Heimskringla - 30.07.1896, Qupperneq 2
HEIMSKEINGLA 30. JÚLÍ 1896.
Heimskringia
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. & Publ. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [íyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. bór] $ 1.
• •••
TJppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist í P. O. Money
Order, Eegistered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
business manager.
•• ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P. «. Box »05.
Góðir gestir.
Vestur-íslendingar hafa í sumar
verið heiðraðir með komu tveggja nafn-
togaðra samlanda sinna, — Dr. Valtýrs
Guðmundssonar, kennara við Kaup-
mannahafnar háskóla,og skáldsins nafn-
kunna, Þorst. Erlingssonar Cand. Phil.
Þeir tókust á hendur langa ferð og kost-
bæra, til þess að geta litið yfir þó ekki
væri nema eitthvað af aðal-bygðum Is-
lendinga hérmegin hafsins. Fyrir kom-
nna, fyrir að hafa lagt þessa lykkju á
leið sína til þess ofurlítið að kynnast
frændum sínum í frumbyggja ástand-
inu, eiga þeir þakkir Vestur íslendinga.
Og vér erum líka sannfærðir um að þeir
láta þær þakkirí té með mestu ánægju.
Það eru einmitt þessar samgöngur, sem
Vestur-íslendingar óska eftir og álíta
nauðsynlegar, þó Austur-íslendingar
máske geri það ekki. Hagurinn af við-
kynningunni er margfaldur. Hugir
Austur- og yestur-íslendinga dragast
saman, en rígurinn smá hverfur. Fyrir
viðkynninguna fara Vestur-íslendingar
eins og óafvitandi og gera sér betri og
skýrari grein fj’rir bróðurbandinu. sem
tengir þá við stofnþjóðina, þó haf skilji
milli og þó menn hér vitanlega séu háðir
öðrum lögum og hafi öðrum borgara-
legum skyldum að gegna. Ef til vill
sjá ekki þessir komumenn alt hér hjá
oss með sömu augum og vór, enda ekki
við því að búast, og ekki heldur nema
gagnlegt og gott að fá tilsögn og aðfinn-
ingar, því tilsögn er nauðsynleg í miklu
fleira en því, er að búskap lýtur. Heima
á íslandi hafa menn einnig gagn af
hingað komu málsmetandi manna,
manna sem öll þjóðin þekkir af orðspori
og ritverkum, ef ekki af persónulegri
viðkynning. Þeim smálærist þá að hér
sé lífvænlegt og að þeir sem vestur flytja
séu ekki endilega glataðir ur íslenzkum
mannheimi.
' Hingaðkoma mikilhæfra Austur-ís-
lðndinga er ef til vill meiri hagur fyrir
oss, en íslendinga heima, eða svo mun
mörgum virðast í fljótu bragði. Þess
vegna er þá líka Vestur-íslendinga að
óska, að sem flestir merkir samlandar
þeirra austan yfir haf vildu heimsækja
oss. Þeir auðga anda vorn og það er sá
akurinn sem þarfnast nýrra, lífgandi
strauma. Það er auðvitað engin þurð
á þeim straumum í þessu landi, en það
er aldrei of mikið af þeim, aldrei of mik-
ið borið í, þó einum eða fleirum nýjum
sé beint á akurinn. En svo græða þá
þessir menn þá hka eitthvað í sömu
mynd á ferðum sínum hér í landi og af
þeim gróða miðla þeir svo með tíman-
um stofnþjóð vorri heima. Einnig að
því leyti hafa íslendingar hag af ferðum
þessum, það svo, að þegar öllu er á
botninn hvolft, er óvist að V estur-ís-
lendingar græði meira, þó svo kunni að
virðast í fljótu bragði. En það er satt,
að heiðurinn er vor. Þar sitjurn vór einir
í gróðanum.
í sambandi við þetta dettur oss í
hug, að yfirleitt getum vér ekki fært
Austur-íslendingum neina slika and
lega strauma, en vér getum þá samt
fært þeim aðra og engu síður gagnlega
strauma. Vér getum fært þeim pvak-
tiakn þekkingu í nýrri mynd. Vér höf-
um séð svo margt og ættum að hafa
lært svo margt, að því er snertir búskap
og almenn störf, notkun vinnuvela o.
s. frv., sem ekki þekkist a íslandi og af
þeim gróða vorum gætum vér miðlað
frændum vorum heima, án þess að verða
nokkru fátækari sjálfir. Ritstjórnar-
grein í einu Reykjavíkar blaðinu, núna
ekki alls fyrir löngu, miðar til að sýna
mönnum heima, að þeir gætu lært margt
þarflegt í nýju iöndunum, löndunum
sem verið er að byggja. Þó ekkert
land sé nefnt er auðsætt að það er Ame-
ríka, sem höfundurinn sérstaklega hefir
haft fyrir augum. Vestur-íslendingar
geta þess vegna tekið þá grein til sín,
sem viðurkenningu fyrir, að þeir geti
kent löndum sínum heima eitthvað
gagnlegt, enda er þegar, þó í snjáum
stíl sé, búið að sanna, að þeir geta það
og gera.
Það er einn vegur auðveldur til að
byrja á þeirri tiisögn, og hann er sá, að
Vestur-íslendingar leggi stund á að
auka samgöngurnar og viðkynninguna.
Vér viljum að sem fiestir merkir menn
að heiman heimsæki oss og er það vit-
anlega, þó óafvitandi sé, gert í eigin-
gjörnum tilgangi—í þeirri von að vér
græðum á því, jafnframt og vér gleðj-
umst af komu góðra gesta. Ef jafnt á
að vera skift ættum vér því að fara að
hugsa til heimferða, — til skemtiferða
heim til íslands. Tækju mennsig sam-
an um að leita uppi þá sem langar til
að skreppa heim og mynduðu svo ferða-
mannafélag í þeim tilgangi, er efalaust
að á ekki svo löngum tíma fengjust svo
margir til fararinnar, að auðvelt væri
að fá stórum niðursett fargjald. Eins
og stendur fara fleiri og færri menn
heim til íslands á hverju ári, en á með-
an engin slík samtök eru viðhöfð, verð-
ur ferðakostnaðurinn svo mikill, að það
eru ekki nema fáir, sem hafa efni á að
heimsækja “fornu átthagana”. Það er
öll von til að með samtökum mætti
þannig létta heimferðakostnaðinn svo
miklu muni. Að minsta kosti væri
litlu tilkostað, þó fregnað væri um, að
hvaða kjörum mætti komast, ef svo og
svo margir fengjust í skemtiferð heim.
Fengist slíkt framkvæmt gætum vér
jafnframt og vér skemtum oss á æsku-
stöðvun,um óefað gefið gagnlegar upp
lýsingar um þetta og hitt áhrærandi
búnaðarháttu og vinnuaðferð. Og það
er eflaust að eitthvað talsvert af þeim
upplýsingum bæri ávöxt, ekki síður en
samskonar upplýsingar að fengnar frá
Noregi, ^tanmörku eða Skotlandi upp á
kostnað landsins.
voru skaðræði, sem vörpuðu skugga á
vonir þeirra að geta hér viðurkent is-
lenzka brautargerð. íslendingar, eða
Norðmenn höfðu ekkert með mursteina
að gera. Það er hugsanlegt að mur-
steinsbrotin séu yngri, hafi fallið niður
dældina, sem sýnir hinn forna stíg, og
hafi svo smáþokast niður um grasrót-
ina í jörðina, þangað til þeir strönduðu
hinu gamla steinlagi, en að svo sé er
þeim ómögulegt að segja. í tóptar-
veggjunum hér og þar fundust einnig
nokkrir múrsteinar. Þetta múrsteina-
safn m. m. veldur þvi, að ráð fræði-
mannanna, er að þessari rannsokn
unnu, er á talsverðu reiki, að því er
snertir þá gátu, hverra byggingaleifar
þetta eru. Það þykir ekki óhugsandi
að tóptirnar séu upprunalega bygðar af
íslendingum, að Bretar eða Hollending
ar hafi síðar fundið tóptirnar og gert
við þær og hafi við þá aðgerð notað eitt
hvað af múrsteinum, og sem nú villa
mönnum sjónir. Af því þeir dr. Val-
týr og Þ. Erlingsson gátu ekki viður-
kent þessi mannvirki islenzk að upp-
runa, láta þeir hérlenda fræðimenn
eina um að úrskurða hvaða leifar þetta
séu. Þeirra verki er lokið. Þeir hafa
rannsakað alt sem rannsakað verður á
þessu sviði, ásamt rúnum á steinum
nokkrum, gefið álit sitt um þetta alt,
sinn í hvoru lagi, og láta þeir svo hér-
lenda fornfræðinga skera úr málum.
Fornleifarnar hjá
Boston.
Eins og stuttlega var skýrt frá í
síðasta blaði kom Dr. Valtýr Guðmunds
son hingað til bæjarins á miðvikudag-
inn var með C. P. R. lestinni að aust-
an. Sama daginn kom og Þ. Erlingsson
Cand. Phil., til bæjarins með Northern
Pacifio lestinni að sunnan, en um vænt
anlega komu hans fréttum vér ekki
fyrri en blaðið var nærri alprentað.
Þeir höfðu skilið i Boston. Þaðan fór
Dr. Valtýr norður með strönd, norður
í Maine-ríkið til að heimsækja familiu
Dr. Reeves sál., íslands vinarins, sem
margir kannast við, og þaðan vestur
um Montreal. Frá Boston fór Mr. Er
lingsson vestur um land. um Niagara-
foss til Chicago og dvaldi þar 5 daga
Hér í bænum dvöldu þeir svo til föstu-
dags, en fóru þá vestur í Argylebygð.
Móðir og hálf-systkini Dr. Valtýrs búa
þar og hjá þeim dvelur doktorinn fram
undir íslendingadaginn. En óvíst er,
þegar þetta er ritað hvort Mr. Erlings-
son getur dvalið svolengi. Hann hefði
ánægju af að vera hér áíslendingadag-
inn, og til þess langar alla aðra, og hef-
ir ósvikið verið lagt að honum að bíða.
En störfum hans í Khöfn er þannig var-
ið, að hann sér sór það ekki vel fært,
hvað sem verður.
Eins og áður hefir verið getið um
eru þessir nafntoguðu landar vorir
komnir til Ameríku í þeim tilgangi að
rannsaka rústirnar í grend við Boston
sem ætlað er að séu húsaleifar forn-Is-
lendinga. Fræðimenn hér í landi haitla
því frarn, að byggingarleifar þessar séu
ekki eftir Indíána og ekki eftir Englend
ingaeða Frakka, ográða svo af því, að
hér hljóti að verabyggingarleifar þeirra
íslendinga, ev um tíma höfðu aðsetur
af og til á Vínlandi. En svo eru þessir
íslenzku fræðimenn þeim ekki rétt vel
samdóma í þessu efni. Afstaða rúst-
anna og byggingarlag er mjög áþekt
samskonar rústum á Islandi, en það út
af fyrir sig er ónóg sönnun fyrir að hér
séu byggingaleifar Þorfinns Karlsefnis
eða annara íslendinga. Auk tóptanna
og veggslitra fundu þeir og steinlagðar
götur eða niðurgrafin stræti, eins og
víða má sjá á íslandi. Þær voru svo
líkar þeim á íslandi, að hér þótti fund-
inn ljósasti votturinn um verk íslend-
inga, en er tekið var að rannsaka stein
ana í götunum eða götunni, fundust
þar innan um nokkur brot af rauð-
um múrsteini. Þessi múrsteinabrot
Síðan hið ofanritaða var fært i letur
hefir hr. Þorsteinn Erlingsson komið til
bæjarins aftur vestan frá Argylebygð,
og höfum vér átt tal við hann um þessa
rannsóknarferð. Að þessi rannsókn var
gerð er að þakka próf. Horsford, sem
fyrir nokkru er látinn í Boston og sem
iagði alla stund á að sanna, að rústirn-
ar hjá Boston væru íslenzk aða norræn
mannvirki. Að honum látnum hélt
dóttir hans, Cornelía Horsford, áfram
starfi hans í þessa átt. Hún reit Dr.
Valtý og bað hann að rannsaka rústir á
íslandi og síðan þessar til samanburðar
Þessu gat doktorinn ekki komið við og
varð það því hlutverk Þorst. Erlings-
sonar að fara til íslands. Það gerði
honn í fyrrasumar og gróf þar upp ná-
lægt 20 bæi á suður- og vesturlandinu
og auk þess fjölda af naustum, stýflum
og dysjum, vatnsfarvegum (eða skurð-
um) o. fl. Að boði Miss Horsford héldu
þeir svo af stað frá Khöfn til Boston
26. Maí síðastl. Dvöldu þeir 5—6 vik-
ur í Boston og grófu upp hinar gömlu
rústir sem eru í útjaðri borgarinnar
Cambridge i Boston-bæjaklasanum.
Hérlendir fræðimenn—æfinlega einn
og stundum fjórir—voru alt af með
þeim, Gerard Fowke, fornfræðingur frá
Ohio, W. J. McGee frá Washington,
Prof. Davis, háskólakennari við Har-
vardháskóla og David Boyle, fornfræð-
ingur frá Toronto. Þegar til kom sann
aðist að margt af því sem menn hugðu
fornar toptir, var alls ekki mannaverk.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þar
ekki um að gera nema eina skálatópt,
það er eina rústin, og einn stígur stein-
lagður frá húsinu niður að ánni, Karls-
á (Charles River). Og af mörgum á-
stæðum er það álit hra. Erlingssons,
að hendur norrænna manna hafi aldrei
snert þá skálaveggi. Tóptin er lítil
ekki yfir 20 fet á hvern veg og bygð inn
í hæð og sýnist yngri en svo að hún
geti verið frá tíð Þorfinns Karlsefnis
eða annara samtíða Islendinga. Að hún
er ung sést meðal annarsá því, að gler-
uð leirpottabrot voru í tóptargólfinu,
en múrsteinsbrot mörg í stígnum niður
að ánni. En það þykir honum miklu
fremur hugsanlegt, að mannvirki nokk
ur í grendinni gætu másl <■ vei ið gerð
af Skandinövum, svo se" --týdur og
vatnsfarvegir. Þó bera en^inþau
merki að það verði san ■ og eru að
auki, að hra. Erlingssou ðist, ekki
nógu gömul til þess.
Ráðaneyti Lauriers.
í tveimur stöðum að minsta kosti
er æði megn óánægja risin upp gegn
Laurier-stjórninni innan vebanda hans
eigin flokksmanna. Sú óánægja er í
sambandi við ráðaneytismyndun hans
í Ontario bjuggust allir við, töldu alveg
sjálfsagt, að Hon. David Mills'yrði tek-
inn í ráðaneytið sem dómsmálastjóri
enda er hann færastur allra ‘liberala
Canada til að gegna þeim störfum
En svo brást sú von. Mills var ekki
nefndur, en gamli Sir Oliver Mowat
fenginn til að skipa hið eðlilega sæti
Mills. Að Mowat hafi vit á þeim mál
um, er nokkuð sem allir viðurkenna, en
svo er hann of gamall til að standa
stríðinu, sem þeirri stöðu er samfara
enda sagt að hann sé þar að eins til
bráðabyrgða, en haldið fram að Geoff
,rion só ætluð staðan innan fárra mán
aða. Útafþessu eru ‘liberalar’ í vest
ur Ontario sérlega óánægðir, þykir að
hér sé hinuin viðurkendu hæfileiku m
f
David Mills sýndur lítill sómi.
Sama óánægjan og engu sjður al
menn er nú uppkomin meðal ‘liberala’
Manitoba. Það er langt síðan öllum
var talin trú um, að JosephMartin ætti
vísa innanríkisstjórnina undireins og
Laurier kæmist að völdum. Til þess
bæði að styrkjakjósendurna í þeirri trú
og að gera Martin sem stærstan í aug
um Lauriers var honum fagnað sem
þjóðhöfðingja, þegar hann í vor kom
að austan eftir þingrofin. Og síðan, alt
í gegn um kosningasóknina, var það
látið klingja í eyrum kjósendanna, að
i raun réttri væri Martin innanríkis-
stjóri engu síður en Macdonald, og að
menn þess vegna þyrftu ekki að hika
við að kjósa hann; Laurier tæki ekki
fyrr við stjórntaumunum en Joseph
Martin yrði albakaður innanríkisstjóri.
En svo brást þessi von. Martin fær
ekki innanríkisstjórnina, þrátt fyrir að
það er honum mest að þakka, — skóla-
málinu sein hann er höfundur að, — að
Laurier náði völdum. Þegar á það er
litið, þá sýnist ekki nema sanngjarnt
að hann hefði fengið innanríkisdeild-
ina til að stjórna. En það var hins
vegar fyrirsjáanlegt. að það gat ekki
látið sig gera. Martin var nauðsynlegt
verkfæri til að sundurdreifa, til að
auka f jandskap milli þjóðflokka og trú-
flokka, en að sigrinum fengnum er
hann einskis nýtur. Verki hans er þá
lokið og liann má eiga sig.
Það er ekkert leyndarmál hverjum
það er að kenna, að Martin er þannig
bafður fyrir olnbogabarn. Það er J.
Israel Tarte, sem fékk útbolað Martin.
Það er viðurkent eystra, í Ottawa að
minsta kosti, að það var Tarte sem um-
hverfði Quebecfylki og sem þar af ieið-
andi kom Laurier á veldisstólinn. Að
Laurier á bonum sigur sinn að þakka
það sýnir hann líka með því að gefa
honum til stjórnar þá stjórnardeildana
sem eftirsóknarverðust er fyrii þá, sem
þurfa og vilja ráða yfir mestum pening-
um og flestum mönnum. Þaðer Tarte,
sem er ráðahæztur sem stendur, og þeg-
ar athuguð er skoðun hans á skólamál-
inu. þá er auðráðin gáta að hann ekki
gat liðið Martin í ráðaneytinu. Þetta
var auðséð þegar fyrir löngu síðan og
það er nú fram komið. Eftir að hafa
búið vopnin í hendurnar á Laurier og
eftir að hafa barizt eins hraustlega og
hann gerði, er Joseph Martin, að sigr-
inum fengnum, kastað burtu eins og út
slitpu fati. Hvað vesturlandið snertir
er það enginn skaði. Það er þvert á
móti gróði, ef Greenway fær völdin
eins og haft er við orð, undireins og
búið er að útkljá skólamálið. En það
breytir ekki þeim sannleika, að flokkn-
um hefir farizt illa við Martin.
ar borgir eru mannfleiri, en bæði þessi
víðlendu lönd. Útkoman verður á
þessa leið:
Ibúar. íbúar
London. .6,177,913 | Canada. .5,000,000
París.... 2,400,000 | Ástralíu.3,000,000
8,577,913 8,000,000
Samlagt flatarmál Ástraiíu og Can-
ada er rúmlega 61 milj. ferhyrnings-
milur, eða sem næst helmingi víðáttu-
meira, en alt meginland Norðurálfu.
Tiltölulega eins mikill er mismun-
urinn beri maður saman fólksfjölda
Canada og Belgiu.
Flatarmál Belgíu er 11,373 ferhyrn-
ingsmílur (eiim sjöundi af stærð Mani-
toba-fylkisins). íbúatala í Belgíu 6
milj. t
Flatarmál Canada er 3.470,257 fer-
hyrningsmílur. Ibúatala 5 milj.
A£ þessu sést, að þó Canada sé
nærri 300 sinnum stærri en Belgía, tel-
ur þó Canada einum sjötta færri íbúa.
Þó verður þessi munur meiri taki
maður til samanburðar vestur helming-
inn af Ástralíu og hólmann litla: Hong
Kong.
Flatarmál vestur-Ástralíu er heldur
meira en 1 milj. ferhyrningsmílur, en
íbúarnir á því sviði *Öllu ekki nema
50,000.
Flatarmál Hong Kong-eyjarinnar
er bara 32 ferhyrningsm. (mest breidd 3
mílur, mest lengd 10 mílur) og megin-
hluti hennar gróðurlítill og ill-kleifur
fjallshnjúkur. Þó eru íbúar á þessum
hólma 220,000 talsins.
Þannig sést, að þó vestur-Ástralía
sé meir en 30 sinnum stærri en Hong
Kong, telur landflæmi það, frjósamt
eins og það þó er, ekki einn íbúa á móti
hverjum fjórum á hinu hrjóstuga skeri
við Kínlands-strendur.
Þetta er lítið sýnishorn af því hve
ójafnt mönnum er skift milli landanna
og héraðanna. Af því má því einnig
ráða, hve stór mikið fólkið má fjölga í
heiminum áður en hann vei ður ofhlað-
inn. Galdurinn er og verður, að fá fólk-
ið til að flytja úr hinu hóflausa þröng-
býli og fá það til að nota landgeiminn,
sem enn liggur ónotaður.
Ójafnt skift.
Það er ekki mikill jöfnuður á því,
hvernig mönnum er skiftniður á hnett
inum, eða hvernig roenn skifta sér sjálf-
ir, því allur fjöldínn hefir sjálfum sér
um að kenna. Á einum stað troðast
menn um svo þúsundum skiftir á einni
einustu ferhyrningsmílu. Á öðrum stað
og kannske skammt í burtu, vantar
mikið á að til sé einn maður fyrir hverja
ferhyrningsmílu. í einu landi út af fyr
sig, er þessi mismunur hvergi eins
mikill og í Bandaríkjunum. Á Man
hattan-eyju (í borginni New York) eru
víða svo þétt settir flákar, að þar sem
sæmilega væri þröngt um 100 manns
þar eru saman meir en þúsund manns
Þar er víða svo þröngbýlt, að heil, og
það mannmörg fjölskylda, má þakka
fyrir eitt einast herbergi fyrir alt fólkið
og i',U húsgögnin. í þeim hlutum borg
íl ~ ■ r iíf sönnu næst, að ekki sé nægi-
le„, and: úm«loft fvriv ibúana. Taki
maður vagnlest þaðau og haldi í suður
átt, er maður innan þriggja daga kom
inn til Texas og þá eru umskiftin orðin
þau, að maður fer mílu eftir mílu án
þess að sjá nokkra lifandi veru nema
fugl á flugi, — ekkert hýbýli manna og
engin mannaverk. Sama er hlutfallið
fari maður frá New York, Philadelphia
Chicago, éða öðrum stórborgunum, vest-
ur um landið. Umskiftin eru þau sömu
vestra og syðra.
Liti maður víðar verður þó þessi
munur enn stórkostlegri. Það má virð
ast ótrúlegt að í einum bæ séu helm
ingi fleiri íbúar en á heilu, stóru megin
landi. Þó er það svo. Astralía, að
Nýja Sjálandi meðtöldu, er að flatar
máli 3,075,000 ferhyrningsmílur. íbúar
þessa raikla lands eru ekbi yfir 3 milj
talsins, eða minna en einn Aaður á
hverja ferhyrningsmilu. ÍLundwiaborg
eru íbúarnir 6,177,913, eða meira en
helmingi fleiri en í Ástralíu og Nýj
Sjálandi til samans. Sneiði maður
burtu allan yzta hringinn, úthverfin
öll, frá London og skilji eftir aðal
borgina sjálfa. verðuv hún samt fullum
þriðjungi mannfteiri en öll Ástralía
því aðalborgin London telur fylhlega
4J milj. manna.
Bæti maður þá París við London og
taki maður svo bæði Canada og Ástra-
líu til samanburðar, sér maður að þess-
íslands-bréf.
Akureyri 24. Maí 1896.
Kæra Heimskringl!
Það er nú orðið mjög langt siðan
ég hefi skrifað þér og er það annríkis
vegna en ekki fyrir það, að ég hafi
gleymt þér. í þetta sinn datt mér í
hug að rita ofurlitlar almennar hugleið-
ingar eða nokkurs konar yfirlit yfir hið
pólitíska og andlega ástand á Islandi
yfir höfuð, og þar næst dálítið um kyrkj
ulegar hreyfingar í Þingeyjarsýslu.
Raunar inun flestum lesendum
blaðsins kunn hin nýja stefna er nokkr-
ir af þingmönnum tóku með hinni al-
kunnu uppástungu, og eru sumir svo
blindir að þeir halda, að alt muni það
mjög skynsamlegt, því hið nýja eða
gamla stjórnarfrumvarp, sem svo oft
hefir verið fjallað um, ákveði svo dýrt
stjórnarfyrirkoinulag, að það sé óhaf-
andi. Er það alleinkennileg ástæða, að
vilja ekki auka rétt sinn af hræðslu
fyrir að það verði of dýrt. Alt svo ef
það væri billegast að hafa einveldi al-
gjört, þá að taka því. Yfirhöfuðer út-
lit fyrir, að síðasta þing hafi fært ein-
hverja deyfð yfir hið þólitíska líf, sem
var þó alldauft áður; en lengi getur vont
versnað. Það er eins og þessi þvrela
með stjórnarskrárfrumvarpið hafi með
sér einhver lamandi áhrif. Menn evu
sumir í vafa um hvað tillagan muni af
sér leiða, gott eða ilt. Flestir hygg ég
að séu á því, að hún muni að eins tefja
fyrir málinu. Það eru ekki miklar lík-
ur til, að stjórnin fari að gefa út nýtt
frumvarp til stjórnarskipunarlaga fyrir
ísland, þegar hún alt af hefir haft þau
svör, að hin nú gildandi lög væru góð
og gild. Vitaskuld er hægt að segja, að
hin leiðin muni ekki heldur duga, en
hún sýnist þó flestum drengilegri og
ekki eins auðmýktarleg og sleikjuleg.
Enda eru þeir flestir í “leglaflokknum”
er jafnan hafa reynt að viðra sig upp yið
stjórnina og virðast engu síður vinna
fyrir nokkurs konar mútum, en sumir
ameriskir þingmenn, sem þó er alment
lastað á íslandi. Það er einkennilegt
að Skagfirðingar skuli alt af eiga þá
menn á þingi er ganga í lið með þeiin
er einatt gera sitt ítrasta til að spilla
því, að ísland fái aukin landsréttindi.
Mér finnst það alls ekki of mælt, þótt
sagt væri, að allir þeir er svíkjast undan
merkjum þjóðfrelsisbaráttunnar, að
þeir brennimerki sig sem föðurlands-
svikarar. Það bætir ekkert um, þótt
þeir segi að málið fái eigi framgang að
heldur. Það mundi að minsta kosti líta
alt öðruvísi út ef menn væru einhuga í
því máli. Þess má geta, að til er sú
skoðun hér á landi, að menn ættu að
segja sig algerlega lausa undan .yfirráð-
um Dana, en þar við er sá hængur, að
vér þurfum eitthvert skjól, einhverja,
sem mundu vernda oss fyrir ágangi og
óhlutvendni útlendra fiskimanna og
fleiri, er ágang kynnu að veita, og um
þá vernd kemur mönnum ekki saman,
í því, hvar hennar skuli leitað, hjá
Norðmönnum, Englendingum eða jafn-
vel Bandaríkjamönnum. Ég hygg að
það sé ekkert efamál, að hið hyggileg-
asta væri að leita til Englendinga.— Þá
er nú fleira í pólitíkinni, sem vert væri
að minna á, en ég má til að vera stutt-
orður.
Háskólamálið hefir fremur daufar
undirtektir víða, og eru menn í því sem
öðru, er tiL nýbreytinga horfír, hinir
rögustu; hræddir um að úr því geti
aldrei orðið með neinni mynd, að það
verði of dýrt og að það fáist ekki af
stjórninni að samþykkja neitt í þá átt.
í samgöngumálunum hafa verið gerðar
miklar breytingar og átti nú algerlega
að losa sig við danska gufuskipafélagið
og helzt að kaupa skip, en svo fór, að
hvergi fékkst bolli keyptur eða leigður
nema hjá gufuskipafélaginu danska og
þykir því mörgum lítil bótin. Alt af
er fjallað öll ósköp um unglinga ment-
un og skóla, en lítt sýnist það lagfær-
ast til sveita. Umgangskennarar eru
auðvitað orðnir margir, en engir reglu-
legir barnaskólar eru á komnir upp til
sveita, en í kaupstöðum er það mjög að
lagast, og víða virðist að löngun til
menntunar og manndáðar sé allmikil.
Þótt það heyri nú kannske ekki til
hins pólitíska kafla þá vil ég minnast á
kyrkjulífið. Það virðist sem að þeir er
mestu ráða um þau mál, vilji halda öllu
í hinu gamla horfi sem lengst, halda
mönnum bundnum í þjóðkyrkjunni,
hvort sem menn vilja eða ekki og livort
sem þeir eru margir eða fáir, sem af
sannfæringu geta í henni staðið. Vita-
skuld á hér að vera almennt trúar-
bragðafrelsi, eftir hinni núgildandi
stjórnarskrá, en þó eru allir skyldugir
til að gjaldaöll gjöld til prestsog kyrkju,
og sumir skilja lögin þannig að börnin
verði öll að fermast, annars tapi þau
borgaralegum réttindum, enda hjálpar
nú rótgróinn vani mikið til í þessum
efnum. Á hinn bóginn virðist sú alda
vera að dreifast út meðal þjóðarinnar að
fá einhverja óbeit, að minsta kosti leiði,
á prestum og kyrkjuferðum og er það í
samræmi við það er ég sagði í fyrra, að
meðvitund þjóðarinnar er að vakna þrá
eftir meira ljósi, meira samræmi í kenn-
ing og breytni. Hinn andlegi sjón-
deildar hringur er að stækka smátt og
smátt, og þá um leið fá menn augun op-
in fyrir því, að margt af því formi og
þeim venjum, er áður hafa þótt góðar
og ómissandi, falla í gildi. Flestir sjá
hvað það er átakanlegt að sjá börnin
eyða fjórum til fimm árum af sínum
besta námstíma til að læra utanbókar
þulur þær, er mjög lítið vinna að því að
menta þau, eða gera þau að betri og
þarfari mönnum fyrir þjóðfélagið, þul-
ur, sem mjög margir af þeim fullorðnu
hafa tapað trúnni á og enn færri breyta
eftir. Þannig fylgjast menn með af
yfirskyni og hræsni, margir hverjir, og
af því menn eru að sumu leyti knúðir
til þess lagalega, og að öðru loyti vilja
ekki brjóta gamlar venjur. Ált kyrkju-
lífið sýnist rotið og sjálfu sér sundur-
þykkt og þeir sem því eiga að stjórna;
t. d. biskupinn, virðast vera hinir róleg-
ustu en öðrum þeim er um það hugsa,
kemur lítt saman um meðöl þau er við
eiga, til að eyða rotnuninni og glæða
nýjan áhuga. Sumir vilja fríkyrkju og
Niðurlag á 1. bls.
Illt astami am miísamarifl.
Paines Celery Comjiound
viðheldur.
læknar og
‘Ég hefi ekkert þrek, enga löngun,
er daufur, og niðurdreginn, og álít oft
að þetta líf sé á enda.
Þetta ofanritaða eru orð margra uiö
þétta leyti ársins, bæði ungra og g»m'
alla, sem að meira eða minna leyti eru
lasnir, og alt af eru þjakaðir þegaf
mjög heitir dagar koma.
Það er nærri því óbæriiegt fyr’r
fólk sem þannig er ástatt fyrir, að h'fa
um hitatímann nema þeir hafi við hend
ina eitthvert meðal sér til hressingar’
eins og til dæmis Paines Celery Coui'
pound.
Þreytt, þjakað og heilsuveikt
sem aldrei er reglulega heilbrygt °S
vantar alt, fjör, þarf að hafa Paines Ce'
lery Compound til að hressa sig á. ’1
það að brúka þetta hressandi og lœkn
andi meðal ná menn fljótt heilsu °S
fjöri, og fjöri og verða lítið varir Vi
hinn þreytandi hita í Júlímán. ,
Paines Celery Compound læknar
degi hverjum óteljandi fjölda af taS'
burða fólki.
Bréfin koma daglega frá öllum P
um landsins og sýna að þetta nie
ört
ðal
bjargar fjölda fólks frá gröf og dauða-
Lesandi góður, vér ráðleggjuni P
að reyna Paines Celery Compouiid, e
þú ert lasinn.