Heimskringla - 28.04.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.04.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMS&KlNliLA, 28. APRIL 1898 fleiniskringla. ♦rerð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (íyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- -m blaðsins hér) $1.00. Peningar aeudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Offioe: Corner Princess & James. p.O. BOX 305 Stríðið. Loksins er þá byrjað hið fullkomna frelsisstríð Cubamanna. Vér segjumhið fullkomna, því vér efum það als ekki, að Bandaríkin skilji svo við þau mál, að allur heimur hljóti að viðurkenna fult frelsi Cubamanna. Eftir að þeir eru hjálparlítið búnir að berjast fyrir frelsi sínu í þrjú löng ár, eftir að hafa barist fámennir, félitlir. klæðlitlir og hungraðir, eftir að hafa barist á móti ofurefli liðs, vel útbúnu að vopnum og vistum ; eftir að hafa sóð konur, mæður, dætur og systur myrtar og svívirtar fyrir augum sér , og eftir að hafa séð eignir sínar ræntar, brendar og eyðilagðar á allan hugsanlegan hátt, —eftir alt þetta væri eugin furða þó hin dæmafáa hreysti og hugrekki þessara föðurlands og frelsisvina hefði verið far in að gugna. En svo er ekki. Þeir standa með sama þreki og hugrekki frammi fyrir óvinum sínum, eins og þeir stóðu fyrin þremur árum síðan. Hinar óumræðilegu kvalir og svívirð- ingar, sem þeir af þessum föðurlands- hetjum urðu að þola, sem komust í hendur Spánverja, sem stríðsfaugar, gerðu eigi annað en hrópa um hefnd og enn strangari aðsókn að Spánverjum. Þeir geta líka sagt "heimilið brenda i anda ég sá,” og það eru einmitt slíkar andanssjónir sem enn þann dag í dag efia hugrekki og stæla vöðva þeirra til nýrra frægðarverka fyrir frelsið og föð- urlandið. Og það er önnur andanssjón sem hefir blasað við hverjum sönnum föðurlandsvin á Cuba, Sem hefir gert þeim mögulegt að afbera allar þær hörmungar, sem leitt hafa af frelsisstríð- inu, sem hefir knúð þá til að offra lífi og eignum á altari frelsisins, sem hefir fylt hjörtu þeiira svo hugmóði,—manni ligg- ur við að segja ofdirfsku—að þeir hafa aidrei hikað við að ráðast á óvinina þó mannfleiri væru.hvenær sem færi gafst. Það er sú andans sjón, sú sterka þrá og óbilandi von. að geta kastað af sér hinu þrælslega oki Spánverja, að geta slitið þrælakeðjuna sem þeir hafa verið bundp- ir með,—að geta grætt sárin sem sviðu og brunnu á líkama þjóðarinnar eftir svipuhögg böðlanna.—að geta lifað í ró og næði á endurreistum býlum sínum, og geta þar notið hins fulla og sanna frelsis. Það er sú von sem hvetur hvern ærlegan dreng til framsóknar. Og einmitt nú vitum vér að þessar vonir þeirra rætast. Bandaríkin hafa sagt að Cuba skyldi laus undan oki Spánverja, og þau sjá svo um að þeirri skipun verði hlítt. N ú fyrst hafa Banda- ríkin tekið í taumana. Nú fyrst hafa þau litið réttum augum þær svívirðing- sem hafa átt sér stað í þrjú löng ár rétt við strendur þeirra. Þegar Cleveland forseti skildist við Stjórnarformensku Bandaríkjanna, áleit hann, í ávarpi sínu til þingsins, að tími væri kominn til þess að hefta blóðsút- hellingar þær og hörmungar sem þá áttu sér stað á Cuba, en ekkert var gert í þá átt. Einnig lofaði forseti McKinley þegar hann tók við stjórninni, að gera einhverjar ráðstafanir til að stöðva ó- friðinn á Cuba. Nú hefir hann fram- kvæmt það loforð sitt með því að til- kynna Spánverjum, að þeir verði að hafa sig í burtu frá Cuba, "g að ef þeir fari eigi sjálfviljugir, þá verði þeir rekn- ir þaðan með valdi. Til eru þó nokkrir menn innan tak- marka Bandaríkjanna, sem álíta að stjórnin hafi hér rasað fyrir ráð fram. En sem betur fer er meirihlutinn svo stórkostlegur, sem með allri sannfæring þakkar forsetanum og þinginu í Wash- ington fyrir drengilega frarnkomu ; þessu máli, sem þakkar þeim sameigin- lega í mannúðarinnar nafni, fyrir að hafa stigið þet.ta fyrsta spor til að frelsa Cuba,—sem þakka þeim sem borgarar Bandaríkjanna fyrir að má þann blett af frelsisfána þeirra, sem um allan aldur hefði blekt hann, ef mannúð og sann- girni hefði ekki haft yfirhöndina. Það eru ekki einungis þegnarBandaríkjanna sem gleðjast yfir frelsi Cuba, heldur einnig fjöldinn af hinum betri mönnum heimsins. Allir sannir mannvinir, hvar helzt á hnettinum sem þeir búa, hljóta að gleðjast yfir þvi. En eins og við var að búast, verða það Bandaríkin sem leggja mest í söl urnar til að inna af hendi þetta mannúð- arvérk. Þau verða að kalla á þegna sína til þess að offra lifi og limum öðrum til frelsis. Þau verða að opna fjárhirzl- ur sinar og eyða hundruðum miljóna dollara af almennings fé, til lausuar þessum liugrökku hetjum á Cuba. Þau verða að gera alt þetta og meira til þess að sýna hinum mentaða heimi, að þau sem merkisberi frelsis og mannúðar, leyfi ekki neinum harðstjóra eða kúgara hvar sem hann kann að vera, að níðast á þeim sem er minni máttar og svifta hann þeim réttindum, sem hann, sam- kvæmt lögum siðaðra þjóða, á heimting á. En það er Ijúft verk fyrir Banda- ríkin og þegna þeirra sem hér er um að ræða, Það er verk sem allir sannir þjóðvinir, ungir og gamlir, lofa stjórn- ina fyrir að hafa tekið sér á hendur. Stjórnin hefir í þessu máli einbeitt fylgi og aðstoð þjóðarinnar. Það getur ef til vill orðið nokkuð erfitt, og iangvarahdi starf sem hér er fyrir hendi, því styrkleiki hinna stríð- andi þjóða, Spánverja og Bandaríkj- anna. er mjög svo jafn hvað fjölda her- skipa snertir, og þar eð ófriður þessi verður vafalaust til lykta leiddur á sjónum, vonum vér að sjá Bandaríkja- herskipin, þó þau séu nokkuð færri koma sigri hrósandi af bardagasviðinu. Það er álit flestra sem vit þykjast hafa á slíku, að þau séu mikið bettir útbúin til sóknar eða varnar, heldur en herskip Spánverja, og gefur það oss því betri von um skjótann enda á stríðinfF. Að endingu óskum vér og vonum, að Bandaríkin sýni héreftir eins og að undanförnu, að það er engin eigingirni eða fjárvon.sem knýr þau til að hervæð- ast, heldur að eins réttlætistilfinning og mannkærleiki við þá sem eru undirok- aðir. Lengi lifi Bandaríkin sem frumkvöð- ull, sverð og skjöldur alls hins réttláta og háleita, og sem óbilandi hefnivættur alls níðingsskapar og kúgunar. Syndapoki Greenway- stjórnarinnar. Leiðrétting Magnúsar Paulsonar í síðasta Lögbergi, út af grein minni í Heimskringlu um mútugjafir Green- waystjórnarinnar til ýmsra gæðinga hennar, er að því leyti óþörf, að hún kemur að mjög litlu leyti við það málefni, sem lá til umræðu. Eg hafði staðhæft það : 1. Að Lögberg hefði ælð verið óvinsælt blað, og að það hefði orðið að lifa á stjómarmútum slðan Jón Ólafs- son fór frá því. 2. Að sú múta hefði altaf farið hækkandi eftir þvi sera árin liðu og það varð óvinsælla. 3. Að blaðið hefði orðið þeim mun óvinsælla með aldrinum, sem mönnum varð kunnugra um stefnu þess og ósvífnis tilraunir til að fegra alt, hversu ranglátt og óþverralegt sem það var, bara ef það var gert af Greenway-stjórninni. 4. Að biaðið hefir aldrei verið jafn óvinsælt og þurft jafnmikinn ár- legan stjórnar hallærisstyrk eins og síðan hinn núverandi ritsfjóri þess tók við því. 5. Að menn era nú óðum að tapa öllu áliti á Lögbergi og tiltrú til þess. 6. Að blaðið mundi aldrei hafa setið að mútusjóðspotti af fylkisfé, ef viiji almennings og atkvæði hefði mátt ráða. 7. Að Lögberg hefir um langan tíma verið og er ætíð útsett til þess að ijúga lýtum og skömmum upp á Con- servativa flokkinn og einstaka með- limi hans. Hr. M. Paulson neitar engu af þessu en leiðir það alveg fram af sér. En hann gefur í þess stað það álit sitt, að blaðið hafi unnið gott verk —frá liberal sjónarmiði — fyrir þá peninga sem það hefir þegið af Green- waystjórninni, sem hann játar að hafi verið stórmikið fé. Ég hefi hvergi sagt, að Mr. Pail- son bafi þegið neina borgun frá inni fyrir annað verk en það, sem hann hafi unnið samkvæmt fylkis- reikningunum. Og ég er sannfærð- ur um, að hann hefir leyst þau verk sem stjórnin hefir trúað honum fyrir, eins vel og samvizkusamlega af hendi eins og hann hefir vit og hcefileika til. Eg geng og að því sjálfsögðu, að liann sé vel að því fó kominn, sem hann hefir fengið úr fylkissjóði. Eg nefndi nafn Mr. Paulsonar að eins vegna þess, að fylkisreikningarnir knúðu mig til þess en ekki af því, að mér dytti i hug að nokkur óráðvendni hefði átt sér stað frá hans hendi. Og satt að segjg datt mér ekki í hug, að Greenwaystjórnin hefði leyft sér að nota nafn hans í blóra til að fóðra með því upplogna útgjaldaliði, eins og hann nú sannar að hafi verið gert. En það er ar.nar liður I athuga- grein Mr. Paulsonar sem ég get ekki verið honum samdóma um. Það sem sé, að stjórnin hafi borgað minna fyr- ir þá prentun sem Lögberg hefirgert fyrir liana, heldur en alment gevist. Tökum til dæmis árið 1894. Þá fékk Lögb. 81,400,00 fyrir ‘‘auglýsingar í AVinnipeg,” eftir þvísem fylkisreikn- ingarnir sýna. En á öllu því ári var að eins ein auglýsing í blaðinu frá stjórninni, og sú auglýsing er að eins um $200 virði. Það er því fljótsóð, að það ár hefir Lögb. fengið eitt þús- und og tvö hundruð dollars iyrir ekkert—(mútu). Og svo annað dæmi. Árið 1893 fékk Lögberg fimtán hundruð og tíu dollars fyrir “blöð send til íslands.” Eg var á íslandi fyrripartinn af því ári, og vissi til þess, að til Iieykjavík- ur komu að eins 4 b!öð af Lögbergi, og útsölumaður blaðsins þar sagði mér, að þau 4 blöð væru fyrirfram borguð. Eg varð ekki var við að Lögb. væri sent á nein pósthús á Is- landi það ár, nema þar sem borgandi kaupendur voru, en þeir voru sára- fáir. Menn kunna nú að ætla að ég fari hér með rangt mfil. En ef men'n gæta þe-s, að í fyrsta bréfinu sem hr. Einar Hjörleifsson ritaði Lögbergi eftir að hann kom til íslands, lét hann í Ijósi undrun sína yfir því, að menn þar heima hefðu verið að spyrja sig að því, hve lengi hann væri búinn að vera ritstjóri við Heimskringlti. Ef menn gæta að þessu, þá virðist það benda til þess, að fáir þar heima hafi séð eða nokkrar spurnir haft af Lög- bergi. Það er því full ástæða til að halda því fram, að Lögberg hafi als ekki verið sent til íslands, þótt stjórn- inni væri gerður reikningur fyrir $1510,00 á þvi ári, fyrir ímyndaða heimsendingu blaðsins, og að upp- hæðin hafi því verið hreinasta múta. Talsvert fleiri dæmi þessu svip- uð mætti tilfæra, en þessi tvö dæmi ættu að nægja til þess að koma mönn um í skilning um, að Green waystjórn- in hafi borgað Lögbergi allsæmilega fyrir það sem það hefir gert fyrir hana,—og ennþá betur fyrir hitt sem það hefir ekki gert. Hvergi er það heldur sýnt í fylk- isreikningunum, að borganir fyrir prentun kjörlista séu innifaldar í þess- um nær níu þúsund dollara mútu- gjöfum sem Lögberg hefir orðið að þiggja úr fylkissjóði til að geta hald- ið lífinu í síðastliðin 8 ár, því öllu því fö er stolið af þeim peningum sem þingið veitir innflutningadeildinni. En prentun kjörlista og atkvæðaseðla og annars er lýtur að kosningum, er borguð af stjórnardeildinni (Execut- ive Council). I fylkisreikningunum fyrir 1892, bls. 57, sést, að Lögberg hefir fengið 8323,92 fyrir prentun kjörlista og atkvæðaseðla á því ári, og í reikningunum fyrir 1896, bls. 77 sést, að blaðið hefir fengið $452,40 fyrir prentun kjörlista á því ári, eða alls nær átta hundruð dollars, og eru þessir peningar algerlega aukreitis og eiga ekkert skylt við hina áður- neíndu dúsu, annað en það, að gera Lögbergsstyrkinn ennþá hrikalegri en hann áður sýndist vera. Eg vona því að Mr. Paulson og lesendur Hkr. sjái nú, að það getur verið varasamt að fullyrða nokkuð um það fyr en vandlega er að gáð, hvað í þessum reikningum kann að finnast, í sam- bandi við hallærisstyrk til Lögbergs. Það er því engin furða þóað Mr. Paulson segi skýlaust að “það þurfi að bvrgja vandlega fyrir augu trúar innar” til þess að geta séð, að mikill hluti þess sem Löf^v g bc-fir fengið af f > ísfé, hafi . m ur. En ætta er einmitt ^ sem ég er að -<i að leitast við að koma fólki til að gera. Mig langar til að koma fólkitil að lita á þessi mál með opn- um fugum heilbrigðrar skynsemi og að léca það sannfærast við Ijósóhrekj- andi sannana- Trúin er sannfæring um þá hluti að eins sem vér g e t u m e k k i vitað neitt um. En hér er um ekkert slíkt að ræða. Þeir sem að iíta á málin með trúarinnar aug- um eingöngu, gætu álitið Lögberg gott og heiðarlegt blað, og ritstjóra þess siðsamann, ráðvandann og heið- arlegan ritstjóra. Slíkir tnenn geta tríað (eða látist trúa) öllu mögulegu og ómögulegu, og við þá menn dett- ur mér ekki í hug að elta ólar. Eg er að eins að tala til þeirra, sembæði hafa vit, vilja og kjark til að “binda fyrir augu trúarinnar” og skoða svo ágæti Lögbergs og hreinskilni ritstj. þess í pólitík, og sem eru viljugir til að skoða málefnin frá algeriega óvil- höllu sjónarmiði, og með opnum aug- um skynsemi og réttsýni. I , i Að grein mín hafi slegið á strengi fi-ttlætistilfinninga flestra skynsamra manna, tel ég vafalaust. Enda get- ui- Mr. Paulson ekki stilt sig um að riðurkenna sannleiksgildi hennar, því að í enda greinar sinnar segir hann: “Tiltakanlega ófundvís þykir mér nú annars Heimskringla vera, að hún skuli ekkert annað vítaverðara finna í fari Greenwaystjórnarinnar heldur][en það, sem Mr. Baldwinson dregur fram i grein sinni. Green waystjórnin—eins og allar aðrar stjórnir — gengur þó með sinn syndapoka á bakinu. sem smátt og sinátt stækkar cg veröur auðséðari, eft- ir hví sem árin færast yfir hana; og hafa íslendingar, sérstaklega ein ísleuzka nýlendan, náttúrlega ekki farið gersam- lega varhluta af slíku”. Menn munu taka eftir því, að hér er hæglega og stillilega að orði komist. En eigi að síður leynir það sér ekki, að Mr. Paulson finnur Ijóst hvar skórinn kreppir að gjaldþegn- um fylkisins fyrir vanspilun stjórn- arinnar. Þessi vitnisburður Mr. Paulsonar er því þýðingarmeiri, sem það er á allra Vestur-íslendinga vit- und, að hann hefir verið fylgismaður stjórnarinnar. Það má því ganga að því vísu, að þegar hann kannast við það alveg ótilkvaddur í opinberu blaði, að athæfi stjórnarinnar í sam- bandi við Lögberg sé í rauninni að eins smáræði eitt, í samanburði við annað sem finna mætti, og sem meiri almenna þýðingu hefir, að þá muni sú tilgáta vera alveg rétt. En það er ekki alveg loku fyrir það skotið, að Heimskringla finni síðar ástæðu til að geta frekar um ýmislegt í fari fylkisstjórnarinnar, sem ennþá hefir verið gengið frarn hjá. Fleira finn ég ekki ástæðu til að taka fram í sambandi við athuga- semdir Mr. Paulsonar. En síðar býst ég við að taka ritstjóra Lögbergs lít- ilfjörlega til bænar. B. L. Baldwinson. J. G, Goodman í Brandon og ritstjóri Lögbergs. Ég var ákveðinn í að svara ykkur engu, herrar mínir, því hvorugur ykk ar var þess verður. Ég skrifaði ein- göngu um IslendingadagSmálið með gildum og góðum röksemdum. Það stendur alt [óhaggað enn. þrátt fyrir hrokagreinína ykkar í Lögbergi 14. þ. m. Og sökum þess að sumir menn á- líta að ég hafi orðið fyrir óverðskulduðu höggi af ykkar hálfu, sem ég ættí að rétta af mér, þá sendi ég ykkur þessa kveðju. Þú, hra. J. G.. segir að ástæður mínar séu ellefu. Tíu af þeim standa ó- áhrærðar. Enda þurfti meira en meðal illgirni og meðal kýrvit til aðlemja þær niður; þær hafa svo mikið sanuleiks- gildi í sér fólgið, að það er bezt að láta þær vera. Allar þínar apakatta-hug- myndir snúast utan um eiun heitan soðbolla, og,þú hefir enn ekki orðið sVo fengsæll að klóra í einn ætan bita upp ur honum, nema þennan óskapa vís dóm, að menn hafa fundið og finna til, að þetta og hitt er nauðsynlegt. Ná- kvæmlega hinu sama hefi ég haldið fram, að Islendingar 930 voru svo hygn ir menn, að þeir fundu að það var nauð synlegt að mynda hjá sér alsherjar sjálf stjórn. Og vel að merkja, vitringur minn, það var ekki nokkur skapaður hlutur því til fyrirstöðu að fá þá nauð- syn framkvæmda, og þó þú haldir því fram til eilífðar, að svart sé hvítt og hvítt sésvart, og að nákvæmlega sömu merkingu, hafi frelsisbaráttu og sjálf- stjórn Bandaríkja, þá er það rangt. EyfSt og fremst er þjóðmyndun iBanda- ríkja og Car. da anui og nýr merkis- viðburður, sem er fast gróðursettur í hjarta hvers einasta manns og í með- vitundinni um það, að lífi og blóði feðr- og frænda var tilað ná því að verfa óháð, sjálfstæð þjóð. Og það er fleira, en þetta nægir. En eins og ég hefi sagt, er þjóðmyndunin á Islandi 930, gamall, steindauður viðburður, sem skapaðist fyrirhafnarlaust af sjálfu sér. og hefir ekkert verulegt gildi í hug eða hjörtum þeirrar kynslóðar, sem nú á að halda uppi þjóðmirn'ngu votii. Annar Ágúst stendur þar langt framar. Hann er lifandi og nýr og óglevmanlegur merkisviðburður i sögu ísl. og fyrir þvi sjálfstæði sem stiórnarskráin gaf þjóð- inni var mikið barist af hinum beztu mönnum þjóðarinnar. í bókmeuta- sögu Isl. stendur: "Árið 1874 var stjórnarskráin gefin, og má þnkka það Jóni og hans eindregnu fylgi, að Island yfir höfuð að tala hefir fengið löggjafar vald, og ráð síns eigin fjár”, Og þó þú, hra. J. G., hangir á þeirri vesölu hártogun, að stjórnarskrá- in gengi í gildi 5. Janúar, þá vita allir og skilja, að hún var gefin og afhent þjóðinni 2. Ágúst 1874 af konungi sjálf- um. -j ^ m Photo= graphs ♦ * Það er enginn efi á því að j vér getum gert yður á- . Exchange Hotel. 612 JVE^A-ILST ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ Svo máttu nú standa i friði fram- yfir gróandann, blessaður Brandon- Goodman. Ég álít ekki þörf að segja meira við þig að sinni, og mun heldur ekki gera það framvegis, nema þú skrif r með betri röksemdum en síðast. þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H. ItATII ItlItV, EXCHANGE HOTEL. 4> I S£ llaiu Str. Þá er nú ritstjóri Lögbergs. Það má segja þar um: “Á sama máli er merar-Gróa og Magnús karlinn í Bráð- ræði”. Þú minnist ekki með einu orði á málefnið s»m ég skrifaði um, en ert bara algerlega samdóma ofangreindum Brandon busa, og reynir svo að gera mig að heimskingja frammi fyrir allri þjóð sem Lögb. les. og kemur með sama bullið sem þú varst að hefna þín með í fyrra í blaðinu, eftir ósigurinn í Llend- ingadagsmálinu. Ég ætla ekki að taka þitt gamla og nýja örþrifaráð, að kalla þig vitlausann, eins og þú dæmir alla að vera, sem eru á annari skoðun en þú. Þér er ekki varnað vits, en þú ert grunaður um græsku, í ritstólnum, og það ekki ástæðulaust, því þar gætir aldrei vits eða sanngirni í deilumálum, og þar ertu aldrei “gentleman” gagn- vart þínum mótstöðumönnum, og fyrir það ertu búinn að missa álit og virðing als þorrans af þjóðinni hér að undan- teknum fáum mönnum, sem hanga í þínu forna frakkalafi. Þú ertþað verri en ég, að þú kant, en lest aldrei, “Faðir vor”. Þú veist að það er ofætlan fyrír þig að gleipa alla með húð og hári, sál og sannfæringu; og þó stór sé á þér munnurinn, þá ertu ekki það stórhveli ei geti sogað mig sem síli upp í þig, Eg á fullan rétt til að halda mínum sjálf- stæðu skoðunum fram; og þú gerir mér rangt til, eins og flestum öðrum, er þú átt orðastað við, þar sem þú vilt ræna mig frelsi og sjálfstæði til að sýna al- menningi þá skoðun sem ég hefi á máli, er ailan almenning varðar. Deildu um skoðanamun okkar á málinu, en ekki um hvað vitlaus ég er, eða sem þú kall- ar ‘óhreinar hvatir”. Það er mín eigin sannfæring og hennar hvatir, sem hafa dregið mig út i þetta mál, og gersam- lega engra annara ábrif. nema ef vera skyldi samhliða barna minna, sem eru eindregin með2. Ágúst, einsog yfir höf- uð allur fjöldi af yngri kynslóðinni í þessum bæ. Synir mínir veigra sér enn við að ganga á hólm við Ljót hinn bleika (rits'j. Lögb.), en þeirra vili og þeirra skoðanir á þessu máli og allra ungra manna, karla og kvenna, eru ekki einasta eins gildar og þínar skoð- anir, heldur langtum gildari, því hvað sem þú og hver annar segir, þá þarf að gróðursetja þjóðminningarmálið í hjört um og brjóstum þeirra, sem bráðum eru aðallifið og sálin í öllu Islendinga- dagshaldi voru. Með því eina móti má búast við bróðurlegn og blessunarríku framhaldi á okuar þjóðminningarmarki en annars ekki. ef þeirra vilji er barinn og bældur af römmustu afturhalds og ófrelsis lurkum. sem bráðum hverfa úr sögunni og safnast til feðra sinna, eins og ég og þú. Og ef þú þorir að kalla þetta óhreinar hvatir, þá máttu það, en enginn mun trúa því. Þú ættir, Sigtr, minn, að varast að minnast á samþyktina sem þú kallar. Hún hefir ekkert gert nema ilt, eins og alt sem sprettur af rússiskum einveldis- rótum. Það getur ekki þrifist hér. Þú ert potturinn og pannan í þessari sam- þykt, eins og í öliu þessu ísl.dags- þrefi. Almenningur átti þar ekkert í, og öllum kom þetta á óvart eins og reiðarslag, að þið væruð búnir ótil- kvaddir að gera ályktun fyrir alla þjóð- ina. Ef þú hefðir þá gáð betur að viti þínu, þá hefðir þú átt að koma á al- mennum fundi til að mynda þá nefnd,— eða hvað sem á að kalla það. Þú átt skilið skarpa skömmfyrir alt það frum- hlaup, og þeir eru að meiri menn sem losa sig burt úr þeim vebanda hring. Svo ætla ég ekki að rífast framar við þig út úr þessu máli, en einurð mun ég hafa að segja fáein orð ef mér sýnist, þegar fundur verður haldinn, þótt ég víti að þú munir eftir á snúa út úr, eins og í fyrra, þegar ég sagði, að verzlun og atvinnumál ísl., sem í ólagi færu, væri ekki stjórnarskránni að kenna. LáRus Guðmundsson. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. Lcnnon & Eigendur. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGE0N ..... 462 Main St.. Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA SMiHaTían Hotel. 718 JTIain 8tr. Fæði $1.00 á dag. Brunswiek Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. lÉiidiniar! Lítið & eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábvrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, —i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina s^m þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 ‘‘ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafaliús í bænum. Fieili n«l eiiiH $ 1.00 n <lng. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McIvITTRICK, —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cnvnller, K. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Þvi þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til i Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum vorum og verzlid við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.