Heimskringla - 10.09.1896, Blaðsíða 1
98« r
u.
X. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 10. SEPTEMBER 1896.
NR. 37.
Jarðskjálfti á Islandi.
“Free Press” hér í bænum er tele-
graferað frá Englandi 3. þ. m., að skip
nýkomið til Skotlands frá Islandi flytji
þá fregn, að á norður-íslandi hafi komið
jarðskjálfti mikill 26. Ágúst, — mestur
síðan 1874. Staðanöfn nokkur eru til-
greind, en svo vitlaust stafsett, að það
er helzt ómögulegt að fá vit úr þeim.
Margir bæir höfðu hrunið eða skemst,
og tvær kyrkjur eru taldar í rústum.
Staðurinn Hólar og mörg býli tilheyr-
andi, eru sögð hrunin, og er gátan hvort
það eru Hólar í Hjaltadal eða ekki. —
Fénaður hafði farist en manntjón ekk-
ert hlotist af hristingnum, að sagt er.
Síðan ofangreind fregn hefir út-
breíðzt um bæinn, höfum vér átt tal við
ýmsa um jarðskjálfta þennan. Kemur
sú skoðun þá fram og það mjög alment,
að þó fregnin segi jarðhristinginn á
norður-íslandi, muni hann í raun réttri
hafa átt sér stað á suðausturlandinu, —
undir Eyjafjöllum. Þeir sem þar eru
kunnugir lesa á þessa leið úr nafna-
skrípunum: ‘Krepp’=héraðið Hrepp-
ar; ‘ Hollum’=Holtas veit; ‘Land’=L and-
eyjar; ‘Kanganllum’ = Rangárvellir;
‘Fgolshlida’ = Fljótshlíð.— Áreiðanleg-
ar fréttir um þetta efni verða að bíða
til þess næsti póstur kemur frá Islandi.
Þrjú kvæði.
Eftir Sunnanfara.
Eftirmæli.
I>að vantaði sist að hann hugsaði hátt,
og hann hefði mátt koma að notum.
Hann byrjaði á ýmsu, en endaði fátt,
og alt lá það hálfgert í brotum.
Frá barnæsku var hann með gleraugu
grá,
en glerið var efalaust svikið,
þvi hvar sem hann ráfaði rak hann
sig á,
var rauður og blár íyrir vikið.
Og áform hans, þau voru örsmá og
mörg,
og ætti hann sér vegi að skapa,
þá klyfraði hann ætíð í ógengis björg,
var alt af að detta og hrapa.
Og hvergi í lífinu festu hann fékk
þótt flæktist hann víða um álfur.
Hann rétti þeim hönd. sem að haltr-
andi gekk,
en haltraði [allramest sjálfur.
Hann skildi ekki lánsins og lukkunnar
spil
og lífsseglið kunni’ ekki að vinda ;
var fugl, semeiþekkti á fjöðrunum skil,
eða fiskur, sem lærði ekki að synda.
Og gæzka og miskunn fór gjafarans blíð
nm garð hans hið efra og neðra,
uns þreyttur á æfi, sem aðeins var stríð
hann álpaðist til sinna feðra.
I guðsnafni í jörðina grófu hann menn
við gleymsku og myrkursins skorður.
En lýðurinn hrasar um leiðið lians enn,
hann liggur í suður og norður.
Og nú, þá hann liðinn er dauðans í dá
hann dreymir und sverðinum grænum
um hálsbrotinn val undir hömrunum
blá
og hákarl, sem drukknaði í sænum.
Út við ströndina.
Það léttir mér bezt þegar lund mín er
þreytt
að líta út frá ströndinni á gangi
á veltandi hafið svo vítt og svo breitt
með vonanna þúsund í fangi.
Hér breiðist út sæflötin Ijómandi löng,
hér leikur hinn hafrunni vindur,
og hér mætir auganu allsengin þröng
og ekkert sem sjónina bindur.
Hér blakta yfir vogunum vorgeislatjöld
svo vinlega í hreinsvala blænum.
í brjósti mér veltur fram vonanna fjöld
sem vaggandi öldur á sænum.
•
Og hugurinn lyftir sér léttur sem blær
um ljósþanda upphimingeima.
I blámann þar hnígur að himninum sær
með hafinu óskirnar sveima.
Það brjóstinu svalar að horfa svo hátt,
mót heiðblænum fanginu að snúa,
°g hjartanu að líta’ út í lofthvelið blátt
svo langt eins og óskirnar fljúga.
Nú sé ég hve loftið og landið er frítt
°g lögurinn blikandi fagur.
I>aö hressti og gladdi að horfa svo vítt,
1 hug mér er sólskin og dagur.
Draumur.
Eg sofnaði í skógnumvið syngjandi klið
°g svo var mig altaf að dreyma
■Qm vorfuglakyakið og vatnanna nið
°g veðrið í dölunum heima.
Ég sá hvernig^ljósið þar leið yfir brún
og lék sér í brekkunum grænum
og geislarnir hoppuðu um gróandi tún
og góðviðrið dansaði á sænum.
Ég sá yfir tinda og heiði og hlíð
og himininn hvelfdis þar yfir,
og sólin mót dölunum brosti svo blið
sem blessaði hún alt er þar lifir.
Þ. G.
FRÉTTIR.
DAGrBÓK.
FIMTUDAG 3. SEPTEMBER.
Ríkisþingskosningar fóru fram í
Vermont-ríki 1. þ. m. og unnu repúblík-
ar,— sópuðu öllu fyrir sér.
Þjóðfundur gull-demókrata var sett-
ur í Indianapolis, Ind., í gær, eins og til
stóð. Þar mættu 624 sendimenn frá 41
ríki.
Öflugur floti af herskipum Breta
lagði af stað til Tyrklands, frá eynni
Malta (Melita) i Miðjarðarhafi. Horfur
allar þykja iskyggilegar á Tyrklandi,
enda einu sinni enn sagt að þar sé
stjórnarbylting á næstu nesjum, ef ekki
alger sundrung ríkisins.
Sambandsstjórn Canada hefir feng-
ið áskorun um að fullgera tafarlaust
skipalokuna, sem á að flytja skip af
Rainy River upp á Rainy vatn og
mynda þannig óslitna skipaleið rnilli
Rat Portage og austurendans á Rainy
vatni. Mackenzie-stjórnin hafði meira
en hálfgert þetta verk þegar hún féll
frá og af því að Conservativar vildu
gera og gerðu C. P. R. brautina óslitna
járnbraut, hefir verkið legið milli hluta
síðan.
Illa gengur að fá alla flokka Ira til
að sameina sig og verða á eitt sáttir og
þykja mörgum likur til að þjóðfundur-
inn stóri nái ekki tilgangi sínum, vegna
svarraskapar ýmsra flokkstjóranna.
M. Ribot, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Frakka, hefir verið boðaður á
fund fransk-canadiskra manna í Mont-
real og er hann nú á leiðinni þángað.
Eignir þeirra verða gerðar upptæk-
ar, sem áttu þátt í uppreistinni í Zanzi-
bar um daginn og uppreistarmennirnir
gerðir rækir af eyjunni.
Annar voða jarðskjálfti átti sér
stað á Japan á mánudaginn var. Fregn-
ir eru ónákvæmar enn, en víst er það
að stórbær einn lagðist til hálfs í rústir.
Nærri 40 þús. fyrrverandi Banda-
ríkja hermanna voru i skrúðköngunni í
St. Paul, Minnestota. Lestin var sem
næst 3 klukkustundir að fara fram hjá
gefnu takmarki.
Bryan forsetaefni er mælskur, að
sögn, og eftir því hlýtur hann að vera
úthaldsgóður að tala. Núí siðastl. 2
vikur hefir liann flutt 2—3 ræður á
hverjum degi, og í gær flutti hann 4 og
allar langar.
Það er fullyrt í Vínarborg, að til sé
ritaður samningur um bandalag Rússa
og Frakka, en jasnframt tekið fram að
sambandið sé til varnar einungis, en
ekki sóknar, 'og að Frakkar þess vegna
gætu ekki treyst á fylgi Rússa, ef þeir
vildu herja á Þjóðverja.
FÖSTUDAG, 4. SEPT.
Ottawa-fréttir. — Það er altalað nú
í höfuðstaðnum, að þegar kunnugt er
orðið hvað Greenway býðst til að gera
við skólamálið, Jverði fulltrúi tafarlaust
sendur til Rómaborgar, til að leita sam-
þykkis hjá hinum “heilaga föður”
Lauriers og ‘liberala’. — Laurier hefir
lofað, að á næsta þingi (í vetur kom-
andi) skuli afgreidd lög, er leyfi al-
menna atkvæðagreiðslu í Canada um
það, hvort vínsala skuli bönnuð eða
ekki. — Vínveitingar í kjallaranum
undir þinghúsinu hafa verið fyrirboðn-
ar.
‘Höfuðskelja’-fræðingurinn nafn-
kunni, próf. Fowler, er margir Vestur-
Islendingar kyntust hér fyrrum, er lát-
inn.
John McCauley Palmer, þjóðþings
senator í Chicago, var í gær kvaddur
til sóknar sem forsetaefni gull-demó -
krata á Indíanapolis-fundinum. Simon
Bolivar Buckney, frá Kentucky, var
kjörinn til að sækja ssm varaforseti. —
Fundurinn sendi áskorun til Clevelands
uln að gefa kost á sér í þriðja skiftið,
en hann þverneitaði því,
Franski herforinginn, Albert Drey-
fus, sem í fyrra var sviftur tign og völd-
um og dæmdur i æfilangt fangelsi fyrir
að selja Þjóðverjum leyndarmál áhrær-
andi virkja-skipun og herbúning, — er
sloppinn úr haldi og týndur úr sögunni.
Var í haldi á Suður-Kyrrahafseyjum.
Schouvloff greifi, governor yfir Pól-
landi og nafnkunnur fyrir nokkrum ár-
um sem ráðherra Rússa á Þýzkalandi,
liggur við andlátið.
4,000 manns er sagt að hafi verið
drepnir í Konstantinópel ura daginn.
Ráðaneyti Japan-keisara sagði af
sér um daginn og eru enn ekki fengnir
allir mennirnir i skarðið. Ito greifi,
stjórnarformaðurinn, sagði af sé fyrir
viku síðan.
LAUGARDAG, 5. SEPT.
Einveldi mölunarmylnueigendanna
í Bandarikjunum, sem menn um
tíma óttuðust að yrði skaðræðis tilvera,
er ekki lengur til. Félagsmenn allir
svikust undan samningi við öll tæki-
færi og seidu hveiti fyrir lægra verð, en
um var samið. Á fundi í Minneapolis
í gær var svo samþykt að leysa upp fé -
lagið og skifta ágóðanum milli góðra
og gildra félagsmanna.
Rússakeisari hætti ekki við ferð
sína, eins og sagt var að hann mundi
gera um daginn þegar utanríkisráðgjafi
hans dó, Hann er væntanlegur til Ber
línar þessa dag ana,
Friður er í nánd á Krít. Eftir að
hafa ráðgast við formenn uppreistar-
manna hefii nú löggjafarþing Krítar-
manna gengið að framboðnum samn-
ingi um réttarbætur. Stórveldin stýl-
uðu samninginn og soldán sá sitt vænst
að samþykkja hann.
D. R. Francis, hinn nýji innanrík-
isstjóri Bandaríkja aflagði embættiseið-
inn í gær og tók samdægurs við ráðs-
mensku deildarinnar.
Á Havaieyjum er jöfnum höndum
talað um linngöngu í Bandaríkja-sam-
bandið og endurreisn konungsstjórnar.
Menn virðastekki ánægðir með núver-
andi stjórnarfyrirkomnlag.
Thaddeus S. Clarkson í Omaha í
Nebraska var í gær kjörinn formaður
hermannafélags Bandaríkja — ‘Grand
Army of the Republic’, sem nú situr á
ársfundi í St. Paul, Minn.
Eyjarskeggjar á Grand Sault segja
tilhæfulausa söguna um að Dreyfus sé
sloppinn úr varðhaldi. Stjórn Frakk-
lands telegraferaði suður og fékk þett a
svar.
Járnsmiðju-eigandinn nafnfrægi,
Krupp, á Þýzkalandi, ætlar nú að fara
að gefa sig við skipasmíð. Hefir keypt
skipasmíðisverkstæði á Þýzkalandi fyr-
ir 6£ milj. marka og ætlar nú þegar að
láta auka það og fullkomna.
MÁNUDAG, 7. SEPT.
Fyrsta skip hinnar nýju Belgíu-
Canada-línu, er gengur railli Antverp,
Cologne og Montreal, fer af stað frá
Antverp 12. þ. m. Canadastjórn veitir
félaginu $50,000 styrk á ári í 3 ár. Skip-
in eiga að ganga fram og aftur tvisvar
í mánuði.
Það er sagt að Þjóðverjar sem búa
á Philippine-eyjunum, séu pottur
og panna i uppreistinní gegn veldi
Spánverja þar éystra.
Tveir menngrunaðir um morð voru
hengdir án dóms og laga í gærmorgun
(sunnudag) í þorpinu Glonco í Minne-
sota. Dómur hafði verið kveðinn upp
í máli þeirra á laugardaginn, en af því
þeir voru ekki dæmðir til aftöku tók u
þorpsbúar þetta ráð.
Þjóðskuld Breta hefir verið rýrð svo
nemur 620 milj. dollars á síðastliðnum
20 árum.
Stórveldin hafa sent soldáni sameig
inlega óskorun, eða öllu heldur skipun,
um að gera betur, ef hann vilji halda
Evrópueign sinni. Og Victoria drottn-
ing hefir sent honum sérstakt bréf um
sama efni. — Fjöldi af herskipum Breta
liggur skamt frá borginni og eiga for-
menn þeirra að taka til sinna ráða und-
ireins, ef soldán ekki gerir eins og hon-
um er boðið innan ákveðins tima.
Li Hung Chang kvaddi Bandaríkin
i gær. Fór þá yfir Niagaragilið og er
nú gestur Canadastjórnar. C. P. R.
félagið ljær lionum sérstaka lest ókeyp-
is og sambandsstjórnin ljær honum Sir
Henry Joly de Lothbinier f\-rir fylgdar-
mann á ferð sinni um ríkið. I Canada
hefir hann ekki viðdvöl nema í Toronto
og Vancouver vestra.
Bryan forsetaefni kom til Chicago í
gær á vesturleið sinni. Hinn 20. þ. m.
flytur hann ræðu í Duluth og í West
Superior daginn eftir.
Brezkir hermenn i Matabelalandi
eru kærðir fyrir óhæfilega hörku og
grimd í meðferð sinni á svertingjunum.
ÞRIÐJUDAG 8. SEPT.
JakobGaudorí Toronto þreytti i gær
kappróður við Australíumanninn Stans-
bury, á Thames fljótinu á Englandi, og
vann sigur auðveldlega. Fyrir það fékk
hann $2,500 og er nú að auki, og það er
aðal sigurinn, mestur ræðari í heimi,—
Champion oarsman of the World”.
Hanlan hinn Canadiski misti það nafn í
Astralíu og var því vel farið, að Canada-
menn náðu því frá Ástralíumanni aftur-
Uppreistin á Pnilippine-eyjunum
eykst svo að til vandræða horfir fyrir
Spánverjum.
Li Hung Chang skoðaði iðnaðar-
sýninguna stóru í Toronto í gær og
fanst mest af öllu koma til hringreiða
og annara slíkra leikja á vír og stöng-
um. — Yfir 100,000 manna sóttu sýn-
inguna um daginn, af því Li var vænt-
anlegur.
Allir hvítir menn í British Colum-
bia, sem kunna að skrifa nafnið sitt,
eiga að skrifa undir bænarskrá til sam-
bandsstjórnarinnar um að fyrirbyggja
innflutning Kínverja. 10,000 menn hafa
nú þegar skrifað undir skjalið.
Bryan forsetaefni flutti ræðu fyrir
verkamönnum í Chicago á skemtistað
þeirra í gær,
MIÐVIKUDAG, 9. SEPT.
Proulx heitir presturinn, sem Lau-
rier hefir kjörið til að flytja mál sitt og
skólamálið fyrir páfanum. Hann legg-
ur af stað til Rómaborgar þessa dag-
ana. Hann er sagður óvinur Lange-
vins erkibyskups og á að reyna ,að eyða
áhrifum hans á páfann.
Ríkiskosningar eru afstaðnar í Ar-
kansas og unnu demókratar. Fengu
60,000 atkv. umfram repúblíka.
Ríkisþingi Spánverjá var slitið í
gær, eftir að það hafði heimilað stjórn-
inni að taka til láns 200 milj. dollars,
er járnbrautarfólögin standa í ábyrgð
fyrir.
Nefnd manna bað sambandsstjórn-
ina í gær um $3.200 styrk á hverja milu
af 150 af járnbraut vestur að Skóga-
vatni. Kvaðst eiga von á styrk það-
an til Winnipeg frá Manitobastjórn,
gegn loforði um að flytja hveiti austur
að stórvötnum fyrir 9 cents bush.
Frá löndum.
SPANISH FGRK, 81. Ágúst.
Ég veit varla hvort ég á að segja
að héðan sé mikið eða lítið að frétta nú
á dögum. Tíðin virðist líða áfram ofur-
viðburðalaus. Það er sjaldan talað um
annað nú á dögum en pólitík. Allir
mögulegir hlutir eru hér nú kendir við
annanhvorn Bryan eða McKinley, og ég
hefði líklega átt að kenna ritgerð þessa
við annan hvorn þeirra, eða kannske
báða, hefði ég svo sem eiginlega ætlað
mér að fara að skrifa pólitiska ritgerð,
sem ég ætla mér nú samt ekki að gera,
því ég hefi sárlítið vit á þessleiðis mál-
um, til þess að geta gert almenningi
nokkurt gagn með því er ég ritaði.
Þess mætti ég þó geta, að einlægt
er verið að halda hér pólitiska fundi, og
hitinn og ákafinn við það virðist einlægt
fara vaxandi. Oll möguleg meðul eru
brúkuð, að ég ekki tala um silfur og
gull, og fáum kemur dúr á auga, fyrri
en þeir eru svo yfirkomnir af vökum, að
þeir velta út af; vitan'lega er þetta nú
samt ekki undantekningarlaust, þvi til
eru nokkrir sem engan þátt taka í þess-
leiðis málum. Samt virðist það nú lít-
ið bæta um hávaðann, að kvenfólkið er
komið á ferðina líka, því þær hafa hér
nú kjörgengis og atkvæðisrétt, enda
virðast þær nú ætla að nota þau rétt-
indi í þessari kosningasókn, og ekki
gera mikið minni háreysti og skarkala
en menn.
Tiðarfarið hefir verið hálf vætusamt
siðastliðna tvo mánuði. Það rigndi hér
mikið siðari partinn af Júli, sem skemdi
tðluvert hjá mönnum, einkum hey. Svo
tók aftur til að rigna um miðjan þenn-
an mánuð, og hafa vætur haldist af og
til síðan ; oft rignt mikið og gert stór-
skaða hór og þar, sérstaklega þó á upp-
skeru manna, sem einmitt stóð sem
hæst í þessum mánuði. Mörgum Þykja
þetta undarlegar rigningar, því það er
eitt af því óvanalega, að það skuli rigna
í Zion um þetta leyti árs. Ekki trútt
um að sumir séu svo rétttrúaðir, að þeir
haldi þetta fyrirboða einhverra undra,
sem eigi að ske áður langt um líður.
Heilsufar hefir mátt heita gott yfir
heila tekið að undanteknum lítilsháttar
smákvillum, sem kölluð er hér sumar-
veiki ; samt hafa fáir dáið og enginn
verulega nafnfrægur svo ég eftir muni.
Á meðal landa vorra hér er alt tið-
indalaust; við gefum okkur ekkert við
pólitík, en sitjum inni þegar rigningar
eru og “tökum það bara rólega.” Eng-
ir hafa látist síðan ég skrifaði seinast,
4. Júlí, og engir gift sig, svo menn eru
nú farnir að gerast þurrir í kverkum,
og þar af leiðandi minnissljófir bæði á
fréttir og annað.
íslendingadag höfum vér ekki hald-
ið hér enn ; verður líklega ekki af því í
ár. Og hver má vita hvað lengi það
dregst ?
MINNEOTA, MINN., 30. ÁGÚST ’96.
Frá fréttaritara Hkr.
Tíðarfar er þurt og vindasamt,
Pólitik: Alt af er sem hinn póli-
tiski himinn sortni æ meir og meir; ein-
staklingarnir láta sig nú meir varða
kosningamál en nokkru sinni áður.
Peningaspursmálið er nú það [mál, sem
hér er almennast. Stór meirihluti hér
er frísláttusinnar; á þá hlið munu svo
að segja allir Islendlngar snúa.
Möigum af iesendum Hkr. og Lög-
bergs hér um slóðir þykja þau ærið ein-
hliða með gullinu, þar eð þau hnakk-
rífast svo að segja um hvert mál, þykir
mönnum það all-merkilegt hve sam-
mála þau eru nú í gangeyrismálinu; á-
líta að þau séu formælendur gulls, ann
aðtveggja af húsbóndahollustu við Jón
Bola, eða þá að gullkongur einhver hér
að sunnan hafi rent til þeirra öngli með
ætilegri beitu ! Eða er það svo, Hkr. ?
Morðmál: 15. þ. m. skaut ferða-
maður frá Nebraska á drengjahóp á
stræti hér i Mínneota og drap einn.
Nafn ferðamannsins er Walter H. Glass
Nafn drengsins, er hann skaut, var
Carl Ramberg (norskur). Drengirnir
höfðu eitthvað verið að glettast til við
hann, Mál hans bíður næsta héraðs-
þings, er kemur saman í Desember.
Annir: Haustannir eru nú alment
byrjaðar, þresking og plæging. Afurð-
ir hveitis og hafra munu varla vera í
meðallagi.
Verzlun: Af henni er ekkert nýtt
að frétta; yfir henni grúfa hin sömu
doðamerki sem áður; alment álit að úr
snurðunnm greiðist ekki fyrr en eftir
kosningar í haust.
Atvinna fyrir verkamenn er með
minsta móti; margir vinnulausir.
Mannalát og slysfarir: Sigríður
Jónsdóttirf?) kona Þorláks Pétursson-
ar er ný dáin. Hún var ættuð úr Goð
dalasókn í Skagafirði. — Gísli Stefúns-
son lenti með vinstri hendi inn á milli
hjóla í brunnborunarvél og misti
fremstu kjúku af vísifingri.
ATH. — Spurningunni hér að fram
an, hvort ‘gullkongur einhver hér að
sunnan hafi rent til þeirra (ísl. blað-
anna hér) öngli með ætilegri beitu’,
getum vér svarað þannig, að tilgátan
sem þar liggur til grundvallar er eins
óverðskulduð, eins og hún er ósæmi-
leg. Það er rétt makalaust ástand, ef
blöð mega ekki flytja skoðun sína
nema kært sé að þau geri það fyrir
peninga. Alveg sama gildir um hinn
lið spurningarinnar, — um ‘húsbónda-
hollustu við ‘Jón Bola’. Fyrst og
fremst eru íslenzku blöðin ekki í þjón-
ustu Jóns Bola og enginn maður í Ca-
nada. Það vita allir sem nokkra ögn
vita í stjórnarfyrirkomulagi í Canada,
og það fyrirkomulag er ekki neitt laun-
ungarmál. I öðru lagi er ‘Jón Boli’
ekki áfjáðari í gull en silfur. Það vita
allir sem vita vilja, að núverandi
stjórn Breta ekki síður en sú er næst
áður sat við stýrið, er hlynt Bimetall-
ism. Það er ekki í allri Evrópu t. d.
öflugri eða ákafari talsmaður þess fyrir-
komulags en J. A, Baifour, atkvæða-
mesti maðurinn í stjórn Breta nú. Mis-
munurinn er þessi, að Evrópu-silfuritar
geta ekki viðurkeut 16 únzur af silfri
ígildi 1 únzu af gulli. Ritstj.
Bréfkafli.
MINNEOTA, MINN., 24. Ágúst 1896.
Það leynir sér ekki að bæði íslenzku
blöðin hafa tekið að sér að verja þá póli-
tisku stefuu. er vanalega er kölluð hér
megin línunnar “hin enska hagfræðis-
stefna,” er kennir, að gull só sá eini lög-
gildi gjaldmiðill, hið eina áreiðanlega
verðmál, er mæli réttlátlega og ráð-
vandlega þá auðlegð, sem er framleidd
með viitnu hinna starfandi miljóna
mannkynsins. Heróp þessarar stefnu
er, að tala um óráðvanda peninga, 50
centa dollara, og annað því likt. Ensku
stórblöðin, sem eru málgögn þessarar
stefnu, hafa gert svo mikinn hávaða og
gauragang mn þver og endilöng Banda-
ríkin og auðvitað í Canada líka, að það
er farið að taka undir í Heimskringlu
og Lögbergi. Auðvitað ber ekki mikið
á þeim, en þó er liljóðið auðþekt sem
bergmál ensku stórblaðanna, sem flest,
ef ekki öli, eru eign auðvaldsins, er ein-
dregið berst fyrir þessari ‘ensku stefnu,’
og leggur fram margar miljónir dollara
henni til stuðnings.
En svo er önnur stefna, sem kölluð
er ýmsum nöfnum, alt eftir því hver
talar. En að öllum jafnaði eru þeir
nefndir silfurmenn. Sérstaklega síðan
hin repúblíkanska stefnuskrá var við-
tekin í St. Louis i sumar hafa nöfn þess-
ara andvígu flokka orðið greinilegri og
fastákveðnari. Aðrir eru gullmenn, en
hinir eru silfurmenn. Silfurmenn lialda
því fram að gullið sé ónóg til að standa.
á bak við, sem ábyrgð fyrir öllum gjald-
miðli hins siðaða heims. Þeir halda því
fram, að fyrir takmörkun 'gulls só það
nú í fárra höndum, er hafi myndað pen-
ingaeinveldi eða einokun, miklu voða-
legri en nokkur önnur einokun. Jafn-
vel þó margar aðrar mætti tilnefna, er
draga undir sig meiri hluta ágóðans af
framleiðslu vinnandans, þá samt er pen-
ingaeinokunin álitin að vera fóstrá
hinna allra og langvoðalegust fyrir
framtíð lýðveldisins.
Silfurmenn halda því fram, að ef
sömu lög séu leidd í gildi fyrir silfrið
eins og fyrir gullið, nefnilega ótakmörk-
uð peningaslútta, þá muni silfrið halda
jafnvægi við gull, verða jafnmikils virði
að lögákveðnum hlutföllum, og hjálpa
til að greiða öll viðskifti og vinna part
af þvi verki, er gull vinnur nú eingöngu
og þann veg lama peningaeinveldið og
hjálpa til að jafna ágóðann af framleiðsl-
unni milli framleiðanda og kaupanda.
Það dettur víst engum í hug að neita
þvi, að verð gulls er að miklu leita laga-
ákvæði. Jafnvel New York “World”
segir fyrir fáum dögum síðan í ritstjórn-
argrein : “Engum manni með heil-
brigðri skynsemi dettur í hug að neita
því að dýrleiki gulls er ávöxtur þeirra
laga, er ákveða ótakmarkaða peninga-
sláttu fyrir gull meðal hinna voldugustu
þjóða heimsins.” Allir vita er þekkja
stefnu þessa blaðs, að það er fastákveðið
gullmálgagn og eins andvigt silfur-
flokknum og nokkurt blað í landinu.
í sambandi við þetta er ekki fjarri
lagi að benda á ensku lögin er samin
voru 1844 og kölluð ‘Peel-lög,’ er skylda
Englandsbanka til að borga fyrir hverja
únsu af hreinu gulli £3, 17 s., 10J d. Við
þessi lög hefir verð gulls verið miðað af
þeim þjóðum, sem með lögum viður-
kenna gull sem aðal undirstöðu liins lög-
lega gjaldmiðils. Gullið getur því ekki
breytzt í verði í sjálfu sér, þar sem það
er lögákveðið verðmál, er mælir verð
alls verzlunarvarnings, að silfrinu með-
töldu. Silfur er ekki viðurkent sem pen-
ingamálmur framar en kopar, og hækk-
ar því og lækkar í verði á markaðinum
eins og hver önnur verzlunarvara. Að
gull var háð sömu breytingum áður en
þjóðirnar tóku það undir sinn lagalega
verndarvæng, má sanna með Double-
day’s hagfræðissögu Englands, á bls.
277. Þar eru tekin 10 ár, frá 1810 ti
1820, er sýna markaðsverð gulls :
1810 kostaði
1811
1812
1813
1814
1815
1816
1817 “
1818 “
1819 “
1820
únsa gulls £ 4, 5 s„ 0 d.
“ “ £4,17s.,ld.
“ “ £ 5, 8 s., 0 d.
“ “ £ 5, 10 s., Od.
“ “ £ 5, 1 s., Od.
“ “ £4, I2s.,9d.
“ “ £3, 18s.,6d.
“ “ £4, 0s., Od.
“ “ £4, 1 s., 5d.
“ “ £4,3s..0d.
“ “ £ 3, 17 s.. 10J d.
Þetta er nægilegt til að sanna, að
gull hefir ekki nokkurt fastákveðið verð
frá náttúrunnar hendi, heldur að gang-
verð þess hefir verið ávöxtur þeirra laga
er hafa gefið því einveldi að frísláttu,
er varðveitt hefir verið af eigingjörnum
og óhlutvöndum auðkífingum, upp á
kostnað framleiðendanna, er aftur liafa
tapað óteljandi miljónum af arði vinnu
sinnar, vegna þess að verðmálið óx ár
frá ári og einlægt þurfti meira og meira
af handafla framleiðandans til að kaupa
hinn dýrmæta dollar.
X. X.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSVNINGUNN
DK
BAMNG
POHÐfB
’ IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vinberja Cream of Tartar
Jowder. . Ekkert álún, ammonia eða
Snnur óholl efni.
40 ára ^eynslu.