Heimskringla


Heimskringla - 19.11.1896, Qupperneq 2

Heimskringla - 19.11.1896, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 19 NOV. 1896. ■^•••••••••••••••••••••e m Heimskringla j PUBLISHED BY The Heimskringla l’rtg. & PnM. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. • •0« Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum. •• •• EGGERTJOHANNSSON EDITOK. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : • Corner Ross Ave & Nena Str. • P. O. Box »05. 2 Ölfusár-brúin. Eins og menn minnast var þess get- ið meðal lausafregna, og haft eftir dönskum skipsmönnum, að í jarðskjálft- unum hefði Ölfusárbrúin alveg farið. Fylgjandi grein í Þjóðólfi, dagsett 12. Okt. síðastl., sýnir, sem betur fer, aðlít- iö er hæft í þeirri sögu : “Þá er nú svo langt komið, að lokið er við aðgerð á Ölfusárbrúnni, og verð- ur ekki annað sagt, en að það hafi vel tekist, eftir þvi sem hún leit út í fyrstu. Eftir allri grjót og cements-vinnu leit Erl. Zakariasson, vegabótastjóri, Tr. Gunnarsson bankastjóri brá sér hingað austur og sá um smíði á undirviðum á trébrúnni, og var svo greiðlega unnið að þeirri viðgerð, að umferð með hesta tept- ist að eins 3 daga. Til viðgerðar Ölfus- árbrúnni tók Erlendur 12 menn af vinnuliði sínu, auk þeirra unnu og 2 smiðir og fleiri, sem að flutningum störf- uðu. Allur viðgerðakostnaður á brúnni fer nálægt 980 kr. Til viðgerðar á múr- verki á stöplum fóru um 20 tunnur ce- ment, og talið að meira hefði til þurft, en meira var ekki fáanlegt á Eyrar- bakka. Til ísteypu í atkerisstöplana fóru nálægt 12 tn.. þó nokkuð eftir ó- steypt, sem í vantaði. Skemmdir á veg- inum frá Hellisherði austur að brú hafa ekki orðið neitt stórkostlegar; voru það helzt rennur og kampar undir trébrúm, sem hrundu, enda var gert við það alt á mjög stuttum tíma og mun kostnaður við það með kaupi 6 verkamanna, sem að því unnu, um 160 kr, Á litlum kafla fyrir neðan Ingólfsfjall hefir vegurinn sigið, þar sem mýrin er blautust, en þó vel fær eftir sem áður, og að öðru leyti ekki skemmdur. Nú eru allir í óða önnum að byggja upp bæi sína, en lítið farið að eiga við fénaðarhús enn. Hér í Sandvíkurhreppi og enda víðar mun helzt vanta vinnu- kraft, því um þessar mundir eru réttir og smalamennska, enda á sumum heim- ilum ekki nema bóndinn einn, sem að moldverkum getur unnið svo teljandi sé. Þessi áðurnefndi hreppur var fyrir hrun- ið einn af bestu hreppum sýslunnar, en er nú eflaust hinn lakasti, þegar litið er til býlafjðlda, því við nákvæma skoðun, sem hér fór fram f.yrir stuttu, kom það í Ijós, að 16 býli eru alveg hrunin, 30 stórskemd, 5 lítið eða ekki skemd, og er nú alt talið. Víst verður ekki annað sagt, en að verkamenn þeir, sem ganga milli Sandvíkur og Hraungerðishreppa og voru léðir úr vegagerðarflokknum, geri mikið gagn, en 6 menn geta ekki nærri nægt í 2 hreppa ; aðrir 6 menn fóru úr sama flokki í Ölfusið og hafa það eitt til yfirferðar, enda er þörfin fyr- ir því söm þar. Þrátt fyrir þetta eru sumir hinna efnaðri og atorkusamari búnir að byggja upp meiri hluta af inn- anbæ jarhúsum. Rétt í því að óg er að enda þessar linur, fer hinn svo nefndi Barnavagn hér hjá, fullfermdur af börnum fátæklinga og annara, sem hús sín hafa misst, og var mér sagt, að þetta vaeri 5. vagninn héðan úr sýslu, er færi með barnafarm til Reykjavíkur. Ég get ekki dulizt þess, að ýms orð flugu fyrir í fjölmenni því, er við var, um það, að Eyrbekking- ar mundu nú, eftir öllum ástæðum, hafa átt eins hægt með að taka, þó ekki hefði verið nema 4—5 bðrn, eins og Seltirn- ingar og aðrir sunnanmenn, eftir öll fiskileysis og bágindaárin, — eða þá ljá nágrönnum sínum vinnustjTk fyrir sanngjarna borgun,—það kann að verða siðar, en bráða-þörfina er mest að meta. Hins vegar sagt hefir verzlunarstjórinn þar, P. Nielsen, hjálpað stórkostlega, lánað út timbur svo þúsundum króna skiftir, sömuleiðis tjalda-efni víða um * sýsluna o. fl. Vegna alls þessa var hætt við byggingu á stóru og vönduðu ishusi sem hlýtur að koma sér mjög bagalega. Sagt er og, að hreppstjóri Guðm. ísleifs- son hafi sent 7—8 verkamenn austur og ábyrgst þeim sanngjarna borgun. Selfossi, 28. Sept. 1896. Símon Jónsson. Hvöt til Landnámu, og drög til ættartölubókar íslendinga i Ameríku.. Eftir Gunnar Gíslason. “Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða”, sagði eitt þjóðskáld okkar, og er það sannmæli. Það er svo margt ótalað, sem ætti að tala um, bæði í ræðum og ritum. Menn gæta oft ekkiað því, hvað nauðsynlegt er eða þarflegt fyrir komandi kynslóð. Það hefir oft orðið, og verður enn, að ýmisleg málefni eru miður aðgætt og hugleidd, en vera ber, og þó þekkja flestir spakmælið: “Viturt orð í tíma talað er betra en mörg orð töluð í ótíma’. En það eru lika margvislegar skoðanir manna á sama málefni, því “sínum augum litur hver á silfrið . En mér finst að eitt málefni, sem ég áður hefi vakið athygli á, og átt tal um við ýmsa málsmetandi menn og konur og fengið góðar undirtektir, hafi enn ekki verið \ nógu rækilega hugleitt. Og þetta málefnier það, að íslenzka þjóðin, sem flutt hefir til Ameríku frá sinu gamla föður- og fósturlandi, gengi í nokkurskonar félag, til að stofna land- námsbók yfir þá íslendinga, sem komn- ir eru vestur og tekið hafa land, eða ut- vegað sér aðra staðfestu. Því nú sýn- ist vera kominn mjög hentugur tími til þess og mátulega langur frá því land- nám byrjaði hér. Heimskringla vakti fyrstmáls á þessu alvarlega málefni fyrir nokkrum árum, en fékk lltlar und irtektir. En eins og þjóð okkar veit, semkaupir og les íslenzku blöðin hreifði ég vessu málefni á Þjóðhátíð ok|^ ísiendinga 2, Ágúst 1895, ög fær^; þar nokkur rök fyrir hvað þetta væri nauðsynlegt og mætti ekki drag- ast, ef vel ætti að fara. Þessi uppá- stunga fékk á samkomunni hlýlegar meðmælingar, að þörf væri á þessu, og Heimskringla mælti með því. En sið- an hefi ég ekki orðið var við neinar hreifingar nema það lítið sem ritað er í þessa árs Lögbergs Almanak herra 01- afsÞorgeissonar. Það er gott. en oflít- ið, En mjór er stundum mikils visir. Mig furðar stóriega á, að ekki skuli fleiri hafa gefið þessu máli gaum opin- berlega. En kanskó margir hafi þá skoðun annarsvegar, að þetta málefni sé ekki svo nauðsynlegt, sem bæði eg og sumir aðrir segja, það sé alt annar hugsunarháttur nú í enda 19. .aldar, en var á 12. og 13' öld. þegar Landnáma var rituð. Ari prestur fróði Þorgilsson ritaði fyrstur Landnámu (1120) með tilstyrk hinna spökustu og minnugustu manna, er þá voru uppi, sem var Hallur Þórar- iosson í Haukadal, stórvitur og minn- ugur maður. Teitur fóstbróðir Ara var sá maður, er hann kunni spakast- ann og sagði honum marga fræði, sem hann ritaði síðan. Þorkell Gellirson, Þorkelssonar, sem átti guðrunu Ósvif- ursdóttir, var ættfræðingur langt fram, og Þuríður spaka dóttir Snorra goða var bæði minnug og óljúgfróð, og fleirl. Næst Arafróða ritaði Landnámu Sturla lögmaður Þórðarson, hinn vitrasti maður á sinni tíð, og jok við þar sem nauðsyn bar til, Þar næst ritaðí Land námu Styrmir prestur fróði—en sú bók er nú eyðilögð—. Haukur lögmaður Erlendsson ritaði síðastur landnámu um 1300 og segist hafa haft fyrir sér Sturlabók ogStyrmisbók. Af þessu má sjá að hver fræðimaður eftir annan rit- aði upp Landnámu og endurbætti hana því þeir hafa álitið bókina ómissandi undirstöðu bókmenta og vísinda seinni tíðar manna, eins og í sannleika er. Þetta var nú á lit forfeðra okkar. En til að sýna að merkustu vísindamenn 19. aldar eru eins skapi farnir, skal ég benda á, meðal margra, dr. Konráð Maurer. Hann segir svo: “íslendinga- bók Ara prests hins fróða er stutt ís- lendingasaga, er tekur yfir 250 ár, frá 870—1120 og telur alla hina mestu PAIN-KILLER THE GREAT Family Wedicine of tlie Age. Taken Internally, ItCures Diarrhcea, Cramp, and Pain /n the Stomach, Sore Throat, Sudden Colds, Coughs, etc., etc, Used Externally, ItCures Cuts, Bruiaes, Burns, Scalds, Sprains, Toothache, Pain in tlie Face, Neura/gia, fíheumatism, Frostcd Feet. No artfftl. rr-r atUlnod to »och imhoimdod poimtor- Itr.—Salem Obserrer. Wecanbear testimnny to the efflcacy of the raln- Killer. Wehareseen ita magic effect* ín •«K>tbmg tb« geverest pain, and know It tw k a good article.—cmcm- '^lfothlni/haB ?®t«nrp#**e<1 the Pain-Killer, which i* the most valuablÍB lamilj medicine now in use.—2ennesste ^íttaa* reul merit; as a meens of rnmoving paio, no medlcine has acquired a reputation equal to Perry Davis Pain-Klller.—Nevport Nevt. Beware of imitationa Liiy only the grennlne ‘ PEKSY DAVIS, ’ Öold cvorywhere; larpre tiottle, 25c. \<uj Urgc iMktlU' övc. og afleiðingadrjúgustu viðburði í réttri tímaröð. Bókin er allsherja saga, sem samin er af svo mikilli glöggskygni og heilbrygðum skilningi á þjóðrikismál- um og forðast öll aukaatriði, en segir skýrt og skarplega frá öllum meginat- riðum í sögu landsins”. Þetta er nu álit hins þjóðverzka ritkóngs íslenzkra bókmenta. Og þá er þessu líkur rit- dómur dr. Guðbrands Vigfússonar : 1' Landnámabók er hin mesta prýði bok- menta vorra og engin sögubók er oss jafndýrmæt sem hún. I sumri greín ættfræði væri meiri skaði að fyr- ir sögu (andsins að missa hennar einn- ar en allra hinna. Landnámabók er frumsaga landsins, og ýtarlegri frum-' sögu á engin þjóð. Þó ekki se til nema mjög fáar sögur úr ýmsum héruðum og alls engar úr sumum, þá vitum vér þó um allar höfðingjaættir á landinu frá landnámstíð og út í gegn, á þann veg séð, í hvaða ætt gekk öll heraðs- stjórn og fengið þannig aRherjar sögu landsins”. Það er enginn fræðimaður enn til á íslandi, sem ekki dáist að og hefirí æðstu metum bókmenta vorra Landnámu íslands, því hún fræðir oss um alla merkilegustu atburði þeirrar tíðar sem hún nær yfir og svo langt fram í foinöld norðurlanda nær hún, að engin mentuð þjóð á annan eins dýr- grip af bók, eins og Landnáma er. Mundi þá ekki koma líkt fyrir meðal komandi kynslóða ? Ætli það yrði ekki niðjum vorum til skemtunar og fróð- leiks, að lesa landnámssögu vora eftir 100 ár hér frá, hvað þá 1000 ár ? Mundu þeir ekki þakklátir forfeðrum sínum fyrir bókina ? Þó árlega sé ritað í dagblöð vor um fólksflutninga hingað vestur, þá er það svo tilkomulítið og ófullkomið, að eng- inn hefir verulegt gagn af því þegar frá iíður. Blöðin eyðileggjast dagsdag,lega hjá flestum, og svo verður þessi léTega frásögn— sem sjaldan er meira en fólks- talan í þeim og þeim flokki — hulin i rústum hverfandi tíðar. Öðru máli væri að gegna ef bók væri samin um burt- flutmnga frá íslandi og í henni lýst ná- kvæmlega: Hver kom, hvaðanhann var ættaður, hveirar stéttar hann var, hverjir merkis atburðir hefðu komið fyrir hann, hvar hann settist að hér, hvað hann tók sér fyrir, hvað hann átti þegar hann kom, hvað hann ánú,hverja afkomendur hann átti og hvað varð úr þeim o, s. frv. Þetta gæti verið bæði fróðleg og merkileg bók, og einkar þarf- leg fyrir framtíð hinnar íslenzku þjóðar, or mundi varla í minna afhaldi og met- um hjá kné-runnum landnámsmanna vestau hafs. en gamla Landnáma-bók er nú austan hafs. Væri það merkilegt, að þessi fámenna og fátæka þjóð ætti slíka kjörgripi í bókmentumsínum fram yfir ailar metaðar stórþjóðir heimsins. En þó vér höfum hér að framan t^il- að um að nauðsynlegt væri að rita land náma-bók, þá segir það sig sjálft, að hún þarf að vera rökstudd af nokkrum ættartölum, svo að eftirtíðarmenn geti áttað sig á því, af hvaða kynþætti þeir séu sem land hafa numið her í Ameríku. Svo hefir ættfræðin verið rótgróin hjá sagnariturum gamla íslands, að allar hinar íslenzku sögur hefjast með ættar- tölum, og sýnir það, hvað söguritar- arnir hafa glöggt auga fyrir því, að leiða menn sem ljósast inn í efnið, og sýna sem bezt afstöðu hvers einstaks mans við samtíð sína. En láta menn ekki detta niður í frásögnina “eins og hríðarkorn úr heiðríku lofti”. Á meðan hin forna sagnaritun var i blóma sínum, hélst við ættfræðin jafn- framt, og má nafngro;nn !,ér nokkra af þeim, auk þeirra sen. o voru taldir, sem hafa verið gjö r I fornaldar ættartölum : Á 12. < r Ingimundur prestur Einarssou á J; , hólum, Styrk- ár Sigmundarson og; : 'ingeyramenn. Á 13. öld: Kolsker ritri, Styrmir prestur fróði, Sturla <aður Þórðar- son og Ólafur Hvítao l-i liróðir hans og fleiri Sturlungar. Á *. öld: Haukur lögmaðar Erlendsson. •< > kús á Melum, Mela Snorri og Þorste Böllóttur son- ur hans, ábóti á Helga.iúi., Einar prest- ur Hafliðason og fleiri. Hinmikla ættfræði fornaldarinnar kemur stórkostlega fram í Landnámu og Sturlungu, og er það mjög eðlilegt því bæði þessi merkilegu rit hafa gengið í gegnum hendur flestra þeirra, manna, sem lærðastir voru á 12., 13, og 14. öld, og aukin og endurbætt eftir því sem einn vissi öðrum betur. Þeir dagar fornaldarinnar yrðu æði myrkvir fyrir sjónum nútiðarmanna, ef hinir gömlu sögumenn og ættfræðingar hefðu ekki skýrt svo ljóst og vel frá öllum þeim ættum og atburðum, sem máli skiftir að vita um. Um og eftir miðja 14. öld fer að halla ættfræðinni fornu eins og annari • ö O O Q 9 9 0 9 9 9 9 'RelieffoT■ ; ^LiLTtg 9 v'Trozíbles • : ii' rin uMTireinw. EMULSION In COimJMPTIOJí *nd »11 MJHO & 1U9SAS£I« M2*ITTlNO OF BLOODi Q COIT.U, LOHH OF APPETITE. ^ ® OEniLITY. th« Iwnfllhor (kto • ^ artlcle aro mont inanifcMt. 0 By thnald of Tho “D. & L." Einulsion I hav© »ot A rid of » hActtng couflfb whlch had troublod me for 9 over » yettf, and hnv« gRinod conaiderably in • wvÍEht. 1 lliced thli EmuUion *o w«il I waa t'ÍAd a wlieu tbe timo canio around to take it. w 0 T. H. WINGHAM, C. E., Montreal ^ SU>c. nnd $1 per Bottle ® DAVIS & LAWRENCE CO., LlO., MoSTBtAL • e o e ® ® e o eeeee sagnaritan. Þó var ekki útdauð hin mikla fróðleiksfýsn sem einkennir hina íslenzku þjóð, og kemur það helst fram í annálaritun, og þá fóru margir að safna saman sem flestum sagnaritum og ættartöluskrám sem þeir gátu náð til Sem dæmi upp á það er hin afarstóra “Flateyjarbók” og “Vatnshyrna,” sem skrifaðar voru að tilhlutun þeirra Víði dalstungufeðga, Gissurar galla, Hákon- ar sonar hans og Jóns Hákonarsonar. En einmitt um þessar mundir, 1402 til 1404, dynur hin mikla drepsótt yflr Is- land, — hinn svokallaði svartidauði og eyðir hér um bil tveim þriðjungum af landsmönnum,— af fullum 120,000 verða ekki eftir nema um 40,000. Má geta nærri hve mikill fróðleikur hefir þar far- ið í jörðina með öllum þeim manngrúa sem þá dó; vita menn svo lítið um lands sögu næstu 170 árin. Hvernig ættfræð- inni hefir liðið á þessu tímabili er ekki hægt að segja með vissu, því það var þjóðvenja að hver lærði hana fram af öðrum sem ómissandi ættræknisfræði. En það er þó víst, að ættfræði um þess- ar mundir hefir ekki altaf sofið, því kyrkjan og kennivaldað hafði einlægt vakandi auga á, að ekki giftust eða ættu börn saman of náskildir karlar og konur. Engir fjórmenningar máttu eigast eftir kyrkjulögunum, enda svik- ust hinir samviskusamari og harðvítug- ustu byskupar ekki um það, svo sem Ólafur Rögnvaldsson og Gottskálk Niku- lásson, Hólabyskupar, og Stefán Jóns- son Skálholtsbyskup. Þó var ættfræð- in stunduð af þessum mönnnm sem nauðsyn kyrkjunnar, en ekki sem vís' indagrein, og því einmitt hvílir yfir öll- um ættum þessara alda mikil móða. Ef ættirnar voru ekki því meiri og merkilegri, þá skrifaði enginn ættfræði. En þegar hin svokallaða siðabót kom, sem þó hafði í för með sér ýmsa galla og ókosti, sem bæði útlendir og innlend- ir þvinguðu þjóðina til að taka á móti, þá fylgdi henni þó andleg hreyfing sem ýtti svo við mönnum, að þeir rumskuð- ust og mátti heita að þeir röknuðu úr roti. Var þá fyrsta verk þeirra, að þýða guðfræðisbækur af ýmsum tungumálum og frumrita sumar, til að geta haldið við hinni nýju guðfræði. En landssaga og ættartölur voru ekki nefndar á nafn. Þó kora á gang eftir siðabótina ættar- tala Jóns byskups Arasonar, eignuð sr. Sigurði Jónssyni á Grenjaðarstað. Og litlu síðar er samin hin fyrsta almenna ættartölubók (eftir siðaskiftin) af Magn- úsi Jónssyni prúða, sýslumanni í Bæ á Rauðasandi, sem þá var langmestur og bestur Röfðingi á íslandi í fornum stíl, (f 1591). Oddur byskup Einarsson, sem fyrstur safnaði íslenzkum handritum eftir siðaskiftin, hefir frelsað margt merkilegt frá algerðri eyðilegging; hann lét, eftir að hann kom til Skálholtsstóls, skrifa margan fróðleik frá stofni, og þar á meðal ættartölur frá 15. og 16. öld. Um 1600 ritaði Sæmundur Árnason frá Hóli í Bolungarvík, sína ættartölubók. Þorsteinn Magnússon á Þykkvabæjar- klaustri, í Veri, sýslumaður Skaftfell- inga (t 1656), hinn gagnfróðasti maður á sinni tíð, samdi ættartöluhók nálægt 1630, og vita menn ekki með vissu hvað um hana hefir orðið, en geta til að hún hafi lent í hendur séra Jóns á Lamba- vatni og hann fylt hana og haldið áfram því síðasta kona Magnúsar sýslumanns var dóttir séra Ólafs skálds Jónssonar á Söndum’. Séra Ketill Jörundsson, pró- fastur í Hvammi, (t 1670) hinn lærðasti maður, móðurafi og fósturfaðir Árna Magnússonar, Iprófessors, samdi ættar- tölubók, en ekki vita menn hvar hún er. Séra Þórður Jónsson, pi ólástur í Hítar- dal, var maður ágætlega vel að sér og bjó til ættartölubók og er saina um hana að segja. Árið 1680 gjörði séra Guð- brandur Jónsson í Vatnsfirði ættartölu- bók sína, og hefir hann að líkiudum stuðst við ættartölusöfn ættarinnar, svo sem ættartölubók Magnúsar prúða laDgafa sins, sú bók er enu til með hönd Ólafs Snókdalíns. Jóu Guðmundsson á Austfjörðum tók saman sina ættartölu- bók 1684 og tiieiukaði Jóui sýslumanni Þorlákssyui. Eu 1591 jók og umbætti þá bók, Sigurður Jónsson á Höskuld- stöðum í Breiðdal, og er hún nú í safni Árna Magnússonar. Séra Jón Ólafsson á Hvammi í Norðurárdal (t 1694) samdi ættartölubók. Séra Jón Ólafsson á Lambavatni (seih fyr er getið, f 1728), var fróður maður um margt og unni fróðleik, haun hefir ritað ættartölur og þar að auki bætt við og fylt upp ættar- tölubók séra Jóns á Lambavatni. Odd- ur, son Eiríks heimska. Oddssonar bysk- ups, annálaritari á Fytjum í Skorradal, t 1718, ritaði einnig ættartölur. Bene- dikt lögmaður Þorsteinsson, t 1738, safnaði miklum ættartölum sem enn eru til, og eru þær grundvöllur undir ættartölubók Jóns sýslumanns Espólins Jón Magnússon, sýslumaður, samdi all- mikla ættartölubók sem enn er til. Séra Jón Halldórsson, prófastur i Hítardal, (t 1736), safnaði ættartölum sem niðjar hans héldu fram og fyltu. Séra Ásgeir Bjarnason í Ögursþiugum, 1 1772, mik- ill fróðleiksmaður, samdi ættartölubók^ Séra Vigfús Jónsson í Hítardal, 1 1776. safnaði ættartölum og hefir fylt og auk- ið ættartölusafn föður síns. Séra Jón Helgason á Bjarnastöðum, sem dó úr hor í Reykjarmóðuharðindum 11784, var vel að sér i sagnfræði og ritaði ættartöl- ur sem enn eru til og Jón Espólín hefir notað. Hannes byskup Finnsson var manna fróðastur í sögu landsins'og bæði safnaði af stofni ættartölum og fyllti söfn frænda sinna. Magnús sýslumað- ur Ketilsson safnaði og ritaði upp ætt- artölur. Torfi Sveinsson, bóndi á Klúk- um i Eyjafirði, sem lifði fram yfir 1830, safnaði og ritaði upp ættartölubók á Pain-Killer. (PffRRY DAVIS’.) A £nre and Safo Remedy in everv case and every kind of Bowel Complaint is Pain-Killer. This is a true statement and it can't be made too strong or too emphatic. It is a simple, safe and quick cure for Cramps, Cough, Rheumatism,' | Collc, Colds, Neuralgia, Biarrhrea, Croup, Toothacho. TWO SIZES, 25c. and 50c. fyrsta fjórðungi þessarar aldar, og þar eftir söfnuðu þeir sínum ágætu ættar- tölubókum, Jón Espólín, Ólafur Snók- dalín og Steingrímur byskup Jónsson. Ættartölur Jóns Espólíns og Steingríms byskups ná yfir alt Wnd, Af þessu, sem nú hefir verið talið, má sjá, að ættfræði hefir verið stunduð af miklu kappi á íslandi síðan á ofan- verðri 16. öld, að hún var hafin af nýju, og þó hafa hér einungis verið nefndir þeir menn, sem með vissu hafa safnað nokkurs konar allsherjar ættartölum< . en þó eru hinir langtum fleiri, sem menn 'dta að hafa verið ættfróðir, og hafa mikið stuðlað að ættvísi, þó ekki séu eftir þá ættartölubækur, og skal hér nefna fáeina slíka ættfræðinga : Guð- brandur hyskup Þorláksson, t 1627. Það sýna morðbréfabæklingar hans af 1592, 1595 og 1608, að hann hefir verið mjög ættfróður. Arngrímur prestur Jónsson, lærði, f 1648. Séra Jón Eg- ilsson, Jón Gissurarson, Brynjólfur bysknp Sveinsson. Þorlákur byskup Skúlason, Björn Jónsson á Skarðsá, Gísli Konráðsson og Bjarni Gaðmunds- son (ættartölu-Bjarni). Þessir allir voru fróðir í ættartölum og landssögu Islands Páll Vídalín var ágætlega heima í ætt- fræði og landssögum sem öðru, og Hild- ur Arngrímsdóttir, móðir hans var allra kvenna ættfróðust á sinni tíð. Prófess- or Árni Magnússon var svo kunnugur íslandssögu, og íslenzkum bókfræðum að fornu og nýju, að slíks eru ekki dæmi fyr né síðar, og svo traustur og réttorð- ur, að það má kalla fádæmi. Finnur byskup og Hálfdán Einarsson voru prýð isvel að sér í sagnfræði og ættfræði. Jón Ólafsson frá Grunnavik var um fátt ófróður; hann var flestra manna eftir- tektasamastur á sinni tíð, og hafði stál- minni, enda var hann lærisveinn og fóstursonur tveggja hinna fróðustu á- gætis manna, Páls Vídalíns og Árna Magnússonar og gegnum rit hans, er mikið af lærdómi þeirra komið til nútíð- armanna, sem annars hefði glatast. Eiríkur Gislason í Skál á Síðu, dá- inn 1755, sonur séra Gísla á Krossi, Ei- ríkssonar prests og formanns, var ætt- fræðingur mikill. Sonur Eiríks í Skál var Gísli lögréttumaður í Flögu í Skapt ártungu og var Guðrún dóttir hans, d. 1814, gjörfróð um ættir. Hafði hún numið ættvísi af Eiríki afa sínum og Elínu dóttur séra Einars á Prestbakka, d. 1759, sem var vel ættfróð. Guðrún þessi var amma Seselju Jónsdóttir og nam hún margt af ömmu sinni. Sese- lia var fædd 1801; var hún móðir Jóns á Steinum, en hannnam aí móður sinni og ritaði síðan. En margt hafði Jón á Steinum frá gamla Jóni í Hamragöfð- um, d. 1868, Jón sýslumaður Jakobson d. 1808, var ættfróður og jókmörguvið ættartölubók Benedikts lögmanns Þor- steinssonar, en sonur hans Jón Espólín gerði það þó meira. Þessi mörgu dæmi sýna hAernig ættfræði hefir haldizt við fram á voi« d«ga. Á þe«sari öld hafa lika verið marg- ir ágæta vel að sér. þó |<eir liafi ekki ritað all-heijar ættavtöliir, svo sem Finnur Maguúbsou, Jón Sigurðsson. dr. Guðbrandur Vigfússon, dr. Gísl: Brynjólfsson, séra Sigurður Biynjólfs son Sivertscn á Ltskáluin og margir fleiri, sem nv’i i-ru dánii'. Aí konum á þessari öld luunu vem iiHtnkeiidustar í ættfræði JHólmfríöur Þorvaldsdóttir prófasts Böðvarssonar, kona Jóns al- þingismanns Guðmundssonar, og Krist in systir hennar. Af nú lifandi mönn- um hefir Jón Pétursson háyfirdómari* ritað mest í ættfræði og hefir safnað miklu til viðbótar eldri ættartölubókum og sýna athugasemdir hans við sýslu- mannaæfirnar og fleira, hve mikill af- hragðsmaður hann er í ættfræði eins og öðrum vísindum, enda mun ;hann eiga * Jón háyfirdómari var lifandi þeg- ar þetta var frumritað. G. G. Positively Cures COUGHS and COLDS in a surprisingly short time. It’s a sci- entific certainty, tried and true, soothing and healing in its effects. W. C. McCombkr & Son, Bouchette, Que., repórfc in a letter that Pyny-Pectoral cured Mrs. C. Garceau of chrOÐlc coíd in chest and broncliial tnbes, and also cured W. G. McComber of a loiiy-staiuiing cold. Mr. J. II. Hutty, Chemist, 528 Yonge St., Toronto, writes: ‘‘ As a general cough and lung syrup Pyny- Pectoral is a most invaluable preparatton. It has given the utinost satisfaction to all who have tried it, niany liaving apoken to rr.e of tho bonefits derived from its use in thcir families. It is sultable for old or yonng, b» ing pleasant, to the taste. Its salo with rne has becn wonderful, and I c:in always recoinmend it as a safo and reliable cough medicine. “ í-argc liottlc, 25 Cts. DAVIS & LAWRENCE CO.f Ltd. Sole Proprietors Montreal mest ættartöluhókasafn af nú lifandi mönnum á Islandi. Af yngri mönnum munu þessir nú .ættfróðastir : Hannes ritstj. Þorsteinsson, dr. Jón Þorkels- son yngri, ritstj. Valdimar Asmnndsson séra Einar Jónsson prófastur á Kyrkju bæ í Hróarstungu og séra Jón Jónsson prófastur á Stafafelli. Dánarfregn. 5. þ. m. þóknaðist algóðum [guði að burtkalla til sinna himnesku bústaða minn hjartkæra eiginmann-Ólaf Sig- urðsson eftir að eins tæpa 2 ára sam- búð. Þessi missir minn er mér þung- bær, því ég á þar á bak að sjá góðum og hjartkærum eiginmanni. Það er sviplegt og æfinlega stórkostlegt hrygð- arefni að verða að sjá á bak sínu ást- kæra ektapari og eftir jafnstutta sam- veru, eða rétt eftir að ánægju- og gleði- sólin hafði skinið litla stund. Blessuð sé minning hans. Gimli, 11. Nóv. 1896. Jakobfna Jóhannsdóttir. Ólafur sál. var fæddur 25. Júní 1871 á Ásbrúnum í Húnavatnssýslu. gForeldr- ar hans, Sigurður Guðlaugsson og María Jónsdóttir, fluttust til þessa lands árið 1876. Sama ár misti Ólafur móðursina, er dó úr bóluveikinni, var þá að eins 5 ára. Eftir það ólzt hann upp með föður sínum, sem varð að ganga honum í móðurstað, enda unni hvor öðrum mjög mikið. Það er því von að föðurhjartað hafi særzt djúpu sári við missir sonarins, þar sem hann er líka aldraður orðinn; harmur hans er þvi þungbær. Ólafur sál. giftist á ný- ársdag 1895 Miss Jakobínu Jóhannsdótt ir. Þeim varð eins barns auðið; er Jiað piltur og er tæpt ársgamall nú. For- eldrar Jakobínu eru Jóhann Jónsson og Þóra Sigáufedóttir, ættSð úr Hnappa dalssýslu. ÓIjtTur sál. dó aðheimili sínu Keldulandi í Viðinesbygð úr lungna- tæring. Um fleiri ár mun veikin hafa verið að búa um sig. í síðastl. Marz Tór hún fyrir alvöru að gera vart við sig. Leitað var til með lækningar, en ekkert virtist duga, alt sýndist' árang- urslaust. Hann lá ekki alveg rúmfast- ur nema 2 mánuði. Allan þann tima sem veikin var að vinna og fullkomna sitt verk, bar hann þær þrautir með stakri þolinmæði og stillingu. Ólafur sál. var búinn góðum hæfileikum ; var trúr til orða og verka, siðprúður gæt- inn og stiltnr. Hann var töluvert hag ur á tró. A meðal hinna, yngri missir hygðarlagið einn sinn bezta mann. Er hans mjðgsárt saknað af öllum sem kynt.nst honum. Hann rar jarðsung- iiiu 10. þ. m. í Gimli grafreit. Enginn preslur var viðstaddur. A heimili hins Játua, áður en kistan var borin út, hélt Mr. Jón Kjærnested góða og kjarnorða ræðu yfir hinum framfiðna. Einnig talaði hann nokkur vel við eigandi orð yfir gröfinni. Hra. Jóh. P. Sölmunds- son talaði einnig vel við eigandi orð yfir gröfinni. Við jarðarförina voru nær 40 manns, en hefði orðið töluvert fleira ef veður og færi hefði verið gott. Ymsir af vinum þess látna fylgdu honum til grafar, meðal þeirra var hans harm- þrungna ekkja og hálfbróðir. Öllum sem við jarðarförina voru var boðið til gildis í gistihús þeirra hjóna Vilhjálms og Seselíu og fengu þar beztu veitingar. Gimli, 11. Nóv. 1896. Jón Sigurðsson. ; * * * * * i,* “Ég hefi brúkað Ayer’s Cherry Ifc II Jn! !«««««»■ Pectoral i húsi mínu í 22 ár og H fD (1 H J C\Cf 11001] mæli með þvi við aðra, við kvefi |f II U III UK IIUOIIl og hósta og kíghósta. Hefi ekki k “ heyrt um eitt einasta dæmi þar » ---- hósta^^gar^1"* trUgð'St ^ k Maðurinn sem hæðist að því, er f vinur hans ráðleggur honum að ‘taka eitthvað við þessum hósta,’ heldur áfram að hósta þangað til annaðhvort að hann breptir skoðun sinni, eða breytir um jarðneskan bústað sinn í hinsta sinni. Það er annars undarlegt hve menn eru þráir og hve leugi þeir tefla á tvær hættur, þó heilsa og líf sé i veði, þegar þeir gætu fengið læknað hóstann, kvefið og lungnaveikina með nokkrum inntökum af Ayer’s Cherry Pectoral. * Þessi vítnisburður er fullum stöfum i Ayer’s “Carebook” ásamt hundrudum annara. Fsest ókeypis hjá J. C. Ayer Co», Lowell, Mass.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.