Heimskringla - 29.04.1897, Qupperneq 1
XI. ÁR.
NR. 18.
Heimskríngia.
WINNIPEG, MAN., 29 APRÍL. 1897.
Cheapside,
Abatast a reynslunni.
Centa afslattur
i fatabud vorri.
Hver sem sýnir oss þessa auglýs-
ingu, á heimting á því að 20% sé
sleginn af öllum alfatnaði sem hann
kaupir ef verðið er upprunalega
meira en $5,00. T. d. föt sem eru
merkt $6,00 fást fyrir $4,50 og föt
sem kosta $10,00 fást fyrir $8,00.
Vér höfum eitt hið stærsta og bezta
upplag af fatnaði sem til er hér í
Winnipeg, og verðið er mjög lágt.
CHEAPSIDE,
578 og 580 Main St.
Rodgers Bro’s
cfe 00.
P.O. Box 639.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG 22. APRÍL.
Grikkjum gengur nú betur aftur.
Tóku sjö þorp af Tyrkjum í gær. í gær
stóð aðalorustan í grend við Larissa að
alherstöð Grikkja, og þó Tyrkir hefðu
5—10 menn á móti hverju m einum
Grikkja, biðu þeir þó ósigur eða gátu
ekkert á unnið. Seint í gær telegrafer-
aði Konstantinus herstjóri til föður síns,
að alt gengi ágætlega,—að Grikkir væru
búnir að ná haldi á öllum brautunum
og fjallskörðunum sem farið yrði um
norðan yfir landamærin, niður á Þessa-
líuslétturnar. — Sjálfboðaliðsmenn rísa
nú upp um þvert og endilangt Grikk-
land og er ætlast á, að um það að þessi
vika er liðin, verði um 40 þúsundir sjálf-
boðaliðsmanna komnir norður á landa-
mærin. Grikkir hvar.i heimi sem eru
hugsa nú til heimferðar föðurlandinu til
hjálpar. Auðugur griskur maður sem
lengi hefir rekið verzlun í Montreal, er
nú að selja verzlun sína og fer af stað
alfarinn til Grikklands um næstu helgi,
til þess að helga föðurlandinu efni sín
öll og sjálfan sig. Samskonar sögur
berast úr öllum áttum þar sem grískir
menn eru.
Brezkt auðmannafélag, með hertog
ann af Teck í broddi fylkingar, vill fá
leyfi hjá Canadastjórn til aðnema málm
úr jörðu, byggja járnbrautir norðvest-
ast í Canada, frá Kyrrahafi upp um fjöll
að Yukon-fljóti og að koma upp gufu-
skipuin á fljótinu, og til þess yfir höfuð
að tala að ráða lögum og lofum í þessu
héraði samkvæmt reglum er Canada
stjórn setur. En svo vill félagið að
stjórnin ábyrgist því 3% vöxtu á ári af
stofnfé er nemur miljón.
Þó Spánverjar séu of magnlausir
orðnir til að berjast eins og menn á
Cuba, skortir þá ekki bolmagn bil að
brenna og myrða. Það er nú aðalstefna
Weylers að brenna öll býli Cubamanna,
og drepa alt fólk. Sjúkrahúsin fara
sömu förina og eins sjúklingarnir sem f
þeim eru. Er nú á fáum dögum búið
að brenna þrjú sjúkrahús og myrða alla
sjúklingana og þjónustumenn.
FÖSTUDAG 23. APRIL.
Fielding fjármálastjóri flutti fjár-
málaræðu sína á sambandsþingi í gær
og skýrði frá tollbreytingum sem verið
er að gera, eða verða gerðar á þessu
þingi. Tekjurnar á yfirstandandi fjár-
hagsári eru orðnar S30J milj. og búist
við að þær verði alls $37,300,000. Gjöld-
in eru orðin $25,4(53,483, en búizt við að
þau verði samtals $37,857,392. Verður
tekjuhalli þá sem næst $600 þúsundir.
Á næsta fjárhagsári (1. Júlí’97 til 30.
Júní ’98) býzt hann við að tekjurnar
verði $37J milj. og tekjuhalli þá$750 þús.
Grikkir gerðu alvarlega tilraun í
gær að hrekja Tyrkja úr fjallskarðinu
Milouna Pass, er þeir fyrir misskilning
sleptu við Tyrki á mánudaginn. Segja
síðustu fréttir að Tyrkir hafi mátt flýja
úr skarðinu í gær, en þó er ekki sagt að
Grikkir hafi virkilega náð því aftur. En
það er að ráða af síðustu fréttum að
Grikkir séu nú að vinna sigur í einni
sókn eftir aðra, — ná haldi á hæðum og
fjallskörðum, er Tyrkir hafa haldið og
sem eru ágætustu vígi.— Brautir allar í
Þessalíu eru nú þaktar flóttamönnum,
—sveitafólki, gangandi, ríðandi og ak-
andi með alla sína búslóð á ferðinni til
Larissa og annara bæja. í bæjunum er
nú þegar farið að verða vart við fæðu-
skort. Sjúkrahúsin eru full, læknar of
fáir og læknislyf ónóg.
í gær var Humbert Ítalíukonungi
sýnt banatilræði. Hann var á leiðinni
út að veðreiðastöð skamt frá Rómaborg
og vor að fara út um borgarhliðið þeg-
ar maður hljóp að vagninum og ætlaði
að leggja hann í gegn með hníf. Kon-
ungur sá lagið og stóð upp. Fleygði þá
morðinginn hnífnum, en var gripinn um
leið, en konungur hélt áfram eins og
ekkert liefði ískorist.
Maðurinn sem grafinn var í Simcoe,
Ont., um daginn, vaknaði á tilteknum
degi og var óskemdur, en á meðan verið
var að vekja hann kom á hann eitthvert
æði, svo að 5 menn þurfti til að halda
honum.
LAUGARDAG 24. APRÍL.
Annan frægan sigur unnu Grikkir
aftur í gær. Tyrkjum hefir ekki til
þessa komið í hug að óttast sjóflota
Grikkja, — héldu að stórveldin mundu
fjötra skip þeirra. Þeir vöknuðu því
við vondan draum i gær, er hinn gríski
floti lagði í rústir tvö eða fleiri þorp á
ströndum Saloniku-(Þessaloniku)-fjarð-
arins og tóku að auki feikna mikinn
forða af vistum, er nýlega var búið að
Tls Palace Clitls Sliri,
458 MAIN STREET.
----*---
Hver sem kemur í búð vora til að kaupa
eitthvað og hefir með sér^essa auglýsingu
eins og hún stendur f Heimskringiu til
sýnis, fær 20% afslátt af öllu sem hann
kaupir, — alfatnaði og yfirhöfnum, buxum
og öðru fatnaði tilheyrandi-------
Góð kaup á höttum, húfum, skyrtum, hálsbindum,
krögum og öðru þessháttar.
The Palace Glofhing Store,
458 MAIN STREET,
skipa upp i þorpinu Katerina og sem
þaðan átti að flytja til Elassona, aðal-
herstöðva Tyrkja i Macedoníu. — Aðrar
merkar fréttir ekki af orustusviðinu,
nema að fullyrt er að Tyrkjastjórn sé ó-
ánægð með herstjórn sína í Macedoníu,
sé búin að kalla yfirforingjana heim og
hafi skipað aðra í þeirra stað. Edhem
Pasha hefir verið aðalherstjóri, en nú
fer hann að sögn frá, en Osman Pasha
nafntogaður herforingi, tekur við aðal-
stjórniimi.
Blaðið “Chronicle” í London skor-
ar á menn að skjóta saman fé til hjúkr-
unar særðum hermönnum Grikja, og
eru nú nokkrar merkiskonur búnar að
mynda nefnd, er stendur fyrir söfnun-
inni og úthlutun fjárins. Meðal ann-
ara eru í nefndinni Mrs. Gladstone,
Mrs. Labouchere, Mrs. A. Smith, Lady
Henry Somerset og Lady Dilke.
í Bandarikjum er talaðumað senda
Victoriu drottningu heiðursgjöf núna á
60 ára krýningarafmæli hennar í Júní.
Minnesotaþingið hefir samþykt að
veita $10,000 til styrktar þeim sem
beðið hafa tjón af völdum flóðsins í
Rauðárdalnum.
MÁNUDAG, 26. APRÍL.
Grikkir voru illilega yfirbugaðir á
laugardaginn va,r. Stærsta orustan var
þá um aðalherstöð Grikkja, Larissa, og
þrengdi þá svo að Grikkjum, að þeir
máttu leggja á flótta. Tóku þeir með
sér alt lauslegt, bæði vopn og vistir og
héldu til þorpsins Pharsalos, 20 mílum
sunnar og er aðal herstöð þeirra nú
þar. í Aþena þóttu þetta illar fréttir
og annars allstaðar þar sem Grikkir
eiga nokkra vini. Þó hugsa Grikkir
sér að halda áfram enn og það kapp-
samlegar en áður, en stórveldin hafa
það álit að nú sé stríðið um það á enda.
Eru þau nú að hugsa um að ganga á
milli og fá báða málsparta til að hætta.
Það er búizt við að á morgun muni
Tyrkir herja á Pharsalos.en áðurenþeir
gera það ætla stórveldin að reyna að
enda striðið.
Meistarastykki læknislistarinnar
til þessa tíma var eflaust gert í Franka-
furðu á Þýzkalandi núna fyrir stuttu.
Maður var stunginn í hjartað, fluttur á
sjúkrahús, skorinn upp og skurðurinn í
hjartað saumaður saman. Svo fékk
maðnrinn fulla heilsu og kom fram til
sýnis á læknafundi í Berlín á laugar-
daginn, þar sem skýrt var frá þessari
makalausu tilraun.
ÞRIÐJUDAG, 27. APRÍL.
Það eitt er nýtt í fréttum af Grikk-
landi að Konstantinus prinz hafi verið
kallaður heim til Aþenu, og má af því
ráða að hann þyki ekki duglegur her-
stjóri. Áræði hans og hugrekki efar
enginn, en sagt að hann vanti nægilega
herkænsku. í stað hans kemur faðir
haus, Georg konungur sjálfur, sem yfir
herstjóri, og á hann að sitja í Parsolos.
—Búizt við að herskip Grikkja herji á
Þessaloniku í dag eða á morgun.
I dag er mannkvæmt í New York.
Það er sem sé verið að flytja lík Grants
í grafhvolfið mikla i Riverside graf-
reitnum. Er sagt að aldrei fyrri hafi
verið jafnmargt aðkomandi manna
saman komið í New York. Breskt her-
skip sigldi upp ána í gær og verðnr þar
Grant til heiðurs meðan hátíðin stendur
yfir. Líkhellinn er minnisvarði jafn-
framt og er það risabygging mikil og
skrautleg, llOfetahá og hefir kostað
yfir 600 þúsund dollara.
Tölllögin nýju eru aðal-umræðuefni
á sambandsþingi enn og þarf ekki að
taka fram að álit ræðumanna á þeim er
gagnólikt. — Seinustu fréttir frá Ottawa
segja að Sir Henry Joly ætli að segja af
sér, að Dobell fái ráðherraembættið á
Englandi og að Sir Oliver Mowatt og
Wm. Mulock póstmála stjóri eigi að fá
fylkisstjóra embætti.
Hart í ári enn á Indlandi. Hveiti
ómalað $2.25 bush. og ódýrasta kornteg-
undin $1.25, en vinnulaun þeirra sem
vinnu fá eru 5 til 7 cents á dag.
MIÐVIKUDAG 28. APRÍL.
Æsingar miklar í Aþenu útaf óför-
unum í þessalíu. Hver maður sem
vetlingi getur valdið er að kaupa sér
vopn og er búizt við stjórnarbyltingu á
hverri stundu, Kennir lýðurinn þetta
konungi og stjórn hans og er hann
sagður í lífsháska en sjálfsagt búizt við
að honum verði bylt. Æsingarnar
kvað koma af því aðstjórnin kvaðhugsa
um að kalla heim herinn af Krít og
biðja stórveldin að skakka leikinn. Á
meðan stjórnin er að hugsa um þetta
hefir hún skipað herforingjum sínum i
Epirus að halda kyrru fyrir. Þetta
segir lýðurinn sé landráð.
Eldur kom upp á bryggjn í New
Port, Virginia.i gær og brunnu þar þrjú
gufuskip. Eignatjón $2 milj.
Myndarleg sumargjöf.
Þáð var falleg sumargjöf, sem þeir
Sigurðssynir, verzlunarmenn að Hnaus
um, gáfu Vestur-íslendingum í ár. Þeir
gáfu þeim þá vandaðasta, þó ekki sé
það hið stærsta, skipið og rennilegasta
skipið, sem enn er til á Winnipegvatni.
Vitaskuld gefa þeir Vestur-íslending-
um ekki skipið í þess orðs almmennu
merkingu,en heldureiga þeir það sjálfir,
en þeir gefa þeim það þá samt þannig,
að Islendingar geta með síolti bent á
það og sagt: —í'Þetta er okkar skip”, á
sama hátt og smali eignar sér féð sem
hann hirðir. Selkirkbúar—hinir hér-
lendu—viðurkenna alraennt að bátur-
inn sé ljómandi fallegur og mikilsverð
viðbó*- við skipaflotann, sem hefir Sel-
kirk fyrir aðalból. Það er heiður fyrir
íslendinga að geta þá bent á að þarna
?é skip, sem sé eigineign Islendinga, og
að engir hérlendir menn eigi þar nokk-
urn hlut í. Frá þessu sjónarmiði er
þettá skip mikilsverð sumargjöf.
Á fimtudaginn var, sumardaginn
fyrsta, átti hinn nýi gufubátur að
khlauj a nf stokkum í Selkirk. Allur út-
búnaður til þess var fullger kvöldiðáð-
ur og var hann hinn yandaðasti. Bát-
urinn var hafin upp að framan og hlóð
og grindur sett undir hliðar hans, sem
hvíldu á bjálkadrögum, en undir drög-
unum var hallandi virki, sem lá allu
leið fram í ána. Hlóðir og garðurinn
sem útan um bátinn voru, voru þannig
útbúin, að þau losnuðu við hann um
leið og hann fór á flot, en drögin voru
smurd með fitu svo þau rynni betur.
Þarna stóð nú báturinn í þessum laus-
lega, en sterka ham, á sumardagsmorg-
uninn fyrsta.reiðubúinn til að hafa bú-
staðaskifti. Vélin var kynt og sýndi
mælirinn um 80 pund gufu. Akkerin á
sínum stað í framstafni og yfir höfuð
virtist báturinn að vera að mestu full-
ger hegar litið var á hann að utan, eD
þegar úpp a hann kom varö maðuf þess
fljótt var að svo var ekki, því þar lágu
smíðatól og borðbútar, nafrar og járn-
fieinar, sem biðu eftir að komast á rétt-
an stað, ýmsir af smiðum voru að
bauka hér eg þar innanborðs meðan
aðrír voru að taka saman ráð sín um
það hvernig hægast yrði að koma hon-
um fram af árbakkanum. Með því að
spyrjast fyrir og gæta vandlega að út-
búnaði hið efra á bátnum, varð maður
þess vísari að farþegjaklefana vantaði,
en þeir eiga eftir að bæta 61 feti við
hæð skipsins, sem virðist allhátt þegar.
Búkurinn má heita fullger utan og
neðstu þiljur að mestu leyti. Vélin er
ný og vænleg m jög og mátti lesa það á
andliti vélastjóranna, aðþeir biðu með
óþreyju eftir að mega láta hana fara að
"púla”, Að utan er báturinn málaður
dökkrauður að neðan, en að ofan er
hann hvitur eða þvísem næst, en ekki
skyldi neinn samt hugsa að þessi ein-
kenni sé óyggjandi. Alt getur litum
brugðið, og hér á “Lady” að hlut.
Gufubátar allir í Selkirk, sem
voru í standi, hópuðu sig saman á ánni
og blésu sem mest þeir máttu hinu nýja
skipi til heiðurs, um leið og það sveif af
stað. Eins og venja er hér í landi var
hið nýja skip skírt með því að splengja
kampavínsflösku á framstafni þess.
Það var lítil stúlka, Laura Helgason,
9 ára eömul systurdóttir þeirra bræðra
Sigurðssona, sem skirði bátinn, — kipti
i borða og lét flöskuna springa um leið
og báturinn leið af stað niður eftir
stokkunum, og kallaði jafnframt upp,
hátt og snjalt, með nafn bátsins, sem er
“Lady of the Lake,”
eða Vatnafrúin (bókstufleg útlegging :
Frúin frá vatninu).
Samstundis var undin upp hvítur
fáni mcð nafni bátsins letruðu á, svo að
allir mættu sjá, og reis þá upp alment
húrra-óp. En svo vildi það óhapp þá
til, að frúin tók það i sig að fara ekki
út á ána um kvöldið, en settist að á
árbakkanum og sat þar á skiðum sin-
um alla nóttina og fram yfir hádegi á
föstudag, Þá loks varð henni þokað af
stað og fór hún þá á harðahlaupi fram
á ána. Og svo fallega fór hún, þó ferð-
in væri geysileg fram af trjánum.aðhún
hallaðist einusínni ekki, en sat lóðrétt
á vatninu, þó hún*færi niður eftir ánni
á brunandi ferö. Fór hún þannig ful la
hálfa milu, en þá voru vélar hennar
settar í hreyfingu og unnu þær verk
sitt svo vel, þó aldrei hefðu þær verið
reyndar fyrri, að frúin þurfti enga
hjálp til að komast upp að bryggjunni.
Hún bjargaði sér sjálf og áreynslulaust
í fyrsta skifti sem hún kom á flot.
Fyrst um sinn að minsta kosti og
ef til vill alt sumarið gengur “Lady of
the Lake” tvær til þrjár ferðir fram og
aftur milli Selkirk og Hole River, gull-
námahéraðsins fyrir austan vatnið og
norður um vatn alt til St. Georges Is-
land, um 250 mílur frá Selkirk. Bjóðist
farþegjar og ffutningur kemur báturinn
við á Gimli, Hnausum og í Mikley og
verður það þess vegna í fyrsta skifti að
Ný íslendingum gefst tækifæri til að
hagnýta reglubundnar gufuskipaterðir,
þar sem farið verður norður að minsta
kosti þriðja hvern dag, og ef til vill
annanhvern dag.
Það er ís á vatninu enn, þó hann sé
laus í sér og víða brotinn, og þess vegna
ekki sem stendur hægt að segja hvenær
fyrsta ferðin varður hafin, en búizt við
að það verði um miðjan næsta mánuð,
Mai. Það eru allar líkur til að í fyrstu
ferðinni hafi hann nóga farþegja, því
það er langt síðan hérlendir menn
“pöntuðu” far til Hole River með fyrstu
ferð. Meðal annara sem um það far
hafa beðið eru 2 námamenn frá British
Columbia, sem nýlega eru komnir norð-
an frá Rice River (næsta á fyrir norð-
Hole River) og sem lízt þannig á þetta
málmland, að þeir vilja komast norður
í fyrstu ferð, áður en alt fyllist af gull-
leitendum, og þeir eru margir í Sslkirk
og Winnipeg. sem líka ætla sér að
verða ‘fyrstir’ á gulllandið.
Að undanteknumyfirvélastjóranura
(Mr. W. E. Simpson frá Collingwood í
Ontario) verða skipverjar allir Islend-
ingar og hefir hra. Stephan Sigurðsson
sjálfur alla aðalstjórn, því hann býzt
við að fylgja bátnum í sumar. A bátn-
um verður rúm fyrir 150 farþegja., og af
þeim geta 30—40 fengið rúm á 1. káetu.
Útbúnaður allur verður svo vandaður
sem framast má verða og enda ýms
þægindi á þessum bát sem ekki eru á
stærrí bátum á vatninu. Meðal annars
má telja það, að vélin dælir vatni upp í
kerald mikið á bátnum, á meðan bátur-
iun er norður á vatni. Áarvatn verður
þess vegna aldrei brúkað til drykkjar
eða matbúnings, en það er kostur sein
allir meta, Og hvað viðurgerning snert
ir, fæði o. þyl., er fyrirætlanin að hafa
hann svo góðan, að enginn hafi ástæðu
til að bvartu.
Sem sagt er skipið hið vandaðasta,
*
bæði að efni og smíði og lagið á bátnum
þykir þeim er séð hafa svo fallegt, að
það er alment búist við að hann verði
með ferðmestu bátum á vatninu.
Hr. Stephan Sigurðsson hefir sjálfur
haft aðalumsjóu á verkinu frá því smíð-
ið var hafið og hefir staðið fyrir kaup-
um á öllu sem til smíðanna þurfti. Gæti
hann stært sig af því, að frá því smíðin
var hafin, hefir aldrei staðið á efni eða
nokkru sem að smíðinni laut, en það er
í fyrsta skifti í Selkirk, að aldrei hefir
orðið vinnustöðvun þessveana. Algerð-
ur kostar báturinn um $15,000.
Heimskringla óskar þeim bræðrum
til allrar hamingju með þennan ljóm-
andi bát sinn og vonar að hann endist
lengi og reynist eigendunum arðsöm
eign. Það er líklega óhætt að segja, að
aldrei fyrri hafi jafnmikið skip og vand-
að verið smíðað fyrir Islendinga og upp
á þeirra kostnað eingöngu. Að það skip
þá verður til í flokki hinna fámennu
Vestur-íslendinga, er nokkuð sem þeir
hafa góða og gilda ástæðu til að stæra
sig af. Það var góð sumargjöf og eiga
þeir bræður þökk fyrir.
Athug,asemd.
I síðasta Lögbergi er dálítill grein-
arstúfur um Islendingadags-fundinn,
sem haldinn var hérí bænum 14. þ. m,,
og eru þar ýmsar missagnir og ósann-
indi, sem mér finnst ástæða til að leið-
rétta.
Að margt af því fólki, sem fundinn
sótti, hafi verið unglingar og börn, sem
hafi verið "trommað” (!!) saman til að
greiða atkvæði í blindni, er auðvitað
bara bull. Iiitstjórinn á hér eflaust við
meðlimi isl. leikfimisfélagsins, (I. A. C.),
sem eru alt ungir menn og sem flestir
eða allir greiddu atkv. með 2. Ágúst, og
þeir höfðu auðvitað eins mikinn rétt til
að vera þar og greiða atkvæði, eins og
ritstj. Lögbergs eða hver annar. Og
það er ástæðulaus ósvífni að bera þeim
það á brýn, að þeir hafi greitt atkvæði í
blindni og án þess að hafa sjálfstæða
skodun á málefninu.
Það er rétt og satt, að ólætin og há-
vaðinn, baulið og blístrið á fundinum,
var Islendingum ekki til neins heiðurs.
En það er alveg rangt að kenna það 2,
Ágúst-mönnum fremur en 17. Júní-
mönnum, því ritst. Lögbergs veit það
ofurvel, að það voru einmitt 17. Júní-
menn, sem bezt gengu fram í þvi að
bnula og orga, sérstaklega á meðan Sig-
urður Vilhjálmsson stóð á ræðupallin-
um. Það er því ekki hægt að beina á-
sökunum fyrir ólætin að nokkrum sér-
stökum flokki eingöngu. 17. Júní-menn
áttu sinn fullan þátt í þeim.
Um atkvæðagreiðsluna er það að
segja, að hún var fremur ógreinileg,
mest fyrir ókyrleik í húsinu. En það
voru fjórir valinkunnir og gætnir menn
sem töldu atkvæðin, og er með öllu á-
stæðulaust að gefa það í skyn, að þeir
hafi sýnt þar nokkra óráðvendni eða
hlutdrægni. Og hverjir voru þessir
menn sem réttu upp báðar henduc fyrir
2. Ágúst? Ætli það þvælist ekki fyrir
ritstj. Lögbergs að sanna þá sök ? Og
ef hann ekki getur nefnt nein nöfn, þá
er það rangt og bein ósvífni, að slá því
út, og þá auðsjáanlega gert til að slá
ryki í augu þeirra, sem ekki voru á
fundinum.
Ritstj. Lögbergs segir, “að 17. Júní
hafi orðið merkilega (!) ofaná á fundin-
um hjá þeim, sera nokkuð skildu eða
vildu skilja í málinu.” Þetta eru hroka-
full stóryrði, og þarf ekki nema meðal-
gikk til að segja slíkt, og er það ekki
frekar svaravert.
Og svo nenni ég ekki að eiga frekar
við þessa miður-áreiðanlegu fundar-
skýrslu í Lögbergi, sem er auðsjáanlega
skrifuð til þess, að gefa fólki út í frá
sem ekki var á fuhdinum, alveg ranga
hugmynd um það sem fram fór.
M. PÉTUR8SON.
Wiunipeg 26. Apríl 1897.
Robinson & Oo.
Deilda-verzlun, 400 og 402 flain Str.
Veínaðarvara allskonar; kjólaefni og- kvennbúninpur; karlmanna
og drengja-fatnaður ; kvennjakkar ; regnkápur; sólhlífar og regnhlífar,
snið og tieira og fleira. — Matvörubúð niðri í kjallaranum. Hvergi betrí
varningur eða ódýrari i bænum.
SJERSTOK KJ ()R IvAUP
nú sem stendur á kjóladúkum, bæði úr ull og bómull.
Sirz með mjög varanlegnm ]it frá 5 cents yarðið og upp; Flannelettes á
5, 6, 8 og 10 cents yarðið ; þykt Gingham-tau á 5 cents yarðið og upp.
Nokkrar buxur (treyjur og vesti selt áður) á 35 cen ( s og upp.
Komið og lítið á varninginn.
Robinson & Co.
400 osr 4G5J M AIN STH.
*