Heimskringla - 27.01.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.01.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 27 JANUAR 1898. f * J * * * t * i * * é f f t * f t \ * • t f f f f t * Vjer getum ekki Talad Islenzku En vér höfum vistad þetta rúm, og hljðtum því að eiga undir Hennar Hátig’n Heimskringlu með að útbreiða hugmyndir vorar. Ef hún gerir það vel, þá er ait gott. Ef ekki, þá heitum vér á forsjónina að senda hana til Klondike. Tlie Coiffionffealth. Hoover & Co. Comer Mnin Str. & City Hail Sqnare. Winnipeg*. Samkoma á Unity Hall í kvöld. Hr. J. S. Ormson frá Pembina, N. D., kom til bæjarins á mánudaginn var og býst vid að dvelja hér um tíma. Eldur kviknaði í grávörubúð Mr. Osenbrugge, á Aðalstrætinu, á þriðju- dagsnóttina var, og gerði skaða sem metinn er am $1000. Mr. Magnús Pétursson, frá VVest- boume, og Mr. Th. Borgfjörð frá Nýja íslandi, voru hér í bænum fyrri hluta vikunnar. Um snildargreinina(!) hans Sigfúsar Andersonar í Lögbergi síðast, álítum vér bezt talað með þessum alkunnu orðum: “Það er ekki eyðandi einu skoti af ensku púðri á Þjóðverja þenn an”. Munið eftir Unitarasamkomunni kvöld. Auk þess sem áðui var auglýst verður þetta á prógramminu : Instrumental Music: Mr. Wm. Ander- son og Mrs. Merrel. Solo : S. Anderson. Solo : C. B. Julius. Hkr. er beðin að geta þess, að laug- ardagskvöidið 5. Febr. næstk., verður leikmannasamkoma haldin á North- West Hall. Nokkrir liðlegir Islending- ar stíga í stólinn og spjalla fyrir fólkið. Mannanöfn og efni augl. í næsta blaði. Eftir því sem blaðið Nor’-Wester segir var islenzk kona, Mrs. Wright, ein af sjúklingum sem sendir voru til sjúkrahússins i Portage La Prairie á þriðjudaginn var. Af nafnalistanum er ekki hægt að sjá að fieiri íslendingar hafl verið sendir þangað í þetta sinni. Sjúkrabús þetta er fyrir þásem álítast ólæknandi. JAKOB GUÐMUNDSON, bókbindari, 35 McDonald St. Winnipeg. Kappræðan um hjónaskilnaðarlögin í Canada, sem fram fór á laugardags- kvöldið í siðustu viku, var að mörgu leyt; góð. Báðar hliðarnar stóðu sig dável, og reyndu að verja mál sitt eftir föngum, en auðvitað vantaði mikiðá að það væri rætt út í yztu æsar, þvi h^orki höfðu kappræðumennirnir haft, tíma til að undirbúa sig sem bezt, né heldur var fundartími nægilega langur til þess að taka fram alt sem nauðsynlegt hefði verið að taka fram í sambandi við það. Allmargir voru viðstaddir og hlustuðu með athygli á ræðurnar, enda mun flestum hafa þótt málefnið þess virði, að það væri tekið til umræðu. Dómarar voru engir hafðir vig kappræðu þessa aðrir en tilheyrenduruir, þar eð það á- leizt heppilegra, og er þá ekki úr vegi að taka það fram til leiðbeiningar, að i svona kappræðum, þar sem málefnin eru tekin til af vissri nefnd manna, og Kappræðumönnum skipað að taka upp tilteknar hliðar þeirra, þá koma sjaldn- ast fram hinar eiginlegu og óþvinguðu skoðanir kappræðumannanna. Þetta er gallinn á kappræðunum þar sem hlið- arnar á málunum og skoðanirnar falla ekki saman, en svo gefur þetta aftur leikni í að verja hvaða mál sem er, og hvernig sem á stendur, og eru kappræð- ur því betri æfing heldur en beinar um- ræður. — I síðustu kappræðunni voru engir meðalvegir farnir. Af öðrum var því haldið fram. að hjónaskilnaðarlögin i Canada væru góð eins og þau eru, og af hinum að þau væru hið gagnstæða, en litil eða engin tilraun var gérð til að sýna fram á, hvaða breytingar á þeim gætu verið heppilegar. Þetta var má- ske ekki beinlínis i þeirra verkahriug sem kappræðumanna, en það hefði ekk- ert verið á móti því að þeir hefðu geng- ið í þessu atriði ögn út af beinni braut, til þess að geðjast ennþá betur áheyr- .endunum. og hefðu báðir málspartar jafnt getað gert það að ósekju, einkum þegar engir kappræðudómarar voru við hafðir. Það er samt 'langt frá þvi að vér viljum vanþabka þeim verkið; enda væri það algerlega ranglátt, því kapp - ræðan var góð, þó hún væri ekki óað- finnanleg. Næsta þriðudagskvöld verður opin kappræðufundur á sama stað. Kapp- ræðueínið er : Ottinn 'fyrir hegningu kemur meira í veg fyrir glæpi, heklur en réttlætistil- finningin. Séra Magnús J. Skaptason fer bráð- um til Nýia íslands og messar : 30. Tanúar í Selkirk West; fimtudaginn 3. Febr. kl. 4 á Árnesi; sunnudaginn 6. kl. 1 e. h. í Breiðuvík; þriðjudaginn 8. í Milluvík; 9. í Breiðuvík. A heimleiðinni verður messað á Gimli á þeim stað og tíma, sem seinna verður ákveðinn. Mr. Björn Th. Hördal, frá Shoal Lake, var hér á ferð í þessari viku Hann lætur vel yfir líðan landa þar yestra. Mr. G. J. Mclntosh frá Crystal, N. D., fyrverandi County Commission- er í Pembina County, heimsótti oss á mánudaginn var. Hann kom hingað til bæjarinsí kynnisför, og býst við að dvelja hér um viku tíma. Nú er sagt að Spánvarjar ætli að senda nokkur herskip til Ameríku, svo sem til að sýna Bandaríkjamönnum að þeir þori að koma þar að landi, þrátt fyTÍr það þó Bandaríkjaflotinn sé sam- ansafnaður við Key West. Manitobaþingið, segir Mr. Green- way að komi komi saman snemma í Marz, og fá menn þá að vita hvað gerzt hefir í Duluthðrautarmálinu. Mr. Greenway lætur dável yfir járnbrautar- málum sínum, en ekkert ákveðið vill hann segja. Á þriðjudaginn kemur verður hald- in samkoma í Tjaldbúðinni til hjálpar Mrs. Lambertsen, sem lengi hefir legið veik og á við þröngan kost að búa. Það væri vel gert að hjálpa til að láta sam- komuna verða arðberandi, því hjálpar er þörf. Samkomuprógrmmið er birt á öðrum stað i blaðinu. Gordon & Ironside-félagið er sagt að sé í undirbúningi með að láta byggja sláturhús mikið hér í bænum og frysti- hús í sambandi við það, Húsið á að standa sunnan yið C. P. R. sporið ná- lægt vöruhúsum járnbrautarfélagsins, og á útbúnaðurinn að vera uógu mikill til þess að 1000 gripum verði slátrað á viku hverri. Skritið atvik kom fyrir á C. P. R.- vagnstöðvunum á mánudaginn var. Rétt áður en vesturlestin átti að leggja af stað gekk maður einn óþektur fram fyrir gufuvagninn, lagðist á kné og kysti á ískalt járnið eins og væri hann að tilbiðja vagninn. I jæssum stelling- um var hann þangað til nokkrir menn. sem við voru staddir og ekki voru vanir við að sjá gufuvagna tilbeðna, tóku hann með sér inn í farangursklefann á vagnstöðvuuum. Þegar þangað kom, var eins og maðurinn áttaði sig, tók til fótanna og hljóp á burt, án þess að segja hver hann væri eða hyar hann ætti heima. Concert & Social —VERÐUR HAFT í — TJALDBUDINNI, (Cor. Sargent & Furby.) ÞRIÐJUDAGINN 1. FEBRÚAR ’98 —kl. 8 e. h.— Programm: 1. Instrumental Music........... Anderson Bro’s & Mrs. Merril. 2. Ræða.............H. Pétursson. 3. Solo.............S. Anderson. 4. Recitation....Mrs. Joe. Polson. VEITINGAR 6. Instrumental Music........... Anderson Bro’s & Mrs. Merril 7. Kappræða......B. L. Baldwinson og Sigfús Anderson, (um mjög spennandi efni.) 8. Solo.............Albert Jónsson. 9. Guðmundur Hölluson segir sögu af konu sinni. Mjög spaugilegt stykki. 10. Instrumental Music.......... Anderson Bro’s & Mrs. Merril. Agóðanum verður varið til styrktar bláfátækri ekkju, sem sjálf hefir verið veik í allau vetur, og þar að auki hefir á hendi sjúka dóttur, sem liggur þungt haldin. Konan er Mrs. N. Lambertson. Aðgangur 25c. fyrir fullorðna, 15c. fyrir börn. Takið því allir tækifærið mér og yð- ur sjálfuin til hagsmuna. S. B. Jonsson, 869 Notre Datne Ave. Winnipeg. TÆRING LÆKNUÐ. Gömlum lækni nokkrum, sem var hættur við vanaleg læknisstörf sín, var útvegað af kristniboðara í Aust-Indium forskrift fyrir samsetning á jurtameðali, sem læknaði tæríng, Bronchites, Ca- tarrh, Asthma og öll veikindi, sem koma ftá hálsi eða lungum, einnig alla taugaveiklun. Eftir að hann hafði sann færstum hiunmikla lækningakraft þess þá áleit hann það skyldu sína að láta þá sem þjást af þessum sjúkdómum vita af þessu meðali. býðst hann því til að senda hverjum sem hafa vill ókeypis forskrift þessa á þýzku, frönsku eða ensku, með fullum skýringum hvernig það eigi að brúkast. Þegar þið skrifið. þá sendið eitt frímerki og getið þess að auglýsingiu var í Heimskringlu. Utanáskriftin er : W. A. Neyes, 820 Pewers Block, Rochester, N. Y. LÁTIÐ RAKA YKKUR , OG HÁRSKERA HJÁ S. J. Scheving, 200 Rupert Str. Alt gert eftir nýjustu nót- um og fyrir lægsta verð. S. G. Geroux, Eigandi. Exchange Hotel. 612 ZM-AÁHIsr ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H. RATmtl!KX, EXCHANGE HOTEL. 61Si JSijiíi Str. “Stock-Taking Sale” er nú á ferðinni í Fleury’s Winnipeg Clothing House, Allar okkar vörubyrgðir hljóta að seljast fyrir hvað sem er, til þess við getum tekið á móti vorvarningi þeim sem við eigum von á innan skamms MUNIÐ EFTIR STAÐMUM- Fleury 5Ó4riainSt. Andspænis Brunswick Hotel. TAKIÐ ÁVALT TÆKIFÆRIN MEÐAN ÞAU ERU FYRIR HENDI, ÞVÍ ÞEGAR ÞAU ERU FARIN ER ÞAÐ OF SEINT. Hver sem vill getur fengið STJÖRNUNA (1. hefti) frá því nú og til 1. Marz n.k. Fyrir lOc. kortlausa og “ 15c. með Winnipeg kortinu. Eða lneð ágætis premíum sem fylgir : Fyrir 5í5c. Fyrir 40c. Fyrir SOc. Fyrir 65c. Fyrir S5c. Með 10 centa virði af fræi eðakvæðinu “Minni karl- manna (M. J. B.) Með stimpli með nafainu mans á, ásamt pennastöng og blýanti; eða veggjamál- verk hvort um sig 25—35c. virði. Með ágætis uppdrætti af Islandi (með 12 litum). Með árgang af búnaðar- blaði og ágætri ensk-enskri orðabók, (en sú bók er gott $2.00 virði út, af fyrir sig.) Með vönduðu kvennablaði og orðabókiuni (inni sömu) Lesið vandlega um þetta í 15. Nr. Hkr. og munið að þetta tilböð stendur ekki lengur en til 1. Marz næstkomandi. Selur demanta, gullstáss, úr, klukkur og allskonar varning úr gulli og silfri. Viðgerðir allar afgreiddar fljótt og vel. - - - Búðir í - - - Cavalier <>g Pembina. ########################## 1 Hvitast og bezt * # # m m m m m ER— Ogilvie’s Mjel. w 1 Ekkert betra jezt. # m mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm m m m m m m m m m m m m m m — 122 — sloppið. En ef að féndurjþeirra skyldi gruna það að þeir hefðu Jarið inn í hellinn, þá mundu þeir vafalaust ætla að óveðrið, sem skall yfir dal- inn, hefði aukið svo vöxtinn í ánni að þeir hefðu drukknað. Sneru þeir svo til félaga sinna og tóku nú á allri þeirri þolinmæði, sem þeir áttu í eigu sinni, og biðu þess að timinn kæmi -að hægt væri að skygnast eftir vitum hjá Indíánunum. Filch var hálfsofandi, en þeir þrír yngri mennirnir voru svo fullir áhuga, að þeir gátu ekki sofið. Þeir sátu þarna að mestu leyti þegjaudi fram yf- ir miðnætti. Kvað Jose þe tíma kominn til að leggja af stað Kvöddu þeir svo Ford með handa- handi, on létu Fitch eiga sig þar sem hann svaf, og lögðu svo af stað báðir, þeir Keethog Jose. Báðir höfðu þelr skararabyssur, og þaðsein- asta sem þeir gerðu áður en þeir fóru, var það, að skoða hvort vopnin væru í góðu lagi. ‘Ég vona að við þurfum ekki að taka til þeirra”, sagði Keeth, er þeir lögðu á stað. “En skyldi svo fara að við þyrftum að taka til þeirra, þá verður það að marki”. Héldu þeir svo að hellismynninu og gættu fyrst að, hvort nokkur óvina þeirra væri í nánd úti fyrir, og fóru 8vo ofan í dalinn og héldu í átt- ina til borgarinnar. Þokan lá þykk yfir dalnum og í gegnum þokuna sáu þeir stundum gryfia í stórvttxna mynd af llamadýri, er var þar rólegt á beit. Enga sáu þeir hjarðmenn. Óg þó að þeir hefðu séð þé. mundn þeir VHila hnftt farið «ð kalltt á þá því aðí |ei-si<ii háltbiitn leit Keeth úr sern Indíáni og .Tose var iikaii Indíána en nokkiu öðru af maniilegu kyni. — 127 — Var hún þá dauð ? Hafði öll þessi skelfing sem hún hafði gengið i gegn um slitið úr henni öndina ? Keeth reyndi að finna hvort hjartað væri liætt að slá, en í ósköpunum og kvíðanum sem yfir hann kom, gat hann engan hjartslátt fundið. "Guð minn góður ! hún er dauð!” hugsaði hann og riðaði með hana ofan af altarinu, “Hún er dauð !” sagði hann aftur og þrýsti vörum sín- um á lokuð augu hennar og hinar fölu kinnar. En það var eins og kossar hans kölluðu hana til lífsins aftur. Hún opnaði augun og horfði beint í augu honum. “Herra minn”, hvislaði hún undrandi; “ert það þú ?” En þá heyrðist Jose alt í einu kalla : "Komið herra ! Hvað eruð þér að gjöra ? Þeir koma aftur; fljótt”. Við þetta flýtti Keeth sér og náði brátt fé- laga sinum. “Við megum ekki missa eitt einasta augna- blik !” sagði Jose. “Hvað ætlið þér að gera við frúna ?" “Hún fer með okkur”, svaraði Keeth. “Ef að ég get ekki sloppiö með hana, þá fer ég hvergi”. Þeir hlupu nú út í jaöar borgarinnar, en áð- ur þe’r kæmust út, á gi uiidirnar. hvein í trumb- unum að kalla fóikið saiiian aftur. Brátt máttu þeir búast við eltiiför. og geiði Keeth það sem hann gat að fylgja hinum fóihvata iélaga sínum. — 126 — æðsta prestsins og riðaði hann aftur ábak. Hníf- urinn féll úr höndum honum og glamraði á stein tíetinum. Gonnatzi fórnaði höndunum út í loft- ið og féll svo endilangur niður hjá altarinu. Þögnin mikla, sem áður var, rofnaði nú skjótlega. Konurnar hljóðuðu af hræðslu, en karlmermirnir grenjuðu og öskruðu. Nokkrir prestanna stukku fram til að hjúkra hiuum fallna foringja þeirra. En aftur heyrðist skamm byssuhvellurínn yfir allan hávaðann. Féll einn fyrst, svo annar, svo riðaði hinn þriðji aftur á bak organdi af sársauka, þegar blýskeytin hittu þá. Skothríðtnni hélt áfram. Þeir gátu ekkert séð — ekki einu sinni reykinn af skotunum. Þeir heyrðu að eins smell eins og með svipu, og svo sáu þeir mennina falla við altarið, — það var alt. Hljóðin í fólkinu urðu nú að voðalegu orgi. Það dreifðist og stökk út um öll stræti borgar- innar, Prestarnir hlupu inn í musterið og létu dauða og særða félaga sína lisgja í hrúgum kring um altarið. Alt í einn skauzt maður einn undan húsi nokkru og hijóp yfir mannlausan garðinn. Var það Keeth. En ekki linti skotunum á meðan, því að Jose stóð við hornið á byggingunni og skaut á Indíána þá sem seÍDastir fóru. A svipstundu komst Anieiíkimiaðurirm að altarinu; þreif linífiiin sinn og skeiti sundur böudin a stúlkuuni sem Indíánarnir höfðu ætlað að fórna í ofsa bræði siniii. Svo þrejf hann hana í fang sér og sneri ui.dan. En stúlkan hafði augun aftur og lá sem clanð væri við brjóst hon- uin. — 123 — Þegar þeir komu að fyrstu steinbyggingun- umí kríngum musterið, var dagurinn farinn að gylla austurloftið. Læddust þeir þá sem skugg- ar tveir á bak við eitt húsið og húktu þar og biðu þess, að fólkið safnaðíst á strætið. Heyrðu þeir að heimamenn voru á ferli og brátt heyrðu þeir trumbusláttinn við fordyri musterisins, sem kallaði fólkið saman til morgunfórnarinnar, Fór þá fólkið úr húsum sínum og flýtti sér á strætið. Þegar skóhljóð þeirra heyrdist ekki lengur, héldu flóttamennirnir inn í húsið. Á steinhellu einni við eldinn var brauð og kjöt, sem konan hafði ætlað til morgunverðar sér og sínum. En Keeth fékk sér ábreiðu eina og vafði matvælun- um innan í hana. Fóru þeir svo inn í annað thús og en annað og fundu matvæli í báðum, en lítið af blysum. En það var þeim með öllu ómissaudi að hafa nóg af blysum, því að Jose sagði þeim að hellisgöng þau sem hann ætlaði að fyigja þeim um væru sannarlegt völundarhús, og eini vegurinn til að rata væri að fylgja merkjunum, sem hann haíði gert í bergið. J En húsin virtust öll að vera yfírgefín og meðan fólkið var í musterisgarðiuum gátu þeir óhindraðir leitað að þvi sem þá vantaði. Þeir gengu hús úr húsi eins og ekkert væri, þó að nærri þúsund villimenn væru skamt frá þeim. Loksins gat Jose týnt saman töluvert af blysum og batt hann þau í bagga á bak sér. til þess að hafa hendurnar lausar. Sama hafði Keeth gert við [matvælin. “Kondu nú”, hvíslaði Keeth. “Við skulum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.