ... St. Paul... 7.10 I0.30a ... Chicago .. 9.35p Winnipeg- Canada. RAILROAD TIME CARD.—Taking ftffect Sunday April 12 '1896. MAIN LINE. MORRIS-BRANDON BRANCH East Bounp 1.20p 7.50p 6.53p 5.49p 5.23p 4.39p 3.58p 3.14p 2.51 p 2.15p 1.47? 1.19p 12.57p I2.27p 11.57a 11.12a I0.37a I0.13a 9.49 a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a oo « aí r-CO Á 5 & ro 3 ÖTATION8. W. Bound. *> . <N iQ T“' <V a H° ÞQr-. 2.451< 12.55p 12.34p 12.09p U.59a 11.42a 11.20a 11.08a 10.57a 10.40a 10.26a 10.13a lO.OSa 9.48a 9.35a 9.41a 8.57a 8 42a 8.35a 8.27a 8 13a 7.57a 7.40a o Number 127 Winnipeg . ,| .. .Morris .... * Lowe Farm *... Myrtle... ...Roland. . * Rosebank.. ... Miami.... * Deerwood.. * Altamont.. . .Soinerset... ♦Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. .. Baldur.... .Belmout.... .. Hilton.... . Ashdown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite ♦Martinville.. .. Brandon... stop at Baldur l.Oöpl 2.40p 3.02p 3.26p 3.36p 3.53? 4.06p 4.26p 4.37p 4.54p 5.07p 5.2 lp 5.3lp 5.45p 5.5bp 6.19p 6.36p 6.52p 6.58p 7.08p 7.19p 7.36a 7.55p for 5 30p 8.00a 8.44a 9.31a 9.50« 10.23« 10.54« 11.44« 12.1 Op 12.51p 1.22p 1.54p 2.18j 2.52p 3.26p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p 6.37p 7.18p 8.00p meals POR TAGELA PRAIRE BRANCH W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except Sunday. STATIONH. 5.45 p.m. .. Wiunipeg. 5.58 p.m *Fort Junctioi. 6.14 p.m. *St. Chnrles. 6.19 p.m. * Ileadingiy.. 6.42 p.m. * White Plains 7.06p.m. *Gr Pit Spur 7.13p.m. *LsS»lle Tank 7.25 p.m. *.. Eustace... 7.47 a.m *.. Oakville. 8.00 M.m. *. . .Curtis. . . 8.30 a.m. Port.la Prairie East Bouc Mixed No. 144 Évery Da; Exrept Sunday. : Fl«tr S'fttc's 12.25-p.m. 2.i0p.m« 11.44 p.re. 11.36 p.re. lLl2p.m. 10.47 p.ir. íO.sop.m, 10.26 a.m. 10 03 p.m. 9-49 p.rn. 9.30 p. bo . Stations maikeo—*—bave no agei Fre ght rnust b- prepaid Numbers 107 and 108 hav throu Pullinan Vestibuled Drawinglíoom S!e ing Cais between Winnipeg, St. I’au) a Minneapolis. Also Palace Diniog Ca Close connection at Chicapo with easte lines. (!onnection at Winnipeg Jnncti with trains to and from thc Pacific coi Forrates and fuil informaíion cc cerning connection with ot'ier lines el apply to any ngent of the compnny ’or CHA8. 8. FEE. H. SWINFORD G.P.&.T.A., St.Psul. Gen Agt. W]

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.