Heimskringla - 20.10.1898, Blaðsíða 2
HEIMSKKÍNGLA 20. OKTOBER 1898
HeimskriDgla.
^erð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
Ím árið (fyrirfram borgað). Sent til
slands (fyrirfram borgað af kaupend-
uuu blaðsins hér) $1.00.
Peningar seudist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
B. Ii. BaldwiiiMon,
Utgefandi.
Oðice: Corner Princess & James.
p.o. BOX 305
Verndartollur á vinnu.
Hvað skyldu þeir vera margir ís-
lenzku verkamennirnir í þessu landi,
þ<5 þeir kallist “Liberal” í pólitík,
sem trúa á frjálsa verzlun í vinnu ?
Hvað skyldu þeir vera margir sem
ekki eru sterkir verndartollamenn
þegar um það er að ræða að flytja
ódýran vinnukraft inn í landið, til
þess að keppa við þá sem hér eru
fyrir ? Er $50 nefskattur á Kín-
verjum, sem hingað flytja, vottur um
frjálsa verzlun í vinnu ?
Því neita líklega engir verkamenn,
ef þeir annars eru gæddir heilbrigðu
viti, að vinnan er verzlunarvara á
sama hátt og hver önnur vara á mark-
aðinum, að hún ýmist hækkar eða
lækkar í verði, eftir því hvað eftir-
spumin eftir henni er mikil eða lítil,
og að hún að öðru leyti er háð sömu
lögum og hver önnur verzlunarvara.
Og ef þeir í sannleika eru frjálsverzl-
unarmenn þegar um aðrar vörur er
að ræða, hversvegna eru þeir það þá
ekki líka að því er snertir innflutta
vinnu ? Hversvegna hafa verka-
menn í álfu þessari unnið á móti inn-
flutninga manna frá Kína til Ame-
ríku og hversvegna hafa stjórnirnar
f Cafiada og Bandaríkjnnum lagt $50
nefskatt á þessa menn, þegar þeir
flytja inn í þetta land, og hversvegna
vildi verkamannaþingið sem haldið
var hér í bænum fyrir fáum vikum,
að þessi tollur á Kínverjum væri tí-
faldaður ? Svarið liggur beint við.
Það var vegna þess, að það er á
hvers manns vitund sem nokkra
þekking heflr á þessum málum, að
ef Kínverjum yrði leyfð frí land-
ganga, þá mundi kaup hérlendra
verkamanna falla stórum. Kíínverj
ar flytja að eins vinnuafl sitt með sér
og bjóða það gegn hungurslaunum í
samkepni við þá menn sem hér eru
fyrir, án þess, eins og aðrir veika-
menn, að leggja nokkuð til landsins
þarfa. Þessvegna er verndartollur-
inn á Ktnverjum til orðinn. Það er
vitanlegt, að Kínverjar geta lifað við
miklu lakari lífsskilyrði heldur en
Araeríkumenn, og því er þeim líflð
miklu ódýrara. Þeir geta unnið fyr-
ir miklu lægra kaupi og hafa samt
meira í afgangi heldur en innlendir
verkamenn. Það er af þessum á-
stæðum aðallega, að vér verndum
sjilfa oss fyrir kínverskum verka-
mönnum.
Á sama grundvelli byggist sú
kenning, að það sé rétt og holt fyrir
hérlenda verkamenn, að vernda
vinnu sína gagnvart útlendri fram-
leiðslu frá hvaða landi sem hún kann
að berast. Því að það munar minstu
hvort hinn kauplági verkamaður er
sjálfur hér í landi til þess að undir-
selja vinnu sína gegn hérlendum
verkamönnum, eða hann er erlendis,
en sendir svo afurðir sinnar ódýru
vinnu hingað til að keppa við afurð-
ir af sömu tegund sem hérlendir
verkamenn framleiða.
Einhver kann nú að segja, að
vinna sé á frílistanum, að hún sé
tollfrí, og fljótt á litið mun mörgum
virðast að svo sé. En þegar þetta
er skoðað niður í kjölinn, þá sjá
menn, að t. d. Englendingar, Frakk-
ar, Þjóðverjar og íslendingar taka
upp þegar er þeir koma hingað sömu
lífernisháttu og hinir innfæddu verka-
menn landsins, og samkeppni þessara
útlendinga er því í alla staði réttmæt
og heiðarleg. En ef að þeir þar á
móti héldu óbreyttum sínum fyrri
fyrri lifnaðarháttum og samlöguðu
sig ekki þjóðlífinu hér, þá er lítill efi
á því, að nefskattur yrði brátt lagður
á þá alveg eins og Kínverja. Það er
því í rauninni lagður tollur á vinnu
útlendinganna sem koma til þessa
lands, á þann hátt, að til þess að
gela haldist hér við og notið sömu
réttinda og virðinga eins og hinir
innlendu meðborgarar, þá ern þeir
neyddir til að laga sig eftir hérlend-
um lifnaðarháttum, en það þýðir tals-
vert aukinn kostnað, miðað við það
sem þeir áttu að venjast heima á
fósturjörðinni. Það er fyrir þennan
aukna kostnað við tilveruna hér í
landi, sem I raun réttri er tollur
lagður á vinnu þeirra eftir að þeir,
eða réttara sagt um leið og þeir koma
hingað, að þeir verða að selja vinnu
sína eftir hinum hæeri mælikvarða
þessa lands.
Öll samtök verkamanna til þess að
halda uppi vinnulaunum, eru í raun-
inni ein tegund af tollverndarhug-
sjóninni, sú, að varðveita landsins
vinnu handa landsins borgurum.
Það er og önnur ástæða sem miðar
til þess að gera það réttmætt, að
leggja toll á innflutta vöru, nema að
eins þá sem ekki er liægt að fram-
leiða 1 landinu sjálfu, og hún er sú,
að hinn útlendi verkamaður leggur
ekki, eins og þeir sem búa í landinu>
sinn skerf til ríkisframfara eða heilla.
Hanneraðöllu leyti undanþeginn
þeim borgaralegu skyldum, sem
hvíla á hinum innlenda verkalýð.
Ekki kaupir hann þær vörur hér og
borgar ríkisskrtt af þeim, sem hann
sjálfur lætur fiytja inn hingað í sam-
kepni við hér tilbúnar vörur, og sem
eingöngu hefir þau áhrif, að minka
eftirspurn eftir vinnu í landinu, og
halda fjölda af fólki í iðjuleysi og
skorti. Ekki heldur borgar hann til
sveita eða bæjarsjóða, og hefir alls
engar þær byrðar að bera, sem að
sjálfsögðu hríla á borgurum Iandsins.
Þessvegna er það rétt að leggja toll
á vöruna þcgar hún er fiutt inn í
landið.
Að innfiutta varan ’geti verið og
sé að jafnaði ódýrari heldur en hægt
er að búa hana til hér í landi, skal
fúslega viðurkent. En hversvegna
er hún flutt hingað ? Vegna þess,
að hún er umfram og afgangs því
sem hægt er að koma út eða selja á
markaðinum í því landi, þar sem
varan er búin til, eg af því að það
fæst hærra verð fyrir hana hér en
þar. En mismunurinn á verðinu er
að miklu leyti gróði þess sem býr
hana til eða flytur hana inn hingað,
og þar eð þeir peningar eru allir
dregnir út úr vösum Ixirga ra þQgsa
lands, og þar með rýrður forði verka-
mannsins, og sem hann að sjálfsögðu
mundi hafa ef hann hefði atvinnu
við að framleiða þær vörur í Iandinu
sem nú eru innfluttar, þá er rétt og
sanngjarnt að leggja toll áslíkar inn-
fluttar vörur. Það er rétt máltak
hér, að “sjálfsverndin sé hið fyrsta
eðlislögmál.” Á þeirri hugsjón er
byggður verndartollur á vinnu og
sömuleiðis á vörum þeim sem inn eru
fluttar til landsins.
Frjálsverzlunar-hugmyndin er
reikur, sem feykist í burtu fyrir hin-
um minsta mótblæ ; hér í landi að
minnsta kosti er hún með ölln ómögu-
leg í framkvæmdinni. Þetta hefir
hinn svonefndi frjálsverzlunarflokk-
ur, sem nú situr að völdum í Canada,
sannað, með brevtingum þeim á toll-
löggjöf ríkisins, sem þeir hafa gert
siðan þeir tóku við stjórntaumunum.
Gullumsjónarmaður rekinn.
Allar þær sögur, |sem borizt hafa
frá Yukon um óráðvembii stjórnar-
þjóna þar, en scm jafnharðan vafa ver
ið bornar til baka af bl'öum stjórnar-
innar, irðast að hafa við gild rök að
styðjast, því aðnú hcflr stjórnin loks
ins neyðzt til þcss að rcka Mr. Fawcctt
frá emliætti þar efra, og hoflr skipað í
hans stað Mr. GorJan Hunter frá Van-
couver, Enri frcmur liefir Mr. Ogilvie
verið skipaður til þcss að hefja stranga
rannsókn í [>eim kærum sem bornar
hafa verið á ombættísmennina í Yukon.
En ekki var þctta gert fyrr en hann
hafði boðið stjórnina að scnda sár 50
hermenn til [>css að bæla niður upproist
arsoði það, scm komið var i námamonn
jar efra út af sífeldum svikum stjórnar
þjónanna þar, Það er búist við að mcð
sínni alþektu hreinskilni. lipurð og
dugnaði muni Mr. Ogilvic takast að
halda fspektum þar efra. En hitt er
talið ekki síður víst, að nauðsynlogt
muni verða að skipa nýja menn í flest
embætti þar, ef drengskapur og réttvisi
eiga að geta haft nokkurn þátt í stjórn-
arathöfnum þar.
Bréf frá Eldon.
VICTORIA. B. C., 4. Oct. 1898.
B. F. Walters, Esq.
Kæri vin.—
Eg reit þér seinast frá Seattle, fáar
línur, en fór eins og fyr fljótt yfir sögu.
Eg býst hvorki við því, að þeir sem
báðu mig um ferðasögu ætlist til þess,
að ég lýsi inn i hvern krók og kima
ferðalífsins, og sva er ég sjálfur alls
óviljugur til þess, enda þótt ég geti með
sanni sagt, að þar væri alt “sópað og
prýtt.”
Þvi held ég svona áfram.
Gufuskipið "City of Kingston” rann
af stað frá Seattle kl. 11 að kveldi hins
29. f, m., út á Kyrrabafið. Ég og dreng-
ir mínir sofnuðum þegar á ljúfum lyfti-
beöi. Ég vaknaði ekki fyr en eyjan
Victoria var í augsýn, þegar “sunnu
heita morgunmund, makaði ljósa rún-
um.” Þá var þetta raulað :
Flæði, þú mitt fjörgar geð,
fyllir blóði nýju ;
ég hef ekki’ á sjóinn séð
samfleytt árin tíu.
Skipið var eitthvert hið stærsta og
skrautlegasta sem haft er til fólksflutn
itiga hér við Kyrrahafsströndina. Ég
hefi aldrei séð prýðilegri skeið. Méi
datt í hug, þegar ég sá kafteiniun, að
heldur væri nú rnunur á persónu hans
og viðmóti, eða marhnútsmyndinni á
Lögbergs Trj’gg, sem altaf er að klúðra
á sig kafteins nafni, síðan hann botn-
veltist á flatbytna döllunum, óhreinnar
minningar, ofan Rauðár leirbleytuna,
til að naga af löndum okkar þessar litlu
tætlur, sem ennþá héngu við þá úr fór-
um fósturlandsins. Já, ég held víst að
það sé alt annað eðli í þessum skipstjóra
og að hann sé allsenginn Lögbergingur
—ekki þrælakyns.
Ég sagði stuttlega frá því, í seinasta
seðli, hvernig kallarar gistiskála og
flutnings (express-) menn létu við mig
og aðra í Seattle. En það var eins og
hógværðin einber, hjá því sem hér geng-
ur á, hergarðurinn er tvöfaldur hér.
Fyrst koma þeir fram við hafnarinynn-
ið, þar sem tóllskoðun og uppskipun fer
fram og síðan í lendingunni hjá “Stat-
ion”-inni. Ég var svo æfður frá því í
Seattle, að ég gat veitt þessum karl-
ungum raunalausa mótstöðu. Reynd-
ar hefi ég allgóða og býsna fágæta sögu
að segja af viðureign okkar, en eg ætla
aðlátanægja, að gera það kunnugt í
bráð, að hverr og einn þessi Skálaglam
var farinn að bjóða mér allmikið lægri
verukjör, heldur en prentuðu "bílætin”
ákváðu. Sá lægsti var kominn ofan úr
tveggja dala dagverðarborgun í 50 cts !
Þar að auki frítt fyrir drengina báða og
böð ókeypis m fl.!! Ég ætlaði svo sem
sjálfsagt að þiggja þetta hefði ég þurft
á að halda.
“En það skeði svo,” segii blessuð
ritningin, að landar mínir í Victoria
voru engir Lögbergingar. Hjá þeim
þurfti ekki beina að biðja. Að eins fékk
ég svolitlar ákúrur fyrir það, að ég
hafði ekki sent spjald á undan mér til
peirra, svo að þeir gætu mætt mér á
"hlaðinu” til þess að óg þyrfti ekki að
ganga óleiddur inn, en svo gerði það
ekkert til, því strætisvagninn var hand
bær og greip ég það tækifæri.
Viðtökur landa minna i Victoria
mun ég lengst í minni hafa. Það var
skjótt auðfundið, að þeir höfðu ekki les-
ið Lögberg sér til vanheilsu, eða með
öðrum orðum : Þeir eru of vitrir til
þess að lesa þvættituggu þá, öðruvísi
en afturábak. Og auðvitað er trúin á
gepil þarin samskonar. Allir munu
þeir ganga að þvi sem vísu, að alt sem
kvikindisblaðið gefur út sé ekki minnr
umsnúið en t. d. Lárusarsöfnuðurinn.
Og svo maður tali í sem fæstum orðum,
má segja þetta : Blaðfjandinn og
Tryggur eiga hér ekkert sæti, enga upp-
reisnar von, enda er hér enginn kyrkju-
múr til að varðveita afætin, engin trú-
arpest, ekki Greenway’s-fýkjur, engin
Árnabúð, ekkert Bardalsskegg; Sam-
eining og fermingarlömb sjást ekki á
ferli ; kúgun og valdboð klerkanna
kemst ekki að og syo kveður ramt að í
rímunni, að landar vilja gjarnan vera
lausir við alla Lögbergska lífsábyrgðar
skotrokka, setn hækjubognir hlykkjast
hór og þar um fylkin, eins og við vitum.
Mér þykir ekki ólíklegt, ef að Lög-
bergs Tryggur eða aðrir hungurpésar
úr þeirri geldingskró, hefðu mátt gjóta
hornaugum á borðhaldið sem Victoria-
landar bjóða mér—mér þykir ekki ólík-
legt segi ég, að það hefði kunnað að
koma vatnsbragð í munninn á þeim.
Það er sem ég sjái aumingja vonaraug-
un, sem þeir t d. rækju upp á spikaðan
laxbita róandi á gullrósóttu steikarfati
eða þessi selfeitu sauðarlær sem lauk-
fögur biðja hvern mann að éta sig, o. s.
frv. Ég dreg þetta af matsagnapistl-
unum sem fyr meir komn bæði frá
Einari kindinni, ræfils Trygg og enda
fleiri sugfiskum fylkisráðsins.
Ég hefi hingað til verið hjá þeim
hjónum Mr. og Mrs. P. Christianson
(Richter), En svo koma daglega boðin
um að sitja að dag- eða kveldverði hjá
ýmsum öðrum. Ég hefi onnþá ekki við
að heimsækja alla. Þessa hefi ég þegar
fundið : Ásgeir Lindal, Magnús Ólson,
Ólaf Sæmundsson og Hinrik Eiriksson,
auk gamalla kunningja : S. Guðmunds-
sonar og P. Chrisianssonar.
Það er, eins og ég hefi áður á bent,
alt annar blær á þessum mönnum en
lakari lýðuum í Winnipeg—þeir jafnast
fullkomlega á við þá beztu og frjáls-
lyndustu. Ásgeir Lindal er nú all
vel þektur af orðfæri sínu og einurð í
blöðunum, en hann er engu síðri í per-
sónulegu viðtali. Hann talar vist sjald-
an óhugsað orð, rökstyður drjúgum og
hefir karlmannlegann róm. Ekki skyldi
mig undra, þótt hann klappaði Trygg
fremur húsmóðurlega, bæri svo undir,
að seppinn yrði á vegi hans. Ásgeir er
ramur að afli, rekinn saman, stór i lund
en ekki hár á velli. Hann er fagureyg
ur og fjörlegur á svip og mesti æringi 1
samsæti. Hann getur talað um eitt-
hvað frá morgni til kvölds.
Ólson er allra manna líkastur á
velli Baldvin Jónssyni (skálda), föður
B. L. Baldw nsons. Hann er ennifríð-
ur, bláeygur og bliðlegur og brosir góð-
mannlega. Hann er kominn nær fimt-
ugu. Hann er skáldmæltur prýðilega,
sem Jón Sölvason bróðir hans, var.
Þeir eru Skagfirðingar að kyni. Ólson
er h ifðingi í lund oe hið mesta nett-
menni i allri framkomu. Hann hefir
kveðið í Heimskringlu.
Hinrik Eiríksson er fremur lágur
maður vexti, en hinn liðmannlegasti.
Hann hefir fullan róm og talar skýrt.-
Hann er fróður um margt í bæjarmál-
um og hefir náð þægri stöðu við póst-
húsið hér. Eiríksson hefir snarplegan
svip og er laglegur á fæti. Hann er
frjáls í tali og lund, en hefir, fyrir eitt-
hvert óhapp á lífsleiðinni, gerst kaup-
andi að Lögbergi. En slikir menn eiga
afturhvarfs von. Hann er ættaður úr
Borgarfirði suður.
Ólafur Sæmundson er gildur mað-
ur og stórleitur. Hann er ljóslitur á
hár og skegg og hefir stór og fjörug blá-
grá augu. Hann er dávei máli farinn
og snjall i frambuiði. Hann er ungleg-
ur i fasi, en þó hniginn nokkuð á efra
aldur. Ekki skal mig undra þótt hann
ætti kyn sitt að rexja til þeirra Þórodds
<,g skapta lögsögumanns. Hann er
Borgfírðingur. Lögberg hefir, illu
heilli, abbast upp á Ólaf, þvi að hann er
snyrtimaður,
Pítur CiiRi.STiANSON er fríður mað-
ur sinum, meðallagi hár og þrekinn vel.
Hann hefir dökkbrúnt hár en ljósan
hörundslit. Hann er eygður vel, hraust-
menni og “skjótur til allrar karl-
mennsku.” Hann er rausnarmaður í
lund og hinn gestrisnasti. Hann hefir
stöðuga vinnu við púðurgerð og líður
mæta vel. Húsbúnaður hans jafnast
fullkomlega við þann er ég hefi séð
beztan meðal landa minna í Winnipeg.
Pétur er hreinn Heimskringlumaður.
Siofús Guðmundsson er Húnvetn-
ingur að uppruna. Hann flutti vestur
hingað frá Winnipeg fyrir eitthvað 8 ár-
um síðan, bláfátækur, heilsulinur og
með þunga fjölskyldu sem þó hefir
aukist síðan að mun Nú liefir hann
næturvinnu í sögunarmylnu og um $45
í kaup um mánuðinn. Hann er kominn
í mjög álitleg efni og er hinn frjálsleg
asti. Mér sýndist hann hafa yngst um
nllan helming síðan ég sá hann fyrir 8
árum. Sigfús er stiltur maður og greind
ur vel, ennihár og eygður vel, giidur
vexti og sterkur vel. Sigfús er gleði-
maður mikill og skáldmæltur. Hann
hefir jafnan fylgt Heimskringlu að öll-
um málum.
Jóhann Breiðfjörd hefi ég og séð
í svip. Hann er mikill maður vexti og
afarmenni að burðum. Hann er talinn
einna ríkastur Victoriabúa, sé miðað
eingöngu við landa. Breiðfjörð er ör í
máli og kappsamlegur. Hann býr í
stóru og skrautlegu húsi við góðan kost
en fleiri á hann hús og lendur. Vel
þætti mér vera mega, að víkingablóð
rynni í æðum hans og að ætt hans mætti
jafnvel rekja til Erlings á Sóla. Hann
er Heimskringlu vinur mikill.
Þótt að mér nú hafi komið ágæt-
lega fyrir sjónir efnahagur og drengi-
legt yfirbragð landa minna hér, þá
sannast að segja, býst ég jafnvel við að
kveðja þá að fám dögum liðnum. Eft-
ir öllu útliti, er bara óhugsandi að bráð-
ókunnur maður detti hér ofan á vinnu.
En hennar þarf þó með. Ég fyrir mitt
leyti vil ekki, að raunalausu, gerast
handbjargarómagi. Hítt er annað mál,
þó maður, að fornum sið, gleðji sig yfir
“gestanæturnar.” Vinna er hér ærið
lítil, “meðal svo margra” og er það til
sannindamerkis, að hinir hnísnu og á-
fjáðu Kínverjar ganga með hendur í
gleiðum vösum. svo hundruðum skiftir.
Vinna er hér vel borguð, þegar hún
fæst, $2—2.50 á dag, mánaðarkaup frá
$40 til $50. En verðlag á flestum vör-
um er hér talsvert hærra en í Winnipeg.
Helstu undantekningar eru á eldivið og
laxi. Samt sem áður hefir vinna verið
hér meiri í ár, heldur en 2—3 ár undan-
farin og vona eyjarskeggjar að við þeim
brosi bráðlega betri tímar.
Borgin Victoria er víð um sig, en
heldur gisnar byggingar. Mér heflr
verið sagt að hér teldust um 30,000 höf-
uð og eru Kínverjar 1/6 eða jafnvel l/o
partur og þar að auki óþarfir öllum lýð.
— Vegir og stræti 'eru hér þokkaleg.
Landar hafa valið sér stað i norðaust-
urjaðri bæjarins. Sá hluti liggur hátt
og er hið bezta útsýni. Ég mundi
kunna hér vel við mig, enda eru veðrín
alla tið síðan ég kom, líkast því er bezt
var haust og vor heima á Fróni. Eng-
inn efi er á þvi, að fá mætti hingað og
þangað um eyna álitlega bústaði, en
betra væri að taka þá fyrir nokkra
menn i samlögum. Laxveiði er ærin
en misjafnt að stunda hana, í sumum
stöðum langtum hægra, sem sé. Indí-
ánar færa borgarbúum lax á hverjum
degi og er pundið, um þessar mundir.
4—5c. og þykír dýrt. “Dog saimon,”
sem vigta mun um 25 pd, var í gær
boðinn á lOc. hver, og sá ég engan
kaupa. En eftirspurn var mikil á torg-
inu um kattfisk og fliðrur.
Bjórkaup eru hér þægileg. Kollan
fæst víðast á 5c. og eru þær svo stórar,
að Lögbergs-Tryggur kæmist af með
27 kollum færri á dag, heldur en látið er
í hann í kringum kosningagelt í Winni-
peg.
Ég hefi rispað löndum, einum tveim-
ur, upp á Point Robei ts, því ég hafði
upprunalega hugsað mér að setjast þar
að. Ég bíð andsvara. Mér er sagt að
hinn kyrláti og auðsæli blettur, sem
þeir sitja á muni eins vel verða bráðum
frá þeim tekinn af Bandaríkjastjórn og
ætlaður fyrir herstöð. Þá missa landar
okkar fögur bú, og er mjög slæmt.
Landsmenn okkar hafa fækkað
drjúgum hér í Victoria síðan flutningar
byrjuðu upp á Point Roberts. Þó eru
taldar hér yfir 20 fjölskyldur, auk lausa-
manna og þeirra sem á landi búa.
Margt má auðvitað fleira segja, en ég
læt það bíða seinni tíma, þegar ég hefi
séð fleira og kynst öllu betur.
Næst mun ég senda Winnipeg-ís
lendingum kveðju mina, En í bráðina
bið ég þig að skjóta hlýjum kveðjuorð-
um í eyru frænda og vina, scm þú sérð
og þekkir, frá mér og litlu strákunum,
sem líður mikið vel.
Þinn einl. vin.
J. E. Eldon.
Sorgleg vöntun.
Hrygðarefni allra sárast
eitt ég veit í seinni tíð,
víst mér liggur við að tárast
vex mér daglegt hugarstríð.
Hjartað gerir sorgin særa,
sííelt gleði verður stans,
af því fátt má ærlegt iæra
af umboðsmönnum kærleikans.
Miög þeír ræður fagrar flytja,
fylgja þykjast Kristi bezt,
annast snauða, aumra vitja,
iðka látast dygðir mest.
Einhver þá ef ásjár biður,
og þótt sé í smárri grein,
þá er vist, og því er miður,
þar bænheyrsla fæst ei nein.
Já, þeir kenna að kærleiksverkin
Kristí þegnum sæmi bezt,
en þess sárfá sýna merkin
sé þeim siikt í hjarta fest.
Þar er skortur þess ágætis
þjónum Kristssern réttum ber
og sorgleg vöntun lítiliætis,
líkar ekki þetta mér.
Ef þeir beðnir eru að greiða
andans spor til framfara,
tilfinningu manns þeir meiða
og mæla þannig harðlega :
"Éi af ment þin eru sprottin
andans verk og guðleg trú
með oss lofa máttu ei drottinn,
miklu lægra stendur þú.”
“Ef þú reynir eitthvað starfa
anda þíns við dapurt ljós,
það ei verðnr víst til þarfa,
vér því einir girnumst hrós.”
Þá i framan þeir sip- í 'a,
þóttafullir rembast við :
“Þú mátt eigin sjo pmn sigla,
síst þér veita munum lið.”
Fiðurkenda þeir ei þola
þá sem andans bera skraut.
í skuggum trjánna skelfdir vola,
sker þá öfundsýkis þraut.
Sinn þeir hyggja að vaxi vegur
við að ríra hinna starf ;
betur andinn bróðnrlegur
í brjóstum þeirra dafna þarf.
Undantekning er hér göfug,
eins og jafnan finna má,
sumra þó sé aðferð öfug
öðrum lifir dygðin hjá,
lítillætis kyrtli klæddir,
Kristi samkvæmt breyta hér,
æðstu gáfu andans gæddir,
ást og virðing þvi [ieim ber.
Leiðbeiningu vil ég veita,
vinir mínir, ykkur því,
er þér skuluð eftir breyta,
ei er minkun nein þar í :
Drambseminnar löst ei látið
lengur ykkur spilla hér,
ávirðing ef ykkar játið
ástir fólksins hljótið þér.
j Fullkomnasta
5 Fataverzlun
*
*
lt
*
*
4 bænum. bæði smásala og heildsala tk
j Alt nýjar vörur. ekki melétnar eða í
í gatslitnar af að flækjast á búðar- •
4 hillunura. Komið allir og sann- í
J færist, og njótið hinua beztu kjör- ^
kaupa sem nokkru sinni hafa boð- F
j ist í þessum bæ. Við höfum allt $
’ sem að fatnaði lítui, stórt og smátt |
Munið eftir nýju búðinni.
EASTERN
CLOTHING HOUSE
*
*
*
*
*
^ Wholesale & Retail. |t
^ —570 Main Str.—
ij J. (iciiser, eigandi. £
S. Gudmundson,
Notary Public.
Mountaín, N. Dak.
4
4
4
4
4
4
4
Utvegar peningalán gegn veði
í fasteignum, með lægri rentu A
en alment gerist. Svo að þeir
sem þurfa að fá peningalán eða
að endurnýja lán á löndum sín-
um í haust, geta sparað sér pen-
inga raeð því að finna hann eða
skrifa lionum áður en þeir taka
lán hjá öðrum.
4
4
4
4
4
4
Nú er tíminn fyris ykkur að dusta
rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og
fylla þá svo aftur með nýtt leirtau frá
Cliina JIhII. Þar fáið þiðbeztan,
ódýrastan og margbreyttastan varning
í bænum.
CHINA HALL,
572 Bain St.
EDMUND L. TAYLOR,
Barrister, Solicitor &e.
Rian Block,
492 Main Street,
Winnipeg.
Brnnswick Hotel,
á horninu á Main og Rupert St.
Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í
bænum. Allslags vín og vindlar fást
þar mót fanngjarnri borgun.
McLaren I3l'0 S, eigendur.
Munið eftir Því
að beza og ódýrasta gistihús (eftir
gæðum), sem til er í Pembina Co. er
Jennings House,
Cavaliei', N. Dalt.
F. E. RENAUD, eigandi.
Lifið eins og sönnum sæmir
sólarkóngsins boðendum,
breytnin sérhvern djarfast dæmir,
dygð tilheyrir prestunum.
Samkvæmt kenning sinni breyta
sýníst vera nauðsynlegt,
eftirdæmi af sér veita
ei er unt að geti sekt.
Málefninu vaxnir verið,
vinnið hjörtu safnaða,
óvirðingu ekki gerið
embættinu holgasta.
Vinum ykkar veginn greiðið,
verndið sórhvert andaos ljós,
en mcð hraka ekki doyðið
ófullburða veika rós.
N.jóla.
Kol
og Brenni.
Lebigh—Anthracite kol
$H.50 tonnitl
Smiðjukol
OO “
American lin kol
»7.50 “
Souris kol
$4.50 “
Heyrnarleysi
og suða fyrir eyrum læknast
—með því að brúka—
Wilsons Common
I Sense Ear Drums
Algerlega ný uppfinding;
frábrugðin öllum öðrum
útbúnaði, Þetta er sú
eina áreiðanlega hlust-
pípa sem til er, Ómögu-
legt að sjá hana þegar
búið er að láta hana ? eyr-
að. Hún gagnar þar sem læknarnir
geta ekki lijálpað.— Skrifið eftir bækling
viðvikjandi þessu. Verðið er, með full-
komnum útbúnaði, $5.00 parið.
Karl K. Albert,
P. O. Box 589 503 Main St.
WINNIPEG, MAN.
W. B. Pantanir frá Bandaríkjunum
afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið
skrifið þá getið um að auglýsingin hafi
verið í Heimskringlu.
KOMIÐ inn hjá Harry Sloau,
RESTAURÁNT
Dunhar hefir umsjón yfir vínföng-
unum, og þið fáið meira fyrir pen-
inga ykkar hjá honumen nokkrum öðr-
um f bænum.
D. E. ADAMS,
407 MAIN STR.
Sloans Hestanrant
—523 Main St.—
l