Heimskringla - 27.08.1896, Blaðsíða 4
4
HEIMSKKINGLA 27. ÁGÚST 1896.
Winnipeg.
Sumarfrí alþýðuskólanemendanna
hér í bænum endar á mánudagskvöldið
kemur. Kensla verður hafin á þriðju-
dag 1. Sept.
Kona frá Cavalier, N. Dak., Mrs.
Coock að nafni, datt og meiddi sig, gekk
úr liði um öxlina í Elm Park á fimtu-
daginn var.
Frostið sem getið var um í síðasta
blaði gerði hvergi skaða, að því er séð
verður og gerði vart við sig á miklu
færri stöðum í fylkinu, en fyrst var
sagt.
Á laugardaginn 22. þ. m. gaf séra
Hafsteinn Pétursson saraan í hjóna-
band Mr. Fillippos Jónsson og Miss
Þórdísi Þorsteinsdóttir, — að 755 Ross
Ave., hér í bænum.
Hveiti er heldur að hækka i verði,
en fer hægt. Komst í 60J cent bush. í
Duluth á mánudaginn var. Hveiti-
kaupmenn í Manitoba búazt við það
hækki um 10 cents áður en frýs í haust.
Róðrarmennirnir fjórir hór í bænum
komu heim á mánudaginn og var þeim
mikillega fagnað. Skrúðganga var út-
búin og Mayor Jamieson bað þá vel-
komna, með snjallri ræðu.
Tekjur sýningarstjórnarinnar á með-
an Iðnaðarsýningin stóð yfir eru áætl-
aðar $26.000, en gjöld öll um $21,000.
Nákvæmir reikningar verða ekki til-
búnir fyrri en í Nóvember næstk.
íslenzka leikfélagið hefir fund í húsi
Mr. G. P. Thordarson, bakara, á þriðju-
dagskvöldið kemur (1. Sept.). Áriðandi
málefni verða rædd og er þess vegna
nauðsynlegt að félagsmenn allir kapp-
kosti að sækja fundinn.
Hra. Stephan Paulson, sem um
mörg undanfarin ár hefir búið í Chica-
go, hefir,.flutt búferlum til Minneota í
Minnesota, aðþví er ‘Minneota Mascot’
segir. Segir blaðið að kona hans hafi
komið þangað 11. þ. ín., en að Mr.
Paulson hafi verið kominn tveimur
mánuðum fyrri.
Veðrið hefir verið hið óhagstæðasta
fyrir uppskeruvinnu um síðastl. viku-
tíma. Steypiregn og kalsa veður annan
daginn, en hitaveður og loftið fult af
reykjarmóðu hinn daginn. I vestur-
hluta fylkisins hafa margir bændur
þess vegna unnið jafnt á nóttu sem
degi að hveitiskurði.
Danskt blað d Seyðisdrði. í “Stefni”
er sagt að kaupmaður Érnst á Seyðis-
firði vilji endilega koma þar upp blaði á
dðnsku, til úcbreiðslu aðalega í Noregi
og Danmörku. Á það að verða fræði-
blað fremur en fréttablað; lýsa íslandi
og íslendingum o. s. frv. Enn sem
komið er er það hugmyndin ein sem
komin er á fót.
50 mílur af Duphin-brrutinni eru nú
tilbúnar fyrir járnin og eru þau nú lögð
af kappi með sporlagninga-vél,sem áður
hefir aldrei verið notuð hér vestra. Það
er sagt að brautin muni bygð alt að
"Winnipegosis-vatni í haust, —112mílur
frá Gladstone, þar sem upphaf hennar
er nú — 40 mílur frá Portage la Prarie.
Frá Whatcom, Wash., er oss ritað
að Guðmundur Gíslason, frá Saurum í
Laxárdal í Dalasýslu, sem verið hefir
vestur á Kyrrahafsströnd um nokkur
undanfarin ár, og vann þar á sögunar-
mylnu, hafi nýlega orðið fyrir því slysi
að saga af sér 3 fingur á vinstrihendi.—
Guðmundur er bróðir Brandar (Gísla-
sonar) Johnson í Pembina, N. Dak.
Land Commissioner sambands-
stjórnarinnar hér í bænum hefir fengið
bréf undirritað af 4 vinnustúlkum í
Noregi, sem vilja koma út hingað, en
hafa ekki efni á því. Vilja þær fá lárr
að fargjaldið upp á að þær vinni það af
sér undir eins þegar hingað er komið.
Ráðsmaður Hkr., herra E. Ólafs-
son, kom heim vestan úr Þingvallauý-
lendu á mánudaginn og segir horfur
allar hinar vænlegustu í þeirri bygð.
Grasspretta rétt framúrskarandi góð.
Hveiti og korntegundir segir hann líti
vel út í Qu’Appelle-nýlendunni, en upp
skera skamt á veg komin.
Clifford Sifton, dómsmálastjóri fylk-
isins, kom heim til sin á sunnudaginn
var, eftir all-langa dvöl í Ottawa og
annarsstaðar eystra. Uppástunga sam-
bandsstjórnar áhrærandi breytingu á
skólalögunum, til umbóta fyrir kaþó-
líka, segir hann verði lögð fyrir ráða-
neyti Greenways nú þessa dagana. Að
eitthvað sé hæft i fregnunum sem geng-
ið hafa þess efnis, að skólamálið væri
svo gott sem útkljáð, má ráða af því, að
Sifton sagði ólíklegt að ranösóknarnefnd
yrði skipuð til að rannsaka ástandið hér
i fylkinu, hvað skólana snertir.
í ‘Free Press’ 24. þ. m. er þess get-
ið, að það slys hafi viljað til í Argyle-
nýlendu 17. þ. m., að S. Hallgrímsson
hafi dottið niður af heyæki og komið
niður á hnakkann og herðarnar. Þrátt
allar tilraunir að lækna hann lézt hann
að tveimur dögum liðnum. I sama
blaði er og þess getið i fréttum frá Cy-
press River, að 22. þ. m. hafi íslenzkur
piltur, sonr J. Helgasonar, veriðfluttur
til bæjarins sunnan úr bygðinni til lækn-
isumsjónar. Hafði skorið sig í aðra
hendina á sjálfbindara, en er sagður á
batavegi.
Sunnanfari (Maí, Júní og Júlí núm-
erin) bárust oss um síðustu helgi. Flyt-
ur hann myndir og æfisöguágrip Sæm-
undar Eyjólfssonar og Lárusar Þ. Blönd-
als, sýslumanns, og mynd af Þorsteini
Danielssyni á Skipalóni, en þar vantar
æfisöguna. Þess eins er getið, að hann
sé fæddur 1796; dáinn 7. Des. 1882. — í
Júlí-útg^funni er þess getið að hinn nýi
eigandi blaðsins, hra Þorst. Gíslason,
flytji það til Reykjavíkur, eins og áður
hefir verið skýit frá í Hkr,, um lok
Ágústmán. — Mun tilgangurinn vera
að þeir Þorst. Gíslason og Einar Bene-
diktsson vinni saman að útgáfu beggja
blaðanna “Sunnanfara” og “Dagskrár.”
íslendingar hér í bænum, sem vinna
hjá félaginu: Blackwood Bros. og þeir
eru 35 talsins, sæmdu annan formann
félagsins myndarlegri gjöf hinn 18. þ.
m. Var það í tilefni af því hann (Mr.
W. Blackwood) kvongaðfs Miss Simp-
son, systur Dr. Simpson, hinn 20.
Vinnumenn Blackwoods fregnuðu þetta
fóru til og skutu saman fé sem þurfti
til að kaupa ‘Silver Tea Service’ og 2
vandaða kertastjaka úr silfri og færðu
honum að gjöf á þriðjudagskvöldið. Að
hjónavígslunni lokinni á fimtudags-
morguninn fóru brúðhjónin burtu úr
bænum og ferðast um landið 1—2 mán-
uði. En áður hann færi fól Mr. Black-
wood bróður sínum að halda vinnufólk-
inu, alls um 60, rausnarlega veizlu á
fimtudagskvöldið og var það gert. Auk
vinnufólksins sátu þar um 250 manns í
gildinu og glöddu sig eins og sæmdi við
slíkt tækifæri.
FRÁBÆRAR AFLEIÐINGAR.
Vér leyfum oss að taka eftirfylgjandi
útdrátt úr bréfi frá séra J. Gunderman
frá Dramondale, Mich.: ‘Eg hika ekki
við að mæla með Dr. Kings New Dis-
covery. þar eð meðal það hefir dugað
mjög vel við sjúkdómi konu minnar.
Þegar ég þjónaði baþtistasöfnuðinum i
River Junction fékk hún lungnabólgu
upp úr inflnenza. Hóstaköstin sem hún
fekk stóðu stundum yfir klukkutímum
saman og það var ekkert útlit fyrir að
hún kæmi til aftur. Kunningi okkar
ráðlagði Dr. KingsNew Discovery, það
hafði fljót og góð áhrif. Glas til reynslu
frítt i öllum lyfjabúðum. — Vanalegl
verð 50 cts. og $1.
Tilkynning.
Ég hefi nú fengið tilkynning um það,
að eftir 31. þ. m. haldi ég ekki lengur
íslendinga umboðsstöðu þeirri, sem ég
hefi haft á hendi fyrir Canadastjórn um
undanfarin 13 ár. Þess vegna leyfi ég
mér að mælast til þess að þeir íslend-
ingar sem þurfa að leita sór upplýsinga
viðvíkjandi löndum, flutningsgjaldi, at-
vinnu og öðru því er lýtur að innflutn-
ingi, vildu framvegisekki rita mér um
þau mál, heldur snúa sér til H. H.
Smith, Commissioner of Dominion
Lands og Immigration, Wirinipeg.
Winniþeg, 24. Ágúst, 1898.
B. L. Baldwinson-
Tveir þýzkir bændur sunnan úr Ar-
gentínu í Suður-Ameríku komu hing-
að alfluttir fyrir skömmu og hafa num-
ið land hér vestra.
Um 130 austurrískar fjölskyldur
komu til bæjarins í vikunni er leið.
Setjast sumar þeirra að í austurrísku
nýlendunni meðfram Roseau River, en
samar þeirra fara vestur i grend við
Edmonton.
Á bæjarkjörskránni í ár eru nöfn
10,353 kjósenda. —Menn eru nú þegar
farnir að tala um hvern skuli kjósa fyr
ir Mayor næst. Jamieson vill ekki vera
lengur, en meðráðamennirnir Andrews
og Sproule, ef ekki fleiri, eru að sögn til
meðað hafa Mayors-titilinn eitt ár, ef
svo vill verkast.
Hinn nafnkunni söngfræðingur,
Paul Henneberg, sem hér heflr búið
síðastl. 2^-3 ár, heflr gengið í Boston-
söngleikafélagið Mendelsohn Quintette
Club, og fer héðan austurll. Septem-
ber. — Til að fylla sæti hans að nokkru
leyti flytur nú hingað sænsk frú, sem er
nafnfræg fyrir Piano-spil og alt sem að
þeirri list lýtur. Áður en Henneberg
íer af stað verður haldin Goncert honum
til heiðurs ogarðs. —Kona hans og
fjölskylda verður hér í bænum fyrst um
sinn.
Mrs. Benedictson biður oss að geta
þess, að hún tekur að sér að skrifa með
skrautletri (Automatics haded) allskon-
ar, svo sem afmælisvísur, lukkuóskir,
eftirmæli, heimboð og vinarkveðjur.
Einnig fögur einkunnarorð, sem menn
vildu hafa í umgjörð og hengja upp á
vegg. Líka nöfn undir myndir. Svo
fyrir piltana hattamerki, og bókmerki
fyrir alla, með þeim orðum er þeir sjálf-
ir kjósa er panta.
Allar pantanir verða afgreiddar ná-
kvæmlega eftir beiðni. Það borgar sig
að heimsækja Mrs. Benedictson til að
sjá hennar fögru skugga-skrift. Hún
er sú eina í borginni og þó víðar sé leit-
að í Canada, sem kann þessa íþrótt.
46 Winnipeg Ave.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu-
sárum, frostbólgu, likþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist
borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyf jabúðum.
Electric Bitters.
Electric Bitter er brúkanlegur á
hvaða tíma ársins sem vill, en þó ef til
vill nauðsynlegastur þegar maður er
þreyttur og þjakaður af hita. og þegar
' ifrin er úr lagi og þörf er á fljótri breyt
ingu. Þegar þetta meðal hefir verið
brúkað í tima hefir það stundum komið
í vee fyrir hættulega hitasótt. Ekkert
meðal er betra til að hreiasa úr líkam-
anum sjúkdómsefnin fljótt og vel heldur
en þetta, Höfuðverkur, meltimgarleysi
óhægðir og svimi láta undan Electric
Bitter, 50 cts. og $1 flaskan. Fæst í öll-
um lyfjabúðum.
lslands-fréttir.
Niðurl. ífrá 1. bls.
dráttar”. Gegn þessum hlunhindum
kemur það, “að botnvörpuskipin mega
ekki veiða með botnvörpum fyrir aust-
an línu, sem dregin er frá ílunýpu
(nærri Keflavík) í Þormóðssker og fara
ekki í bága við lóðir eða net, sem Is-
lendingar leggja fyrir austan þessa
línu”. Jafnframt hcfir landshöfðingi
heitið hinum enska flotastjóra, að verði
samningur þessi haldinn, þá skuli 3.
gr. hinna íslenzku laga gegn botnvörpu
veiðunum ekki verða beitt af íslenzk-
um valdsmönnum, en íþessari3. gr. er
ákveðið, að ef fiskiveiðaskip með botn-
vörpu innanborðs hittist í landhelgí
varði það 200—2000 kr. sekt til land-
sjóðs o. s. frv,
Hér við er það að athuga, eins og
liggur í augum uppi, að bráðabirgðar-
samningur þessi er ekki á neinn hátt
bindandi fyrir botnvörpuskipin, því að
báða samningsaðila, landshöfðingjann
og enska flotadeildarstjórann, brestur
auðvitað alt umboð eða vald til áð gera
slíkan samning. Það kemur til kasta
ensku stjórnarinnar, hvort hún vifl
ganga að þessari miðlun eða botnvörpu-
veiðendurnir gera sig ánægða með hana
iá er til kemar, En fengist þetta, yrði
það þó nokkur bót í máli, þó mikið
vanti á, að vel sé. Samkvæmt tak-
markalínunni geta botnvörpuskipin ver
ið á veiðum í Garðsjó og Leirusjó, og á
djúpmiðum Akurnesinga, að minnsta
kosti. En Bollasvið og venjuieg Sel-
tirningamið fengjust friðuð á þennan
hátt.
Það er harla tvísýnt, að þessi samn
ingstilraun hafi nokkra þýðingu til
frambúðar, en góðra gjalda vert af
landshöfðingja að reyna þetta. Að
vonast eftir einhverjum alríkjasamn-
ingum Oss í vil i þessu máli, er vitan-
lega hin mesta fjarstæða.
31. Júlí.
Nellemann fyrv. íslandsráðgjafi er
orðinn konungkjörinn þjóðbankastjóri
með 15,000 kr. launum. Auk þess hefir
hann 6000 kr. eftirlaun sem uppgjafi,
eða alls 21,000 kr. um árið, svo að
stjórnin launar honum dável, langa og
dyggva þjónustu, enda mun hún eiga
honum að þakka mest allra manna, að
afturhalds- og kúgunarstefnan hefir
gersamlega orðið ofan á í Danmörku á
síðari árum.
Góður afli er nú hér á Innnesjum
mestalt ýsa, en mjög fáir, sem róðra
stunda, því að fólkið flyktist svo mjög
til Austfjarða í vor héðan úr sjávar-
sveitunum.
Landsbankinn hefir nú keypt verzl-
unarhús þau hér í bænum, er Þorl. Ó.
Johnson átti fyrrum, með tilheyrandi
grunni fyrir 7000 kr., og þar að auki
verzlunar- og ibúðarhús Steingr. John-
sen með öllum tilheyrandi grunni nema
dálitlum stakkstæðisblett austan við
Brydesbúð, allt fjnrir 11,000 kr. Með
því að bsnkinn hafði áður keypt Knudt
zonshúsin fyrir 26,000 kr., er hann nú
orðinn eigandi allrar spildunnar að
norðanverðu við Austurstræti, alt að
fjörumáli, austan frá Barnáskólahúsi
vestur að búð Eyþórs Felixsonar, að
undanskildu íbúðarhúsi Ólafs gullsmiðs
Sveinssonar og hinu gamla húsi hans.—
Mun það vera tilgangur bankastjórnar-
innar með stórkaupum þessum, að hafa
nægan grunn til umráða handa vænt-
anlegum stórhýsum og snotrum íbúðar-
húsum, svo að þetta svæði bæjarins
verði ásjálegra með tímanum. Ef
skipakví kemst hér á, getur og eign
þessi orðið bankanum mikilsvirði. Yfir-
leitt geta kaup þessi talizt heppileg
ekki að eins fyrir bankann, heldur fyrir
bæinn í heild sinni.
Læknaíundurinn, sem landlæknir-
inn hafði boðað til í vetur, hefir verið
haldinn hér í bænum næstl. 4 daga.
Sóttu hann að eins 5 héraðslæknar utan
Reykjavíkur (Gísli Pétursson, Guðm.
Hannesson, Páll Blöndal, Þórður Thor-
oddsen og Þorsteinn Jónsson), en tveir
aukalæknar (Ól. Finsen og Sig. Magn-
ússon), en alls voru 13 læknar á fund-
inum að landlækni meðtöldum. Með
því að fundargerðirnar munu verða
prentaðar í heild sinni sérstaklega mun
almenningi gefast kostur á að kynnast
þeim síðar.
Hinn miskunnsami Samverji
FÆR HEILSUNA OG BENDIR
ÖÐRUM hvernig þeir
SKULI NÁ HEMNI.
Mr. Miles Pettit frá Wellington fer að
ráðum hans og gleður sig nú við
endurfengna heilsu og nýjan
þrótt.
Úr blaðinp Piston ‘Times’.
‘Mr. Miles Pettit frá Wellington
heimsótti oss nýlega á skrifstofu ,Times
Er hann gamall áskrifandi blaðsins og
hefir árum saman verið einn hinn mest-
virti verzlunarmaður í Wellington. —
Uppfindingamaður er hann einning og
hefir tekið nokkur einkaleyfi á uppfind-
ingum sínum. Starfsmenn blaðsins
Times vissu um hans langa og þunga
sjúkdóm og urðu glaðir mjög að sjá
hann hressan og heilbrigðan. Þeir
spurðu hann hvernig hann þefði heill
orðið, og svaraði hann skýrt og skorin-
ort, að Dr. Williams Pink Pills hefðu
valdið þvi„ Var hann þá spurður, hvort
hann vildi láta gera mönnunum það
kunnugt; játaði hann því af heilum
huga að gera grein fyrir því, og er frá-
sögn hans á þessa leið:
Hann sýktist fyrst um haustið
1892, er hann var að grafa kjallara einn
Fyrst fann hann tilmagnleysis í hægri
V JJJJJ
Murray &
Lanman’s
FLORIDA WATER
the sweetest
most fragrant, most refreshing
and enduring of all
perfumes for the
handkerchief, TOILET OR BATH.
ILL ÐRUBSISTS, PEBFUWEBS tHD
GENERIL DEILERS.
mjöðminni og hélzt það nær því í tvö
ár, dreifðist þá smámsaman út í hitt
lærið og báða fæturna. Fann hann til
stingandi doða, er varð verra og verra,
þar til hann gat í hvorugan fótinn stig-
ið, Þegar hann hafði gengið spölkorn
eitt var hann uppgefin orðinn og þurfti
að hvíla sig. Fann hann það að hið
mesta sem hann gæti gengið væri nokkr
ir faðmar, og þóttist hann mikill af.
Hann hafði ágætis lækna og reyndi ó-
tal meðöl, en ekkert dugði. Þannig
var hann í tvö ár, þá batnaði honum,
þóttólíklegt væri, Dag einn hafði hann
ferðast til Picton og sneri heim aftur
með járnbiautarlestinni. Var John
nokkur Soby frá Picton samferðamaður
hans á lestinni. En eins og menn mega
muna var John Soby einn hinna mörgu
sem læknast hafði af Pink Pills og gefið
um það vottorð, sem útbreitt var víða
um lönd. En fyrir bata þenna, sem
hann fékk af Dr. Williams Pink PiUs,
hefir hann síðan veriðsterkur meðhalds-
maður lyfs þessa. Tók hann brátt eft-
ir ástandi Mr. Pettiti og frétti hver
hann væri. En er hann varð þess vís-
ari klappaði hann Pettit á öxlina og
mælti: ‘Vinurminn, þú lítur út sem
sjúkur maður!’ Lýsti þá Mr. Pettit
veiki sinni, og að því búnu mælti Soby:
‘Taktu Dr. Williams Pink Pills; ég
þekki það af eigin reynslu að í þeim er
kraftur mikill og er ég viss um það, að
þær munu hjálpa þér’. Mr. Petitt var
nokkuð efasamur í fyrstu, því að haun
hafði reynt svo marga hluti og ekki
fengið bata neinu, en hann fann að ráð-
ið var svo óeigingjarnt og gefið af svo
mikUli alvöru, að hann réði það af að
hann skyldi nú reynaPink Pills. Síðan
gekk alt sem í sögu. Hann keypti Pink
PiUs og tók þær samkværat reglum
þeim sem prentaðar eru á öskjurnar og
vorð brátt alheill. Hyggur hann að
hann sé læknaður að fullu og öllu, því
að nú er þegar meira en ár, síðan hann
hætti að taka piUurnar. Mr. Petitt seg
ist vera þess fullvís, að sér hefði aldrei
batnað, ef að hann hefði ekki náð í
þetta dásamiega heilsugefandi meðal.
• Margra ára reynsla hefir sannað
það, að engin sú sýki só til, sem orsa k-
ast af spiltu blóði eða eyðilögðum taug-
um, er Dr. Williams Pink Pills geta
ekki læknað fljótlega, og þeir sem þjást
af sjúkdómum þessum ættu að forðast
kvalir og þjáningar og spara sér pen-
inga með því aðreynaþessa lækninga-
aðferð. Fáðu þér hinar ekta Pink Pills
og láttu ekki telja þig á að taka eftir-
stælingar eða eitthvað annað lyf hjá
verzlunarmanninum, er hann kann að
segja jafngot.t, af því að hann hefir ein-
hvern auka-hagnað af þáí.
Dr. Williams Pink Pills færa blóð-
inu roða og lækna þegar önnur meðöl
duga ekki.
PAIN-KILLER
THE GREAT
Family Medicine of the Age.
Taken InternaOy- ItCures
Diarrhœa, CramPi an^ Pain in the
Stomach, Sore Throat, Sudden Colds,
Cougha, etc., e^°'
Used Externally, ItCures
Cuts, Bruises, Burns, Scalds, Sprains,
Toothache, Pain in the Face, hleuralgia,
fíheumatiam, Frosted Feet.
jío artlcle ever attained to such unbonndcd popular-
ltr —8aUm Obtcrver.
Wecnnbear testimony to the efflcacy of the Pain-
Klllcr. Wo havo seen its majfic effects in soothlnK tho
severest pain, and know it to be a good article.—Cincin-
nati Ditpatch.
Nothinjr has yet surpsTO*‘d the Pain-KIller, whlch 1«
the most valuablo íaroiljr medicine now in xiso.—Tcnnestca
Organ.
It has real merit,; as a means of removing pain.no
medicine has aequired a reputation equal to terry Davitj'
Pain-Killer.—Neicport Netct.
Beware of imitatíons Buy only the genoine "Perbt
Daviö," öold everywhere; large bottlo, ‘2&c.
Very large bottle, 60C.
Raffle Dans.
***
BICYCLE,
mjög sterku og í góðu standi, verður
raflað á NORTH WEST HALL
Miðvikudaginn 23. Sept. næstkom.
kl. 7 e. h.
Ókeypis dans á eftir fyrir alla þá sem
keypt hafa raffie-tickets.
Hjólið er til sýnis hjá Mr. Wm.
Anderson, Lydia Str,, semeiunig heflr
tickets til sölu.
Tickets 25 cts.
Kennara
vantar við Baldurskóla frá 1. Nóvem-
ber þ. á. tU 1. Maí 1897, = 5J mánuð.
Umsækjendur geti þess hvort þeir hafi
tekið kennarapróf, eða hafi tímabils-
leyfi, og tiltaki mánaðarlaun. Tilboð-
um veitt móttaka af undirskrifuðum
til 1. Október næstkomandi.
Hnausa, Man., 20. Júlí 1896.
0. G. Akrancss,
Sec. Treas.
Ný ljósmyndastofa á
Mountain.
Frá 10. Ágúst til enda mánaðarins
verð ég á Mountain P. O., N. Dak., og
tek ljósmyndir í nýja samkomusalnum
þar, sem hefir verið smíðaður með sér-
stöku tiUiti til þess, og verður eins góð
myndastofa og í stærri bæjum gerist.
Þó sumir af skiftavinum mínum
þurfi nú lengra að sækja til mín en að
undanförnu, þá vonast ég eftir að geta
bætt þeim það upp með þeim mun betri
myndum, sem ég hef nú betri tæki tq
að gera þær en áður.
J. A. Blöndal.
MICA ROOFING-
Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið
var eitt ár liðið síðan ég þakti heflimyln-
una mina með Mica-þófa, sem þér hafið
til sölu, og tjargaðí óg það ekki fyr en
nærri sex mánuðum eftir að það var
lagt, en þrátt fyrir það þó rigningasamt
væri bar ekkert á leka og ekkert hafði
þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta
þak þolir bæði hita og kulda. R. D.
Patf.rson. Þetta Mica á ekkert skylt
við hið svokallaða Metal Brand Ready
Roofing. W. G. Fonseca.
Allir á siglingu til beztu
Skraddarabúðarinnar
PEACE & CO.
5«6 Main Str.
horninu á Paciíic Ave.
Fötin sniðin, saumuð, og útbúia
eins og þér segið fyrir.
Peace & Co.
566 Main Str.
ÍSLENZKR LÆKNIR
DR. M. HALLDORSSON,
Park River — N. Dak.
THE PERFECT TEA
FROM THE TEA PIANT TO THE TEA CUF
IN ITS NATIVE PUHITV.
««Monsoon” Tea is pncked undcr tbe supervisíon
ofthe Tea growers, and is .id vCrtised andsold by them
as a sampleof the best qualitiesof Indian and Ceylon
Teas. For that reason tliey see that none but the
very fresh leaves go into Monsoon packages.
That ís why “ Monsoon.’ the perfect Tea, can be
sold at the same price as infc rior tea.
It is put up in sealed caddies of % lb., i lb. and
5 Ibs., and sold m thrce ilavours at 40C., 500. and 6oc.
Ifyour grocerdo''s not keep it, tell him to write'
to STEEL. IIAYTER ik CO., n and 13 Front St,
East, Toronto
Sjerstakt.
Vcr erum svo fegnir að hala nú fengið steintríið slctta
og góða fyrir framan búð vora að vér ætlum nú að
minnast þess með því að gefa öllum viðskiftavinqpi
sem kaupa
Hneppta kvennskó, sem kosta $ 1,50
Reimaðir skór fyrir kvenfólk 75c.
Kvennskór, Btærð 4 til 44, fást með sérlcga góðum kjörum
þar eð vér höfum nýlega kepyt mikið upplag af þeim.
Karlmannaskór stærð 7 fást með sömu kjörum.
KOMIÐ TIL
E. KNKSHT& ©0.
351 flain Str. Andspænis Portage Ave.
Gáið að merkinu : Maður á hrafni,
Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár
Hammar Paints
eru þétt í sér. Þau eru sett saman á réttan hátr, Úrblýi og zinki, eru
endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir málið þitt hreint, end-
ingargott og fallogt með því að hræra saman við það nýja Lmseed olru.
Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Haininars) rnali og 4 pott-
ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta mali, sem kostar að ems
§1.10 fyrir hverja 4 potta.
O.. DALBY selur alls konar húsgögn, veggjapapprr. málolín og gler
etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi 1 einu og spara þanmg við-
skiftavinum mikla i>eninga. Koinið og talið við mig-
o. DALBY,
Edinburgh, N. Dak.