Heimskringla - 19.11.1896, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.11.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR. NR. 47 WINNIPEGr, MAN., 19 NOVEMBER. 1896. “BJARKI’ íslands-fréttir. heitir hið nýja blað Seyðfirðinga, sem skáldið Þorsteinn Erlingsson heflr tekist í fang að stjórna. Fyrsta blaðið að eins er komið vestur hlngað, dagsett 9. Okt. síðastl. Sem vænta mátti er það vel úr garði gert og fjörugt ritað. Heimskringla óskar Bjarka góðs gengis og langra lífdaga undir stjórn hr. Er- lingssonar. Fyrst í blaðinu, á undan ávarpinu til landsmanna, er kvæði eftir ritstjór- ann, er hann nefnir: “í Xandsýn,” og er það sem fylgir : í landsýn. Nei, þér tekst það aldrei að gera mér geig þó grúfirðu á ströndum og vogum ; ég sé á þér, þoka, að þú situr nú feig því sól fer að austan með logum ; og þá lyfta fjöllin min bládimmri brún, sem bíða hér voldug og fögur ; og dalirnir opnast með eingjar og tún, og íslenzkar fornkappa sögur. Og þar áttu, fóstra, þinn framtíðar her ; þinn frjálslynda unglinga skara, sem berst undir merkjunum vaskar en vér og vogar þar djarfara að fara. Ef okkur ei veitist að vinna það neitt, er vert sé með öldum að geymast, þá getum víð liddurnar leitast við eitt: að láta ekki nöfn þeirra gleymast. Þó þokan sé meinleg og hríðin sé hörð er hérna þó gaman að yinna með hverjum sem elskar þig íslenzka jörð og arfarétt barnanna þinna. Að geymt yrði hjarta þíns heitasta blóð og heið væri göfuga bráin,— til þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn. Sunnanfari, fyrsta tölublaðið sem út kom í Reykja- vik, barst oss um daginn með hinum seinfara pósti að heiman. Flytur hann mynd af Þorvaldi óðalsbónda Björns- syni á Þorvaldseyri (fyrrum Svaðbæli) i Rangárvallasýslu. Eftir því sem frá er sagt er hann framtaksmaður meiri en alment er á Islandi, meðal bænda, og er atriði það sem fylgir einn vottur þess : ‘‘Eitt af sannkölluðum búmannsþing- um Þorvaldar bónda á Þorvaldseyri má nefna hlöðu, sem hann lét byggja þar fyrir fáum árum og getur ekki slíka á voru landi íslandi. Hún er miili 50—60 álair á lengd og rúmar um 3500 hesta af heyi. Göng eru um þvera og endi- langa hlöðuna og svo breið, að teyma má hsyhest með klyfjum fram og aftur. Sáturnar eru undnar upp með vindu neðan af gólfi og alla leið upp svo hátt sem þurfa þykir,” — Ljóðmæli eftir ýmsa höfunda eru í þessu blaði, þýdd og frumsamin. Þar á meðal þessar stökur : “Hafnarvísa.” Þorsteinn Er- lingsson kvað : “Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera.” Jón Þorkelsson botnaði: “Því að allan andskotann er þar hægt að gera.” Fylgjandi staka segir blaðið hina síð- ustu er séra Páll skáldi orti: Eftir Bjarka. Seyðlsfirði, 9. Okt. Þerridagar þeir sem komu hér 24. til 26. Sept. komu í góðar þarfir, því hey var víða úti í sveitum, og fiskur allur naumast hálf þurr. Sá þerrir var þó of skammur til þess að verða að full um notum. og síðan hefir lengstum ver- ið þerri lítið þó oftast hafi verið gott veður og bjart með litlu frosti um næt- ur, þangað til sunnudaginn 4. þ. m. að hér rak á austan byl með stinnings stormi og snjóburði, sem stóð í 6 dæg- ur. Var þó frostlaust og endaði með krapa úrhelli. Hér er uú alt þakið snjó, og haglaust fyrir fé og farið að frysta. Fjársala þykir hér ekki góð í þetta seinasta sinn. Sagt að Slimon borgi hér sauði 12—14 kr. og að eins fyrir sauði af Jökuldal 16 kr. Tvö blöð af ‘Bjarka’, dags. 17. og 24. Okt. síðastl. bárust oss 16. þ. m. Þar segir svo frá hríðargarðinum, sem gekk yfir land alt 4. til 6. Okt.: Hér á firðinum var varla fært húsa á milli. og svo var mikið fannkyngi hér á vegum, að ferðamenn ofan úr Héraði voru heilan dag að brjótast við að kom ast upp úr firðinum með hestana og urðu loksað snúa aftur með alt saman. Fé fenti um allar sveitir og liggur enn í fönnum hundruðum saman. Það sýnist svo, Sem Skriðdalur hafi orðið verst úti, þar fenti grúa. Sagt að á Vað’ sé að eins tæp tvö hundruð eftir af sex, og að á Mýrum eitt hundrað eftir af fjórum. Bóndi einn á Jökuldal misti að sögn alt sitt fé. Likar þessu eru sögurnar víðar að. Maður varð útií Fellunum í þess- um byl, Þórólfur Stefánsson, vinnu- maður á Birnufelli. Með honum var Gísli bóndi Sigfússon og er sagt að hann bæri Þórólf lengi eftir að hann gafst upp að ganga. Loks varð hann þó að skilja Þórólf eftir örendan, og slapp sjálfur heim að eins lifandi og var þá svo yfirkominn að hann varð að bera inn í bæinn, nær meðvitundarlausan, og sagt hann liggi rúmfastur siðan. Frá því hríðinni slotaði var veður blíða á Austfjörðum alt til 16. Okt. Gekk þá á með landnyrðingsbyl og snjó kyngi. — Stórkaupmaður O. Wathne hafði gefið 500 kr. í jarðskjálftasjóðinn, Carl bróðir hans 250 og konur þeirra sínar 125 kr. hvor. Þessar tvær fami- líur hafa því alls gefið 1000 k. — Blað- inu segist um tíðina sem fylgir, 24. Okt.: “Einlægir byljir óaflátanlega og mesta skemdarveður hér eystra. Menn eru að brjotast við að koma kindum hingað til sláturs og útflutnings og er það ferðalag hin mestu harmkvæli bæði fyrir féð og mennina. Þetta er eins og Þorri væri, og þrælslegar þó. í því blaði er sagt að stjórnin setji fjár- veitingu til brúar á Héraðsfljót í fjár- lagafrumvarpið, sem kemur fyrir þing næsta sumar. — Það er ætlast á að eignatjónið af völdum jarðskjálftans í Árness- og Rangárvallasýslum nemi 300,000 kr. FRETTIR. hefir nú loks verið fangaður, þó ekki fyrri en hann hafði drepið 4. manninn, —einn af varðliðinu vestra. Þessi vondi unglingur er nú í haldi i McLeod í Alberta. Parísarblaðið ‘Figaro’ segir að Bis marck hafi opinberað leyndarmálin,sem svo mikið hefir verið rætt um, í hefnd- arskyni. Að hann varð að víkja um árið á að vera að kenna undirróðri Victoriu ekkjufrú Friðriks keisara og móðir Vilhjálms keisara. Hafði Bis- marck þá átt að lofa að hefna sín síðar. og það hefir hann nú efnt. Bandaríkjastjórn hefir að sögn á- kveðið að reyna gufuknúða vagna, eða ef til vill, vagna knúða með þrýstilofti, til að flytja pósttöskur um New York, að og frá pósthúsinu. ‘Vinnuriddarar’ í Baudaríkjum vilja fá samþykt lög á næsta þjóðþingi um tekjuskatt undantekningarlaust á alla. Fáist ekki þetta ákveður fólagið að koma upp sérstökum pólitiskum flokki, er ílytji þetta mál í héruðunum. Félag er komið á laggirnar í New York til að keppa á móti Vanderbilts járnbrautarfélögunum um flutning [á kornmat og jarðargróða úr miðríkjun- um til New ‘York. Félagið ætlar að hagnýta vatnsfarvegi sem mest og bezt. Bryan forsetaefni er á ný byr jaður á sókninni gegn gullinu, sókninni sem væntanlega Verður 4 ára löng. Flutti tvær ræður um það'efni sama daginn. í Lincoln, Nebraska á laugardaginn. LaUGARDAG. 14. NÓV. Hon. Edward Blake hefir lofað að gefa hundrað pund sterbng ($500) á móti hverjum £1000, sem safnast í þjóðvinasjóð íra, þangað til £25,000 eru fengin. Hefir þá Blake einn gefið $12,00. Ófriðlegar fréttir berast frá Was- hington nú á hverjum degi. Er sagt að Spánverjar séu búnir að senda til Cuba allan sinn herflota og allar sínar fullkomnustu fallbyssur, í þeim tilgangi einum að beita þeim gegn Bandaríkj- um. Bandarikjastjórn er í millitíðinni að búa flota sinn og hefir að sögn gert samuing þess efnis við hlutaðeigandi járnbrautarfélög, að hún á einum sól- arhring geti sent 70,000 hermanna suð- ur að Mexicoflóa. McKinley og M. A. Hanna eru orðnir saupsáttir. Hanna stýrði kosn- ingasókninni fyrir McKinleys og er nú alt af síðan gumað af honum og honum einum þakkaður sigurinn. McKinley eirir því illa og er það svo opinbert orð- ið, að hann hefir neitað að vera í veizlu, sem Hanna var haldin í Cleveland, Ohio. Síðan Bandaríkjakosningarnar fóru fram hafa 30,000 manns fengið atvinnu í verbsmiðjum, sem áður voru lokaðar. MÁNUDAG, 16. NÓV. Meðal annara fregna úr Norðurálfu er skýrt frá, að fræðímaður einn á íta- líu. Mosso að nafni, sé búinn að fallgera vog sem mælir huga manna, sýnir hvort maðurinn hugsar mikið eða .Iítið. Þess meir sem maður hugsar, þess meir streymir blóðið til höfuðsins og það er blóðrásin eiginlega sem vogin mælir, og er hún sögð svo nákvæm, að hún hafi sýnt hvað mikill munur er á áreyasl- unni af að lesa grískuog latínu. I dag í fyrsta skifti eru rafmagns- vagnarnir á strætunum í Buffalo, N. Y., knváðir með vatnsaflinu í Niagara- fossinum, sem umhverft er í rafmagn við fossinn og flutt þaðan til bæjarins. I tilefni af því, að Venezuela-þræt- an er um það útkljáð fyrir tilslökun Breta, halda Norðurálfublöð því fra.m, að Bandaríkjastjórn einhverntíma kom ist að því, að ábyrgðin sem hún hafi tekið að sér i sambandi við Suður-Ame- ríku verði nokkuð dýr. “Umtalsmálin eru hvurt úr mér sálin dæmist, og hverjir Pálinn bera burt þá banaskálin tæmist.” Skrá yfir menn utan Winnipeg-bæjar, sem tekið hafa að sér að veita móttöku (og senda féhirði nefndarinnar hér í Winni- peg) peningasamskotum í hjálparsjóð handa þeim í Árness- og Rangarvalla- sýslum er biðu tjón af jarðskjálftunum síðastl. Ágúst og September: Kristján Abrahamsson, Sinclair, Man. Pétur Bjarnason, ísafold, Man. C. Benson, Ladners P. O., B. C. DAGBÓK. FIMTUDAG, 12. NÓV. Transvaalstjórnin í Afríku hefir að sögn ákveðið að hefja skaðabótamál gegn Suður-Afríkufélaginu brezka.— Kruger gamli vill hafa $5 milj. skaða- bætur fyrir áhlaup Jamiesons í fyrra. Eftir fregnum frá Rómaborg að dæma ætlar Leó páfi 13. að herða betur á strengjunum í Bandaríkjum. Erind- reki hans þar, Satolli, hefir kært mik- ilhæfa embættismenn kyrkjunnar í Bandaríkjum fyrir villutrúarprédikun. Meðai þeirra villutrúarmanna eru þeir Ireland erkibyskup i St. Paul, Minn., og Keane byskup í Washington, for- maður hins kaþólska háskóla í höfuð- VEITT HÆSTU VERÐLAIIN A HEIMSSÝNINGUNN DR BAHING POWDfR IÐ BEZT TILBÚNA óblðnduð vínberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára ’-eynslu. borginni. Keane hefir verið vikið úr þeirri stöðu, en Satolli segir að kenn- ingar hans séu þar eftir og hafi fest sér rætur. Af þessu leiðir að Leó karlinn ætlar fraravegis að hafa taumhaldið sjálfur. Það er nú liðið rétt um það eitt ár síðan sagt var að stríð væri í vændum á hverri stundu milli Bandaríkja og Spánverja. Sú saga er nú komÍD á kreik aftur. lj milj. manna á Indlandi er sagt að séu allslausir og upp á annara hjálp komnir til að halda Kfi. FÖSTUDAG, 13. NÓV. Charcoal, ‘eða öðru nafni “Bad 1 oung Man” (vondi unglingurinn), In- díáninn í Alberta, sem fyrir nokkru var getið ura að hefði drepið 3 manneskjnr, Það er ekki ein bára stök hjá sold- áns-vesalingnum. Kvennabúr hans alt er í uppnámi og tvær vinur hans flúnar —Armeníustúlkur báðar. Eru ófundn- ar enn. Itnck-Aehe, Fnec-Ache, Kclatlc rninM, XcurulKlc Pains, Pain in thc Kide, etc: ^ Promptly Kelieved and Cnred by ? The “D.&L.” Menthol Plaster navtnr uwtd yotiT D. A L. Menthol Plaater for $overe pain ln the back and lumbago, 1 unheeitatlnf'Iy recommend lame as a safe, ■ure and rapid remedy: In fact, they act liko majfic.—A. Latointx, Elizabethtown, Ont. Prlco Wc. DAVIS & LAWRENCE CO.f Ltd. Proprietors, Montreal. ÞRIÐJUDAG, 17. NÓV. Barney Barnato, þúsund (?) miljóna eigandinn úr Afriku, hefir keypt fjölda af gullnámum í grend við Skógavatn og Rat Portage, Ónt. Hvalaveiði brást algerlega við Ný- fundnaland síðastl. sumar og haust, öldungiseins og þorskaveiðin. Tveir drengir. 17 og 18 ára, í Ellen- dale, N. Dak., hafa verið fundnir morð- sekir og dæmdir i æfilangt fangelsi. Ómuna rigningar á Kyrrahafsströnd- iani on þar af leiðandi flóð í ám og vötn um. Lestagangnr á járnbrautum sum- staðar teptur þess vegna. Um miðbik Klettafjalla er snjófall ómunalega mik- ið og alt austuryfir fjöllin. Jarðskjálftavart varð í Calgary og víðar i Alberta á mánudaginn 9. þ. m. Stórorusta er sagt að hafi verið háð á Cuba undanfarna daga, en fróttir þaðan eru ófullkomnar. Þó yirðast þær benda á að Cubamenn megi betur. Lestagangur algerlega heftur sök- um snjóþyngsla í Klettafjöllunum í grend við Spokana Ealls í Utan. Þang- að hefir engin lest náð nú meir en sól- arhring. Skeyti frá Seattle segir að C. P. R. séeina félagið, sem haldi þar uppi lestagangi austanyfir fjöllin. Stórveldin eru nú að ráðgera að taka völdin fráTyrkjum, en skipa nefnd til að ráða ríkl í nafni Soldáns. Skrá yfir nöfn þeirra, sem gefið hafa peninga í sjóð til hjálpar því fólki í Árness- og Rangárvalla-sýslum á íslandi, er urðu fyrir tjóni af jarðskjálftum, í Ágúst og Septembermán., 1896: Áður auglýst $221.30 Guðrún Thomson Winnipeg 1,00 Vilborg Johnson “ 1,00 Sesselja Jónsdóttir “ 1,00 Kristbjörg Tait “ 1,00 Agnes Steinsdóitir “ 25 Árni Jónsson “ 25 J. J- Bartels, Dongola, Assa. 1,00 Gísli Jónsson, Keewatin, hefir safnað $13,25, sem fylgir : Jón Pálmsaon, Keewatin, Ont 2,00 Mrs. Th. Pálmason “ “ 1,00 Hafst. Sigurðsson “ “ 2,00 Hjálmur Thorsteinson “ “ 1,00 Bjarni Bjarnason “ “ 1,00 Þorsteinn Kristjánsson" “ 1,00 Kristín Jónatansdóttir “ “ 1,00 Pétur Árnason “ “ 1,00 Ónefnd “ “ 25 Þorkell Magnússon “ “ 1,00 Bjarni Guðmundsson “ “ gðO Gísli Jónsson “ “ 1,00 Sigurður Jóhannson. Keewatin, hefir safnað $10, sem fylgir : Jón Magnússon, Keewatin, 1,00 Sigurður Pálmason “ 1,50 Ónefndur * “ 50 Magnús Jónsson “ 3,50 Guðmundur Thorarinson “ - 1,00 Jóhann Sigurðsson “ 50 Sigurður Jóhannsson “ 2,00 B. F. Helgason, Vernon, B. C., Hefir safnað $5.50, sem fylgir : B. F. Helgason, Vernon 1.00 Einar Th. Eymundsson “ 1.00 Joseph Johnson tt 2.00 Einar Guðnason <i 50 John Anderson t! 1.00 Samtals : $255.55 Winnipeg, 17. Nóv. 1896. H. S. Barðal. Að vera sinn egin lista- maður. f Ilvert barnið getur brúkað Diamond-liti. Þú getur gylt, forsilfrað, bronzað eða koprað körfur, myndaumgerðir, myndir, gasker, lampa, húsbúnað aflan og myndastyttur, með því að hafa Gold Silver, Bronze and Copper Diamond Paints, sem búið er alt saman til af eigendum Diamond Dyes. Með Diamond Paints getur þú látið gamla liluti líta út sem nýja. Engir 50 centa litir eru betri og fáir jafngóðir og þeir. Með 10 centa böggli af Diamond Paints og flösku af Diamond Paint Liquid getur hvert barnið tvöfaldað í verði hvað eina af skrautgripum í hús- inu. Þegar þú kaupir eittbvað af Dia- mond Paints, þá kauutu um leið flösku af Diamond Paint Liquid með stórum úlfaldahársbusta fyrir 10 cent, í flösku hverri er nóg til að blanda saman við tvo eða þrjá böggla af litunum eða mál- inu. VÖRU=UPPLAG 25 til 30,000 dollara virdi ! ^esw^örafl^erð^a^eyasM^i^n^ár. Og til þess að það geti orðið þarf ein- einhversstaðar aðtaka æði djúpt í árinni. Vérmegum til með að fá inn peninga og sé hægt að hafa þá saman með niðursettu vöruverði, þá stendur ekki á því. Samskonar vörur hafa aldrei fyr verið seldar í Winnipeg með því verði, sem vér nú bjóðum. Komið inn og látið reynsluna sannfæra yður. i j I Ctí ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ tí tí5 Ov o & p tí <: 0: <-í tí : : : : ♦ ♦ rs QX 1—•• P : ♦ ♦ ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦: Skófatnaðar-upplag. Yfir $6.000 virði af skófatnaði allskonar. Rubber-skór, yfirskór, "Moccasins,” flókaskór, fyrir karla, konur og börn, — þetta fyrir veturinn. Að auki allar tegundir af leðurskófatnaði fyrir unga og gamla, úr fínasta geitaskinni eða grófustu uxahúðum, eftir vild hverg eins. Fatnaðar-deildin. Yfir $10.000 virði af karlmannaog drengjafatnaði. Loð- kápur og alullar yfirkápur. Alfatnaðir, nærfatnaðir, ótal tegundir. Milliskyrtur, sokkar, vetlingar, húfur, og yfir höfuð alt sem að karlraannabúningi lýtur. Aldrei betra tækifæri að velja úr en einmitt nú. tvíbreitt á $1 og upp yard—afbragðs verð. Tími vinst ekki til að telja meira, en nóg er til af bolum allskonar á 35 cents upp, sirz, ginghams, muslin, flos, flðjel, silki, borðum og kantaböndum o. s. frv. Smávöru-deildin. Það vinst ekki tími til að teija alt sem er á boðstólum í þessari deild, en rétt sem sýnishorn má nefna hárbúnað kvenna, svo sem : hárnet, kamba og prjóna; brossiur, lokuprjóna, títuprjóna, bandprjóna; allskonar skraut- hnappar og almennir hnappar, perlu-trimmings, allavega litt, selt í yarðatali, og í ‘setts’, blanséttur og allskonar bolspengur o. s. frv. Kvennbúnings-deildin. Yfir $4.000 virði af allskonar kvennbúningi. Jakkar, prjónapeisur, morgunkjólar, húfur, hanzkar og herðaskýl- ur úr grávöru, með ýmsum \itum og á öllu verðstigi. Sjöl og treflar, nærfatnaður, sokkar, vetlingar o. s. frv. Enginn vandi að gera öllum til geðs. Álnavöru-deildin. Yfir $6000 virði af álnavöru allskonar úr alull, hálf-ull, bómull. Kjóladúkar stykkjóttir, einlitir og með öllum lit um, einbreiðir og tvíbreiðir. Flanelette frá 5 cents og upp yd. Flannel frá 12J cts. upp yard, æðardúnsklæði,— ekkert því hkt í barnakápur, á 50 cts. yard; ‘Beaver’ klæði 5pecial ! Nœstu 30 daga höfum vér ákveðið að selja vorar tvíhneptu, húðþykku vetrar- alfatnaði úr ‘-friese.” “serge” og “tweed” með stór-aíföllum, svo sem: Hjá öðrum $10, $12 og $16, — hjá oss $7, $9 og $11. Yfirkápur sem aðrir selja á $9, $11 og $16, seljum vér á $6 50, $8 og $12. ÞettiT verð stendur mánuðinn út, ef upplagið endist. G. JOJHNSOJsl, Suð-vestur horn Ross Ave. og Tsabel Str.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.