Heimskringla - 14.10.1897, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.10.1897, Blaðsíða 4
4 IIEIMSKRINGLA, 14. OKTÓBER 1897. Winnipeg\ Húsnúmer séra M. J. Skaptasonar er nú 525 Elgin Ave. I morgun sást hér votta fyrir fyrsta Snjó á þessu hauati, en þiðnaður var hann aftur fyrir kl. 10 f. m. Til þess aó komast hjá auka fyrir- höfn. sendum vér blaðið til móttakenda en ekki útsölumanna. Séra Friðrik J. Bergman var hér í bænum í gær, hann var á hraðri ferð og höfðum vér því ekkert tal af honum. Mr. E. G. Ford, 819 Mafn Street, biður Isjendinga að gæta að auglýsing sinni á öðrum stað í blaðinu. Það borg ar sig að koma inn og sjá hann. Herra Jóhann Sólmundsson kaup- maður frá Gimli og Jóh. Sigurðsson kaupmaðurfrá Hnausum, voru hér á ferð í síðustu viku. Á fundi sem Tjaldbúðarsöfnuður hélt á mánudagskveldið til að ræða um inngöngu safnaðarins í Kyrkjufélagið islenzka, voru engar ákvarðanir tekn- ar. Málinu frestað. 16. f. m. brunnu 2 ibúðarhús í Fort Rougelhér í bænum, þau voru eign J, E. Eldons, og brunnu að fmestu allir innanhúss munir, Skaðinn metinn rúml. $1000. Ogilvie mylnueigandi hefir sent ti bændanna i Brokenhead-héraðinu, sem mistu eignir sínar í eldinum um daginn heilt vagnhlass af hveiti, og C. P. R. félagið flutti það endurgjaldslaust til þeirra. Herra Sveinbjörn Guðmurdsson á Mountain, N.-Dak., hefir verið tilnefnd- ur af Demokrötum í héraðsstjóra kjör- dæmi nr. '2, til þess að sækja um það embætti. Hann er sannarlega vel fall- inn ti) þess sturfa, hvernig sem á er lit- ið, enda enginn efi á því að hann nær kosningu með lítilli fyrirhöfn. Tækifæri fyrir þá sem vilja fá járn- brautarvinnu. — Eins og menn vita hafa verkamenn sem hafa fengið vinnu á Crows Nest Pass brautinni, orðið að borga far sitt þangað, eða vinna fyrir því. Nú er komin breytíng á þetta. Hinn 8. þ. m. kom hraðskeyti þaðan að vestan, sem biður að útvega 500 menn og segir um leið að fargjaldið verði ekki dregið frá kaupi þeirra þegar þar komi, eins og gert hefir verið. Þetta eru góð- ar fréttirfyTÍr þá sem fara, og er búist við að margir noti sér það. Hra. John Stephanson, Hallson, N. D. hefir keyft allar útistandandi kaup- endaskuldir gamla Heimskringlu prent- félagsins á eftirfarandi pósthúsum: Hallson, Akra, Mountain, Garðar, Mil- ton, Alma, Glasston, Cavalier, Pem- bina og Hensel, og einnig allar skuldir hjá þeim sem fengu blaðið sérsent (se- peratly) til sín viðsvegar út um Banda- ríkin, og eiga menn því algerlega við hann um lúkning þessara skulda. Menu gái að því að skuldakröfur gamla Heims kringlufélagsinsfyrir blaðið ná að eins ins upp til 1. Júní siðastl. og'standa i engu sambandi við útgáfu Heims- kringlu nú. Herra Kristján Jónsson frá Nar- rows kom við á skrifstofu vorri á fimtu daginn í fyrri viku. Kom hann vestan úr Argylebygð og var á leið heim til sín. Hann segir góðæri mikið vestra, þrátt fyrir það þó uppskeran væri i minna lagi. Þriðja hefti 3. árg. “Eimreiðarinn- ar” barst oss í fyrri viku, og flytur hún eftirfylgjandi : Snær Snæland: Holdsveikin (skáldsaga) Jón Jónsson: Fornbréf frá íslandi. Guðmundur Friðjónsson: Konan kem- ur í mannheim. Arni Thorsteinsson: Þrjú sönglög. Finnur Jónsson: ívar Aasen (með mynd). Matth. Jochum- son: Sýnishorn af ljóðagerð Norðmanna á Jþessari öld, Jóhannes Þorkelsson: Haust. Charles Recolin: X-augað (smásaga þýdd af G. F.). Finnur Jóns son <fc Jón Stefánsson: Bókafregn I—II. V. G. &H. J.: Islenzk hringsjá (ís- land og íslenzkar bókmentir erlendis). Valtýr Guðmundsson: Úr öllum átt- um. Winnipe^-markaðurinn. Bezta “Creamery” smjör 19J—20 c Gott, heimagert smjör 12 —14 “ “Factory”-ostur .......... 10 —11 “ Egg, tylftin ............. 15 —16 “ Endur (parið) ............ 50 —60 “ Gæsir, viltar,hver ........ 30 —50“ Svínafeiti, 20 pd. fata... $1.70 Nautakét...................... 4 —5 “ Kindakét...................... 5 —6 “ Svínaket....... .......... 6J—7“ Kálfakét...................... 6 -7 “ Lambakét ................. 7 —8 “ Nautahúðir, pundið ....... 5£—6 “ Fersk sauðskinn .......... 30—35 " Hestahúðis................ 75—1.25 Ull, pundið (óþvegin)..... 8—9£ “ Tólg ..................... 3| Jarðepli.................. 20—25 ‘' Naut, á fæti, pundið ...... 2—2J “ Kindur ...... “ .......... 2|—4 “ ^pombola. Eins og áuglýst heffr verið, heldur Good-Templara stúkan “Hekla” Tom- bolu og skemtisamkomu á North-West Hall annað kvöld (föstud.) kl. 8. For- stöðunefndin lofar góðum munum og skemtilegu prógrami. — Það er ætlast til að ágóðinn af tombolunni renni í sjúkrasjóð stúkunnar. Stúkan Hekla ver á hverju ári all ríflegri fjárupphæð til styrktar sjúkum og snauðum með- limum, og er slíkt mjög virðingarvert og stúkunni til sóma. Menn ættu þvi að fjölmenna á þessa samkomu og styðja með þvi gott fyrirtæki. Það kostar ykkur að eins 25 cent að sýna það i verkinu að þið viljið hjálþa áfram mannúðlegu fyrirtæki. “Nyja Oldin,” Ritstjóri JÓN ÓLAFSSON. Blað meðþessu nafni byrjar að koma út í Reykjavík 2. Október og kemur út 72 sinnum á ári, þar á meðal hvern laugardag. Blaðið kostar frítt sent til Ameríku $1.25 árgangrinn. Verðr að eins sent gegn fyrirfram borgun. Bók- salarnir vestra taka væntaniega við á- skriftum. Einnig má panta blaðið hjá bóksala Sigfúsi Eymundssyni i Reykja- vík eða hjá aðal-umboðsmanni og af- greiðslumanni þess, Sigurði bóksala Kristjánssyni samastaðar. Herra J. E. Forslund lagði of stað héðan á mánudaginn var vestur til Whitewood, og Edmonton héraðanna. Mun erindihans, að sumu leyti, vera það að taka gripi hjá mönnum upp á lönd þau er þeir hafa keyft af C, P. R.- félaginu. — Islendingar sem skulda fé- laginu ættu að nota þetta tækifæri. Svar gegn illyrðum Sigtr. Jónassenar út af ‘Ameríku-bréfinu’ (sjá Lögb. 19. f.m.). Frá S. B. Jónssyni. Winnipeg, Man., í September 1897. I. Það er meðal annars eftirtektavert við svar Sigtr. gegn ‘Ameriku-bréfinu’, eins og flest það er sá náungi ritar gegn hverjum sem vera skal, að allar rök- semdirnar lenda í persónulegum níðyrð- um og brigslum gegn þeim sem hann á orðastað við. Það út af fyrir sig er óafmáanleg skömm að áliti allra vand- aðra manna, og jafnframt áreiðanlegur vottur þess, að maðurinn er grimmur harðstjóri, sem skeytir öllu sínu skapi og öllum höndlanlegum meðölum til þess að undiroka mótstöðumenn sína án tillits til málsástæða. Þvílíkur rit- háttur er auðvitað því ósæmilegri sem maðurinn gerir kröfu til almennara á- lits, og er hærra settur í mannfélaginu; meðal annars af þvi, að það sýnir svo ó- svífnislegt traust þess er þann rithátt hefir, á heimsku og þrællyndi almenn- menniugs, auk þess sem slíkt spiliir eðii og tilfinning allra þeirra sem ekki eru nógu siðferðislega þroskaðir til að fyrirlíta slíkan rithátt. Ég nenni ekki að kýta við Sigtr. út af hártogunum hans gegn innihaldi þessa ‘Ameríku bréfs’, því að þær falla sjálfkrafa án þess við þeim sé hreyft, um leið og maður les þær með hliðsjón af Ameríkubréfinu. En svo ætla ég að leyfa mér að athuga lítið eitt níðið og sakargiftirnar, sem haun ristir mér per- sónulega í hinni áminstu grein hans í Lögb. 19. f. m. Sigtr. segir meðal annars, að égjsé sambland af sósíalista, anarkista og níhilista, þess vegna rugli ég alt af um auðvald, en greiði svo atkvæði með auðvaldiuu hér við allar kosningar. í fyrrasumar gaf hann það út, að ég væri að eins anarkisti að skoðun, menn geta því getið sér til um það, hver forlög mín yrðu,ef hann mætti þeim ráða, En sannleiknrinn er nú sá, að ég er hvorki anarkisti né heldur níhilisti og ekki heldur sósialisti að skoðun nema aðsumuleyti. Ég þyrði vel að standa við það, ef svo væri að ég væri eitt- hvað af þessu. eða altsaman þetta, en því er svo varið, að það er ekki og mun ég við hentugt tækifæri gera ljóslega greinfyrir stjórnmálaskoðunum mínum svo að engum þurfi að blandast hugur um hverjar þær eru, en hér er nú ekki rúm til slíks. Eins og menn vita, þá er sú hug- sjón, sem sósíalistar byggja sínar kenn- ingar á að sumu leyti, sú göfuglegasta og mannúðlegasta hugsjón, sem heimur inn á til í eigu sinni, sú hugsjón, að all ir menn séu fæddir með jöfnum rétti til lífsins og þess gæða (jafnréttiskenning- in). Og ég játa hátiðlega að ég aðhyll- ist þá kenning meðan hún gengur ekki út fyrir sín i eðlilegu takmörk, meðan hún sðmrýmist almennri nauðsyn og sameiginlegum mannréttindum. En svo fellur mér ekki allskosta vel sam- veldisstefna og sameignarstefna sósía lista, af því rneðal annars að ég álít sér- veldis- og séreignarstefnuna heillavæn- legri fyrir fólkið, svo framarlega þó, að hún gangi ekki útfyrir hin réttu tak- mörk,— lagaleg takmörk, sem tryggi mönnum sameiginlega vellíðun á jörð unni og verndi almenning fyrir ofbeldi og yfirgangi þeirra sem sterkari eru, hvort sem þeira styrkleikayfirburðir eru fólgnir í heilanuin, vöðvunum eða í fjár munalegum eignum. Ef Sigtr. meinar að ég sé níhilisti eftir hinni frumlegu merking þess orðs, nefnil. að ég vilji gera alt að engu. þá má ég segja honum skjátlast þar herfi- lega, eins og svo víða, því að sannleik- inn er sá, að ég vil gera alt hið góða mikið og sem allra mest af hinu illa að góðu, og ef hann vildi að eins hugleiða það. hvað mikið ómak ég héti gert mér til þess að reyna að betra hanu sjálfann svo sem t. d. með því að rita rökstutt og eftir atvikum sómasamlega móti öll- um hans röklausu og dónalegu órás- um gegn mér i Lögbergi, ætti ha.nn að geta sannfærst um að það er ekki einu sinni nokkurt brot af níhiiista i mér, þvi það getur honum ómögulega dulizt að ég held, né nokkrum öðrum, að til þess þarf ekki nihilista að vilja gera sjálfan hann að engu sem opinberan starfsmann (að ég nú ekki tali um blaðamanu) meðal siðmentaðs fólks. Að ég sé anarkisti að skoðun er al- gerlega misskilningur, því ég kýs heldur illa stjórn en enga. Og meira að segja : Ef til þeirra óskapa gætí komið að ég neyddist til að kjósa um annaðhvort al- gert stjórnleysi, eða það að gera núver- andi ritstjóra Lögbergs að einvöldum alræðismanni yfir þvi mannfélagi sem ég tilheyri, þá held ég hreint að ég kysi heldur airæðisstjórn Sigtryggs,—en guð minn góður! Þar yrði þó úr vöndu að ráða ! Ég hefi nú gert stuttlega grein fyrir afstöðu minni gagnvart þessum þremur flokkum sem Sigtr. telur mig tilheyra. En svo dylst mér ekki, að orsakirnar til þess að þessir tíokkar eru til, eru óefað þær, að stjórnarfyrirkamulagið og við- skiftafyrirkemulagið í heiminum er í mörgum tilfellum spilt og rotið, og gagnstætt almennri nauðsyn. Og hlut- töku byltingamannanna í mannfélags- ins samsiginlegu málefnum er því eðli- lega að skoða sem umbótatilraunir, til- raunir til að betra og “farsæla” fólkið, þótt meðölin til þess að ná tilganginum séu á stundum óheppileg og ósæmileg ; en svo geta meðölin verið rétt í sjálfu sér og tilganginum samkvæm, þótt þau séu ekki eftir fyrirskipunum tízkunnar á þeim og þeim tima. Þannig t. d. við- urkenna menn, að meðöl þau sem Jesús Kristur hafði til þess að ná sinum göf- uga tilgangi, háfi verið rétt í alla staði. (Ég skoða tilgang Krists þann, að betra og ‘farsæla’ fólkið, og meðalið til að ná þeim tilgangi skoða ég kenningu hans). Og þó var kenning hans svo gagnstæð hinni lögskorðuðu tízku samtíðar hans> að hann var líflátinn sem guðlastari,— sem anarkisti, eins og kunnugt er. Og þess ætti eins kristinn safnaðar stólpi og Sigtryggur er að gæta, að Jes- ús Kristur var að því leyti sósíalisti að skoðun, að hann vildi gera alla jafna, sem börn hins eina guðs föðursins, þess eina guðs, sem hann þekti og tilbað. Hann vildi hafa eina hjörð og einn hirð- ir, og hann vildi miðla hinum fátæku af nægð hinna auðugu. Hann vildi hjúkra, lækna og hefja hina voluðu og niður- þryktu, og niðurþrykkja hinum dramb- látu og hrokafullu, svo að þeir betruðust og “lifðu.” Það situr því illa á safnað- arforsetanum, sem að sjálfsögðu stærir sig af að kallast kristinn, að nota stöðu sína í þjónustu “kristins” fólks til þess að níðast á varnarlausum mönnum sem ekkert bafa til saka unnið, eins og þeir væru illræðismenn. Og að nota það sem sakargift gegn þeim að þeir muni vera líkra skoðaua um alheimsleg mál- efni sem Jesús Kristur var, auðvitað í þeirri ímyndan, að fólkið mur<i nógu ó- heiðarlegt og heimskt til þess að gleypa alt slíkt í blindri trú, án allrar yfirveg unap. KAFFI. Þegar veikindi. sem nálega einvörð ungu útbreiðast í mat, ern tíð, t. d. taugaveiki, kólera, heimakoma, skar- letfeber o. fl., er gott að brúka töluvert af kaffi, og má þá brúka það í stað drykkjarvatns ef þörf gerist,. Kaffi hjálpar meltingunni, eykur blóðrásina og útgufunina og hressir menn að öllu leyti; það er sóttvarnarmeðal í bezta lagi. Eitt til tvö rúmgóð herbergi til leigu með góðum kjörum í vosturhluta bæjarins. Fæði einnig falt með sanngjörnu verði, ef á þarf að halda- Menn snúi sér þessu viðvíkjandi til S. B. JÓNSSONAR, 869 Notre Dame Ave , Winnipeg. Al$konar barna- # m myndir | agætlega teknar. Myndir m af ollum fyi jjtegundum ® mjog vel teknar. Mitchell’s Ijósmyndastofa er hin stærsta og bezta í Canoda. Ég ábyrgist að gera alla sem ég tek myndir af ánægða. J. F. JVIITCHELL, - - Fyrstu dyr vestur af Main St. 2i i Rupert Str. Svo þúsuudum dollara skiftir er nú komið af grávöru í THE BLUE STORE, BÆoa, "~434 Hairi Street. Búðin sem ætíð selur með lægra verði en nokkrir aðrir, Við höfum rétt nýlega meðtek'ð 50 kassa af fallegustu grávöru, jafnt fyrir konur sem karla. Rétt til þess að gefa ykkur hugmynd um hið óyanalega lága verð á þessum ágætis vörum, þá lesið og athugið eftirfylgjandi lista. Kvenmanna Coon Jackets - - - - $18 og yfir “ Black Northern Seal Jackets 20 “ “ Greenland “ “ 25 Loð-kragar af öllum tegundum, úr Gray Persian Lamb, “ Blue Opossum, “ American Opossum. Beztu tegundir af Muffs, allir litir, fyrir hálfvirði. Karlmanna Brown Russian Goatskin Coats $13,50 “ Austrian Bear Coats - - - - 13,50 “ Bulgarian Lamb Coats $20,00 og yfir Inndælar Karlmannahúfur með afarlcgu verði. Einnig sleðaíeldir óviðjafnanlegir. H inir gömlu skiftavinir vorir, og svo fólk yfir höfuð, ættu nú að nota tæki- færið til þess að velja úr þeim stærstu og vönduðustu vörubyrgðum, og það fyrir iægra verð en séðst hefir áður hér í Winnipeg. - -- -- -- -- The Biue Store úr Black Persian Lamb, “ American Sable, “ Gray Opossum, “ Natural Lynx Merki: Blá stjarna. 434 Main Street. A. Chevrier. — 7 — — 6 — “Hvað þá ?” “Ja, þeir segja að Indíánarnir séu ekki allir eins friðsamir hér eins og á ströndinni, eða þeir sem Fitch verzlar við upp á landinu”. “Ég ætla að hætta á það”, sagði Ford Kin- sale “Ég þarf endilega að komast á eitthvert ævintýri í þessu flakki mínu. Og lendi ég í slag við vilta Indíána, þá er ekkert að því, Það veit hamingjan að ég ætti að þola dálitla hræringu á blóðinu, eftir að hafa hangið stöðugt yfir skrif- borðinu í Callas í 18 mánuði!” “Hvaða vitleysa!” sagði Fitch. “Þið ungu mennirnir trúið þóekki öllum kerlingarsögun- um um fjallbúana, eða hvað ?” “Pitch, Þú ert sá ótrúgjarnasti maður sem ég hefi séð”. sagðiKeeth. “Hann er verri en þið!” mælti Ford, “það er óþolandi. Mundu það, að við erum að skemta okkur — að minsta kosti ég. Vertu ekki að drepa niður trú okkar á allar þessar skáldlegu sögur landsins. Við skulum trúa því sem sagt er, að afkomendur Incaannabyggi hálendi Andes fjallanna”. “Vitleysa, vitleysa !” sagði þá prangarinn í ákafa miklum. “Við erum nú i svo óbyggileg- umjhluta fjallanna, að tæplega nokkur hvítur maður vill hingað fara. Að norðan viðokkur er ekkert annaðœ n fjöll og villidýr. F.g hefi marg- sinnis farið þessa leið og ég hefi aldrei séð einn einasta af þessum Indíánum sem þið talið um. Það er alt sanaan endalaust bnll!” “Hefði nokkuð verið satt í þvi, þá hefði rak lama-dýrin — “hafi einusinni verið mikil þjóð og átt mikla fjársjóðu. En ég segi að það sé bull, Hvað er orðið af þeim”? “Sagan segir oss, aðliðsmennirnir hans Pisanós hafi fengið rífan skerf af þeim”, svar- aði dökkhærði maðurinn. “Hann hefir sjálfsagt logið því”, sagði Fitch “því hann hafði ekki ;háar hugmyndir um sigur- vegara Perú eins og margur Englendingurinn”. “O, hvaða vitLysa!” sagði Kinsala. “Pi- saro og félagar hans fundu heilar hrúgurnar af fjársjóðum------”. “Þú getur ekki sannfært Fitch Ford”, greip þá vinur hans frem í. “Það er ómögulegt. Ekkert mundi geta það, nema hann sæi fjársjóð Incanna sjálfur”. “Satt segið þér Keeth”, mælti Fitch. "Ef að forfeður Indíánna þessara hefðu safnað saman gulli úr gömlu námönum, einsog sagt er að þeir hafi gert, þá hefðu þessir Indíánar á okkar dög- um Verið búnir að finna það og eyða því fyrir romm fyrir löngu síðan !” Nú hlógu báðir félagar hans. “Jæja þá”, sagði Kinsalí, “ef að Keeth finn- ur ekki bráðlega ‘nitrate’-lögin, sem hann er að leita að, þá ætla ég að fara að leita uppi þessi gullfyU'sni Incaanna. Þegar Spánverjar hröktu þjóðflokkana hbr upp i fjöllin, þá fluttu þeir mikla fjársjóðu með sér. Það hlýtur að vera fólgið einhversstaðar”. “Ef að þú fer að snuðra hér um fjöllin út af alfaravegi, þá er það víst að þú rekur þig á eitt- hvað ekki notalegt”, sagði Keeth. 1. KAFLI. Ójafn slagur. Mjói stígurinn hringaði sigupp fjallahiíðarn- ar eins og dökkur borði, er fléttaðist innan um stórgrýtis bjórg og hávaxna skógartoppa; lág hann stundum yzt út á kleltabrúnunum, en stundum eftir þröngum árgiljum. Hátt þar uppi gnæfðu við heiðbláau himinbogann hinir snækrýndu tindar Andesfjallanna, en undirniðri hurfu í fjarska iðgrænir Andesfjalladalirnir. Hið eina sem rauf þögnina þennan dag var skær silfurbjöllu hljómur. Fyrir klettanef eitt kom lestarbroddur, er menn livergi sjá annars, staðar en í Andesfjöllunum. Á undan sást fyrst hið hrykalega höfuð á forustudýrinu líkt og úlfaldahöfuð. Það var Llama * með silfur- bjöl'lu um hálsinn. Fram með dýrinu gekk hálf- nakinn Indíánadrengur og hélt í tauminn. Svo komu í röð hvert á eftir öðru eitthvað 10 minni llaraar og voru klyfjar á þeim öllum. Tveir Indiánar gengu með þeim, en á eftir lestinni gengu menn þrír. sumpart klæddir sem Indíánar en sumpart sein hvítir ferðamenn úr Norðurálfu. Voru tveir þeirra ungir mcnn, hraustlega vaxnir og fríðir sýnum, eu hinn þriðji var lágur vexti, *) Llama: stórgert fé haft til áburðar í Suð- ur-Ameríkufjöllunum,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.