Heimskringla - 03.09.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.09.1896, Blaðsíða 4
0EIMSKRINGLA 3. SEPT 1896. Winnipeg. Jóhannes kaupmaður Sigurðsson á Hnausum var á ferð hér í bænum fyrri- part vikunnar. Við Dauphin-brautarbygginguna vinna nú um eða yfir 1000 manns með 400—500 hesta. 13 mílur eru nú járn- lagðar og lestaflutningur hafinn á þeim spotta. Hra Þorsteinn Pétursson fór til West Selkirk á mánudaginn var og verður framvegis verzlunarþjónn hjá hinu nýja verzlunarfélagi : ‘Selkirk Trading Co.’, Baldvin Árnason í Selkirk var á ferð í bænum í vikunni. í vor keypti :hann þriðjungshlut í gufubátnum Tdá’, en seldi hann nú nýlega herra Heiga Tom- assyni í Mikley. Miss Christjana Thomson, sem dval ið hefir vestur á Kyrrahafsströnd um síðastl. 4-5 ár.bæði í Washingtonriki og California, kom til bæjarins á mánu- daginn var. Verkmannadagurinn á mánudaginn kemur (7. September). Skemtanir venju fremur góðar og nýstárlegar í Elm Park og á Rauðá í grend við garðinn. Aðgangur 25 cents. Frá Duluth kemur sú fregn, nd innan árs frá þessum tíma eigi járn- brautin, sem er að þumlungast vestur til Skógavatns frá Port Arthur (Port Arthur, Duluth & Western Ry.), að vera fullgerð tll Winnipeg. — Betur að sú fregn reyndist sönn. Fregn frá Selkirk segir að J. A. Mcdonnell, hinn nýi þingmaður fyrir Selkirk kjördæmið, hafi útvegað leyfi til að halda áfram fiskiveiðum í Winnipeg vatni til 5. Október næstk. Þykja fiskveiðafélögunum það góðar fréttir og verður nú kappsamlega haldið á- fram við veiðina. Það er óséð að Ný- Islendingar fagni yfir þessari gjafmildi við félögin. Hra J. P. Sólmundsson á Gimli, kom til bæjarins um fyrri helgi og dvaldi fram yfir miðja vikuna. Smjörgerð er nú hafin á Gimli og kom hann með það smjör sem þeir félagar fyTst bjuggu til á verkstæðinu, til að selja og gekk það vel. Fékk hæzt gangverð á verkstæð- ássmjöri fyrir. Má það ágætt heita þeg- ar athugað er að þetta er fyrsta til- iraunin. Hjónin Guðmundur J. og Mrs. Jónasson, að 309 Nora Str., hér í bæn- um, er nýlega fluttu til bæjarins úr ■Grunnavatnsbygð íslendinga, hafa orð- dð fyrir sorglegum barnamissir nú ný- lega. Misstu tvö börn með fárra daga tnillibili, úr mislingum og öðru veik- índa samblandi,— stúlku á þriðja ári og ársgamlan dreng. Dó annað 22. og hitt 25. Ágúst. Áhrærandi jarðarför Mrs. Eyford, að Eyford, N. Dak., hinn 21. f. m., er oss ritað á þessa leið : “Við jarðarför- ina var f jöldi fólks og hefðu þó vafalaust yerið miklu fleiri, ef fréttin um lát henn- ar hefði verið komin viðar. Það var að eins kvöldið áður, að nokkrir menn í bygðinni höfðu heyrt að hún væri dáin. Séra Fr. J. Bergmann flutti ágæta ræðu á ensku í kyrkjunni. Af fólki leílgra að komnu, sem viðstatt var, má meðal annara nefna: Mr. og Mrs. W. J. Kneeshaw, F. A. Hart, T. R. Shaw, F. B. Horr, G. T. Kimmon, J. R. Moor- head, B. F. Walters,—allir frá Pembina. Frá Cavalíer voru Mr. og Mrs. P. F. Jennings. Líkmenn voru : F. A. Hart, G. T. Kimmon, T. R. Shaw, F. B. Horr W. J. Kneeshaw, Björn F. Walters.” Frost svo að kvað var hér að morgni hins 31. Ágúst og það fyrsta sem kom- ið hefir hér í bænum og grendinni síðan í vor. Fraus þá svo að vottur sást fyr ir hélu á gangstéttum í bænum. Ef hveiti og korn hefir nokkursstaðar ver- ið grænt þar sem þetta frost kom, er hætt við aðþað sé eyðilagt sem mark- aðsvara. En hveiti er að vændum all- staðar móðnað, þó ekki sé það allstaðar slegið. Þaðer altalaðnú í bænum, að kosn ingar fari fram í Brandon-kjördæminu innan mánaðar; að Sifton sé hinn út- valdi innanríkisstjóri; að Cameron verði eftirmaður Siftons sem dómsmála stjóri og, að J. E. Prendergast gangi aftur í ráðaneyti Greenways og verði fylkisritari i stað Camerons. — í þessu sambandi má og geta þess, að blað eitt í Toronto segir altalað þar, að Joseph Martin verði innan skamms skipaður dómari. 193,425 voru íbúar Manitoba-fylkis síðastl. Maí, samkvæmt skýrslum þeirra er sambandsstjórnin sendi til að telja fólkið. Fólkið hefir þannig fjölgað svo nemur 40,919 síðan í Apnl 1891, að al- menna manntahð var tekið í Canada. Þegar Greenwaystjórnin var að biðja um aukið tillag, í haust og vetur er leið, taldi hún íbúa fylkisins 200,000 að minsta kosti og reiddist sambandsstjórn er bún vildi ekki viðurkenna nema 190,- 000. En nú er framkomið að sambands- stjórnin var nær hinu rétta marki. Frá Nýja íslandi er oss ritað, dags. 26. Ágúst: “Tíðin er óstöðug. í gær var norðanrok og gekk þá Winnipeg- vatn viðayfir malarkambana og skvetti vatni inn á engi manna, Óttast menn útlitið að þessu leytinu og tala um að færa heyin burtu af engjunum. — Kol- beinn bóndi Einarsson I Árnesbygð og Margrét bona hans Gunnarsdóttir Gíslasonar mistu hinn 21. þ. m. efnileg- an dreng missirisggmlan úr ‘sumarveik inni almennu’. Sunnanfari (Ágúst- og September- blöðin)komum siðustu helgi. Flytur hann myndir Árna landfógeta Thor- steinssoaar og Matthíasar Jockumson- ar og yfirlit yfir sefistarf þeirra. Merk- ust ritgerð í þessum tveimur blöðum er sú með fyrirsögninni: ‘Frá Skagan- um’ (Jótlandsskaga), — um jurtagróð- ur i sandinum og sandgræðslu, með nokkrum myndum. Höfundurinn er Helgi Jónsson náttúrufræðingur. — Næsta blað Sunnanfara er auglýst að komi út í Reykjavík. Hinn 19. þ. m. lézt á sjúkrahúsinu hér í bænum Benjamín Jónsson, bóndi í Árnesbygð í Mýja íslandi, á 49. ald- ursári. Hann lætur eftir sig aldur- hnigna ekkju og tvð stálpuð, mann- vænleg börn, — pilt og stúlku. Benja- mín heitinn flutti hingað til lands fyrir 13 árum síðan frá Fellsströnd í Dala- sýslu. — Banamein hans var sullaveiki og krabbamein í lifrinni. Hann hafði legið rúmfastur síðan í haust er leið og í vor var hann fluttur á spítalann í þvi skyni að verða opereraður. Alt til þess það var gert héldu læknarnir sullaveik- ina hans einu meinsemd, en er hann var opereraður fanst geysistórt krabba mein í lifrinni og varð það hans bana- mein ef til vill fremur en Sullaveikin.— Útför hans fór fram frá fyrstu lút. kyrkjunni 20. Ágúst. BÍTCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist Dorgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum' sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Reikningur yíir tekjur og gjöld íslend- ingadagsins 3. Ágúst 1896 í sjóði 11. Ágúst 1895 ..........$76.49 Borgað af féhirði til verðlauna eftir að reikningyr var gefinn.... 6.50 Afhent nefndinni fyrir 1896 .— 69.99 TEKJUR: Inngangseyrir í Exh. Park..... 172,10 Veitingaleyfi . ‘................ 35,00 Einkaleifi........................ 4,00 Hluttökueyrir.................... 13.00 Gjafir til verðlauna............ 127,45 ÚTGJÖLD: Leiga fyrir Exh. Park.......... 36,65 Kaup gæslumanna................. 5,00 Evans Band ................... 45,00 Ýmsverðlaun................... 156,66 Prentkostnaður og auglýsingar.. 36,80 Ljós og ræðupallur............. 14,90 Auglýsingar á vögnum, merki &c 15,20 í sjóði hjá fénirði ....... 111,59 421,79 Winnipeg, 1. Sept. 1896 B. L. Baldwinson, forseti. Einar Ólafsson, ritari. Kristján Ólafsson, féhirðir. Mcrkilegur viðburður. 15. Júlí síðastliðinn var sunnudaga- skóla-‘picnic’ haldið í Westur Selkirk og var þar komið saman margt fólk á ýms- um aldri frá Winnipeg. Þennan dag söfnuðust margir drengir ofan að Rauðá og voru sumir af þeim að vaða út í ána og leika sér að því að baða sig; en þá fór smábátur frá landi og ætlaði yfir ána. Þetta sér enskur piltur frá Winni- peg, hér um bil 16 ára gamall og stór á þeim aldri. Hann þrífur aftan í stefn- ið á bátnum með unggæðings gapaskap, og lætur bátinn draga sig fram á ána, en þegar komið var fram á dýpið, slepp- ir hann tökum og sekkur eftir fá augna- blik. Að lítilli stundu liðinni tekur hann annað kafið og hafði þá borist of- an eftir ánni og meira til djúpsins. All- ur drengjahópurinn í landi horfði á þetta ráðalaus. Meðal þeirra voru þrír íslenzkir drengW.bg var einn þeirra Sig- urjón Vigfússon, 15 ára gamall piltur* Móðir hans er hin góðkunna kona Guð- lög Jóhannesdóttir, húseigandi í West Selkirk. Sigurjón snarast úr treyju og buxum en hafði ekki tíma til að fara úr þungum stígvélaskóm, og syndir fram til drengsins og nær til hans í því hann ætlar að taka þriðja kafið. Greip hinn þá heljartökum utan um Sigurjón, en liann gat þó synt með hann að landi þar til hann náði niðri. Óðu þá fleiri fram og.komu piltinum á land með lítilli með- vitund. Eftir tímakorn raknaði hann við og hafði sig þá strax á burt án þess að vilja segja til nafns sins, því hann hefir skammast sín fyrir gapaskapinn og hefir sannast á honum að ‘ fáirlauna lífgjöf sem vert er.” Þetta mannkær- leika og hreystiverk af 15 vetra gömlum unglingi, er þess vert að minnast þess opinberlega, til viðvörunar ófyrirleitn- um unglingum, og eftirbreytnis hinum betri. Árnes, Man., 25. Ágúst 1896. Ounnar Oíslason. íslands-fréttir. (Eftir “Austra”.) Seyðisfirði 9. Júlí 1896. Vegabót. Sýslumaður A. V. Tuli- nius hefir í sumar látið ryðja Eskifjarð- arheiði, og má vegurinn nú heita góður á heiðinni, og vegabót þessi þó að eins kostað 500 kr. Mannvirki. Kaupmaður Þorsteinn Jónsson á Bakkagerði í Borgarfirði, hef- ir í sumar látið hlaða upp mikla grjót- bryggju, og cementerað hana alla, til að lenda við með vörur og afla, en þar á Bakkagerði var áður illt að lenda, og er þetta fyrirtæki því til mikilla hags- muna fyrir alla affermingu og útskipun á þessum nýja verzlunarstað og mikill hægðarmunur fyrir útróðrarmenn það- an, er eigi eru svo fáir. 28. Júlí. Gufubátsnefnd Múlasýslanna hélt þann 17. þ. m. fund með hra stórkaup- manni Thor E. Tulinius á Eskifírði til að ræða fyrírkomulagið á gufabátsferð- unum hér austan og norðanlands fyrir næsta ár. Varð það að samningum með herra Tuliniusi og nefndinni, að ef Austfirðingar og Norðlendingar yrðu í félagi um að halda uppi gufubátsferð- unum næsta ár fyrir þessum lands- fjórðungum, skyldu Austfirðingar leggja auk landssjóðsstyrksins,*sömu fjárupp- hæð til ferðanna og í ár. en Norðlingar líklega nokkru meira, ef ferðirnar næðu til Húnaflóa, þangað sem vér álítum sjálfsagt að reyna að koma þeim, þvi með því móti væri hægt að útvega Hún- vetningum nóg kaupafólk, sem þá vah- hagar svo mjög um. Hérra Tuliníus lofaði gufuskipi upp á 130—150 smálestir netto,' er rúmaði 60 manns á 1. og 2. farþegjarúmi. Fæðis- Frá sigri tii sigurs. Hið merka Suður-Ameríku meðai reynist enn vel. John Lee varð eins og nýr maður við að brúka South Amerí- an Nervine. Þjáðist í tólf ár af gigt. Mrs Brawley læknaði slg með South American Rheumatic Cure. Kona frá Quebec segir að South American Kid- ny Cure linl nýrnaveiki á 6 stundum. Eftir þeim skilningi sem alment er lagður í orðið kraftaverk, mætti segja að nú stæði yfir kraftaverka tírnabil. í mörgum tilfellum þar sem fólk hefir ætlað að dauðinn stæði fyrir dyrum hafa sjúkdómarnir verið upprættir og sjúklingarnir gerðir heilbrygðir. Eftir farandi saga sannar það. J ohn Lee frá Pembroke, Ont., segir: ‘Ég var orðinn horaður og þjáðist af meltingarleysi og var orðinn hræddur um að mér mundi ekki batna. Tilraunir margra lækna og mörg patent meðöl sem ég reyndi gerðu mér ekkert gagn. Mér var komið til að reyna flösku af South American Ner- vine, og af að brúka það hefi ég orðið einsog nýr maður. í samfleytt tólf ár þjáðist Mrs Bra- wley frá Tottenham, Ont., af gigt. Eng- in meðöl dugðu henni fyrr en hún fór aðbrúkaSouth American Rheumatic Cure. Hún segir: ‘Fyrstu inntökurnar tóku verkinn alveg burtu. Hún varbú- in að eyða stórfé í lækningar áður en hún byrjaði á þessum fimm flöskum, er læknuðu hana. South American Kidney Curp er al- veg sérstakt meðal. Þaðerekki eins og pillur og duft. meðöl sem að eins bæta um stund. Það uppleysir hin hörðu slimkenpu korn sem valúa nýrnaveiki. Eitt af því góðavíð þetta meðal er hvað það verkar fljótt. Mrs A. E. Young frá Barnston, Quebec, segir: 'Þetta meðal tók burtu þrautirnar á 6 klukku- stundum eftir fyrstu inntöku. peningar og fargjald verður sama og í ár, en flutningsgjald á vörum skemmri leið (á milli tveggja næstu hafna) tölu- vert niður sett. Gufubátnum verður haldið úti í 5 mánuði, frá 1. maí 1897 til 30. Sept. s. á. Ferðirnar eiga að vera 6. Tíðarfar er alt af fremur hagstætt en þó snjóaði nokkuð í fjöll nóttina milli þess 20. og 21. þ. m. en sá snjór er nú mestur horfinn fyrir eftirfarandi blíðviðri. Fiskiaflinn er nú heldur að lifna bæði á Vopnafirði oghér annarsstaðar á Austfjörðum og síld komin nokkur á suma firðina. Mislingana á Brimnesi lítur út fyr- ir að þeim sýslumanni Eggert Briem og lækni Guðm. Scheving hafi tekizt að hamla útbreiðslu, því nú mun öllum mönnum þar batnað fyrir nokkru misl- ingarnir, og eiga báðir þessir embættis- menn miklar þakkir skilið fyrir árvekni sina, með að sporna við útbreiðsln veik- innar. 7. Ágúst. Tíðarfar er alt af hið bezta, en nokkuð heitt og þurt. Nýting hefir orðið hin ágætasta á töðu, sem nú er víðast hvar hirt. Fiskiaflinn er nú allgóður og væri eflaust ágætur, ef beitu vantaði ekki víða alveg, en þar sem hún er enn til i ishúsunum, þá mun hún ekki reynast eins cóð eins og ef ný síld fengist. En Stór síld hefir eigi fengist hér enn þá til nokkurra muna. Það sem komið hefir af síld inn á firði er svo smátt, að fæst net taka það. Nýlega lét kaupmaður Carl Wathne “Elinu” hlaupa suður á Firði eptir nýrri sild, en þar var þá enga nýja síld að fá. Storkaupmaður Thor E. Tulinius og frú hans fóru nú með “Rjukan” þ. 29. f. mán. frá Eskifirði til Bergen. Þau hjón fóru hér víða um Firðina og upp í Hérað, og var alstaðar vel fagnað af fornurn kunningjum Tuliniusar. Væri og óskandi, að landið ætti sér marga þvílíka dugnaðaí og nytsemdarmenn. j^alaveiðamennirnir, Ellefsen frá Tvedestrand við Kristianiufjörðinn og kaupmaður Pótur Bjarnason frá Isa- firði, hafa nú afráðið að legja land til hvalaveiða, á Asknesi í Mjóafirði, og hyggja þeir þar hvalaveiðahúsin á næsta vori. Á Vestdalsheiði hefir sýslumaður Eggert Briem látið Árna Sigurðsson á Búðareyri vinna við 4. mann töluverða vegabót, alt norðan frá Skaga á Gilsár- dal og alla leið hingað ofan á vegamót í Seyðisfirði, og segja Héraðsbændur þeir, er um veginn hafa farið, að þessi vega- bót sé prýðilega vel af hendi leyst og til mikils fararléttis. Vegabót þessi er unnin fyrir 300 kr. af vegabótafé Norðurmúlasýslu og 150 kr. úr landssjóði, en sýslunefnd Suður- múlasýslu var eigi fáanleg til að leggja fé til þessarar vegabótar, og er þó meira en helmingur af veginum í Suðurmúla- sýslu. . Hjálmárdalsheiði hefir og verið vel vörðuð og vegurinn ruddur, nema á dá- litlum parti hérnaraegin efst í brekkun- um. Þetta er að sögn góð vegabót, og veitti sýslunefnd Norðurmúlasýslu 300 kr. til þessa fyrirtækis. Póll Jónsson vegfræðingur er nú bráðum búinn að brúa vestur-þverárnar á Jökuldal, og mun “Austri” síðar færa nánari lýsingu af þeim brúargjörðum.— Þvf miður mun féð eigi hafa nægt til að brúa líka Hnefilsdalsá (Hneflu), sem þó er bráðnauðsynlegt, og verðnr væntan- lega gert að ári, því vér efumst eigi um, að féð fáist úr landssjóði til svo nauð- synlegs fyrirtækis. Sílder nú alveg nýkomin hér inn á fjörðinn, og hlaðfiski um leið. Slys. Að kvöldi þess 3. þ. m. drukn- aði útvegsbóndi Guðm. Ásmundsson í Iendingunni fyrir framan hús sitt hér út á Ströudinni. I - - Kvennskor! - - J Kaupið nú hnepta kvennskó ! Hver sem sýnir oss þessa auglýsing í Heims- kringlu, fær hjá oss 20 prósent afslátt á öllum - stígvélum sem eru meira en |2.00 virði, og 10 * prósent af öllum stígvélum minna en § 2virði. : Drengjaskor! = = = * Varningur okkar er góður og verðið lágt. Skoðið karlmannastigvélin okkar. Skoðið ‘ barnaskóna og gleymið ekki að skoða “The r Excention of the Deserter” sem sýnd er í glugg- anum hjá okkur. Sést í hreyfingu á laugar- * dagskvöldið kemur. E. KNKaHT & 60. 5 351 flain Str. Andspænis Portage Ave. * Gáið að merkinu : Maður á hrafni, . -9—-----------------—-------------- Þegar annað bregst. ÞÁ KOMA DR. WILLIAMS PINK PILLS MANNI AFTUR TIL HEILSU. Velþekt ung stúlka í Napanee segW sögu sína. Svo mattfarin var hún að hún gat ekki gengið upp stiga hvíldarlaust. Fólk hennar hélt aðhún hefði tæringu. Nú er hún heilbrigð og fjörug. Tekið eftir The Beaver Napauee, Ont. A meðal hinna ungu kvennaíNa- panee er enginn í meira áliti en Miss Mary L. Byrnes, og þar eð hún hefir á hendi umboð fyrir Robinson Corset fé- lagið, er hún betur þekt en flestar aðrar konur alla leið fra Oshawa til Ottawa. Að þessi unga kona er hér nefnd kemur til af því, að hún hefir nýlega komizt til heilsu eftir langvarandi veikindi með því að brúka Dr. Williams Pink Pills. Þegar fregnritinn frá blaðinu Beaver kom til að fá fregnir af bata hennar kom hún sjálf til dyranna, og var þá af útliti hennar að dæma, sem var mjög blómlegt, ómögulegt að ímynda sér að hún væri uýlega staðin upp úr veikind- um. Fregnritinn sagði erindi sitt og var Miss Byrnes þegar viljug að segja sögu sína. sem hún kallaði ‘Sloppin frá dauða’. Sem svar upp á spurninguna. ‘hvaða gagn hafa Dr. Williams Pink Pills gert þér?’ sagði hún: ‘Þær hafa gert kraftaverk. Ég er eins og alt önn- ur. í átta ár var ég lasburða og gat stundum ekki gengið. Ég var afar slæm af meltingarleysi og gat stundum ekki haldið niðri í mér einu glasi af mjólk. Ég hafði svima, ákafan höfuð- verk og hörundslitur minn var gulleit- ur. Nýrun voru einnig úr lagi og yfir höfuð þoldi ég hvergi við fyrir kvölum. Þegar ég þurfti að ganga upp háa stiga þurfti ég annaðhvort að hvíla mig oft. eða þá að ég þurfti að fá hjálp og stund- um voru hendur mínar og fætur kaldir eins og ís. Einu sinni á veitingahúsi i Kingston, eftir að hafa tekið á móti mörgum viðskiftamönnum, fékk ég yf- irlið og féll niður. Konan í húsinu fann mig þannig liggjandi á gólfinu, og sendi þegar eftir lækni, sem kom mér til rænu aftur og gaf mér ýms með öl til brúkunar. Hann sagði mér að ég væri orðin svo veikluð að ég mætti til með að ,hafa langa hvíld. Meðul hans höfðu engin betrandi áhrif á mig, svo óg reyndi ýms önnur meðöl og aðra lækna, en það fór á sömu leið, Mér versnaði svo að ég sinti hvorki vinnu né skemtuo, og fólk mitt hélt að ég væri búin að fá tæringu. Það var um þetta leyti að ég afréð að reyna Dr. Williams Pink Pills. og útlit mitt nú sýnir hve stóra breytingu þær hafa gert á mér. Eg hélt áfram með pill- urnar í þrjá mánuði og áður en óg hætti við þær voru allar þrautir farn- ar. Ég get ekki sagt of mikið gott um þetta merka meðal og ég vildi að To Cure RHEU3YIATISM TAEB Bristol’s SARStPARILLA IT IS PROMPT RELI ABLE AND NEVER FAILS. IT WILL MAKE YQU WELL Ask jour Druggist or Dealer for it BRISTOL’S SARSAPARILLA. sem flestir vissu hvaða gagn ég hefi haft af þeim”. Mrs Byrnes var viðstödd meðau á þessu samtali stóð og sagði hún að alt væri eins og dóttir hennar hefði sagt. Margra ára reynsla sýnir, að allW sjúkdómar sem koma af slæmu blóði og veikluðu taugakerfi læknast með Dr. Williams Pink Pills, ogþeir sem þjást af þesskonar kvillum komast hjá mikl- um þrautum og spara sér peninga með því að brúka þær í tæka tíð. Takið hinar ekta Pink Pills, en látið ekki koma ykkur til að taka eftirstælingar, eða einhver önnur meðöl, sem lyfsalar selja stundum til þess að græða fé á. Dr. Williams Pink Pills lækna þar sem önnur meðöl bregðast. Ib a very remarkable remedy, both for IN- TEKNAL and EXl'ERNAL uee, and won- derful In lts qulok aotion to relleve distresa. PAIN-KILLER Thront* CouhtIih* Chillfl* Ðlarrhœa, I>jM‘iilcry, Crampis Cholcra, and all Bowel ComplaiuM. PAIN-KILLER e,iyHtan®,E?„'í'Hf.»: Hlekneifi, Hirk Ilondnohc, Tnin In Ihe Uack or Hide, IthcumntiHm and Ncurnlicia, PAIN-KILLER &írS™íiT.Wiíí MA1>C. Itbrinns rpredy and pkrmanf.nt i:KUKf ln h 11 cases of UruiscB, Cuts, Hprnius, Hcvcre Burns, ctc. PAIN-KILLER trusted fricncl of >!»• Mcchnnir, Fnrmer, Tinntcr, Hnllor* and m fa. tall claRses wantliiK a nic'ClÍCinc always athmiu. and baff, to usf. intcriinlly or cxternnily wita ••rtainty of relief. , „ Bewnro of iinitations. Take nono but tbo penuin# “Pkkky DaVU?. ’ Sold «ver.vwhtTtí ; kóc. big bottle. Very luixo bottle, íwc. Raffle Dans. ### BICYCLE, mjög sterku og í góðu standi, verður raflað á NORTH WEST HALL Miðvikudaginn 23. Sept. næstkom. kl. 7 e. h. Okeypis dans á eftir fyrir alla þá seffl keypt hafa raffle-tickets. Hjólið er til sýnis hjá Mr. Wm. Anderson, Lydia Str„ semeiunig heflr tickets til sölu. Tickets 25 ets. Kennara vantar við Baldurskóla frá 1. Nóvem' ber þ. á. til 1. Maí 1897, = 5i mánuð. Umsækjendur geti þess hvort þeir hafi tekið kennarapróf, eða lia.fi tímabils- leyfi, og tiltaki mánaðarlaun. Tilboð- um veitt móttaka af undirskrifuðum til 1. Október næstkomandi. Hnausa, Man., 20. Júlí 1896. 0. Q. Aknmess, Sec. Treas. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & CO. 566 illnin Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, sanmuð, og útbúi* eins og þór segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. ÍSLENZKB LÆKNIR DK. M. IÍALLDORSSON, Park River — N. Dak. Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ái* Hammar Paints eru þétt i sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir málið þitt hreint, end- ingargott og fallegt með því að hiæra saman við það nýja Linseed olíu. Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins f 1.10 fyrir hverja 4 potta. 0.. DALBY selur alls konar húsgögn, yeggjapappír, málolín og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi i einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak. •

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.