Heimskringla - 01.10.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.10.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 1 OCT. 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Pabl. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyTÍrfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. bér] $ 1. • ••• Uppsðgn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. 0. Money Order, Begistered Letter éða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON BDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. B«x »05. Jarðskjálftar. (Eftir ísafold, 2. Sept.) Á miðvikudaginn var, laust fyrir kl. 10, varð allmikils jarðskjálfta vart hér í bænum, svo að fólk varð hrætt mjög og þorði ekki að haíast við uppi á loftum um nóttina. Tjón hlauzt ekki af til muna hér um slóðir, en hlutir hrundu þó af hyllum og skorsteinar hér og þar. Morguninn eftir komu tveir kippir, annar allsnarpur, en skemmri xnikið en kvöldinu áður. Úr Þingvallasveitinni hefir frétzt að töluvert hafi að jarðskjálftum þess- um kveðið þar. Húshrun hefir ekki spurzt þaðan, en dynkir miklir höfðu heyrzt þar um % stundar í sífellu, líkast ir afarmiklum jódyn. Vatn í öllum gjám. sem annars er svo einkar tært, varð gruggugt og ódrekkandi. Úr Akranesfjalli hafði í einum kippnum hlaupið fram skriða mikil, rétt fyrir utan bæinn að Innra-Hólmi. Eftir þvi sem Guðm. bóndi Ásmunds- son á Urriðafossi í Villingaholtshreppi, sem er hér á ferð þessa dagana, hefir skýrt oss frá, hefir miklu meira kveðið að jarðskjálftum þessum austast í Ár- nessýslu og þó enn meir austan Þjórs- ár. Á Urriðafossi höfðu 4 útihús hrun- ið og veggir skekkzt í bæjarhúsum. Á Þjótanda féllu flest bæjarhús nema bað- stofan og yfirleitt hafa útihús skemmzt mjög víða meira og minna í Flóanum. Á Birtingsholti í Hrunamannahrepp hrundi nýtt garðhús og annað fjárhús og grunnmúr bilaði þar undir nýju timburhúsi. Á öðrum bæþar í hreppn- um hrundi og fjósið, en kýrnar kom- ust út. Partur af baðstofu hrundi á þriðja bænum þar í hreppnum. í Marteinstunguhverfi í Holtahrepp í Rangárvallasýslu stóð ekkert hús eft- ir jarðskjálftann nema þinghús og timburkyrkja. En grunnmúrinn bilaði samt undir kyrkjunni. Og þó hefir mest kveðið að jarð- skjálftum þessum á Landi, að því er enn hefir frétzt. Þar hrundu allir bæir að meira og minna leyti á allstóru svæði. Á einum bæ á Landi hafði fjósið hrunið ofan á 2 kýr, á öðrum bæ ofan á 3 kýr, og allar drepizt. Á þriðja bænum, Húsagarði, fórust 25 ærí einu húsi, líklega öll [æreign bóndans. Á Hjalla hrundi að velli ný baðstofa vönd uð, með steinlímdum grjótveggjum, en ekki fullbúin. Á Snjállsteinshöfða stóð ekkert hús uppi nema heyhlaða ný, og ekki heldur á Lækjarbotnum. Eystra hófust jarðskjálftaruir um suma leyti á miðvikudagskvöldið eins og vart varð við kippinn hér. En svo héldu þeir þar áfram alt af öðru hvoru þar til kl. 3. e. h. daginn eftir. Á fimtudagsmorguninn hrundu húsin, en hafa að líkindum bilað um nóttina. Því miður er hætt við, að ekki séu öll kurl komin til grafar enn, og að tjónið hafi orðið meira heldur en enn hefir til spurzt. (Síðari fréttir). Því miður er enn miklu meiri tíð- indi að segja af landskjálftanum, og þó ekki fullfrétt enn, nema hvað fengin mun samt áreiðanleg vitneskja, að stór- tjón hafi ekki orðið af þeim víðar en í næstu sveitum við Heklu ; virðist mið- depill hreyfiugarinnar hafa verið í nám- unda við hana. Það er einkum Rangárvallasveit of- anverð, sem orðið hefir fyrir yoðatjóni, og þar næst Landið. Gjörfallnir hér um bil á Rangárvöll- um 12 bæir, sem vér höfum fréttir um, en hætt við, að þeir séu fleiri, með því ekki er fullfrótt um nokkra efstu bæina þar (Næfurholt, Selsund, Haukadal, Svinhaga, Dagvarðarnes.) Hinir föllnu bæir eru : Reiðarvatn, Varmadalir tveir, Gaddstaðir, Eystri- Geldingalækur.Heiði, Þingskálar, Kald- bakur, Bolholt, Kot, Gunnarsholt og Minnahof. Á öllum þessum bæjum féllu baðstofur og önnur bæjarhús, og sömu- leiðis öll peningshús á þeim sumum, en nokkur á öllum. En enginn bær svo í öllum hreppnum. að okki hafi þar orðið einhverjar skemdir á húsum, og þær miklar sumstaðar, þóttbaðstofurstæðu. Manntjón varð ekkert. Fólk fékk flúið úr húsunum 1 tíma, hálfbert þó sumstaðar eða fáklætt mjög, þvi viðast voru menn nýháttaðir. Það var i aðal- landskjálftanum, á miðvikudagskvöldið, sem húsin fóllu víðast, en ekki um morg unin eftir, eins og fyrst var borið; þá hrundi að eins það, sem bilað hafði að mun, en uppihangið þó kvöldið fyrir. En nærri skall hurð hælum sumstaðar. Til dæmis á Þingskálum. Þar voru 4 menn í heimili, hjón roskin, vinnumað- ur og vinnukona. Hjónin sváfu í öðr- um enda baðstofunnar og komustþar út um stafngluggann. Ætlaði bóndi yfir í hinn endann er hann hafði komið konu sinni út, að bjarga vinnuhjúunum, sem þar sváfu; en þá varmiðbikbaðstofunn- ar fallið. Og er hann kom út um glugg- ann hjá sér, sá hann, að hinn endinn var einnig fallinn, ofan á vinnuhjúin, ætlaði þá að ná sér í ljá, til þess að skera ofan af þeim þakið, en amboðin lágu þá öll undir rústum. Skundar hann til næsta bæjar berfættur, fær þar ljá og mannhjálp, og tókst að ná hjúunum lif- andi; en kafnað mundu þau hafa, ef eigi hefði rofnað veggurinn lítilsháttar og loft komizt að þeim þann veg. Fimm nautkindur drápust íhreppn- um, — urðu svo illa undir, þegar fjós hrundu. Fólk lá í tjöldum á flestum bæjum um nóttina og næstu nætur víðast um hreppinn, en flýði morguninn eftir á þá bæji næsta sér, er uppi stóðu, sem að Odda, prestssetrinu, þar sem errúmgott timburhús, er óskemt var að mestu, og var því tekið þar meðhöfðinglegrihjálp- fýsi. Af Landinu eru ekki enn komnar greinilegri fréttir en það, að þar muni mjög fáir bæjir uppistandandi, — hvort sem það kann nú að vera orðum aukið eða ekki. Þó kvað efsti bærinn þar, Galtalækur, standa óhaggaður. Mann- tjón hefir ekki orðið þar. Þá er Eystri-Hreppur eða Gnúp- verjahreppur. Þar eru af 31 bæ alls ein- ir 4 óskemdir hér um bil, neðstu bæimir í hreppnum. Margir hinna 27 gjörfalln- ir, hye margir ekki fullkunnugt enn. Kyrkjan ein uppistandandi á Stóra- Núpi, hjá séra Valdimar Briem, og ein hlaða að miklu leyti, veggir þó hálf- hrundir á henni; grunnur undir kyrkj- unni stórskemdur og hún skekt nokkuð. Afbænum, vönduðum bæ og stórum, alt hrunið nema grindin og frampartur af “þinghúsi.” Hrunamannahreppur (Ytri-Hreppur) hefir þar á móti komizt hjá stórskemd- um, nema alls einn bær, Grafarbakki ; þar kvað hafa hrunið meiri hluti húsa. Vestan Hvítár (í Biskupstungum, Grímsnesi o. s. frv.) engar skemdir. Auk fyrnefndra hreppa austan Þjórs- ár (Lands og Rangárvalla) hafa orðið miKlar skemdir í Holtahrepp, en Ás- hreppi ekki (neðra hlut Holtanna) og ekki miklar i Hvolhreppi (austan Eystri Rangár); þó hafði Ólafur héraðslæknir Guðmundsson á Stórólfshvoli orðið fyrir þeim skaða, að missa nær allar meðala- byrgðir sinar til vetrarins, er hann hafði. nýfengið ; skápur með þeim hrundi og brotnaði alt brothætt; hús hans skemd- ist og nokkuð. í Fljótshh'ð hrundu bað- stofur á 3 bæjum : Hlíðarenda, Niku- lásarhúsum og Teigi, ásamt fleiri hús- um, en ekki getið mikils húsahruns þar annarstaðar. Landeyjar óskemdar, og Eyjafjalla- hreppar sömuleiðis að miklu leyti. Eng- ar skemdir heldur austan Jökulsár á Sól- heimasandi. En í Vestmannaeyjum varð það slys af völdum landskjálftans, að maður meiddist hættulega af grjót- hruni í Heimakletti. Þeir voru 10 að ganga þar í bjarg eftir fugli, og flýðu inn í skúta, er þeir fundu landskjálft- ann og grjót tók að hrynja úr berginu ; fengu forðað sér niu, en hinn tíundi varð fyrir steini. Skarð kom í Heimai klett norðanverðan eigi alllitið ; en ekk- urðu skemdir á húsum í eyjunum. Víða hefir jörð sprungið á land- skjálftasvæði þessu, einkum á Rangár- völlum og Landi, hraunhólar hrunið, skriður fallið úr fjöllum og björg, vatn komið upp þar sém þurt var áður, eða horfið, laugar horfið, o. s. frv. Stærstu spruDgur er getið um á Landinu, góðan kipp fyrir neðan Skarðsfjall, vestan frá Þjórsá og langt austur eftir bygðinni; hún kvað vera álnarbreið með köflum. Skriður hafa fallið aflmiklar úr Skarðs- fjafli, — svart af þeim t"l að sjá þar sem áður voru grænar brekkur. Vatn í lækjum og nýjum uppgöngum hvítleitt af móbergskorg, en skírist smámsaman. Laugar hurfu á Vindási á Landi. Um Haukadalshverina (Geysi og Strokk m. m.) þó sannfrétt, að þeir eru óskaddaðir. Auðvitað er mjög ilt að gera sér hugmynd um, live miklu tjón það nem- ur, er landskjálftar þessir hafa ýaldið beinlínis, hvað þá heldur óbeinlínis, og ekki séð fyrir endann á því enn. Það er mikil mildi, að voða-atburð þennan bar upp á þennan tíma árs, og meira segja þá fyrst, er um veðráttufar breytti til batnaðar. Var mesta veðurblíða kvöld- ið, sem jarðskjálftarnir hófust, en af- taka rigning um nóttina eftir seinnipart inn (hér að minnsta kosti), en gott veð- ur fimtudaginn og alla tíð síðan. Mun fólk liggja enn í tjöldum alment á Rang- árvöllum og Landi; fyrstu næturnar eftir lágu menn og alment í tjöldum í Eystri-Hrepp. Er það hvorttveggja, að beigur var í mönnum við nýja land- skjálfta, sem vonlegt er, enda ekki auð- hlaupið að því að gera sér skýli. Hið beina tjón, er auk húsahrunsins, miklar matvælaskemdir og matvæla- missir. Málnytusafn undir rústum og moldu orpið eða blantiað, korn í byrðum meira eða minna skemt af mold, þótt upp verði grafið undan rústum, sem ekki mun takast nema sumstaðar. Enn fremur fatnaður undir rústum víða, bæði íverufatnaður og sængurfatnaður. Málnyta úr kúm rýrist um helming fyrir það, að þær þurfa að liggja úti; sumstaðar vandræði að nytka málnytu- pening fyrir ílátaleysi; ekkert hylki ó- skemt eða lagarhelt. Enn bætist þar við ef til vill mikið tjón á he.yjum fyrir það, að uppborin.hey hafa fallið oghlöð- ur hrunið, en mannafli enginn til ^ess að forða því undan skemdum, hvað lítið sem úr lofti kemur; nóg að vinna að hrófla upp skýli yfir höfuð mönnum og málnytupeningi (kúm), og meira en af verður komið. En með heytjóninu er búpeningurinn í veði, einkum er þar við bætist, að heyskapur teppist vegna óhji- kvæmilegra moldarverka eða skýli’S- gerðar, og einmitt nú, er loks kom góð heyskaparveðrátta á sumrinu. Það liggur í augum uppi, að þeir, sem orðið hafa fyrir þessu voðaslysi, þarfnast bráðrar og mikillar hjálpar. Enda þegar lýst sér að ótilkvöddu mik- ill áhugi á að hjálpa, l .ndi nær og fjær. Hafa fyrstir orðið til ,css aflögufærir í nágrannar þeirra, er h . i ðast hafa orðið úti, með mannlijálp op deiru. Það er einmitt mannhjálpin, .•-•■m mest liggur á, en því miður mjög i iikill hörgull á mönnum. Sægur ve kafólks hér úr sjávarsveitum t. d, nú í öðrum lands- fjórðungfum, en aðrir vjö heyskap, þeir er vetlingi geta valdið. Helzta bráða- byrgðarúrlausn í því efni er vilyrði frá landshöfðingja fyrir nokkru af lands- sjóðsvega-vinnuliðinu við Flóaveginn, Að öðruleyti hefir landshöfðingi þegar heitið sýslunefndinni í Rangár- vallasýslu alt að 10,000 kr, láni til bráð- ustu hjálpar, og hrekkur það auðvitað skammt. Ennfremur munu þeir, hann og amtmaður, hafa veitt eða heitið lítils háttar hjálp úr þess kyns sjóðum undir oeirra hendi. Loks hefir hér myndast í dag samskotanefnd í þessu skyni, og er áskorun hennar prentuð hér síðar í blaðinu, en gjafir þegar farnar að safn- ast áður á skrifstofu blaðs þessa að ó- tilkvöddu, svo sem auglýst mun bráð- lega (á 3. hdr. kr.). Sjálfsagt kemur talsvert saman á þann hátt, en auðvit- að hvergi nærri sem þörf krefur, þótt svo reynist, sem vér vonum, að tjónið sé ekki víðtækara en nú hðfum vér sög- ur af, og þvi þurfi ekkert hérað að sker- ast úr leik. Vér höfum sögur norðan yfir fjall, úr framdölum Skagafjarðar (Goðdölum), að þar hefir landskjálfta alls eigi vart orðið í þetta sinn, og ráð- um af því, að þangað hafi hann alls eigi náð, en vitum nokkurnvegirin tak- mörk hans hér syðra. [Fyrir samskotunum standa: J. Havsteen, Björn Jónsson, Jón Helga- son, Tryggvi Gunnarsson, Björn Olson.] Yiðtökur Brjans í New York. Að undanteknu einu blaði, “The Journal”, eru New York-blöðin andvíg Bryan. Af því leiðir svo, að þau gerðu svo lítið sem þau gátu úr ræðu hans í New York í sumar, og svo gerðu öll önnur andvígisblöð lians, hvervetna annarstaðar hið sama, eins og þau gera alt af síðan. I mótsetningu við þessar og þvílikar frásagnir, gumuðu meðhalds blöð hans af móttökunni þar. Útífrá geta menn því af blöðunum ekki fengið nokkra greinilega hugmynd um móttök- urnar í New York. Nú loksins kemur óhlutdræg lýsing af fundinum, —• í September-hefti tímaritsins “Review of Reviews”. Ritstjóri New York-útgáfu ritsins, dr. Albert Shaw, var sjálfur á fundinum og lýsir síðan því er þar gerð- ist alveg hlutdrægnislaust. Og af því New York er aðal-heimkynni "gufl- konganna”, sem silfurmennirnir eru að andæfa, álítum vér fróðlegt að birta þýðingu af lýsingu dr. Shaws. Hún hefir það sér til ágætis að hún er stutt. Það þarf þess vegna enginn að þreyta sig á að “vaða gegnum dálk eftir dálk” af strembnu lesmáli, til að komast að meiningunni. Lýsing dr. Shawsaf mót- tökunum í “gull-kónga”-borginni, er á þessa leið: “Stórblöðin í New York, að undan- teknu blaðinu “Journal”, er fylgir stefnuskránni, sem viðtekin var á Chi- cago-fundinum, og umsækjendunum, sem þar voru kvaddir til framgöngu, — hafa gert sitt til að telja þjóðinni trú um, að fundurinn í New York, þegar Bryan var tilkynnt að hann hefði ver- ið tilnefndur (sem forsetaefni) hafi al- gerlega misheppnast. Sá sem þetta rit- ar var á þessum fundi i þeim tilgangi einum að athuga hlutdrægnislaust alt sem gerðist, til þess að geta skýrt les- endum sínum satt og rótt frá, og er hon um ómögulegt að samþykkja það sem blöðin alment segja um fundinn. Það var ofsa hiti um kvöldið. Mannþröng- in var geysimikil bæði inni í bygging- unni og úti fyrir henni og í hitanum og þrengslunum leið þess vegna öllum illa. Undirbúningurinn og ræða fylkisstjóra Stones, frá Missouri tók æðilanga tíma. Auk þessa hafði fólkið beðið nærri klukkutima,Áður en farið var að setja fundinni. Húsið var troðfullt alveg, en um 100 stiga hiti og í þeirri svækju sátu menn og stóðu nærri tvær klukkustund ir áður en Bryan byrjaði að tala. Og ræða hans var svo löng, að hann var nærri tvær klukkustundir að flytja hana og hún í sjálfu sér ekkert annað en safn af röksemdaleiðslum um gjald- eyrismálið. Það vissu allir að ræðan yrði prentuð orðrétt í blöðunum morg- uninn næfsta eftir. Menn svo þúsund- undum skifti, voru líka þannig settir í þessum ógna húsgeimi, að þeir gátu ekki heyrt til ræðumannsins. Því skáli þessi er eiginlega ekki ætlaður fyrir mál- fundi, heldur fyrir hestasýningar, hring- reið o. þvíl. Það hefði undir þessum kringumstæðum verið afsakandi þó ekki svo lítill hluti áheyrendanna hefði farið af fundi, eftir að hafa séð Mr. Bry- an. Alveg það sama átti sér stað fyrir 4 árum síðan, þegar Mr. Cleveland var tilkynt útnefningin í sama skálanum. Þá var ekki nokkur alvörugefinn maður sem teldi það vott um kulda til forseta- efnisins, að svo og svo margir þeirra manna, sem ekki fengu sæti, gengu af fundi. Áheyrendur Bryans voru langt frá því að vera þyrkingslegir og dofnir. Þeir voru þvert á móti sérlega fjörugir og áhuga miklir. Allur meiginhluti á- heyTendanna beið líka fundinn út, til að heyra seinustu orð Bryans ekki síður en þau fyrstu. Ög það er ekki nema sann- gjarnt að segja, að frá stöðnsviði í grend við ræðupallinn, sýndist manngrúinn eins mikill við endir ræðunnar, eins og hann var þegar hún byrjaði. Það var aðallega verkalýðuriun í New York,sem þar var saman kominn, og efalítið að fjöldi þeirra var á sama máli og ræðu- maðurinn. Það var ekki sjáanlegt, að þeir væru óánægðir með manninn eða ræðuna. Þetta er einlæg skoðun áheyr- anda, sein var sannarlega ekki hlut- drægur af því, að hann væri samdóma stefnuskrá, skoðunum eða röksemdun- um, sem Bryan setti fram í ræðu sinni”. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar ylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist orguriar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka,— Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Engilsaxneski ílokkur- inn og framtíð hans. Hver verðuy framtíð hins engilsax- neska flokks ? Hinnar tilkomumiklu arfleifðar, sem sá ættbálkur hefir ráð á að hagnýta til gagns og góðs, eða leggja irústir? Áhrifin, veldið, valdið, sem þessi ættbálkur hefir ráð á,—meiri áhrif stærra veldi, meira vald,en nokkur ætt- bálkur hefir áður haft, að því er kunn- ugt er,—“Þetta,” segir Literary Digest, “eru spursmálin, sem Sir Walter Besant (nafnkunnur skáldsagnahöfundur á Englandi) ræðir um í langri grein í “North American Review.” Með þess- ari ritgerð er höfundurinn eiginlega að sýna fram á þörfina á því, að frændþjóð- irnar engilsaxnesku útkljái öll sin þrætumál fyrir sáttarétti. Með þvf einu móti telur höfundurinn gerlegt að viðhalda valdinu og áhrifunum, sem þessi ættbálkur hefir ætíð haft á heim- inn, að þvi er snertir framfarir allar og þjóðmenning. Deflur hljóta að koma og hafa þeg- ar komið fram, eins og eðlilegt er þegar lyndiseinkunn ættbálksins er athuguð. “Vér erum,” segir hann, “eins og vér ætíð höfum verið, nokkuð ráðrikir og drottnunargjarnir, — stífir og þráir, en seigir sem þjóðflokkur. Oss er ekki gef- ið að skifta um skoðun, að því er snert- ir reglur allar og siðu, og gera annara þjóða skoðun að vorri skoðun. Sem þjóð, þegar vór tökum oss nýjan bústað höldum vér öllum vorum siðum og knýj- um aðra til að gera eins og vér.” Óánægja með það sem er og þar af leiöandi sífelt flakk úr einum stað á ann an, i leit eftir betri kjörum, segir höf. að sé annað einkenni engilsaxneska ætt- bálksins. Kafli um það er á þessa leið : “Hvaða þýðingu hefir þetta eiruleysi liaft fyrir nútíðina ? Lítum á Ameríku, á Indland, á Suður-Afríku, á Ástralíu, á Nýja-Sjáland. Þar eru minnisvarðar, —varanlegir minnisvarðar að ég vona— þessa engilsaxneska eiruleysis. Athug- um sögu 16. aldarinnar. þegar þetta eiruleysi varð orsök í, að send voru skip í hundraðatali til að kanna strendur Ameríku, og í þvíf að hinn spænski floti varð yfirbugaður. Athugum 17. öld- ina, þegar nýbygðirnar í Ameriku kom- ust á fót. Athugum 18. öldina, þegar stjórn Frakka, með tilhjálp nýbyggj- anna, var gerð útlæg úr Ameríku, og þegar Engilsaxar hjálparlaust ráku Frakka af Indlandi. Athugum vöxt hinnar brezku verzlunar, — skipastól þeirra með farm til allra hafna í heimi; athugum vöxt auðlegðarinnar í höndum Breta, stórstigin öll í þá átt, og það enda á meðan þeir börðust upp á líf og dauða á meginlandi Evrópu. Hvað þýðir alt þetta? Framtakssemi, hug- rekki, þrautseigju ; já alt þetta og það sem meira er : Það þýðir, að eiruleysið er oss meðfætt og leyfir oss ekki að halda kyrru fyrir eða vera ánægðum. Á hverju ári flytja hundruð þús- iiuda af ungum mönnum burtu frá siröndum Bretlandseyja. Þar sjá menn þá sem eirulausir eru. Fæstir þeirra hafa getað gert sig ánægða með kring- umstæðurnar eins og þær eru. Þeim leiðast skrifstofustörf, þeim leiðast bæk- ur og þeir geta ekki staðist próf á skóla. Það eru til staðir þar sem þessir ungu menn, sem að öðru leyti eru oft og ein- att blómi ættar sinnar, geta komist af án bóka og skrifstofustarfa. Fyrrum höfðu þeir tækifæri í Bandaríkjunum, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Nú virðast þau tækifæri ekki lengur til, en þá er Suður-Afríka. Það sem England var fyrir Engla og Jóta við hirð Germana fyrrum, það er Suður-Afríka nú fyrir afkomendur þeirra : land framtaks- seminnar, land auðlegðarinnar, land styrjaldanna, land möguleikanna. En svo eru og aðrir staðir. British Col- umbia er ekki þétt sett enn, ekki Canada íheild sinni, ekki vestur-Ástralía, og eklíi Tasmania. Öll þessi lönd geta framfleytt tífalt fleira fólki en þar er nú En það er ekki spurningin liér. Það sem mig langar til að gera er að benda á viðburðanna rás. Sagan endurtekur sig af því vér erum afkomendur forfeðra vorra. Sir Walter segir útbreiðslu binnar ensku tungu og bókmenta um allan helming hnattarins, þessu eiruleysi að þakka. “Á hundrað árum”, segir hann, “liefir hinn enskutalandi ættbálkur hlaupið úr 20 milj. í 120 miljónir og hef- ir samtímis aukið veldi sitt svo nemur um fimtahluta af þurlendi hnattarins. Það er ómögulegt að finna nokkurt ann- að eins dæmi í sögunni um vöxt eins ættbálks í svo stórum stýl.eða svo geysi- legan vöxt landeignar eins ættbálks 4 jöfnu tímabili. Þannig eru þá ástæður hins engil- saxneska ættbálks sem stendur. Yér eigum, eða ráðum yfir, hinum beztu og ákjósanlegustu hlutum jarðarinnar. Yér höfum meiri auð yfir að ráða, en allar aðrar þjóðir í heimi til samans. Vér erum tengdir einum og sömu ættar- arböndum; tengdir með sameiginlegri sögu, að vissu takmarki; tengdir með sömu reglum, er vér fengum að arfl frá vorum sameiginlegu forfeðrum; tengdir með einu og sama tungumáli; sömu trú, að frádregnum smá trúarflokkum; sömu bókmentum; sömu siðum, þó þar séu smáatriði mismunandi; og vór erum tengdir með óteljandi blóðtengdum, — jafnvel foreldrar og börn og systkini eru sundurdreifð í þessum ýmsu lönd- um og hjálpa þannig til að viðhalda nánum tengdum. Það væri erfitt að leita að og finna önnur sterkari tengda- bönd, því þessi bönd eru þannig, að ekkert heimsins afl getur slitið þau. Þjóðir sem þannig eru tengdar geta deilt, geta farið í stríð saman, sem tengdirnar þá umhverfa í innanríkis- stríð, en þær geta ekki samt höggvið sundur þessi tengdabönd, sem fjötra þær fastar en nokkur samningur eða fóst- bræðralag getur gert.” Þá kemur höfundurinn með kafla, þar sem hann bendir á mismun á stjórn- arskrám tveggja stórdeildanna í engil- saxneska ættbálknum, — á Bretlands- eyjum og í Bandaríkjunum' í því sam- bandi bendir hann á það mikilverða at- riði, að öll ríkin sem vaxið hafa út af Bretlandseyjum, hafi búið sér til sitt sérstaka stjórnarfyrirkomulag og að öll séu í raun og sannleika lýðveldi. Ekki eitt einasta af útríkjunum hafi gert til- raun til að endurreisa hjá sér samskon- ar stjórn og er á Englandi. Heima hjá sér er Englendingurinn ánægður með stjórnarfyrirkomulagið og allar stofnan- ir, er þá enda tilbúinn að ganga út og berjast fyrir þær allar í heild sinni. En þegar í útríkin kemur er hann tafarlaust orðinn framgjarn lýðveldissinni. "Að frádregnu stjórnarfyrirkomu- laginu, hverjar eru breytingarnar sem liggja fyrir þessum ættbálki á næstu árum? Útríkin falla írá móðurstofnin- um eitt eftir annað og verða alveg óháð. Af því Ástralía getur ekki enn varið sig fyrir Japanítum.ristir hún ekki á böndin fyrst um sinn, en eftir því sem eyland það vex nálgast þó sá tími, að einnig það verður óháð ríki. Að 50 árum liðn- um, eða um það bil, munum vér þá sjá sex voldugar enskutalandi þjóðir [Bret- landseyjar, Bandaríkin, Canada, Ástra- líu, Nýja Sjáland, Suður-Afríku]. Hver einstök þessara þjóða verður þá fólks- fleiri en er Frakkland nú, — lönd þeirra verða þéttsett fólki frá öllum löndum, en sameinað engilsaxneska ættbálknum. Allar þessar þjöðir stjórnast af sams- konar lögum og allar erfa þær eina og sömu engilsaxnesku eiginleikana, — dygðirnar jafnt og gallana....” Hvað skeður þá í heiminum, þegar (Niðurlag á 1. bls.) Þrjú makalaus lyf. Hin merku Suður-Ameríku meðöl. Óyg'gjandi við nýrna- veiki, gigt og magaveiki. Vlörg þúsund manna í Ca- nada bera vitni um það. Þessi meðöl hafa ekki öll sömu verk anir. Þau eiga sitt við hverju, og eru óbrigðul við þeirri sýki, sem þau eru ætluð fyrir. Aðal-atriðið er að þessi meðöl uppræta orsakir veikinnar. South American Kidney Cure er ekki meðal, sem á að brúka eins og leíkfang, eins og gert er með ýmsar pill ur og duft sem margir brúka. Nýrna- veiki kemur af stýflum í nýrunum. Til þess að uppleysa þessar stýflur, þarf vissa lagartegund og sú lagartegund er í þessu meðali. Adam Soper, frá Burkes Falls, Ont., þjáðist fjarskalega af nýrnaveiki og íeitaði til ýmsra lækna. Hann segir: ‘Eg haföi aldrei frið fyrr enn ég fékk South American Kidney Cure. Það bætti mór á stuttum tíma. Eg er nú al- veg heilbrigður og ég held að flestum dugi ein flaska af þessu meðali. Menn hafa margar rangar hugmynd- ir um gigt. Það er oft hægt að lina þrautirnar með plástrum og áburð- um, en til þess aðiækna til hlýtar, þarf að hroinsa blóöið. Þetta gerir South American Rheumatic Cure. Mrs. Phil- ips sr., Hamilton, var alveg yfirkomin af gigt. Hún fékk sér flösku af South American Rheumatic Cure, og segir um það: ‘Það er eflaust hiðáhrifamesta með- al, sem óg hefi reynt við gigt, og ég ráð legg öllum sem þjást af gigt, að brúka það’. Það er vísindalega sannað að ólag á meltingarfærum keinur oft frá tauga- kerfínu. South American Nervine læknar magaveiki og meltingarleysi. af því það styrkir taugakerfið. J. W. Din- w, oodie frá Campbell ford, Ont., segir : ‘Eg verð að segja. að South American Nervineer hið hezta meðal sem ég hefi brúkað. Það iæknaði alveg í mér tauga- veiklun og þar af leiðandi magaveiki, sem ég kvaldist af’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.