Heimskringla - 10.09.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.09.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 10. SEPT 1896. Winnipeg. Hagstæðasta veður fyrir uppskeru nú í hálfan mánuð. Herra Bogi Eyford í Pembina, N. Dak., kom til bæjarins í vikunni er leið. Li Hung Chang kom til bæjar- ins í gær (miðv.dag) á vesturleið sinni, Viðdvöi hafði hann hér litla eða enga.J Hra. Eirikur Gíslason hefir um undanfarinn tima þjást óbærilega af liðagigt, en er nú á bat.avegi og farinn að klæðast. Ársþing ensku kyrkjunnar í Cana- da var sett hér í bænum 2. September. Mættu þar byskupar, prestar og leik- menn úr öllum héruðum Canada og margír sunnan úr Bandaríkjum. Gullnámur finnast nú á hverjum degi austur í grend við Skógavatn og vilja Winnipegmenn að þeim sé ekki miður gaumur gefin, en námunum í British Columbia. Maður datt af hestbaki hér í bænum á sunnudags kvöldið og beið bana af. Mænan hafði slitnað. Hann var i húsa- garði og rak sig á þvottastag úr vír, sem kastaði honum af hestinum. Nýja stólpar er verið að byggja undir Aðalstrætisbrúna yfir Assiniboine ána. Er búizt við að þeir verði full- gerðir í Nov. næstk., og eftir það mega hlaðnar sporvagnalestir gsnga yfir brúna. Þeir sem eru á ferð út um sveitir i haust mega fara varlega með eld. Gras- hefir verið með hæsta og þéttasta móti hvervetna. Þegar það er þurt orðið og visið, verður það venju fremur gott eldsneyti til að vinna tjón. Sjáið hvað E, Knight & Co. bjóða, á öðrum stað í blaðinu, — 10% og 20% af öllum kvennskóm sem kosta $2 og þar yfir. Þetta fær hver sem vill með því að fara með blaðið með auglýsing- unni í og sýna honum. Reynið það. Fundur verður haldinn í íslenzka Verkmannafélaginu í Unity Hall. laug- ardagskvöldið 12. þ. m. kl. 8, og eru all ir þeir sem eru í félaginu, eða þeir sem hafa í hyggju að ganga í það, vinsam- lega beðnir að koma á fundinn og mæta i tima. A fimtudagskvöldið var réðst ölv- aður maður, Edward Waughan að nafni, á tengdabróður sinn, Bichard Wilcox, er býr að 478 Elgin Ave., hér i bænum, og veitti honum tvo áverka með hníf og særði hann á höfðinu með eldiviðardrumb. Hann erí haldi. Því er spáð að eldiviður verði í háu verði hér í bænum í vetur. Af því hann var með lægra móti í fyrra, tóku sem flestir sig saman um að höggva lít- ið sem ekkert. Af því leiðir að nú er mjög lítið um eldivið og verður til þess frýs og menn geta farið að höggva að nýju. Síiradregin vitnisburður. Chas. B. Hood, umboðsmaður í Col- umbus, Ohio segir að ekkert meðal jafn- ist við Dr. Kings New Discovery sem hóstameðal. J. D. Brown, eigandi St. James Hotel, Ft. Wayne, Ind. segist hafa læknað sig af hósta sem, hann var búin að hafa í tvö ár, með Dr. Kings New Discovery. B. T. Merrill, Bald- winsville, Mass., segist hafa brúkað og ráðlagtDr. Kings New Discovery og aldrei vita til að það hafi brugðist. Mrs. Henning 222 E. 25th St. Chicago hefir það ætíð við hendina, og er því ekkert nrædd við barnaveiki. Flaska til reynslu frí í öllum lyfjabúðum. Á föstudaginn varhafði Manitoba- ráðaneytið fund til að ræða um skóla- málið. Hvað þar gerðist er óvíst, en sagt er að stjórnin muni senda mann á fund Lauriers aftur nú bráðlega til að segja meira um þetta þræt'umál. — Greenway segir hlægilega fréttina um afskifti páfans í þessu máli. Brottfarar og aðkomatíma járn- brautalesta, póstvagna um alt fylkið, frá einu pósthúsi til annars, brottfarar timi gufuskipa o. s. frv.,— alt þetta er að finna í “Stovels Pocket Directory”, auk þúsund annara áríðandi upplýs- inga. Alt fyrir 5 cts. um mánuðin eða 50 cts alt árið. September-útgáfan hefir að geyma margt nýtt og fróðlegt.—Hjá öllum bóksölum og á öllum jarnbraut- arlestum. Verkfræðingur frá Philadelphia, sem verið hefir að skoða brúlagning stræta hér, sérstakl. þá spotta. sem brú- lagðir hafa verið með sandi og grjóti (Macadam), segir það álit sitt, að kalk- steinninn sem her er notaður, reynist endingar laus. Hann segir ráðlegra að fá grjótið frá klöppunum umhverfis Bat Portage og hér megin þess bæjar,— það sé sú tegund sem lengst þoli. Veður var hið hagstæðasta, sem hugsast gat, á verkamanna-dagin (mánudaginn var) enda helzt aldrei áður eins mann margt í Elm Park. Járn- brautar félagið hafði alla vagna á ferð- ini, sem notaðir urðu, ailan daginn, en hafði þó aldrei við.— Menn söknuðu alment stræta sýningarinnar, sem við- höfð hefir verið tvisvar sinnum áður. Án hennar er verkamannadagurinn óaðgreinanlgur frá öllum öðrum frídög- nm. Mrs. Benedictson biður aðgetaþess að hún tekur að sér að skrifa með skrautletri “Automatic Shaded alt er fólk getur óakað, s. s. eftirmæli, afmæl isvísur, brúðkaupskvæði, lukkuóskir, nöfn á bækur og allrahanda einkunnar orð, sem menn vildu láta í umgerðir og hengja upp í hús sín. Enn fremur hatta merlti o. fl. Það borgar sig fyrir alla að heimsækja hana til að sjá þessa af- bragðsskrift. Heyrið hvað A. G. Mor. gan segir )Business-maður á 555 Main Str.): ‘It is the most perfect piece og work of that kind I have ever seen’. — Slíkt hið sama segja allir aðrir sem það sjá. Ef einhverja út um nýlendur langar til að sjá prufu af því, geta þeir fengið það með þvi að senda address sitt og 5 cents í frímerkjum. — Allar pantanir eru afgreiddar fljótt og vel. Address: M. J. Benedictson, 778 Alexander Ave. Winnipeg. TIL FERÐaMANNA. Eftir 1. Sept. koma og fara allar fólkslestir á Northern Pacific frá C. M. & St. Paul vagnstöðvunum á horninu á Washington Ave. og 4th Ave. South, Minneapolis. BUCKLENS ABNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar ylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist orgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Kennarar! Islending vantar á vesturströnd Manitobavatns, til að kenna ensku, 5—10 börnum, yfir 4 mánuði af vetrin- um, nema lengur verði. Kaup er $6 auk fæðis. Áformað er að kensla byrji Nóvember 1896. Menn gefi sig fram nægilega snemma. Menn snúi sér til Ólafs Ólapssonar. Westbourne P. O. Man. Jón Markússon á sendibréf á skrif- stofu Hkr. Jóhannes og Mrs. Sigurðsson að Hnausum komu til bæjarins fyrir helg- ina og dvöldu til þriðjudags. Stephan kaupm. Sigurðsson að Hnáusum kom til bæjarins á laugar- dagskvöld. Hélt heimleiðis á sunnu- daginn. Kvöldskemtun og veitingar í Tjald- búðinni á fimtudagskvöldið kemur (15. Sept.). Sjáið prógrammið á öðrum stað í blaðinu. Aðgangur 25 cents fyr- ir fullorðna og 15 cts. fyrir börn. Mrs. G. Nordal frá Hnausum, Man., hefir veriðhér í bænum um síðastliðinn hálfan mánuð í kynnisför til frændfólks og yina sinna. Hún fer heimleiðis um næstu helgi. Tvö húsmunalaus framherbergi verða tekin á leigu og fæði keypt jafn- framt, ef leigjandi vill. Þeir sem hafa þess konar herbergi til leigu, eru beðnir að snúa sér bréflega til skrifstofu Heimskringlu. Eftir hálfsmánaðar þrætu um það, hvort Kelly Bro’s. skyldu fá að leggja asphalt á tvö eða þrjú stræti í suður- bænum.eða Warren Scharf asphalt brú- lagningafélagið, frá New York, hefir nú bæjarstjórnin svo gott sem afráðið, að Kelly Bro’s. fái verkið. Þeir buðu tals- vert lægra en hinir. Tveir þýzkir bændur sunnan frá Chili í Suður-Ameríku komu til bæjar- ins í vikunni sem leið og ætla að nema land, eða kaupa, í Manitoba. Fjölskyld- ur þeirra eru enn í Chili, en koma undir eins og þeir hafa kjörið sér bústað. Áð- ur hafa 5 þýzkar fjölskyldur frá Chili sezt að hér í fylkinu í sumar. SKEMTISAMKOMD «8®* heldur kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar í TJALDBtJÐINNI (Cor. Sargent & Furby). Þriðjud. kemur, 15. þ. m., kl. 7\ e.h. Programm : 1. Söngflokkur : Söngur. 2. Mr. B. L. Baldwinson : Tala. 3. Mr. II. J. Halldórsson : Solo. 4. Mr. Stefán Þórðarson: Upplestur. 5. Veitingar og hljóðfærasláttur. 6. Söngflokkur: Söngur. 7. Séra H. Pétursson : Tala. 8. Mr. H. J. Halldórsson : Solo. 9. Orchestra. “ Eldgamla ísafold.” Aðgangseyrir 25 cts. fyrir fullorðna, 15 cts. fyrir börn. Gömul saga. (Eftir “Sunnanfara”.) Sögurnar segjct að jörðin væri í fyrndinni flöt eins og pönnukaka, en >að hefir hún aldrei verið. Hún var eins og jólakaka, hæst i miðjunni, en haliaði jafnt út af á alla vegu. En hringinn í kring um jörðina lá sjórinn og náði alsstaðar út að himninum. Þá seig sólin aldrei í sjó en gekk alt af hringinn í kring jafnhátt frá hafsbrún. Þess vegna vár alt af glaðasólskin á allri jörðunni, aldrei morgun, aldrei kvöld og enn þá síst nótt. Á miðri jörðunni var hóll og þaðan sást til sólar hringinn 1 kring og svo hvar haf og himin náðu saman. Þá bjó drottinn sjálfur á jörðinni og margir englar en engin manneskja var þá til og ekkert dýr. Englarnir óðu í sjónum, héldu skollaleiki og skessuleiki á jörðunni og léku sér rétt eins og krakkar nú gera. Svo fóru þeir að taka upp á ýmsu bría- ríi: Þeir sköpuðu grös og jurtir og fóru að reyna sig á því hver gæti búið til MICA ROOFING. Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið var eitt ár liðið síðan ég þakti heflimyln- una mína með Mica-þófa, sem þér hafið til sölu, og tjargaðí ég það ekki fyr en nærri sex mánuðum eftir að það var lagt, en þrátt fyrir þaðþó rigningasamt væri bar ekkert á leka og ekkert hafði þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta þak þolir bæði hita og kulda. B. D. Patkrson. Þetta Mica á ekkert skylt viðhið svokallaða Metal Brand Beady Boofing. W. G. Fonseca. fallegust blómstur. Þeir sköpuðu skóga allskonar tré til að leika sér í og fela sig í. Og loks fóru þeir að skapa flugur og fiðrildi, sem sveimuðu í loftinu og fiska til að leika sér að í sjónum, og svo fugla og allskonar dýr til að elta á jörðunni. Og nú léku þeir sér að öllu þessu og voru kátir, og drottinn sjálfui horfði á þá og brosti. Einu sinni veðjuðu fjórir englar um það, hver þeirra gæti búið til fullkomn- ast dýr. Einn þeirra hugsaði með sjálf- um sér: fuglarnir eru /ullkomnastir af öllum dýrum, því þeir geta flogið í loft- inu og komist hvert sem þá langar til; þeir eru líka fallegastir af öllum dýrum og syngja best. Og sá engill bjó til hana og fannst að svo ágætt gæti hinum ekki dottið í hug að búa til. Annar hugsaði með sér: fiskarnir eru fullkomnustu- dýrin af því þeir geta lifað niðri í vatni, en öll hin dýrin drepast ef þau koma í vatn. Svo bjó hann til lax og var hróð- ugur yfir því, hvað sér hefði dottið i hug. Þriðji engillinn hafði tekið eftir því að dýrunum kom stundum illa sam- an, og fannst þá, að það vera fullkomn- ast sem hærra hlut bæri við hvert dýr sem það ætti. Hann hugsaði sér að skapa dýr sem væri grimmara og sterk- ara en öll önnur dýr og skapaði ljón. Fjórði engillinn hugsaði líkt, en fannst að það dýrið sem vitrast væri mundi bera hæstan hlut í öllum viðskiftum. Hann vissi að englarnir gátu farið með öll dýrin eins og þeir ætluðu sér, en að drottinn réð einn öllu um láð og lög. Og hann hugsaði sér að skapa dýr sem væri líkt honum og skapaði mann. Nokkru síðar komu allir englarnir saman, hver með sitt dýr, og drottinn var sjálfur við til að dæma um hver vinna skyldi veðmálið. Sá sem bjó til laxinn átti fyrst að sýna sinn hlut. Gengu þeir þá allir niður að sjó. Og þegar minnst varði spratt lax undan bakkanum og rann eins og örs-kot aftur á bak og áfram um voginn. Dáðust allir mjög að þeirri skepnu og var það einróma, að aldrei hefðu þeir séð jafn- fallegann og sprettharðan fisk í vatni, En drottinn sagði: “Vel er dýr þetta gert og mikil prýði er það vötnum jarð- arinnar; aldrei munu oss óhöpp af því standa. Látið mig nú sjá hið næsta dýr”. Þá gengu þeir þangað sem han- inn stóð og gól móti sólu. Þótti öllum mikið til þess dýrs koma og drottinn sagði: “Dyrið er gert af mikilli list, og lengi mun söngur hanans fylla loftið öllum englum og dýrum til ununar, og aldrei munu okkur óhöpp af hananum koma. Göngum nú til hins næsta”. Gengu þeir þá til ljónsins og leist öllum dýrið næsta mikilúðlegt.. En drottinn mælti: “Dýrið er fagurt og veglegt og mikil prýði er það skógum jarðarinnar; aldrei munu okkur óhöpp af ljóninu standa. Sýnið mér nú fjórða dýrið”. Þá gengu þeir til mannsins. En hann var þá í óða önn að hlaða vegg og byrj- aður að byggja sér hús og bogaði af honum svitinn. Þetta er undarlegt dýr, hugsuðu þeir allir með sjálfum sér, og drottinn sagði við engilinn. “Hvernig gastu fundið upp áaðhafadýriðsvona?” — “Herra”, svaraði engillinn, “ég bjó það til í þinni mynd og líkingu”. Allir litu á manninn og sáu að þetta var satt. En drottinn gekk til mannsins, lagði höndina á öxlina á honum og mælti: “Bífðu niður bygging þína og gáttu til hinna dýranna; ég mun ala önn fyrir ýkkur og ykkur skal ekkert skorta”. — Þá leit maðurinn upp, stakk moldugum höndunum í síðurnar, og mælti til drott- ins: “Það mun ég aldrei gera. Skal ég svo hátt hlaða að ég fái handsamað sól- ina og stjórnað hinum Ijósu skýjum.sem um loftið renna, en öll dýr á jörðunni skulu mér þjóna”. Þá glotti sá engill- inn sem manninn hafði skapað, en drott inn stundi við og mælti: "Hér hefur ræst minn versti draumur, en þú hefir unnið veðmálið. Dýr þetta er kynlegt að eðli og fylgir því mikill máttur. Munu okkur mörg vandræði af því standa. Er nú lokið leikum yðrum og barnagamni, einglar góðir, ogskaplð nú eigi fleira að sinni, en gætið þess sem þegar er gert. Ekki mun ég lengur byggja kringlu þessa með mínum her- sveitum. En þú Belsebubbur er mann- inn skópst skalt vera jarl minn á jörð- unni; fæ ég þér öll umráð yfir því er gengur eða skríður um brjóst jarðar- innar og öllu því er sveimandi fer í lofti eða legi”. Þá bauð drottinn sólunni að breyta göngu sinni og fela sig undir hafsins bárum, en skýjunum að verða að hagli, regni og snæ. Eftir það gekk hann þangað sem jörðin var hæst og allir englar með honum og og hurfu til himins á gyltu skýji, nema Belsebubb' ur; hann settist í myrkan helli, gerði fyrir sér glæður og tók til stjórnar á jarðriki. En þessa sögu sagði hinn fyrsti maöur syni sínum, en sá sagði hana dóttur sinni. Siðan hefir hún gengið í munnmælum milli niðja þeirra og fengið ýmsar myndir, en þá veit ég sannasta er hér er sögð. Þ. G. Reglulegur krypplingur. 'SAGA GAMALS MANNS FBÁ DUFFEBIN COUNTY. Þjáðist mjög af gigt og þurfti að brúka áhöld til að snúa sér með í rúm- inu. Vinir hans héldu að hon- um mundi ekki batna. Tekið eftir Economist, Shelburne, Ont. Nærri þvi hver maður í Melaneton Township, Dufferin Co., þekkir Mr. - - Kvennskor! - - I Kaupið nú hnepta kvennskó! S Hver sem sýnir oss þessa auglýsing í Heims- 5 kringlu, fær hjá oss 20 prósent afslátt á öllum • stígvélum sem eru meira en $2.00 virði, og 10 • prósent af öllum stígvélum minna en $ 2virði. • Drengjaskor! = - = ] Varningur okkar er góður og verðið- lágt. • Skoðið karlmannastigvélin okkar. Skoðið • barnaskóna og gleymið ekki að skoða “The • Excention of the Deserter” sem sýnd er í glugg- • anum hjá okkur. Sést í hreyíingu á laugar- • dagskvöldið kemur. _____ * E. KNKaHT & 60. j 351 riain Str. Andspænis Portage Ave. • Gáið að merkinu : Maður á hrafni, • Wm. August J. P..póstmeistara í Au- gustus. Mr. August, sem nú er 77 ára að aldri, kom til Canada frá Englandi fyrir 40 árum síðan og hefir búið í 88 ár í Melancthon. í meira [en 30 ár hefir hann verið póstmeistari og í 11 eða 12 ár var hann einn af nefndarmönnum fyrir township-ið og í nokkur ár vara- forseti þeirrar nefndar. Hann hefir líka verið friðdómari síðan sveitin myndaðist og sést það þannig að hann er í miklu áliti hjá nábúum sínum. Vet- urinn 1894—’95 fékk Mr. August mjög slæma gigtveiki og lá í rúminu í meira en 3 mánuði. Mr. August sagði fregn- rita frá blaðinu Economist: ‘F.g var reglulegur krypplingur. Yfir rúminu mínu hékk spotti ofan úr loftinu, sem ég brúkaði til að lyfta mér upp með - þegar ég þurfti að snúa mér við í rúm- inu eða setjast upp, Eg þjáðist hræði- lega eins og flestir sem gigtveikir eru, og vegna elli minnar héldu kunningjar mínir að ég mundi ekki koma til. Eg var búinn að lesa heilmikið um Dr. Williams Pink Pills og kom mér loks til hugar að reyna þær. Eg byrjaði að brúka pillurnar 1. Febr. 1895 og tók í fyrstu eina pillu eftir hverja máltíð og bætti svo við smámsaman þangað til ég tók þrjár í hvert skifti. Eftir hér um bil tvær vikur fór ég að finna til bata og í kringum 1. Apríl gat ég aftur verið á fótum verkjalaus og að eins með litlum stirðleika í fótunum. Eg hélt á- fram um stund en, o? var ég þá albata. Það er nú nærri ár síðan ég hætti við við pillurnar og hefi ég þó ekkert fund- ið til gigtarinnar síðan. F.g efast alls ekki um það að ég á bata minn að þakka Dr. Williams Pink Pills. Þessar pillur eru blóðhreinsandi og taugastyrkjandi, lækna gigt, taugagigt limafallssýki, riðu, höfuðverk og alla kvilla sem koma af veikluðu taugakerfi, hjartveiki, influenza og sjúkdóma sem orsakast af spillingu í blóðinu, svo sem kirtlaveiki og langvarandi heimakomu o. s. frv. Pink Pills gera útlitið hraust legt og fallegt, og sérstaklega góðar við öllum kvillum, sem eru einkennilegir f.yrir kvennfólk, og fyrir karlmenn sem of reyna sig á andlegri eða líkamlegri vinnu eru þær verulega góðar. Dr, Williams Pink Pills fást hjá öll- um lyfsölum eða beina leið með pósti frá Dr. Williams Medicine Co., Brock- ville, Ont., eða Schenectady, N. Y., fyr- ir 50 cents askjan eða sex öskjur fyrir $2,50. Gáið að því að hið lögmæta merki félagsins sé á umbúðunum um sérhverja öskju, sem þið takið og neitið algerlega að taka eftirstælingar, sem sagðar eru 'alveg eins góðar’. Munið eftir því að ekkert meðal getur að fullu unnið það verk sem Dr. Williams Pink Pills gera. PAIN-KILLER THE GREAT Family Medicine of the Age. ■ Taken Internally, ItCures Diarrhœa, Cramp, and Pain in tha Stomach, Sore Throat, Sudden Colds, Cougha, etc., etc, Used Externally, ItCures Cuts, Bruises, Burns, Scalds, Sprains, Toothache, Pain in the Face, Neuralgia, Bheumatism, Frosted Feet. No article erer attaincd to such unbounded popula*. itJ.—Saiem Observer. We can bear testimony to the efticacy of the Pate. Eiller. Wehavesecn its maelc effects in soothíne ttm aeverest pain, and know it to be a good article.—Cwda- noti Dispatch. Nothinc has yet surpassed the Pain-Killer, which ta the most valuable lamily medicine now in UM.—Tenneamst Organ. It has real merit; as a means of removing pain, n* medicine has acquired a reputation equal to Perry I>avia* Pain-Killer.—Netrport Netcs. Beware of i mi tations. Buy only the genulne * ‘ PEUT Davis, * Sold everywhere; large bottle, 25c. Very large botUe, bítc. RaffIe og Dans. ### BICYCLE, mjög sterku og í góðu standi, verður raflað á NOBTH WEST HALL Miðvikudaginn 23. Sept. næstkom. kl. 7 e. h. Ókeypis dans á eftir fyrir alla þá sem keypt hafa raffle-tickets. Hjólið er til sýnis hjá Mr. Wm. Anderson, Lydia Str., semeiunig heflr tickets til sölu. Tickets 25 cts. Allir á siglingu til beztu Skraddarabú ðarinnar PEACE & OO. 5«6 M«In Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. VortliernPacificRy. Getur selt þér farbréf VESTUR, MURRAY & LANMAN’S FLORIDA WATER the SWEETEST MOST FRAGRANT MOST reFRESHINQ AND ENDURINQ OP AU. PERFUMES FOR THE handkerchief, TOILET OR . BATH. ILL DRU6GISTS. PEBFUMEHS iWD SENER4L DEiLERS. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. IIALLDORSSON, Park River — N. Dak. til Kootenay (einasta lína), Victoria' Vancouver, Seattle, Tacomaog Portland er í sambandi við brautir sem liggja þvert yfir landið, póstskip og sérstök skemtiferðaskip til Alaska. FJjótasta leið og bestir vagnar til San Francisco og annara staða í California. Sérstakt gjald fyrir “túrista” alt árið. SUDUR. Bestu brautir til Minneapolis, St. Paul, Chicago, St. Louis etc. Hin eina braut sem hefir borðvagna og Pullmanvagna. AUSTUR. Lægsta fargjald til allra staða í Austur- Canada og Áustur-Bandaríkja, gegnum St. Paul og Chicago eða vatnaleið gegn- um Duluth. Greið ferð og engin við- staða ef þess er krafist. Tækifæri til að skoða stórborgirnar á leiðinni ef menn vilja það heldvr. Lestagangur til Dul- uth í sambandi við N. W. T. félagið, Anchor línuna og N. S. S. félagið. TiL EVR0PU. Káetnpláss og farbréf með öllum gufu- skipalínum sem fara frá Montreal, Bost- on. New York og Philadelphia til staða í Evrópu, Suður-Afriku og Australiu. Skrifið eftir upplýsingum eða finnið H. Sninfonl. General Agent. Cor. Mine& Water St, í Hotel Manitoba, Winnipeg, Man. Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt í sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir málið þitt hreint, end- ingargott og fallegt með því að hræra saman við það nýja Linseed olíu. Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins «1. IO fyrir hverja 4 potta. 0.. DALBY selur alls konar húsgögn, yeggjapappiT- málolin og gler etc. Fg kaupi heil vagnhlöss af varningi í einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.