Heimskringla - 24.09.1896, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.09.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR. WINNIPEG, MAN., 24. SEPTEMBER 1896. NR. 39. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIJÆTUDAG 17. SEPT. Canadiskt lögfræðingafélag var í gær stofnað í Montreal. Hin ýmsu fylki mynda sérstaka deild í alsherjar félaginu og er einn varaforseti allsherj- arfélagsins í hverju fylki. Varaforseti Manitobadeil-darinnar er J. S. Ewart. Nú er það fullvíst orðið að þorska- veiði fyrir Labrador-ströndum hefir al- gerlega brugðist í sumar. Blöðin á Englandi tala um að Bret- ar, Bandaríkjamenn og ítalir ættu að ganga í bandalag í því skyni að útkljá hina austrænu þrætu — Armeníu-málið m. m. — Alíta að þá mundi ekki lengi standa á úrlausninni. Aður en Vilhjálmur Þýzkalands- keisari skildi við Rússa keisara um dag- sagði hann honum að hann fagnaði yfir vináttu hans og Frakklandsstjórnar, af því, að hann mundi hjálpa til að halda hefnigjörnum mönnum í skefjum. Á Rússlandi væru Níhilistar og önnur börn myrkranna og vanþekkingarinnar til að berjast við. Á Þýzkalandi væru sósialistar og aðrir eyðileggjendur sem hyldu sig í kufli visindalegra fræða. Á Frakklandi væru bara blátt áfram bylt- ingamenn, sem vildu umhverfa öllu nú- verandi fyrirkomulagi. Á móti þessum óaldarílokki, þessum “óvinum guðs og konunga”, þyrftu þeir — Vilhjálmur og Nikulás — að vinna og mundi það tak- ast, ef þeir væru samtaka. Leiðtogar Bryans, þeir sem stjórna sókninni fyrir hans hönd, komu allir saman á fundi í Washington í gær, til ráða fram úr ágreinings og vandræða- málum í hinum ýmsu ríkjum. Tfirrétturinn í Colorado hefir úr- skurðað að lögmenn megi ekki auglýsa, að þeir leggi sig fram til að útvega hjóna skilnað. Blaðið “Herald” í Grand Forks segir, að talað sé um að gera slíkt hið sama í Norður-Dakota. Laurier-stjórnin álítur ofmikið í fang tekist að koma upp gufuskipum sem gangi 20 sjómílur á klukkustund til jafnaðar, milli Canada og Englands. FÖSTUDAG 18. SEPT. í siðastl. Ágúst lét Bandaríkjastjórn móta silfur peninga upp á $2.050,000. Á því græddi stjórnin rétt 822,027 doll., þvi málmurinn að verkinu meðtöldu kostaði ekki nema $1,827.970. Blöð á Englandi segja fregnirkomn ar þess efnis frá Washington, að ef her- skip Breta leggi af stað inn Hellusund með ófriði, skuli skip Bandaríkja. fylgja fast á eftir og viðhalda reglu, þó ekki muni þau herja á virki Tyrkja á bökk- unum. Charles F. Fishback, einn af eig- endum blaðsins “Eveninc Times” í Se- atle, Wash., seldi í gær auðmannafélagi í New York gullnámu sem hann átti í Caribou-héraðinu í British Columbia, fyrir 5 milj. dollars. Nú er sagt að Karlistar á Spáni hafi í hug að gera uppreist og reyna að ná ríkinu úr greipum Kristínar og litla Alphons XIII. Er sagt þeir hafi aldrei verið betur búnir en nú, og stjórnin aldrei eins illa búin til að mæta þeim, vegna styrjaldanna á Cuba og Philip- pine-eyjunum eystra. Lautenant McKinleys, W. Bourke Cochrane, flutti ræðu í gærkvöldi í sýn- ingaskálanum stóra í Minneapolis, fyrir 8 þúsund áheyrendum. Hinn 2. þ. m. hafði norski kaup- maðurinn M. J. Menes, í Milton og Edinborgh, N. Dak., horfið oghefirekki sézt síðan. Er ætlað að liann hafi ráðið sér bana. Eignir hans eru metnar 20— 25 þús. doll. virði og hefir nú umboðs- maður verið skipaður til að líta eftir þeim. VBITT HÆSTU VEROLAUN a hkimssýningunn DH BÁHING P0WMR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar jowder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára *«ynslu. LAUGARDAG 19. SEPT. Skeyti frá Vínarborg segir að á síð- astl. fáum dögum hafi 7 menn verið gripnir og drepnir fyrir tilraunir að komast inn í privat-herbergi soldáns í Konstantinópel. Er sagt víst að 5 þess- ara manna hafi ætlað að drepa soldán. Af því er að ráða að margur maður vilji hann feigan. Nýlega lét Spánarstjórn banka sinn á Cuba gefa út ósköpin öll af seðilpen- ingum, til að bæta úr peningaskortin- um. Seðlar þessir eru nú þegar fallnir í verði svo nemur 16% og vill enginn hafa þá, Nú hefir Weyler herstjóri gef- ið út skipun þess efnis, að þeim verði öllum hengt og það rækilega, sem neiti að taka þessa verðföllnu peninga með nafnverði. Skeyti frá Ottawa segir, að Joseph Martin getiekki fengið innanríkisstjórn- ina, en að hún sé ætluð Sifton einum. Er þetta haft eftir þeim þremur mönn- um, sem fóru með Martin austur, til að mæla máli hans, D. W. Bole, F. S. Nu- gent, W. W. Watson. Kærur hafa verið framfluttar á sambandsþingi þess efnis, að conserva- tive-stjórnin síðasta liafi farið óráðvand lega með hveitibandið, sem búið er til á verkstæði hennar í Kingston. Sagt að vinum stjórnarinnar hafi verið lánað það og að þeir séu enn ekki farnir að borga og að trygging fyrir borguninni sé ýmist léleg eða engin. Nýr forseti tók við völdum í Chili í gær. Er hann nafnkunnur blaðamaður í ríkinu og heitir FredericK Errazuriz. Búizt er við styrjöld sem afleiðing af þessum skiftum, því hinn frávikni forseti, Jorie Montt, hafði alþýðuhylli mikla. MÁNUDAG 21. SEPT. Dongola i höndum Breta. Á laugar- daginn fl9. Sept.) náðu herflokkar Breta til aðal-kastala dewishanna, El-Hafir, á Nílárbökkum. Þar hafði verið dreginn saman meginher uppreistarmanna opj þar bjuggust þeir við að ríða Bretum að fullu. En það fór á aðraleið. Orustan var hafin undir eins og Bretar komu og stóð hún til þess myrkt var. Voru það fallbyssur, sem aðal-lega var beitt fyrir, því fljótið var í milli. Þegar lýsti á sunnudagsmorguninn, komst það upp, að dewislfar allir voru flúnir úr virkinu og tóku Bretar það fyrirhafnarlaust og settust í það. Er það nú sumra ætlun, að dervishar muni ekki gera meira að verkum, en telji sig yfirunna. Þeir hafa orðið undir í öllum smáorustunum, sem háðar hafa verið á ferðinni upp eftir fljótinu og nú hafíw þeir tapað sínu traustasta vígi. — Sagt er að fallið hafi einir 5 menn fff liði Breta, en margir fengu sár. Um mannfall dervishanna eru óljósar sagnir, en meðal þeírra, sem særðir eru, er Wad Bishara, hinn svo kallaði emír í Dongola. Fregn frá Ottawa segir að Proulx ábóti só sendur til Rómaborgar til að klaga kaþólska klerkalýðinn í Canada og fá umboðsmann til að rannsaka allar þeirra gerðir í skólamálinu. Það er mikið sennileg fregn! Fenian-félagsskapur er sagður í uppgangi á Irlandi á ný og er það or- sökin, að lítið vinnst á með löggjöf ír- um í hag. Er því tilgangurinn að beita handalögmáli einu sinni enn. Póstmálaskýrsla Bandaríkjastjórn- ar fyrir fjráhagsárið er endaði30. Júní síðastl., er nýkomin. Sýnir hún að nú eru 1 Bandaríkjunum 70,360 pósthús. Á síðastl. ári var 2,046 pósthúsum bætt við, en 1,750 af þeim sem áður voru póst • hús, hættu að starfa. Frostið sem kom aðfaranótt hins 19. þ. m. olli miklu tjóni í Dakota-ríkjun- um, Montana, Minnesota og Nebraska. Rússakeisari lagði af stað frá Kaup- mannahöfn í gær,—áleiðis til Englands. Tekur þar land í Leith á Skotlandi. ÞRIÐJUDAG, 22. SEPT. Námamenn í Colorado gerðu upp- hlaup i gær í Leadville, lögðu I eyði um 25,000 dollara virði af eignum og urðu orsök í lífjóni margra manna. Náma- mennirnir gerðu vinnustöðvun, og af því sþruttu óeirðirnar, að eigendur námanna fóru að fá menn úr öðrum héruðum. Skeyti frá Egyftalandi segir þá fregn ganga, að emfrinn í Dongola sé búinn að ná samnefndu virki úr greip- um Breta aftur. Fregnin er annars mjög óljós ogfregnirnar margvislegar sem þaðan berast þessa dagana. Sir Oliver Mowat segir staðhæfing- ar blaðsins ‘Globe' í Toronto á sandi bygðar, að því er snertir skólamálið. Blaðið sem sé segir það mál svo gott sem útkljáð þrátt fyrir líkur til hins gagnstæða. Sykurgerðarhús i Moncton, New Brunswick, brann í gær. Það var í eldsábyrgð fyrir $332,000, en eignatjón- ið er talsvert meira, Þreskivélarstjóri fórzt í eldi í grend við Deloraine, Man., á laugardagskveld- ið. Varaðreyna að .bjarga vél sinni úr hálmhrúgum, sem stóðu í báli. Á sunnudaginn synti maður yfir hafnarmynnið í San Francisco og er það þrekvirki er enginn hefir gert áður. Vegalongdin er ekki nema lj míla, en svo er straumurinn mikill, að hann synti 7 mílur áður en lokið var. Hann var 1 klukkustund og 15 mínútur á sundinu. MIÐVIKUDAG, 23. SEPT. Fellibyljir, jarðskjálftar og flóð, hafa gengið í Japan á ný og orðið mörg- hundruð manns ’að bana og lagt í rúst- ir að sögn um 10,000 ibúðarhús. Rússakeisara-hjónin komu til Leith á Skotlandi í gær og liéldu tafarlaust til Balmoral kastalans, þar sem Victoria drottning veitti þeim móttöku. Gest- unum var fagnað með virktum í Leith og Edinburgh, en keisarinn tók öllum kveðjum kuldalega. Hinn nafnkunni prédikari D. L. Moody í Chicago skorar á alla ] iresta og sannkristna menn, að fasta og biðja fyrir Bandaríkjamönnum á föstudag- inn 8! Október næstkomandi. Er það í þeim tilgangi gert að betur ráðist þá úr kosningastríðinu, sem nú stendur yfir. af framkomu sinni, en hitt er óhægra, að verjast árásum þeirra mannygu tví- fættu blótneyta, og er þá eina ráðið við slíka, er ekki er lengur hægt að komast undan þeim, að taka í granir þeim, og snúa þá niður. Og i Lögbergi nýlega ræðst á mig eitt slíkt blótneyti rneð sínum þursalegu ósannindum er hann ltann svo vel að nota, af því hann veit að ég hefi engin vitni að því er ég bar hann fyrir í vet- ur. En svo tekur hann fyrir það snjall- ræði, að hræða kerlinguna og einn strák inn sinn, til að bera ljúgvitni gegn mér, um hið síðara samtal okkar, þ. e., að vitna að alt sé satt og rétt sem hann ber fram því viðvíkjandi í Lögbergi. Slíkan óþverraskap er naumast hægt að eltast við, fyrst blótneytið getur verið svo sóðalega blygðunarlaust, að kald- hamra fram sína ósönnu sögu án tillits til allrar sanngirni, og þvert á móti beh'i vitund. Mér dettur ekki í hug að fara að eltast við lygaslúður hans orð fyrir orð, því það væri óðs manns æði. En læt mér nægja að lýsa því yfir enn einu sinni, að framburður minn í Hkr. þessu viðvíkjandi, er bókstaflega sannur," og að ég stend við hann hvemig sem blót- neytið með sínum Lögbergsku hornum rífur upp jörðina. Og um leið, neyðist ég til að lýsa liann ósanninda mann í þessu máli og vitna til hans eigin sam- vizku, sem ég efast ekki um að séállvel vakandi þar eð hann enn þá hefir sína sálu hjálplegu barnatrú. En með allri virð- ingu fyrir barnatrú almennings, hverju nafni sem hún nefnist, þá get ég ekki metið Kr. B. meira fyrir hans barnatrú, af þeirri einföldu ástæðu, að mér er ó- mögulegt að sjá, að hún hafi haft nein veruleg betrandi áhrif á hann, því: Sýn mér trú þína af verkum þínum o. s.frv. Að ég hafi reynt að svifta Kr. B., eða aðra þar, barnatrú sinni, er á sama sannleiksgrundvelli byggt og annað í ó- þverra-austri hans, Þyí hvað sem öðr- um liði, hafði ég það álit á honum, að ekki væri eyðandi á hann neinum betr- unar meðölum.af þeirri einföldu ástæðu, að hann væri alveg óbetranlegur. Og ég er nú fyllilega kominn að raun um, að bann hefír verðskuldað það álit. Að ég sé að sýna menn þar ósjálf- stæða ræfla, er nokkuð sem engir sjá nema K. B., en það er engu að síður allgóð lýsing af honum sjálfum með öðru fleira. Og að hann skuli ekki hafa vit á að fyrirverða sig í staðinn fyrir að tala um aðra menn sem letingja er yfir- gengilegt og sýnir bezt hvað lítið af sómatilfinningu hann * liefir, því iallir sem nokkuð þekkja til hans vita að bann er ríkur orðinn (eða bjargálna- maður, því ríkur er hann ekki) af sveita sona sinna. því áður en þeir fóru að vinna honum inn peninga var hann eins fátækur og hyer önnur landeyða. Að hann sjálfur sé ósjálfstæður ‘ræfill sýnir framkoma hans í öllu þessu vott- orðamáli. Það var hann sem með dig- uryrðum sínum og skylningsleysi kom á stað öllu þessu þrefi út af óréttmæti vottorðsins, og skorti svo drengskap til að kannast við yfirsjón sína, því það var þó ekkert mannorðsmeiðandi': Yfir- sjónir eru mannlegar og tíðar, en þaðer ekki nema göfuglyndið sem gengst við þeim, en slíkt átti ekki heima hj'4 hon- um. Herra konungurinn má reiða sig á það, að þeir sem þekkja til þessa máls og standa því næstir, hafa þegar fengið næga þekkingu á okkur báðum, til að vita hvorum þeir eiga að trúa, og ég legg það óhræddur* undir dóm þeirra manna, og ég þekki menn, sem eg er viss um að gefa vitnisburð um það, að Kr. B. einmitt viðhafði sömu eða svip- uð orð um nefnt vottorð, ef þess gerðíst þörf. En ég ætla ekki að ‘spandera’ svo mikilli fyrirhöfn áhann, fyrr en ég sé þriðju ritsmfðina frá bonum og ef hún þá verður þess verð. Orðin sem ég hafði sérstaklega eftir honum talaði hann við mig einan. En samt lætur hann konuna bera vitni í því og bland- ar því svo saman við hið síðara samtal okkar, nefnil. í vor. Það þarf ekki skarpa sjón til að sjá hvernig í þessu liggur, því ég þekki aumingja konuna og get nærri, hversu ljjúft henni hefir verið að fór"na sannleiksást sinni fyrir ‘þursann’. Hvernig skjddi blótneytið bölva næst ? Eitt er það, sem hlýtur að vekja undrun heimsins, nefnilega, hversu Kr. er orðinn póetiskur. Það má segja eins og kerlingin sagði um son sinn : “í fyrra gat hann ekki sagt nema andi, andi, en nú segir hann fullum fetum: fjandi, fjandi!” í fyrra orti Kr. B. í að eins í laumi, en nú lætur hann fjúka á prenti út um allan hinn ‘liberala heim. S. B. Benedictson. Meira um þetta mál verður ekki tekið í Hkr. Ritstj. Áætlun silfur-demókrata um fjöldaatkvæðanna, er Bryan féi umfram McKinley, er í hinum ýmsu rikjum, sem fylgir: í Alabrama..................... 60 þús. Arkansas..................... 75 ‘* California................... 50 “ Colorado.....................100 " Deleware..................... 10 *• Florida...................... 15 “ Georgia...................... 75 “ Idaho ........................ 1 “ Illinois..................... 50 “ Indiana...................... 50 “ Iowa......................... 30 “ Kansas....................... 40 “ Kentucky..................... 35 “ Louisiana ................... 40 “ Maryland..................... 15 “ Michigan..................... 30 “ Minnesota.................... 35 " Mississippi.................. 20 “ Missouri..................... 64 “ Montana...................... 15 “ Nebraska..................... 30 “ Nevada........................ 4 “ North Carolina.............. ‘20 “ Ohio......................... 25 " Oregon....................... 10 “ South Carolina............... 60 “ South Dakota................. 10 “ Tennessee.................... 40 “ Texas........................175 “ Utah......................... io “ Virginia..................... 35 " Washington-ríki.............. 15 “ Wisconsin.................... 30 “ Wyoming ...................... 5 “ National-nefndin, sem stendur fyrir kosningasókn Bryans, telur honum þannig 36 ríki af 45 í sambandinu og frá þeim mæta alls324 kjörherrar á for- seta kjörþinginu. Nefndin segir þetta svo nákvæma áætlun sem hún hafi kost á að útbúa að svo stöddu. Enn út af vottorðinu. “Heimska þrjóta að þreyta við, það er ljóta gamanið.” — J. Ó. Það var oifl og að sönnu að J. Ó. mátti oft “þreyta við heimska þrjóta”, enda virðist sem hann hafi verið búinn að fá smekkinn af því, þar hann segir að það sé “ljóta gamanið”. Og á öllum tímum, á öllum stöðum eru þeir til, og þeir eru vanalegast hættulegustu menn fyrir mannfélagið, því þeir sem eru þrjótar og heimskir í tilbót, eru allra manna líklegastir til að gera— ekki ein- göngu asnastryk—heldur líka þrælapör, svo sem blygðunarlausar árásir á ná- ungann, bygðar á lygum og heimsku. Slíkir menn eru reyndar ætíð auðþektir Tveimur bjargað. Mrs. Phoebe Thomas, í Junction City, 111., var sagt af lækninum, sem stundaði hana, að hún hefði tæringu, og að það væri engin lífsvon fyrir hana, en tvö glös af Dr. Kings New Discovery læknaði hana, og bjargaði lifi hennar. Mr. Thomas Eggers, 189 Florida Str. San Francisco, leið af vondu kvefi, sem leit út fyrir að mundi verða að tæringu, hann reyndi ýms meðul, en ekkert dugði fyr en hann fékk Dr. Kings New Dis- covery, sem læknaði hann á tveimur vikum Svona löguð sjúkdómstilfelli eru það sem sanna hversu óyggjandi þetta meðal er við kvefi og hósta. Ein flaska til revnslu ókeypis. Vana stærð 50c. og $1.00. j Vetrar=varningur! | Vöru-upplag vort í fyrra var mikið — meira þá en nokkru sinni áður. Þó eru engar ýkjur að segja það EINUM FJÓRÐA MEIRA NÚ EN í FYRRA. Um þetta getur hver sannfært sjálfan sig, sem geng- ur gegnum búðina, og — vér bjóðum alla velkomna. Stærsta Alnavorii- klodnadar- oa; Sko-verzlun i vestur-bœnuin ! Stærsta upplag af karl- manna og drengjaklæðnaði í vestur-bænum. — Yfir- kápur úr ‘Tweed,’ ‘Etoffe,’ Irsku og Canadisku ‘Freize,’ Alklæðnaðir úr “Serge,” “Basket”- klæði (brugðnu klæði), “Etoffe,” ‘Worsted’ o. s.frv.—fyrir karlmenn og drengi. Ýfirkápur á öllu verðstigi, frá $4,50 til $15 ogefni, litur og snið að því skapi fjölbreytt. Vér getum fullnægt öllum sanngjörn- um kröfum í því efni, hvort heldur sem er að ræða um yfirkápur eða alfatnað. — Ekkert skran á boðstólum, eða vara sem legið hefir á hyllunum svo árum skiftir. Stærsta upplag af skó- fatnaði í vestur-bænum. Eina islenzka skófataverzl- unin í Winnipeg. Skófata- birgðirnar sem vér í vor er leið ke.vptum af A. F. Reyk- dal&Co., eru.fyrir löngu uppgengnar. í þeirra stað bjóðum vér nú spánýjan skófatnað, á ferðinni nú á liverjum degi beina leið frá verksmiðjunum, og vér kaupum frá sjö skó-verk- smiðjum. Af því má ráða hverju sé úr að velja. Kistur og töskur. Vér höfum þær af allri stærð og á öllu verðstigi, í skó- fatnaðardeildinni. Kistur á $2.75 og yfirogtöskur 75c. og yfir. Stórar og vandaðar leðurtöskur kosta auðvitað meira, og vér höfum þær til ekki síður en þær ódýrustu. S.=V. horn Ross Ave. og Isabel Str. m- Til athugunar fyrir ungu piltana. Vér höfum nokkuð nýtt að bjóða ungu mönnunum, sem ýmsra hluta vegna vilja og þurfa að fylgja tizkunni og sem þar af leiðandi hafa þreytt við að kaupa skraddaragerðar kápur. Þeir sem það hafa reynt vita, að þar þarf peninga til. Nú hefir eitt skraddarafélag í Toronto tekist i fang að búa til SKIÍADDARAGERÐÁN KLÆÐNAÐ CG YFIRKÁPÚR, EFTIR MALl, af mönnum af allri stærð og öllu vaxtarlagi og er þar nákvæmlega fylgt tízkunni. Vér höfum náð i æðimikið upplag af þessjim klæðnaði og kápum, sem nú eru til sýnis í búð vorri. Allir sem hafa skoðað þær, dást að sniðinu og öllum frágangi og þekkja ekki frá ‘tailor-made’ kápum. En verðmunurinn er mikill. Fyrir ungu stulkurnar. Vér höfum hugsað um þær ekki síður en ungu piltana. Þær þurfa einnig og ekki síður að fylgja hinni breytilegu tízku. Handa þeim höfum vér stórt upplag af JÖKKUM, sniðnum og gerðum samkvæmt Parisarmóðnum í haust KVENN-JAKKAR þessir eru með öllum almennum litum, svartir, “navy-blue,” gráir, morauðir, o. s. frv. og á öllu hugsanlegu verðstigi,—frá 3 til 20 dollars. I þessu efni getum vér mætt öllum hugsanlegum kröfum. Urvals nærfatnad fyrir karla, konur og börn höfum vér nú á boðstólum og talsvert ódýrari en í fyrra. Meðal nýrra tegunda má nefna “fleece-lined” nærfatnað. Hlýrri nærfatnað er ekki hægt að hugsa sér. Komið og skoðið þau. G. JOJHNSOJM, * * <> Yfirkapur fyrir börn höfum vér nú ljómandi fallegar og hlýjar úr efni sem kallað er “Æðardúns-klæði,”— bæði mjúkar og hlýjar, á $1.75 og yfir. Vér höfum einnig “æðardúns-klæði” í ströngum til að seljamæðrum sem sjálfar vilja sniða og sauma á börn sín. Enn fremur “Curly-cloth” (hrokkið klæði), Enginn hlutur betri i kópur handa 2—4 ára gömlum börnum. AÐ Síðustu ! Vér hikum ekj^i við að segja, að samskonar varningur, á sama gæðastigi og jafn-nýr, FÆST HVERGI í BÆNUM ÓDÝRARI. Vér höfum ásett oss að selja vörurnar svo ódýrt að enginn geti boðið betri kjör Og vér erum í kringumstæðum til þess nú. Vér skiftum ekki lengur við milligöngumenn, en kaupum beint af sjálf- um verksmiðjueigendunum. Vér stöndum þess vegna jafnt að vígi nú og stórkaupmenn bæjarins, og getum því Selt med heildsoluverdi ekki síður en þeir, ef stærri kaup eru gerðíemu. KAUPMENN í SMÁBÆJUM OG SVEITUM geiðu sjálfum sér gagn ef þeir vildu finna oss jafnframt og þeir finna aðra heildsala i bænum. Það getur orðið þeim til hagnaðar. Komið og skoðið vörurnar og spyrjið um verðið. Allir velkomnir ! * * Suð-vestur horn^Ross Ave. og Isabel Str.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.