Heimskringla


Heimskringla - 04.03.1897, Qupperneq 4

Heimskringla - 04.03.1897, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA 4 MARZ 1897. ííennar hátignar canadibku þegnar. Þeir ættu allir að^vera heilsu góðir og hraustir. Paines Celery Compound getur gert hinarcanadiskukonureins lang lífa og drottninguna sjálfa. Og það gerir karlmennina líka hrausta og heilsugóða. Það gerir hina veikbygðu og heilsu- tæpu hrausta,[heilbrigða ogánægða og góða borgara í landinu. Það er Paines Celery Compound, sem hefir þessi ágætu áhrif. Hið dásamlega og breytilega lofts- lag í Canada á sér hvergi í heimi líka. Og þess vegna ætti lika þjóðin í land- inu að vera fyrirmynd annaraað hraust leika og heilsu. En því miður er það ekki þannig. Hér er meira en skyldi af krankleik allskonar og dauða. En slíkt er fólkinu sjálfu að kenna, en ekki landinu, sem þeir búa í. Vér segjum við þá sem sjúkir eru og heilsutæpir: Reynið undrakraft Paines Celery Compound. Hinn maka- lausi kraftur þess getur gert 'oss hraust og langlífa þjóð á mjög stuttum tima. Paines Celery Compound iæknar skjótlega taugaveiklun, máttleysi,melt- ingarleysi, lifrarveiki, nýrnaveiki, blóð- sjúkdóma, gigtveiki og höfuðveiki. Það er hin eðlilegasta og bezta styrking og hreinsun fyrir alla líkamsbygginguna. I,in flaska af því nægir til að sannfæra hvern mann. ‘Paines’ er hið eina ekta. Kauptu það og ekkert annað. “ Medal Contest.” Á föstudagskveldið kemur (annað kvöld) fer fram Demorest Gold Medal contest, á North West Hall undir um- sjón ísl. stúknanna Heklu og Skuld I. O. G. T. Um þessa gullmedalíu fá þeir einir að kappa sem áður hafa náð silfur medalíu. Þau sem reyna sig verða: Miss Björg Anderson og Miss Halldóra Johnson úr Heklu. Miss Guðrún Free- man og Mr. 0. Eggertsson úr Skuld. og Mr. Run. Fjelsted úr Bandalaginu. Á samkomunni verður ágætt musical pro- gram: hljóðfærasláttur söngur solos o. s. frv.—Ráð fyrir fólkið að koma tíman- lega því búast má við að aðsókn verði mikil. Aðgangur 15 og 10 cents. Kveldverdar= Samkoma. —Og— , Ágœtar Skemtanir. Nýir menn á prógrammi. —í— Unity Hall Fimtudagskvöldið 4. Marz. Aðgangur 25 cents. PROCjRAMM : 1. I. A. C. Orchestra. 2. Solo : Tómas Johnson. 3. Cornet Duet: H. Lárusson, H. B. Halldórsson. 4. Söngur : T.Jobnson, M.Halldórson, Ó.Björnson, H.B.Halldórss C.B.Julius, H.Lárusson. 5. Duet : Miss Anna Skaptason, Miss Ólöf Skaptason. 6. Veitingar. 7. Kappræða : Rögnvaldur Pétursson Hjörtur Leo. 8. I. A. C. Orchestra. 9. Cornet Solo : H.B. Halldórsson. 10. Solo : Tómas Johnson. 11. I.A.C. Orchestra. 12. Söngur: T.Johnson, M. Halldórson, Ó.Björnson, H.B.Halldórss. C. B.Julius, H. Lárusson. Eldgamla Ísafold. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn Erlingsson, langbesta blaðið sem gefið er út á Is- landi. Kemur út í hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. Fræðiblað með myndum. Kemur út í] Reykjavík einu sinni á hverjum mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð- ngt fiytrur myndir af nafnkunnum ís- lendingum. Iiitstjóri og eigandi Þotsteinn Gíslason. Blaðið kostar í Ameriku, fvrirfram borgað, einn dollar árgangurinn. Winnipeg. Dragið ekki til morguns það sem gert verður í dag. Borgíð Heimskringlu i dag. Hr. Erlendur Gíslason, frá Cypress River, Man,, kom til bæjarins í vikunni sem leið. Iðnaðarsýningarstjórnin biður fylk- isstjórnina um $6000 tillag til sýningar- innar í ár, og bæjarstjórnina um $5000 tillag. Skemtisamkoma og veitingar í Tjaldbúðinni á fimtudagskvöldið kemur (11. þ. m.). Litið eftir nánari auglýs- ingu á öðrum stað í blaðinu. í kvöld kl. 8 byrjar kvöldskemtun- in í Unity Hall. Lesið prógrammið á öðrum stað í blaðinu. Ágætar veiting- ar. Alt fyrír 25 cent. Mr. R. P. Roblin, sem verið hefir á ferð austur um land, kom heim á sunnu- daginn var og tók sér sæti á þingi á mánudaginn. Hra. Bogi Eyford, innflutnlnga- umboðsmaður og tollþjónn Bandaríkja- stjórnar í Pembina, N. Dak., kom til bæjarins í vikunni sem leið í erindum Bandaríkjastjórnar og dvaldi til sunnu- dags. Oss bráðliggur á peningum. Þeir sem skulda oss eru þess vegna beðnir að senda oss eða færa oss, þó ekki sé nema lítill hluti skuldarinnar. “Margt smátt gerir eitt stórt.” Hon. George E. Foster, fyrverandi fjármálastjóri Canada, kom til bæiarins á mánudaginn, vestan úr Kootenay- námahéraði. Á þriðjudagskvöldið flutti hann ræðu á fundi í félagi ungra con- servativa hér í bænum. Hr. J. E. P. Prendergast, sem sagði af sér þingmennskunni fyrir St. Boni- face, fyrir skömmu, hefir nú verið skip- aður county-dómari hér í fylkinu, frá 1. Marz 1897. Fyrst um sinn verður starf- svið hans hér í Winnipeg. Desember og Janúarnúmer Sunnan- fara komu með seinasta pósti. Flytur hann myndir af: Fridthiof Nansen, Kristjáni Matthiassyni, merkisbónda á Hliði á Álftanesi, fæddur 1821, dáinn 1889; Hjálmari Hermannssyni, danne- brogsmanni, á Brekku í Mjóafirði, fædd- ur 1819. Þau hjónin, Mr. og Mrs. Benedikt J. Vestman, að 44 Winnipeg Ave. hér í bænum, mistu st-x ára gamlan son sinn, Kristjón Helga, úr Díphtheria, á þriðjud. 23. f. m., eftir tæpra 3 daga veikindi, Var þetta hið síðasta af 5 börnum, sem þau hjón hafa eignast og mist, og er það átakanlegt í mesta máta. Þeir herrar B. L. Baldwinson og T. Thoraas komu heim úr rannsóknarferð sinni um gulllandið nýfundna á austur- strönd Winnipegvatns, á laugardags- kvöldið var. í fám orðum sagt mun þeim hafa litist vænlega á héraðið.Þeim þykir lítill efi á að þar sé gull svo að segja í hverjum steini, en gátan sem enn er óráðin, er sú, hvort svo mikið er af þvi, að það svari kostnaði að vinna grjótið. Þeir munu hafa merkt sér námalóðir, er þeir svo skrifa sig fyrir, og nokkrir fleiti íslendingar munu ætla sér að taka námalóðir á sama svæðinu. Það er nú sagt eflaust að Hon. H. J. Macdonald ætli að taka við stjórn conservativa í fylkismálum á fylkisþingi við fyrsta tækifæri, en sleppa dominion- þingmennsku í bráð. Menn hér í fylk- inu höfðu alment æskt eftir þessari breytingu og er Mr. Macdonald lót sig einu gilda, var gengið að Sir Charles Tupper, þangað til loks að hann lét til- leiðast, samkvæmt siðustu fregnum að austan. — Af þessum fregnum er því að ráða, að úrskurði hæstiréttur bænar- skrána um að ónýta kosningu hans í Winnipeg framboma og útbúna sam- kvæmt lögum, og að kosningin sé því ógild,—af þessu er þá að ráða, að hann þá ekki gefi kost á sér aftur til domin- ion-þingmennsku. — Siðan hið ofanrit- aða var fært í letur er komin skvlaus fregn um að Hon. H. J, Macdonald sé4 orðin leiðtogi conservativa hér í fylkinu þó óvíst sé um hvenær hann leitar eftir kosningu á fylkisþing. Saga lífsábyrgðar mannsins J. J. Hanratty, umsjónarmaður fyrir Standard Life Assurance Co. í Peter- borough, læknaðist af vöðvagigt með the Great South American Rheumatic Cure”. Það breytir kvalanótt í bjartan heilladag. Hann segir : Eg þjáðist mjög af vöðvagigt og mátti ganea um gólf meiri hluta af nóttunni. Eg útvegaði mér flösku af "South American Iiheu- matic Cure” og varð mikið betri eftir fiar inntöknr. Það er áreiðanlegt með al ogég mæli fa-,tlega ineð því. Dánarfregn. Þriðjudaginn 2. þ.m. lést hér í bæn- um hin góðkunna kona Mildríður Jó- hannsdóttir, kooa Guðmundar Olafsson- ar, frá Osum á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu, og sem um raörg ár hafa búið hér í bænum ; fluttu tii Ameríku árið 1874. Jarðarförin fer fram í dag (fimtud.) kl. 3e.h., frá Central Congregational kyrkjunni. Nú er alment spáð að hveiti sé um það að hækka í verði svo miklu muni. Er það sögð ástæðan, að hausthveiti kvað líta illa út adstaðar í landinu, þar sem því er sáð. . ‘Bjarki’ barst oss á þriðjudaginn. Tíðin á Austurlandi yfirleitt góð til þess seinustu vikuna í Janúar, er gerði á rokviðri með snjóburði og 10—11 st. frosti. Nánari fréttir næst. Seinustu 4 dagarnir í Febrúar voru frámunalega kaldir, einkum 25. og 26. Frost þá að sumir sögðu 44—45 fyrir neðan zero. Marz byrjaði kuldalega, en nú óðum að hlýna, enda sunnan og vestan átt síðan um helgi, Hr. Jóhannes Th. Jóhannesson, 392 Fonseca Str., biður oss að minna fólk á, að haiin selur hið ágæta meðal “Our Nativ Herbs.” Besta lyf við .meltingar- leysi og gigtveiki og mjög blóðhreins- andi. Félag var myndað hér í bænum í vikunni sem leið i þeim tilgaDgi að lita eftir gerðum bæjarstjórnarinnar og sjá um að hún fari ekki of geyst á stað með umbætur á strætum o. s. frv. og'eyði ekki fé að óþörfu. í þessu félagi geta verið þeír einir sem eiga hús og land í bænum. Það er sagt að á fundi í “íslend- ingafélaginu ” gamla, í vikunni sem leið, hafi verið samþykt að gefa sjóð fé- lagsins, um $500,til kyrkjufélagsskólans fyrirhugaða, með því skilyrði að skól- inn verði hér í Winnipeg og, að því er Tribune segir, með því skilyrði einnig, að skólinn komist á innan tveggja ára frá 1. Júlí 1897. Gordon og Ironsides vilja hafa verk stæði sitt suður og suðvestur af sýn- ingagarðiuum, vilja fá landið ókeypis, vera undanþegnir skattgjaldi í 30 ár og fá lokræsi vestur þangað og gegnum landeign sína endilanga. Lofa að koma upp byggingum tafarlaust er kosti $200 000. Bæjarstjórnin ákveður að veita þetta. Hra. Paul Johnson fer af stað héð- an úr bænum á þriðjudag 9. Marz út í Álftavatnsnýlendu, tilað selja gleraugu og sjónauka fyrir W. R. Inman & Co. hína alkunnu gleravgnasala hér í bæn- um. Hann hefir með sér upþlag mikið af gleraugum allskonar og er þetta hið ákjósanlegasta tækifæri fyrir nýlendu- menn að fá sér gieraugu sem eiga við augu þetrra og sem ekki kosta meira en óvöndað gleraugu. Það hefir lengi verið talað um það á bæjarstjórnarfundum og annarstaðar, að breyta þyrfti fyrirkomulaginu á bæj- arstjórninni og virtust menn helzt vilja að ráðaneyti væri myndað, er mestu réði um fjárveitingar, störf, o. s. frv., á sama hátt og ráðaneyti fylkis eða sambandsstjórna ræður slíkum fram- kvæmdum. Nú fyrir skömmu var þetta rætt allmikið á bæjarstjórnarfundi og kom þá fram ný tillaga, frá Mr. Baker, að í stað ráðaneytis með háum launum, verði hinum sérstöku standandi nefnd- um veitt fult framkvæmdarvald og að öllum bæjarráðsmönnum verði launað. Yrðu þá launin sem hér segir : Bæjar- ráðsformaður $1500, formenn nefndanna $400 hver og aðrir bæjarráðsmenn $300 hver. Á föstudagskvöldið 26. f. m. komu bæjarráðsmennirnir allir saman, að einum undanteknum, til að ræða um þetta mál. Tillagan um ráðaneyti var iá feld með 9 atkv. gegn 3, þannig : með henni voru mayorinn, Stuart og Hislop, en á móti H. Wilson, Andrews, Bell, C. H. Wilson, Dvson, Mitchell, Arthbuthnot, Kennedy. Baker (Chaffey var ekki á fundi). Þetta var svo við- tekið á bæjarráðsfundi á mánudagskv. Fluttur. Ég hefi flutt flutt frá Notre Dame Ave að 561 Elgin Ave. (Jemima Str.) og er mig þar að hitta með alslags góðgæti sem öllum er kunnugt. Ég vonast eftir að sjá mína fyrrum skiptavini, og marga nýja. HANS EINARSSON 561 Elgin Ave. (við endan á Kate Str.) Eftirspurn. Hver sem veit hvar Margrét Skaptadottir, nú til heimilis í Ameríku dóttir Skapta sál Læknis í Reykjavík, er nú til heimilis, er vinsamlega beðin að senda utanáskrift hennar til undir skrifaðrar. Ingibjörg [S. Johnson^ Spanish Fork, Utah. Geðillar konur. Lyfsali einn í stórum bæ í Ontario- fylki skrifaði nýlega á þessa leið: ‘Eg hefi nýlega átt viðskifti við mjög geðillar konur. Af einhverjum sauðþráa eða annari heimsku keyptu þær æfinlega hina gömlu, óvönduðu liti í stað þess að kaupa hina ágætu Dia- mond Dye liti, sem aldrei bregðast. Þessar konur urðu sárlega vonSviknar, og alt sem þær reyndu að lita skemdist meira og minna. Þær fóru svo að koma til min og kaupa af mér, er þær vissu að ég seidi einungis hina góðkunnu Dia mond Dye liti”. Moral: Þegar þú litar heima, þá brúkaðu æfinlega ‘Diamond’, sem aldrei bregzt. Afsegið allar eftirstælingar. (Comsert & Cake Contest), verður haldin í TJALDBÚÐINNI Fimtudaginn 11. þ. m., kl. 8 e. h. PROGRAfin: 1. Söngflokkur safnaðarins syngur. 2. Solo : Miss Borthole. 8. Tala : Séra H. Pétursson. • 4. Solo: Miss Anna K. Johnson. 5. Upplestur : Miss G, Ólafsson. 6. Solo : Mr. Thos. H. Johnson. 7. Söngur: Nokkrar ungar stúlkur. 8. —9. Kappræða : Mr. Baldwinson, Mr. Scheving. 10. Kökuskurður og heitt lemonaðe. 11. Söngflokkur safnaðarins syngur. Inngangseyrir 25 cts. fyrir fullorðna, 15 fyrir börn. íslands-féttir. Framh. frá 2. bls. Jón Yídalín. Á Þýzkalandi hefir ís- landsvinurinn dr. Carl Kuckler í Leip- zig meðal annars ritað grein um land- skjálftana í Desemberhefti tímaritsins “Tuttugasta öldin” (“Daz zwanzigste Jahrhundert”) og skorað á alla Þjóð- verja til samskota. Segir hann í bréfi til ritstjóra þessa blaðs 12. f. m., að hann þá þegar hafi fengið nokkra upp- hæð, og muni hann senda landshöfðingj anum með ‘Thyru’ frá Höfn 14. Marz öll þau samskot, er hann þá hafi fengið. Kuckler hefir og ritað aðra grein um þetta efni i tímaritið “Universum”. Það er aðdáanlegt, hversu Kuchler læt- ur sér annt um alt, er ísland snertir og hversu mikiðómak hann gerir sér til að vekja eftirtekt Þjóðverja á landi voru. Og víst er um það, að ísland á nú sem stendur engan betri og óeigingjarnari vin útlendan, en hanu, Embættisveiting. Guðm. Scheving aukalæknir á Seyðisfirði hefir fengið 7. læknishérað (Strandasýslu og nokkuð af Barðastrandasýslu). Engir aðrir sóttu. Prófastur skipaður í Kjalarnesþingi 28. f. m. sera Jóhann Þorkelsson dóm- kyrkjuprestur, er verið hefir settur prófastur um hríð. Dáinn hér í bænum 2, þ. m. Árni Eyþórsson verzlunarmaður (sonur Ey- þórs kaupm. Felixsonar), þrítugur að aldri, einn meðal hinna færustu ungra verzlunarmanna hér, bæði ötuíl og hag- sýnn í verzlunarefnum, og hinn áreið- anlegasti í viðskiftum, enda mjög vel látinn af viðskiftamönnum sínum. — Hann ætlaði að sigla til útlanda nú með póstskipinu, og byrja sjálfur verzl- un í vor hér í bænum. EFTIR STEFNI. Akureyri, 31. Des. Veðrátta hin hagstæðasta alla jóla- föstuna og jólaveðrið hið ákjósanlegasta Vestan rosastormur síðan á jólum, en ekki snjófall. Beitt var í flestum sveit- um Eyjafjarðarsýslu alla jólaföstuna. 60 krónur hafa síðan í vor verið gefnar í gjafahirzluna á Oddeyri til eknasjóðsins. Jarðskjáiftasamskot á Akureyri voru orðin kr. 1576,95. á nýári. Eins og sjúklingar vita. R. Scriver, trésmiður í Hastings, þjáð- ist mjög af nýrnaveiki. “South Ame- rican Kidney Cure” læknaði hann fljótlega. Það er sérstakt meðal við sérstökum sjúkdómum. Það uppleysir og ber á burt alt ó- hreint úr líkamanum. Er hættulaust og áreiðanlegt í mörg ár hefi ég þjáðst af nýrna- veiki og mikil meðalabrúkun hefir ver- ið óhjákvæmileg. Fyrir 2 árum síðan varð ég að leita til læknis, þar kvalirnar voru óbærilegar og þvag mitt líkara blóði en nokkru öðru. Fór ég þá að brúka "South American Kidney Cure“. Það læknaði mig óðara, og frá þeim tfma hefi ég aldrei kent nokkurs meins. Éggetsamviskusamlega mælt meðþessu meðali við alla sem þjást af nýrnaveiki. Itrnnswich Hotel, á horninu á Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi í bænum betri viðurgerningúr fyrir $1 á dag. Bestu vín og vindlar. Fríflutn- ingur að og frá járnbrantar.tuðv’um. McLaren Bro’.i, eigendur. Sneri þeim trúlausa. Agæti “the Great South American Nervine” stenst allar árásir þess auð- trúaða og efablandna þegar búið er að koma þeim til að brúka það einu sinn, verða þeir beztu vinir þess því það bregst þeim aldrei. Mr. Dinwoodie, Campbellford, Ont., segir: "Ég mæli með South American Nervíne við alla menn, Eg álít eg lægi á liði mínu í mannkynsins þarfir ef ég gerði það ekki. í einu tilfelli hefi ég sannfært mann, sem var trúlaus á öll meðöl. Hann keypti flösku og kveðst aldrei skuli án þess vera. Hann hefir sannfærst um þess mikla gyldi sem maga- og tauga-styrkjandi meðals, F.g hefi það ætíð við hendina. Inntaka af og til ver mig öllum sjúkdómum. Það er sannkallað undrameðal.” EFTIR ÞJÓÐV. UNGA. ísafirði 14. Des. Hér hafa haldist stillviðri, eða hæg sunnanveður frá byrjun þ. m. Fjársala kaupfélaganna. Kaupfé- lög þau er skift hafa við þá Zöllner og Vídalín, hafa í ár fengið fviir hesta, sauði og ull, að erlendum kostnaði frá- dregnum, upphæðir þær er hér segir : Hestar. Sauðir. Ull. K.fél. N.-Þingey.i. 15,90 70,25 “ Þingeyinga 14,21 72,83 “ Svalbarðseyrar 13,46 71,00 “ Húnvetninga 52,78 13,26 “ Stokkseyrar 50,27 11,31 “ Skagfirðinga 52,15 11,29 “ Vestur-Árnes. 14,07 Verzl.fél. Dalamanna 50,15 13,12 Glæsibæjarhreppsfél. 11,92 Pönt.fél. Fljótsdæl. . 14,44 73 04 “ Eyfirðinga . 11.70 71,00 Hval íak í f. m. í Látravík á Strönd- um, og var hann skaddaður mjög, höf- uðlaus að sagt er. Húsvígsluhátíð. Bindindisfélagið "Dagsbrún” vígði 6. þ. m. hið nýja sam- komuhús sitt, er það hefir reist hér j kaupstaðnum. Bindindismenn eru nú 98 að tölu, og höfðu þeir boðið fjölda ut- anfélagsmanna að vera viðstaddir, er húsið yrði notað í fyrsta skifti. Jarðskjálftasamskot á ísafírði orðin kr. 1984,13. 31. Des. Tíðarfar. Eftir lognin og hlýviðrin tók veðráttan að breytast á þorláks- messu (23. þ. m.), og gerði snjóa nokkra otr hvassviðri, sem hafa haldist síðan. Aflabrögð hafa síðari hluta þessa mánaðar verið nokkru tregari, vegna skorts á beitu, en yfirleitt mun þó afli hér við Djúp nú orðinn fult eins mikill eins og á nýári i fyrra, og var þá þó tal- ið bezta afla-ár. Há útsvör. Eftir því sem oss er skrifað úr Álftafírði eru útsvör hval- veiðamannanna á Langeyri, samkvæmt niðurjöfnun hreppsnefndarinnar i vetur, alls nálægt 1600 kr., og útsvör hval- veiðamannanna á Dvergasteinseyri í sama hreppi um 800 kr., en hæðst útsvar bænda þar 45 kr. Dáinn 1. þ. m. Þorleifur bóndi Helga- son í Kleifakoti í ísafírði. TÆRING LÆKÍJDÐ. Læknir einn gamall gaf upp læknri störf sín, en áður hann gerði það fyrsi fult og ait, fann hann það skyldu sina að gera meðborgurum sínum kunna samblöndun lyfs eins úr jurtarikinu, er kristniboði eínn úr Austnr-Indlandi hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr- ir fult og alt að lækna tæring, barka- bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra háls- og lungnasjúkdóma. Það er einn- ig óyggjandi meðal við allskonar tauga slebju og taugaveiklun. Var læknirinn búinn að reyna kraft þess í þúsund til- fellum. Knúður af hvötum þessum og lönguninni til að létta mannlega eymd, skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn á tilbúningi lyfs þessa til allra. er þess óska, á þvzku, frönsku og ensku, með skýrum leiðbeiningum fyrir notkun þess. Sendist meo pósti að fenginni ut- anáskrift á bréfspjaldi með tilgreindu blaði því, er auglýsing þessi var í fundin. W. A. Noyes, 920 Powers Block, Rochester, N. Y. Bróstþyngsli. HAFÐI EKKI GETAÐ SOFIÐ í RÚMINU í 25 ÁR. , Virtist 'dæmdur til kvala og eilifrar eymdar—faðir hans, afi og lang- afi höfðu dáið af því.—En á efri árum læknast hann og ér litið á lækninguna sem kraftaverk. Úr Whitby Chronicle. Ár eftir ár hafa sögur komið í blað- íð Chronicle um hinar orðlögðu lækn- ingar af Dr. Williams Pink Pills. All- an þann tíma höfum vér verið að grensl ast eftir sjúkdómstilfelli hjá okáur. er tæki af allan efa um lækningar þessar. Vér höfum fundið nokkur dæmi, en æ- tíð vildi svo til að viðkomandi sjúkling ur var svo tilfinninganæmur ad hann vildi ekki láta opinbera nafn sitt eða sjúkdóm. Nýlega höfum vér þó orðið vísari sjúkdómstilfellis eins sem mjög er merkilegt. Mr. Salomon Thomson býr á fögr- um búgarði á vesturströnd Mud Lakes í Carden township í North Victoria. Hefir hann verið þar í 40 ár og var hinn fyrsti maður sem þar nam land. Odd- viti í Carden og Dalton townsliipnm var hann i 35 ár áður en héruöin Poter- boro og Victoria voru aðskilin Herra Thomson hefir þjáðzt af brjóstþýngsl- umí40áreða lengur. En vér skulum láta hann segja söguna sjálfan : ‘15. Október árið i:896 fórum við til Mud Lake, til þess að skoða stöðvar þær sem við lengi höfðum þekt og fundum það þá vera skyldu okkar að heimsækja herra Thomson og frétta af honum frásöguna um það hvernig hann hefði bata fengið. í 25 ár höfðum við þekt hann og vissum að hann þjáðist þunglega af brjóstþyngslum, svo að ekki höfum vér vitað jafnsjúkan mann halda lífi. Við furðuðum oss oft á því, að hann skyldi geta lifað þennan og þennan daginn. Þegar við komum að heimsækja hann, þá kon» hann móti oss glaður og kátur og bar ekki hið minsta á hinni gömlu veiki hans. Oss var þeg ar boðið inn og létum við sem eölilegt var það vera hið fyrsta, að spyrja hann ef alt væri satt sem sagt var um lækn- ing hans við brúkun Dr. Williams Pink Pills. ‘Enginn efi á því’ sagði hann. ‘Hve lengi hefir þú brúkað þær og hve margar öskjur þurftir þú að taka?’ var hann spurður. ‘Eg byrjaði fyrir ári síðan’, sagði hann, og brúkaði 8 öskjur. Við spurðum hann svo, ef hann héldi að batinn væri alger. ‘Já’, sagði hann, ‘og ég hefi ekki tekið inn neina pillu í 3 eða 4 mán. En þó er ég ekki alveg viss um það enn þá. Sjáið þið! Faðirminn, afi og langafi dóu allir úr brjóstveiki. Ættfólk mitt fær kvilla þenna fyrr eða síðar og deyja út af. Ég hefi mist þrjá bræður úr sýki þessi. Og þegar ég sé þessi afdrif frænda minna, þá er fremur örðugt að gera mig trúaðann; en það get ég sagt yður að meir en í 30 ár hefi ég ekki getað sofið í rúmi mínu þangað til ég fekk Pink Pills. Eins og þið vitið svaf ég einlagt í stól þessum, sem þið sjáið mig sitja í. Eg hafði hönk festa £ krók upp í loftinu og sat þannig, að höfuðið hvíldi í hönkinni meðan ég svaf En nú geng ég til lúms míns þegar aðr- ir fara að sofa’. ‘Hve gamall eruð þér?’ ‘76 ára’, svaraði hann, og finst ég vera yngri en fyrir 30 árum síðan. Ég þjáð- ist mikið af g'igtveiki og öðrum vesal- dóm, líklega taugaveiklun,en orsökin var svefnleysi, en nú er gigtveikin nær öll farinmeð brjéstþyngslunum’. Meðan við vorum að spjalla saman kom inn Mrs. Thomson, ern kona og móðir 13 barna, og er hún hafði hlustað á sögu bónda sins hóf hún máls á þessa leið: ‘Eg bjósá ekki við að neitt gæti læknað Tomma minn’, sagði hún. ‘Við vorum einlægt að reyna að fá eitthvað sem g æti bætt honum svo hann gæti sof ið á nóttunni, en það virtist alt vera jafn ónýtt. Fyrst fór hann að taka 1 pillu á eftfr máltið, en svo jók hann inntökuna og fór að taka tvær. Sáum við aðhann var stórum betri, er hann var búinn með tvær öskjur urðum við vongóð. Seinna gengum við úr öllum efa um bata hans ográðlagði ég frænku minni að reyna lyfin jómfrú Day og hafði blóð hennar breyzt í vatn að því er séð varð, og var hún svo farin að heilsu oglífskröftum, að hún vildiekki lifa lengur. Hún var orðin margul sem saffranleður og virtist ekki geta lifað viku lengur. Þér munuð tæþlega trúa því, en stúlka sú var orðin hin hraust- asta og fallegasta í nágrenninu áður en 3 mánuðir voru liðnir, alt af því að hún fór að taka inn Pink Pills’. í þessu var lcallað á Mrs. Thompson frá okkur til að gegna einhverjumheimilisstörfum og tók Mr. Thompson þá aftur til að segja sögtina um lækning sína hina dá- samlegu. ‘Þið getið ekki gert ykkur neina hugmynd um hvað það er að lifa 35 ár að geta ekki kvalalaust fengið sér einnar nætur svefn. Ég get ekki fund- ið nein orð til þess að skýra fyrirykkur mótsetninguna milli þæginda þeirra og vellíðunar sem ég nú á við að búa og hinnar óttalegu æfi; er ég áður átti um svo langan tíma, Ég hafði stóra fami- líu, marga munna að fæða og varð að vinna þegar ég oft og tíðum vildi held- ur kjósa að leggjast niður og deyja. Oft kom ég heim að kvöldi algerlega út taupaður, en fékk ekki hvildina að held- ur; það var ekki um hvíld að tala fyi ir mig; það var eins og ég væri til kvala dæmdur. Þegar frændur mínir hertu að mér að reyna Dr. Williams Pink Pills, þá hélt ég það væri gagnslaust, en eitthvað hlaut ég að gera, eðadrep- ast að öðrum kosti, og hér er ég nú heill og hraustur’. Og gamli karlinn skók höfuðið og leit út sem maður, er glaður væri yfir endurnýjuðu lífsafli og laus við vesaldórn allan. Þegar við vorum búnir að óska gamla manninum til hamingju yfir því að hann var laus orðinn viðþennan illa óvin ættar hans, keyrðum við á brott. A mörgum stöðum í grendinni fórum við að færa í tal sjúkdóm hans og lækn ingu og komumst að því, að það var furðuverk talið. Hvar sem menn þektu Thompson og ætt hans, ætlaði enginn að trúa því að nokkuð annað en dauð- inn gæti losað hann við brjóstþyngsli hans. Hvert eitt orð sem hér er ritað má fá sönnun um, með því að skiifa til Mr. Solomon Thompson, Dalrymple P. O. og náinn kunningsskapur um 25 ára tíma gerir það, að sá sem ritar sögu þessa Retur sannað alt sem í henni er og ábyrgðarmaður fyrir sannsögli Mr. Thompsons. Dr. Wílliams Pink Pills lækna þann- ig að þær slíta rætur sjúkdómsins. Þær endurnýja og byggja upp blóðið.styrka tauuarnar og hrekja þannig sjúkdóra- út, úr líkamanum. Forðastu eftirstæl- ingar með því að krefjast þess, að bver askia. sem þú kanpir sé vafin í nmbúð- úm peim or ulmi ii sé lotrtið hið fulla - oizlun.'irmei ki : Dr. "’illiams Pink Pills for P«le P.'Oph’.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.