Heimskringla - 25.02.1897, Síða 4

Heimskringla - 25.02.1897, Síða 4
HEIMSKEINGLA 25. FEB. 1897. Winnipeg. Eldsvoði. Á sunnudaginn var brann $6000 virði af eignum í Miami og $lo000 virðií Elkhorn, Man. Borgið Heimskringlu. Á laugardaginn 13. þ. m. gaf séra Hafsteinn Pétursson saman í hjónaband Mr. Óla Sigurjón Þormóðsson og Miss Vigdísi Kristjánsdóttir. Indlandshjálparsjóðurinn í Mani- toba er nú orðinu samtals 8000 dollars. — Eftir 20 daga söfnun er nú blaðið ‘Montreal Star’ búiðað fá saman í þann sjóð rétt $35,000. Því er fleygt fyrir annan sprettinn og nú kemur sú fregn frá Toronto, að Hon. H. J.Macdonald ætli að hætta við dominion þingmennsku, en gerast leið- togi conservativa á Manitoba-fylkis- þingi. Fylkis stjórnin hefir verið beðin að útvega framlenging Northern Pacific- brautarinnar f sumar komandi, á síðar- töldum stöðum: Prá Belmont í Argyle nýlendu um 50 milur beint vestur, og frá Portage La Prairie til Rapid City, um 60 milur vegar. Febrúarm^nuður hefir verið um- hleypingasamur ekki síður en hinir aðr- ir vetrarmánuðirnir. Hörkufrost liafa helzt engin verið í mánuðinum, en al- drei heldur verulegir þýðudagar. Á föstudaginn 19. þ. m. gekk í norðanhríð, er hélzt fram um hádegi á laugardag. Veður var milt en snjófall töluvert. Mayor McCreary tekur við sínum nýju störfum sem yfirmaður innflutn- ingsagenta hér vestra 1. Marz næstkom andi. Árslaun hans fyrir þau störf eru sögð $2,200 Það er búist við að hann sleppi ekki bæjarráðsformennskunni og þar sem hann fær að minsta kosti $1200 fyrir þau störf, verða árslaan hans ríf- leg í þetta skifti. Ráðsmaður Hkr. hra. E. Ólafsson fór afstaðí innköllunar ferð til Nýja íslands á mánudagskvöldið var og verð- ur burtu 10—12 daga. Jafnframt og vér vonum að Ný-íslendingar kosti kapps um að ferð hans verði ekki ónýt- is ferð, megum vér fyllvissa alla aðra viðskiftavini vora um það, að þó ráðs maðurinn sé fjarverandi um stund, höf- um vér allia beztu hentugleika á að veita peningum mótöku ! Oss liggur á peningum og oss er ánægja að taka á móti þó ekki sé nema litlum hluta af þeirri upphæð sem þessi eða hinn kann að skulda'oss, því margt smátt gerir eitt stórt. Þessa dagana verður hafin vinna við að umhyerfa stóru vöruhúsi 3 tasíu háu í leikhús. Það á að hækka það um 10 fet og umhverfa því svo að öllu leyti, að það verði óþekkjanlegt. Þetta hús er að norðanverðu við Mc- Dermot Ave, rétt fyrir vestan Main Str. Samtímis á og að auka stórum við Bijou leikhúsið og breyta því öllu frá ofanverðu og niður úr gegn. Þegar að gerðum öllum verður lokið er sagt að það ieikhús verði þríðjungi stærra en það er nú. Leikhúsið á McDermot Ave., sem nú er verið að útbúa, á að hafa sæti fyrir 1200 manns að minsta kosti, að sagt er. Kosningaúrslitiu í St. Boniface á laugardaginn 20. þ. m. urðu þau, að J. B. Lauzon var kjörinn fylkisþingmaður með 180 atkv. umfram Bertrand. Ur- slitin voru eðlileg, því Lauzon hafði eindregið fylgi erkibyskupsins og klerk- anna, en Bertrand ekki. Hann hafði ekki verið ákveðinn í að segja skóla- málssamninginn ótækan þangað til á miðvikudag. Þá hefir hann þótzt sjá að ekki væri viðlit að yfirbuga klerka- lýðinn og skrifaði því bréf, þar sem hann lofaði að hlýða ráðum erkibysk- upsins. En það loforð hans kom of seint. Hefði hann fengið 10 atkvæðum minna, en hann fékk, hefði hann tapað ábyrgðarfé sínu. ÁTTATÍU AF HUNDRAÐI. .ðist moir eða minna af hinum mjög ppáþrengjandi sjúkdómi Katarrah það að Dr. Agnews Catarhal Powder er undrafult meðal er vitnað af þúsundum manna er læknast hafa að fullu. . Alex. Edmundson frá Rosemuth, t,, segir: “Ég hefi haftcatarrh mörg o : þjáðst fjarskalega. Eg hefi reynt rg meðþl án þess Þau bættu mér hið ísta. Ég tók eftir að Dr. Agnews arrhal Powder var mikið auglýét og tti mér því að reyna það, þó ég væri >g trúlitill á bata minn. En hér fór ur en ég hafði búizt við. því eftir stu inntökuna fann ég batamerki, og nú með sanni sagt. að það hefir nað rnig. Ég hefi meðal þetta ætíð hendina og reynist það ætíð óbrygð- meðal við höfuðverk og kvefi. Það nar þvínær á augabragði. Eg hefi a ástæðu til að álíta það hið bezta Vil við catarrh og mæliþví fastlega ) þvi við alla þá sem þj ist af þessum ytandi sjúkdómi. Þvíjler fleygt fyrir aðsambands stjórnin sé í þann veginn að afhenda fylkisstjórninni í Manitoba til eignar og afráða alt ónumið stjórnarland í fylk- inu. Af því á að vera sprottin þörfin námulögum fyrir fylkið, sem fylki stjóri minntist á í ávarpi sinu.Það er og liaft*fyrir sátVað imiarT skamms muni sambandsstjórnin borga fylkinu gamlar skuldir, sem lengi hefir verið þrætt um, að upphæð alls um $600,000. í þeirri upphæð er meðtalið verð þinghússbygg ingarinnar $250,000. Hafði sambands stjórnin í’upphafi lofað að borga fyrir þá byggingu, en dróg þá upphæð frá árstillagi sínu, er til kom. KLÆANDI, BRENNANDI SKINN VEIKI LÆKNUÐ FYRIR 35 CENTS Dr. Agnews Ointment læknar á ein um degi Tetter Salt Rheum, Scald Head, Eczema, Barber Itch, Ulcters ,, allskonar skinnveiki. Það er mýkjand og græðandi og hið óbrygulasta meðal við öllum útbrotum á börnum. Kostar 35 cents. Kvöjdverðarsamkoma fer fram Unity Hall á fimtudagskvöldið kemur (4. Marz), til arðs Unitarasöfnuðinum Það eru myndarkonur, æfðar í að veita rausnarlega í heimahúsum, sem standa f^’rir þessari samkomu, og er það nægi leg trygging fyrir því, að kvöldverður inn,—veitingarnar út af fyrir sig, verði fyllilega 25 centa virði, en það er inn- gangsverðið. Að auki verða almennar skemtanir, ræður, upplestur, söngur og hljóðfærasláttur, og er oss sagt að á prógramminu séu menn sem sjaldan eða aldrei hafa komið fram til að skemta hér í Winnipeg. Það má óhætt segja að verulega góðar veitingar og skémtun sé í vændum í Unity Hall á fimtudags- kvöldið kemur. Paul Johnson heíir Myndasyning og Danz A Albert Hall, i kvöld. Nýjar ágætar myndir. Mr. Brady skýrir myndirnar. — Byrjar kl. 8. Aðgangur 25 cts. fyrir fullorðna. 15 cts. fyrir börn. Skrá yflr nöfn þeirra sem gefið hafa peninga í sjóð til hjálpar því fólki í Árnes- og Rangárvallasýslum á íslandi, er urðu fyrir jarðskjálftunum síðastl. Ágúst og Seotember: Áður auglýst $1242,95 Safnað af I. V. Leifur Glasston, N. Dak. $7.50 sem fylgir: I. V. Leifur Glasston N. Dak. 1.00 Mrs Leifur “ 50 Octavia Sigrún Leifur “ 25 Augusta Victoria Leifur “ 25 Albert G. Leifur “ 25 Foster Johnson “ 1.00 MrsJohnson “ 50 Eggert .7. Erlendson “ 1.U0 Johann Björnson “ 25 Magnús Johuson “ 50 Mrs. R. Johnson “ 50 John Johnson “ 50 Björn Einarson Roseau Minn 50 Sigurður Guttormson “ 25 John Guttormsson “ 25 Samt.als $.1250,45 Winnipeg, 24. Febr. 1897. H. S. Bardal. Til kaupenda Heimskringlu. Þar eð 10. árgangur blaðsins er nú allur kominn út, er vonandi að kaupend- ur, sem enn eiga ógoldið fyrir hann.sýni nú lit á að borga sem fyrst. Útistand- andi skuldir blaðsins eru hátt á þriðja þúsund dollars og má slikt kalla vanskil í meira lagi, og vanskil sem koma sér mjög illa fyrir fátæk blöð. Það eru nú tilmæli vor, að þeir sem eiga ógoldið fyrir síðasta árgang eða fleiri árganga, sýni góðan hug sinn til blaðsins, ekki einungis með því að taka það, heldur með þvi að borga það lika. Til þess að geðjast kaupendum blaðs- ins eftir föngum, höfum vér afráðið að gera þeim eftirfylgjandi kosti: Hver kaupandi sem sendir oss $2,00, hvort heldur fyrir næstliðinn eða eldri árganga getur fengið hvort sem þeir vilja söguna Kotungurinn” eða “Mikael Strogoff,” meðan þær endast (af Strogoff eru til að eins um 40 eintök), báðar i kápu. Nýir kaupendur sem borga fyrirfram, fá Heimskringlu og Oldina ásamt þeim f jórum árgöngum sem þegar eru komnir út af Öldinni og hvort sem menn kjósa sér söguna Strogoff eða Kotunginn—alt fyrir $1.50, — Öldin sérstök (4 árgangar) fæst fyrir $1,25. Engin blöð send til íslands nema oorgað sé fyrir fram. Heimskringla P.P.Co. Kveldverdar= Samkoma. -og- Agœtar SManir. Nýir menn á prógramrai. Unity Hall Firatudagskvöldið 4. Marz, Aðgangur 25 cents. Orma-garður. Hin hræðilega saga sem hér fylgir er höfð eftir undirforingja í sjóliði Bandarikja, sem nú um tima hefir verið á einu herskipinu, sem er í Norðurálfu Hann hafði sagt vini sínum í New York söguna í bréfi sem hann ritaði honum og þessi vinur hans opinberaði hana síð an : “Undir einu hegningarhúsi Spán verja í Afríku er kjallari mikill, eða hólf holað í bergið sem húsið stendur á. Nið ur í þessa myrkvastofu eru þeir sendir sem eru óhlýðnir yfirvöldunum, eða sem unnið hafa einhverja sérstaka glæpi Að vera rekinn niður í þessar holur niðri í berginu, er hin hræðilegasta hegning sem hugsast getur, þ'ví bæði er þar raka samt, koldimt að heita má og fult af ormum allskonar og skriðkvikindum. “Það er betri snöggur dauði en löng kvöl” segir máltækið og það á hér virki- lega við. Aftaka er þakkarverð hjá því að*lenda í þessa lifandi gröf. Þegar fangarnir eru komnir þarna niður, er uppgangan byrgð svo vel að útkomuvon er engin. Ein einasta rauf er á gólfinu með járngrindum fyrir og niður um það op er snarað brauði og vatni einusinni á dag, sem fangarnir svo sjálfir sækja er þá hungrar. Þar niðri veit enginn um tímaskifting, um dag eða nótt. Þar er altaf sama svartnættið og missa fang arnir venjulaga vitið fyrri en dauðinn kemur til að leysa þá fráhörmungunum Þegar mikill er aðburður sakamanna eru stundum 5 og 6 menn látnir í senn í hvert hólfið undir fangelsinu, en sem annars er ætlað einum manni. “Það bar til ekki alls fyrir löngu,” segir bréfritarinn, “að 6 menn voru reknir í eitt þetta hólf. Á öðrum degi þegar vörðurinn hleypti matnum niður um opið, heyrði hann aumkunarverðar grátþrungnar bænir um hjálp. En svo gaf hann því ekki neinn gaum. — hafði fyrir löngu síðan glatað allri tilfinningu Þessi skerandi neyðaróp heyrði liann svo á hverjum degi upp frá þessu, er hann kom með matinn, og að síðustu lýstu ópin því, að þeir sem veinuðu svo aumkunarlega, væru orðnir vitstola. En hann gaf sig ekki að því að heldur Svo tók hann eftir því að lyktuin, að tekið var fyrir ópin og að maturinn sem hann lét síga niður var ósnertur. Fangaverðirnir álitu þá að allir menn irnir (6) væru dauðir og létu opna gröf- ina til að rannsaka það. En er þar kom sást enginn þeirra. Þetta vakti undrun mikla, en svo voru samt bráðlega 5 menn aðrir sendir í þetta auða hólf. Og aftur byrjuðu sömu hræðilegu neyðar- ópin og átakanlegar bænir um hjálp. En svo fór þá sem fyrri, að enginn gaf þessu gaum. Innan stundar tók fyrir ópin eins og áður og eins og áður var maturinn ósnertur og ekki örmull eftir af þessum 5 mönnum. Voru nú þann- ig farnir 11 menn,—horfnir algerlega með húð og hári. Þá loksins fór fanga- vörðunum ekki að lítast á blikuna. Þeir sendu nú niður 3 sakamenn og meðþeim 3 embættismenn, trúverðuga, harðfenga og vel vopnaða menn. Svo liðu tveir dagar að ekkert bar til tíðinda, en á þriðja deginum vissu þeir ekki fyrri til en einn sakamaðurinn rak upp átakanlegt neyðaróp. Embætt ismennimir bjuggust til varnar, kveiktu á skriðbyttu, sem þeir höfðu með sér og — er ljósið kom sáu þeir það, er verkaði svo á einn þeirra, að hann féll á gólfið meðvitundarlaus af hræðslu. Óvenju stór höggormur hafði komið fram um rauf í berginu í einu horninu, og vafið sig utan um einn manninn og var að kreista hann, en hann æfti hástöfum vitstola af örvinglun og hræðslu, er hann braust um til að losa sig úr fang- brögðum ormsins. Einn embættismað" urinn brá þegar marghleypu í sigti og er ekki að orðlengja það, að hinn voða- legi höggormur lá dauður innan fárra mínútna, en lífi mannsins varð bjargað. Þarna hafði illkvikindi þetta lifað á mannakjöti viku eftir viku. Mennirnir voru verjulausir og ósjálfbjarga, en víst herfang fyrir orminn, er sótt hafði einn og einn í senn, þegar hann hungraði. Stuttu síðar fannst annar slíkur högg- ormur í sama greninu og sá fyrri skreið úr. Höfðu þeir til samans étið 11 menn svo víst var, á stuttum tíma. Grimmir eins og Spánvgrjar eru við sakamenn sína, hrylti þá samt við þess- um hræðilegu afdrifum, og þó stjórnin hefði í frammi alla króka til að hylma yfir þetta, þá tókst það þó ekki. Fanga- verðirnir gátu ekki annað en sagt sög- una, — einum þetta atriðið og öðrum hitt. Þannig eru farnir hver veit hvað margir af Cubamönnum, því skipsfarm- ur eftir skipsfarm af þeim vesjingum, eru fluttir í þessar hræðilegu dýflissur, í þennan ormagarð Spányerja á Afríku- ströiidum. Ræða flutt á kvennfélagssatnkomu Mikleyjar á nýjársnótt 1897, af Gunnari Gíslasyni: Það er mjög eðlilegt og svarar vel tilganginum, þar sem samkomur eru haldnar, að tala þ.l um eitthvaö sem getur glatt og frætt tilheyrendur og aðra viðkomendur, sem að nota frítím- ann. Það eru gömul spakmæli, sem eignuð eru Kilon spekingi, að þrent sé torveldast: að þegja yfir því sem leynt á að vera; gleyma mótgerðum; og brúka vel sína frítima. Það er ekki svívirðilegra að ráðast á vopnlausan mann, heldur en að tala illa um þann, sem ekki getur afsakað sig. Forsjálnin er æskunnar prýði. En glaðværð ell- innar balsam! Eldurinn hreinsar (reynir) gullið, gullið konuna og konan manninn. Hinn mikli mannvinur og spekingur Aþenuborgarmanna Sokrates heimtaði þrent af lærisveinum sínum : vísdóm, forsjálni og þögn. Einusinni álösuðu vinir hans honum fyrir, að hann heilsaði þeim sem ekki tók undir við hann. Þá sagði Sókrates: “Því álas- ið þér mér fyrir það, að hann er ekki eins mannúðlegur og ég?” Önnur eins heilræði og þetta ætti hver manneskja að læra og leitast við að breýta eftir. Hvað er líf og andi í mannfélaginu, ef það er eins og það á að vera, ef það er ekki kurteisi í framkomu sinni. Glað- værð og góðsemi í orði og verki við ná- ungann og skemtandi samltomur, sem haldnar eru á hentugum tíma, þær geta bezt mint mannsandann á hið um- liðna, á það sem yfir stendur og um- fram alt á að taka vara á og búa sig undir að geta notið sem bezt, sér til sóma og öðrum til gagns og gleði, hina ókomnu tíð, og enginn tími á lífsleið- inni er betur valinn til að gera það, en þegar vír stöndum á þessum tímans vegamótum, stöndum á þeim vegamót- um, sem enda hið gamla ár og byrja hið nýja ár. Fæðingardagur og dauða- dagur eru merkilegustu dagar hvers ein staklings, en gamlársdagur og nýárs- dagur eru vekjarar þeir, sem ætíð geta mint alla á, að nota vel hérverutímann og gæta að skyldum þeim sem hvíla á mannfélaginu í heild sinni, milliþessara merkisdaga, sem ég mintist á, og nú á þessari hátíðlegu stund stöndum vér á þessum vegamó-um. Nú erum vér að kveðja gamla árið með gleði blöndnum söknuði, með yfirvegun og ýmislegum athugasemdum um það. sem oss heflr mætt á þessu nú útrunna ári, og svo þakklæti við gjafarann allra góðra hluta fyrir allar velgerðir hans viö oss, já, alt, bæði blítt og strítt, sem oss hefir mætt þetta liðna ár, og svo iungöngum vér hið nýja ár með þeirri gleðiríku vou og vissu, að það muni færa oss nýja björg og blessun, færa oss alt sem hinn algóði faðir álítur oss þénanlegast til lífs og sálar heilla. Og hverjum er að þakka öll sú ánægja og gleði, sem vér njótum við þessi áraskifti ? Það er fyrst þeim að þakka, sem öll góð og fullkomin gjöf kemur frá, og þar næst hinu heiðraða kvennfélagi Mikle.yjar, sem stofnaðhefir þessa samkomu í þeim tilgangi, fyrst, að kveðja hið gainla ár; annað, að heilsa nýja nýja árinu; þriðja að gleðja og hressa alla sem hingað koma á þessa samkomu, og í fjórða máta, að fá tækifæri til að geta sem bezt auðsýnt bræðrum og systrum sín- um á lifsleiðinni mannúð, gestrisni og veglyndi, sem eru þær dygðir, sem að þessum konum eru svo eiginlegar aö allra dómi, sem þekkja þær rétt. Þær eru byrjaðar að gera tilraunir að meuta þá sem vilja taka þvi. Þær hafa geng- ið á undan með ymsar fyrirmyndanir til framfara í hússtjórninni. Þær hafa stofnað lestrarfélag hér á eynni; og hver af yður, kærn vinir og tilheyrendur, getur sagt nú, hvað mikið og margt gott þær láta af sér leiða í framtiðinni? Það er enginn nema tíminn fær um að leysa úr því. En eins og eldurinn hreinsar gullið, gullið styrkir konuna til nytsamlegra fyrirtækj, og góð kona betrar, styrkir og gleður manninn, eins vona ég að þetta lofsverða fyrirtæki kvennfélagsins verði með framtíð til sannarlegra framfara fyrir unga og gamla, sem hafa vit, vilja og þrek til að færa sér og sínum í nyt framkvæmd ir og framkomu þessara heiðurskvenna. Þær eru þeir réttu manrivinir mannfé- lagsins, sem leitast við í orði og verki að ganga á undan öðrum með góðu og uppbyggilegu eftirdæmi. Góð orð og áminningar til meðbræðra sinna eru mikils virði. En samt hefir reynslan sýnt það áöllum öldum að það er ekki einhlýtt meðal, til að laga og bæta mannkynið, ef hinn sem kennir sýnir það ekki með verklegri breytni og fram komu sinni. Það er beriding en ekki alvara, og líkist sá lærifaðir heiðar- vörðu með áttavita, sem sýriir ferða- manninum stefnuna, en stendur sjálf kyrr. En sá sem breytir’eftir því, er eins og góður húsbóndi, sem segir við verkamenn sina : Koniið með mér, ég skal ganga á undan í öllum verkum, ?er þið eigið aðgera; fylgið ótrauðir. Svona er kvennfélagið okkar. Svona liefir það breytt strax í byrjuninni og gefið með því óræka vou og vissu, að það muni eflast og aukast í því scm gott er og nytsamlegt fyrir framtíðarvelferð sinna félagsbræðra og systra. Að svo mæltu þakkar kvennfélagiö öllúm þeim sem heiðraðjJa samkom- una með nærveru sinni, og óskar af hjarta öllum til heilla og hamingju bæði fyrir sál og líkama á þe.ssu nýbyrj aða Ari, jái drottins nafni! Gleðilegt nýár! Tvo mánuði. ÞAÐVAR TÍMINN, SEM LÆKN- ARNIR SÖGÐU MR. DAVIÐ MOOR AÐ HANN ÆTTI EFTIR OLIFAÐ. Merkileg reynsla manns sem var veik- ur og bjargþrota árum saman. Hann reyndi sex lækna, en alt var til einskis.—Hann á heilsu sína að þakka eftirsögðu vinar- ráði. Tekið eftir Ottawa Journal. Mr. Davið Moor er alþektur og vel virtur bóndi og á heima í Carltonhérað- inu, 6 mílur frá bænum Richmond. Mr. Moorlá veikur í mörg ár, og læknarnir komu sér ekki saman um hvað að hon- um gengi og allar lækningatilraunir þeirra hvers um sig urðu árangurslaus- ar. Mr. Moor segir sjálfur svo frá sjúk dómi sinum, og hvernig hann um síðir fékk bót raeina sinna: ‘Ég kendi fyrst meins mins, er ég var 69 ára gamall, og var ég til þess líma mjög hraustur og heilsugóðnr. Ég fékk fyrst mjög slæm- an hósta og von bráðar þvarr máttur minn og varð ég altekinn af veikinni. Ég var svo fluttur til North Gower og lét læknir þar skoða inig og sagði hann sjúkdóminn mjög hættulegan og gaf mér enga von um að égætti eftir ólifað meira en 2 mánuði, Hann kvað sjúk- dóm minn sambland af lungnaveiki og hálsveiki, og gaf mér meðöl til inntöku og rótarblöð til að reykja, til að lina með þjáningarnar. Ég fór heim við svo búið og datt mér ekki í hug að reyna hvorugt, því ég var sannfærður um að hann þekti ekki sjúkdóminn, en hefði fengið mér lyf þessi að eins til málamyndar. Tveim dögum síðar fór ég til Ottawa og leítaði ráða hjá orðlögð um lækni þar. Eftir að hafa skoðað mig nákvæmlega ',gaf hann þann úr- skurð, að það væri hjartveiki sem að mér gengí og kvað það eins liklegt að ég dæi þegar minst Varði. Ég afréð svo að stjaldra við í borginni um tíma og reyna hvort þessi læknir gæti nokk- bætt heilsu mina. Hann skrifaði svo á blað nafn mitt og heimili og sagði mór að bera það í vasanum ef ég kynni að verða bráðkvaddur úti á víðavangi. Ég dvaldi lengi í bænum undir umsjón hans og lækningatilraunum, en þar eð mér batnaði ekki bjóst ég til að fara heim og leita laeknishjálpar nær heimili mínu. Ég var svo einusinni skoðaður af lækni og gaf hann hiklaust þann úr- skurð, að það væri alls ekki hjartveiki sem að mér gengi, og sagði að margur maður með veikara hjarta gengi á eftir plógnum frá morgni til kvölds, Reyndi ég svo meðöl frá þessum lækni um all- langan tima, án þess mér batnaði nokk uð. Eftir nokkurn tíma versnaði mér mög og tók þá veikin þeirri breytingu, að ég fékk slæmt kast af La grippa og orsakaði það mikil sárindi í hálsinum og herðum og var óg svo lasburða, að ég gat ekki reist höfuðiðfrá koddanum. Sex lækna reyndi ég svo hvern á eftir öðrum, en í stað þess að batna fór veik- in sifelt versnandi, Síðasti læknirinn sem ég leitaði til ráðlagði mér að bíða við þar til hlýnaði veður, og kvaðst þá skyldi brenna mig, til þess að lina kvöl- ina í hálsinum og herðunum. Ég var kominn af stað tiL Richmond, til þoss að láta brenna mig, og mætti á leiðinni Mr. George Aryne frá North Gower. Hann sagði mér svo frá hinum undur- samlegu kraftaverkum, sem Dr. Willi- ams Pink Pills hefðu gert. Eg kom til Richmond, en í stað þess að leita læknis fór ég inn í lyf jabúð og keypti mér Pink Pills og lagði þegar af stað heim aftur og byrjaði að brúka pillnrnar. Áður en ég hafði lokið úr 2 öskjum var ég sann- færður um að þær voru að bæta mór. Ég hélt svo áfram að brúka þessar pill- ur. og sjúkdómurinn, sem “læknarnir höíðu ekki þekt og því ekki getað gert neitt við, fór alt af þverrandí, og jafn- framt hvarf kvölin úr hálsinum og herð unum. Eftir tveggjs mánaða tima var ég orðinn alheill heilsu. Nú er ég 77 áraog þakka guði fyrir að ég get farU ferða minna og er heill heilsu. Ég held enn áfram að brúka pillurnar við og við og er sannfærður um að fyrir fólk á mínum aldri eru þær hin bezta heilsu- styrking. Eftir margskonar árangurs- lausar læknirigatiliaunir'er ég sannfærð ur um, að það er ekki annað en Pinlc Pills sem hafa komið mér í hið ákjósan- lega heilbrygðisástarid, sem ég Snú gleð mig við’. Dr. Williams Pink Pillsbæta blóöið styrkja taugarnar, reka burtu alla sýki úr líkamanum. Og í óteljandi tilfellnm hafs þær læknað, Jiegar allar aðrar lækningatilraunir hafa að engu orðið. Þetta sannar að þær eru ein af hinum undraverðustu uppfiridinguui læknis- fræðinnar á þessari öld. Hinar einu ektaPink Pills eru seldar að eins í öskj- um og prentað 4 vörumerki vort : ‘Dr. Williams Pink Pills for Pale People’. - Variðyður á eftirstælíngum tig kaupið að eins þær pillur, sem vörumerki vort er prentað á öskjurnar. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn Erlingsson, langbesta blaðið sem gefið er út á ís- landi. Kemur út í hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Utsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið lil M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. Fullkomnir demantar. Hið eina óbrygðula í heiml Býr þú til gólfdúka úr afklippum og öðru þesskonar? Ef þú gerir það, þá þarftu að lita heima hjá þór. Það þarf ekki að taka það fram að útlit þess sem þú gerir fer mikið eftir hvaða lit það hefir. Þegar þú brúkar fallega og sterka liti, þá verður verkið ætíð fallegt og ásjálegt, Mundu eftir því að þeir sem búa til hin beztu gólfteppi og dúka í Canada brúka hinn nafnkunna Diamond Dyé. Diamond Dye eru hinir einu litir í heimi sem reynast vel og gera það seirr litað er utlits fallegt. Biddu þann sent þu verzlar við ura Diamond Dyes og taktu enga aðra liti. The —gggg^. Life Insuraiico Co. Uppboig-aður höí'uðstóil $100,000 Vaiasjóður 216,531 Aðalskrifstofa í Winnipeg. FORSETI: Alexander Macdonald, Esq. V ARAFORSETAR : J. Herbert Mason, Esq.; Hon. Hugh J. Macdonald Esq.; George F. Galt, Esq. ST.TÓRNARNEFND : J. H. Ashdown, Esq.; Hon. D. H. Mc- Millan; A. D. Bertrand, Esq.; Jas.Red- mond, Es([.; George R. Crowe, Esq.; R. T. Riley, Esq.; E. Crow Baker.Esq., Victoria, B.C. ; VVilliam Logan, Esq., Carberry; Andrew Kelly, Esq.,Brandon; T. B. Millar, Esq., Portage La Prairie. J. H. Brock, ráðsmaður. Þetta félag var stofnað til þess að halda þeim peningum í landinu sem borgaðir eru upp í lífsábyrgð, og til þess að gefa þeim sem tryggja líf sitt hér tækifæri til að græða á því að hér eru hærri vextir goldnir af peningum en A flestum öðrum stöðum. Hver ætli vildi senda peninga sína til Englands,Banda- ríkjanna eða Austurfylkjanna til að á- vaxtast, þegar lánfélögin frá þessum stöðum senda peninga hingað ? Finnið umboðsmenn vora að máli eða komið við á skrifstofu vorri. Vér þurfum að fá umboðsmenn allstaðar. Great Xort-West Saddlery House. Gnægð af allskonar reiðfari, hnökk. um, kofortum, töskum og öllu því sera lýtur að akfærum. Vér höfum einnig á boðstólum hinn nafnkunna “Chief «!lt «ael” hjólhest (Bicycle). Ef þér viljið fá frekari upplýsingar, þá sendið eftir fallegum og vönduðum verðlista. Vér sendum hann ókeypis. E. F. HUTCHINGS. 519 .79aiu Str, Winni|»e}j Isleiöinpm i Argyle 0 Kunngerist hér með, að ég undirritaður hefi nú i annað sinn byrjað á skósmíði í Glenboro. Auk þess að gera að skóm og stígvólum, tek ég nú að mór að gera við “Fur”-kápur, vetlinga o. s. frv. Notið nú tækifærið, landar ! Ykkur er kunnugt að ég er æfinlega viðbúinn. að leysa verkið fljótt og vel af hendi. Verkstofan á Aðalstrætinu í Glenboro. Masfnús Kaprasíusson. Vin og Vindlar. BIIANDY, WHISKEY, PORTWINE, SHERRY og allar aðrar víntegundir, sem seldar eru í Winnipeg. Allskonar öltegundir æfinlega á reiðum liöndum. Hvergi í bænum betri vindlar. Alt með lægsta hugsanlegu verði. H. L. Chahot, Oegnt Ci*y lli-.il 513 Main Str

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.