Heimskringla - 30.12.1897, Blaðsíða 1
Heimskríngla.
XII. ÁR
WINNIPEG, MANITOBA, 30. DESEMBER 1897.
NR. 12
F R É T T I R.
Þá er það
gleðilegt nýjár,
Um leið og vér óskum öllum
kaupendum vorum gleðilegs nýjárs,
og góðs gengis í framtiðinni, vildum
vér minna suma þeirra á það, að sá
tími sem þeir hafa borgað fyrir blað-
ið rennur út við nýárið. Þetta á við
þá, sem hafa borgað 50 cts eða fyrir
þrjá mánuði, og ættu þeir því að
senda oss dálítið í viðbót ef þeir
hugsa til að halda áfram við blaðið.
Það er vert að yæta þess að blaðið
kostar að eins $1.50 um árið fyrir þá,
sem halda áfram að taka það, þó það
sé borgað smám saman, en eftir
þeirri reglu sem vér settum í haust,
og sem vér ætlum að halda oss við,
verður borgunin að koma fyrirfram.
Sumum finst það líklega hart að þurfa
að borga fyrirfram, bæði af því að
þeir eru óvanir því og eins vegna
þess þeir þykjast ekki hafa fulla
trygging fyrir því, að þeir f.»i verð
peninga sinna, þar eð blaðið geti
hrunið þegar minst vari. Við þessu
skulum vér segja það, að því betur
sem borgað er fyrirfram, því meiri
tryggingu hafa kaupendurnir fyrir
því að blaðið haldi áfram, og ein af
ástæðunum fyrir því er það, að inn-
heimtu kostnaðurinn verður enginn
þegar borgað er fyrirfram, og ekki
þarf heldur að borga vexti af lausa-
fé, sem fengið er til láns, meðan beð-
ið er eftir borgun frá kaupendunum-
Líka getum vér bætt því við, að vér
erum nú búnir að fá allan þorra kaup-
enda þeirra, sem Heimskringla hafði
áður, og sem þá stóðu nokkurnvegin
í skilum, og nýir kaupendur bætast
alt af við, svo það er engin hætta á
því að blaðið beri sig ekki fjárhags-
lega, ef kaupendur gleyma ekki að
senda oss áskriftargjald sitt reglu-
lega.
Vér vonum að vinir vorir virði
tilraunir vorar í blaðamenskunni
þessa þrjá mánuði sem af eru, og
sendj oss í nýársgjöf eirs marga nýja
áskrifendur eins og þeir geta fengið,
og eins miklar fyrirfram borganir
eins og kostur er á.
Nýir kaupendur, sem borga fyr-
irfram, fá Heimskringlu frá 1. Jan.
1898 til 1. Jan. 1899 fyrir $1.50 og
það sem komið er út af blaðinu síð-
an f Okt. í haust að auk. Munið
eftir að sagan Peruvianska Paradís-
in, byrjaði í fyrsta blaðinu, pg er því
nauðsvnlegt að fá blaðið frá byrjun
til þess að fá hana alla. Hún er ekki
prentuð sérstök og fæst því ekki
nema í blaðinu sjftlfu.
Munið eftir Heimskringlu um
nýárið.
Tilsögn.
Tilsögn í ensku munnleffa og bók-
leea, sðmuleiðis í reikningi, skrift, landa-
fræði o. s. frv.. verdur veitt ad
571 Alexander Ave., Winnipeg.
Guðrún Jóhannson.
Viðskifti Canada.
Eftir skýrslubrotum sem komið
hafa út viðvíkjandi verzlunarviðskiptum
Canada við önnur lönd, sést að innflutt-
ar vörur hafa á fjárhagsárinu, sem end-
aði 30. Júní, hlaupið upp á $111,291,021
og útfluttar vörur $123,959,838. Þessar
tölur sýna meiri verzlunaryiðskifti held-
ur en nokkru sinni áður og er það g!eði-
legur vottur um viðgang ríkisins, en
fyrir þá sem leggja sórlega áherzlu á
aukin verzlunarviðskifti milli hinna
ýmsu hluta brezka ríkisins, er skifting
þessara viðskifta ekki eins þóknanlegt.
Af öllura innfluttum' varningi voru
$6 649,041 virði frá Bandaríkjunum, sem
er mikið meira en nokkru sinni áður.
Af þessum vörum voru $31,166,532 virði
tollfritt, oe $30,482,509 tollaðar og verð-
ur tollur á þessum varningi frá Banda-
ríkjunnm þannig að meðaltali 13.22% en
á því sem tollað er 26.72%. Innfluttar
vörur frá Bietlandi voru upp á $29,412,-
188 eða rneira en helmingi minna en vór
ur frá Baudaríkjunum.Af þeim var$20,-
217,422 virði tollað en $9,194,766 tollfrítt.
Meðal tollálögur á öllum brezkum varn-
ingi vorn 21.99% og tollgjald af því sem
tollað var 30.69%, og sýna þessar tölur
að Canada kaupir ekki einungis meira
en helmingi meira við Bandarikin held-
ur en England. heldur líka það, að
Bandaríkjunum eru gefin mikið meiri
verzluuarhlunnindi heldur en Bretlandi,
þrátt fyrir alt gumið um umhyggju
fyrir verzlunarsambandi og verzlunar-
hlunnindum innan ríkisins.
Þá eru útfluttar vörur frá Canada.
Til Englands var flutt á árinu $69,533,-
852 virði af vörum á móti $43,991,485 til
Bandaríkjanna og sýnir það, að enski
markaðurinn er mikið meira virði fyrir
Canada heldur en Bandaríkjamarkaður-
inn, þvátt fyrir það hve lítil reekt er við
hann lögð. England tekur kanakiskan
varning tollfrítt inn á markað sinn en
þarf að borga hærri toll af innfluttum
varningi til Canada heldur en Banda-
ríkin. Bandaríkín hafa háan toll gegn
Canada, kaupa minna af kanadiskum
varningi heldur en England, en selja
meiri varning á kanadiska markaðinn
og borga mini J toll heldur en England.
Er þetta sanngjarnt fyrirkomulag?
í blaðinu “Onward” er góð og sann-
gjörn grein um blöðin í Canada. Vór
erum á sama máli og “Onward” um það
að blöðin í Caiiada jafnist við blöð hvar
sem er í heiminum, að efni og frágangi.
Vinir vorir vita vel að þetta á ekki sízt
við blað vort, —Montreal Witness.
“Vér höfum ásteeðu til að halda að
það séu hvergi betri eða vandaðri blöð
til heldur en í þessu landi, og er þvi til
styrktar það, að einmitt hórna í einni
stórborginrii (Montreal), eigum vér blað
sem í meira en 50 ár hefir barizt fyrir
umbótum í siðferðislegu og verklegu til-
liti. Allan þann tíma hefir það ekki svo
mikið sem birt eina auglýsingu um vín,
tóbak eða leikhús. Tíl peningalegs ó-
hagnaðar f.yrir sig, hefir þaðslegið hend-
inni á móti þess konar tekjum, og staðið
dyggilega á móti öllum freistingum í
þá átt.”
—Montreal Witness.
í tilefni af því að búist hefir verið
við því að ólöglegur flutningur vopna
og vista frá Key West til Cuba ætti sér
stað um þessar mundir, hefir herskipið
Main verið sett til varna við strendurn-
ar í nánd við Key West, og verður það
sjálfsagt óþægilegur þrepskjöldur á leíð
mangaranna. Það hefir rannsakað öll
skip sem lagt hafa frá landi, og það
hefir náð í, með mikið meiri umhyggju-
semi heldur en hingað til hefir átt sér
stað, og virðist það benda á að Banda-
ríkjastjórn só full alvara að koma i veg
fyrir allan þess konar flutning.
Samkvæmt lögujp frá 1888, um
gjald til ekkna hermanna þeirra sem
féllu i þrælastríðinu, hefir komið i ljós
að Bandaríkjastjórn skuldar ekkju einni
i Noregi um $5000, og þar M auki ár-
legt tillag eins lengi og hún lifir. Mað-
ur ekkjunnar kom til Ameríku 1851, og
gekk i her Norðanmanna skömmu síð-
ar, en féll i orustu oftir rúrnt ár frá því
hann gekk í herinn, Konan sem ekkert
vissi um það hvaða lög væru gildandi i
Ameríku, gjörði enga kröfu tií fjár frá
stjórninni, og það er ekki fyr en nú eft-
ir meira en 30 ár að hún fær vitneskju
um að hún væri orðin meðeigandi í fjár-
hirslu Bandaríkjanna. Stjórnin hefir
nú viðurkent að krafa hennar sé rétt,
og ætlar að borga henni $5000, sem er
samsafn árgjaldsins með rentum þenn-
an tíma síðan maður hennar dó, og gefa
henni árlega upphæð að auki meðan
húnlifir.
Bandaríkjablöðin láta hálf illa yfir
þessu örlæti, og þykir það hafa verjð
misbrúkað helzt til oft
Seytján brezk herskip hafa nú verið
send til Chemulpo, nálægt Seoul í Co-
rea, og þrjátíu japönsk herskip eru til-
búin að slást í förina, ef þörf gjörist.
Þetta er út af Því að konungurinn á
Corea hefir látið i veðri vaka, að hann
sé viljugur til að láta Rússa hafa hönd
i bagga með stjórninni þar í landi og
að hann hafi í hug að láta MeLeary
Brown, brezka ráðgjafann, sem hefir á
höndum umsjón tollmál»nne, farn frá
embætti.
Tíðindi þessi komu stjórninni á Co-
rea óvart, og er bágt að segja hvað hún
gjörir. Þó segja siðari fréttir að eftir
að Bretar leutu við Chemulpo hafi það
boð gengið út að Brown héldi áfram
starfi sínu,
Japanítar eru með Bretum, og vilja
ekkert hafa með rússnesk yfirráð á Co-
rea eða í Kína. Þeir hafa nú að sögn
boðið Kínverjum að vera vægir við þá í
tilliti til afborgana á striðskostnaðinn,
og um leið boðizt til að æfa herlið Kín-
verja, ef þeir vilji, svo þeir þhrfi ekki að
fá rússneska hermenn til þess. Hvernig
Rússar taka þessu er óséð, en líklega
kunna þeir því illa. Stjórnin í Kina og
Corea eru eins og mús undir fjalaketti,
og hafa hvorki þor né kraft til að gjöra
annað en það sem aðrir vilja, en af því
leiðir að ómögulegt er að vita hverjum
þær eru eiginlega helzt hlyntar, Stór-
þjóðirnar í Evrópu eru nú komnar sam
an í bendu þarna eystra, ýmist í þeim
tilgangi að ná sér í lönd, eða í þeim til-
gangi að viðhalda þeim ríkjum sem þar
eru eins og þau hafa verið, eftir því
sem séð verður, en hver svo sem tilgang
urinn er, þá er það vist að horfurnar
fyrir samhengi Kínaveldis eru slæmar.
Nýkominn er frétt ein frá Pesha-
wur og segir að herflokkar Breta liafi
horfið aftur frá Khyber-skarði, er þeir
hafi verið búnið að berja á Zakka Khels
þjóðflokknum i Bazaar-dalnum. Bretar
fóru inn í dali alla í fjöllunum, og sést
það nú að uppreistarmenn hafa beðið
miklu meira tjón en ætlað hefir verið.
Hafa ránferðir þeirra verið stöðvaðar
og er nú Orakvais-þjóðflokkurinn að
fullu og öllu bældur niður. Hinir her-
skáu Afridls hafa fengið skell mikinn,
svo þeir róta sér ekki mikið fyrst um
sinn, en þess þurftu þeir með. svo að
hægt væri að byrja að yrkja landið.
Enda verður þetta aðvörun og áminn-
ing fyrir villuþjóðirnar þar eystra, Er
þar nú alt í friði og spekt að sagt er.
Ný frétt frá Taeoma, Wash., segir,
að Rússar hafi svælt undir sig fjárhags-
og tollmál Coreu og vilji ekki laust láta
þó að þeir í samningunum við Japan
hati lofað að Corea skyldi fyrir þeim
sjálfstæð vera. Sé þetta satt, þá hafa
Rússar ekki einungis höggið nærri Ja-
panlöndum, heldur Bretum lika. Mc-
Leavy Brown, fulltrúi Breta, sem fjár-
málum réði, og Rússar sviftu völdum,
aeitaði að hlýðaait Rússnm og skaut
máli sínu til brezka konsúlsins, en hann
sendi aftur frétlina til Englands. Lítur
því ískyggílega út þar eystra.
Kappræðufélagið.
Á þridjudagskvöldiðkeínur(4. Jan.)
hefir nýja kappræðufélagiðopinn fund á
Unity Hall, or. Pacific Ave. og Nena
Str., og fer þar fram kappræða milli
tveggja manna, sem til þess hafa verið
valdir, og á eftir kappræðunni fara fram
friar umræður.
Gott væru að sem flestir kæmu á
fundinn, og gengju í félagið. Allir eru
velkomnir, og enginn inngangseyrir
verður settur upp‘ en samskot að eins
tekin.
Það er þörf á einu kappræðufélagi
að minstakosti í Winnipeg, og þaðdylst
engum, sem íhugar málið, aðkappræðu-
félag, sem hefði reglulega fundi og vinn-
ur ætlunarverk sitt dyggilega, hefir
stærra og þýðingarmeira verksvið held-
ur en mörg önnur félög. Kappræðufé-
lög eru i stuttu máli sagt þeir skólar,
sem kenna mönnum betur en flest ann-
að að brúka þá þekkingu, sem menn fá
á öðrum skólum, kenna mönnum að
koma fram fyrir almenning og segja
það, sem menn hafa að segja, og með
tímanum kenna þau að segja það á-
heyrilega og skiljanlega. Það eru til
meðal Islendinga menn og konur, sem
hafa bæði talsverða þekkingu í ýmsum
málum, og töluverðahugsun, en þaðeru
tiltölulega fáir sem hafa lag á að segja
frá því opinberlega sem þeir hugsa, svo
það verði skiljanlegt fyrir áheyrendur,
og um leið fáir sem eru færir um að
brúka opinberlega þá þekkingu sem þeir
hafa aflað sér. Þetta geta kappræðu-
félögin læknað. Þá er það einnig tak-
andi til greina, að flostir eru hálffeimn-
ir fyrst þegar þeir eiga að halda tölu, en
feimni á ræðupalli getur algjörlega
eydilagt. málstað þess sem talar í augum
tilheyrendanna, hversu góður sem haun
annars kynni að vera, og ''æri um þýð-
ingarmikið opinbert mál að ræða, gætu
afleiðingarnar orðið slæmar. Það er
nauðsynlegt að venja sig við að koma
fram sem oftast svo feimnin hverfi (þvi
hún hverfur æfinlega með æfingunni), og
til þess að geta komist upp á lag með að
klæða hugmyndir sínar hæfilegum
búningi.
Kappræðufélög eiga að gefa bæki-
færi til þessa, og það er vonandi að þet ta
kappræðufélag nái tilgangi sinum og
að það endist ögn betur en önnur sams-
komar félög hafa gjört hér í Winnipeg.
Frá löndum
HNAUSA P. O., 22. DES., 1897.
(Frá fréttaritara Heimskr.)
Nú er orðið líflegt hér á brautinni:
sífeldur straumur af hesta- og uxa-
“team”um fiskiflutningsmanna ogskóg-
arvinnumanna. Óverulegur fiskiafli hér
meðfram landi. og í tregara lagi norður
á vatninu, en hann er vanur að skána
úr því kemur fram yfir jól og vona menn
að svo verði enn.
Margir eru farnir að fara hina nýju
braut frá Fisher River til Icel. River en
illa er af henni látið; er í orði að ferða-
menn sendi bænarskrátilfylkisstjórnar-
innar og ætli að biðja hana um $200,00
styrk til að laga brautina með. Það
eru um 50 mílur milli byggða.
Nikulás Ottenson frá Winnipeg er
búinn að opna “Stopping Place” hálfa
mílu fyrir norðan Drunken Point,
“Stopping Place” St. Sigurðssonar.
Nýlega kviknaði i húsi Sigmundar
Gunnarssonar, Geysir P. O. Skaði á
innanhússmunum varð enginn, og er
búið að gjöra við það sem brann af
húsinu. O. G. A.
YORKTON, 27. DES. 1897.
Eins og i flestum öðrum bæjum i
Canada, eru ibúarnir hér samsafn af
allra þjóða mönnum, eða því sem næst,
og eru íslendingar ekki undanskildir.
Bærinn er smár að vexti enn þá, og
ungur, en stendur til bóta, því land-
rími er mikið enn, bæði nær og fjær;
enda er á orði að hingað verði sendir
3000 innflytjendur næsta ár, sem að
munu hér um bil tvöfalda verzlunar-
viðskifti bæjarins og likleea íbúatöluna
(vonandi að einn eða tveir landar slæðist
með). Umboðsmenn koms úr öllum
áttum til að skoða sig um hér i kring,
og sjálfur Hon. Mr. Sifton lét sjásig hér
ekki fyrir löngu síðan. Hann þóttist
vera að lita eftir Galisíu-görmunum,
(betur að þeir reyndust heiðursins verðir)
Islendingar frá Fishing Lake og
3útesand River, sækja hingað kaup-
stað að mestu leytí þó langt sé að sækja,
um 70 mílur.
Það hefir komið til orða að sýna af
sér fornan hetjuskap og íslendingadag’
hér í Yorkton að sumri, og til að gjöra
það ótnaksins vert, að fá alla dugandi
drengi úr Þingvalla, Lögb. og Vatns-
dals nýlendunum til að halda sinti ísl,-
dag hér líka (því vegalengdin er hér um
bil sú sama fyrir alla). Og úr þeirri
samsteypu er reiknað, að yrði einn ó-
gleymanlegur dagur, er sýndi ásamt
öðru, að íslendingar gætu enn þá riðið
til alþingis þó leiðin vœri nokkuð löng
og þó þeir séu komnir í Indíánaland.
Þó þetta sé nú svo sett fram, þá á
það að vera áskorun til manna í nafnd-
um nýlendum, að íhuga málið, og kjósa
nefndir í hinum ýmsu nýl. til að koma
á slíkum alsherjar íslendingadegi í
Assiniboia (Yorkton).
Yorktoningur.
Stjarnan,
ARSRIT TIL FRÓÐLEIKS OG LEIÐBEINING
AR 17M VERKLEO MALEFNI, ASAMT
^ ALMANAKl ^
MEÐ ÍSL. TÍXATAX.I FVIUR ARIÐ 1898.
....I. ÁR .....
ÚTG F.FANDI--- —
STEFÁN B. JÓNSSON.
Rit þetta er í 8 blaðabroti, og inni-
heldur, auk almanaksins, 39 blaðsiður
af fræðandi lesmáli um eitt og annað,
og ágætis uppdrátt af Winnipeg, og
kostar i'nnheft í kápu 25 cents. Það er
hlutfallslega jafndýrt og almanak O.
Þ. hefir verið undanfariu ár, nieð tilliti
til ferhyrningsmáls í fræðandi lesmáli,
og með tilliti til þess að ritið kostar 5
cts. meira fyrir kortið af Winnipeg sem
þvi fylgir, enda er kortið vel 5 centa
virði til hvers manns sem vill eiga það,
einnig miðað við það hve mikið það hef
ir kostað útgefandann.
Þessa dagana verður ritið sent þess-
um mönnum víðsvegar um landið, til
útsölu í
CANADA
Wast Selkirk: Math. Thordarsyni ogG.
E. Dalmann; Husavik P. O.: St, Eir-
ríksson, Gimli/ J. P, Sólmundsson;
Árnes P. O.: Gísli Jónsson og Stefán
Sigurðson ; Hnausa P. O.: Sigurðson
Bros. og Sig. Vidal; Geysír P. O.: Tóm-
as Björnsson og J. M, Bjarnason; Icel,
River: Jóh. Vigfússon og Sv. Thor-
waldson; Isafold P, O: Pétur Bjarna-
son; Heckla P, O: H. Leo; Glenboro:
Fr. Fredrikson og Magnús ‘Jónsson;
Gruud P, O: Hernit Christopherson;
Baldur: Christian Benediktsson og Jón
Björnsson; Brú P. O: Jón Ólafsson;
Brandon: Árni Johnson; Portage La
Prairie: V. Deildal; Melita: Jón Abra-
hamson; Tantallon P. O: Guðmundur
Ólafsson_og J. ’J. Jónssou; Keewatin:
S. J|5liannsson; Westbourne: S. Sölva-
son;' Narrows: Jens N. Peterson; Otto
P. O. Nikulás Snædal; B. Col.: Ásgeir
J. Líndal; Alberta: Jóh. Björnsson;
Calgaiy. Chr. ChristinnSon; Þingvalla-
nýl.: H. Eyjóltsson, Bjarni Vestman,
H. Hjálmarsson.
I BANDARÍKJUNUM:
Minneota, Minn.; G. A, Dalmann; Du-
luth: Christ. Gunnarsson: Chicago: M.
C. Brandson; Seattle: Jóh. Sigurðsson;
Utha: H. Bjarnason; Dakota, Hallson:
P, J. Skjöld og A. Magnússon; Garðar
J. Jónsson, S. Eyjólfsson og J. Hall;
Mountain: Sv. Guðmundsson; B. Hall-
dórsson; Hamilton; ’R. Sigurðsson;
Glasston; Foster Johnson; Akra: E.
Halldórsson; Canton: S. Eiriksson;
Pembina: G. Gunnarsson; Milton: J.
G. Daviðson og S. Grímsson; Grafton:
0. Johnson; Grand Forks: G, Christj-
ánsson; Hensil: G. Einarsson, og ef til
vill fleirum síðar.
I Winnipeg er ritið til sölu nú þeg-
ar á þessum stöðum: A prentsmiðju
Hkr., íbúð B. L, Baldwinsonar, á verk-
stæði J, Ketílssonar og M, O, Smith, og
hjá útgefandanum og verður til sölu
viðar innan skams- Fyrir 25 cents
verður ritið sent fritt með pósti hvert á
land sem vill, beint frá útgefandum,
EDMUND L. TAYLOR,
Barrister, Solicitor &c.
Rian Block,
492 Main Strbet,
WntNtFRti.
Gullstass.
I
♦ Þegar þið þarfnist einhvers af þeim varningi sem ég höndla
með, svo sem
Alls konar gullskraut,
úr og klukkur,
þá komið við í búðinni hjá mér, það er ykkar eigin hagur. Eg
sel séretaklega ódýrt núna fyrir nýárið, og hefi meira af vörum til
að velja úr en nokkru sinni áður. Munið líka eftir gleraugunum
sem ég sel ódýrara en nokkur annar í bænum, og vel þau ná-
kvæmlega eftir sjón manna.
I
S
♦
♦
♦
:
G. TH0MA5,
598 HAIN STREET.
P. S.:
í staðinn fyrir að senda eftir úrum f yrir $6.50,
getið þið fengið betri úr hjá mér fyrir $6.00.
:
:
:
:
:
:
:
Gleðilegt nýtt ár !
Um leið og við grípum tækifærið tH
þakka öllum fyrir góð og mikil viðskifti
á gaiula árinu, óskum við eftir verzlun
yðar á nýja árinu. Við höfum
meiri og fjöl-
breyttari vörur
en nokkru sinni áður, og seljum nú :
9 pund af kaffi fyrir $1.00
35 pund haframjöl 1.00
35 kassa af eldspítum 25c.
1 pund súkkulaði 25c.
Góða skógar-öxi fyrir 85c.
Ágætt þvottaborð fvrir 25q.
Við kaupum alla- mí
BÆNDAYÖRU,
svo sem nautgripi, húðir, kindargærur,
sokkaplögg og korðvið fyrir hátt verð
Við gefum eihnig fallegar
Stækkadar myndir
i kaupbœtir.-—
VlNSAMLEOAST
GARÐAR, N.-DAK.
Stort---
Peninga-
spursma/
$4.000
virði af vissum vörutegundum ei#/a
að seljast þennan mánuð, og það moð
þeim afarmikla afslættisem jafngildir
25 prosent.
Það þýðir það, að þeir sem kaupa
þessar vörur, fá í sinn vasa $ 1,00<V
í hreinan ágóða, að eins fyrir það að
verzla á réttum stað og á réttum tíma.
Til þess að fá dálitla hugmynd um hrað
er verið að bjóða ykkur, þá lesið eftir-
fylgjandi verðlista.
125 alklæðnaðir handa ung-
mennum i rá $2.00 til $10.00
250 alklæðnaðir handa karl-
mönnum frá $5.00 til $15.00
150 yfirhafnir handa karl-
0 mönnum frá $2.75 til $15.00
25 yfirhafnir handa kvenn-
mönnum frá $3.25 til $13.50
Og margt fleira eftir þessu. Það er
því enginn efi á því, að það er
Stórt peninga-
spursmál
fyrir fólkið að geta gripið svona tæki-
færi; það er ekki oft sem mönnum
bjóðast þau, og nú hafið þið tækifær-
ið,—að eins að muna eftir staðnum,
og það er hjá
á suð-vesfcir horni Ross og
Isabel sti'æta, Winnipeg.