Heimskringla - 23.07.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 23. JÚLÍ 1896.
Winnipeg.
Hra. Sigurður Helgason frá Milton,
N. Dak., kom til bæjarins fyrir síðustu
helgi.
Séra M. J. Skaptason fór til Nýja
íslands hinn 17. þ. m. og er ekki vsent-
anlegur aftur fyrr enum mánaðarlokin.
Hra. Christian Johnson frá Baldur,
Man., heilsaði upp á oss á þriðjudaginn,
Kom til bæjarins á laugardaginn var.
Ve'rðlaun á sýningunni hafa nokkr-
ir af þeim fengið, sem S. J. Scheving
hefir rakað og klippt.
Hra. Guðm. Guðmundsson gull-
gœiður í Hallock, Mijjn,, og Jón bróðir
hans, hóteleígandi í Fosston, Minn.,
komu til bæjarins á mánudaginn var.
Frídagur fyrir alla í bænum, sem
vilja eftir hádegi í dag, í þeim tilgangi
að fjölmenna sem mest á Iðnaðarsýn-
inguna.
Meðal gesta úr Argylebygð sem vér
höfum orðið varir við eru, Andrés Jó-
hannesson, Jón J. Breiðdal, Hallgr.
Jósefsson, Guðjón Storm.
Rigningar. Eftir langvarandi hita
og þurka rigndi hér talsvert aðfaranótt
mánudagsins og aftur á þriðjudaginn
framundir hádegi og af og til um dag-
inn.
Hra. B. B. Olson. sem gengið hefir
á verzlunarskóla hér í bænum 2 undan-
farna vetur, útskrifaðist af skólanum
20. þ. m. með ágætis vitnisburði, — I.
einkunn 91.
Hra. Halldór Kjærnested frá Húsa-
vik, Nýja íslandi, kom til bæjarins um
helgina. Segir hann G. M. Thompson
kosinn oddvita í Gimlisveit með 27
atkv. umfram O. G. Akraness.
Hveitiuppskeru horfur eru ekki sem
álitlegastar vegna hita og þerris um
undanfarnar vikur, en rigningar miklar
til þess er hitinn byrjaði. Af því leiðir
að vonlegt þykir að hveiti stigi í verði.
Allmargir landar úr Argylebygð
komu til bæjarins fyrir sýninguna.
Segja þeir útlit fyrir meðal uppskerú,
en þó bágt að segja hvað verður, vegna
þess hve stöngin erryðguð; nokkuð sem
ókennilegt er í Argyle bygð.
Miss Halldóra Thomasdóttir yfir-
Setukona er flutt af Ross Ave. yfir á
Elgin Ave. og er húsnúmer hennar þar
865, en er augsýnilega rangt. Hús henn
ar er rétt andspænis norðurendanum á
marghýsinu (Terrace) á Kate Str.
Þegar þið eruð á sýningunni, þá
leitið uppi búðir þeirra (undir “Grand
Stand”) Jóns Hall og Jóh. G. Thorgeirs-
sonar og kaupið að þeim fremur en öðr-
um.—Sýningin heldur áfram allan laug-
ardaginn og ef til vill á múnudag.
Hra Jósep Sigurðsson, bóndi í Viði-
nesbygð í Nýja fslandi, kom til bæjar-
ins á þriðjudaginn og dvaldi til mið-
vikudagskvölds. — Nokkrir fleiri Ný-
ísl. hafa komið á sýninguna, en ekki
kunnum vér að nafngreina þá.
Nokkrir Dakota-íslendingar hafa
komið á sýninguna, en ekki höfum vér
orðið varir við nema A. P. Reykdal,
Jón Dínusarson frá Hallson, Ólafur J.
Ólafsson, aktýgjasmiður frá Canton og
Árni Sigfússon frá Akra.
Á fimtudagskvöldið var flutti stræt-
isvagnafélagið yfir 10,000 manns eftir
‘Belt’-linunni (Main, ILogan, Nena og
Notre Dame strætum) út að ‘Circus’-
stöðvunum á fletinum norðaustur af
almenna sjúkrahúsinu. Á þeirri leið
hefir félagið aldrei áður flutt jafnmargt
fólk á einu kveldi. Þurfti til þess 6
lestir og 3 til 5vagna í hverri, og var að
verkinu til kl. 1 um nóttina.
Hra. Þórarinn Þórarinsson frá
Garðar, N. Dak., kom til bæjarins á
mánudagskvöldið,aðallega í þeim erind-
um að leita sér lækninga við augnveiki.
Eftir þvi er honum er kunnugt hefir
ryð á hveiti ekki gert mikinn skaða 1
íslendingabygðinni í Dakota.
Dr. Valtýr Guðmundsson kom til
bæjarins í gærdag með C. P. R., austan
frá Montreal og voru vinir margir til að
mæta honum á vagnstöðinni. Fremst
þar í flokki má telja hálfbróður doktors-
ins, hra G. W. Símonarson, frá Argyle-
bygð ásamt Mrs. Símonssom. — Er það
ráðagerð Mr. Símonson’s að fara heim
til sín með dr. Valtýr a morgun og sýna
honum Argyle-bygð til þess um mánað-
' arlokin,
Oss er ritað frá Dakota, að 17. þ.
m. hafi þau hjónin Mr. og Mrs. Bogi
Eyford í Pembina, mist elzta son sinn
efnilegan dreng á 5. (?) ári. Var jarðað
ur að Eyford 19. þ. m. — Enn fremur
höfðu þau hjónin Mr. og Mrs. Walter
mista yngsta barn sitt 8. þ. m.
A. E. St. John,
D. D. L., L. D. S.
Verður á Gimli 9. til 15. Ág. í þeim til-
gangi að fást við tannlækningar. Dreg-
ur tennur tilfinningarlaust. Fult ‘sett’
af nýjum tönnum $15 ; partar úr ‘sett’
$3 og yfir. Öll viðgei*ð er vönduð og
endingargóð.
‘Þjóðviljinn ungi’ segir kalda tíð
og stirða á Vestfjörðum í lok Maí, —oft
haglél eða snjókrapa. — 28. Maí hafði
hafís fylt Skutulsfjörð allan, svo að
menn gátu ekki róið á vestanverðu
Djúpinu. — Síldarveiði hafði verið góð
í Djúpinu frá því um miðjan Maí.
Hinn 19. þ. m. lézt hér í bænum,
að heimili sínu í Fort Rouge, Mrs. H.
Paulson, — Sigríður Halldórsdóttir
Halldórssonar frá Kollafossi í Húna-
vatnssýslu, 30 ára gömul. Hún var
gift Halli Sigurðssyni Pálssonar úr
Fljótsdalshéraði í N.-múlasýslu, er lifir
konu sína ásamt 2 ungum dætrum, —
1 og 3 ára að aldri — Útförin fór fram
hinn 21. þ. m. frá heimili hinnar látnu.
Nokkrir vesturfarar af Islandi komu
til bæjarins á fimtudaginn 16. þ. m.,
með hra. Jóni Sveinbjarnarsyni bónda í
Argylebygð, er brá sér til íslands í síð-
astliðnum Aprílmán. Með honum komu
Andrés F. Jónsson, Kolbeinn Þorleifs-
son, Jón Sigurðsson, Tómas Sæmunds-
son, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Mar-
grét Einarsdóttir, Helga Kristjánsdótt
ir, Steinunn Jónsdóttir. Alls hafa því
komið 11 manns af íslandi til Winnipeg
í sumar. Þessi litli hópur kom með
Allanlínu skipinu ‘Sardinian’. — Af ís-
landi fóru 16 alls, en 1 varð eftir á Skot-
landi og 5 fóru til Chicago.
Það slys vildi til á Wallace ‘Circus’
um daginn, að kona tilheyrandi flokkn-
um féll niður af rólu uppi undir tjald-
toppi og handleggsbrotnaði, og það svo
illa, að það er enn ekki víst nema hún
missi handlegginn. Undir engum kring
umstæðum getur hún framar æft í-
þróttir sínar á ‘Circus’. — í sambandi
við þetta má og geta þess, að eigendurn
ir áttu örðugt' með fíla sína. Tveir
þeirra (voru 5 alls) flugust á hlupu burt
við öll tækifæri og voru nærri orðin
slys áð í hvert skifti sem út var farið í
prosessíu um göturnar. Yfir 20,000
manns sóttu sýningu þessa.
Meðalið bjargað lííi hans.
Mr. G. Caillonelle, lyfsalií Beaversville,
111., segir : “Eg á líf mitt að þakka Dr.
Kings New Discovery. Eg fékk influ-
enza og reyndi aUa lækna í nágrenninu,
en það var árangurslaust, og mér var
sagt að mér gæti ekki batnað. Eg hafði
Dr. Kings New Discovery í búð minni
og sendi ég eftir einu glasi, og fór að
brúka það, og frá því ég byrjaði á því.
fór mér að batna. og þegar ég var búinn
úr þremur glösum, var ég orðinn frísk-
ur. Eg hefi það ætíð í búðinni og heima
hjá mér.Fáið að reyna það fyrir ekkert.
Til í öllum lyfjabúðum.
Lyf við höfuðverk.
Sem meðal við aUskonar höfuðverk hefir
Electric Bitters reynst óviðjafnanlegt
meðal. Þeir lækna fyrir fult og alt, og
hinu versti höfuðverkur lætur undan
þeim. Vér rúðleggjum öllum sem veikir
eru að fá sér glas af honum til reynslu.
Electric Bitters lækna viðvarandi ó-
hægðir með því að styrkja og örfa inn-
yflin, og fáir sjúkdómar geta til lengdar
staðið á móti áhrifum þessa meðals.
Reyndu það einu sinni. 50c. og $1.00.
I öllum lyfjabúðum.
íslands-fréttir.
Eftir “Stefni”
Akureyri, 15. Júní 1896.
ís- og frystihúsi vilja margir að
komið sé upp hér í bænum, til að geyma
í matvæli, þó það mál sé ekki i hreyf-
ingu nú sem stendur, mun þess varla
langt að biða að eitthvert skrið komist
á það, aftur mun nú fuUráðið að slík
hús verði bygð í sumar á Litlaárskógs-
sandi og á Kljáströnd, sem munu eink-
um eiga að vera til að geima i þeim
beitu.
Sameiningarfundnr bindindisfélaga.
— 8. Júní 1896 héldq, 17 menn úr 8hind-
indisfélögnm við Eyjafjörð fund með sér
á Akureyri, í þeim tilgangi að sameina
norðlensk bindindisfélög, efla bindindi
og útbreiða. Var fyrst lesið upp frum-
varp frá Magnúsi presti í Laufási, sem
fór í þessa átt, og var valin þriggja
manna nefnd til að endurskoða það.
Voru, eftir tiUögu séra Magnúsar, þess-
ir menn kosnir í riefndina: Magnús
Blöndal, Eggert Davíðsson á Tjörnum
og Kristján Jónsson í Glæsibæ, er eiga
að afljúka starfi sínu svo snemma, að
þetta endurskoðaða frumvarp verði
komið til hinna einstöku bindindisfélaga
fyrir miðjan Des. þ. á., svo þau geti
gert sínar athugasemdir, áður en það
yrði staðfest sem lög fyrir hina tilætl-
uðu bindindisfélagasameining á fundi
hennar, sem samþykkt var að halda
vorið 1897 á Akureyri. Á fundinum
var frumvarpið rætt og jafnóðum tekið
fram álit fundarins viðvikjandi nokkr-
um atriðum þess. — Samkvæmt þessu
áleit fundurinn:
Að öll félög hinnar tilætluðu sam-
einingar hlyti að hafa sömu lög það sem
höfuðgrein þeirra snerti, að hún væri
albindindisleg bæði með nautn og
veíting.
Að félögin kjósi á sameiningarfund-
inn einn fulltrú og einn varafulltrúa
fyrir hverja 20 í félaginu.
Að hvert félag hefði auk fundabókar
eina reikningsbók, tvær bréfabækur eða
að minnsta kosti eina.
Að menn bindist samtökum til að
útbreiða bindindi og styðja að stofnun
nýrra bindindisfélaga og að þau mál
væri líka borið upp á næsta héraðsfundi
Eyfirðinga.
Tíðarfar hefir verið kallt það af er
þessum mánuði, oft næturfrost. Gróöri
því ekki farið fram.
Amtráðsfundur var haldinn hér fyr-
ir Norðuramtið 9. og 10. þ. m. .
Fiskiafli. Vel fiskvart hefir orðið
hér utan til á firðinum.
Burtfararpróf frá Möðruvallaskóla,
12. Maí 1896, tóku þessir: Haraldur Sigurðars I ág.eink. 60 stig
Ólafur Gunnarsson I eink. 56 “
Jóhann Jóhannsson I 56 “
Jóhannes Bjarnason I 56 “
Hermann Þorsteins I 56 “
Svavar Sigurbj.son I 56 “
Gísli Jónson I 55 “
Guðm. Bergsson I 51 “
Fríman Frímansson I 49 “
Sreinn Hallgrímsson I 48 “
Haraldur Sigurðars II “ 44 “
Snorri Stefánsson II 26 “
Haraldur Sigurðarson frú Hösk-
uldsstöðum í Húnavatnssýslu hefir
þannig orðið fyrstur til þess að fá úgæt-
iseinkunn frá Möðruvallaskólanum þau
ár, sem hann hefir staðið.
JHITATID.
Og Paines Celery
Compouncl.
Hitinn um miðsumartímann er mjög
þreytandi fyrir þá sem eru veikbygðir.
taugaveiklaðir og eiga bágt með aðsofa
Um þetta leyti er hættast við að þess-
konar fólk þjást af því sem kallað er.
‘hita magnleysi’, sem gerir lífið óbæri-
lega byrði. Þegar þetta hitamagnle.vsi
kemur yfir menn er líkamsþrótturinn
ætíð mjög lítill.
Margir spyrja: ‘Hvernig á égað fara
að þvi að anna minum daglegu störf-
um ognjóta lífsins eins og aðrir í kring
um mig?’ Nú, auðvitað með því að
fara að eins og syp margir aðrir, eyði-
leggja upptök þesssem gengur að manni
með því að brúka Paines Celery Com-
pound í nokkrar vikur. Þetta maka-
lausa lyf gerir likamann hraustann,
styrkir taugakeriið, hreinsar blóðið og
gefur manni nýtt fjör og líf. Mörg
þúsund manns hafa reynt það, að Pain-
es Celery Compound er ómissandi til að
halda í manni fjöri og matarlyst um
hitatímann, og til þess að halda útguf-
uninni í réttu , lagi og gera svefninn
hressandi. Paines Celery Compound
upprætir hið svo kallaða hitamagnleysi,
og setur menn og konur í þær stelling-
ar, að nautn lifsins verður fullkomin.
E. KNI6HT& 60.
351 riain Str.
Andspænis Portage Ave.
Þar fást ágæt kaup.
Leður- og dúk-skór fyrir börn 75c.
Fást hvergi betri.
Reimaðir Drengjaskór 90c. til $) .00
Fást hvergi betri.
Reimaðir skór fyrir kvenfólk 75c.
Fást hvergi betri.
Fínir Oxford-skór fyrir kvenfólk
Með gjafverði.
Ágætir verkamannaskór 90c.
Með þykkum sólum $1.25.
Vér bjóðum of mörg kostaboð
til þess að hægt sé að telja
þau öll upp. Það verður tek- .
ið vel á móti ykkur í búðinni
þegar þið komið að heimsækja
oss, þó þið komið að eins til
þess að heilsa upp á oss - - -
Gáið að merkinu : Maður á hrafni, 351 Main St.
m
&
**
$
*
m
Svar til Kr. Bardals.
Ég álít skfyldu mína að fara nokkr-
um orðum um grein hr. Bardals í Lög-
bergi til mín og orsökina að tilveru
hennar, þó farið sé að líða nokkuð langt
síðan að sú grein kom út.
Hr. Kr. Bardal reis upp á afturfót-
unum út af því, er ég sagði í fréttagr.
frá Pipestone-bygð, að landar þar hefðu
orðið sárir við Magnús Paulson út af að
breyta vottorðinu, sem hann kom þeim
til að skrifa undir í haust er leið. Það
sat á öllum. betur en honum að skrifa
þvílíka grein, einmitt af því fyrst, að
hann var maðurinn, sem ég hafði þetta
eftir, og sem þyngstum steini kastaði
þá á M, Paulson fyrir vottorðsbreyt-
inguna ! Og svo næst að einmitt. Kr.
hljóp áhundavaði. Hann misskildi þá
helzt alla hluti; en hvað viðvíkur þessu
máli, þá misskildi hann breytinguna á
vottorðinu þannig, að M. P. hefði
breytt orðalagi sumstaðar, þó án þess
að breyta efni. Að það er tilfellið er ég
nú búinn að vita með vissu, með því,
að þegar menn fóru að gá að, var
þetta engin breyting í raun og veru,
þó bæðiKr. B. sem sumum öðrum
virtist svo í fljótu bragði. Ég get því
sjálfur liátíðlega vottað, að slik um-
mæli um M. P.. sem hér er um að ræða
eru röng, og er enginn glaðari en ég að
gefa slíkar upplýsingar, því ég vil ekki
að nokkur verði fyrir röngu i einu eða
öðru. Og að það hafi verið árás af
minni hálfu á M. P. neita ég hreint og
beint. En ég trúði Kr. B. til að segja
satt og til að skilja svo mikið sem mis-
mun á að breyta orðalagieða meiningu.
Og að óg hafði þetta eftir honum var af
tiltrú til hans sem manns, er takandi
væri til greina hafandi heilbrigða skyn-
semi o. s. frv. En nú brást það, og í
staðinn fyrir að skammast sín, eins og
hann hefði átt að gera, fer hann og
skrifar í Lögb. ónota slettu um mig
þess efnis, að gera mig höfund að sinni
lýgi. En satt að segja virtist fyrst að
M. P. væri sekur og ætlaði ég varla að
trúa því að svona lægi í málinu. sem
ég að framan hefi um getið, fyrr en ég
var búinn að rannsaka það í bygðinni
hjá mönnum, sem skildu það betur en
Kr., en það voru allir. Um daginn
kom ég til hans og fór að tala við hann
um þetta, og játaði hann þá að hafa
sagt við mig í vetur orð þau er ég ber
hann fyrir, en hann sagðist hafa meint
alt annað og kom með allra handa bibl-
íu-skýringar á því sem ekkert gildi
fengu hjá mór annað en það að sjá að
hann var að flækja málið. |Ég bað
hann þá að gefa mér 'þá viðurkenningu
skriflega, sem hann þá gaf mér munn-
lega, svo við gætum verið sáttir cg
þyrftum ekki að fara lengra út í það.
En þá setti hann upp konunglegt bros
og gaf mér jafnframt í skyn, að hann
væri til með að fara í blaðadeilu við
mig. Vitni til þessa er öll hans fjöl-
skylda. !En er ég spurði hann hví
hann hann hefði farið að nefna mig
löiðinlegum orðum í grein sinni, þá af-
sakaði hann það svo að hann hefði
haldið það annan mann, sem skrifaði
grein þá í vetur, er hann svaraði. Svo
í vitund sinni hafði hann þannig titlað
alt annan mann, en mig, og sættumst
við upp á það. Legg ég nú málsástæð
ur undir þeirra manna dóm, seiri
þekkja okkur báða, og gef mig svo frá
meiri deilum við konginu nema ég sé
neyddur til að segja ineira, í tilfelii að
hann haldi áfram að gera mig að lyg-
ara fyrir sína skuld, eins og að framan
er útlistað.
En svo innsiglir ritstj. Lögbergs
þetta Bardals buil með þeirri staðhæf-
iiig, að Hkr. og Hkr.-menn hafi ávalt
reynt að spilla fyrir nýlendunni. Þetta
er guðspjalla sannleikur. Það sem
Hkr. minntist á nýlendu þessa um ár-
ið var eftir frásögn inanna sem þar fóru
um og sögðu frá eins og þeim leizt að
vera rétt. En siðan hafa uppgötvazt
kostir landsins, svo sem t. d. það, að
grjótið þar or einhver stærsti kostur-
inn. Það skýrist þannig: að þar eru
afargrýtt lönu, sem aldrei verða tekin
í allri hundstíð Lögb., að minsta koit:,
en eru góð til beitu og mikill heyskapur
á sumum þeirra. En síðan hafa Hkr,-
menn af og til um nýlenduna ritað og
jafnan eins gott og hægt var til að
segja satt, en aldrei með einu orði last-
að hana. Og það mun verða haldið
áfram af hálfu Hkr.-manna aðmót-
mæla slúðri því sem Lögborgingar
kunn.a aðslefa út til innflutningshvata
fyrir almenning i nýl., svo sem skógar-
ruglið, — og meiri fjarstæða er ekki til
Og hvað skóg þann snertir eða önnur
landgæði, þá mun innflytjendum betra
að koma og skoða löndin áður en þeir
taka þau, en látaekki Greenwayiska
flækings-agenta ljúga upp á sig ónýtt
land, eins og þeir hafa fyrr gert ; þaðer
auðvelt að sanna.
Winnipeg, 13. Júlí 1896.
S. B. Benedictssom.
To
Cure
RHEUMATISM
TAKE
Bristol’s
SARSAPARiLLl
IT IS
PROMPT
RELIABLE
AND NEVER FAILS.
IT WIIaLi
MAKE
YQU WELL
Ask your Druggist or Dealer for it
BRISTOL’S SARSAPARILLA.
Fregn frá konu.
FLYTJANDI VONARORÐ TIL
HINNA ÞJÁÐU.
Hafði þjáðst af hjartveiki og lifr-
arveiki, sem eyðilagði alveg tauga
kerfi hennar. Er nú hraust orð-
in.
Tekið eftir Carleton Place Herald.
Sannleikurinn segja menn að sé
stundum undarlegur skáldskapur og á
engan hátt hefir það sannast betur en
með sögu Mrs. U. H. Edwards frá
Carleton Plece, sem hún sagði fregn-
rita blaðsins Herald Ifyrir nokkrum
vikum. Mrs. Edwards er vel þekt í
þessum bæ, og hefir búið hér í 25 ár.
Vér skulum segja söguna með hennar
eigin orðum : “í Júlí 1894 varð ég veik
af hitasótt, sem orsakaðist af blóðeitr-
un, og lá ég milli heims og helju í átta
vikur. Eftir að hitaveikinni linti fór
ég að finna til hjartveiki og einnig fékk
ég slæma lifrarveiki. Ég gatekki sofið
og taugar mínar voru fjarskalega veikl-
aðar. A meðan ég var þannig veik,
stunduðu mig ekki færri en þrír lækn-
ar, en öll þeirra viðleitni sýndist þýð-
ingarlaus, því ég lá svo mánuðum skifti
í voðalegu ástandi og hafði enga von
umáðkomast á fætur aftur. Þannig
leið þangað til um jólaleytið að kunn-
ingi minn ráðlagði mér að reyna Dr.
Williams Pink Pills. Maðurinn minn
útvegaði mér nokkrar öskjur, og ég fór
að brúka þær þó ég hefði litla trú á
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu-
sárum, frosthólgu, likþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist
Dorgunar. Vér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
MICA ROOFING-
Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið
var eitt ár liðið siðan ég þakti heflimyln-
una mína með Mica-bófa, sem þér hafið
til sölu, og tjargaði' óg það ekki fyr en
nærri sex mánuðum eftir að það var
lagt, en þrátt fyrir þaöþó rigningasamt
væri bar ekkert á leka og ekkert hafði
þekjan- skemst við tjöruleysið. Þetta
þak þolir bæði hita og kulda. R. D.
Paterson. Þetta Mica á ekkert skylt
við hið svokallaða Metal Brand Ready
Roofing. W, G. Fonseca.
þeim. Þegar ég var búin úr þremur
öskjum fór ég að finna til báta og mat-
arlystín fór að aukast. Þett a hertí á
mér að brúka pillurnar, og kom mér
það að góðu. Ég fór að geta sofið vel,
hjartveikin rénaði og taugakerfið, sem
alt hafði verið í ólagi, var nú aftur
komið í lag. Lifrarveikin fór líka. og í
sannleika varð óg eins og ég hefði aldrei
fundið til neins meius. Ég brúkaði alls
átta öskjur og enn þá hefi ég það fyrir
reglu að taka inn eina og eina pillu þeg-
ar mér finst eitthvað gánga að mér. Já’
sagði hún, ‘ég er svo glöð :yfir því að
hafa reynt Dr. Williams Pink Pills, af
því ég hefi þá skoðun, að ekkert annað
meðal hefði getað læknað mig svo full-
komlega. Ég gef mitt fylsta samþykki
til að þessi frásaga sé birt í blöðum svo
einhver sem þarf að halda á geti séð
gegnum hana tækifæri til að lækna sig.
Dr. Williams Pink Pills gera blóðið
gott og heilnæmt og útrýma þannig
sjúkdómsefnunum úrlíkamanum.Flest-
ir kvillar sem þjá menn eru komnir af
skemdu blóði-eða veikluðu taugakerfi,
og við öllu þesskonar eru Pink PiUs ó-
yggjandi.
Þessar pillur erualdrei seldar öðru-
vísi en í umbúðum með merki félagsins
á og fullu nafninu !Dr. WiUiams Pink
Pills for Pale People. Ef ekki er þann-
ig um þær búið, þá eru þær eftirstæl-
ingar, sem menn ættu að varast.
FVERY FAMILY
SHOULD KNOW THAT
Is a very remarkable remedy, both for IW-
TERNAli and EXTERNAL use, and won-
derfal in its quiok action to relieve distreaa.
PAIN-KILLER
ls a sure cure for Boro
Tliront, toutrlm,
Cliills* IMarrlnrn, Djscnicfy, iruiups,
('huicra, and &11 Bovfel Complaints.
PAIN-KILLER KE
HirkneAR, HicU Ilcndnclic, I*ain In fho
Ikick or Sidc, Rlicumatifcin and Ncuralcia,
PAIN-KILLER 'íWi.T.mVÍí
IIIADE* It lirinffS BPF.EDY AND PF.RMANENT REUET
ln aU cases of liruifccH, Cuts, Hprains, hevere
Uunu, ctc.
ÍSLENZKR LÆKNIR
DR. M. IIALLDORSSON,
Park River — N. Dak.
PAIN-TfTT T PD ■■ th« w.n w«í »><
L íillT iVlJLLfLtiX. trusted fricn«l of th«
Mcchanlr, Farmer, PÍHiitcr, Hailor, aiulia
factall classes wantltiB a uicdlcine always athawl.
umisAFKTousE intcrnally or externally wti
Mrtuinty ofrelief.
Bewnro of imitatlons. Take none but tbe gcnuta^
**Pkkry I>AVI8.’’ Hold tíverytfhero ; 26c. big bottl*.
Very largo bottle, 60c.
0LD G0LD
Yirgina Flake Cnt
ÍReyktobak
W. S. KIMBALL & CO.
Rochester, N.Y., U.S.A.
17“Iiæstu verðlaun.
•ceaMttotsassooosseMcseHtMecMðoHMMMtfMM
Blair’s Fountain Pen
Ýi OF FUU SIZE OPEN.
Eitt af þvf nauðsynlegasta sem þú getur haft í fónim þínum er BLAIR’S
SECURITY FOUNTAIN PEN. Þú hefir þá penna ætíð við hendina. Og þú
sparar þér margt ómak með því að þú skrifar jafnara og betur, og þeir kosta
þig minna með tírnarium holdur en vanalegir stálpennar og ritblý. Penninn
geymir sjálfur blekið í sér.
Þossir jiennar eru úr 14 karat gtdli og endast maunsaldur.
Þið getið feugið að reyna þá í 30 daga án þess það kosti nokkuð. Ef þeir
reynast ekki góðir. þá sendið þá til baka og vér sendum yður peningaua aftur.
Verðlisti : No. 1 gullpenni með fínum snáp................$1.75
No. 2 gullpenni meö finum eða stýfðum snáp $2,00
No- 3 gullpenni með fínum eða stífðum snáp S2.50
No. 4 gullpenni með fínum eða stýfðum snáp $3.00
Með sérloga vönduðu skafti 75 cts. auk áðurgreiuds verðs.
Sendið pantanir til
141 Brodway-----New York.
Þið fáið 5% afslátt á pennum þessum, ef þið minnist þess í
pöntuninni, að þið hafið séð þessa auglýsing í Heimskringlu.
Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár
liammar Paints
eru þétt í sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru
endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir málið þitt hreint, end-
ingargott og fallegt með því að hi >era Kainan við það nýja Linseed olíu.
Engin önnur olía dugar. 4 pottnr af þykku (Hammars) rnáli og 4 pott-
ar af hreinni Linseed olíu gera 8 jiotta af bezta múli, sem kostar að eins
#1.10 fyrir hverja 4 potta.
O.. DALBY selur alls konar húsgögn, veggjapappír, málolín og gler
etc. F.g kaupi heil vagnhlöss af varningi i einu og spara þannig við-
skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig.
O. DALBY,
Edinburgh, N. Dak.