Heimskringla - 11.02.1897, Blaðsíða 2
HEI4S3KRINGLA 11. FEB 1897.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. & Pnbl. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til Islands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
••••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
* Office :
Comer Eoss Ave & Nena Str.
P. O. Box 305.
Labor Exchange.
Þegar & alt er litið er ekki neitt
nndarlegt þó ýmsir kynlegir kvistir
komi fram á þjóðlíkamanum, eins og
til dæmis fólagið sem ber nafnið
“Labor Exchange.” Órói og óþreyja
með ástandið eins og það er, fer vax-
andi ár frá ári í öllum löndum þar
sem alþýða er á því mentastigi að
kunna að bera eitt saman við annað
og meta að verðleikum þann mismun
sem fram kemur við samanburðinn,
Stjómlaus samdráttur alls og
allra og stjórnlítil eyðslusemi er ein-
kenni aldarinnar, að minsta kosti um
þvera og endilanga Norður-Ameriku.
Á fyrri árum aldarinnar unnu þhs-
undir einstaklinga það sem unnið er
nú í tíu verksmiðjum. Verkvélarnar
stóru og óendanlegu, sameiginleg
eign örfárra manna, knúðu þúsundir
eii^takli^nga til að leggja niður störf
sín og leita sér að nýjum verkahring.
P.kki þar með búið. Þar sem fyrir
fáum árum voru tíu sérstök iðnaðar-
félög, eða meir, þar er nú orðið eitt
ægilegt einveldisfélag. Verksmiðj-
uraar eru jafnmargar og áður, en
þær hlýða allar einu og sama lögmáli
lögmáli sem einn, tveir eða þrír ríkis-
menn segja að skuli gilda. Sama
gildir hvort heldur litið er á sam-
göngufæri eða verzlun. Gufuskipa-
félögin stóru svelgja í sig einstak-
lingana, sem gufuskip kunnaaðeiga;
járnbrautafélögin stóru verða æ stærri
og stærri, kaupa upp eina smábraut-
ina á fætur annari. Verzlunarfélög-
in stóru í bæjunum útrýma smáverzl ■
ununum einni á fætur annari, en
selja alt mögulegt undir einu þaki.
Fyrir fáum árum hneigðist alt að
því, að dreifa vörunum sem mest, að
einn seldi klæðnað, annar léreft og
dúka, þriðji skófatnað, fjórði járn og
varning allan úr því og þess kyns
efni, o. s. frv. Nú aftur á móti er
stefnan þveröfug. Hún er nú sem
sagt sú, að sameina undir einu þaki,
undir stjóm eins og sama félags, all-
ar mögulegar vörutegundir. Alt
þetta miðar til að þrengja kosti ein-
staklingsins, óbeinlínis, ef ekki bein-
línis. Vilji hann ekki sogast inn í
þessa félagshringyðu, hlýtur hann að
hröklast undan, flýja, og leita sér að
nýju starfsviði.
Alveg sami samdrátturinn er
sýnilegur og engu tilkomuminni, á
hvað annað sem litið er. í stjórn-
málum er ekki um annað að tala, en
fjötrum bundinn féiagsskap. Verka-
menn geta ekki þrifist nema með fé-
lagsskap og bændur eru alment farn-
ir að viðurkenna, að þeirra hagur sé
að meiru eður minna leyti kominn
undir því, að þeir bindist föstum fé-
lagsskap. Bændur og verkalýður
hafa að miklu leyti sameiginlegt mál
að flytja. Hvorutveggju þurfa að
verjast ágangi verzlunar, verksmiðju
og járnbrautarstórveldanna, er verða
nærgöngulli og áger.gari að sama
skapi og verkamenn og bændur verða
öflugri í félagsskapnum. Hver fund-
ur auðvaldsins — þessara þriggja fé-
lags-stórvelda — heflr sömu áhrif á
verkamenn og bændur eins og heróp
& stríðsmenn. Þeir herða enn meir á
sínum félagsböndum og það aftur
verkar sem ögrunaryrðl á auðvaldið.
Hver leikslokin verða, er ekki vel
greinilegt.
Hóllaus eins og þessi allsherjar-
samdráttur er, er eyðslusemin hóf-
laus ekki síður. Það er leitun á þeirri
stjórn, hvort heldur landstjórn eða
fylkissfjórn, sem ekki eyðir miklu
meira fé á ári hverju en hún inn-
heimtir. Enda smásveitastjómir eiga
meira en örðugt með að halda jafn-
vægi á tekjum og gjöldum á ári
hverju. Kröfurnar eru altaf miklu
meiri en eru efnin til að fullnægja
þeim. Hér í landi að minsta kosti
eru stjórnirnar í völdum eingöngu
fyrii tilstilli sinna sérstöku flokka-
Þeim flokki er stjórnin þess vegna
svo háð, að hún hlýtur að gera sem
hann segir fyrir, eða sleppa allri von
um framhaldandi völd. Nauðug,
viljug verður hún þess vegna að upp-
fylla sem mest af kröfum flokksmanna
sinna á ári hverju. Skorti hanaefm,
—hrökkvi ekki tekjumar, sem sjald-
nast er, — þá er ekki um annað áð
gera en taka peninga til láns, þessa
upphæðina í ár og hina hitt árið. Og
hvefnig sem hún keppist við að taka
til láns, getur hún þó samt aldrei upp-
fylt hinar óþrjótandi kröfur eins ört
og alþýða æskir og vill. f nýbygð-
um héruðum er þetta eðlileg afleið-
ing af ástæðunum. Þeir sem flytja í
þau eru vanir öllum þægindum, sem
þéttbygðum héruðum og löndum
heyra til og þeir heimta þau þægindi
í sinni nýju bygð. Það er hagur
hlutaðeigandi stjórnar að héraðið
byggist og til þess það verði aðlað-
andi þarf hún að hjálpa til að byggja
þjóðvegi, gera við vatnsfarvegi og
viðhalda þeim, bvggja járnbrautir
eða veita þeim ríflegan styrk sem fé
vilja leggja í slíkt, auk svo óendan-
lega margs annars sem fylkis, bæja
eða sveitastjórn þarf' að gera fyrir þá
menn eða þau félög sem bjóðast til að
koma á fót arðberandi atvinnustofn-
un í héraðinu. Þessi gangur er eðli-
legur og að virðist ekki um annað að
gera, ef nokkuð á að ganga og reka.
Eigi að síður heflr alt þetta illa enda-
lykt. Mennirnir sem lána stjóminni
peninga til að mæta gjöldum sínum,
eru ekki ósjaldan hinir sömu sem
byggja járnbrautirnar o. s. frv., og
stjórnin er að taka fé til láns til
að borga, að svo miklu leyti sem ó-
numið land þykir ónóg borgun eða
er ekki til. Af þessu leiðir að stjórn-
in verður ósjálfrátt háð auðvaldinu
ekki síður en flokksmönnum sínum.
f stað þess að verja lýðinn fyrir á-
gengni auðvaldsins, verður hún sjálf
vanmátta herfang auðvaldsins, enda
verkfæri þess til þess enn meira að
þrengja kosti lýðsins, — auka skatta
og skuldir og svifta einstaklinginn
tækifærinu til að eignast lándið ó-
keypis.
Hinn nafntogaði auðmaður Jay
Gould var enginn sérlegur spekingur
að frádregnu frábæru viti til að
græða. Þó var hann svo skarpsýnn,
að því er framtíð jámbrauta snerti,
að spá því fyrir eitthvað 20 árum síð-
an, að samdráttur smábrautanna í
kerfi undir einni stjórn mundi halda
áfram þangað til stjórnin neyddist til
að taka við stjórn allra járnbrauta í
landinu á sama hátt og stjóm Breta
ræður yflr öllum telegrafþráðum á
Bretlandseyjum. Það þarf ekki að
taka það fram, að hvað járnbrautirn-
ar snertir, eru þeir óðum að fjölga,
sem hafa þá skoðun að heppilegast
væri að járnbrautir allar, eins og
þjóðvegir allir og skipgengir vatns-
farvegir, væru eign hins opinbera.
Það sýnist líka virkilega vera greið-
asti vegurinn til að verja alþýðu fyr-
ir hóflausu far- og flutningsgjaldi.
En svo er þá hættan á að undir eins
og stjórnirnar tækju að sér umsjón
járnbrautanna, yrði heimtað að þær
tækju að sér stjórn gafuskipanna og
allra skipa. Tækist það, því þá ekki
að taka við stjórn allra iðnaðarstofn-
ana,—kaupa allar verksmiðjurnar og
gera að þjóðeign ? Ef eitt einveldi
getur haldið tíu, tuttugu stórverk-
smiðjufélögum samvinnandi, því þá
ekki stjórnin ? Tækist henni að
stjórna verksmiðjunum og framleiða
vaming og selja fyrir minna verð en
áður, því þá ekki taka við stjóm
verzlananna, sem, eins og áður er
sagt, eru óðum að dragast saman í
feykilega stórar heildir ? Þannig
rekur ein spurningin aðra, ef út í
það er farið og það er ekki öllu auð-
veldara að segja nei við einni en
annari.
Það er skoðun ekki svo fárra að
þetta sé takmarkið eða eitthvað ná-
lægt þessu, eins og stefnan er nú.
Meðal þeirra sem það óttast, er Iler-
bert Spencer. Sem afleiðing af þess-
nm gjörvalla samdrætti, óttast hann
að það ásigkomulag sé í vændum, að
menn fái ekki að gera það sem þeir
helzt vilja, heldur megi þeir til með
að gera það sem þeim er sagt. Það
fyrirkomulag er honum ekki kært.
Hann ann einstaklingnum miklu
meira en heildinni og hefir miklu
meiri trú á einstaklingnum en heil-
um hóp. Það er skoðun hans, að því
að eins nái maðurinn sínu fullkomn-
asta stigi, því að eins geti hann notið
sín, að hann sé frjáls, sé sinn eigin
herra og öðrum sem allra minst háð-
ur. En það frjálsræði til að velja og
hafna er að miklu leyti farið, þeg'ar
stjórnirnar hafa fengið einveldisyáð
yfir öllum flutningsfærum, atvinnu-
stofnunum og verzlunum, m. m. Það
verður þá hver bundinn á sínum bás,
eða tjóðraður á sínum ákveðna reit.
Menn verða þjónar og meira ekki.
Sé fjöldinn andvígur þessari yf-
irvofandi þrælkun, þá er enn tími til
að afstýra henni. En þá þurfa samt
virkileg samtök og átök, ef alt í einu
á að snúa þvert úr leið. Við það eru
nú líka ýmsir að berjast, en af því
samtök vanta, verður lítið -ágengt.
Einn vill þetta ög annar hitt, hvað
meðferð og aðferð snertir, þó allir
vilji ná einu og sama takmarki. Sem
vott þess, að menn virkilega séu að
berjast í þessa átt, þarf ekki annað
en benda á framsókn Svissa í að svifta
stjórnina úrskurðarvaldi með því að
láta kjósendur sjálfa, en ekki þing-
menn, úrskurða þetta eður hitt þjóð-
málið, og jafnframt að láta kjósendur
úrskurða, hvort þetta mál skuli rætt
á þingi eða ekki. Yrði það alment
að þjóðirnar sjálfar réðu mestú um
gang þjóðmála, þá mundu bráðlega
þverra áhrif auðvaldsins á þingið, —
yrði þá einum flngri færra á kverk-
um þjóðarinnar. í Nýja-Sjálandi er
talað um og verið að gera tilraunir
til, að stjómin takist í fang lánveit-
ingar,—að hún taki lán gegn 3—3£%
afgjaldi og láni svo út innanríkis
gegn fasteignaveði og 5% afgjaldi.
Er því haldið fram, að með þessu
móti fengju landsmenn lánaða pen-
inga með helmingi betri kjörum en
alment er nú, og samtímis, að^gjjíði
stjórnarinnar af viðskiftunum yrði
svo mikill með tfð og tíma, að hún
þyrfti ekki að leggja annan skatt á
landsmenn. En svo stríðir þetta al-
gerlega á móti stefnu þeirra, sem
forðast vilja einvaldsráð stjómar á
einu eða öðru.
En svo maðnr færi sig nær, þá
er að athuga þetta einkennilega fé-
lag “Labor Exchange, sem vér ný-
lega skýrðum frá, hvar til hefði orðið
og hvenær. Tilgangur þess er óneit-
anlega góður og afreksverk þess á
svo stuttum tíma eru svo mikil, að
það er þess vert að gef-i því gaum.
Það er líka óðum að i eiðast, nýjar
og nýjar deildir að I a upp í einu
ríkinu á fætur öðru, o. .3 því er virð-
ist gengur öllum vel • . >. Það sýn-
ist hægt að læra mi;. ■ af þessu fé-
lagi, þó maður neiti ; ■ viðurkenna
allar þess kenningar ttar. Vita-
skuld má læra nokk nvegin það
sama af öllum félögui i öllum stöð-
um, en oss vitanlega Luiir ekkert í'é-
lag sem nú er við lýði sýnt eins vel
og þetta, hvað óendanlega mikið má
gera án peninga, með vinnu og vöra-
skiftum að eins, ef menn bara taka
sig til og vilja gera það.
í næsta blaði höfum vér hug á
að gefa lesendunum tækifæri til að
kynnast kenningum þessarar nýju
félagsstofnunar lítillega.
♦ Break Op a Coid in Time
BY USING
PYNY-PECTöRAL
The Qulck Cure for COUGHS,
COLDS, CROUP, BRON-
CEITIS, HOARSENESS, ctc.
Mrs. Joseph Norwick,
of 04 Soraui en Ave., Toronto, wrítes:
"Pyny-I’ectoral has never failed to cure
my children of croup after a few doses. It
cured myself of a long-standing cough ftfter
»*?v«ral other remedie* had failed. It has
ttlso proveil an excellent cough cure for my
fami y. I piefer it to anv other medlcine
fur coughs, croup or hoarscuess.”
II. O. Barbour,
of Little Rocher, N,B., writes :
••/1* a cure tor coughs Pyny-Pectoral is
the l>est selling medl< ine I have; my cua-
toiucrs will havo no other.”
Large Bottle, 25 Cts.
DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd.
Proprietors. Montreal
Efrideild Bandríkja-
þingsins
á ekki upp á pallhorðið hjá blöðunum
um þessar mundir. Þó þar séu auð-
vitað nokkrar undantekningar, þá er
hitt víst, að efrideildin heflr sjaldan,
ef nokkurntíma, fengið aðrar eins á-
vítanir og eins almennar, eins og hún
fær nú. Stafar það fyrst og fremst
af mótróðri hennar gegn sáttaréttar-
samningnum, en meðfram auðvitað
af ótal öðrum ástæðum. Það kemur
öllum fjölda Bandaríkjablaðanna
saman um það, að væri kjósendum
Bandaríkja gefið tækifæri til að segja
já eða nei við sáttaréttarsamningnum
mundu níu af hverjum tíu segja já.
Þetta segja blöðin að efrideildarmönn-
um sé meira en kunnugt, en þó gera
þeir alt sitt til, að virðist, að samn-
ingurinn verði að engu gerður.
Vottur um það, sem sagt er um
efrideild þjóðþingsins, um þessar
mundir, er eftirfylgjandi grein, sem
tekin er eftir St. Paul “Globe” :
“Svo margt Ijótt er sagt um efri-
deildina um þessar mundir, að menn
sem ekki athuga ganginn nákvæm-
lega, kunna að hugsa að efrideildin
fái góðum mun rneira en sinn rétta
skerf af ávítunum. Það er ætlun vor
að allir geti gert sér grein fyrir á
hvaða gáfna og siðferðisstigi að efri-
deildarþingmenn eru, þegar þess eina
er getið, að yrði Nicaragua-skurðar-
málinu þokað svo langt, að til at-
kvæða kæmi, yrði það tafarlaust sam-
þykt með greinilegum meirihluta at-
kvæða. Það má með örfáum orðum
segja sannleikann um þetta mál, skýra
það svo, að vinir jafnt sem óvinir við-
urkenni hvað hér er verið að gera.
Nicaragua-frumvarpið er um það, að
Bandaríkjasrjórnin skuli ábyrgjast
vöxtu af 100 miljónum dollars, sem
Nicaragua-skurðarfélagið ver til að
búa til skipafarveg milli Kyrrahafs
og Atlantshafs. Að auki á hún að á-
byrgjast endurborgun þessa stofnfjár
— þessara 100 miljóna Nú er það
fyrst að athuga við þetta mál, að
þetta félag er gjaldþrota og ekki leng-
ur til sem starfandi félag. Skiftaráð-
endur þess þrotabús eru aftur á móti
til og bíða h(l oftir grjtif fr6 atjörninrii
— fjárstyrk veittum félagi sem ekki
er til, til að vinna verk sem það ekki
getur unnið. Ai.nað athugavert er
það, að leyfið, sem þetta féiag þykist
hafa til að gera þennan skurð,er upp
haflð, ekki lengur í gildi. Mið-Ame-
ríku lýðstjórnin hefir formlega til-
kynt Bandaríkjastjórn, að hafi þvílíkt
leyfi nokkurntíma verið veitt, þá sé
það nú upphafið. Það þriðja sem at-
hugavert er, er það, að mikilvirtir
verkfræðingar í Bandaríkjunum hafa
borið það, að verkfræðingar þessa fé-
]Hgs hafl ekki enn sýnt, að tiltækilegt
sé að gera skipaleið á þessum stað,
og að það hafi engum öðrum verk-
fræðingum heldur tekist til þessa.
Jafnframt hafa sömu verkfræðing-
arnir látið það álit sitt í Ijósi, að óvit-
urlegt sé að taka til starfa og ekkert
vit í að lofa fjárframlagi, fyrri en bú-
ið er að sýna og sanna, að tiltækilegt
sé að gera hér skipaleið, og nndireins
að sýna hvað mikið skurðurinn raundi
kosta. Það fjórða sem þarf að athuga
er það, að samkvæmt líklegustu á-
ætlunum sem til era, áhrærandi kostn-
aðinn, mundi þessi skurður kosta um
350 miljónir dollars, áður en hann
yrði hafskipafær. Er nokkur sá mað-
ur sem peningaráð hefir, er vildi
leggja svo mikið sem einn dollar af
sínum peningum í þessa stofnun und-
ir þessum kringumstæðum ? Sá
maður sem greiðir atkvæði með því,
að stjórnin veiti fé til þessa, hann
greiðir atkvæði með því, að stolið sé
«oRelieffor
ll^zing
oTrozibles
•
G
O
EMULSION*
Kn rOVSl'MPTIOS nml n!l II VI;
0 WSSEA8ES, k:*sttin« Oí UlOOD,
rovr.n, io»s or appktitb,
*“ the hi norm or iim
r* ui-ticlrrr moHt man'Iem.
<3
®
@
Fvthnalð ofThe "D. & 1. ” Enml.lon. I havoffot A
Q v!4Óf a liMoklua oough whh'h hod trouhleil mofor^p
f.vrr a yetr, nnd nave gamed considerably ín
OwHght,. 1 likod thls Kinirtiilon flo tv«ii I wa» glaa 4»
wíícu Lhe tituc caine a. ound to tuko it. w
0 T. H. WINGH.4M, C.E-,Montreal ^
flOc. anil pcr Bnttío
© DAVI3 & LAWRIHCE CO., Ltj., Mchireal •
®o©oo © © © © o ® •
Eg hefi þjáast nærri fimm ár af
barkabólgu. Læknar mínir gáfu
mér ný og ný meðöl, en árangurs
laust, og um síðir réðu þeir mér
til að reyna Ayer’s Cherry Pecto-
ral. Eg hefi nú tekið sex flöskur
af því og er nú *
*
*
i
&
Kitlandi.
Hóstinn er ávalt kitlandi.
Hið öfgafulla orðtæki: “Eg
var kitlaður til dauðs”, kem-
ur í engum skilningi nær því
að reynast sannmæli, en í frá-
sögum af kveljandi hósta. Heflr þú reynt þpð? Reynt þessa kitl-
andi tilflnning í kverkunum, sem þú hefir engan frið fyiir, fyrri en
hóstakviðan kemur ? Því ekki að eyða hóstanum og hafa frið og
ró ? Þú getur það með því að taka
AYERS CHERRY PECTORAL.
*) Þessi vitnisburður allur er prentaður í Ayer’s “Curebook”, ásamt
hundruðum annara. Okeypis hjá J. C. Ayer Co., Lowell, Mass.
>••—•••••••—•••••••••••—©••••—e——f
svo og svo miklu fé frá stjórninni,
frá almenningi, og því snarað í þessa
augsýnilegu svikamillu. Þegar þá
víst er sagí, að meirihluti efrideildar-
þingmanna sé tilhúinn að greiða at-
kvæði með þessari 100 miljóna íjár-
veiting til gjaldþrota félags, til þess
að gera skurð sem kostar $350 milj.
ef á annað borð að mögulegt er að
gera hann, um landeign vinveittrar
þjóðar, er segir að félagið hafi enga
heimild til að gera þann skurð, —
þegar á þetta alt er litið, álítum vór
að efrideildin hafl svo greinilega
sýnt hver hún er, að fleiri orð vor um
það efni séu óþörf alveg. Ef til-
komulítil sveitarstjórn kæmi þannig
fram, mundi enginn kviðdómur í
Bandaríkjunum hika við að dæma
hana seka í glæpsamlegri hreytni.”
Neyðin á Indlandi.
Það er ekki ósjaldföi kvartað um
að erfitt sé að afla sér viðurværis í
hinum köldu löndum, bæði austan og
vestan Atlantshafs. En erfitt eins og
það er, kemur þó sja'.dan fyrir eins
almenn og átakanleg hungursneyð i
þessum köldu löndum, eins og í þeim
lieitu og sem norðurlandabúum hætt
ir til að hugsa paradís. Mönnum
kemur ekki rétt vel saman um, af
liverju paö kernur, aö hallacii og
hungursneyð virðist svo miklu al-
mennari á seinni árum í heitum en
köldum löndum. Þó er það líklega
tvent í því sambandi sem öllum kem-
ur saman um. Fyrst það, að í köld-
um löndum vex gras að meiru eður
minna leyti og ýms annar grófgerður
.jarðargróði, þó regnskortur sé svo og
svo mikill á sumrinu. Hitinn þar er
svo lítill að rekja helzt niðri í sverð-
inum og í jarðlögunum undir sverð-
inum, og nærir svo grasrótina og
spornar á móti algerðri visnun. í
heitu löndunum afturámóti eru jarð-
lögin lieit og hafa sem enga rekju.
Af því leiðir svo að þar er ekkert
næringarefni fyrir grasrótina, ef regn-
ið ekki fellur í ákveðnum mæli í viku
hverri á gróðrartíraanum. Fárra
vikna þurkur í heitu löndunum veld-
ur þess vegna meira tjóni en fi mán-
aða þuvkur í kölduin löndum. Eftir
2—4 vikna þurka er þar alt orðið
skrælnað og visið, Lauíin á trjánum
blikna og grasið visnar og tapar öllu
næringarefni fyrir skepnumar. Og
allur jarðargróði, hverju nafni sem
nefnist, fer auðvitað sömu förina,
visnar og deyr.
Annað það sem kenna má harð-
ærið og sem flestum einnig kemur
saman um, er mentunai'skortur og
þar af leiðandi fyrirhyggjuleysi íbú-
anna flestra í suðurlöndum. Eins
víst eins og kuldinn í norðurlöndum
knýr menn til starfsemi, eins víst
knýr hitinn menn til aðgerðaleysis.
Ef vel viðrar framleiðir náttúran
nokkurn vegin alt sem maðurinn
þarfnast og af því leiðir svo, að hann
smámsaman venst á að sleppa allri á-
hyggju fyrir morgundeginum. Ibúar
margra suðurlanda hafa fráöndverðu
verið mentunarlausir, að minstakosti
í öllu sem að “praktiskri” mentun
lýtur. Það er þess vegna ekki að bú-
ast við að þeir kunni eins vel og hin-
ir mentuðu, sístarfandi norðurlanda
menn að böa sig á góðu árunum und-
ir þau illu. En svo sýnist líka alt.
benda á að suðui lniid uuenn nái aldr-
ei sama mentasturi eins . g noiður-
landamenn, og því.slður ið þeir
nokkurntíma verfii eius starfsamir.
Þeir geta gert áhlaup grimmileg á-
hlaup, en yðfusamir verða þeiraldrei
Reynslan sýnist einuiitt. henda á að
norðurlandamenn komist ósjálfrátt á
þyngsla eða letistigið eins og suður-
landamenn, eftir að þeir hafa búið
fieiri ár í heitum löndum. Hitinn
framleiðir leti án þess maðurinn viti
og það sýnist líka vera skaðlaust, þar
sem náttúran er svo stórgjöful, í
hverju meðalári. Hún tekur að virð-
ist af mönnum ómakið við að hugsa
um morgundaginu,—‘ómak sem ekki
má sneiða hjá á norðurlöndum, ef
menn vilja halda saman líkama og
sál.
En svo sýnir sagan að það er
ekki óhult að treysta hinni gjafmildu
snðurlandanáttúru eingöngu. Menn
verða að hugsa fyrir morgundegin-
um þar ekki síður en í hinum köldu
löndum. Á Indlandi einu, til dæmis
hafa komið fyrir fjögur harðæristima-
bil á síðastl. 30 árum. Og það harð-
æri er meira en nafnið tómt, því í
hverri hallærishrotu heflr fólkið fall-
ið í tugum þúsunda, ef ekki hundr-
uðum þúsunda, úr harðrétti, — soltið
til dauðs, auðugt land og frjósamt
eins og Indland þó er.
Þetta fyrsta (af fjórum) harðær-
istímabil hófst haustið 1865 og hélst
til þess sumarið 1866, og greip yflr
héruð með 47| miljón íbúa. Annar
kaflinn var 1868—69 og tók yfir
svæði með 44| milj. íbúa. Þriðji
hallæriskaflinn stóð yfir frá 1876—78
og náði yfir héruð með 58 milj. íbúa
Fjórði og síðasti kafiinn er sá, sem nú
stendur yfir. Er þetta hallæri þeiní
mun stórkostlegra en bin, sem nefnd
hafa verið, að það grípur yfir héruð
með 84 milj;. íbúa, þessi:
Madras hérað, með íbúum
Orissa-hérað, “ “
Central-héruðin, u “
Bombay-hérað, “ “
Punjab-hérað, “ “
Oudh-hérað, “ “
Behar-hérað, “ “
Norðvestr-héruð, “ “
3 milj
4 “
5 “
8 “
8 “
12 “
16 “
28 “
Samtals 84 miljónir manna.
Hvað mikill Muti af öllum þess-
uni miljónum manna líður neyð, er
óvíst alveg, en að neyðin sé almenn
má ráða af því, ;ið alvarlegar áskor-
anir ganga út þaðan frá yflrvöldum
og mannvinum til allra landa og þjóða
að gera nú eitthvað til að hjálpa.
Það gera engir að gamni sínu að
senda út þess kyns áskoranir til óvið-
komandi þjóða.
Þrátt fyrir regnið sem þar féll í
Desember síðastl. er sagt að engin
von sé til að hallærinu létti fyrri en í
Júnímán. næstk. er suðvestanvindur-
inn kemur—Monsoonvindurinn — og
færir þrumur og steypiregn.
Auk þessa ægilega hallæris er
“svartidauðinn” sem gengur um Ind-
land. Það út af fyrir sig er orsök i
fullum mæli allskonar hörmunga og
neyðar. Bomhay er stórauðug borg
en þó er talið ómwgulegt að borgin
ein geti hjálparlaust staðist allan
kostnaðinn sem af drepsóttinni leiðir.
Það er meðal annars búizt við að ó-
umliýjanlegt verði að rifa niður og
brenna svo og svo mikinn hluta borg-
arinnar og byggja upp hús'í nýjum
stíl, með vatnsveitingum, o. s. frv.
nnck'Achc, Facc-Aclic, Hciatlc
l alns, lYcuriiluic Pftius,
l*ain in the ete.
Promptly Relieved and Cured by
11,3 “D.&L.”
leatho! Plaster
Ilftvintr nsed your D. <£ L. Mentbol Plastor
for fo'vero jiain lu th" bm lc end lmnbugo, I
nnliosilstliigly reroraincnd »air)« a* a »»f«.
»uro an<l ruoid reinoily : in fnut. tney art iiko
mugic.—A. Lapointe, Eli/abeintown, Ont.
Prfee JMc.
DAVIS & LAWRF.NCE CO., Ltd.