Heimskringla - 25.02.1897, Side 1

Heimskringla - 25.02.1897, Side 1
XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 25. FEBRÚAR. 1897. NR. 9. Hreinskilni. “Afínir vefjir eru ekki yðar vegir." Þú segir að drottni þeim dragi égs gis Sem dýrkuöu gyðingaþjóöir, og hyggur mig fara til Helvítis, minn hjartkæri, sannkristni bróðir. Og af því ég Jósúa andæfi mót og innblúsnum ritningar sonum þú segir um mentun ég hirði ei hót né heiðvirðum teljist með konum. Af því að ég trúi’ ekki að þrír sóu einn, nó þrenningin ein mcgi verða, þú segir minn vegur sé breiður og beinn og búist ég snemma til ferða. En kraftaverk Gideons gleipt fæ ég ei né glaðst yfir frelsarans dauða, Og Móeses segi hið mesta grey á meðal guðs harðúðgu sauða. Og Jehóva heldur ég heiðra ei þinn, en hlæ oft að Samsonar kjálka, og drottins vin konunginn Davíð ég finn einn dýrslegan blóðþyrstan skálka. Og lostagirnd Salómons lasta ég eins, hans “Lofkvæði” og gullriku hallir. Slíka þjóðkappa upptelja ei þó er til néins því þeir eru sviplíkir allir. Þótt andriki bróðir mér útskúfir þú —og urmull af sannkristnum bjálfum — Samt afneita eg kyrkjunnar kreddum og trú með klerkum og djöfiinum sjálfum. Já, sannkristni bróðir, þótt bendir þú rnér á brennisteins eldhafið rauða, því hughraust ég tek sem að höndum mér ber né hræðist ég komandi dauða. Þótt bjargföst só trúiu og blessandi þig, en á bármi óg glötunar standi, hvoit mundir þú sæll ef þú sæir mig á sælunnar eilífa landi ? Þér andríki bróðir til ununar þá frá upphimins ljómandi sölum þinn annan hvorn viu munt og ættingja sjá í eilífum helvítis kvölum. Og þá muntu grátfeginn glottaum tönn með guðsbarna útvöldum sveitum er veinar hin fordæmda fólksmergðar- hiónu í fjötrum í glæöunum heitum. Hið ærlega, mannlega og ástina oss hjá var óþarfi af guði að skapa ef þannig er sælan, — æ, svei lienni þá; ei sorglegt er heimi að tapa. En hefirðu, vinur minn, hugsað um það nær hnígum vér önduð að foldu, hvort þá muui duft vort þekkjast að, er það hefir samlagast moldu ? MYllRAU. Mig vantar. Mig vantar, mig vantar—ég veit ekki hvað —mig vantar það síðan ég fæddist; mig langar, mig langar,—já, það er nú það, sem þegjandi í hjartanu glæddist. Og ég er svo þreyttur við umstang og arg og endalaust fálm út í bláinn, og mannlífsins suða og hið sífelda garg, er sönglar æ mannanna þráin. Menn stika og hlaupa og stökkva svo hátt og steypast og veltast og sveima, og skarinn frambrúnar f einhverja átt, en áttin á þó hvergi heima. Og svona menu hamast uns sökkva í kaf í svartnættis djúpið hið kalda; og komandi veit að eins kynslóðin af, að kraup þarna svolítil alda. Dóri. VEITT HÆSTU VBR0LACN A HEIMSSÚNINÖUNN 'Dlt’ BASINö POMDÍR IÐ BEZT TILBTJNA óblönduð vinberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia eða öunur óholl efni. 40 ára ’-eynslu. í sl e iid i n gadaguri n n. Ávarp til íslendinga vestan hafs. Þar eð ágreiningur hefir að und»m- förnu átt sér stað viðvíkjandi því, hvaða dag Vestur-íslendingar skuli halda sem árlegan þjóðminningardag, og þar eð ágreiningur þessi hlýtur að spilla fyrir hátíðarhaldinu og draga úr þýðingu þess, ef haldið er í sömu átt og að undanförnu, þá hafa nokkrir menn úr útgáf ufélögum blaðanna Lögbergsog Heimskringlu komið sér saman um að við undirskrifaðir ritstjórar blaðanna og sex aðrir menn komi sér saman um dag, er geti orðið meiri hluta manna geðfeldur og um leið sé á hent- ugasta tima árs fyrir sem fiesta Vestur- ísiendinga, gefa deginum nafn o.s. frv. Eftir að hafa vandlega yfirvegað þetta mál, höfum við undirskrifaðir komizt að þeirri niðurstöðu sem fylgir : 1. Að velja fimtudaginn sem fellur frá 11. til 17. Júnímánaðar, að báðum þess* um dögum meðtöldum, sem þjóðminn- ingardag fyrir Islendinga. 2. Að dagurinn nefnist á islenzku: Is- lendingadagur,” eins og að undanförnu, en að hátíðarhaldið einnig nefnist : “Þjóðminningarhátíð íslendinga”, og á enskri tungu nefnist dagurinn “The Icelandic National Day” og hátíðin. “The Icelandic National Celebration”. Þegar vér völdum daginn (fimtu- daginn 11. til 17. Júní), þá höfðum við fyrir augura, að alþingi Islendinga var sett þenna dag í upphafi, eftir hinu gamla tímatali, og þegar- alþingi var þannig sett í fyrsta sinn, má áiíta, a,ð hin íslenzka þjóð liafi verið full mynduð, með því, að þá hafi hiö forna íslenzka lýðveldi verið stofnað. Við liöfdum það og á bak við eyrað, að líkur eru til að ísland hafi verið fundið í Júní- mánuði. að Leifur Eiríkssori hafi fundið Ameriku í Jútií, og að það er vafalaust að hinir fyrst.u íslenzku landnámsmenn á þessari öld stigil fyrst, fæti á land í Ameriku, til að taka sér bólfestu í iandi Leifs hins heppna, í Júnímán. 1870. Þegar alls þessa er gætt, álítum við að hin íslenzka þjoð í heild sinni geti sam- einað sig um dag þann í .Túni, er við höfum valið, sem almenuan þjóðminn- ingardag, og skorum á alla Islendinga að halda hina árlegu hátíð sína— IsJend- ingadag—fimtudaginn er fellur þann 11. tilAZ Júní ár hvert.. , . Winnipeg, Man., 22. Febr. 1897. Sigtr. Jónasson. Eggert Jóhannsson E. Ólafsson. Magnús Paulson. A. Friðriksson. Björn Halldórsson. Kr. Stefansson. Kristján Ólafsson. Fylkisþingið. Fáum mínútum eftir kl. 3 á fimtu- daginn 18. þ. m. var fylkisþingið selt. Fylkisstjóri Patterson kom þá inn og flutti ávarp sitt, sem var stutt og lag- gott. Hann gat þess í upphafi að þetta væri markvert ár, þar sem liðin væru B0 ár frá því Victoria drottning tók við stjórn hins brezka ríkis. Þá minntist hann á hungursneyðina á Indlandi og lét í Ijósi fögnuð yfir hinum almennu góðu undirtektum, að rétta þessu fólki hjálparhönd. Hann sagði að hið um- liðna ár hefði verið deyfðarár í öllum greinum, en þakklætisvert þó að Mani- tobafylki hefði koinizt svo fnrðu vel af, að verðhækkun á korni hefði haft mikil áhrif til góðs. Það mætti óhætt segja, að menn væru nú hinir vonbeztu hver- vetna í fylkinu og teJdu sér vísa fagra framtíð. Hann sagði alt útlit 'fyrir að innfintningar í fylkið á komandi sumri yrði með mesta móti. Þá minntist hann á skólamálið og samninginn það áhrærandi og sagði að frumvarp til laga í sainræmi við þann samning yrði bráðlega lagt fyrir þing- ið. Þá gat hann þess, að þar sem fundn- ar væru verðmiklar málmnámur innan takmarka fylkisins, væri nauðsynlegt að búa til lög áhrærandi námueignir. Þá tilgreindi hann nokkrar lagabreyt- ingar sem fram yrðu bornar og gat þess að síðustu að fylkisreikningarnir yrðu framlagðir iunan fárra daga. Klukkan rúmlega 4 p.h. kom svo þing saman, til þess fram yrðubornar venju legar uppástungur, kvaddir menn til að velja menn í standandi nefndir o. s. frv, Eftir fáar mínútur var svo þingi frestað þangað til á mánudaginn 22. Febr. kl. 3 e. h. A mánudaginn kom þingið saman á venjulegum tima og var þá ekkert gert nema ræða um ávarp fylkisstjóra. Voru þær ræður styttri en nokkru siuni er mun hafa komið til af því að meðfram að Mr. Roblin, formaður conservativa, erekki í bænum og gat bessvegna ekki tekið þátt í umræöunum. Það ein- kennilega er það, að Mr. Fraser frá Brandon, sem flutti lofræðuna um stjórnina, gat ekki látið vera að lýsa ó- ánægju yfir framkomu manna á fundi fyrir Dominion-ráðherrunum og yfir framkomu stjórnarblaðsins ‘Tribune’ í kærumálunum á hendur couservatíva, jafnframt því er hann einnig ávítaði conservatíva fyrir sína framkomu í því máli. Framkoma ‘Tribunes’ sagði hann væri algerlegp, ósanngjörn, algerlega ó- sæmileg, algerlega óréttlát. Þingið sat bara rúma klukkustund. DAGBÓK. FIMTUDAG, 18. FEBR. Innflutningalögin nýjn í Bandarík i um voru samþykt í efri deild á ný í gær með 34 gegn 31 atkv. og verða send for- seta til staðfestingar. Er ákvoðið að þau öðlist lagagildi 1. Júlí næstkom- andi. I aðalatriðunum eru þau eins og þau voru samþykt í fyrstu og ákvæðiu um algerða útilokun manna í nágranna ríkjunum frá atvinnu allriinnan Banda ríkja, eru engu siður ströngen i fyrstu. Ef maður sem á heima í Canada við landamærin fær atvinnu við að moka snjó, hvað þá annað meira, innan Bandaríkja, og ef hann tekur þá at- vinnu án þess fyrst a-ð flytja búferlum yfir landamærin og formloga biðja um borgarabréf sem tilvonandi þegn Banda rikja, varðar það alt að S500 sekt eða 1 árs fangelsi. Margir þingmenn mæltu á móti þessum lögum, er þeir álitu þjóð arskömm, því fremur sem þeir töldu Bandaríkin heimkynni frelsis og frama, Nýtt gufuskip Hamborg - Arrie- rican-línunnar lagði út frá NewYorki morgun með hinn stærsta farin sem nokkru sinni hefir farið þaðan á oinu skipi — 18.500 tons. Til þess að flytja þennan farm á landi hefði þurft 610 al- nienna járnbrautarvöruvagna. Þetta félag á nú 69 skip í förum. Stórvoldin hafa að sögn kunngert Grikkjum að þeir verði að hafa sig burt af Ivrít innan sólarhrir.gs, eða ábyrgj- ast afleiðingarnar. Ný vínveitingalög voru samþykt í með 47 atkv. gegn 30 í neðri deild Was- Inngtonríkisþingsins vestraj Olympia í gær. Er tilgangurinn að stjórnin sjálf hafi á hendi alla vínsölu, en engin ann- ar. Enginn má drekka vín á staðnum þar sem þaö er keypt og enginn fær keypt minna í senn en 1 mörk og ekki meira en 20 potta. FÖSTUDAG, 19. FEBR. Sem svar upp á spurningar blaðsins ‘World’íiNew York sendi utanríkis- stjór'i Grikkja fyrir hönd Georgs kon- ungs það svar í gær. að stórveldin hefðu látið 6 mánuði hjá líða án þess að efna loforð sín áhrærandi stjórnarbæt- ur á Krít; að Múhameðstrúarmenn á eyjunni hefðu á ný herjað á kristna menn og á stuttri stund gert 150,000 manns húsvilta, og að Grikkir hefðu þess vegna lagt af stað og i þeim til- gangi einum að koma á frið. — Grikkir sýna engan lit á að yfirgefa Krít, að því er séð verður, en eru að virðist að búa sig i strið við Tyrki, — búast við að þurfa að verja sig, og senda herflokk' eftir herflokk norður um land. — Sjó- floti Rússa sem lcngi hefir verið ferð- búinn á Svartahafinu létti alckerum i gær og hélt af stað til Konstantinópel. — Samtímis kemur sú fregn að Vil- hjálmur Þýgkalandskeisari hafi telegraf erað Rússakeisara og beðið um fund þeirra til að ræða um Krítanhálið m. fl.— Skeyti frá Aþenu segir að Grikkja- konungur sjálfur sé tilbúinn að taka við herstjórninni, ef Tyrkir vaða yfir landa mærin nyrðra, sem búizter við á hverri stundu. — Samtímis kemur og sú fregn að stjórn Grikkja hafi ákveðiö að þoka ekki um hársbreídd á eyjunni Sex menn voru myrtir í gær i TFi nona, Norður-Dakota, prestur, kona haus, dóttir þeirra og tvö börn honnar, og gömul kona. Indíánabygð er skamt á burt þaðan, og er ætlað er þetr séu valdir að glæpum þessum. Eins og áður hefir verið skýrt frá er Weyler herstjóri áCuba með herflokk mikinn að leita að Gomez herforingja uppreistarmanna. Nú kemur sú fregn, að Gomez sé búinn að brjótast gegn um horvörð Spánverja og sé á hraðri ferð til Havana ineð 15,000 hermanna í flokk sínum. Sú fregn kemur frá Havana að bú- ið sé að myrða Zertucha, svikarann, ’er olli dauða Maceo’s í vetur. Canadastjórnarráðherrarnir, Sir OliVer Mowat, Blair og Sifton, hafa verið skipaðir i nefnd til að útkljá að sío miklu leyti sem þeir geta, málið um byggingu járnbrautar um Hrafnahreið- ursskarð í Klottafjöllum. Skeyti frá Borlín segir, að Bretar hafi bannað I’jóðverjum að loka einni höfninni á Grikklandi. eins og keisarinn hafði viljað. Af því er ráðið að stór- veldunum sé ekki alvara með að reka Grikki af Krit. — Samtímis er sagt að Grikkir eigi vísan vænan styrk í Mace- doniu, ef Tyrkir herja. Macedoniu- menn fara í stórhópum j'fir landamær- in og ganga í her Grikkja. í gær, til dæmis, komu 1000 menn í einum hóp. LAUGARDAG, 20. FEBR. Fundur mikil var haldinn í London ; gærkveldi til að ræða um Kritarmál- ið, Tyrki o. s. frv. Fundarstjóri var hinn alkunni fræðimaður Dr. James Bryce. Fundarmenn allir yoru ein- drcgnir vinir Grikkja og afréðu að hjálpa þeim af flemsta megni. Var af- ráðið að leita eftir samskotum til styrktar flóttamönnuin frá Krít, og fé- lag kent við Byron skáld, hinn mikla vin Grikkja, var myndað á fundinum, og er tilgangur þess auðvitað, eins og var tilgangur Byrons, að hjálpa Grikkj- um og fylgja þeim að rnálum. — Sama kvöldið komu saman i500 stúdentar í Paris, gengu í fylkiugu um strætin og æptu í sífellu : ‘'Lifi Grikkir ! Niður með Tyrkjann !” Lögreglan reyndi að bauna þotta og urðu úr því ryskingar og meiddust nokkrir. Grikkir og Kríteyjingar gerðu á- hlaup á virki eitt mikið á Krít í gær og tókuþaðaf Tyrkjum eftir snarpa or- ustu. Af Grikkjum féllu 3 menn og 11 særðust. Hvað margir Tyrkir féllu er óvíst, en 250 voru teknir til fanga. — Þjóðvinafélag Grikkia hefir sent Georg konungi og Dolyaunes formanni ávarp þess efnis, að vilji stórveldin liindra eu.ing Grikklands og Krítar, skuli fé- lagið sjá uin að grískir menn hvar sem er skuli grípa til vopna. Bandaríkjaþegn einn er dauður i fangelsi i Havana á Cuba. Hafði ekki um langan tíma fengið að rita vinum sínuin. Líkámi hansliafðilegið óhrærð- ^ur^íangaklefanum í 13 daga, þegar_ hann fanst. — Spánverjar fá að likum að greiða gjöld fyrir þennan mann.— Svikarinn Zertucha er á lífi enn. Senators Bandaríkja jöguðust 8 kl. stundir um það í gær, hvort frestað skyldi umræðum um sáttaréttarsamn- ing Breta og Bandaríkjamnnna. Kuút- ur Nelson var uppástnngumaðurínn og bar fyrir, að hann sæi engan veg til að fá það samþykt á þessu þingi. ÞeSs vegna bað hann um frest til 5. Marz næstkomandi, Svo lauk að ekkert var gert. W. O. Smith, dómsmálastjðri á Ha- vaieyjum, er á ferð til Washington í þeim tilgangi að semja um inngöngu eyjaríkisins í Bandaríkja-sambandið. Tillögur um að veita kvennfólki kosningarrétt voru feldar á tveimur rikisþingum í Bandaríkjum í gær,—í Massachusetts með 86 gegn 53 atkv. og í Oklahoma með 13 gegn 11 atkv. Meö tilstyrk Dominion- og Quebec- fylkisstjórna eru nú Montrealmenn að búa sig undir að margfalda verzlun sína sem hafnstaðar. Á nú að byggja trölla-bryggju mikla og kvíar til að- gerðar á skipurn í austurenda borgar- innar, byggja járnbrautarbrú yfir tíjót- ið, sem kosti $6 mllj., og fá Inter-Colo- nial-brautina bygða til borgarinnar frá Point Levis, eða Suður-Quebec. Bell-Telefónfélagið, sem hefir aðal- ráð á telefón hvervetna í Canada, vill fá leyfi og samþykki sambandsstjórnar til að hækka árgjaldið fyrir telefón. Járnbrautarfélögin: C. P. R. og Great Northern, eru komin í hár sam- an út af vöruflutniugsgialdi úr austur- héruðum landsins til gullnámabæjsir- ins Rossland í British Columbia. Ef C. P. R. vill ekki lækka seglin, hótar Great Northern að leggja braut strax í vor til Winnipeg og keppa þá að gagni við C. P. R. — Winnipegmenn vildu gjarnan að undir þeim kringumstæð- um lækkaði C. P. R. ekki seglin um þumlung. MÁNUDAG 22. FEBR. Allsherjar læknafundur var haldinn í Vínarborg í vikunni sem leið til að ræða um “svartadauðann” á Indlandi og hvernig bezt má verja vesturlönd fyrir honum. Hinn heimsfrægi skákmaður Dr. Steinitz, er nýdáinn í Moskva á Rúss- landi. Þr\ð or elt við það sama enn á Krít. Stórveldin andæfa Grikkjum og á laug- ardagirin réðust sjóliðsmenn þeirra á viggirðing Kritarmanna og samtímis tók breskt herskip fasta duggu Grikkja með vistir til hermanna. Þó kemur stórvoldunum ekki enn saman um að loka herskipahöfn Grikkja, Piræuz. Það eru bara Þjóðverjar og Austurríkis- menn sem það vilja. Á Grikklandi eru æsingarnar miklar. Nikulás prinz er kominn norður um land með herafla mikinn til að verja landamærin fyrir Tyrkjum. 40 þúsundir manna í Aþenu komu saman i gær til að láta í ljósi að Grikkir væru til alls búnir, i þeim til- gangi að ná Krít í hið gríska samband. Af fundinum gekk allur sá mannsöfnuð- ur til hallar konungs, sem ávarpaði lýð- inn og fékk lofsorð fyrir ræðuna. Drottning Grikkja hefir sent Rússa- keisara áskorun um að hjálpa Grikkjum og Georg konungur hefir sent honum annað skeyti, þar sem hann kyeðst fyr bjóða Tyrkjum stríð á hendur, þó hann sé einn síns liðs, en hann láti stórveldin kúga sig. Venezuela-þjóðþingið kom saman á laugardagirm 20. þ. m., til þess einkan- lega að ræða um landamerkjasamning- inn. Það er sagt að mótspyrnan gegn samningnum sé að mestu úti, — áð þeir fáu sem nú séu á móti honum geri það af eigingjörnum hvötum. Gasoliulampi sprakk í gærkvöldi í húsi í Cleveland, Oliio, og varð 5 eða 6 manns að bana, hjónunum og 3 eða 4 bðrnufh þeirrn. 250 þús. dollars virði af eignum eyði- lagðist í eldi í gær í Grand Forks, N. D. ÞRIÐJUDAG 23. FEBR. Stjórn Grikkja er ófáanleg til að gugna fyrir hótunum stórveldanna. I þess stað er nú fullyrt að Grikkja kon- ungur hafi telegraferað föður sínum, Kristjáni konungi IX., að hann ætli sjálfur til Krítar og taka við aðalstjórn hins griska hers.—Það varð skörp rimma á þingi Breta í gær út af hlut- töku Breta í að beita vopnum gegn Grikkjuin og Krítarmönnum. Sögðu andvíigsmenn stjórnarinnar að það til- tæki væri Bretum til skammar. Stjórnar sinnar héldu fram að sú hviða hefði verið óumflýanleg. Stórveldin í sam- einingu hefði tekið við stjórn ákveðinna hafnstaða á eyjunni og þau hefðu ekki getað verið aðgerðalaus er Grikkir og Krit armenu sameiginlega herjuðu á þá bæi. Hiun heimsfrægi líiiu dansari, Em- ile Gravele Blondin, lézt í gærí London, tæplega 73 ára gamall, — fæddur á Frakklandi 28. Febr. 1824. Bretar hafa hertekið “blóðborgina”, Benin. i Afríku, og fundu þar glögg merki þess, að fjölda manns hafði verið fórnað. Nýkomnar stjórnnrskýrslur sýna að verzlunar viðskifti Canada við útlönd á síðastl. ári voru að upphæð $239 milj. MÁNUDAG. 24. FEBR. Bráðabyrgöarforseti Cuba lýðveld- isins, Salvator Cisnoris og Max>mo Go- mez, hafa sent blaðinu ‘New York World’ bróf, þar sem þeir stinga upp á að Bandaríkin hjálpi til að enda stríðið á Cuba. Þeir vilja algerðan aöskilnað Cuba og Spánar og vilja borga Spán- verjum sæmilega fyrir, —ábyrgjast svo mikinn hluta aö þjóðskuld Spánverja. Ekkert nýtt að frétta frá Krít. — Seinasta tillaga stórveldanna — Rússa og /yusturríkismanna— er sú, að Krít- eyingum só nú þegar veitt algert sjálfs- forræði og að stórveldin ábyrgist að það verði framhald->ndi. Hvernig þeirri tillögu er tekið, er óvíst enn. — Vonlegt nú að Tyrkir leggi af stað í her ferð gegn Grikkjum á hverri stundu. C. P. R. fél. liefir fengið Joseph Martin til að reyna að útvega sér einka- levfi til að byggja Hrafnahreíðursskarðs brautina til Rossland og sæmilegan styrk að auki. 14ÁRÍ ÓTTALEGU ÁSTANDI. En Dr. Aguews Cure For the Heart linaðikvalirnar á 30 minútum og 3 flöskur veittu lækning er beztu lækna furðaði á. Þetta er þaö sem Mrs. J.,Cockburn í Warkworrli, Ont., segir: ‘í 14 ár hefi ég þjáðzt af hjartveiki, sárir stingandi verkir er ég hafði gegnum hjartað urðu stundum,svo óbærilegir. að það leið yf- ir mig. Útlimir minir bólgnuðu og kóln uðu upp. í þessi 14,ár vitjaði ég hinna beztu lækna. en alt kom að engu. Eg hafði séð Dr. Agnews Cure for the Heart auglýst og ásetti mér að reyna það, og áður en ég var búin úr hálfri flösku fann ég stóran bata. Eg fann betraudi áhrif meðalsins innait hálfrar klukkustnndar. Eg hefi brúkað úr 3 flöskum og hefir það gert mér meir gott en öll meðöl og allir Tæknar höfðu nokkru sinni áður gert. Eg get sam- vizkusamlegs mælt með því við alla er þjAstaf hjartveiki’. GJAFMILDI BRETA. Bretar eru gjafmildir í ár, eru það reyndar æfinlega, þegar þeir viðurkenna þörf á samskotum, en aldrei eins og nú. Fyrst og íremster Indlands-hjálparsjóð- urinn. Það er ekki nema tiltölulega skamt síðan Bretar viðurkendu þörf á að gefa, en undir eins og augu þeirra opnuðust, tóku þeir drengilega í streng- inn. Sjóðurinn sem Lord-Mayorinn í London er að safna, var orðinn sem næst 11 milj. pund sterling, er síðast fréttist,—þ. e. um 71 milj. dollars. Það er verið að draga saman sérstaka sjóði1 flestum stórborgunum í landinu, en stærstir eru þeir orðnir i Liverpool og Glasgow. En svo eru Bretar að gefa til annara þurfalinga en þeirra á Indlandi. Prinsinn af Waies kom fyrir fáum dög- um með þá uppástunga, að efnt væri til sjóðs til afborgunar skulda allra er hvíla á sjúkrahúsunum í London, og fylgdi það uppástunguimi að enginn gæfi meira en 1 shilling (20 cents). Þessari uppá- stungu var vel tekið og var þegar byrj- að að safna. Og sem vott þess hvað vel gengur er þess getið, að á fyrstu 5 dög- unum voru komnir í sjóðinn semblaðið “Daily Telegraph” stendur fyrir að safna, 160,000 shillings, eða 32 þúsund dollars. Þessi sjúkrahúsasjóður er dreg- inn saman sein eitt af hinum mörgu minnismerkjum um það, að 20. Júní næstkomandi verða liðin 60 ár frá því er Victoria drottning var krýnd. Til kaupenda Dagsbrúnar. Á ársfundi Unitarasafnaðarins sem haldiim var að kveldi hins 16. þ. m., var gerð samþykt í#þá átt, að ekki skyldi fastákveðið urn útgáfu Dagsbrúnar fyr en eftir lok Marzmánaðar, og lá sú or- sök til þess, að blaðið er í meira en $100 skuld, mest fyrir prentun, og þar eð fé var ekki fyrir hendi til að lúka þessari skuld með, þá leizt fundinum ekki ger- legt að gera endilega ákvörðun viðvikj- andi útkomu blaðsins í bráðina. Þá var og samþykt að auglýsa þess- ar gerðir fundarins, og skora á þá hina- mörgu kaupendur Dagsbrúuar sem skulda, ýmist fyrir eitt eða tvö ár, að gera lúkningu skulda sinna sem fyrst, —fyrir lok Marzmánaöay. Það er von- andi að allir sein eru blaðinu velviljaðir, hlaupi nú undir bagga með því, og það nú þegar, því eins og sakir standa, er ekki hægt að byrja á að koma biaðinu út fyr en ofangreind skuld pr goldin til fulls. I lok Marzmánaðar bjóst fundurinn við að saman yrði kotnið nægilegt fé til að greiða fram úr örðugleikunum, og að þá mætti byrja á útkomunni tafarlaust. Látið þetta rætast. Allar borganir sendist til Einars Ólafssonar, P.O. Box 305, Winnipeg. Þessar gleðifréttir. ------------- » Veikindi taka sig ekki npp aftur þegar þau hafa verið læknuð með Celery Compound. Þeir sem þjáðir eru vilja fá þanuig lagaða lækningu Frétt frá Mr. Douglas Hixon frá Beamsville, Ont. Fjölda margir af þeim sem fyrir mörgum árum læknuðti sig með Paines Celery Compound, liafa fnndið hvöt hjá sér til að láta eiganda þess meðals vita að þeir liafa ekki orðið varir hinna gömlu veikinda, sem eftir að hafa brúk að. Þetta atriöi, að Paines Celery Compound læknar fyrir fult og alt, er þess virði að þess sé getið, það er svo alveg sérstakt heiminum, Það eru til ýms meðöl, sem lækna um tíma og lina þrautir og gefa manni falskar vopir um dálitinn tíma, eneftir fáeina daga eða vikur koma þjáningarn arnar til baka aftur, ('og vonin og sælan er alt í einu horfln. Þetta kemur aldrei fyrir þegar menn brúka Paines Celery Compound. Fyrsta flaskan gei ir mann notalegan og oftir nokkurn tíiria er maður alveg heil- brigður. Mr. Hixon segir: Nú held ég meir upp á Paines Celery Compound heldur en nokkru sinni áður síðau ég læknaði mig fyrir tveimnr árum liefir mér ald- rei liðið illa og aldrei verið daglangt frá vinnu. Hefi ekkert fundið til gigtar, sem svo oft þjáði mig áður. Fyrir mitt tilstilli hafa margir brúkað Paines Calery f Compound og orðið heilbrigðir. Eg vil taka það fram enu að það var Paines Celery Com- pound sem læknaði mig. Allir sem eru gigtveikir ættu að brúka það.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.