Heimskringla


Heimskringla - 08.10.1896, Qupperneq 1

Heimskringla - 08.10.1896, Qupperneq 1
X. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 8 OCTOBER. 1896. NR. 41. Jón Guðmundsson. Þess var stuttloga getið í síðasta blaði Hkr. að hann hefði látizt. — Hann andaðist 7, Sept. sl. að heim- ili sínu á 68 aldursári, eftir 3 vikna legu í brjóstveiki. Jarðarför hans fór fram 10. s. m. að viðstöddum nálega öllum nýlendubúum. Hann var jarðaður á heimalandi sínu “Hóli í Yatnsdal.” Því að enn þá hafa nýlendumenn engan sérstakan grafreit, enda er þetta fyrsta jarðarförin meðal fsl. í þeirri nýlendu sem nú er 9. ára gömul. Jón sál. var fæddur á þrettánda dag jóla, eða 6. Janúar, 1829 að Bílduhóli á Skógarströnd við Breiðafjörð, Snæfells- nessýslu á íslandi. Ólst hann upp hjá foreldrum sfnum, heiðurshjónunum Guðmundi Vigfússyni og Málmfríði Jónsdóttur er þar bjuggu rausnarbúi á óðalsjörð sinni yfir 40 ár. Á ísl. bjó Jón sál. búi sínu um 30 ár, uns hann fyrir 9 árum síðan flutti hingað til lands með fjölskyldu sinni, og nam land £ Vatnsdalsnýlendunni sem þá var í myndun, hvar hann hefir búið síðan. Jón sál. var tvíkvæntur, og 15 barna faðir. Fyrri kona hans hét Martha Sigríður Jónsdóttir, dóttir sér Jóns sál. Benediktssonar, Gabríels, eitt sinn sóknarprests að Breiðabólstað á Skóga- strönd, vönduð, mikilsvirt og gáfuð kona. (Séra Jón Benediktsson og Jón “forseti” og “föðurlandsvinur” Sigurðs- son voru systkinasynir). Með fyrri konu sinni eignaðist Jón sál. 9 börn, 3 syni og 6 dætur, hvar af 7 eru á lífí. Þrjú af þeim eru hér i landi og nú til heimilis í Winnipeg: Mr. Jón Ágúst Jónsson (söðlasmiður), Mr. Ste- fán B. Jónsson (trésmiður) og Mrs. Málmfríður J. Anderson, en 4 þeirra eru á íslandi. Seinni kona Jóns er Kristín Þórðar- dóttir, ættuð úr Mýrasýslu á íslandi, góð og vel metin kona, húy lifir mann sinn ásamt 6 börnum þeirra lxjóna, 5 sonmn og X dóttur. (Eitt þeirra barna tók Jón Stefánsson, vinur iiins látna, og Kristín Teitsdóttir kona lians, hér í bænum, aðsér til uppfósturs fyrir átta árum síðan). Jón sál. var snemma listfengur, flinkur og afkastamikill til allra verka og skaraði hann í því efni langt frain úr samtíðamönnum sínum þár um slóðir. Á unga aldri nam hann snikkaraiðn í Reykjavík, og stundaði hann þá iðn í viðlögum jafnan síðan ásamt járnsmíði, Þegar tómstundir gáfust frá heimilis- störfum. Hann var einn af þeim mönn- um sem sagt er um að alt leiki í hönd- unum á. Hann var maður skapstór enda þrekmikill til sálar og líkama, og þótti liann jafnan vera örðugur viður- eignar, ef því var að skifta. En jafn- framt var haun mannkostamaður mik- ill. í allri viðureign var hann hinn lipr- asti og ljúfmannlegasti, meðan honum fanst rétti sínum ekki misboðið. Hann var mjög ákveðinn mótstöðumaður ó- vina sinna, en sáttfús og tryggur viuur vina sinna. Trúmaður var hann og mjög ákveðinn og yfir höfuð fastheld- inn við alt það sem hann hafði einu- sinni álitið gott og gilt, meðan hann fékk ekki ómótstæðilegar sannanir fyr- ir öðru betra, en þó jafnan umburðar- lyndur að því er skoðanamun snerti. I æsku var hann lítt settur til menta, þó nam hann á unga aldri kennaralaust það sem nú kallast almennar náms- grein8r, svo sem skrift, þá tíðar réttrit- un, reikning, dönsku og landafræði o.fl. Á sinn hátt fýlgdi Jón sál. með tímanum, sem kallað er, einkum fram- an af æfi sinni. Og má með sanni segja, að hann hafi verið trúr hinum al- ment drottnandi ‘prinsipum’ samtíðar sinnar, að því leyti sem honum sjálf- rátt, því hann var skyldurækinn mað- ur, og var hann að svo miklu leyti í- haldsinaður nútimans, en fyrir það verður honum ekki ámælt, því að liann breytti í því eflaust samkvæmt beztu vituud. Og takist afkomendum hans eins vel að helga líf sitt hinum háleitari hugsjónaog menningarstefnu samtíðar innar og framtíðarinnar, i stað þess að standa í stað langt aftur í liðna tíman- um meðal hinna dauðu, þá helgar það meir en nokkuð annað minning liins látna mikilmennis, sem nú er horfið líkamlegri augsýn út í geim eilífðarinn- ar áleiðis til fyrirheitna landsins. Svo nú er hann hniginn, setn forðum í för stóð fremstur á menningar slóð. Hann átti svo brennandi andans fjör, að ísköld ei buguðu hann lífsius kjör. Hann var afbragð af almúga-þjóð. Um alheiminn fórekki frægðarorð hans en fólkið sem þekkti hann bezt, það heiðraði atgerfi hins mikla manns, sem metorð ei snikti né gullkrossa fans, en mörgum stóð framar um flest. Hann var ákveðið stórmenni að atorku og sál, og einn kunni að heyja sitt strið. Með þreklynda hjartað og mannúðlegt mál, ograeistarahendur og vilja sem stál, í fyrra um þetta leyti vildu allir eiga axíur í Afríku-gullnámunum og margfalt verð boðið fyrir á axíumark- aðinum í London. Nú aftur á móti lít- ur enginn við þeim eignum. 500 Armeniumenn (karlar, konur og börn), flóttamenn undan morðvopn- um Tyrkja, sitja nú algerlega allslausir og eiga enga að í Marseilles á Frakk- landi. Tilgangur þeirra var að komast til Bandaríkja, en bæði er það, að skort ir fargjaldið og hitt, að innflutningslög Bandaríkja banna þeim landgöngu á ‘frelsisins flmbulstorð’. Uppliaflega voru þeir 800 samau, en 3o0 voru gintir til að flytja til Argontina, og er því spáð að þeirra síðara verði verra hinu fyrra, að sumu leyti. Fregnritarnir, er sendu frétt þessa vestur um haf, segja, að hér sé sannarlega þörf á hjálp og það tafar- laust. Þessir aumingjar sitja þarna öllum ókunnir og eiga ekkert. FIMTUDAG 1. OKT. Réttlæti Tyrkja. Rannsókn er nú hafin í morðmálum Tyrkja í Konstatín- ópel og í gær var kveðinn upp dómur yfir nokkrum. Nokkrir tyrkneskir menn voru fundnir morðsekir og fengu Þeir íim(án ára fangelsi. Samtimis var sýnt fram á likur til að ákveðnir Ar- meníu-menn hefðu átt þátt í upphlaup- inu og voru þeir dæmdir dauðasekir! Chamberlain, útríkjastjóri Breta, hélt heimleiðis í gær. Hann kom ekki til Canada, en Canadastjórn sendi Sir Richard Cartwrigh á fund hans. Leikhús í Aberdeen í South Dakota brann til rústa í gærkvöldi. Kviknaði VEITT SÆSTU VBUÐLaun a HBIMSSVNINGUNN DR BAKING P0WDFR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vinberja Cream of Tartar fl[owder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára ^eynslu. í gær greiddi Laurier og allir hans ‘free trade’-fyigendur atkv. gegn tillögu Davins frá Regina, um. að við næstu yfirskoðun tolllaganna skuii akuryrkju- vélar, hveitiband og steinolía undan- þegið tolli. LAUGARDAG, 3. OKTÓRER. Stjórn Breta hefir að sögn tilkynt stórveldunum, að hún sé tilbúin að ganga á undan og skakka leikinn i Konstantínópel, og gera það ein, ef stórveldin ekki vilja vera með og taka rögg á sig nú undireins. Floti Breta í miðjarðarhafinu er sagður svo mikill, að þeir geti teaið borgina á vikutíma. Illhrif eru eögð í vændum á ný milli Breta og Þjóðverja. Er orsökin sú, að konsúll Þjóðverja i Zanzibar sendi upp- reistarmanninn Khalid, er ætlaði sér soldánsstólinn, burtu úr Zanzibar til þýzkrar nýlendu, þrátt fyrir bann hins brezka konsúls. 50 ára afmæli Iowa-ríkis héldu Iowa- menn hátíðlegt í gær. Mitt í gleðiuni í Burlington vildi það slys til, að pallur hrundi og meiddust um 50 manns. í gjaldadálki sambandsstjórnar á yflrstandandi fjárhagsári er 850,000 veittir til stuðnings smjör- og ostagerð og 820,000 til að fá komið upp frystihús- um, einkum þar sem smjör og ostur bíður eftir burtflutningi. MÁNUDAG, 5. OKT. Wflliam Morris, hið nafnkunna skáld á Englandi, lézt hinn 2. þ. m., 62 ára gamall. Hann var stórauðugur maður og verksmiðjueigandi, en var eigi að síður skorinorður sósialisti. Hann var í félagi með herra Eiríki Magnússyni í Cambridge að þýða Grettissögu, Yöls- ungasögu o. fl. á enska tungu. Koininn heim. Gamli Li Hung Chang náði heim til sín, til Tien-Tsin, á laugardaginn 3. þ. m. Skeytí frá London segir altalað að bæði Grikkland og Rúmenía séu gengin í sambandið með Þjóðverjum, Austur- ríkismönnum og ítölum og von á að Servíumenn gangi í það innan skamms. Þessar smáþjóðir vilja hafa fylgi þegar veldi Tyrkja verður limað sundur. Rússnesku \ keisarahjónin kvöddu Victoriu drottningu í Balmoral kastal- anum að kveldi hins 3. þ. m. og tóku sér far þaðan með járnbraut suður um land til Portsmouth. Þaðan lögðu þau af stað í morgun til Cherbourg á Frakk landi og þaðan til Parísar. Gefzt þá Frökkum tækifæri eftir margra ára þögn að æpa : ‘ Vive 1’ Empereur!’ því Nikulás vill ekki hafa : ‘Lifi Zar(inn)’. Sambandsþingi Canada var slitið í dag. Vagnstöðyahúsið í Stonewall, Man. brann til rústa á sunnudaginn. ÞRIÐJUDAG, 6. OKT. Eftir fregn frá London að dæma hefir Laurier-stjórnin séð sig um hönd. Sagtaðhún og Chamberlain útríkja- stjóri Breta sé á eitt sátt um þörfína á hraðskreiðri gufuskipalínu milli Cana- da og Englands. Frá Toronto kemur sú fregn að Sif- ton dómsmálastjóri i Manitoba hafi komizt að samningi við T. M. Daly, er ætlaði að sækja gegn honum, þannig, að Daly (sæki ekki, en fái svo gagn- sóknarlaust fylkisþingsæti Siftons í North-Brandon.—Sama sagan segir og að Martin hugsi Greenway jtegjandi þörfina, þegar þar að kemur. Á fimtudaginn 8. Okt. hafa Sir Charles Tupper og frú hans verið 50 ár i hjónabandi, og halda því gullbrúð- kaup sitt, — rausnarlegt heimboð í Ottawa. Lýðvaldssinnar Frakka fögnuðu einvaldsherra Rússa í Cherbourg í gær með engu minni fagnaðarlátum, enfor- feður þeirra heilsuðu Napoleon mikla komnum úr sigursælli orustu. MIÐVIKUDAG, 7. OKT. Aberdeen landstjóri og frú lians lögðu af stað i gær vestur að Kyrrahafi. Dvelja þar á búgarði sínum í Okana- gan-dalnum í Klettafjöllunum tvo mánuði. Ein Cubafréttin segir, að Spán- verjar losni við hertekna menn þannig : að á nóttunni sé róið með þá á sjó út og þeim steypt fyrir bprð, þar sem há- karlar gleypi þá undir eins. I borginni Havana einni var þannig farið með 80 fanga í Sept. Það skeyti kemur frá Ottawa, að Laurierstjórnin ætli að bæta nýjum ráðherra í hópinn, er hafi umsjón yfir námum öllum, og fylgir það að Joseph Martin eigi að verða hinn nýi ráð- herra. Almennar kosningar í Florida fóru fram í gær, og sópuðu demókratar öllu fyrir sér. Tvær allmiklar orustur voru háðar á Cuba hinn 5. þ. m., og máttu Spán- verjar betur i báðum. Mannfall alls rúm 200. Eftir fregnum frá Montreal að dæma, er öll von til að vinnustöðvun telegrafþjónanna sé um það á enda. ♦ Hefði hann vitað. Þegai' Dr. Agnews Cixre for the Heart er við hendina, kemui' það ekki fyrir að menn deyji úr hjartveiki. UNDUR HINS HEIMSFRÆGA CA- TARRHAL POWDER. Meðöl Dr. Agnews hafa alt af lukk- ast vel. Þetta á ekki síður við meðalið sem kallað er Cure for the Heart, held- ur en hin. Áhrif þess eru stórkostleg. Sjúklingurinn er stundum í andarslitr- unum og þó getur honum linað við eina inntöku og ef haldið er áfram með með- alið, íæknar það hina skæðustu hjart- veiki. George Cutes, tollþjónn i Corn- wall, Ont., segir: ‘Eg hafði hjartveiki inokkur ár, og hin minsta áreynsla gerði mig þreyttann. Eg var undir læknishendi i meira en sex mánuði og var alveg af og til að stunda starfa minn. En mér batnaði ekkert, og ég var farinn-að missa von um bata. Þeg- ar ég fór að brúka Dr. Agnews Cure for the Heart* en þetta meðal yfirbugaði hjartveikina á stuttum tíma. Þrátt fyrir sína meðfæddu varkárni kefir Rev. John Scott D. D. presbyterí- ana prestur í Hamilton, viðurkent _ að hann hafi haft mikið gott af að brúka Dr. Agnews CatarrhalPowder, og gert mönnum það kunnugt með nafni sínu undirrieuðu. Það er sama hvort það er að eins vanalegt kvef í höfðinu, eða það er langvarandi Catarrh. Þettavið- felda meðal linar það á 10 mínútum og læknar að fullu á stuttam tíma, Sýnisliorn af duftum og pípa til að blása það með fást hjáS. G. Detchon, 44 Church St., Toronto, ef send eru 10 cents í frímerkjum. og styrk sem frá Sturlungatíð. Hann var vinfár, en tryggur og traust- ur í lund, og táflaus, djarfur og hreinn. Hann elskaði börn sín og ektasprynd; svo örlyndur. skemtinn á góðvinafund. Úr höndum hans hlut dróg ei neinn. Hann var kallaður skapstór, ef þótti’ honum, þá að þoka var eklti til neins. Hann vissi’ ekki að óttast né víkja frá. Hann vandist því oftast sigri að ná. En sáttfús .hann ávalt var eins. Af prestunum lærði hann utan að í æsku að trúa á Krist. Það sem þeir skráðu’ á hans bókfells- . blað ei blekktist af tímanna ryki, það í eflinni ei hafði hann mist. En lokið er dagsverkíð loks varð alt hljótt, er lifsstríðið mikla var báð. • Ogsætt varð að lokum að sofna rótt, þvi séð gat hann óhræddur dauðans nótt. Og sigrinum síðasta náð. FRETTIR. DAGBÓK. MIÐVIKUDAG, 30. SEPT. Feflibyljir hafa oflað stórvægilegu flfs- og eignatjóni í Mexico. Sagt að 5—6 þorp séu gersamlega lögð í eyði. Washington-frétt segir að Olney, utanríkisstjóri Bandaríkja, ætli sér ef nokkur kostur or, að fá Venezuelamál- ið útkljáð áður en hann víkur úr völd- um (4. Marz næstkomandi). Hann vill einn hafa veg og vanda af því máli, að því er Baudaríkjastjórn viðkemur. Hef- ir því skorað á nefndina að hafaálit Sitt svo snemma i höndum forseta, að hann geti tekið tillit til þess í ávarpi sínu til þingsins í Desember næstk. í einu skólahéraðinu í Iowa hefir skólanefndin samþykkt að brenna mais í stað kola í vetur. Mais fæst þar fyrir 10 cents bush., og á því verði segir skólanefndin hann ódýrara eldsneyti en kol. — I sambandi við þetta má geta þess, að vegna þess hvað mais er ódýr, er sagt óhugsandi að hafrar komist £ nokkurt verð í vetur. i því meðan það var fullt af fólki. í troðningnum sem af því leiddi, meiddust margir og eitthvað af fólki lét lífið. Holdsveiki er uppkomin í Montreal, meðal Kínverja. Hefir einn þeirra dáið úr þeirri voðaveiki nú nýlega. Bæjar og fylkisstjórn hafa í samlögum tekist í fang að reyna að uppræta sjúkdóminn Fádæma ofsaveður æddi yfir Georgia og suðaustur-Bandaríkin á þriðjudaginn. Vindhraði 66 mílur á kl.stund. í tveimur litlum héruðum að eins, er eignatjónið metið á J til 1 milj. dollars. — Tíu til 20 manns týndu lífi.— Ofsaveður i gær í Wisconsin og mistu þar nokkrir menn lífið, — á skipi á ferð frá Chicago til Milwaukee.—Samskonar fréttir úr ýmsum áttum í Bandaríkjum. Onnur aukaáætlun um gjöld sam- bandsstjórnar var lögð fyrir Ottawa þingið í gær. Er sú upphæð alls 8357,- 208. Af þeirri upphæð á að verja 835,- 000 til rannsóknarferðar um Hudson- flóa. Niu hásetar tilheyrandi brezku her- skipi drukknuðu nýlega norður í grend við Alaska-strendur. Þeir voru að fiska sér til skemtunar, er kylja kom og hvolfdi skútunni. FÖSTUDAG, 2. OKTÓBER. 850,000 innvann veðhlaupahestur prinzins af Wales honum í gær. Er það í þriðja skiftið að þessi hestur hefir unnið honum stór fó í sumar. Yfir 100 mannstýndu lífi á Florida- skaganum í ofveðrinu sem æddi um suðaustur Bandaríkin fyrrpart vikunn- ar. í gær gjöreyddi flóðalda þorpinu Cedar Keyes fremst á skaganum. Þeir sem mistu skyldmenni við brúarslysið miklaí vorí Victovia, British Columbia, hafa nú allflestir hafið mál gogn bæjarstjórninni og strætisbraut- arfélögunum og heimta skaðabætur, er nema samtals nærj milj. dollars. Montroal og Toronto bítast nú i á- kafa um stjórnarstyrk. Torontobúar vilja fá 850.uOO til að koma þar upp ‘Dominion’-sýningu að sumri, en Mont- realmenn vilja að minsta kosti helmingi meiri upphæð til að koma upp vænlegri ‘International’-sýningu í Montrealsum- arið 1898. Hver vinnur er óséð enn. \ í Vetrar-varningur!! Vöru-upplag vort í fyrra var mikið — meira þá en nokkru sinni áður. Þó eru engar ýkjur að segja það EINUM FJÓRÐA MEIRA NÚ EN í FYRRA. " ' ur gegniim búðina, og — vór bjóðum alla velkomna. Um þetta getur hver sannfært sjáífan sig, sem geng- Stærsta Alnavoru- kla'dnadar- og Sko-verzlun i vestiir-bœnum ! Stærsta upplag af karl- manna og drengjaklæðnaði í vestur-bænum. — Yfir- kápur úr ‘Tweed,’ ‘Etoffe,’ Irskuog Canadisku ‘Freize,’ Alklæðnaðir úr “Serge,” “Basket”- klæði (brugðnu klæði), “Etoffe,” ‘Worsted’ o. s.frv.—fyrir karlmenn og drengi. Ýfirkápur á öllu verðstigi, frá 84,50 til 815 ogefni. litur og snið að því skapi fjölbreytt. Vér getum fullnægt öllum sanngjörn- um kröfum i því efni, hvort heldur sem er að ræða um vfirkápur eða alfatnað. — Ekkert skran á boðstólum, eða vara sem legið hefir á hyllunum svo árum skiftir. Alt er nytt í búðinnilog vörurnar koma daglega til vor að austan. Stærsta upplag af skó- fatnaði í vestur-bænum. Eina islenzka skófataverzl- unin í Winnipeg. Skófata- birgðirnar sem vér í vor er leið keyptum af A. F. Reyk- dal&Co., eru.fyrir löngu uppgengnar. í þeirra stað bjóðum vér nú spánýjan skófatnað, á ferðinni nú á hverjum degi beina leið frá verksmiðjunum, og vér kaupum frá sjö skó-verk- smiðjum. Af því má ráða hverju sé úr að velja. Kistur og töskur. Vér höfum þær af allri stærð og á öllu verðstigi, í skó- fatnaðardeildinni. Kistur á 82.75 og yfirogtöskur 75c. og yfir. Stórar og vandaðar leðurtöskur kosta auðvitað meira, og vér höfum þær til ekki síöur en þær ódýrustu. S.=V. horn Ross Ave. og Isabel Str. -m- Til athugunar fyrir ungu piltana. Vér höfum nokkuð nýtt að bjóða ungu mönnunum, sem ýmsra hluta vegna vilja og þurfa þar af leiðandi hafa þreytt við að kaupa skraddaragerðar kápur. Þeir sem það hafa reynt vita, að þar þarf penlnga til. Nú hefir eitt skraddarafélae: í Toronto tekist i fann að búa til að fylgja tizkunni og sem pen’ SKRADDARAGEROAN KT.ÆllNATI ÓG Fyrir ungu stulkurnar. Vér höfum hugsað um þær ekki síður en ungu piltana. Þær þurfa einnig og ekki síður að fylgja hinni breytilegu tízku. ^ Handa þeim höfum vér stórt upplag af JÖKKUM, sniðnum og gerðum samkvæmt Parísarmóðnum i haust KVENN-JAKKAR þessir eru með öllum almennum litum, svartir, “navy-blue,” gráir, morauðir, o. s. frv. og á öllu hugsanlegu verðstigi,—frá 3 til 20 dollars. í þessu efni getum vér mætt öllum hugsanlegum kröfum. Urvals nærfatnad f.vrir karla, konur og börn höfum vér nú á boðstólum og talsvert ódýrari en í fyrra. Meðal nýrra tegunda má nefna “fleece lined” nærfatnað. Hlýrri nærfatnað er ekki hægt að hugsa sér. Komið og skoðið þau. Yfirkapur fyrir börn höfum vér nú ljómandi fallegar og hlýjar úr efni sem kallað er “Æðardúns-klæði,”— bæði mjúkar og hlýjar, á 81.75 og yfir. Vér höfura einnig “æðardúns-klæði” í ströngum til að selja mæðrum sem sjálfar vilja sniða og saunia á börn sín. Enn fremur “Curly-cloth” (hrokkið klæði), Enginn hlutur betri i kápur handa 2—4 ára gömlum börnum. AÐ Síðustu : Vér hikum ekki við að segja, að samskonar varningur, á sama gæðastigi og jafn-nýr. FÆST HVERGI 1 BÆNUM ÓDÝRARI. Vér höfiyn ásett oss að selja vörurnar svo ódýrt að enginn geti boðið betri'kjör Og vér erum í kringumstæðum til þess nú. Vér skiftum ekki lengur við milligöngumenn, en kaupum beint af sjálf- um verksmiðjueigendunum. Vór stöndum þess vegna jafnt að vigi nú og stórkaupmenn bæjarins, og getum því \ 4 \ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 \ \ 4 Selt med heildsoluverdi ekki síður en þeir, ef stærri kauji eru gerð í einu. KAUPMENN í SMÁBÆJUM OG SVEITUM geiðu sjálfum sér gagn ef þeir vildu finna oss jafnframt og þeir finna aðra heildsala í bænum. Það getur orðið þeim til haguaðar. Komið og skoðið vörurnar og spyrjið um verðið. Allir velkomnir ! G. JOJHNSOJNJ, Suð-vestur horn Ross Ave. og Isabel Str. 4 4 $ \ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.