Heimskringla - 29.04.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.04.1897, Blaðsíða 2
HE11ÍSKRINGLA29 APRÍL 1897. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskriogla Prtg. & PuW. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyTÍrfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• TTppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAOER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Um skólakenslu. Islendingar hér í fylkinu hafa •ekki til þessa gengið eins vel fram við að afla sór þeirrar sérstöku ment unar sem skólakennarar þurfa, eins og æskilegt hefði verið. Þeir hafa sýnt alt of lítla löngun til að ganga á kennaraskólana (Normal Schools), altof fáir enda gengið á Collegiate skólann til að fitvega sér þriðja o<j þá því síður annað kennaravottorð, en alt of margir treyst á náð menta- málanefndarinnar,—vonað og beðið að hún veitti þeim leyfi til að kenna á þessum og hinum skólanum í þetta og hitt skiftið. Þetta er afsakandi fyrst um sinn, á meðan menn alment eru virkilegir útlendingar í landinu, en það er tæplega afsakandi lengur, enda bendir margt á að kennarafé- lag fylkisins fari smámsaman að taka í strenginn betur hvað það snertir. Það er heldur ekki nema eðlilegt. Þar sem allir hafa jafnt tækifæri, að því er réttinn snertir, til að afla sér nauðsynlegrar mentunar á skóla, þá er það naumast rétt, að einn fái leyfi til að kenna þó hann aldrei hafl gengið á kennaraskóla eða tekið kennarapróf, og sé þar með settur á sama bekk og sá eða þeir sem hafa varið bæði tíma og peningum til ad ná kennaraprófi. Þannig lita próf- gengnir kennarar á málið, og þetta álit þeirra verður ekki með sönnu sagt rangt. Vitaskuld eru æfinlega undantekningar í þessu sem öðru, og við því verður líka að sjálfsögðu æflnlega gert. Það heflr og til þessa verið önn- ur ástæða til þess, að svo fáir íslend- ingar hata lagt sig fram til að afla sér viðtekinnar kennaramentunar. Það er sfi ástæðan, að sveitaskólarnir í íslenzkum bygðum séu ekki það keppikefli, að það svari kostnaði að ganga á kennaraskóla og þreyta við að ná hinum hærri kennaravottorð- um. Og það er nokkuð í þessu, því verður ekki neitað. Revnslan sýnir að þegar unglingar í sveitunum hafa n umið það sem numið verður á sveita skólunum, hætta þeir annaðtveggja við námið eða þeir slæðast til ná- grannabæja og halda þar áfram námí í stighærri skólum. Það má búast við að þessu haldi áfram framvegis og að það þess vegna eigi langt í land, að stighærri skólar komist upp f sveitahéruðunum. Af því leiðir svo, að hér sýnist lítil ástæða fyrir fjölda af' uDglingum vorum að keppa VKITT • HÆSTU VBROLAUN A HEIMSSf NINQUNN DR BAHING POWDfR IÐ BEZT TILBÚNA -óblönduð vínberja Cream of Tartar powder. Ekkert álán, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ira reynslu. um kennarapróf. Vitaskuld mætti benda á agnúa á þessari skoðun eða annari eins, en vér sleppum því í þetta skifti. Það sem vér öllu frem- ur vildum leiða athygli íslenzkra unglinga að, er það, að einmitt nú gefst tækifæri, sem þeir hafa ekki haft áður, Það er heill hópur Islend inga sem nú getur — sem nú hlýtur, að eiga vísa atvinnu sem skólakenn- arar, ef þeir bara sýna þá rögg af sér, að taka kennarapróf og hafa í höndum venjulegt skírteini fyrir að þeir séu góðir og gildir kennarar. “Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott”, stendur í gömlum brag. Prótestöntuin mörg- um í fylkinu þykir hvimleiður samn ingur Greenways við Laurier um breytingu á skólalfigunum frá 1890, og þar af leiðandi þykja þá hvimieið lögin sem samkvæmt þeim samningi voru barin í gegn á síðasta þingi. Eins og vér höfum áður bent á finna prótestantar það að lagabreytingum þessum, að með þeim sé að nokkru leyti numin burtu grundvöllurinn sem lögin frá 1890 hvíldu á, sá grundvöllur sem sé, að enginn hafi hærri rétt enn annar, en allir jafnan. Vitaskuld neitar fylkisstjórnin að hún í nokkru hafi skert þetta grund- valiaratriði og er það afsakandi þó hún geri sinn málstað svo fagran sem verður, þegar athugað er, að alt þangað til skólamálsþrætan hafði fleytt Laurier í veldisstólinn, hafði náð tilgangi sínum, var heróp stjórn arinnar það, að ekki mætti þoka hárs brcidd frá lögunum frá 1890. Það heróp heflr nú fleytt Greenway á veldisstólinn tvisvarsinnum, og þar af leiðandi ekkí nema eðlilegt að l».nn og hans nótar reyni að sýna að breyting laganna sem samþykt var á síðasta þingi skerði i engu grund- völlinn sem lögin frá 1890 hvíla á. I llokki stjórnarinnar er þó æfinlega einn maður sem nú hefir viðurkent að þessi úrlausn skólaþrætunnar sé ekki eins og prótestantar í IManitoba hefðu ákosið. Þessi maður er R. L. Richardson, ritstjóri aðal-málgagns Greenway-stjórnarinnar ‘Tribune, og að nafninu til fulltrúi Lisgar-kjör- dæmí3ins á Dominionþingi. Hann flutti ræðu á sambandsþingi nú fyrir fáum dögum og þó hann sé ritstjóri Greenway-málgagnsins, gat hann ekki annað í þeirri rseðu, en látið í ljósi skoðun algerlega gagnstœða þeirri er húsbændur hans og herrar höfðu stuttu áður haldið fram hér í fylkisþinginu, þegar þeir voru að dást að þessu marglita afkvæmi sínu og Lauriers. En hveimleið eins og prótestöntum í heild sinni þykja þessi lög, þar sem þau í vissu tilliti gera kaþólíkum hærra uncfir höfði en öðrum, hafa þó lög þessi nokkuð það f for með sér, sem erlendum þjóðflokkum hlýtur að þykjasannar- legt gleðiefni. Það eru Akvæðin að þar sem tíu (10) börn erlend ganga á einn skóla skuli hin enska tunga útikýrð fyrir þeim á þeirra eigin móðurmáli. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla sem vilja viðhalda sínu gamla móðurmáli, því með þessum ákvæðum er fyrirbygt að það gleym ist. Nú er það vitanlegt að hérlend ir kennarar geta fæstir útskýrt ensk- una á erlendu máli, að minstakosti þá ekki nema á fáum erlendum mál- um. Af því leiðir þá, að hérlendir kennarar hljóta að fjölga — hljóta í vissum skólum að koma í stað hér- lendra kennara. Þetta er það ágætasta tækifæri sem hugsast getur fyrir unga ís- lenzka mentavini, konur jafnt og karla. Ef þeir að undanförnu hafa efað að þeir fengju viðunanlega kennarastöðu á alþýðuskólum utan sinna sérstöku sveitaskóla, þá geta þeir nú ekki efað það Iengur. Þessi nýju lög taka af allan efa í því efni. Þau segja ekki að það megi kenna eins og áður hefir verið ávikið, held- ur að það skuli gert. Þar er ekkert undanfæri, ef foreldrar eða umsjón- armenn barna í skólahéraðinu biðja að lögunum í þessu efni sé framfylgt og að það verði gert, þarf ekki að efa, því það er ekki til neins að hafa mikilvæg hlunnindi, ef þau eru ckki notuð. Ef einn þjóðflokkur gengur eftir rétti sínum í þessu efni, því þá ekki annar. Greenway-stjórnin hef- ir með þessum lögum sýnt að henni er engin þægð í að menn hiki við að ganga eftir þessum rétti sem hún nú hefir veitt erlendum þjóðflokkum og síns sérstaka þjóðflokks vegna hafa menn þá því síður ástæðu til að draga sig í hlé. Að íslenzkir for- eldrar gangi eftir þessum rétti sín- um er nokkuð sem ekki þarf að efa, og þess vegna er þá líka bráðnauð- synlegt að íslendingar bregði við nú þegar og búi sig undir að taka kenn- arastöðuna, spm bíður þeirra. Hér er um svo mikið, svo æskilegt at- vinnuspursmál að gera, að námfúsir menn og konur mega ekki draga sig í hlé, en þurfa nú að gera rögg á sig og láta til sín taka, sjálfum sér og þjóðflokki sínum til gagns og sóma. Þó að til væru alt áð 20 próf- gengnir íslenzkir kennarar næsta haust, þegar skólakensla'byrjar, eíga þeir allir vísa atvinnu sem kennarar, Að frádregnum skólunum í hinum sérstöku sveitabygðum Islendinga, eiga þeir nú vísa kennarastöðu í mörgum skólum í Winnipeg, að minsta kosti einum skóla í Selkirk og ef til vill í einum skóla í Bran- don. Einn skólanefndarmaðurinn hér I bænum gaf það í skyn I síðusr.u sókn sinni um það embætti, að hann hefði mælt með því á skólanefndar- fundum, að íslenzkir kennarar fengjð aðgang að Winnipegskólunum, en að hinir aðrir nefndarmenn hefðu ekki tekið því rétt vel. Sé það svo, þá er sú tíð að verðugu nú á enda. Hafi skólastjórnin í Winnipeg að undanförnu ekki verið fús til að ráða íslenzka kennara. þá má hún nú til með að gera það framvegis'. Og einmitt þar er þá sérstök ástæða fyr- ir Winnipeg-íslendinga að láta til sín taka, að koma skólanefndinni á kné og láta hana auðmýkjast. En það geta þeir því að eins, að þeir hafi á boðstólum nóg af góðum og gildum prófgengnum kennurum. Síðan þeir fyrst komu til lands- ins hafa Islendingar aldrei haft ann- að eins tækifæri í þessu efni, eins og þeir hafa nú. Að þeir grípi það tveim höndum er vonandi. Þeir hafa aldrei fyrri haft nein sérstök hlunnindi í mentamálum, og þeim verður aldrei talið það til gildis, ef þeir neita að hagnýta þau hlunnindi, nú þegar þau eru fengin, heldur þvert á móti. Það er kunnugt að íslemdingar þykjast af sinni gðmlu feðratungu og bókmentunum miklu og frægu, sem hún hefir að, geyma, eins og þeir líka með réttu mega þykjast af þcssari dýrmætu eign. Með þessum lögum er þeim veitt ó- segjanleg hjálp til að halda liinni frægu íslenzku tungu í fersku minm einmitt á því tímabili þegar mest er hætta á að íslenzk ungmenni ryðgi í íslenzkunni og gleymi henni, — á tímabilinu á meðan þau eru á skól- unum. Allir sem unna þjóð sinni og tungu ættu því að vera hvetjandi þess, að þessi nýfengnu sérstöku hlunnindi verði hagnýtt eins og framast má. Að ganga. ríkt eftir því er lagalegur réttur vor og ekkert meira. Toll-breyti; ;arnar. Því hefir verið fle> . r, fyrir [að und- anförnu, að klofningu -,ó í ráðaneyti Lauríers út af tollbr. ingunum, sem verið er að gera. Vai ið sagt meðai ^nnars að þeir Sir Rici rd Cartwright, Sir Oliver Mowat o, Clifford Sifton hefðu sagt af sér, en tu var það borið til baka, en þess þá jafnfram getið, að Sir Richard sitji því að eins í ráðaneyt- inu^enn, að hann eigi víst að verða ráð- herra Canada á Bretlandi innan fárra mánaða. Að klofuingur sé í ráðaneyt- inu er enganveginn ástæðulaust, 'þegar athugað er hver stefna ‘liberala’ hefir verið og hve hlifðarlaust þeir menn sem nú eru í ráðaneytinu hafa andmælt öllum tolli og marglofað að svifta hon- um burt, ef þeim bara væri gefið tæki- færi til þess. Á meðan þeir voru á siglingum.i að veldisstólnum spöruðu þeir ekki, einkum Sir Richard, að sýna fram á að ‘liberalar’ mundu þung- hentir á tollinum, því saga og reynsla demókrata í Bandaríkjum sýndi svo Ijóslega að fiokkur sem flytti nýja kenn ingu og sem lofaði löggjöf samkvæmt henni, en sem svikist um það, er til kæmi. en gæfi þjóðinni stein i stað brauðs, yrði ekki langlífur sem stjórn- andi flokkur. Það er litlum efa undir- orpið, að hefði Sir Richard ráðið, hefði nú tollinum af mörgum vörutegundum verið sópað buit, eða því sem næst. En hann hefir augsýnilega ekki fengið að ráða, þvi það er enginn “free trade”- blær á tölllögunum nýju, sem nú hafa verið lögð fyrir sambandsþingið. Breyt- ingarnar eru margar og sumar þeirra virðast benda á að tollur sé lækkaður einhverja ögn, en svo er alveg óvíst að það sé. Tollurinn hefir að undanförnu verið það sem kallað er “specific”, toll- ur á mörgum vörutegundum.þ. e. ákveð in upphæð á hverju “stykki”, hverri tylft, hverju pundi, bush., gallónu o. s. frv.. en nú er þessi tollur af tekinn svo viða sem verður, en verðtollur einn lát- inn nægja. þ. e.. 10. 20, 30 per cent. En nú hefir verðtollurinn viða verið hækk- aður frá því sem áður var og þess vegna óþægilegt að sjá hvort verðið hækkar eða lækkar. I heild sinni hækk- ar þó tollurinn að mun. Það sannar Fielding sjálfur, er hann gerir þá áætl- un að lækkun tolla rýri tekjur stjórn- arinnar svo nemi §700,000, en að hækk- un tolla á öðrum varningstegundum auki tekjurnar svo nemi SlJ milj. Hann telur sér þannig vísan tekjuauka sem afleiðing af hækkun tollanna, sem svarar $1 rnilj. á ári. Vitaskuld er sá tollauki langmestur á áfeDgisdrykkjum og tóbaki, en það sýnist enganveginn vera stefna í “free trade” áttina að auka tolltekjurnar svo nemur $1 milj. á ári, og það sýnist ekki auðgert að rjúfa betur öll sín heit, eða éta betur ofan í sig öll sín loforð á síðastl. mörgum ár- um, en þessir menn nú hafa gert. IKenn ing þeirra hefir eins og kunnugt er, verið sú, að tollar allir séu banvæni, er þurfi að svifta burt, og aðeinirétti, eini eðlilegi skatturinn á þjóðinni sé nef- skattur, tekjuskattur og eignaskattur. Þá viti einstaklingurinn hvað hann geldur, en það viti hann aldrei á meðan hann sé knúður til að kaupa tollaðar vörur. En svo snúa þessir menn við blaðinu undireins og þeir hafa gabbað alþýðu til að hreykja sér í stjórnarsæt- ið og auka tollinn í heild sinni. Þeir lækka tollinn með hægri hendi, en hækka hann með þeirri vinstri. Og verndunar-tollurinn er i engu skerður —verndunartollurinu, sem þessir sömu menn hafa sagt allra tolla ranglátast- ann. Þar sem þeir i eiristöku atriðum hafa lækkað toll á verkstæðitvarniugi 2 5%, hafa þeir lækkað tollinn á hinu ó- unna efni, sem svarar niðurfærslunni kaupandanum í hag, svoað verksmiðju- eigandinn tapar ekki einum eyri við þá niðurfærslu, en hefir alveg sömu toll- verndun nú eins og að undanförnu. Tollbreytingar þessar sanna svo vel sem verður, að viðskiftastefna conserva tíva er sú eina mögulega eins og kring- umstæðurnar eru. Vér sögðum það hér { blaðinu fyrir ári síðan, að saga liberala’, raunarangl þeirra frá einni stefnu til annarar, eða öllu heldur úr einu stefnuleysinu í annað, væri óyggj- andi sönnun fyrir þessu, og nú er það komið á daginn. Því kærulausir eins og þosair menn eru, gera þeir það vitanlega ekki að gamni sínu að rjúfa öll sín heit og snúa í flestum málum sem næst þvert úr leið frá þeirri stefnu sem þeir héldu alt til 23. Júníl896. Þeir gera það af því ney ðin knýr þá til þess, af því allir aðrir vegir eru ófærir. Vér höfum ekki fengið nema óná- kvæma skrá vfir tollbroytingarnar, — það hrafl að eins sem teiegraferað hefir verið dagblöðunura. Vér getum þess vegna ekki gefið neina heíldlega skýrslu um tollb'-eytingarnar, og sleppum því svo að öru leyti en einstöku varnings- togundum. Skal þess þá fyrst getið, að það eru að sýnast tvær varningstegund ir að eins, sem væntanlegt er að verði undanþegnar tollgjaldi og sem bændum flestum í Manitoba kemur vel. Það er hteitiband, — tollurinn færður úr 12J í 10%— en verður tollfrítt eftir 1. Júlí 1898, og girðingarír, á honum hvílir 15% tollur í stað J cts. á pd. til 1. Jan. næstk., eftir það tollfrí: Steinolíu-toll- u.rinn er færður úr 6 í 5 eents gallónan. Það var ekki lítið veður gert út af þess um tolli í fyrra og sýnt fram á að hann raætti til með að fara, og þetta er svo árangurinn, — niðurfærslan 1 cent— Tollur á linkolum stendur í stað, þrátt, fyrir öll loforðiu nð svifta honum burt tafarlaust. og fylgir sú skýring, að undir eins og Dingleylögin í Bandaríkj unum verði viðtekin, hækki linkolatoll- urinn um 15 cents tonnið og að þá verði lagður 60 centa tollnr á hvert tonn af harðkolum. Á hveiti og hveitimjöli er tollurinn lækkaður, á hveiti úr 15 112 cts. bush. og rnjölið úr 75 í 60 cts. tunn- an. Samtímis er í Diugleylögum Banda- ríkja gert ráð fyrir tolli á hveiti er nemi 25 cents á bush. og á mjöli er nemi 25% Af þessu fyriikomuliigi leiðir, að setji maður svo, «ð fyrir < inhverja tilviljun yrði hveiti mn stund 15 cts. hærra hér en í Bandarikj u, ' þa geta Banda- ríkjamenn fylt markaöinn á augnabliki borgaö 12 cent i t.oli og samt grætt 3 \ cent á hvei ju bush. Ef fyrir samskon- j ar tilviljun hvciti i Bandaríkjunum yrði um st.und 15 om ; hærraen i Canada, i Pillurnar yðar ,eru hinar beztu fcrs* , I O n .1 pillur í heimi. Eg var oft illa CMlCtnlO Ju MQOtlDO farinn af óhægðum þangað til ég (F | | O IU I O I UullÖO fór að brúka þær. Núerégal- fc heill og álít það sé hinum ágætu r —----- pillum yðar að þakka. Ég brúka F oi - u , ,, , þær ætið á vorin * o ískammbyssan sem brukuð var en wvigum til forna.er nú að eins til á gri ■W WW W’fP''W5Re'íRr'5|P''3?r'5j5r?söfnum til minningar um mannúða leysi og grimd. Viðhlið hennar ætt að setja alt það sem ásækir og skemmir lifrina í fólki. Þyí miður er n samt ekki búið að því enn, og það verður ekki gert fyr en menn fara a ment að brúka Ayers Catliaric Pills.. Þetta vottorð er fullum stöfum í Ayers “Curebook” ásamt mörg um fleiri. Bókin fæst frítt frá J. C. Ayer Co., Lowell, Mas3. gætu Canadamenn ekki haft neitt gagn af því, þar sem tollurinn þar er 25 cts. á bush. Maiskorn er gert tollfrítt, nema það sé keypt til víngerðar. Af því leið- ir áð vesturríkjamenn, sem ekki geta gert neitt við ósköpin sem þeir eiga af maiskorni, geta nú dyngt þyí til Canada og felt í verði hafra, bygg og aðrar fóð- urtegundir Canadabænda. Það er gert ráð fyrir að gefa Bret- um sérstök hlunnindi, — að veíta varn- ingi [leirra móttöku gegn lægra toll- gjaldi, en samskonar varningi annara þjóða, en það ætla menn að sé bara plötusláttur, að Fielding só með því að útvega sér riddaranafnbát, eða eitthvað slíkt, þvl samkvæmt verzlunarsamning- um Breta við ýmsar aðrar þjóðir geta þeir að sögn ekk[ tekið slíkum boð- um um sérstök hlunnindi, nema þau hlunnindi séu þá jafnframt veitt þeim þjóðum, sem Bretar eru bundnir. Og eins er þessi náttúrulýsing. í sama kvæði, góð : “Reiðugleg Rán Ramma við bjargdranga. hógværðar Ömurlegt dauðalag drundi; [án, Drangeyjan stundi.” En ekki þykir mér hátturinn samsvara efninu, og kveðandi er nokkuð laus í stöku stað ; en það er smáræði eitt og því afsakanlegt. Þá eru kvæðin : “Til Jóns Ólafs- sonar,” “Draumur,” “Margbreytni,” “25. Nóvember,” “Minni Þórs,” “Heim- koman,” “Lljóðabréf til kunningja míns á íslandi,” “Jafnrétti,” “Miðnætursól- in,” “Bón,” “Vonin,” öll snotur kvæði. Kvæðið til Jóns Ólafssonar er með þvi bezt kveðna í bókinni. Það kvæði er eins vel kveðið eins og ‘ferhendurnar.’ sem þeir eru að guma af heima og sem sumir álita öldungis óviðjafnanlegar. Hvað kveðanda snertir, þá er engin hrukka eða sijurða á þessum erindum. Höf. segir svo um Jón : Nokkur orð um Ljóðmæli S. J. Jóhannessonar sem nú eru nýprentuð, og sem getið hefir verið í aug- lýsingaformi í íslenzku blöð- unum í Winnipeg. Bókin er snotur, með góðri mynd af höfundinum. Prentun og pappír er viðunanlegt, en hvorugt gott og leiðin-* legt hve litið hefir verið eftir sam- kvæmni í rithætti. í bókinni eru á annað hundrað kvæði ýmislegs efnis, flest kveðin hér vestan hafs. Bókin byrjar með kvæðum um ísland, og lýsa þau hlýjum tilfinningum til gamla Fróns. Fyrsta kvæðið, "ísland,” er allvel kveðið. Þar er rakin saga þjóðarinnar í fáum orðum og hennar skuggum og skýjarofi glögglega deilt. Það kvæði her að.vísu nokkurn sálmablæ í byriun- inni, on hann hverfur skjótt og kvæðið fær sinn eiginlega lit. Kvæðið “Til Fjallkonunnar” er betra. í því ber meira á ættjarðarást höfundarins. Ég skal henda á þetta erindi : “Með tállausri aiúð þú tókst við mér Ég teigaði loftið þitt lireina. [blitt, Mér fanst pá mitt andans-fjör yrði sem iiýtt, Við illviga fóndur svo gæti ég -trítt, Já, fóstra mín, fyrir þig eina.” Sögukafla-kvæðin, eða kvæðin sem böf. hefir ort út. af fornnöguköfinm, eru kveðin á líkau hátt og rímur voru kveðn- ar til íorna. Söguþráðurinn að eins rakinn, og þykir mér það meinlegt hve lítið höf. lætur af mörkum til þeirra kvæða frá sínu eigin brjósti, annað en rímið. Ég undanskil þó eitt kvæði, en það er “Víg Grettis og Illhuga.” En það er með þcssi kvæði eins og rímurn- ar, að mörgum þykir vænt um þau. Þau skilja allir. Þar villist enginn mað- ur i nokkru moldviðri saroanskrúfaðra orða eða langt sóttra hugmynda. "Vig Grettis og Illhuga” þykir mér bezt af bessum kvæðum. Þar gætir til- þrifa og það kvæði flnnst mér skáld- legra en hin. Það ’er fallegt bardaga erindi lætta : “Oddasköll æst Endurtók Drangeyjar bjargfestin læst. Gunnlogar blárauðir brunnu, Benfossar runnu.” .. . t ^ 'saiwoq 'OOS pnv 'osg ‘sozjg o.uj, ' ■jCnmuajxii i>un Snnnjojuj pasa | ('.siAya ahh:í,i) fq soiqnojj osoqj JOJ OJIIJ qo|nö ‘ajvg ‘ojng y . 'SJ.NJ V’MKOO ’m.ViOH Iinpnti ‘Aasj>xasA.a 'víohhhvia “Hörð hvar stóðu þrætuþing Þig brast aldrei svarið, Heldur æ sem hetja sling Hefur sótt og varið. Fyrir hvöss og einbeitt orð, Æskufiöri vakin, Útlægur af ættarstorð Eitt sinn varslu hrakinn.” “Bón” er falleg vísa : “Þú sem æ nærð svo hreinum hljómi Er hörpu stillir þína, Æ, fleygðu litlu ljóðablómi A líkkistuna mína.” En ekki get ég að því gert, að ég kann illa við orðið “fleygðu” í þessu sambandi og hefði mér þótt betur fara eitthvert þýðara orð. Seinasta erindið í kvæðinu “Vonin” er svona : “Æ, blessuð von. æ bú í mínu hjarta, Ei burtu frá mér vík þú nokkra stund, Og send mér þína sólskinsgeisla bjarta, En sérdeilis þá festi’ eg hinsta blund.” Ég á nú eftir að heyra þá stóru mennina okkar, komast mikið betur að orði, í einu stuttu erindi, þegar þeir syngja um vonina sína, en hér er gert. “Miðnætur-sólin” erfallegt náttúru- lýsingakvæði, en ekki er það frumlegt. Það er búið svo oft að kveða um nátt- úrufegurð Islands og augu og vanga stúlknanna, að hver bergmálar annan og engu er hægt orðið við ullar þær lýs- irigar að bæta, því altaf er lagt út af gamla textanum. Á því síðarnefnda hafa þó tvö skáld ráðið miklabót. Hafa þau tekið sór nýjan texta til að leggja út af og tekst þeim líka mæta vel að fá tilheyrendur. Af eftirmælunum er kvæðið sem höf. orti eftir Björn Pétursson bezt, Það kvæði er prýðilega ort og finst mér höf. óviða eins snjallmáll eins og þar. Það kvæði er kveðið í yngri anda en flest annað i bókinni. Höfundurinn tæpir þar ekki á einu orði, heldur kveð- ur hann skýrt og við raust svo að langt heyrist. Hann hefir þar haft sannfær- ingu fyrir því, sem hann var að kveða um, og fundið til afls hið innra hjá sér, sem hefir létt undir og skerpt róminn, I bókinni eru nokkrar spaugvísur liprar og viða smellnar og aftur nokkr- ar sem stefna í ádeiluáttina. Þar eru og nokkur þýdd kvæði. Bókin í kápu kost- ar 50 cents og í bandi 80 cents, og er hún vel þess virði. ANON. Sr • 9 O s • 9 9 999999999 9 m: I hare preicrlbed Menthol Plaiter In a nnmber of cnsrs of nnuralgic aud rhoumAtic )>ains>anud arn verr much pleased wlth tho effecta and ploosantness of its application.—W, H. Cabpk.n- TEK, M.D., Hote.l Uxford, Boston. I hare useil Menthol Plasters in aereral cases of nmscular rheumatism. cnd find in every cas* that it re aimost Instant aml permanent relief. —J. B. MooR'á M.D . Waahington, D.C. It Cures 8ciatlcaf Lumhagn, Neu- ralgla, PalnH ln Back or Side, or anj Muscular Pains. u Price I Davls & Lawrence Co., Ltd, 2öc. I Sole Proprietors, Montkkal. 9 9 9 9 99 9 9 9 9 í5 9 9 8 9 • 9 9 4

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.